Heimskringla - 24.05.1939, Page 1

Heimskringla - 24.05.1939, Page 1
Beer at its best- KIEWEL’S CWStUfeSeot' Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. MAí 1939 NÚMER 34. CANADA FAGNAR KONUNGI SÍNUM OG DROTNINGU HENNAR HÁTIGN ELIZABETH DROTNING Það er ómæld viðhöfn og fögnuður, sem um alt þetta land er samfara komu brezku konungshjónanna til Canada. Frá því að þau stigu hér fyrst á land s. 1. miðvikudag í borginni Quebec, hefir hver hátíðarviðhöfnin verið haldin annari meiri þar sem konungshjónin hafa verið í það og það skiftið. Og viðtökurnar hafa ekki aðeins verið í hinu ytfa, þær hafa borið með sér hlýhug þegn- anna og einlægan fögnuð út af heimsókn konungs gíns og drotningar. Canada er ein elzta nýlenda Breta. Það er nú í fyrsta sinni, að konungur og drotning þess heimsækja það. Það eitt út af fyrir sig er ærið fagnaðar-efni. Og enga heitari ósk á þjóðin en þá, að konungurinn og drotn- ingin hafi bæði gagn og gaman af ferðinni, og fári héðan með minningar, sem þeim verða bæði hugðnæmar og ógleymanlegar framvegis. Canada á margt það í fórum sínum, er minningarvert er. Það á fjölbreytta náttúru að bjóða, alt frá suðlægum Til Winnipeg á morgun Til.Winnipeg koma konungs- hjónin á morgun (miðvikudag). Hefir hér verið efnt til svo mik- illa hátíðarhalda að óvíst/er að nokkurs staðar hafi betur verið gert í Canada. Bærinn hefir verið svo fagurlega skreyttur, að hér hefir ekkert áður sézt neitt líkt því. Mikilvæg hátíða- höld og skrúðgöngur hafa farið hér fram síðan á laugardag og stendur slíkt yfir í heila viku. Um kl. 12 á hádegi á drotningar- daginn (24. maí). flytur konung- urinn ræðu sem útvarpað verður um alt Bretaveldi. Áður en hann hefur mál sitt, verða honum sendar kverðjur frá öllum ný- lendum Bretaveldis. Stuttu eftir það fer hann för um bæinn og er til þess ætlast að sem flestum íbúum gefist kostur á að sjá þá konungshjónin. Þá dagskrá munu nú flestir hafa séð í blöð- unum áður og skal hér til hennar vísað. í kvöld (þriðjudag) fer fram skrúðför í Winnipeg, sem 40 deildir (Foats) taka þátt í. — Verður sú skrúðför sýning úr 200 ára sögu Vesturlandsins og sérstaklega þessa bæjar. Einir 30 hornleikaraflokkar láta þar til sín heyra, sumir mjög fjöl- mennir, bæði frá Bandríkjunum og víðar að. Frá 50,000 til 100,000 gestum er búist við til Winnipeg þennan dag. Við miklum fjölda ér búist frá Bandaríkjunum. Hudson’s Bay “leigan” Eitt af því merkilega sem fram fer við komu konungshjón- anna til Winnipeg, er greiðsla á “leigu” Hudson’s Bay félagsins til konungsins, er fullnægja ber eftir gamla sögulega samningn- um, sem gerður var 1670 af Karli II. konungi við nefnt fé- lag. Eftir þeim samningi var Hudson’s Bay félaginu veitt leyfi til grávöruverzlunar í Ruperts- landi. Kannaði félagið norð- vesturlandið vestur að hafi og drotnaði hér um fullar tvær ald- ir. Hafði það friðað landið og komið á föstu skipulagi, er það lét Victoríu drotningu yfirráð héraðanna aftur í hendur. Eitt af ^triðum samningsins var, að Hudson’s Bay félagið greiddi þeim Bretakonungi, er heim- sækti landið “leigu” nokkra. Sú leiga var 2 elgshausar og 2 bif- urskinn. Þetta verður nú Geörge VI konungi afhent 24. maí með viðhöfn mikilli. Fer sú athöfn fram á hinum sögulega stað Fort Garry við aðalstræti í Win- nipeg, suður undir Rauðá. Hefir Hudson’s Bay félagið reist þar pall og bekki. Situr konungur á hápalli þar meðan munirnir verða afhentir, en það mun hafa með höndum Patriok As.’hley Cooper, núverandi og þrítugasti stjórnari félagsins. FÍytur hann konungi vel samið ávarp, og minnist að einhverju sögu fyrri daga félagsins. Því ávarpi verð- ur útvarpað. Einu sinnisáður hefir “leiga” þessi verið goldin en það