Heimskringla - 31.05.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.05.1939, Blaðsíða 1
Beer at its best— KIEWEL'S CWhxt&Seal Phone 96 361 ittOUt LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 31. MAf 1939 NÚMER 35. HELZTU FRÉTTIR Konungshjónin í Winnipeg Koma konungshjónanna til Winnipeg s. 1. miðvikudag, var íbúum bæjarins og hinum mörgu utanbæjargestum er þeirra biðu til mikillar ánægju. Á C.P.R. stöðinni var múgur og marg- menni kl. 10.30 að morgni, er lestin kom, og tóku fylkisstjóri og forsætisráðherra á móti Þeirra Hátign. Þaðan var brátt haldið til bæjarráðshallarinnar. Voru götur allar til beggja handa krökar af fólki. Við ráð- rúsdyrnar stóð borgarstjóri úti eins og gestrisinn húsbóndi og bauð konungshjónin velkomin. Rigning var nokkur, en konung- ur var sjáanlega vanur henni frá London og lét það ekkert á sig fá; gekk regnhlífarlaus úr vagni sínum tíl dyra. Viðdvöl var lítil í bæjarráðshöilinni, ekki beðið eftir kaffi, nokkrir gerðir kunn- ugir konungshjónunum og drotn- ingu afhentur blómvöndur af ís- lenzkri stúlku, Sigríði Bardal. Þaðan var förinni haldið áfram til stjórnarseturs, Manitoba-fylk- is. Voru þar aðal viðtökurnar. Bauð Mr. Bracken forsætisráð- herra konungshjónin til húsa sinna velkomin með ræðu; hljómsveit söng. Eftir að kon- ungur hafði svarað ræðu þeirri, var sezt til borðs. Frá Þing- húsinu flutti konungur ræðu er útvarpað var um alt Bretaveldi á þessum samveldisdegi ríkisins, 24. maí, fæðingardag Victoríu drotningar. Er sú ræða birt á ritstjórnarsíðu þessa .iölublaðs Heimskringlu. Meðan þarna var staðið við bárust konungi skeyti og ávörp frá öllum nýlendum Bretlands. Fanst Winnipeg ef- laust sem hún væri hjarta Breta- veldis þá stundina. Upp úr klukkan þrjú, óku svo konungs- hjónin um mörg stræti Winnipeg borgar og heimsóttu ýmsar stofnanir og skemtigarða. Með- fram götunum þar sem konungs- hjónin áttu leið um og sem 26 mílur vegar var all, stóð fólkið í mörgum röðum, sem nokkurs konar lifandi veggur, og beið uppfyllingar óskastundarinnar: Að sjá Þeirra Hátign, konung- inn og drotninguna. Og þetta hefir nú veizt og er nú með ánægju minst. Kon- ungshjónin komu öllum myndar- lega og hið bezta fyrir sjónir; er einkum tekið til fegurðar drotn- ingarinnar. Eftir stutta heimsókn til bæj- arráðshallarinnar í St. Boniface og til Fort Garry til að taka á móti "leiguskuld" H. B. félags- ins, sem áður hefir verið getið um, var haldið norður á járn- brautarstöðina. Þar beið lest konungshjónarína er lagði af stað, með þau klukkan 6.30 að kvöldi vestur í land. Af ferðinni vestur, er ekki síður vel látið en annar staðar þar sem konungjshjónin hafa komið. í sem. fæstum orðum má lýsa komu konungshjónanna til Canada með orðunum: Eg kom, sá og sigraði! Næstkomandi sunnudag koma þau til Winnipeg aftur að vest- an. Verður viðdvölin þá stutt, aðeins hálfur klukkutími. Næsta landið? Það lítur nú út fyrir, að Hitler hafi um stundarsakir frestað á- rás sinni á Danzig og "pólska hliðið" eða Norður-Pólland. Er það eflaust loforðum Breta um vernd landsins að þakka. En hvar verður þá næst reynt fyrir sér? Hitler heldur ekki til lengdar kyrru fyrir. Ákafi hans er of mikill til þess. Þó ótrúlegt kunni nú að þyk'ja, eru það ekki Pólland eða önnur lönd sem í hættu hafa verið talin stödd, sem ein kvíða hins ó- komna. Það er eitt land enn, sem bæzt hefir við tólu þessara ríkja, sem óttast það að verða Þýzkalandi að bráð. Og það er ítalía. Eins og kunnugt er, sendi Hitler utanríkisráðherra sitin, Joachim von Ribbentrop suður til Milan fyrir skömmu til þess að krefjast þess af ítölum, að þeir mynduðu hernaðar samtök við Þjóðverja. Ciano greifi og utanríkismálaráðherra ítalíu kom þar til móts við Ribbentrop. Gekk í stappi milli þerra um þetta í tvo eða þrjá daga. En að því búnu tilkynti Ciano, að ítalía hefði gengið að "kröfum" Hiters. Hitler voru farnar að berast sögur um það, að Londan, París og Washington væru að skutlast á skeytum um það, að það mundi