Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 24. MAÍ 1939 RISADALURINN Hvað Pennington snerti þá veittist honum ekki örðugt að útskýra þessi kaup fyrir frænku sinni, sem var syfjuð og sama um þetta. Pound- stone hjónin voru henni alt annað en skemtileg- ir gestir, og er frændi hennar hét henni nýj- um bíl innan viku tíma, þakkaði hún honum fyrir og fór nú í fyrsta sinni til herbergis síns, án þess að bjóða frænda sínum vangann til að kyssa hann góða nótt. Stuttu síðar bjóst of- urstinn að ganga til hvílu og sofa nú vært í fyrsta sinni eftir margar andvökunætur. Hann taldi sér trú um, að Bryce Cardigan hefði gefið sér slæma hendi úr merktum spilum og að hann hefði spilað ákaflega vel. “Það var lán að eg sá til að hann fékk ekki teinana frá Lárvið- arlæknum,” hugsaði hann, “annars hefði hann lagt sporið yfir jánrbrautina mína núna í nótt. Og hvern fjandann hefði eg átt að gera þá? Eg hefði verið uppi í Saltalæk á áralausum bát og allir dómstólar hins kristna heims hefðu mér að engu gagni komið.” Hann var rétt að blunda, þegar hljóð barst að eyrum hans. Hann glaðvaknaði á svip- stundu og hlustaði áfjáður. Þetta hljóð fór vaxandi og nálgaðist bæinn. Ofurstinn settist upp í rúminu og skalf og nötraði. Þessi niður varð að skrölti og svo að skell- um. Hann taldi sex skelli. “Gufuvagn og tveir flatvagnar aftan í honum,” tautaði hann og þeir fóru inn á járnbrautarsporið, sem Ilggur niður að affermingar svæðinu mínu. Þá ætlar þessi lest að fara niður Vatnsstræti, niður að Car- digans mylnunni. Þarna hafa þeir farið í kring um mig!” í hendings kasti, eins og hann væri ungur í annað sinn, dreif hann sig í fötin og þaut niður stigann, út og upp í bílskrjóð Poundstone, er stóð þar í myrkinu við framhliðið. XXX. Kapítuli. Hvort Bryce Cardigan gæti náð járnbraut- arteinunum frá Lárviðarlæknum eða ekki, hvíld- ist eingöngu á því hvort verkamönnunum á lestinni dytti í hug að vera í verbúðum Cardig- ans eða ekki. Ef þeir ákvæðu að verða þar, var þetta auðvelt, en færu þeir niður til Sequoia, neyddust þeir Ogilvy til að “lána” dráttarvélina, og þá var mjög hætt við að næturvörður Pen- ningtons yrði þeirra var og gerði þeim þetta örðugt. Allan síðari hluta dagsins beið Bryce mjög órólegur eftir boðum frá formanni sínum. Fyrir- skipanir sínar til hans, hafði hann sent skrif- legar, því að hann þorði ekki að treysta síman- um. Hann vissi að alt hvíldi á því, að þetta fyrirtæki þeirra þá um nóttina lánaðist. Þegar klukkuna vantaði fimtán mínútur í sex, hringdi formaðurinn hann upp. “Þeir ætla að verða hér allir í nótt, hen-a minn,” sagði hann. “Komdu þeim fyrir eins langt frá vélinni og þú getur og láttu þá spila ef þeir komast ekki í rúmið áður en klukkan verður átta,” sagði Bryce. “Eg sendi mann, sem þú getur treyst og láttu hann halda við eldinum í gufuvélinni þangað til eg kem.” Hann var tæpast hættur að tala við for- manninn, þegar Buck Ogilvy kom inn. “Jæja?” sagði hann. “Alt í lagi, en hvernig gengur þitt hlut- verk?” “Axir, rekur, járnkarlar, sagir til að saga teinana með og menn til að vinna verkið, verð- ur alt til milli viðarhliðanna þinna kl. níu í kvöld þegar teinarnir koma.” “Þá býst eg við að bezt sé fyrir okkur að fá okkur matarbita og bíða svo þangað til við leggjum af stað.” “Buck vildi endilega borða með Moiru og samþykti Bryce að sækja hann á matsöluhúsið, en fór sjálfur heim til að borða með föður sínum. Gamli John var í betra skapi, en Bryce hafði séð hann síðan hann kom heim. • “Eg hefi skemt mér mjög vel