Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 2
S>. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 24. MAf 1939 VÉR ISLENDINGAR EIGUM GRÆNLAND Dr. Jón Dúason skrifar með- fylgjandi grein um réttarstöðu Grænlands. Enginn íslendingur og fáir menn núlifandi munu kunnari þessum málum en hann, enda hefir hann eytt mörgum árum í að rannsaka þau. Allar fornar heimildir og allir ísl. höfundar fyrri alda segja Grænland vera nýlendu ís- lands eða “Islandorum colonia,” eða eins og Halldór lögréttumað- ur Þorbergsson (d. 1711) orðar réttarstöðu Grænlands, að þar hafi verið “sömu lélegheit laga- réttar og valdstjórnar sem hér.” Kreddan um sérstakt græn- lenzkt lýðveldi er ekki eldri en frá fyrri hluta 19. aldar. Var hún búin til í K.höfn. í fornöld, og langt fram eftir öldum, var alt haf, er kannað hafði verið á íslenzkum skipum fyrir vestan miðhafslínuna milli Noregs og fslands íslenzk land- helgi. Innan þessarar landhelgi í víðari merkingu lá Grpenland. Tindar Austur-Grænlands voru helgi í þrengri merkingu og inn- an hafalmennings íslands, er hvorttveggja náði minst til yztu sjónvíddar frá hæstu tindum. Réttur íslands til Grænlands var fyrir og eftir “fund” þess helg- aður af sjón. Hann helgaðist og af fyrsta fundi og könnun landsins. Hug sinn til landsyfirráða á Grænlandi og til að gera það að heimkynni íslenzkra kynslóða sýndi íslenzka þjóðin 986 með 25 skipa skipulagsbundnum land- námsflota undir forystu. í þá daga fóru þegnarnir sjálfir með alla þætti þjóðfélagsvaldsins. Er skipulagsbundinn floti friðheil- agra ísl. 'þegna hafði numið Grænland, fóru þessir þegnar og eftirkomendur þeirra varan- lega með alla þætti íslenzks þjóðfélagsvalds yfir Grænlandi. Allir eru sammála um, að hin íslenzku lög hafi gilt á Græn- landi, og Grágás sýnir, að þau gilda þar sem þjóðfélagsband og íslenzkt valdskipulag, ekki sem þjóðasaga eða eftirlíking, — enda er það óþekt, að forn- germönsk lög hafi gilt neins- staðar, án þess að þjóðfélags- vestan mitt haf” = “á íslandi út.” Norsk lög þekkja ekkert annað þjóðfélag fyrir vesftan mitt haf, en ísland. Og bæði Noregskonungur og Róm viður- kendu Grænland sem nýlendu fslands. Telja má víst, að þingfarar- bálkur Járnsíðu hafi verið send- ur til Grænlands, og þar eftir alt> sem af henni var samþykt á íslandi. Eftir þing 1281 var Jónsbók send til Grænlands og aðeins birt þar. Ef það var með ráði konungs, var það játning af hans hendi'á því, að Grænland væri íslenzk nýlenda. Jónsbók segir sjálf á einum stað, að Grænland sé innanlands. En fjöldi af öðr- um stöðum í Jónsbók og í öðrum heimildum sýna og sanna, að svo var. Réttarstaða Grænlands til ís- lands er undir Grágás og Jóns- bók í öllu sem norrænnar ný- lendu til höfuðlandsins. Nor- rænar nýlendur sendu aldrei menn á allsherjarþing höfuð- landsins. Gagnvart Noregi hafði Græn- lahd enga aðra réttarstöðu en ís- sýnilegir innan íslenzkrar land- Hér eru veruleg kjörkaup fyrir aðeins $2.00 Klæðisyfirhöfn yðar sótt, ZORIC hreinsuð, funsuð og fág- uð. Minni háttar viðgerðir unn- ar. Geymd í loftræstuðum skáp, vátrygð fyrir eldri, mel og þjófnaði. BORGIÐ ÞEGAR YFlRHöFN- IN