vera hægt ef rétt <væri á haldið, að kaupa Mussolini til að slíta vináttunni við Þýzkaland. Hitler isá sér þá ekki til setu boðið og sendi Ribbentrop út af örkinni til að minna Mussolini á, að hann væri fangi Hitlers, ef því væri að skifta. Hitler hefir upp aftur og aftur verið að senda herforingja sína til ftalíu til að taka við stjórn ítalskra hersveita hér og þar. Einn hópurinn var sendur á þess- um vetri til Afríku. Hefir af- leiðingin af því orðið sú, að Pietro Badoglio marskálkur, sem um fleiri ár hefir verið yfir- herforingi í Libýu, hefir verið vísað frá stöðunni, en hún verið fengin Walter von Brauchitseh, nazista herforingja í hendur. Yfirhershófðingi ítalska hers- ins í Róm, Alberto Parini, sam- þykti undir eins þessa skipun frá Berlin. Hann er nú jafnvel talin aðdáandi Hitlers og líkar ítölum það miður. En hvort hann hefir orðið það með ljúfu geði er þó eftir að vita. Þessi yfirgangur Hitlers mæl- ist illa fyrir meðal ítölsku þjóð- arinnar. Og þegar hermennirn- ir og vopn frá Þýzkalandi hafa streymt suður hefir á landa- Á föstudagsmorgunin þann 19. maí andaðist að heimili sínu ná- lægt Húsavík, Man., ekkjan Anna Eiríksdóttir Pálmason, tæpra 86 ára. Jarðarför hennar fór fram frá heimilinu mánu- daginn 22. maí. TIL VESTUR-ÍSLENDINGA Sýningarskáli íslands á New York sýningunni Myndin er tekin af framstafni sýningarskálans. Leifsstyttan er til hægri á myndinni. mærunum orðið að efla lögreglu- eftirlitið, vegna óeirða, er stund- um hafa brotist út. Og ftalir hafa ekki farið neitt dult með það, að hóta Hitler því að hann skuli ekki án blóðsúthellingar taka ítalíu, eins og hann hafi gert Tékkóslóvakíu, Austurríki og Memel. f verksmiðjum á Norður-ftalíu hefir talsvert borið á óeirðum og jafnvel uppþotum. í Alfa- Romeo verksmiðjunum í Milan, í Isotta Fraschini og Caproni loft- skipaverksmiðjunum hefir oft verið dreift út flugritum til að æsa verkmenn á móti stjórn ítala og í Turin og Bologne, hafa menn ósjaldan verið hand- teknir og hneptir í varðhald. Þessar óeirðir hafa tvisvar eða þrisvar gengið svo langt, að Heinrich Himmler, yfirmaður leynilögreglu Nazista, hefir sýnt aumur á ítölum og sent þeim hóp sinna beztu leynilögreglu- þjóna til að halda sósíalistunum blæs meira að segja að ófriðar í skefjum. Hættulegasti maður ftalíu að því er þetta mál snertir, er þó Roberto Farinacci. Hann var eitt sinn ritari fasista flokks- ins, en var rekinn úr stöðu sinni af Mussolini, vegna þess að hann 1926 gagnrýndi gerðir stjórnar- innar og skrifaði á móti henni. Honum og fleirum hefir þótt Mussolini fara of hægt í sakirn- ar og að verða leiðtogi þeirra öfgamanna, er hugmynd hans. Hann gefur nú út blað er nefnist "Regime Fascista". Blað það er nú o.rðið all-áhrifa mikið og er það meðal annars til marks um það talið, að löggjöfin á móti Gyðingum, hafi verið undirróðrilniP^. Það mál hefir verið svo kolunum.Vaxi sú óvild stjórninni yfir höfuð, er það Hitler, sem getur stöðvað hana og frelsað fasismann á ítalíu með því að innlima hana Þýzkalandi. Hvað um Mussolini yrði eða hvað hann gerði til þes að aftra þessu, er auðvitað ekki gott að gizka á. En það væri saga til næsta bæjar, ef hann leitaði til Bretlands um vernd fyrir yfir- gangi Hitlers! Um sykurgerð í Winnipeg Manitoba-búar hafa lengi gert sér vonir um að sykurgerðar- verksmiðja yrði stofnuð í Win- Þegar við undirritaðir fórum þess á leit við íslendinga í Ame- ríku, að þeir legðu fram nægi- legt fé til þess að koma upp myndastyttu af Leifi heppna, sem notuð skyldi við íslandsdeild sýningarinnar í New York .og síðan komið fyrir á hentugum og viðeigandi stað í Ameríku, var stefnt að því marki að safna $2500 til $2700. Fyrir ötula að- stoð ótal margra manna, sem lögðu það á sig að safna fé, hver í sínu bygðarlagi, og ótrúlega góðar undirtektir, svo að segja alstaðar þar sem fslendingar eru búsettir í þessari heimsálfu, er þessu fyrirsetta takmarki nú náð, og frekara tillagi til þessa fyrirtækis verður ekki veitt mót- taka. Oss