seinni partinn í dag,” sagði hann, þegar Bryce leiddi hann að borðinu. “Eg fór upp í Risadal.” Bryce varð undrandi. “Hvernig komstu þangað?” spurði hann. “Gamli vegurinn er ó- fær, og stígurinn allur kominn í kjarr yfir að gröf mömmu.” “Nei, hreint ekki,” svaraði gamli maður- inn. “Einhver hefir tekið sig til og lagt gamla veginn með plönkum, sitt hvoru megin er rið, en stígurinn er allur ruddur og sléttaður. öll gamla stofna festin, sem ég skildi þar eftir endur fyrir löngu, er strengd milli trjánna sitt hvoru megin við stíginn. Eg get farið einn þangað eftir að George hefir komið mér á veg- inn. Eg gæti ekki vilst þar.” “Hvernig komstu að þessu?” spurði Bryce. “Moore dómari, sem er fulltrúi nýja eig- andans, kom hingað í morgun og halaði mig þangað. Hann sagði að eigandinn vissi, að þessi blettur væri mér kærkominn, og þær tilfinning- ar mínar, hefðu ekki verið með í kaupunum; dómarinn fékk því beiðni um að gera við gamla veginn og að hreinsa slóðina. Það virðist að dalurinn eigi að verða opinber skemtistaður eftir alt saman, en eins og stendur, og á meðan eg lifi, verður þetta trjágarður fyrir mig ein- an.” “Þetta er alveg stórfurðulegt, félagi.” “Það er mjög huggunarríkt,” sagði faðir hans. “Eg býst við að nýji eigandinn sé einn hinna gömlu vina minna — kannske einhver, sem eg gerði greiða einhverntíma. Manstu eftir gamla fallna trénu, sem við vorum vanir að sitja á ? Jæja, það er nú alt fúið og birnirnir hafa tætt það í sundur, er þeir leituðu sér að fæðu, en nýji eigandinn hefir látið búa mér til sæti þarna. Alveg mátulegt sæti handa mér. Ruggustóll skógarhöggsmanns, sem er gerður úr gamalli ediks tunnu. Eg settist í hann og dómarinn skildi við mig, og eg hugsaði þarna bæði vel og lengi, og þótt þær hugsanir leiddu ekki til neins, þá---” “Líður þér betur, eða hvað?” sagði sonur hans. John Cardigan kinkaði kolli. “Mér þætti vænt um að vita nafn eigandans. Mig mundi langa til að þakka honum fyrir mig. Það er ekki venjulegt að fólk nú á dögum, sýnl svona mikla virðingu og hluttekningu gömlum fauski sem mér. Mé.r finst að eg hafi ekki selt þetta yfir höfuð. Buck Ogilvy og Moira komu út úr matsölu húsinu þegar Bryce og George Sæ-Otur komu þangað í Napier bílnum. Þeir skildu Moiru eftir þar sem hún átti heima og fóru svo af stað. Klukkan níu voru þeir komnir á ákvörðun- arstaðinn. Jim Harding sat inni í dráttarvél- inni og reykti pípu sína í makindum. “Ert það þú Jim?” spurði Bryce. “Já, eg hefði nú sagt það.” “Hlauptu upp í kofann hans Jobe Curtis og segðu honum að við séum komnir. Segðu honum að safna mönnunum saman, og koma með tvenn strigaföt, hafa þau stór.” Harding hvarf inn í myrkrið, en Buck Ogilvy klifraði upp í dráttarvélina og horfði á gufumælirinn. “Hundrað og fjörutíu, það dug- ar,” sagði hann. Brátt kom formaðurinn með þrjátíu úrvals mönnum sínum. Þeir klifruðu upp í vélina og stóðu utan á henni, hvar sem þeir gátu náð haldi. Harding fleygði burtu tveimur kubbum- sem þeir höfðu sett fyrir hjólin auk hamlanna. Buck slakaði á hömlunum og vagninn rann hægt niður hallann, og jók brátt hraðann. Mílu- f jórðungi neðar stöðvaði hann ferðina unz vagn- inn rann tuttugu mílur á klukkustund. Þegar að vegamótunum kom, rendi Buck vélinni aftur á bak inn í skógana og krækti hinum tveim flatvögnum við hana. Verka- mennirnir klifruðu upp á þá og lestin hélt til Sequoia. Fjörutíu mínútum síðar komu þeir inn í bæinn, fóru skröltandi niður Vatnsstræti og staðnæmdist við B stræti. Út úr myrkrinu komu tuttugu valdir