Heimskringla


Heimskringla - 07.06.1939, Qupperneq 1

Heimskringla - 07.06.1939, Qupperneq 1
Phone 96 361 ^ Country Club 1 BEER “famous for flavor” LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. JúNf 1939 PELISSIERS Country Ctub L Beer Á Phone 96 361 » NÚMER 36. HELZTU FRÉTTIR Af konungsförinni Þeirra hátign Bretakonungur og drotning komu til Winnipeg s. 1. sunnudag. Þau stóðu lítið við en voru kynt uppgjafa her- mönnum frá Deer Lodge spítala, er til móts við þau komu á CNR stöðinni. Voru konungshjónin, sem fyr, hin viðkynnilegustu. Um 15 mílur út úr bænum, var röð af Winnipeg-fólki til beggja handa við veginn er konungs- lestin fór um og sendu hinum tignu gestum kveðjur. Konungshjónin fóru í kirkju í Portage la Prairie þennan sama sunnudag. — Klæddust þau þá borgarabúningi. í Sudbury fóru þau s. 1. mánu- dag niður í nikkel-námu 2800 feta djúpa. eina hina stærstu, sem sögð er í heimi, til að kynn- ast því starfi. Hræðileg kafbátaslys í írlandshafinu, norður af Wales, var s. 1. föstudag verið að reyna brezkan kafbát, Thetis, er ( svo slysalega fór úr hendi, að báturinn stakst á nefið nokkur fet niður í sjávarbotn og festist þar. Á skipinu voru 103 menn, sumt ferðamenn, og fórust þeir allir að fjórum undanskildum. Thetis var nýtt skip, 1095 smá- lestir og hafði kostað $1,638,000. Því mun með tíð og tíma verða náð, með 99 líkum af þeim sem í því köfnuðu af loftleysi. Nokkrum dögum áður var bandarískur kafbátur við æfing- ar hjá Portsmouth, N. H., og vildi þá það slys til að' öllum speldum var ekki nógu vel lokað, svo báturinn fyltist af sjó. Þar fórust 26 manns, en yfir 30 var bjargað. Þýzku og ítölsku hermenn- irnir á Spáni farnir heim Fimm þýzk skip sigldu frá Vigo á Spáni 26. maí; þau tóku heim 6,000 hermenn frá Þýzka- landi, sem í stríðinu með Franco voru. Með sömu skipum og þeir, fóru nokkrir spanskir hershöfð- ingjar til Þýzkalands; var þeim boðið til Berlínar til að vera við hátíðahöld, er efnt var til út af heimkomu hermannanna. Tveimur dögum áður, lögðu átta ítöslk skip af stað frá Nea- pel og níu frá Genúa, að sækja 19,400 ítalska hermenn til Spán- ar. Taka þeir heim með sér um 100 spánska menn 1 stjórnar- þjónustu Francos og um 3000 hermenn úr Spanish-Italian Ar- row Legion. f Neapel eiga þessir gestir að efna til skrúðgöngu í minningu um sigurinn að Victor Emanuel konungi áhorfandi. En svo kemur nú að skulda- dögum Spánar. Skuldin við ítalíu og Þýzkaland er sögð til samans að nema $500,000,000. ítalía veitti Spáni miklu meiri aðstoð, en Þýzkaland, en hið síðarnefnda hefir þó verið hepnara til þessa að ná í nokkuð af skuld sinni. Á milli þessara þjóða hefir undir- niðri verið háð grimm samkepni um reitur Spánar. En Spánn þarf nú meira á fé að halda en nokkru sinni fyr og reynir að halda í kvikasilfurs- námurnar í Aladen, sem Hitler og Mussoini ágirnast báðir. En þar sem hermenn þeirra eru nú loksins farnir burtu, eru Frakk- ar og Bretar að hugleiða að veita Franco um $100,000,000 lán og veikja samband Francos með því við einræðisríkin. Um lán hjá þeim er ekki að ræða. Yfirheyrslum heldur stöðugt áfram í Madrid og grendinni. Eru 380 mál afgreidd á dag. Lýðræðissinnar eru kærðir fyrir allskonar glæpi, morð á mönnum