Heimskringla - 07.06.1939, Page 3

Heimskringla - 07.06.1939, Page 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 7. JÚNí 1939 an, leita eg fyrir mér um góða miðla. Margir virðast vera kall- aðir en fáir útvaldir. Af sjö sem eg kyntist, var aðeins einn, Mrs. Frend í Los Angeles, sem mér fanst eg geta borið nokkuð veru- legt traust til. Lýsti hún mörg- um dánum ættingjum og vinum mínum og sumum af þeim ljóm- andi greinilega, stafaði nöfn þeirra flestra alveg rétt. Einnig flutti hún mér nokkur skilaboð frá þeim, sem sennilega voru í fullu samræmi við lífsskoðanir þeirra og kunnugleika okkar. En ekki meira um það hér, því fáir trúa, margir efa og enn flestir mótmæla öllu því sem iþeir geta ekki bitið í eða haft höndur á. Mikið, að fólk skuli ekki efa og mótmæla útvarpinu, sem þeir skilja ekki frekar en Edison raf- urmagnið. Los Angeles er að mörgu leyti einkennilegur bær, ’hinn víðáttu- mesti í allri Ameríku, þó aðrir séu fólksfleiri. Hann hefir þan- ið skækla sína um 40 mílur á breidd og 60 mílur á lengd, var mér sagt. Mikill partur af bæj- arstæðinu er sérstaklega óhent- ugur fyrir snarbröttum hæðum, eða hraunhólum sem rísa beint upp við nefið á manni. Það er mikil furða að Ameríkanar, svo hagsýnir sem þeir eru, skuli ekki hafa fundið hagkvæmara bæjarstæði en hraundranga og kvosir. Þrátt fyrir þetta eru margar forkunnar fagrar bygg- ingar í bænum og minnist eg ekki að hafa séð fallegra bæjar- ráðshús, nokkursstaðar. Og yndislega er bærinn prýddur á mörgum stöðum með skrautleg- um blómum og trjám en fá- tækrahverfið í Los Angeles er stórt, og hefi eg þó víst ekki séð það alt. Annað er það sem einkennir Los Angeles frá öllum öðrum bæjum sem eg hefi komið í, og það er hraðinn. Hvað á allur sá hraði að þýða? Allir hamast á- fram eins og þeir væru að flýja. Er dauðinn og.........á hælum iþessa þeysandi straums, er þrengir sér áfram á hálfgerðum hlaupum og líka inn í bíla þvög- una, heldur en að bíða merkis frá götuljósinu? Það er sannar- lega slembilukka ef alt slampast lifandi upp á næstu gangstétt. íslendingar þyrftu að kenna þeim spakmælið: Farið hægt svo þið komist áfram. Áktæður liggja til alls og eins til hraðans í Los Angeles. Eg fór að brjóta heilann um það, hvernig hann hefði orðið til. í Chicago sjálfri sýnist alt standa kyrt í samanburði við skrapa- ganginn í þessum víðfræga bæ. Niðurstaða mín varð sú, að enn lifði í góðum glæðum frá gull- æðinu fræga fyrir 90 árum síð- an. Merkilegt er það til íhug- unar en þó virkilegt, hvað venj- ur og óvenjur geta verið lífseig- ar hjá lýðnum. Bæjarbragur- inn minti fastlega á það hátta- lag sem nefna mætti á íslenzku; að hrifsa og hlaupa. Það kann að vera gott. Eg kunni ekki við það. Alstaðar þurfti eg að reka nefið inn eins og forvitinn slæp- ingur. Inn í Hollywood Studio Joan Bennetts þrengdi eg mér. Þar var verið að undirbúa geysi- lega mikla leikmynd: “The Man in the Iron Mask.” — Var ærið lærdómsríkt að litast þar um, heill heimur útaf fyrir sig með öllum hugsanlegum tækjum til kvikmynda gerðar. Eg var þar í tvo tíma en mér fanst það ekki nema lítil stund, því svo var margt að íhuga og skoða en maðurinn sem veitti mér samfylgd og aðgönguleyfið mátti ekki bíða meðan ein leik- sýning færi fram sem þá var í undirbúningi, en stórkostlegur var hann enda var áætlun þeirra að myndin kostaði um eða yfir 900 þús. doll. Stjörnur sá eg þar engar enda var fólkið lítt þekkj- anlegt fyrir búning