Heimskringla - 07.06.1939, Page 2

Heimskringla - 07.06.1939, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. JÚNÍ 1939 UPPELDI FORELDRANNA Eftir fsak Jónsson MEÐ aukinni menningu þjóð- anna eykst áhuga þeirra fyrir uppeldismálum og skilning- ur á gildi þeirra fer vaxandi. Enda þykjast margir þeir, er mest hugsa um þessi mál, finna þar höfuðvandamál þjóðanna. Það eru mennirnir sjálfir, sem skapa þann anda og þær stefnur* sem ríkja í heiminum á hverj- um tíma. Hver þörf er því ekki á, að þeir leggi rækt við að þroska og móta sjálfa sig og af- komendur sína svo vel, sem vit og geta leyfir. Sérhver þjóð þarf að eiga hollmentaða þegna á þeim stað, sem þeim hentar bezt. Hvernig er nú þessum málum — uppeldismálunum — skipað hér hjá oss. Og hvernig mat er lagt á mikilvægi þeirra? Þegar litið er á skólamálin, þá virðist sá þáttur uppeldismálanna vera að færast í batnandi horf. Áhrif frá öðrum þjóðum virðast eiga allgreiða leið til vor, en e. t. v. erum vér fullgleypigjarnir, varla nógu vandvirkir að vega og meta nýjungarnar og leggjum ekki nægilegt kapp á að vefa þær við þá þáttu, sem fyrir eru, og reynst hafa góðir og gildir. Það hefir allmikið verið rætt um, hvað gera þyrfti alment fyrir börn á skólaaldri, og einnig eftir að þau eru komin yfir á ungl- ingsárin. Hinsvegar hefir því minstur gaumur verið gefinn, hvað gera þyrfti fyrir börnin í frumbernsku og fram að skóla- aldri. En þó er það talið þýð- ingarmesta æfiskeið mannsins af uppeldis- og sálfræðingum. Meðan barnið er í frum- bernsku, geta foreldrarnir undir öllum venjulegum kringumstæð- um, haft mest áhrif á það, enda eiga þau að hafa það að öðru jöfnu. — Hálfan annan áratug hefir allmikið af starfi mínu verið í þágu barna innan skóla- aldurs. Sem þátttakandi í störf- um Barnavinafélagsins Sumar- gjöf hefi eg haft sérstaklega góða aðstöðu til að kynnast þessum málum. Og eftir margra ára athuganir þykist eg hafa orðið var við alvarlega veilu í viðleitni okkar á sviði uppeldis- málanna. Hún er sú, að vér sjáum ekki verandi og verðandi foreldrum fyrir æskilegum und- irbúningi undir uppeldisstarf þeirra. — Rannsóknir hafa þrá- faldlega leitt í ljós, að uppeldis- vandræði stafa oft af mistökum þoirra, sem uppeldið hafa á hendi. Og þó að fleiri hafi áhrif á barnið en foreldrarnir, þá hafa þau að öðru jöfnu bezta aðstöðu til að fyrirbyggja vandræði í upphafi. Þess vegna þurfa þau að gera sér far um að vera sterk- ir samtaka og hollir áhrifavald- ar á barnið. Þótt ekki sé að efast um góðan vilja foreldr- anna, þá sýnir reynslan, hin sí- endurteknu mistök og uppeldis-| vandræði, að þörf er á að auka^ uppeldisþekkingu foreldranna og J g 1 æ ð a ábyrgðartilfinningu | þeirra. Barnssálin er svo við-j kvæm og svo óafmáanleg þau á-' hrif, er hún verður fyrir, að við- leitni uppalendanna verður á j hverjum tíma að vera örugg og markviss og miðast eingöngu við ( það, sem barnið þarf og því er j fyrir beztu. En hvaða mat leggjum vér á, köllun foreldranna og hvaða( undirbúningur er þeim fenginn til uppeldisstarfsins? Áður en þessari spurningu er svarað, er fróðlegt að athuga, I hvaða kröfur eru gerðar til manna í hinum ýmsu starfs- j greinum nú á tímum. Með auk-; inni verkaskiftingu og auknunr kröfum um hraða, öryggi og vörugæði — auk samkepni um störf — er stöðugt hert á kröf-1 unum um fullkomið sérnámj þeirra, sem verkin eiga að vinna) og fyrir þeim