úr liði Francos, fyrir að brenna kirkjur og hafa haft í frammi ofbeldisverk við andstæðinga. — Hafa síðan 28. marz 1000 manns verið dæmdir til dauða; 688 af þeim hafa nú þegar verið skotn- ir, en dómi hinna 312 er sagt að breytt hafi verið í fangavist. Um allan Spán var fyrir mánuði síðan tala þeirra sem fyrir her- réttinn komu sögð 46,000. En alls eru grunaðir 1,200,000 manna. Innflutt kol frá Þýzkalandi í ræðu sem Mr. Brooks, þing- maður frá Royal, hélt nýlega á sambandsþinginu, komst hann svo að orði: “Það er mikið talað um hveitiræktina, ullarverk- smiðjureksturinn og annan iðnað og að hann njóti ekki þeirrar verndar, er vera ber. En eg þori að fullyrða, að það er engin iðnaðargrein, sem meiri þörf hefir á vernd en kolaiðnaður- inn. Var nokkuð af kolum flutt inn í landið frá Þýzkalandi?” Mr. Dunning: “Já, 262,000 smálestir (tons).” Mr. MacNicol: “Komu þau beina leið frá Þýzkalandi, eða komu þau með kolum frá Wales?” Mr. Dunning: “Þau eru sýnd sem innflutt beina leið frá Þýzkalandi.— (Þingtíðindin) Skotið á bíl hertoga- frúarinnar af Kent Þegar Hertogafrúin af Kent, kona yngsta bróður Bretakon- ungs, var í gær að stíga upp í bílinn sinn og ætlaði í leikhús, reið skot af byssu í grendinni og kora það allnærri bíl frúar- innar. Maður nokkur var tekinn er byssu hafði í höndunum, en hvernig á skotinu stóð eða hvort að hann var valdur að því, hefir enn ekki verið sannað. En til þess þykja líkindi, að á bílinn hafi. verið miðað. Þjóðverjar í Canada skrásettir Konsúlar Þýzkalands í Canada eru að vinna að því, að skrásetja hvern landa sinn sem fæddur er árið 1920, eða Austurríkismann fæddan á árunum 1914—1919. Hugmyndin er að kalla þá í her Þýzkalands síðar. Stjórnarnefnd Sumarheimilis- ins á Hnausum biður þess getið, að fyrstu vikuna í júlí n. k. verður byrjað að starfrækja heimilið. Þeir, sem hafa í hyggj u að færa sér það í nyt eru hér með beðnir að snúa sér sem fyrst til nefndarinnar. Ennfremur æskir nefndin þess ef svo stæði á, að einhver íslenzk hjúkrunarkona eða kennari hefði tíma til að hjálpa til við heimilið, þó ekki væri nema í nokkra daga, að nefndin fengi þá qð vita um það sem fyrst. í nefndinni eru undirrituð-: Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning St., Ph. 89 407 Mrs. B. E. Johnson, 1016 Domlnion St., Ph. 38 515 Mrs. E. J. Melan, Riverton, Man. Mrs. S. E. Björnsson, Árborg, Man. Rev. Ph. M. Pétursson, 640 Agnes St., Ph. 24 163. Innan dyra sýningar-skála íslands í New York Myndin er tekin inni í skálanum og sýnir að nokkru leyti hvernig þar er umhorfs. SITT AF HVERJU FRÁ SÝNINGUNNI Hinn 17. júní verður sérstak- lega helgaður íslenzku sýning- unni. Það er regla á heimssýn- ingunni, að sagt er. að hverri þjóð sé helgaður sérstakur dag- ur og að sú þjóðin sé þá öðrum fremur heimsótt af hinum. Tylli- daginn er auðvitað seilst eftir að hafa á einhverjum merkis- degi hlutaðeigandi þjóðar og helzt þjóðminningardegi. Og svo er nú gert í íslenzku sýning- ardeildinni með því að velja 17. júní. Þetta verður því nokkurs- konar fslendingadagur og mest- ur hátíðisdagur á íslenzku sýn- ingunni. Sá dagur virðist um leið tilvalinn fyrir landa vestan hafs, að sækja sýninguna heim, sem ætlað hafa sér það. Og þeir eru