ER SEND YÐTJR AÐ HAUSTINU SÍMI 86 311 ZORIC HREINSUN , bandið og valdskipulagið " væri s eitt og hið sama. Grágás sýnir, að í hennar fíð var farið með alla þætti íslenzks þjóðfélags- valds yfir Grænlandi. Af mörg- um stöðum Grágásar um Græn- land eru 373. og 374. kap. í Stað- arhólsbók merkastir. Þeir eru afritaðir eftir gömlu Grágásar- , handriti er vantaði í fyrirsagn- ir yfir kapítulana. Þessi hluti Staðarhólsbókar er ritaður, eftir að ísland og Grænland Jkomst undir konung. Þessir kapítular | sýna réttarstöðu Grænlands til íslands bæði fyrir og eftir Gamla sáttmála, sýna, að rétturinn og réttarstaðan hélst óbreyttur, og að réttarstaða Grænlands sem nýlendu íslands hvílir á Gamla sáttmála. 1 Frostaþingslög setja “fyrir land, sem nýlenda þess, á grund- velli Gamla sáttmála. Á eitt- hvað 4—5 stöðum í Grænlands- málskjölunum frá Haag viður- kennir norska stjórnin sjálf og umboðsmenn hennar þessa rétt- araðstöðu,' hvað ísland snertir. Enn er Gamli sáttmáli einasti réttargrundvöllur konungdóms- ins hér á landi. í bandaskatt- málinu 1768—74 unnu fslending- ar glæstan sigur á stjórninni á 1 grundvelli Gamla sáttmála. — Hann var prentaður sem gild- andi skjal í öllum útgáfum Jóns- bókar, einnig dönsku þýðing- unni. Og áður en danskir höf- undar kalla sáttmálann möl- étinn og gleymdan, ættu þeir að svipast eftir, hvernig hann var | kendur í háskóla þeirra sjálfra í Sórey á síðari hluta 18. aldar. i Með miljónum annara þegna Canada fögnum vér komu þeirrar Hátígnar, George VI, konungs Bretaveldis og Canada, og Eliza- beth drotningar, og óskum að minn- ing þeirra um ferðina til eltzu ný- lendu Brezka-ríkisins, verði þeim til mikillar ánægju. Sigurdsson Thorvaldson Company Limited Búðir í Riverton, Arborg, Hnausa, Manitoba ísland hefir aldrei glatað full- veldi sínu að lögum — og aldrei gefið upp neinn sinn rétt til Grænlands óskertan, — óskertan af því, að það hefir ekki glatað honum enn með neinu því móti, sem slík réttindi geta glatast, og af því að engin önnur þjóð, held- ur ekki Danir, hafa unnið lands- yfirráð á Grænlandi á þjóða- réttarlegan gildan hátt. Sem ný- lenda íslands hefir (Grænland enga aðra réttarstöðu gagnvart Danmörku en þá, sem ísland hef- ir. Alt annað er lögleysa og ó- lög. • Fram til ca. 1930 trúðu menn því statt og stöðugt, að Eystri bygð hefði verið á austurströnd Grænlands, og að íslendingar bygðu þá strönd enn. Útdauð með öllu var þessi trú ekki 1883, er Nordenskjöld gekk á land á sunnanverðri austurströndinni og fann þar sannar menjar eftir íslendinga, og hélt því fram að bygðin væri eða hefði verið þar. í Grænlandsmálinu hélt norska stjórnin því fram, að Noregur hefði mist landsyfirráð sín yfir Grænlandi m. a. af því, 1) að hinir norsku íbúar Græn- landS, hefðu verið drepnir af Eskimóum eða 2) dáið út úr vol- æði og eymd. Þessu svaraði al- þjóðadómstóllinn svo: að þótt frumbúar fjarlægrar nýlendu drepi landnámsmennina frá Norðui'álfu, myndist ekki nein ný landsyfirráð við það, svo að hin fyrri landsyfirráð haldist ó- skert. Til þess, að dráp land- námsmannanna hafi í för með sér glötun landsyfirráðanna, þurfi þetta