að standa. Vill; nokkur yðar, lesendur góðir, aka í bíl nema lærður bílstjóri sitjij við stýrið ? Og mynduð þér fást; til að ferðast í fulgvél, ef ólærð- ur maður stjórnaði henni? Þess er krafist, að maður, sem á að| stjórna brúarsmíði eða byggingu' hafnargarða, hafi þekkingu til! að reikna út' styrkleikaþörf slíkra mannvirkja. Verkfræð- ingur eða lærður múrari, verður að vaka yfir kaldri steypuleðj- unni, sem fyrir hans aðgerðir á að breytast í hættulaus og holl híbýli. Og ef þér verðið veik og þurfið að leita til læknis, hverjar kröfur gerið þér til hans ? Er ekki alls staðar sama sagan? Jú, ákveðin þekking er hvarvetna heimtuð til þess að mönnum sé treyst til að vinna hin ýmsu störf og fyrirbygð verði átakanleg mistök og jafn- vel slys. í engum þeim grein- um, sem nefndar voru hér að framan, nægir að vera t. d. bráð- vel hneigður til starfsins, þó When Danger Threatens— You Want Help QUICKLY! Farm homes usually arequite far apart and because they are so isolated, become easy prey for robbers of the road. You and your family may be held up at any time and robbed ofmoney and valuable belongings. Do not be caught unawares! With your own home telephone you can quickly call aid. Safeguard Your Property the Telephone Way A MANITOBA TELEPHONE SYSTEM að það sé að vísu nauðsynlegt undirstöðuatriði. En hvaða kröfur éru gerðar til foreldranna? Ekki eru hérlendis neinar stofnanir, sem ætlaðar eru til þess að búa foreldrana undir starf þeirra sem uppalendur. Ekki virðist það opinbera heldur gera mikið til að minna menn á ábyrgðina og skyldurnar gagn- vart afkomendunum, Það er t. d. ekki annars krafist af þeim, sem ganga í hjónaband, en lækn- is- og skírnarvottorðs. Og verð- ur að kalla það tiltölulega vægar kröfur. f 4. bóðorðinu er þess hinsvegar krafist af börnunum, að þau skuli “heiðra föður sinn og móður!” Dæmið er ekki tek- ið hér til að deila á áminningu boðorðsins, jafnvel þó að það túlki átakanlega hið gamla upp- eldisform, sem fólst í skilyrðis- lausu boði og banni, heldur til að minna á, hvaða kröfur væri sanngjarnt að gera til foreldr- anna, svo að þeir alment verð- skulduðu umræddan heiður. — Sannleikurinn mun vera sá, að uppeldið er ekki rétt og börnin ekki heilbrigð, ef þau virða ekki föður sinn og móður. Vér þurfum ekki að halda Iengra til þess að verða varir við ifndarlegt ósamræmi í mati á uppeldisstörfum og öðrum störf- um þjóðfélagsins. En er það ekki undarlegt að viðurkenna þörf þekkingar, þegar móta skal kaldan steininn, en gera vægar eða engar þekkingarkröfur til þeirra, sem eiga að vernda og leiðbeina börnunum á fyrstu ár- um æfinnar? Rannsóknir upp- eldis- og sálfræðinga hafa leitt í ljós, að uppeldisaðgerðir, sem beitt er af vankunnáttu og hugsunarleysi', eru sltórhættu- legar, einkum ef um er að ræða börn á frumbernskuskeiði. Ný- lega las eg bók eftir geðlæknir- inn Wilhelm Stekel í Vínarborg. Bókin fjallar um uppeldi foreldr- anna. í fjörutíu ár hefir höf- undurinn starfað sem geðlæknir. Mikill fjölda fólks hefir til hans leitað á þessu árabili, bæði vegna uppeldisvandræða barna sinna eða eigin vanheilsu. Bók Stek- els er full af eftirtektarverðum dæmum, sem gaman hefði verið að gefa sýnishorn af, en rúmið leyfir það ekki. Öll dæmin eru staðreyndir úr lífinu og, þau sýna og sanna, hversu geysivið- kvæmt og þýðingarmikið æfi- skeið frumbernskan er. Og á- takanlegast er það, að