Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSK.R1NCLA WINNIPEG, 10. MAÍ 1939 l^rcitnskringla | (StofnuO 1880) Kem.ur út á hverjum mWvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 1 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst g I tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlSskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: §j Kcnager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave„ Winnípeg "Heimskringla” is published and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. = Telephone: 86 537 pium........ WINNIPEG, 10. MAÍ 1939 HEIMSSÝIslNGIN í NEW YORK OPNUÐ Með orðunum: “við stýrum eftir stjörnu, stjörnu góðvildar til allra þjóða og um- fram alt stjörnu friðarins,” lýsti Franklin D. Roosevelt heimssýninguna í New York opnaða “öllum mönnum”, sunnudaginn 30. apríl. Á ræðu hans, sem var stuttorð en gagnorð, hlýddu um 60,000 manns. Við þetta tækifæri héldu ennfremur ræður, Herbert H. Lehman, ríkisstjóri í New York, Fiorello H. La Guardia, borgarstjóri ’ í New York, Grover H. Whalen, forseti sýn- ingarinnar og Sir Louis Beale, yfirmaður brezka sýningarráðsins; mælti hann fyrir hönd annara þjóða, er þátt taka í sýning- unni. Þennan fyrsta dag sýningarinnar rak hver viðhafnar ^thöfnin aðra, svo sem vígsla trúarhofs eins (Temple of Religion), skrúðganga 20,000 manna, fulltrúa er- lendra þjóða, hermanna, ög annara borg- ara eftir Constitution Mall til Friðarhallar- innar; ennfremur minning eða sýning frá innsetningu fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washingtons, með Denys Wort- man, dráttlistarmann og fagurfræðing frá New York World Telegram í aðal hlut- verkinu. Allan daginn var óslitinn straumur gangandi manna um götur og torg sýning- argarðsins. Á þeim stöðvum, sem mesta þótti dýrð og nýlundu að sjá, var safnast saman í þúsunda tali t. d. hjá General Motors, er sjö ekrur af landi hefir leigt til að sýna bifreiðar, þetta nútíðar ferðs- tæki, sem hertekið hefir huga yngri sem eldri, í Dýrgripa höllinni, með gimsteina- safni frá öllum löndum heimsins; hjá Gen- eral Electric ljósasýningunni fögru í öllum regnbogans litum; hjá sýnishorninu af flugtækinu, (the rocket) sem komandi kynslóðir stíga upp í og bregða sér í til tunglsins; hjá 22 feta háa gagnsæja mann- inum, og hjá myndum af undursamlegu landslagi og af athafnalífi fjölda eða flestra þjóða hnattarins. Á sérstökum geira sýningargarðsins, um 280 ekrur að stærð eru skemtanir og sýn- ingar af öllu upphugsanlegu um hönd hafð- ar. Þar eru munir sýndir, fornir og nýir og skemtanir eftir því sem hver óskar, hreyfimyndasýningar og óperur. Það er eftir þeim haft er sýninguna hafa sótt, að þar megi meira sjá af menningar- og framfaraundrum nútímans á einum degi, en margur eigi kost á alla æfi. Að kvöldi fyrsta sýningardagsins, var aðsóknin orðin 600,000. Með hverri járn- brautarlest og hverju skipi, bættust þús- undir við töju^sýningargestanna. Með kostnaði sem nemur $7 á dag, er sagt að menn geti skemt sér vel í fleiri vikur á sýningunni. Engar fréttir hafa Heimskringlu borist