verkamenn úr Cardigans mylnunni. Báru þeir með sér verkfæri og ljósker. Undir stjórn Buck Ogilvys tóku þeir að ryðja brautarstæðið, en skógarhöggsmennirnir báru teinana af vögn- unum, og lögðu þá upp að gangstéttinni. Skyndilega heyrðist rödd, heiftþrungin og reiðuleg gegnum hávaðann. “Hver stjórnar þessu verki, og hvern fjandann meinið þið með að höggva sundur sporið mitt?” Bryce sneri sér nógu fljótt við til að sjá Seth Pennington ofursta, stökkva niður úr bílnum og nálgast hann. Ogilvy sneri ljósker- inu svo að ljósið skein framan í ofurstann og horfði rólega á hann. “Ofursti,” sagði hann mjög kurteislega, “—eg býst við að þér séuð Pennington ofursti — eg heiti Buchanan P. Ogilvy, og eg stend fyrir þessu verki hér. Eg er varaforseti og aðalforstjóri N. C. & 0. járnbrautarfélagsins, og eg er nú rétt í þessu að leggja sporið mitt yfir sporið yðar. Eg vonaðist til að geta gert þetta án yðar vitundar og samþykkis, en sú von er nú auðvitað dauð í fæðingunni. Fáið yður vindil,” og hann stakk dýrindis vindli upp að nefinu á ofurstanum. Pennington sló vind- ilinn úr hendi hans og rétt í því tæmdu eitthvað sex manns rekurnar sínar á hann, svo að hann varð allur moldugur. “Færið yður frá, ofursti, færið yður frá, þér eruð fyrir verkamönnunum,” sagði Buck í huggandi viðvörunar rómi. Bryce Cardigan kom nú til þeirra og er Pennington sá hann sauð heiftin í honum. “Þér — þér —” hvæsti hann og kom ekki upp einu orði meira. “Eg á N. C. & 0:,” svaraði Bryce. “Þér luguð fallega með litlu dráttarvélina yðar, að hún væri í lamasessi, og að brúin við Lárviðar lækinn væri ónýt.” Hann horfði á ofurstann með ódulinni aðdáun. “Þér sofið hreint ekki á verðinum, ofursti, það skal eg bera yður. Sá sem ætlar sér að sigrast á yður verður að hlaupa hart og hlaupa langt, ef þér eigið ekki að stíga á stélið á honum.” “Þér hafði stolið dráttarvélinni minni,” grenjaði Pennington. “Eg skal kæra yður fyrir stórþjófnað.” “Já, já, ekki nema það þó. Þér vitið ekk! hver stal vélinni yðar. Þér vitið ekki nema að menn yðar hafi gert það.” “Eg skal jafna um gúlana á yður síðar,” svaraði Pennington og bjóst við að stíga upp í borgarstjóra bílinn. “Þér gerið það minsta kosti ekki í nótt,” sagði Bryce góðlátlega. “Þar sem eg hefi nú gengið svona langt, þá væri það léleg herkænska að sleppa yður svona, til að sækja lið. Þér yrðuð kominn hingað innan klukkutíma með eina tvö hundruð þjóna yðar úr mylnunni sem réðust svo á okkur. Þér gerið það nú fyrir mig, Pennington oíursti að dúsa þar sem þér eruð kominn, þangað til eg gef yður leyfi til að fara heim.” “Og ef eg neita því---” “Þá skal eg taka yður, vinda yður saman eins og hænu, kefla yður og geyma yður í aftur- sætinu á bílnum yðar.” Bryce til mestu undrunar þá brosti ofurst- inn. “Ó, jæja þá, eg býst við að þér hafið yfir- höndina, ungi maður. Yður væri kannske sama þótt eg sæti inni í hlýju vélakopunni í gufuvagninum mínum? Eg flýtti mín svo mikið að eg gleymdi yfirhöfninni minni heima.” “Já það megið þér. Eg aétla að sitja þar hjá yður.” Hálftími leið. Bíll kom eftir Vatnsstræti og staðnæmdist spöl frá vegamótunum, ætlaði víst ökumaður að sjá hvað á gengi. í þeirri svipan rak ofurstinn höfuðið út um glugga á vagninum. “Sexton!” hrópaði hann. “Cardigan er að skera í sundur sporið mitt. Hann heldur mér hér nauðugum. Náðu saman verkamönnum mínum, og símaðu Rondeau og hans mönnum. Sendu lestina eftir þeim. Símaðu Poundstone. Segðu honum að ná í lögreglustjórann------” Bryce Cardigan tók fyrir munninn á