næstum ómögulegt reynist oft og tíðum að bæta fyrir mistökin. Ein- staklingurinn líður oft alla æfi fyrir óskynsamlega meðferð í æsku. Stekel segir á einum stað í bók sinni: “Lífið getur ekki síðar á æfinni bætt okkur það upp, sem aflaga fór í bernsku.” Og orð Þorsteins Erlingssonar gætu einnig átt hér við, þó að þau séu raunar upphaflega sögð í öðru sambandi: “Til þess að skafa það altsaman af, er æfin að helmingi gengin.” Þetta ætti að nægja til að benda á hve foreldrum og uppal- endum er bráðnauðsynlegt að beita vel og skynsamlega hinu beina, vísvitandi áhrifavaldi sínu gagnvart börnunum. Hér skal svo drepið á, hvað óbein á- hrif hinna fullorðnu hafa mikið að segja. Þar er átt við alt það, sem barnið heyrir og sér til full- orðna fólksins daglega. Það er t. d. alkunna hvað börn eru næm fyrir ljótu orðbragði, gjörn á að apa málkæki leiðinlegt látbragð o. s. frv. Margir álíta, að þegar svona ágallar haldast í fjöl- skyldu eða ætt mann fram af manni, þá sé um erfðir að ræða. En sálfræðingar skýra þetta á annan veg. Þeir segja, að þetta séu venjur, sem orsakast af illu fordæmi’ einskonar smitun. Og víst er um það að fullorðna fólk- ið minnist þess oft ekki nægi- lega í orðum og athöfnum í ná- vist barnanna að þau eru hrif- næm með afbrigðum og hermi- hvötin er þeim meðfædd. Það eru raunar fleiri en foreldrarnir, sem hafa á þennan hátt óbein uppeldisáhrif á börnin. Allir, sem umgangast börn, eru sið- ferðilega skyldir til að vanda framkomu sína í návist barn- anna. þótt sú skylda hvíli að vísu þyngst á foreldrunum. — W. Stekel segir: “Ef allir foreldrar væru sér meðvitandi um ábyrgð- ina sem á þeim hvílir, væri sennilega betra ástand í þessum spilta heimi. Heimilið er gróð- urreitur hamingju og óham- ingju.” — Nú mun margur hugsa, að það sé hægara að kenna heilræðin en halda þau, en ókleift ætti mönnum þó ekki að vera að hafa t. d. taumhald á tungu sinni og vanda mál sitt í viðurvist barna. Þar væri þó stórt spor stigið í rétta átt. Og það má öllum almenningi vera ljóst, að hér er mikið í húfi. Að- gerðir uppalendanna móta skap- gerð barnanna að svo miklu leyti, að sé um góð áhrif að ræða, búa börnin að þeim alla æfi, en sé hinsvegar um slæm áhrif að ræða, bíða börnin þeirra aldrei bætur. Svo mikið alvörumál er hér um að ræða. Nú langar mig til að minnast á varhugaverðar hugmyndir for- eldra um- börn, og hættur, sem af þeim hugmyndum leiða. Hér vil eg fyrst nefna það, er foreldr- ar líta á barn sitt sem ánægju- lega eign, eða leikfang. Alt snýst um ungbarnið. Það er dáð, kysst og kjassað, fær varla vögguró og alt er látið eftir því — af því að foreldrunum þykir fyrst í stað gaman að kenjum barnsins, sem þau sjálf hafa kveikt með háttalagi sínu. En hyernig fer þetta svo venjulega, þegar barnið stækkar? Það verður ódælt, heimtufrekt og til ófriðar á heimilinu. Og annað- hvort verða foreldrarnir nú leik- föng barnsins, eða það fær aldrei frið á heimilinu fyrir umvönd- unum og ávítum. Til þessara vandræða kemur ekki, ef komið er fram við barnið frá fæðingu sem sjálfstæðan einstakling, fullnægt af móðurlegri ná- kvæmni lífsþörfum þess og því kent frá upphafi að hlýða á- kveðnum reglum. Þó að eg hafi hér aðallega rætt um það, er aflaga fer og til bóta stendur, er mér það auðvit- að vel ljóst að mikið er til af góðum foreldrum, sem af með- fæddri hneigð, góðum vilja og hugviti sínu hitta á