eflaust margir, sem það hafa ákveðið. Eftiífarandi frétt hefir blöð- unum borist til birtingar frá fregnrita í New York af íslenzku sýningunni: FRÁ ÍSLANDSSÝNINGU í NEW YORK Icelandic Pavilion, World’s Fair Hin mikla heimssýning var opnuð þann 30. apríl eins og kunnugt er, af Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Viðstadidr þá athöfn voru 600,000 manna, þar á meðal fulltrúar og gestir frá þeim 62 þjóðum, sem þátt taka í sýningunni, og fjöldi amerískra stórmenna víðsvegar að. Strax að lokinni vígsluræðu forsetans voru þær sýningar, sem tilbúnar voru opnaðar al- menningi. Voru það flestar hin- ar amerísku sýningar, en ekki nema tvær erlendar, svo kunn- ugt sé. Þessar tvær voru sýn- ingar fslands og Japan. íslendingar gengu undir fána sínum, ásamt öðrum þátttakandi þjóðum að palli þar sem sátu forsetinn og aðrir tignir gestir, og hlýddu á vígsluræðurnar, og annað það er þar fram fór. Að vígsluathöfninni lokinni var gengið til íslandsskálans, og bauð framkvæmdarstjóri Vil- hjálmur Þór fslendingum sem viðstaddir voru og skyldmennum þeirra til skálans. Lýsti hann sýningunni með stuttri ræðu, og sagði hana opnaða. Viðstaddir voru Haraldur Árnason kaup- maður, úr framkvæmdarnefnd sýningarinnar og Garðar Gísla- son stórkaupmaður, sem þakk- aði Vilhjálmi Þór og Haraldi Árnasyni fyrir velunnin störf í þágu lands og þjóðar, með opnun og framkvæmd sýningarinnar, fyrir hönd sýningarráðsins. Var því næst litast um í skálanum og fóru gestirnir lofsamlegum orð- um um sýninguna. Að þessu loknu var skálinn opnaður almenningi, og fyltist hann á svipstundu. Um 5000 manns munu hafa komið inn á sýninguna þennan fyrsta dag. Síðan hefir aðsóknin verið mjög góð og suma daga geysimikil. Að kvöldi þess 24. þ. m. munu sýningargestir samtals hafa ver- ið um 37,000. Strax var ljóst að sýningar- gestum þótti sýningin merkileg frásögn um líf, sögu og starf ís- lenzku þj.óðarinnar. Ummæli gésta hafa verið mjög lofsamleg og daglega hefir fjöldi manna snúið sér til starfsfólks sýning- arinnar og látið í ljósi ánægju sína yfir sýningunni. Blaðaummæli hafa og verið á sömu lund. The New York Her- ald Tribune skrifar: : “It will be well to pause before the beautiful statue of Leifr Eiriksson and proceed with a visit to Iceland. There the Ice- landers remind you that their home is a land of countless gey- sers and that theirs is the oldest parliamentary government in the world.” Blaðamaður sem heimsótti sýninguna þann 1. maí skrifar í blað sitt (Bath Times, Maine) undir fyrirsögninni “Iceland’s Exhibit Ready at Start, — one of few foreign concessions com- pleted.” Talar hann um sýning- una í heild sinni mjög vel, og segir að sumt sé “exceptionally well done.” Hann segir enn- fremur: “Throughout the Exhibit there is evidence that Iceland is conscious of her potential im- portance as a stepping off place in the event of regular airlines between America and Europe.” “An actual size model of a liv- ing room (baðstofa) was par- ticularly interesting. Carved walls gave the room an artictic atmosphere. We felt that we would like nothing better than curling down in a corner and pore through a few of the vol- umes that were exhibited.” Hann Jýsir og í greininni þeim hluta sýningarinnar sem fjallar um iðnað þjóðarinnar og talar um það alt í sama tón. öll önnur blaðaskrif um sýninguna hafa verið í sama tón. Ennþá hafa fáir íslendingar, Austmenn eða Vestmenn, heim- sótt sýninguna. En vonandi fjö!