ofurst- anum, en svartur skuggi þaut niður strætið að bílnum. Það var Ogilvy, sem ætlaði sér að taka forstjóra Penningtons höndum, en varð of seinn. Sexton sneri bílnum og ók alt hvað af tók niður strætið en Buck sneri lafmóður til baka. Bryce slepti takinu á ofurstanum. “Þér sigrið þarna ofursti, það þýðir ekkert að halda yður hér lengur. Farið upp í bílinn yðar og hafið yður burtu.” “Þakka yður fyrir, ungi maður,” sagði Pennington og það var málmhljómur í röddinni. “Nógur er tíminn, og “Náttklukkan skal ekki hringja í kvöld”.” Hann klifraði mjög rólega inn í hina fyrverandi sálarraun borgarstjór- ans og þaut af stað. En hann fór ekki heim, heldur niður í bæinn, allar leiðir voru lokaðar, en vínkrá ein, er hét Sæbyngurinn, var opin. Pennington stikaði gegn um drykkjustof- una og inn í herbergi á bak við, þar sem menn sátu og spiluðu. Hin kuldalegu nöðru augu hans, horfðu um salinn, og stönsuðu við Svarta Minorca, sem lesarinn kannast svolítið við. Ofurstinn gekk til hans og snerti við öxl hans. Minorca leit upp og Pennnigton benti honum að koma með sér, sem hann hlýddi. — Þeir fóru út á gangstéttina og hvísluðust þar á um hríð. Minorca svarti skók hausinn ákaft til samþykkis. “Vi^ujlega! fullvisisaði hann otfurstann um. “Eg skal taka duglega í lurginn á þeim.” Þeir fóru svo báðir upp í bíl ofurstans og óku til skrifstofu Laguna Grande timburfélags- ins. Ofurstinn tók út úr skáp magasín riffil og þrjár öskjur af skothyljum, sem hann fékk kynblendingnum, er hvarf út í myrkrið án þess að segja neitt. Tuttugu mínútum síðar, sá Bryce Cardigan blossa af skoti, koma frá einum viðarhlaðanum sínum og fann til sviða í vinstri framhandleggn- um. Hann hljóp í kringum gufuvagninn til þess að skýla sér á bak við hann og þá skall önnur kúla niður við fætur hans og sentist eitthvað út í myrkrið. Eftir þetta rigndi kúl- unum í kringum þá. Rótuðu þær upp lausri moldinni, þar sem mennirnir voru að vinna, en þeir forðuðu sér í skjól hvar sem þeir máttu. Á svipstundu voru vegamótin mannlaus og alt verk farið forgörðum, því ofan af viðarstaflan- um sendi svarti Minorca kúlnahríðina á þá, og í hvaða átt, sem hann hélt að einhver manna Cardigans væri að verki. “Eg held ekki að hann hafi s’ært neinn,” hvíslaði Buck Ogilvy, þar sem hann kraup við hlið Bryce við gufuvagninn. En það er ekki neinu að þakka nema skotfimi hans.” “Hann reyndi eins og hann gat að hitta mig,” sagði Bryce og sýndi honum holuna í erm- inni sinni. “Þeir kalla hann Minorca svarta og hann er kynblendings óþverri, sem væri fús að myrða móður sína fyrir fimtán dala þóknun.” “Eg vildi eg gæti skotið hann,” sagði Buck. “Til hvers væri það, þetta verður hans síðasta nótt í Humboldt héraðinu----” Riffil skot kvað við hinu megin við strætið. Þeir Buck og Bryce heyrðu niðurbælt kvala- öskur. í sömu svipan kom Georg Sæ-Otur út úr skuggunum, gekk hann hljóðlega eins og köttur, og hafði byssu í hendinni. Bryce skildi þegar hvernig á skotinu stóð. “Gott og vel húsbóndi,” sagði Georg, er hann kom til þeirra, “nú getum við farið að vinna aftur.” “Alt í góðu lagi, menn,” kallaði Ogilvy til verkamannanna. “Byrjið að vinna. Bryce og Georg, sem hvergi var hræddur, fóru inn á meðal viðarhlaðanna til að ná í fjandmann þeirra en Ogilvy var öðrum til fyrirdæmis í því, að hann gekk út á bersvæði og tók að moka. Þeir fundu Svarta Minorca þar hjá einum viðarhlaðanum; var hann særður miklu sári í hægri mjöðmina, og þjáðist einnig af ýmsum meiðslum, sem hann hafði fengið, er hann datt niður. Georg tók