Heimskringla - 31.05.1939, Blaðsíða 8

Heimskringla - 31.05.1939, Blaðsíða 8
8. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. MAf 1939 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg fara fram í Sambandskirkj- unni á ensku kl. 11 f. h. og á ís- lenzku kl. 7. Við kvöldguðs- þjónustuna n. k. sunnudag tek- ur prestur safnaðarins sem um- ræðuefni sitt “Sunnudagaskólinn og kirkjan”. Að kvöld guðs- þjónustunni lokinni verður “Sun- day School Tea” í samkomusal kirkjunnar undir umsjón sunnu- dagaskólans. Einnig verða sýnd sýnishorn af því sem sunnudaga- skólabörnin hafa unnið að í vetur auk bóka o. s. frv., sem börnin hafa lesið í sunnudagaskólanum. Allir eru velkomnir í kirkju og á þessa sunnudagaskólasýníngu og “Sunday School Tea”. * * * Séra Guðm. Árnason messar að Reykjavík, P. O., sunnudag- inn 4. júní næstkomandi. * * * Vatnabygðir sd. 4. júní Kl. 11 f. h.: Sunnudagaskóli í Wynyard. Kl. 11 f.h. (M.S.T.): Messa í Leslie. Kl. 2 e. h. (M.S.T.). Messa að Kristnesi. Kl. 7 e. h.: Ensk Messa í Wyn- yard. Eftir messu verður al- mennur fundur um næsta ís- lendingadag. Allir eru vel- komnir, en þess er sérstak- lega vænst, að meðlimir þjóð- ræknisdeildanna beggja og kvenfélaganna láti sig ekki vanta. Jakob Jónsson * * * Sunday School Picnic Hið árlega sunnudagaskóla “picnic” Sambandssafnaðar fer fram sunnudaginn 11. þ. m. Þess verður nánar getið síðar. * * * Jóns Sigurðssonar félagið hefir ákveðið að halda samkomu í Sambandskirkju-salnum mánu- daginn 12. júní. Nánar auglýst síðar. ÓDÝR ELDIVIÐUR FYRIR SUMARIÐ I*urt Slabs og: Edgings $4.00 corðið, $2.50 hálft cord Skjót, hrein uppkveikja 5 kassar $1.00 Kassaafsaganir $1.50 hálft cord, $2.50 corðið THORKELSSON’S LTD. License 3 Sími 21811 Vegna þess að dr. Rögnvaldur Pétursson hefir undanfarna daga egið á spítala, hefir hann ekki getað svarað bréfum um skeið er honum hafa borist. Biður hann Heimskringlu að geta þessa og vinina að virða á betra veg. * * * * Gestir í bænum Daginn sem konungs-hjónin heimsóttu Winnipeg (24. maí) var fjöldi gesta í bænum, íslend- inga sem annara. Við þessa landa varð Hkr. vör: Mr. S. Thorvaldson, M.B.E. frá Riverton og frú og böm. Dr. Sveinn Björnsson frá Ár- borg og frú. Mr. Einar Benjamínsson frá Geysir og dætur hans. Mrs. G. M. K. Björnsson frá Riverton. Mr. Wm. Rocket frá Riverton og fjölskyldu hans. Mr. Jóhann G. Stadfeld frá Riverton. Séra Guðm. Árnason frá Lund- ar og frú. Komu frá Lundar nokkrir bílar, með skólabörn. Sveinn A. Skaptfell frá Sel- kirk. Snorri Jónsson frá Virden og tvö börn hans. Mrs. Solveig Jeffrey, Wilkie, Sask. ❖ * * Gefin voru saman í hjónaband laugardaginn 27. maí, af séra Valdimar Eylands, Minnie And- erson og Nelson Watson, til heimilis í Winnipeg. Brúðurin er elzta dóttir Jóhönnu heitinnar Thórðarson og brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. George Wat- son, Winnipeg, * * * Þakkarorð Við undirrituð þökkum af hjarta öllum þeim, fjær og nær, sem heiðruðu útför okkar ást- kæru móður og ömmu með nær- veru sinni og blómagjöfum. Mrs. C. J. Anderson Thorkell Pálmason Jón Pálmason Mrs. K. Thorsteinson Vilhjálmur Pálmason og barnabörn. * * * Mr. og Mrs. Gunnar Guð- mundsson frá Wynyard, komu við í bænum á ferð sunnan úr Bandaríkjum. Með þeim fór héðan Mrs. Guðrún Johnson* heim til sín til Winnipegosis, Man. LUTHERAN HOUR RALLY SUXDAY, JUNE 11, 3 p.m. at WESTMINSTER