af íslenzku sýningunni þegar þetta er skrifað, en hún á þeirra von, áður en langt um líður, ef til vill áður en þetta tölublað kemur út. Á fundi vísindamanna nýlega í Toronto, Ont., hélt dr. Alonzo Taylor, vísindamaður frá Minneapolis því fram, að nauðsyn bæri til að bæta í fæðuna ýmsum fjörefnum er hún misti. við tilbúning hennar. Hann benti sem dæmi á hreinsaða mjólk (past- eurized milk). í hana kvað hann fulla þörf að bæta A og D fjörefnum. Konungshjónin brezku, sem nú eru á leiðinni til Canada, er sagt að hafi brezku kórónuna með sér í ferðina. Er það í fyrsta skifti, sem hún fer út fyrir land- steina Bretlands. HERSKYLDA Á BRETLANDI í brezka þinginu lýsti Neville Chamber- lain forsætisráðherra Breta því yfir 26. apríl, að ráðuneyti hans hefði ákveðið að löggilda herskyldu. Ef til vill sýnir þetta betur en nokkuö annað, hve útlitið er alvarlegt í Evrópu. í stríðinu mikla var ekki herskylda lög- leidd á Englandi fyr en átján mánuðum eftir að stríðið hófst. Mr. Chamberlain las boðskap þennan ^f blöðum eins rólega og honum var unt. — Hervörn Breta kvað hann í ýmsu áfátt, í raun og veru svo gamaldags, að almenn- ingi mundi bregða í brún, ef hann vissi það út í æsar. Vegna þess hefir stjórnin ekki séð sér annað fært, en að sinna her- vörnum betur en áður og þó það verði að vera á þann hátt, sem við hefðum sízt æskt eftir. Enginn þingmanna mælti orð í mótmæla- skyni.- Þeir vissu hvað stjórnarformaður- inn átti við. Lið hafði um langan tíma verið á verði dag og nótt við því búið að taka á móti sprengjuárásum, ef á þyrfti að halda. “Það þarf nú ekki margar vikur til að byrja hernað,” sagði Mr. Chamberlain; “út í það versta er komið á fáeinum klukkustundum. Þar sem hætt- una getur því bæði borið brátt að og vér höfum tekist á hendur vernd annara þjóða, er þörfin brýn að skylda menn til heræfinga þessa stundina, hvað lengi sera það verður.” Þingið tók boðskapnum hljótt og alvar- lega. Einn þingmanna hrópaði: “Eg hélt að þér hefðuð fært heiminum frið.” Mr. Chamberlain svaraði ekki aðkastinu, en hélt áfram að skýra frá, hvernig í her- skyldunni lægi. Um 310,000 menn á tví- tugs aldri verða kvaddir til ,að skrásetja sig í þessum mánúði. Er gert ráð fyrir að 200,000 af þeim innritist í herinn nú þegar og byrji á æfingum, sem standa yfir í 6 mánuði. Að því loknu, verða þeir send- ir í herinn, þar sem þörf er manna og byrjað að æfa næsta hópinn. Herskyldu-kvöð þessi hafði verið sam- þykt af ráðuneytinu áður en hún var borin undir þingið. Hafði verkamannaflokkui’- inn ekki verið þar með í ráðum, vegna þess, að þegar Mr. Chamberlain hreyfði fyrst hugmyndinni á þinginu, tóku þeir stöðugt fram í fyrir honum, sögðu hánn fyrir skömmu hafa sagt að engin líkindi væru til, að herskyldu þyrfti að lögleiða, og kröfðust almennra kosninga. Daginn eftir, þegar málið var komið í ákveðið horf, létu verkamenn mjög lítið á sér bæra. Yfir nóttina var sem þjóðin skifti um skoðun í þessu máli. Verka- mannafulltrúar mintust ekki á kosningar,. fundu nú þegar að þjóðin var reiðubúin að taka hverju sem að höndum bæri. Að öðru