byssuna hans en Bryce greip riffilinn upp og bar hann inn í bíl sinn. “Farðu með þetta svín yfir á sjúkrahús Laguna Grande félagsins og segðu þeim að bögla honum saman,” sagði hann við Georg Sæ-Otur. “Eg ætla að geyma hérna byssurn- ar og skotfærin handa Jules Rondeau, þegar hann kemur með flokk sinn. Þeir koma hingað og ráðast á okkur kl. 2 í nótt, þekki eg nokkuð til aðferða Penningtons ofursta.” XXXI. Kapítuli. Eftir að hafa sent Svarta Minorca til að stemma stigu fyrir verkinu, þangað til liðs- styrkur kæmi, fór Pennington ofursti heim í megta flýti. Hann -vissi að ekkert yrði úr næt- urhvíld og ætlaði því að fá sér þykka yfirhöfn áður en hann legði aftur af stað út í nátt- myrkið. Hann skelti hurðinni hart á eftir sér, og vakti Shirley, sem kom ofan í morgunkápu utan yfir náttkjólnum. “Seht frændi!” kallaði hún. “Hér er eg!” svaraði hann niðri í forstof- unni. “Hvað gengur á?” “Allur fjandinn,” svaraði hann. “Þessi náungi hann Cardigan á N. C. & 0. eftir alt saman. Hann og Ogilvy eru með fimtíu manns að leggja spor þvert yfir sporið mitt niður á Vatnsstrætinu.” Hann þaut inn í dagstofuna og hún heyrði hann tala í símann, og að hann var æstur mjög. “Ert þetta þú Poundstone?” heyrði hún hann hrópa. “Pennington er að tala. Hinn ungi Bryce Cardigan á þetta N. C. & O. Það er viðarflutningabraut, en á ekki að fara til Oregon. Þeir Ogilvy og hann eru nú að leggja sporið yfir brautina mína, niður á Vatns stræti og B-stræti. Þeir verða búnir eitthvað klukkan sex í fyrra málið. Fjandinn hafi þá! Það verður eitthvað að taka til bragðs og það strax, því ef þeir koma þessu fram er flotið komið í eldinn. “Símaðu lögreglustjóranum og láttu hann koma með alt sitt lið ofan eftir ef þörf gerist, og stöðva þá. Fjandinn hafi þetta bráðabirgða leyfi. Hann getur efað það, getur hann það ekki? Þú stöðvar framkvæmdir þeirra í tvo tíma, svo skal eg sjá um afganginn. Hann segist ekki trúa þessu leyfi fyr en hann sjái þig. Og þú finst hvergi í tvo klukkutíma. Getur þú það ekki? Tefðu þá maður! Tefðu þá! Það er alt sem þarf. Já, já, eg skil það. Þú kemur ofan eftir á morgun og húðskammar lögreglustjórann, fyrir að sletta sér fram í þetta, en á meðan! . . . Þakka þér fyrir Pound- stone. Vertu sæll.” Hann stóð við símann og hringdi á ný. Þegar hann talaði aftur vissi Shirley að hann var að tala við einhvern á skrifstofunni. “Sexton? Pennington er að tala. Eg hefi sent Svarta Minorca yfir með sextíu hleðslur af skotum og byssu. . . . Hvað þá? Þú heyrir hann skjóta? Það er gott. Hann tefur fyrir þeim þangað til lögreglan kemur. Þú hefir símað Rondeau? Gott! Hann mun koma tafarlaust. Strax og vagninn er farinn af stað, þá fyndu mig niður við vegamótin. Sexton, við verðum að stemma stigu fyrir þessu. Það er miljóna dala skaði sé það ekki gert.” Shirley stóð í dyrunum er hann sneri frá Símanum. “Seth frændi,” sagði hún rólega, “notaðu hvaða heiðvirt ráð, sem þú getur til þess að sigrast á Bryce Cardigan, en skipaðu Svarta Minorca að hætta. Eg mun gera þig ábyrgðarfullan fyrir lífi Bryce Cardigans, og bregðist þú mér þar, mun eg aldrei fyrirgefa þér.” “Hvaða heimáka!, stúlkaV” saigði hainn. “Heldur þú að eg fremji morð? Hann er bara að skjóta út í lpftið til að hræða þá, Cardigan og menn hans, svo að þeir hætti að *inna.” Þú getur ekki hrætt hann,” hrópaði hún áköf. “Þú veist að þú getur það ekki. Hann drepur Svarta Minorca, eða Svarti Minorca drepur hann. Farðu undir eins og stöðvaðu þetta.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.