UNITED CHURCH (Maryland and Westminster) • Speaker: DR. WALTER A. MAIER Well-known speaker on “The Lutheran Hour” THE PUBLIC CORDIALLY INVITED BÓKAFREGN Bókhlaða ísafoldar í Reykjavík hefir sent mér til sölu nokkuð mikið af bókum, en sem eg hafði þó alls ekki pantað. Auglýsi eg flestar þeirra hér, með svo fáum orðum sem unt er. Mjög fá eintök hefi eg af hverri bók, svo að þeir sem vilja eitthvað panta, ættu að skrifa mér tafarlaust. Bækurnar eru þessar: 1. Héraðssaga Borgarf jarðar, II. bindi. í ágætu skinnbandi ..........-.....-.................$4.00 í kápu ........................................... 3.00 Hin allra fegursfa og skemtilegast bók, 436 bls., fjöldi af ágætum myndum. 2. Reykjavík 1786—1936, í góðu bandi .......-......$5.50 Höfundur Dr. Jón Helgason, biskup, mjög gott og greinilegt yfirlit og saga um framfarir höfuðstaðar íslands um 150 ára skeið. Mesti fjöldi af ágætum myndum, sem tæplega sjást annarstaðar. 3. Og árin líða, 3 sögur, í bandi ...................$2.00 Höfundur Sigurður Helgason. 4. Bræðurnir í Grashaga, skáldsaga í bandi ..........$1.80 Eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. 5. Ilmur daganna, skáldsaga í bandi..................$1.80 Eftir Guðmund Daníelsson. •, 6. Þorlákshöfn, í kápu .............................$ .80 Saga þorpsins eftir Sigurð Þorsteinsson. 7. Fyrir miðja morgunsól, í bandi .............—....$2.00 Góð skáldsaga eftir “Huldu”. 8. Berðu mig upp til skýja, í kápu .......—......... .$1.00 Ellefu æfintýri, eftir “Huldu.” 9. Frá liðnum kvöldum, í bandi .....................$1.25 Eftir Jón H. Guðmundsson. 10. Einstæðingar, í bandi .............................$1.00 Sögur eftir Guðlaugu Benediktsdóttir. 11. Virkir dagar, eftir Hagalín, í bandi ..............$2.50 Allir þekkja nú hinn ágæta stíl Guðmundar Hagalíns, og þetta er saga um Sæmund Sæmundsson, skipstjóra, með mynd af honum. 12. Konan á klettinum, í stífkápu .....................$1.50 12 sögur eftir Stefán Jóns^on. 13. Draumar (um Njálssögu og fleira) ..................$ .60 Eftir Hermann Jónasson. 14. Þráðarspottar, 6 sögur, í kápu ....................$1.00 Kitir Rannveigu Sigurbjörnsson. 15. Hin hvítu skip, í bandi $1.50; í kápu..............$1.00 Ljóðabók eft/r Guðmund Böðvarsson, hefir fengið mikið hrós á ísandi. 16. Ljóðasafn Guðmundar Guðmundssonar .................$4.00 í ágætu bandi, vönduð útgáfa. Guðmundur er svo þjóð- kunnur sem skáld, að óþarft er að fjölyrða um hann hér. Bókin er 360 bls. og Gretar Fells skrifar við hana listi- legan formála. 17,. Ljóðmæli eftir E. H. Kvaran, í skrautbandi ........$2.25 Nýjasta útgáfa, prýðiega vönduð að ölum frágangi. 18. Hvammar, Ijóð eftir Einar Benediktsson, 1 bandi....$1.50 19. úrvalsljóð eftir 5 stórskáld: Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Matth. Jochumsson, Bened. Gröndal, Hannes Hafstein. Hvert skáld hefir bók út af fyrir sig, og eru því bækurnar alls 5. Vönduð útgáfa, alskinn band. Verð á hverri bók.......................................$1.80 20. Upp til f jalla, í sterku bandi ................$1.00 Ljóðmæli eftir Sigurð Jónsson. 21. Björn á Reiðarfelli, í bandi ............... $1.75 Söguljóð, eftir Jón Magnússon efnisrík og prýðilega kveðin. 22. Dýraljóð, margir höfundar, í bandi .............$1.50 Þetta er skemtileg bók, tekin saman af Dr. Guðm. Finn- bogasyni. Fylgja myndir af ýmsum dýrum og skepnum. 