og andlits- farfa enda var mér sagt að það I væri líkt á komið með Holly- wood stjörnum og sólstjörn- unum okkar að heppilegra væri að kynnast þeím í fjarlægð. — Þær kynnu að brenna mann. Og út komst eg óskemdur. í meðvitund minni frá síðasta ári leyndist fagur og hugnæmur staður 180 mílur suður með sjó, sem nefnist San Diego. Þangað var ferðinni heitið að mæta þar góðu kunningjafólki mínu, göml- um Winnipeg-íslendingum sem mér og mörgum fleiri var kunn- ugt að mörgu góðu: Páli Guð- mundssyni, Bergi syni hans og konu og börnum. Var mér það óblandin ánægja að sjá fegursta og veðursælasta bæinn á vestur- ströndinni að nýju og kynnast þessu fólki aftur, sem sýndi mér einstaka gestrisni, keyrði mig um bæinn til að skoða og endur- skoða frjósemi og dýrð náttúr- unnar og fegurð mannvirkjanna sem hvergi munu vera fegurri eða listrænni en einmitt í San Diego. Þar var eg við giftingu. Brúðurin af íslenzkum komin en maðurinn enskur. Þetta fór fram í þéirri einkennilegustu kirkju sem eg hefi komið í um æfina. ' Hún var alsett skraut- blóma beðum á báðar hliðar inn- an veggja og einnig kringum prestinn sjálfan og söngfólkið. Þar voru nokkrir kanarí fuglar í búrum og létu þeir ekki á sér standa að taka undir með söng- fólkinu. Svo fór líka fram ein- söngur stúlku, sem söng vel en þó bar meir á galinu í fuglunum og lá nærri að þeir settu söng- konuna út af laginu. Athöfnin var stutt en snotur, stóð ekki yfir nema litla stund. Fanst mér það eiga vel við því giftingar í Bandaríkjunum endast einatt ekki lengi. Brúðurin var svo Ijómandi falleg að eg öfundaði brúðgumann. Til Mexico varð eg að komast, þó ekki væri nema yfir landa- mærin. Hvergi verða keyptir ódýrari né smekklegri munir en þar, alt handiðnaður heimilanna. Fór eg þaðan um hæl, vildi ekki bíða'eftir að eg yrði rekinn burt eins og Bandaríkjamenn sem hafa verið /þar fyrir sunnan að mata krókinn á liðnum árum. Mexico þjóðin er í miklum upp- gangi og verður það meðan hún nýtur þess forseta sem hún hefir nú, Senor Cardenas. Hver hefði trúað því, að hann hefði einurð til þess að rífa auðkóngana af hreiðrum, reka þá úr landi og svifta þá eigum sínum? Þeim í Mexico varð gagn að því að Roosevelt var forseti Bandaríkj- anna og lét ekki egnast til ófrið- ar við þessa ltilu þjóð, þó hún vildi sitja í friði að eigum sínum. Framh. ISLANDS-FRÉTTIR Biskupsvígsla 25. júní Sunnudaginn 25. júní næstk. verður biskupinn yfir íslandi, séra Sigurgeir Sigurðsson vígð- ur til biskups. Vígsluna framkvæmir dr. theol. Jón Helgason fyrverandi biskup fslands, og fer vígslan fram hér í Dómkirkjunni. —Mbl. 5. maí. * * * Ein elsta kona landsins látin Elísabet Árnadóttir að Nesi í Bíldudal andaðist í fyrrakvöld að heimili sínu. Elísabet varð 100 ára 10. jan. Elisabet ól allan sinn alur í Arn- arfirði og lengsta skemtiferð hennar var er hún fór til ísa- fjarðar fyrir 80 árum. —Mbl. 5. maí. * * * Vindás á Rangárvöllum brennurj Bærinn að Vindási á Rangár- j völlum brann til kaldra kola í gærmorgun. Er talið að kvikn- að hafi í frá olíuvél. Heimilisfólkið, bóndinn Jón Þorvarðsson og Sólveig Eyvinds- dóttir, móðir hans, voru nýkomin á fætur og voru úti við, þegar eldurinn braust út. Nokkru af sængurfötum varð bjargað, og hlöðu og fjósi, sem var við bæinn tókst að verja skemdum. Bærinn var vátrygður og inn- anstokksmunir að nokkru leyti. —Mbl. 6. maí. * * * Útsvörin á Akureyri Niðurjöfnun útsvara á Akur- eyri er lokið og var