var, er Edward VIII, sem þá var Prins- inn af Wales, heimsótti Winni- peg. Hjá Fort Garry tók Hudson’s Bay fél. aðsetur 1822 og þaðan kom það á fót viðskiftum sínum í Norðvesturlandinu. Um Fort Garry er því oft talað sem “Hlið Vesturlandsins” (The Gateway of the West). Nær það nú og oft til síðara nafsins á þessari borg, Winnipeg. L E S T I N Járnbrautarlestin sem konungs- hjónin ferðast með, er hin feg- ursta sem hér hefir nokkru sinni sézt. Hún er silfurblá á lit og sindrar fagurlega í ljósbrigðum dagsins. Vagnarnir eru alls tólf. Hafa konungshjónin tvo af þeim fyrir sig. í öðrum þeirra eru svefnherbergi konungshjónanna, en í hinum borðstofa með borði fyrir 12 og setustofa; þaðan líta konungshjónin héruðin sem ferð- ast er um og sýnir stórt landa- bréf, sem mjdið upp og ofan, nöfn staðanna á leiðinni. Fylgi- lið konungs er í hinum vögnun- um. Síma lestarinnar er þannig komið fyrir, að samband er daga og riætur við Buckingham höll- ina . Neyzluvatn er hreinsað með útfjólubláum geislum. Loft- |ræstingin er af nýjustu gerð. Sex vagnarnir í lestinni eru smíðaðir af C. P. R. félaginu, en hinir af C. N. R.; ketillinn er C. P, R. félagsins. En á undan þessari lest fer önnur með jafnmörgum vögn- um. Er hún til þess að reyna hvort nokkurs staðar sé lát á brautinni. Hraði er ákveðinn 30 mílur á klukkustund. Á nótt- um verður ekki ferðast; verður girðinga-neti slegið um lestina þar sem áð er til góðs vara. Staðfestir lög Ottawa-þingsins Síðast liðinn föstudag, er kon- ungshjónin voru stödd í Ottawa, heimsóttu þau efri deild þingsins og skrifaði konung.urinn undir lögin, sem samþykt höfðu verið. Er það í fyrsta sinni í sögu sam- bandsþingsins, að konungurinn sjálfur staðfestir löggjöfina með undirskrift sinni. Fulltrúar hans landstjórarnir, hafa ávalt gert það áður. Var mikil við- höfn á Jnngi í tilfeni af þessari heimsókn konungshjónanr.a þangað. í Ottawa var viðdvöl konungs- hjónanna styttri en ráð var fyrir gert vegna þess að skipið var á eftir áætlun. Þangað var komið á föstudagsmorgun og haldið á- fram til Kingston upp úr hádegi á sunnudag. Veizlur voru auð- vitað fyrir þau bæði hjá land- stjóra og forsætisráðherra. — Drotningin lagði hornstein að húsi því er veriðær að reisa fyrir yfirréttinn. Hélt-hún við þá at- höfn stutta ræðu og talaði bæði á ensku og frönsku. Hún kvað viðeigandi að kona legði horn- stein að slíkri byggingu því það væri fyrir lög og réttvísi, sem vegur konunnar hefði vaxið. — HANS HÁTIGN GEORGE VI KONUNGUR angandi litfríðum blómgróðri, til grænna hlíða, snævi- drifinna fjallatinda og fann-hvítra jökla. Eins og þes$i síbreytilega fegurð hefir heillað huga íbúanna, eins mun hún í augum allra er hana líta, þó ekki sé nema í svip, sveipa landið mikilleik og ljóma í endurminningunni. Og eins og svipur landsins heilsar hýrt, eins gerir þjóðin það, konungi og drotningu síns lands og Bretaveldis, ríkisins sem svo lengi hefir verið viðurkent verndari frelsis og lýðræðis í heiminum, æðstu hugsjóna mann- anna. Með þetta umboð hafa Bretakonungar farið hver fram að öðrum. Með þetta umboð fara núverandi kon- ungur og drotning. Það er því ekki hægt að hugsa sér betra. • Þeirra Hátigh hefir látið í ljós áijægju sína af ferða- laginu um Canada. í dag (miðvikudag) heimsækja þau þetta fylki og Winnipeg-borg. Megi þeim verða sú heim- sókn eigi síður ánægjuleg, en ferðin til þessa. Það er ósk íbúa þessarar borgar og þessa fylkis, sem allra lands- manna, um leið og þeir bjóða Þeirra Hátign velkomin. Konungurinn afhjúpaði minnis- i merki fallinna hermanna með viðeigandi ræðu. Meðan staðið var við í Ot- tawa, létu konungshjónin fara með sig dálítið út í sveitina al- veg óviðbúið. Þegar þau