23. Leikritin Hallsteinn og Dóra og Jósafat, eftir Kvaran, hvert ...........................................$ .80 Allar þessar bækur eru ódýrari en venja hefir verið, sem svarar því að nú er bókatollur hér afnuminn, en 8% söluskatt verður maður enn að borga. Burðargjald er meðtalið í verði hverrar bókar. Ef að góðir drengir eða konur vildu taka að sér að selja Andvökur, er «g auglýsti í síðasta blaði, þá get eg borgað ofurlítil ómakslaun. Skrifið mér um það. • MAGNUS PETERSON 313 Horace St. Norwood, Man. »—... ....... SVEFNVEIKI I HESTUM Rétt bólusetning hesta tveim vikum áður en sýkin gerir vart við sig, með anti-encephalomyelitis vaccine (chick), veitir fulla vernd. Hesta eigendur eru því hvattir til að leggja fram beiðni um bóluefni hjá sVeita- ráðinu UNDIR EINS, til þess að hægt verði að hafa nægar birgðir við hendina, þegar með þarf. Þeir sem ætla sér að færa sér þetta í nyt, eru beðnir AÐ FRESTA ÞVÍ EKKI. Bólusetning tvisvar af 10 cc. kóstar að öllu leyti 75 % cents hver. Því fleiri hestar sem bólusettir eru, þeim mun minni er hættan af þessari illkynjuðu sýki. Og þetta er manninum eigi síður en skepnum einnig vernd. 'M Gjafir til Sumarheimilis fsl. Barna að Hnausa, Man. Nokkrar konur í Kvenfélagi Sambandssafnaðar í Winnipeg | $10.00 í minningu um Mrs. Sig- ríði Swanson, konu Friðriks Swanson málara í Winnipeg. Frá Mrs. Ingu Thorlakson, Climax, Sask., til heimilisins $5.00. Fyrir þessar gjafir er inni- lega þakkað. Emma von Renesse —Árborg, 29. maí. * * * Þann 25. maí s. 1. voru gefin saman í hjónaband af séra Guðm. Árnasyni að heimili Mr. og Mrs. Curtis Mills í Eriksdale, Ida Gertrude Mills og Guðjón Björnsson frá Silver Bay. Brúð- guminn er sonur Mr. Jóns Björnssonar, bónda í Silver Bay, og Sigríðar kónu hans en brúð- urin dóttir Mr. og Mrs. Mills. Að hjónavígslunni aflokinni fóru fram rausnarlegar veiting- ar á heimili Mills hjónanna. Heimili hinna ungu hjóna verpur fyrst um sinn í Eriksdale. * * * The hext Jón Sigurðsson Chapter, I. O. D. E. meeting will be held at the home of Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Tuesday evening, June 6th., at 8 o’clock. Sunnudaginn 11. júní kl. 7 verður íslenzkri guðsþjónustu útvarpað frá Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg yfir stöðina CKY. Eldri söngflokkur safnaðarins aðstoðar við þessa athöfn. D. L. CAMPBELL, Ráðherra akuryrkju og innflutningsmála í Manitoba »------------------ ■■■ .................... * ROLLER SKATE WINNIPEG ROLLER RINK Langside and Portage Special Rates to Parties 30 838 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Kögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. SARGENT TAXI SIMI 34 555 or 34 557 724 Yj Sargent Ave. Meðal þeirra sem tóku próf við háskólann í Saskatoon þetta vor, er getið Miss önnu Guðrún- ar Matthieson er lauk fullnaðar prófi í Household Science. Hún hafði stundað það nám fyrir- farandi misseri á stofnunum í Toronto 0g í New York. Miss Matthieson útskrifaðist úr Saskatoon háskóla fyrir tveim árum með titlinum B.Sc., hefir nú tekið kennarastöðu vestur á Kyrrahafsströnd. * * * SAMS KO T Vestur-íslendinga fyrir eir- líkan Leifs Eiríkssonar, íslandi til auglýsingar í Ameríku. Gjafaskrá nr. 21. Langdon, N. D. (R. B. Árnason, safnandi): Ellis Snowfield ...........$1.00 Victor Sturlaugson ........ 1.00 Frank G. Jóhannson ......... 