alls jafnað niður kr. 490,780.00. Hæstu gjaldendur eru þessir: Kaupfélag Eyfirðinga 50,000 kr., Samband íslenzkra sam- vinnufélaga 44,000, Olíuverzlun fslands 11,000, Ryel 8700, frú Guðrún Ólafsson 8000, Nýja Bíó 7200, Kristján Árnason 5300, Axel Kristjánsson h.f. 5000, Jakob Kvaran 5000, Shell 5000, Ásgeir Pétursson & o. 4000, Odd- ur Thorarensen 4000. —Mbl. 6. maí. * * * 24 ísl. skólanemendur fara til Danmerkur í sumar Um skiftin á íslenzkum og dönskum Mentaskólanemendum, sem fara eiga fram í sumar, á svipaðan hátt og stundum áður (síðast 1936) hefir Morgunblað- ið fengið eftirfarandi upplýsing- ar: Nemendur í Eystra “Borger- dyds”-skólanum í Khöfn leggja af stað til Reykjavíkur með Brú- arfossi 1. júlí og halda þaðan á- fram til Akureyrar. Þeir munu dveljast hér á íslandi um 14 daga. 20. júlí, eða um það leyti, leggja þeir af stað heimleiðis og verða þá með þeim 24. ísl. nem- endur úr Mentaskólanum í Reykjavík og á Akureyri. fslenzku nemendurnir verða í Kaupmannahöfn þar til 9. ágúst og halda þá heimleiðis með dr. Alexandrine.—Mbl. 6. maí. * * * , Jurtaleifar frá ísöld f síðasta hefti jarðfræðirits- ins “Meddelelser fra danska Geo- logisk Forening”, sem félag danskra jarðfræðinga gefur út, birtist ritgerð á þýzku eftir Jó- hannes Áskelsson jarðfræðing, er hann nefnir “Interglaziale Pflanzenablagerungen” og fjall- ar um jurtaleifar frá hlýviðris- skeiðum jökultímans. Skýrir höfundurinn þar frá rannsóknum, er hann gerði sum- urin 1937 og 1938 á Snæfellsnesi norðanverðu, sérstaklega á f jall- inu Stöðin í Grundarfirði. Fann Jóhannes þar gróður- leifar, er ekki var áður kunnugt um, að hér á landi hefðu vaxið, þar á meðal elri, sem nú er ekki lengur til á íslandi. Af þessu dregur höfundurinn meðal ann- ars þá ályktun, að á þessu hlý- viðrisskeiði jökultímans, sem hér ræðir um, hafi sumarhiti á fs- landi verið að minsta kosti eins mikill og nú eða jafnvel meiri. Telur hann einnig að hér sé um elztu interglacial jarðlög á fs- landi að ræða. Ritgerðinni fylgja nokkrar myndir og uppdrættir. —Alþbl. 27. apríl. * * * Danir kalla 9000 manns til herþjónustu Alsing Andersen landvarna- málaráðherra Dana skýrði frá því í gærkveldi, að stjórnin hefði með tilliti til hins alvarlega á- stands í Evrópu snúið sér s. 1. föstud. til fulltrúa fjögurra stærstu flokkanna á þingi Dana og tilkynt þeim,* að hún hefði ákveðið að kalla 8000 manns til þjónustu í hernum og 1000 manns í þjónustu á flotanum umfram þá, sem fyrir eru. Undir venjulegum kringum- stæðum hefðu þessar 9000 manna ekki verið kállaðar til herþjónustu fyr en við hinar ár- legu heræfingar í haust. —Alþbl. 26. apríl. * H< * fslenzkur málari heiðraður Hinn svonefndi von Gogh styrkur er stofnaður var í byrj- un ársins 1938, eftir að haldin hafði verið stór sýning á verkum van Gogh í hátíðarsölum listahá- skólans í Kaupmannahöfn. Sýn- inguna sóttu yfir 20 þúsund manns. Allan ágóða sýningar- innar ákvað bókaútgefandinn Arthur Jensen, að renna skyldi í sjóð er bæri nafn hins heims- fræga málara. Van Gogh var hollenzkur að ætt. Alt líf sitt átti hann við hina mestu örðugleika að stríða, skilningsleysi og fátækt. Festöll verk sín málaði hann í suður Frakklandi. Hann skaut sig þar í landi 28. júlí 1890, aðeins 37 ára gamall. Myndir hans eru nú í svo háu verði, að þær í heild eru virtar á tugi miljóna króna. í Danmörku er van Gogh styrkurinn talinn vera einn af bezta viðurkenningum er málara getur hlotnast. