Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 4
4. SfÐA HE1MSKR1NGLA WINNIPEG, 24. MAÍ 1939 iitiiuiimmQiinuiiiiiininniinnnnimf Hiermskrittgla (StofnuO 1S86) Kemur út á hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 VeiS blaðslns er »3.00 árgangurlnn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. tJU viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Mcnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 llllUlllllllllllllllllilllllllllllllllUlllllllllillUIIIIIIIIIU^W^iU^UUU^IIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIiK WINNIPEG, 24. MAÍ 1939 KONUNGSkOMAN (Ræða flutt í kirkju Sambandssafnaðar s. 1. sunnudag af séra Philip M. Pétursson) Sá sem ríkir yfir mönnum með réttvísi, sá sem ríkir í ótta guðs, hann er eins og dagsbirtan þegar sólin renn- ur upp á heiðríkju-morgni, þegar grasið sprettur í glaða sólskini eftir regn.— (II. Sam. 23:3). Þessi orð, tekin úr annari Samúels bók, eiga við þann sem ríkir, — og ríkir rétt- víslega. Þau voru rituð á þeim dögum, er konungar og aðrir valdhafar voru að öllu leyti einræðismenn, og réðu yfir lífi og eignum allra ‘þegna sinna. Þá varðaði miklu að sá, sem ríkti, væri réttvís •, skiln- ingsgóður, umburðarlyndur og mildur, í einu orði sagt góður maður í fullri merk- ingu þess orðs. Konungar voru einu sinni einræðismenn, og höfðu öll völdin án tillits til nokkurs annars manns eða stofnunar, — verald- legs valds eða kirkju. Þeir voru að öllu leyti sjálfráðir og gátu því stjórnað vel eða illa eftir því hver lífsskoðun, — andlegur þroski eða skilningur þeirra var á stöð- unni, sem þeir skipuðu. Um allar aldir hafa menn þessvegna, á meðan að einræðisvaldið var mest eða sterkast, verið eðlilega efablandnir í hvert sinn sem nýr maður hefir sezt á konungs- stólinn. Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að _ fagna komu hans í konungsembættið, eða að harma það. Þeir skildu hve þýðing- armikið það var fyrir þjóðina, að konung- urinn yrði réttvís, og að hann fylgdi vegum réttlætis og friðar í öllum hlutum. Og þó að alþýðan hefði ekkert vald yfir konunginum sjálf, gat hún samt sem áður látið skoðanir sínar í ljósi um það hver skapeinkenni konurigsins hún virti mest. Og frá tíma Samúels, eða frá þeim tíma, sem Samúelsbók var rituð, hafa menn end- urtekið á mismunandi hátt og með mis- munandi löngum yfirlýsingum, hugsunina* sem felst í orðunum ,sem þar eru rituð: “Sá sem ríkir yfir mönnum með réttvísi, sá sem ríkir í ótta guðs, hann er eins og dagsbirtan þegar sólin rennur upp á heið- ríkj u-morgni, þegar grasið sprettur í glaða sólskini eftir regn.” En nú eru dagar einræðis konunga í stjórnmálum þjóðar sinnar, að mestu horfnir. Á síðasta aldarfjórðung, hefir einn veldisstóll eftir annan hrunið og kon- ungar og keisarar hafa verið sviftir valdi sínu. Meðal þeirra ríkja sem þá voru ög enn eru með þeim atkvæðamestu má nefna nokkur, eins Jog t. d. Rússland, Þýzkaland, Spán, Tyrkland, og Austurríki (sem að vísu er nýlega úr sögunni). En nú ríkja önnur öfl hjá þessum þjóð- um, einræðisvald af öðru tæi, sem eg ætla þó ekki að ræða um við þetta tækifæri. Á meðan að konungar voru að missa vald sitt hjá þessum þjóðum, voru menn í efa um hver afdrif þeirra yrðu, sem eftir voruf og hugðu sumir að konungastjórn yfirleitt væri bráðum á enda í heiminum, hvort sem konungarnir hefðu fullkomið vald eða takmarkað. En sú hefir síðan orðið raun á að í öllum lýðræðislöndum þar sem konungurinn hafði áður gefið upp nokkuð af valdi sínu, stendur konunga- stéttin á eins öruggum fæti nú og nokkru sinni fyr, þ. e. a. s. í skandinavisku lönd- unum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, í löndum eins og Belgíu og Hollandi og hjá stærsta konungsveldinu, sem enn hefir þekst í heiminum, Bretaveldi. Hjá þessum þjóðum sýnist engin hætta vera á því, að fólkið rísi upp á móti kon- ungi sínum til að umskapa veldi hans, eða að afnema það stjórnarfyrirkomulag sem nú er þar. Konungur hverra þessara lýð- ræðisþjóða, hefir náð svo sterkri hylli hjá fólkinu, að það finnur ekki hjá sér nokkra nauðsyn til að losa sig við konung sinn. Og konungurinn hjá þessum þjóðum, er orðin eitthvað meira en aðeins maðurinn, sem ríkir. Hann er tákn, sem hefir meiri þýðingu en tilvera nokkurs eins manns, og sem hefir orðið ætíð þýðingarmeira er tímar hafa liðið og skilningur fólksins hefir þroskast og aukist á því stjórnar-- fyrirkomulagi sem í þessum lýðræðislönd- um ríkir. Þýðing þessa tákns, þýðing konungdómsins hefir aukist á svo stórkost- legan hátt, að nú verður konungspersónan að laga sig efti'r henni, í stað þess, eins og einu sinni var, að þýðing konungsembætt- isins var undir því komin hvað sá, sem skapaði það gerði úr stöðunni og hvað hann var sjálfur í insta eðli sínu. Og nú höfum vér og allir, sem búa í lýðræðislönd- um undir konungstjórn, tryggingu fyrir því, að sá sem ríkir yfir mönnunum, ríki með réttvísi og í ótta guðs, samkvæmt skilningi þeirra sem vér, með stjórnar- kosningu, setjum í stjórn þjóðar vorrar til að stjórna og vera, (á sama tíma) ráð- gjafar konungsins. Þess vegna getum vér meðal annars, og allir borgarar lýðræðislanda undir kon- ungsstjórn, lofað konung vorn af heilum hug, án ótta og án látalætis, því hann er ekki harðstjóri eins og konungar voru einu sinni og hann hefir enga ástæðu og enga löngun til að breiða hræðslu og skelf- ing út á meðal þegna sinna til þess að þeir verði hlýðnir og undirgefnir. Konungur- inn er að eins miklu leyti uridir lögum og vér erum sjálf, og það er því fremur sem samborgarar en ekki þegnar, sem menn taka á móti konungi sínum, er hann heim- sækir þá og ferðast um land þeirra. Hann skipar æðsta sæti þjóðarinnar, en hann er^og verður að vera vinur allra, sem hann ríkir yfir, og hann verður að leggja, ef til vill, meira á sig ríkisins vegna, en flestir aðrir sem í ríkinu búa. Eg veit að menn bæði hér og á Englandi hafa margar og mjög mismunandi skoðanir um konunginn sem nú ríkir yfir Breta- veldi og um konungsstöðuna yfirleitt. Eg hefi aldrei sjálfur látist vera sérstaklega konungshollur, eða sagt meira um tign og vald konungsins, en mér fanst góðu hófi gegna. Mér hefir stundum fundist að of mikið vera gert af því, að syngja konung- inum lof við hvert tækifæri og að láta við hann og fjölskyldu hans eins og hann væri nokkurskonar goð. En nú er konungur Bretaveldis kominn til Canada og hann kemur hingað til Winnipeg n. k. miðvikudag. Vér fáum að sjá með eigin augum manninn, sem skipar konungsembættið á Englandi og drotn- ingu hans, og mér hefir fundist þessa síðastliðnu viku, er eg frétti af komu hans til Quebec og Montreal og Ottawa, er eg hlustaði á útvarpið og heyrði um viðtök- urnar í þeim borgum, og um gerðir kon- ungshjónanna, er eg las blöðin, og er eg ferðaðist hér um bæ og sá alt skrautið, fánana og konungsmerkin og önnur sæmd- armerki, sem tákna öll það að konungurinn og drotningin ætla að koma hingað, þá ihefir einhverskonar töfrandi tilfinning læst sig inn í huga minn og ósjálfrátt hefi eg farið að gera það sem eg hugði að eg gerði ekki, sem eg var búinn að ákveða að eg gerði ekki, nefnilega að Icomast í nokk- urskonar geðshræringu út af konungskom- unni, og veit eg, að margir aðrir hafa orðið og verða fyrir hinum sömu einkennilegu tilfinningum, og ekkert er ef til vill eðli- legra en að svo verði. Konungurinn og drotningin, sem koma hingað núna í vikunni ríkja yfir hinu stærsta veldi, sem hefir nokkurntíma þekst í sögu heimsins! Þetta eina atriði ætti að vera nóg til þess að vekja áhuga hjá oss til að sjá þessar miklu persónur. Aldrei hefir stærra veldi þekst en Bretaveldið, og ræður þvj konungur þess yfir meira ríki en nokkur konungur í forntíðinni, jafnvel hinir allra voldugustu, sem þekst hafa í sögu heimsins. En annað atriði, sem eg vildi heldur leggja áherzlu á, er það, að þessi konungur, George VI og drotning hans, Elizabeth, þó að þau séu í æðstu stöðunni sem nokkur maður eða kona halda í heiminum í dag, þ. e. a. s. konungur og drotning stærsta heimsveldisins, þá eru þau samt sem áður ung hjón, í mjög hárri og erfiðri stöðu, og reyna þau bæði eftir mætti, að leysa það starf vel og samvizku- samlega af hendi. Og að þeim hefir tekist það mæta vel hingað til má dæma meðal annars af móttökunum sem þau hafa feng- ið hvar sem þau hafa enn komið hér í þessu landi. Það er þannig sem eg vildi helzt hugsa um þessi konungshjón, sem ungan mann og unga konu, sem eru að vinna það verk, sem þeim hefir hlotnast að vinna. Það er ekki auðvelt verk, það vita allir menn. Eg hefi oft heyrt menn segja að þeif öfunduðu ekki konunginn eða drotninguna og eg veit að þeir tala sannleikann, því eg hygg að hver og einn sem telst meðal þegna þessara konungshjóna, hafi meira verulegt frjáls- ræði en þau geta nokkurntíma átt von á, á meðan að þau skipa þessa stöðu sem verður væntarilega til æfiloka. Staða þeirra, sem konungur og drotn- ing, er staða, sem þau hlutu með litlum eða engum fyrirvara, og þó að konungur- inn hafi vitað, að nokkru leyti hverju við mætti búast, hefir hann varla verið undir það búinn, að stíga í þá stöðu og taka á sig allar þær ábyrgðir, sem henni fylgja. Þess vegna vil eg skoða konungshjónin sem ung hjón í erfiðri stöðu sem þurfa og eiga skilið hollustu allra, sem í þeirra ríki búa, til þess að stjórn þeirra verði þeim og oss öllum sem heillavænlegust og þýðing- armest. Vér búum í frjálsu landi, sem kallast lýðríki, sem er í beinni mótstöðu við stefnu annara þjóða, þar sem frelsi manna er takmarkað á margvíslegan hátt. Og and- inn sem ríkir á bak við konunginn, það sem hann og staða hans tákna, er sá andi sem valdið hefir því, að lýðveldi varð möguleiki, grundvallað eins og vér vitum, á málfrelsi, hugsunarfrelsi og þátttöku hvers manns og hverrar konu í myndun stjórnarinnar án hafts eða banns. Þegar konungurinn tók að sér þá háu stöðu, ákvað hann um leið að vernda rétt hvers einstaklings í ríki hans, og að standa sem tákn alls þess góða og göfuga sem fylgir ætíð lýðræðishugsuninni. Og með því að viðurkenna hann sem konung sverja borgarar ríkis hans, ekki honum sem persónu hollustu, en því, sem hann táknar, öllu sem er og hefir verið þeim dýrmætt og heilagt, og að verja það gegn öllum óheillavænlegum áhrifum. Þetta, að vera tákn jafnréttis allra sinna þegna er skilningur minn á konungsstöðunni eins og hún á sér stað í Bretaveldinu. En það geta verið margar aðrar og mismunandi skoðanir um málið. Menn hafa mjög mis- munandi skoðanir jafnvel á Englandi, um þýðingu og stöðu konungsins. Eg veit að nú, er konungurinn kemur hingað munu margir sjá lítið nema skrautið, fánana, konungsmerkin, veizl- urnar, fólksþyrpinguna, fögnuðinn og fleira þessu líkt. En þetta, þó að það hafi alt sína þýðingu, er alt þýðingarlaust og yfirborðslegt, ef að hin hugsunin lætur ekki einnig á sér bera, eða til sín taka. - Þó að þetta þessvegna verði nú mikil og fagnaðarrík stund og full af gleði og fögnuði, ætti hún einnig að vera full af alvarlegum hugsunum um skyldur vorar gagnvart ríkinu og þjóðfélaginu, sem vér tilheyrum, og þáttinn, sem að oss ber að eiga í því, að framkvæma þá göfugu hug- sjón, sem er oss og öllum mönnum svo dýrmæt, og sem Jýðræðið byggist á. Þetta er hugsunin sem ætti að ríkja í hugum vorum þessa næstu daga er vér heilsum konungi Bretaveldis hvers þegnar vér erum. Og ef að svo verður, þá megum vér vita, að ekki aðeins þjóna hin ungu konungshjón stöðu sinni vel og eftir mætti, en einnig þjónum vér stöðu vorri, sem þegnar þeirra og borgarar þessa ríkis, sem þau ráða yfir, því skyldan hvílir engu síður á oss en á þeim. í þessum anda, og með þessari ákvörð- un getum vér tekið á móti þeim er þau koma til Winnipeg n. k. miðvikudag og gert daginn hátíðlegan. Þetta verður sögulegur atburður. Aldrei hefir konungur Brezka ríkisins áður komið til þessa lands, og nú keriiur hann ekki aðeins sem konungur Bretaveldis, en einn- ig sem konungur Canada þjóðarinnar. — Þetta verður mikil fagnaðar- og hátíðis- stund. Látum oss því fagna komu kon- ungsins og drotningarinnar, og látum oss einnig með það efst í huga sem konungs- staðan þýðir í raun og veru, hrópa af heil- um huga: “Lifi konungurinn, og lifi drotn- ing hans!” Maðurinn er eina skepna jarðarinnar, sem ekki veit af eðlishvöt sinni, hvað hann á að borða. Þess vegna er jafnmikill mark- aður fyrir alls konar fæðutegunda- og bætiefnaprédikara og raun er á. Vesal- ings mannskepnan! Dr. Mary Denham SITTHVAÐ ÚR LANGFERÐ Eftir Soffanías Thorkelsson “Guð náði þá, sem fara í nýj- ar buxur og leggja í langferð” var morgunbæn mín þegar sg klæddist til hinnar langþráðu löngu ferðar vestur og suður tii sólar og sumars, er eg átti að mæta ættingjum og vinum á hinni sólríku strönd Kyrrahafs- ins. Þetta var 22. marz, þriðja morguninn eftir að vorið hafði byrjað að sýna sig á Manitoba séttunum með heiðríkju og blíðu og örfáum dökkum blettum upp úr snjóbreiðunni. Fuglarnir voru að koma að sunnan til að njóta hins blíða og hagkvæma Mani- toba sumars, en eg var að fara til hinna suðrænu landa að njóta dýrðarinnar þar og langþráðrar hvíldar frá daglegum störfum. Hugur minn var bjartur og létt- ur í fullu samræmi við sólskinið og birtuna sem eg naut í byrjun þessarar ferðar. Það var lagt stundvís- lega á stað frá stöðinni í Winnipeg, því stundvís er Brúnn þó dökkur sé og það gætu menn lært af honum að koma á stefnumót á réttum tíma. Fyrsti viðkomustaðurinn var Portage la Prairie, snotur bær en gamall og framfaralaus um langan tíma eins og heimahag- inn, gamla Winnipeg. Sléttan stráð bóndabýlum, flestum smá- um og kotalegum, er bar þess órækan vott að bændalýður vor hefir átt og á enn við þröngan hag að búa og það í þessu landi, sem þekt er um allar jarðir fyrir frjósemi — og það með réttu. Manni rennur í hug, að stjórn- málaskúmar okkar stjórni ekki eins réttvíslega og þeir tala fag- urt. Við tölum margt um fram- farir. En hvað eru framfarir? Þessi hrörlegu og ómáluðu bændabýli, mörg veðsett auð- mönnum landsins? Á fyrri tím- um reikuðu hér frjálsar buffalo hjarðir og rauðskinnaðir Indí- ánar er nutu lífsins í ríkulegum og réttum mælir. Þá var landið fagurt og frjálst og þeir sem bjuggu þar frjálsir og glaðir, en nú eru þeir sem þar búa beygðir af oki skattaálaga, lánveitenda og stjórnarvitringa(!). Eg má ekki gleyma járnbraut- ar vagninum, sem eg sit í. Það eru þó framfarir og eftirlæti sem einstökum veitist, að geta brun- að áfram með 50 mílna hraða og sleikt sólskinið inn um gluggann. En manni rennur aftur í hug mennirnir sem bygðu þessa braut og sveittust 'í Manitoba sólinni við lagningu hennar fyrir lítið kaup og við fátækleg kjör. Fæstir þeirra eru frjálsir að því að ferðast með henni nema ef vera skydli stuttan spöl í þriðja flokks vagni. Áfram var haldið dag og nótt uppihaldslaust í 48 tíma, þar til við náðum þeim veðursæla Van- couver bæ. Staðið var við í Ed- monton litla.stund, þar sem hinn marglofaði og lastaði Aberhart ræður ríkjum. En eg get hvor- ugt gert, því að eg hefi aldrei skilið Social Credit. En það má þakka honum fyrir það, að hann er maður með svo heilbrigða skynsemi að hann sér og skilur ógöngurnar sem aðrir stjórn- málaskúmar hafa leitt þetta land í. Og hann er að leita að leið út úr þeim ógnögum. Og hver heil- vita og heiðarlegur maður ætti að meia viðleitni hans. f Vancouver átti eg vinum að mteta frá Winnipeg: bróðursyni konu minnar, Frank Frederick- son, skautamanninum okkar fræga og T. C. Christie, er skrif- ar í blöðin og yrkir við hátíðleg tækifæri. Og má víst segja að þeir séu hrókar alls fagnaðar og fyrirliðar á gleðimótum sem | Vancouver landar halda. Þessir menn mættu mér á stöðinni og fylgdu mér til eins af betri gisti- húsum bæjarins. Þann stutta tíma sem eg dvaldi í bænum, kyntist eg ýmsum íslendingum mér til óblandinnar ánægju, og þar má fyrstan telja Pál Bjarna- son og konu hans. Er