heppilegar uppeldisaðgerðir og veita börn- um sínum gott uppeldi. En eðlishneigðin ein er ekki nægileg. Eg hika ekki við að fullyrða, að jafnvel þessum góðu foreldrum, væri ómetanlegur styrkur og öryggi í raunhæfri uppeldisþekk- ingu, svo að þau vissu ákveðið, hvað þau væru að gera. En }jví miður er ekki öllum foreldrum gefin eðlishneigð til uppeldis- starfa, og þeim er því full þörf á haldkvæmri þekkingu þar að lút- andi, til þess að ekki lendi alt í hættulegu fálmi. Hvert augna- blik í lífi barnsins er svo þýðing- armikið, að allar aðgerðir uppal- endanna verða að hafa ákveðið markmið og miðast eingöngu við þarfir barnsins og eðli þess. Minnumst nú, hvers krafist er af verkfræðingnum, sem fer með storknandi steypuleðjuna. • Hér að framan hefi eg leitast við að leiða athygli að hinni knýjandi nauðsyn á að bæta uppeldismentun foreldranna. Eg hefi einnig bent á, að alt það, sem vel fer í æsku, fylgir mann- inum til fullorðinsára, engu síð- ur en mistökin. Þess vegna byrjar uppeldi foreldranna raunverulega á börnunum. En þekkingaratriða í þessum efn- um er mönnum eigi að síður nauðsynlegt að afla sér sem unglingar, fuliþroska fóljc og foreldrar. — En hvers er sann- gjarnt að krefjast af foreldrun- um undir þeim skilyrðum, sem nú eru fyrir hendi og hvað þarf að gera fyrir þessi mál? Það virðist sanngjarnt að ætlast til þess, að foreldrar sýni áhuga fyrir uppeldismálum og kapp- kosti að kynna sér þau mál eftir föngum. En það geta þeir nú þegar, m. a. með því að fylgjast með erindum, sem flutt eru í út- varpið um þessi mál lesa grein- ar, sem tímarit flytja og bækur, sem út eru gefnar. Má þar t. d. minna á hina ágætu bók, Upp- eldið eftir Bertrand Russel, sem út kom í fyrrahaust í þýðingu Ármanns Halldórssonar, magi- sters. Einnig Leiki og leik- föng eftir dr. Símon Jóh. Ágústs- 'son. Sú bók er einstæð í sinni röð, Fyrsta bók frumsamin á íslenzku um það efni, alþýðlegt fræðirit, ágæt bók og nauðsyn- leg öllum foreldrum. Viðtökur þessara bóka, sem eru meðal beztu rita á íslenzku um þessi efni, gætu gefið bendingu um, hvert far foreldrar gera sér um að afla sér ótilkvödd þekkingar í þessum efnum. Þá vil eg drepa nokkuð á, hvað gera þyrfti í þessum efnum. Skal þá fyrst vakin athygli á merki- legu frumvarpi um kvennaskóla og umbætur á húsmæðrafræðsl- unni, sem lá fyrir síðasta Al- þingi. Námsskrá kvennaskól- anna þarf að gerbreyta. Upp- eldis- og barnasálarfræði, auk verklegrar kenslu í meðferð ung- barna, erq sjálfsagðar skyldu- námsgreinar. Ekkert annað en raunhæft starf, sem er í sam- ræmi við kröfur lífsins sjálfs kemur hér að gagni. En þetta er ekki nóg. Héraðsskólarnir ættu að taka upp á starfsskrá sína að veita nemendum sínum nokkra yfirsýn um helstu stefnur, sem uppi eru í uppeldismálum og glæða áhuga og skilning nemend- anna á þessum málum. í fram- tíðinni er hugsanlegt að hægt væri að koma upp einskonar for- eldraskólum eða námsskeiðum, fyrirlestrastarfsemi og leshring- um fyrir áhugasama foreldra. — Þá myndi og vera mikil hjálp í að bókasöfn og lestrarfélög öfl- uðu sér góðra og viðurkendra bóka um uppeldismál. Á síðari árum hefir allmikið verið rætt og ritað hér um upp- eldismál, en þó er það sára- lítið, borið saman við ýmislegt annað, sem rætt er um og ritað hér á landi. Mó í því sambandi nefna allar ritsmíðarnar um póli- tískt dægurþras og erlendar stríðsfregnir. En eg vil spyrja: Hvort