voru komin nokkurn spöl, létu þau stöðva vagninn og gengu út. Veku þau að bændum þar við vinnu sína og töluðu við þá og verkamennina um búnað þessa lands og fleira. Dreng sem þar var á vegi þeirra töluðu þau einnig við. Þegar drengurinn sagði frá viðtalinu, sagði hann þau hafa spurt sig um heiti og aldur og hvort hann gengi á skóla og hvað fallegi hundurinn hans héti o. s. frv., en það hefði verið verst, að sér hefði vegna undrunar sinnar alveg gleymst að taka ofan! Fimmburarnir Konungur og drotning töluðu og léku sér í 19 mínútur við fimmburána s. 1. þriðjudag í Toronto. Fundi þeirra bar saman í þinghúsinu. Voru nokkrir úr konungsfylgdinni viðstaddir á- samt Hepburn forsætisráðherra og frú; auk þess voru foreldrar fimmburanna, Dr. Dafoe og þrjár hjúkrunarkonur viðstödd. Konungshjónin töluðu hvort í sínu lagi við börnin og léku við þau; einni litlu stúlkunni leist vel á búning konungs o& hvíslaði hann einhverju að henni og bæði hlógu. Að skilnaði gekk Annette að drotningu og kvaddi hana með kossi; systur hennar, Marie, Cecile, Bmilie og Yvonne vildu ekki vera minni og gerðu eins. Erlendssonar. Aðal ræðumaður var mentamálaráðgjafi Mani- toba-fylkis, Hon Ivan Schutz. Miss Salome Halldórsson, þing- maður og fyrverandi kennari gerði samkomunni ræðumann kunnan. Mr. Schultz flutti frá- bærlega góða ræðu. Hann talaði um tækifærin miklu sem biðu eftir unga fólkinu, jafnvel hvað miklir sem erfðileikarnir væru. Benti hann í því sambandi á dá- semdardæmi. Dr. Stewart heit- inn, sem vann svo mikið fyrir heilsuhælið í Ninette og önnur velferðarmál í þessu fylki. Hann varaði einnig við oftrausti, sem ætíð verður að tjóni. Hann hvatti æskuna með sterkum orð- um að eignast göfugar hugsjónir og lifa fyrir þær. Miss Iva Withers söng yndislega ein- söngva og Miss Snjólaug Sig- urðsson, með sinni alkunnu list, lék á piano. Kveðjuræður fluttu tveir nemendur: Roland Hunt fyrir hönd 12. bekkjar og Ruth Cook fyrir hönd 11. bekkjar. Báðum tókst vel. Yfirkennari, Mr. Agnar R. Magnússon, talaði um þá sem fengu í þetta sinn nöfn sín skrásett á Arinbjarn- ar bikarinn: í 12 bekk: Roland Hunt, Loraine Scott, Glendora Johnson; í 11. bekk: Ruth Cook; 10.: Evelyn Patterson; í 9. bekk: Robert Olson og Jeffrey Airey. Hann mælti af mælsku og fyndni um þessa nemendur og leiddi þá fram fyrir áheyr- endur. Samkoman var mjög fjölmenn og fór fram að öllu leyti hið bezta. SKÓLALOKAHÁTÍÐ JóNS BJARNASONAR SKÓLA var haldin í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskvöldið í þessari viku (22. þ. m.). Um kl. 6 hófst kvöldverður í neðri sal kirkjunnar. Salurinn var al- skipaður. Kennurum var færð gjöf frá nemendunum; en á- varpið flutti Miss Thelma Parry. Mr. Oleson, sem áður var kennari í skólanum, Mr. A. S. Bardal og fleiri töluðu nokkur orð. Aðal hátíðin fór fram í efri sal kirkjunnar og hófst laust eftir 7.30. Nemendur og kenn- arar komu inn í fylkingu, en Miss Snjólaug Sigurðsson lék á orgel. Séra Valdimar J. Ey lands, prestur safnaðarins, stýrði guðræknis athöfn. Séra Rúnólfur Marteinsson skóla-1 stjórinn setti samkomuna. Hann skýrði frá því að skólinn hefði verið fjölmennastur þetta ár, um 107 innritaðir alls, og skólinn hefði aldrei haft eins stóran 12. bekk. Söngflokkur nemenda söng nokkur lög undir stjórn Ragnars H. Ragnar og Gunnars BLÓMASTÚLKA — f veizlu sem bæjarráðið í Winnipeg held- ur konungi vorum og drotningu 24. maí í bæjarráðshöllinni, verð- ur Elizabetu drotningu afhentur blómavöndur af íslenzku, átta ára gömlu stúlkunni, sem mynd- in hér að ofan er af. Stúlkan heitir Sigríður Bardal og er dótt- ir Paul Bardal bæjarráðsmanns og aðstoðar borgarstjóra.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.