leyti, sendu franskir sósíalistar ensku verkamannalþingmönnunum þá |orðsend- ingu, að það drægi úr baráttunni við Hitler, að hafna herskyldu. Var Leon Blum, fyrrum forsætisráðherra Frakk- lands talsmaður sósíalistanna. Það sem ennfremur gerði þá rórri, var að Cham- berlain kvað sig samþykkan stefnu sósíal- ista um það að þegar menn væru herskyld- aðir, væri sanngjarnt og rétt, að auður þeirra væri það einnig. Daginn áður en herskyldan var lög- leidd, var fjárhagsáætlun ríkisins lögð fyrir þingið, af Sir John Simon, fjármála- ráðherra. Er ekki hægt að segja, að út- gjöld til hersins séu skágengin í áætlun- inni. Og þó sagði Sir John Simon upp stöðu sinni í ráðuneyti Asquiths, árið 1916, út af kostnaðinum, sem herskyldan hafði í för með sér. Útgjöldin í áætluninni nema $6,186,960,- 000 (rúmum sex biljón dölum). Á friðar- tímum hafa reikningarnir aldrei verið svo háir. Til hernaðar eru af þessu ætl- aðar $2,948,400,000 (þ. e. nærri helmingur útgjaldanna). Af öllum tekjum þjóðar- innar nema hernaðarútgjöldin 12%%. Lán þarf að taka er nemur $1,778,400,000 til að standa straum af þessu. Auk þess er gert ráð fyrir um 1/2 miljón dollara tekjum í nýjum sköttum. í fyrsta lagi verða skattarnir hækkaðir á þeim ríku, er $10,000 árstekjur hafa eða meira, en á minni tekjum en það, er hann sem áður, 27%%. í öðru lagi er hækkaður skattur á munaðarvörum til þess að draga úr neyzlu og innflutningi þeirra. Á tóbaki hækkaði skatturinn t. d. 21%; á sykur er þungur skattur lagður. Og á bílum var skatturinn hækkaður 66%. Á Ford-bíl verður hann eftir því $185. Þetta á að miða að því að mínka bílaframleiðslu, en auka hana á tönkum (tanks). Ástæðurnar fyrir herskyldunni eru margar. í Frakklandi var fleiprað með það, að Bretar lofuðu að berjast í nýju Evrópustríði “eins lengi og nokkur Frakki stæði uppi.” Austur-Evrópu þjóðirnar, einkum Rússar, eru vantrúaðir á loforð Breta síðan þeir “fleygðu Tékkóslóvakíu í úlfinn.” Og Hitler þurfti að vara við því sem hann er að gera. En að baki þessu öllu er þó aðal-ástæðan, sem sé sú, að Bretar eru yfirleitt orðnir sannfærðir um, að þeirra bíði fyr eða síðar stríð við ein- ræðisþjóðirnar. Síðan Hitler tók Tékkóslóvakíu fyrir sex vikum, hefir mikil breyting orðið á hugs- unarhætti manna á Englandi. Viðhorf þjóðarinnar gagnvart einræðisherrunum, hefir algerlega breyzt. Bretland gerir nú einnig hernaðarsamninga við þjóðir Aust- ur-Evrópu, sem það hefir aldrei áður gert. Og svo er þriðja breytingin herskyldan, á friðartímum, sem er ný í sögunni. Og á fjórðu breytingunni er ennþá von, þeirri ,að stjórnin taki umráð auðsins í sín- ar, hendur á eitthvað svipaðán hátt og Þjóðverjar og ítalir hafa gert. Um það hefir einn af fremstu hagfræðingum Breta, John Maynard Keynes, ritað, Hann bend- ir á að nýtt stríð geri þetta óumflýjanlegt. En með hinum auknu útgjöldum, sem gtríð hafi í för með sér, sé atvinnuleysis kostnaðinum létt af, því 1,700,000 manna, sem atvinnulausar séu nú verði á fyrsta ári stríðsins komnar að vinnu! Að öllu öðru leyti fylgi stríði ný útgjöld fyrir stjórnina. Þjóðverjar gerðu