undirrituðum er það bæði ljúft og skylt að þakka innilega öllu fólki voru sem gerði það mögulegt að leiða þetta fyrir- tæki til happasælla lykta. Fyrst viljum við þakka öllum þeim, sem lögðu á sig mikið starf við fjársöfnunina í sínum eigin heimahögum, og þar næst öllum þeim sem með fjárframlögum, smáum sem stórum, styrktu fyrirtækið. Hinar góðu undirtektir, sem þetta mál fékk hjá fólki voru er gleðiríkur vottur þess að hið ís- lenzka þjóðarbrot hér búsett, ber innilegan hlýhug til íslands í hjarta sínu. Heiður og sómi fslands er þeirra eigin heiður og sómi. Einnig er þetta ánægjulegur vitnisburður þess hvað Vestur- íslendingar geta gert á ótal mörgum sviðum, ef samhygð og eining, en ekki sundrung og þröngsýni, fá að ráða gerðum þeirra. Winnipeg, Man. 29. maí, '39. Rögnvaldur Pétursson Asm. P. Jóhannsson Árni Eggertsson B. J. Brandson G. Grímson G. B. Björnson Vilhjálmur Stefánsson Farinacci að kenna. Honum fell- ur einræði Hitlers betur en Mus- solinis. Andúðina nú á ftalíu gegn stjórninni, telur hann vott þess, að Mussolini haldi ekki nógu stíft í tauminn og notar hana óspart gegn stjórninni og "THORFINNSSONS-BRÆDURNIR" Matthfas Theodore Hjalti Snorri Mynd sú er hérmeð birtist, átti að fylgja grein er út kom í Heimskringlu 26. marz s. 1. með fyrirsögninni: "Thorfinnssons bræðrum sýndur sómi", en barst blaðinu of seint í hendur. í greininni var að verðugu sýnt fram á þátttöku þessara fjögra bræðra í starfi "The Little Country Theatre", leikhúss við búnaðarháskóla Norður Dakota ríkis í Fargo, er þá eigi alls fyrír löngu átti 25 ára starfsafmæli og sem sumir bræðranna tóku mikinn þátt í. En betra er seint en adrei 3g hér birtist nú myndin af þessum löndum, sem þjóðarbrotinu íslenzka hafa svo oft verið oð verða ávalt til sóma. Nöfn þeirra eru lesið frá vinstri til hægri: Matthías, Theoiore, Hjalti, Snorri. vakandi í hugum manna, að fylkisþingið hefir ár eftir ár beðið eftir að lána um $600,000 til fyrirtækisins. Stundum hafa menn komið til bæjarins gagngert til þess að virða möguleikana til þessa fyrir sér. En þrátt fyrir gott boð stjórnarinnar hefir aldrei orðið af neinum framkvæmdum í þessa átt. Fyrir þremur vikum sendir samt Þjóðverji, Albert Flagen- heimer að nafni, iðnaðarhöldur og maður góðum efnum búinn Hon. J. S. McDiarmid, námuráð- gjafa Bracken-stjórnarinnar bréf með umsókn um leyfi til að færast þetta fyrirtæki í fang. Meðmælin, sem Flagenheimer gefur sjálfum sér, hljóða þann- ig'- "Þar til í ágútsmánuði 1936, var eg formaður hins Suddeut- chen Zucker Aktiengesellechaft í Mannheim, (sykurgerðarstofn un) og Var eg aðal fulltrúi nokkra hlutahafa þess. Frá þeim tíma og þar til í nóvember 1938, var eg meðráðamaður félagsins, sem meðal annars átti þessa verksmiðju og sem framleiddi úr 2,200,000 tonnum árlega eða um 6,500,000 poka af sykur. Auk þessa á eg hluti í "Societe" Fin- anciararia Industriale Veneta í Padova, (lánfélagi) og á því einnig hagsmuna að gæta í syk- ur félögum í ftalíu, Rúmaníu og Búlgaríu. Eins og af þessu má sjá, er Þjóðverji þessi nokkuð mikils ráðandi í iðnaði þeim, er hernað- ur byggist á. Ritið "Chemical Worker", sem er málgagn félags manna er við efna-rannsóknir fást, segir meðal annars um sykurróf u-iðnaðinn: "Hér er um hlutfallslega nýtt efni að ræða (þ. e. sykurrófu- framleiðsluna) sem ríkin leggja fé til og sem virðist í fljótu bragði sætt í munni og saklaust, en þar höfum við enn á ný fram- leiðslu, er beinlínis snertir mik- ið hernað. Með efnum þeim sem í sykurrófum eru má efnafræð- islega ef á liggur f ramleiða ótak- markað vörur, sem glycerine, alkóhol, acetone og hydrocyanic (prússneskt) acid" (með öðrum orðum nægð af sprengiefnum). Menn þeir er íhugað hafa syk- urgerð hér, hafa ekki gert mik- ið úr iðnaði þessum í sjálfu sér. En þegar til hins kemur, að framleiða vörur til hernaðar um leið með rekstrinum, er alt öðru máli að gegna og auðveldara að láta hann borga sig. Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.