hann skemtinn maður að heimsækja og gerði mér stundina hugð- næma er eg dvaldi þar á heimili hans. Einnig kyntist eg Mr. A. C. Orr, H. J. Thorson fasteigna- sala, Mrs. Messurier forseta eldra kvenfélagsins Sólskin og Miss Gíslason, forseta unga kvenfélagsins Ljómalind. Hin siðastnefnda hafði stofnað til mikillar samkomu, er fór prýði- lega fram með söng og leikjum. En alt var það á ensku, sem von- legt var. Yngri kynslóðin þar, sem víða annarsstaðar, sinnir því málinu, sem mest er notað við framfærslu lífsins. í Vancouver mætti eg að sönnu mörgum fleiri íslendingum en þessum á samkomunni. En mér eru nöfnin liðin úr minni en andlitin ekki með brosmildum kveðjum. Þegar eg fór að heiman hafði eg ofurlítinn böggul undir hend- inni. Þó var það nú ekki fram- hjátöku krógi. Samt gaf hann hljóð af sér við og við og veitti mér töluverða fyrirhöfn. Mér hafði sem sé verið trúað fyrir því af samnefndarmönnum mín- um hér í.Winnipeg, sem eru nú loksins byrjaðir á því stórræði að skrásetja og koma í bókar- form sögu Vestur-íslendinga að einhverju leyti, að hafa tal af löndum okkar á vestur og suður ströndinni, eftir því sem hentug- leikar leyfðu. Eg bar strax nið- ur í Vancouver, við þetta fólk sem eg kyntist og fékk góðar undirtektir. Vegna þess að dvöl mín var svo stutt, þá hafði eg engan sérstakan fund um þetta mál. Eg var ákveðinn að hraða ferðinni til Californíu og njóta þar hvíldarinnar hjá dóttur minni. Varð eg þess vegna að neita mér um þá ánægju að þiggja heimboð hjá okkar gamla góðkunna vini Jónasi Pálssyni. Næsti áfanginn var til Blaine, Washington til séra Alberts Kristjánssonar sem kom mér á- leiðis til mágs míns og systur, Mr. og Mrs. Skagfjörð. Eru þau enn hress og glöð þó farin séu að eldast. Næsti gististaðurinn var Se- attle. Það er ekki í kot vísað að koma þar og hitta fornvin sinn Ólaf Bjarnason, Sigurð Bárðar- son og Dr. Jón Árnason. Þeir gerðu mér dvölina í Séattle svo hugðnæma sem jiokkur hefði get- að gert. Þessir menn eru allir merkilegir; ólafur fyrir útsjón og dugnað, Dr. Jón Árnason fyr- ir það hve vel hann leysir það starf af hendi sem skyldan hefir lagt honum á herðar og Sigurður Bárðarson sannkölluð hetja til líkama og sálar, nú kominn hátt á níræðis aldur, með svo miklum líkams og sálarkröftum, að mað- ur undrast minni hans og glögg- skygni á menn og málefni og léttur í spori eins og ungur væri. Enn gaf króginn hljóð af sér. Og nú fór eg að leita fyrir mér um samvinnu við Seattle-búa. ’ Bar eg fyrst niður á okkar ágæta landa Jóni Magnússyni, sem bú- inn er að vera þar lengi og Kol- beini Þórðarsyni og Mrs. Jakob- ínu Jphnson, skáldkonunni. Jón bauð okkur til kveldverðar með sér. Við ræddum þetta sögumál okkar all-ítarlega og eigum þar vísa trygga og ótrauða sam- vinnu. Jón er velkendur maður og varla er húsfreyjan síðri á því myndarlega heimili, hún er syst- ir Hannesar Líndals og þeirra bræðra. Séra Kristinn Ólafson fann eg að máli og er óþarfi að lýsa því, að þar eigum við á- hugasaman mann við þetta mál okkar, stálminnugan og fróð- an. Framh. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU ' BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.