gis að herskyldunni, kölluðu hana “skyldu-leikfimi” fyrir “lin- holda” menn. . Hin eiginlegu áhrif hennar fyrir Þjóðverja og ítali eru þó þau, að þeir horfast á ný í augu við að efla her sinn, þó þeir hafi engin efni á að bæta því við hin óviðráðanlegu hernaðar útgjöld þjóða sinna. Landher Breta er nú fjórar herdeildir (divisions), að öllu leyti hið bezta út- búnar og tvær deildir, sem verið er að Ijúka við að gera út. Hergögn hverrar deildar er sagt að kosti um 40 miljón dollara. — Geti Bretar klofið að efla herinn eins og þeir gera ráð fyrir, hafa þeir 1,115,000 vel vígra manna undir vopnum árið 1940. ' * PÓLLAND NEITAR AÐ LÁTA DANZIG AF HENDI í ræðu, sem Joseph Beck, utanríkismála- ráðherra Póllands hélt 5. maí í þinginu, er því haldið fram, að Pólland láti ekki Danzig af hendi við Þjóðverja, en Hitler krafðist þessa í ræðu sinni bæði 28. apríl og oft áður; hann fór ennfremur fram á að fá Pomorze, eitt fylki Póllands, sem al- ment er talað um sem “pólska hliðið”. .— Telur Beck það auðvitað ekki koma til mála heldur. Danzig er sjálfstjórnar-borg undir eftir- liti Póllands nú eða síðan 1920, eins og hún hafði áður verið svo öldum skifti. Rússland tók Pólland á 18. öld og yfirráð borgarinnar með, en á 19. öldinni tekur Prússland við yfirráðunum og ,sat lengst af við það fram að stríðinu mikla. Tilkall Póllands til borgarinnar hefir við það að styðjast eftir því sem Beck farast orð, að borgin hafi bygst upp af viðskiftum Póllands. Hún sé og eina sjáv- arborgin, sem Pólland eigi aðgang að og utanríkis viðskifti landsins velti á þvi, að það sé ekki svift þeim hlunnindum. Þjóð- verjar eru fjölmennir í borginni. Þeir settust þar að sem kaupmenn og hefir farnast vel á viðskiftum Pólverja, segir Beck. En það gefur þeim eða Hitler ekkert tilkall til borgarinnar og úrskurð Þjóðabandalagsins um að hún sé undir yfirráðum Pólverja, telur Beck það sann- gjarnasta, ,sem hugsast getur. Um Pomorze-fylki, sem Beck neitar að kallað sé “pólskt hlið” af því að það sé gamalt pólskt fylki og ekkert annað, hefir Þjóðverjum verið leyft að fara til Prúss- lands án þess að vera á neinn hátt hindr- aðir eins og eigi sér stað við öll landa- mæri önnur, hvar sem sé með því að sýna vegabréf og fleira. En fyrir þetta veitta frelsi, heimti nú Hitler fylkið sem sína eign! Og þetta telur Beck gert með svo mikilli frekju, að stjórn Póllands sé iðulega mint á, að afdrif landsins geti orðið hin sömu og Tékkóslóvakíu, sé ekki alt gert að vilja Hitlers. Hilter ber Póllandi á brýn, að það hafi með samningunum við Bretland brotið samninginn við Þýzkaland sem gerður var 1934. Sannleikurinn er sá, segir Beck, að Hitler hefir gengið svo á loforð sín í þeim samningi, að samnirtgurinn við Breta er afleiðing af því. Hitler lítur nú svo á þann samning, að hann geti sagt Póllandi að gera það sem honum einum sýnist, heimtað lönd af því, án þess að spyrja nokkuð um hvort að pólsku þjóðinni geðjast bet- ur eða ver að því. Pólland segir Beck ekki æskja ófriðar. En sé ekki um frið að ræða, er ófriður betri og þó ósig- ið í Norðurálfunni. Noregur