- menna þeir áður en langt um líður sérstaklega á íslandsdaginn á sýningunni sem er 17. júní. Þann 3. maí hafði fram- kvæmdarstjórn sýningarinnar hádegisboð fyrir Friðrik krón- prins og Ingiríði krónprinsessu og fylgilið þeirra. Sátu hófið um 50 manns, bæði íslendingar og Danir og Bandaríkjamenn. íslendingar frá Canada, sem boðnir voru, gátu því miður ekki komið, en þeir voru nefndar- mennirnir af hálfu Vestur-ís- lendinga er verið hafa í ráðum með hinni íslenzku sýningar- stjórn um sýningarmálið. Fyr um daginn skoðuðu krónprins- hjónin sýninguna. Þjóðræknisfélagið hefir falið dr. Vilhjálmi Stefánssyni að mæta fyrir hönd Vestur-fslend- inga 17. júní á íslenzku sýding- unni í New York. Kingstjórnin tekur $750,000,000 lán Frumvarp var samþykt við þriðju umræðu á sambandsþing- ingu s. 1. viku er heimilar stjórn- inni að taka lán er nemur $750,- 000,000. Nokkuð af þessu láni þarf með til greiðslu á skuldum, sem eru að falla í gjalddaga, en 175 miljónum af því á að verja til atvinnubóta á þessu sumri. Þetta er kosningaár eftir líkum að dæma og það mun lítill dfi á því, að helmingur, eða meira, 2f til vill hálf biljón af þessu láni, verði bætt við skuld landsins. VESTMANNADAGUR helgaður tslendingum vestan hafs Eftir Steingrím Arason TTvergi mun ísland elskað jafn heitt og innilega og vestan- hafs. Sú trygð, sem Vestur-ís- lendingar bera til heimalandsins, er óviðjafnanleg. Fáum hér heima mun það kunnugt, hvílíkt metnaðar- og kappsmál það hefir verið næstum því hverjum ís- lendingi í hinni miklu álfu, að verða þjóð sinni og ættlandi til sæmdar. Þetta hefir tengt þá bróður- böndum og knúð þá til dáða, svo að hinar árlegu skýrslur bera þeim betri vitnisburð en mönn- um af öðrum þjóðflokkum, og munar þar stórum. Enginn maður af íslenzku bergi brotinn hefir þar verið líflátinn fyrir glæp, þótt hurð Iskylli nærri hælum eitt sinn, er íslendingur, var dæmdur til dauða fyrir morð. — En þá sýndi það sig, hvað landar vestan hafs vilja leggja í sölur fyrir mannorð hins íslenzka þjóðernis. Þeir skutu þegar saman stórfé, og réðu lögfræðing til þess að fá dómin- um breytt, og afleiðingin varð sá að ísl. varð loks náðaður. Það er gamall málsháttur, að ilt er að leggja ást við þann, sem enga kann á móti. En nærri læt- ur að svo hafi mátt segja um heimalandsást landa vorra vest- an hafs, að hún hafi verið ó- hamingjusöm ást, sem kallað er. Til dæmis hafa íslendingar í Winnipeg í samfleytt 50 ár haldið einn dag á ári hátíðlegan og helgað heimlandinu og nefnt íslendingadag. Hefir þessi dag- ur verið mesti mannfagnaðar- og gleðidagur ársins og stundum vakið stórmikla athygli meðal manna af öðru þjóðerni. Þessi dagur hefir verið 2. ágúst. Heimaþjóðin hefir verið of gleymin á það, að hún á syst- kini vestan Atlantsála. Aldrei hefir þeim verið helgaður neinn sérstakur dagur. Virðist það vel til fallið að taka upp þá ný- breytni einmitt nú, þegar heima- landsins hefir verið minst um Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.