finst yður, sem orð mín lesið, meiru skifta og markverð- ara til umhugsunar, brennur og bróðurmorð úti í heimi, eða að- búð og ræktun barnanna og ungl- inganna, sem eiga að erfa landið. Oss verður að vera það ljóst, hversu dýrmætur einstaklingur- inn er, sérstaklega fyrir fámenna þjóð. Og oss ber að minnast þess, að “Við erum sælir út við ís, að eiga hæli í friði”. Það á að vera metnaður vor að nota þann dýrmæta, og nú á tímum fágæta, frið til þess að viðhalda og byggja upp menn- ingu vora. Og vér byrjum óefað rétt á þeirri menningarbaráttu ef vér stuðlum að því, að allir foreldrar séu sem bezt undir uppeldisstarf- ið búnir. Og að síðustu þetta: Vér lifum ekki á liðinni gull- aldarfrægð, og ennþá síður á þvi að fylgjast einhliða með dægur- flugunum, stríðsfregnum, fata- tízku o. s. frv. Eitthvað af hinni æstu löngun til að fylgjast með tízkunni og öllum nýjungum þyrfti að breytast í einlæga bar- áttu viðleitni til að bæta vaxt- arskilyrði yngistu borgaranna. Og allir ættu að hafa hugfasta aðvörun skáldsins, sem* sagði: “Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar”. En sérstaklega ber þó þeim að minnast þess, sem kallaðir eru til að stuðla að þroska barns- sálarinnar.—Vaka. TIL ÞESS AÐ NA HINU TILSNIÐ- NA OG FÍNA HANDBRAGÐIÁ SJÁLFUNDNUM VINDLINGUM NOTIÐ VOGUE HREINN HVÍTUR Vindlinga Pappír TVÖFÖLD Sjálfgerð^® SITTHVAÐ ÚR LANGFERÐ Eftir Soffanías Thorkelsson Framh. Hjá Njáli bróðursyni mínum dvaldi eg í 8 daga og naut hvild- ar og aðbúnaðar, svo ekki verður á betra kosið. Meðal annara landa sem eg mætti og kyntist í Los Angeles voru þau hjónin Mr. og Mrs. Félsted, gamlir Win- nipegbúar, Gunnar Matthíasson og fallega konan hans og mun það vera í fyrsta sinni að fund- um okkar hefir borið saman. Vorum við öll í boði hjá Njáli eitt kvöldið. Þau Gunnar voru nýkomin norðan frá Seattle. — Við Gunnar urðum samferða til Ameríku fyrir 41 ári síðan og höfðum sjaldan mætst og var á margt að minnast, því að á mörgu hafði oltið fyrir báðum. Margar voru vonirnar okkar og bjartar þegar við stigum á land í Ameríku 1. júlí 1898 og ekki búast við þær rættust allar. En þrátt fyrir vonbrigðin hafa sum- ar af vonunum ræzt hjá báðum, og við fengið að finna smekk sigurgleðinnar af og til. Og undir getum við tekið með vík- ingnum er söng: Sannarlega, sannarlega söltu beit eg á en aldrei urðum við Gunnar kóngar á vötunum blá. Gunnar er karlmannlegur eins og hann á kyn til enda ber hann mikinn svip af föður sínum, lík- ist þó móðurinni meir að fríðleik. Konan hans er dóttir Árna bónda Sveinssonar í Argyle, sem al- þektur var fyrir rausn og mann- kosti. Á hana leizt mér svo vel, að þrátt fyrir góðan kunnings- skap okkar Gunnars mundi hon- um ekki hafa litist á blikuna ef eg hefði sagt honum eins og var. En nú, í fjarlægðinni, þori eg að segja honum það. Pétur Félsted stundar enn sem fyr, málara iðn, af miklu kappi. Heimili þeirra er nýtt, hið prýðilegasta og líðanin ágæt. Þeim hjónum hefir verið gefinn mikill auður af lífsgleði og fjöri og bjartsýni, svo enn verður ekki vart við neina sjóðþurð á þeim dýrmætu eiginleikum, þó farin séu þau að eldast og hárin að hvítna. Enn varð eg að þagga niður í króanum og tala máli hans við þetta fólk og eigum við vissa samvinnu hjá því, nær sem þau verða kvödd til starfa af útgáfu- nefndinni. Alténd þegar eg fer að heim-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.