og Finnland ganga næst því í þessu efni, en þar koma þó 9 manns á hvern ferkílómetra, eða nífalt á við það sem er á íslandi. En ,svo ber hér á að líta, að bygð eða byggilegt lana á ís- landi, er ekki nema tveir fimtu ur sé honum samfara, en að lifa1 af stærð þess. Þegar eftir því við frið og vanvirðu, þá vanvirðu j er talið, verða 2.6 menn á hvern sem því er samfara, að svíkja ferkílómetra. rétt mál og satt. 1 í sveitum búa 49,477 manns Fyrir Hitler virðist ekkert eða 45.5% af þjóðnini, en í bæj- annað vaka með þessari frekju um 59,384, eða 54.5%. Um 1920 sem það sýnir nú Póllandi, en að^bjuggu 57.5% í sveitinni af öll- slíta nokkuð af norðurhluta um íbúunum. landsins á sama hátt og Sudeten j Rúmlega þriðj ungur lands- héruðin frá Tékkóslóvakíu, og| manna lifir á landbúnaði, rúm- færa sig svo síðar upp á skaftið, j lega fimti hluti á fiskveiðum og eins og hann gerði þar. Og hann sjöundi hluti á iðnaði. Verzlun mundi á sama hátt koma því á-jog samgöngur standa jafnfætis formi fram og hann gerir nú í með 7%% af landsmönnum hvor mörgum löndum, með því að æsa þegnana til landráða og svika við land sitt og þjóð. Af þessu er auðsætt, hvernig stríðsmál Evrópu horfa við þessa stundina. Það er Pólland, sem Hitler hugsar sér að brytja upp næst. Það getur verið, að það dragist um stund, eftir þetta á- kveðna svar Pólverja, að Hitler hefjist handa í þessu, þar sem Bretland er um leið við að eiga. En hann mun ekki til lengdar láta þessa ófreistað. Reynir þá á þessi samtök, sem Bretar og Frakkar eru að efna til í því skyni að stöðva yfirgang Hitlers. Blaðið “Times” í Lundúnum virðist enn ekki á því hreina með hvort að það borgi sig að fara í stríð út af Danzig. Stefna Hitlers um að taka svo litla skika í einu, að ekki sé álitið þess vert, að fara í stríð út af því, virðist hafa fengið byr í segl hjá því blaði. Þó er ekki með því sagt, ao það sé nú skoðun stjórnar Englands eða þjóðar- innar. Hitt er líklegra, að Bret- ar séu nú sem aðrir komnir á þá skoðun, að það drægi ekki úr stríðshættunni, þó Danzig væri “fleygt í úlfinn”. Það mundi ekki seðja hungur Hitlers t;l len^dar. MANNTAL Á ÍSLANDI 2. DES. 1930 Á árinu 1937 gaf Hagstofa ís- lands út skýrslu yfir síðasta manntalið á landinu, er fór fram 2. des. 1930. HefJ'r (Hleiíms- kringlu nýlega borist skýrslan í hendur; er hún allstór bók eða 170 blaðsíður og fræðir um flest er að manntali lýtur, eins og beztu skýrslur af því tæi gera. Hér ,skal nokkurra atriða get- ið úr skýrslunni: í lok ársins eða 2. des. 1930, er mannfjöldinn á öllu íslandi 108,861. Karlar eru 53,542 en konur 55,319. Eru því konur fleiri eins og í flestum löndum fyrir sig. Fólki við landbúnað hefir fækkað á árunum frá 1920 —1930 um 4%. íbúatala helztu kaupstaða er þessi: Reykjavík 28,304; Akur- eyri 4,898; Hafnarfirði 3,591; Vestmannaeyjum 3,393; ísafirði 2,533; Siglufirði 2,022; Nes- kaupstað 1,118; Seyðisfirði 936. Eftir trúarbrögðum skiftist þjóðin þannig: Þjóðkirkju heyra til 98,899; fríkirkju 8,470; að- ventistar 421; sjónarhæðarsöfn- uði 68; kristnir bræður 12; bap- tistar 5; hvítasunnusöfnuði 