1.00 Stefán Sturlaugson ......... 1.00 Barney Johnson ............. 1.00 J. M. Snowfield ............ 1.00 K. B. Arnason .......'..... 1.00 Alls ..........................$ 7.00 Aður auglýst .................. 2,597.65 Samtals .................$2,604.65 —Winnipeg, 29. maí, 1939. Rögnv. Pétursson, forseti Ásm. P. Jóhannson, féhirðir * * * Séra K. K. ólafson flytur guðs- þjónustur sem fylgir sunnudag- inn 4. júní: Otto, kl. 11 f. h. Lundar, kl. 2 e. h. * * * Kirkjuþing Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi verður haldið, eins og áður er auglýst, í kirkju Mikleyjar- safnaðar að Hecla Man., frá 6— 10 júní. Það hefst með hátíð- legri guðsþjónustu þriðjudaginn 6. júní kl. 11 f. h. Við það tækifæri prédikar trúboðinn séra S. O. Thorlaksson. Starfsfundir verða haldnir dag hvern frá kl. 9—12 f. h. og kl. 2—6 e. h„ nema öðruvísi verði ráðstafað af þingi. Öll kvöld þingsins verða helguð erindum og opin- berum umræðum. Á þinginu verður auglýst jafnóðum hvað fram fer hvern dag fyrir sig. K. K. ólafson, forseti MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Fundlr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenfélagiO: iFundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 aS kveldinu. Söngæfingar: Islenzki song- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. Mánudaginn 5. júní n. k. efnir kvenfélagið “Eining” að Lundar til útsölu á heimatilbúnum mat í kjallara Sambandskirkjunnar. Til sölu verða: vínartertur, pies og allskonar sætabrauð, mysu- ostur, skyr og candy og ísrjómi. Einnig dálítið af útsaumuðum munum og svuntum til sölu, og kaffi og brauð með. Byrjar kl. 11 f. h. og svo spilað að kveldinu “Bridge og Whist”. Fjórir góð- ir prísar gefnir eins og undan- farna mánuði. * * Prestakall Norður Nýja-íslands Áætlaðar messur um nokkra næstu sunnudaga: 4. júní, Hnausa kl. 2 e. h.: Ferm- ing og atarisganga. 4. júní, Riverton kl. 8 e. h.: Ensk messa. 11. júní, Árborg kl. 2 e. h.: Ferming og altarisganga. 11. júní, Geysir kl. 8.30 e. h.: Offur til erlends trúboðs. 18. Júní, Riverton kl. 2 e. h.: Ferming og altarisganga. 25. júní, Geysir kl. 2 e. h.: Ferm- ing og altarisganga. 25. júní, Árborg kl. 8 e. h.: Ensk messa. S. ólafsson * * * Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St„ Norwood, Man„ og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. ROSE THEATRE --Sargent at Arlington- THIS WED. & THUBSDAY Joel McCrea—Andrea Leeds in “YOUTH TAKES A FLING’’ Glenda F'arrell—Otto Kruger ____in “EXPOSED”_ FRIDAY^SATUBDAY Donald O’Connor—Billy Lee in “SONS OF THE LEGION” Gene Autrey in “Man From Music Mountain” Cartoon Fri. Nite & Sat. Matinee Chap. 1—“FLASH GOB- DON’S TRIP TO MABS” ÞINGB0Ð Seytjánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi verður sett í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg FIMTUDAGINN 29. JÚNí næstkomandi, kl. 8 síðdegis og stendur yfir til sunnudagskvölds 2. júlí • Söfnuðir, sem eru í kirkjufélaginu, eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja fimtíu safnað- arfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar fyrir hönd sunnu- dagaskóla og ungmennafélaga. Samband íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga heldur þing sitt föstudaginn 30. júní. Starfsskrá þingsins verður auglýst síðar. Guðm. Árnason, forseti Sveinn Björnsson, ritari

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.