að gerast í stríði milli herja tveggja siðmenning- arríkja, svo að landsyfirráð þess ríkis, er fer halloka, færist yfir •til hins, er sigurinn vinnur, að alþjóðalögum. — Hinni ástæð- unni svaraði dómstóllinn svo, að það væri ekki sannað að hinir norrænu landnámsmenn hefðu dáið út, en þótt þeir hefðu dáið út, þá hefðu ekki við þann at- burð myndast nein ný landsyfir- ráð, svo hin gömlu hefðu haldist. f Noregi hefir aldrei verlð á- hugi fyrir Grænlandi fyr en á síðari hluta 19. aldar að Norð- menn tóku að láta sig dreyma þá óheilladrauma, að leggja undi'' sig öll Norður.hafslöndin. Öðru- vísi var þetta á íslandi. Þar lifðu minningarnar og meðvitundin um, að íbúar Grænlands og fs- lands væru ein þjóð. Á 16., 17. og fyrri hluta 18. aldar var heit- ur og almennur áhugi fyrir Grænlandi hér á landi. Menn vildu koma löndum sínum þar til hjálpar, og halda íslenzkri ný- léndu undir krúnuna. Á þeim öldum rituðu íslendingar mikið um Grænland á latínu, dönsku og íslenzku. Frá ritum þessara manna, frá fornbókmentum vor- um, er þá var farið að kenna, og frá nokkrum útlendingum, gekk út geysilegur straumur upplýs- inga og áhugavakningar fyrir Grænland. Þessi andlega her- ferð íslendinga fékk því áorkað, að Grænland hvorki gleymdist né var gefið upp, — heldur reyndu konungarnir stöðugt að halda landsyfirráðum sínum, uns loks tókst að ná varanlegu sam- bandi við Grænland, kanna það á ný og setja þar upp stöðvar, alt samkvæmt þeim ráðum, er ís- lendingar höfðu lagt. Frá fram- kvæmd þeSsara ráða dó Arn- grímur Vídalín 1704. Inn í þess- ar ráðagerðir komst Hans Egede eins og álfur út úr hól. Hið svo- WELCOME AT AIMY PARTY 't TVOFALT SJÁLFGERT BÓKARHEFTI CAcvrifecí&L VINDLINGA PAPPÍR ENGIN BÚIN TIL BETRI kallaða “landnám” hans 1721 og síðar hefir ekkert landnám ver- ið heldur aðeins stofnun trúboðs og verzlunarstöðva í landi undir fornum landsyfirráðum. Sjálfur viðurkennir Egede það marg- faldlega og svo konungarnir sjálfir. Fasti alþjóðadómstóllinn í Haag sló því föstu, að konung- arnir hefðu sem Noregskonung- ar sýnt svo mikinn áhuga fyrir This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. The GOVERNMENT LIQUOR CONTROL COMMISSION KONUNGSKOMAN ENGIN FLUTNINGUR HEIM verður á öli eða vínföngum 24. maí 1939, en eftirfylgjandi ákvæði hafa verið gerð, vínleyfishöfum til þæginda. Allar stjórnarbuðir sem ekki flytja vöruna, en selja hana og afhenda á staðnum, verða opnar frá kl. 3 e. h. (eða eins fljótt þar eftir og umferð leyfir) til kl. 11 e. h. að undanskildinni nr. 1 búð að 317 McDermot Ave., sem verður opin frá kl. 10 f. h. til 11 e. h. ÍSKALDAN BJÓR er hægt að fá hjá þessum bruggurum: Drewry’s—Main St. & Redwood Ave. Fort Garry—Furby St. & Notre Dame Ave. Kiewel’s—St. Joseph & Dumoulin St., St. Boniface Riedle’s—Stadacona & Talbot Ave. Shea’s—Osborne St. (Next Stadium) Alla vikuna frá kl. 3 e.h. til 11 e.h. 24. maí — kl. 10 f.h. til 11 e.h. Laugardag — ki. 1 e. h. til 11 e. h. Vínleyfi er hægt að fá hjá Stjórnar Vínsölunni, öllum búðum, og leyfi fyrir takmarkaðan tíma hjá ofannefndum bruggunar vöruhúsum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.