7; aðrir mótmælendur 7; kaþólskir 191; utan trúarflokka 781. ÍSLAND SAMYINNULAND Eftir Ragnar ólafsson lögfræðing Það var vorið 1783 að fólkið sem bjó á Suðurlandi, austan- verðu, sá eldblossa í Norðurátt. Það voru hin fyrstu merki hinna ægilegustu og skaðlegustu eld- gosa sem þekst |hafa á eldfjalla landinu mikla, íslandi. Bráðin hraunleðja streymd,! fram úr þrjátíu eldgígum, Lakagýgum, og stórskemdi og eyðilagði fjölda af landsins beztu bújörðum. — Vikum saman féll askan yfir alt landið og eyðilagði tún og engi og bithaga. Skepnuínar S'tóðu í sveltu og drápust í þús- undatali. Þessu fylgdi svo mikil hungursneyð og manndauði, að nefnd sem stjórnin í Danmörku sikipaði til að rannsaika hag' fólksins, réði til þess, og það í fullri alvöru, að flytja alla ís- lendinga suður á Jótlandsheiðar og setja þá þar niður. Sem betur fór var þó ekki þetta ráð tekið. En fáum árum síðar af- tók þó danska stjórnin sumt af verstu viðskiftahöftunum. Ein- okunarrétturinn, sem fáeinir danskir kaupmenn höfðu í tvær aldir haft á íslenzkri verzlun, var af þeim tekinn og verzlumn gefin frjáls við alla þegna Dana- Norðurálfunnar. Þó er munur inn nú minni en áður og hefir | konungs, en þó með því skilyrði farið mínkandi síðan árið 1880. Að jafnaði fæðast fleiri sveinar en meyjar, en þrátt fyrir það verða konurnar í meiri hluta ogjoítir hin ægilegu eldgos, var stafar það af því að manndauði, fólkstalan á fslandi komin ofan í að vörurnar væru fluttar með dönskum skipum. Árið 1800, eða seytján árum einkum af slysförum er meiri meðal karla en kvenna. í sveitunum er fleira af körl- um en konum, en í bæjunum eru konurnar í miklum meiri hluta, og því meiri, sem bæirnir eru stærri. Mestur er munurinn í Reykjavík, þar ,sem á móti nærri 50,000. Fólkið var orðið næstum því helmingi færra held- ur en það var á þrettándu öld- inni þegar íslendingar mistu sjálfstæði sitt. Aðal atvinnu- vegurinn var kvikf járrækt, fé og nautgripir. í grend við verzlun- arstaðina voru fiskiveiðar aðal- hverjum 1000 körlum koma 1163 lega stundaðar og margir sveita- konur. Innan 15 ára aldurs eru 35,359; milli 20 og 40 ára 32,645; yfir sjötugt 5,022; yfir áttrætt 1168; yfir nírætt 77; yfir 95 ára 15. Giftir karlar eru 16,110 en konur 16,095. Skilin að lögum voru 159 karlar og 185 konur; skilin að borði og sæng nokkru fleiri. fsland er talið 102,819 fer- kílómetra að stærð. Ef þétt- býlið er miðað við alla stærð landsins, koma ekki nema 106 menn á hverja 100 ferkílómetra. fsland er því stjálbygðasta land- bændur stunduðu líka fiskiveið- ar nokkurn hluta ársins. Allar aðferðir við atvinnurekstur voru mjög ófullkomnar. Bændurnir voru fáfróðir og mjög gamal- dags; þeir notuðu sömu áhöldin og sömu aðferðirnar við búskap- inn, eins og forfeður þeirra 'höfðu notað í þúsund ár. Sjó- mennirnir höfðu bara smáa róðr- arbáta til að etja kappi við hið stormasama Atlantshaf, norðan- vert. Húsmunir voru mjög fáir og ófullkomnir og húsin voru flest- öll bygð úr torfi. Það var mögu- legt að halda þessum húsum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.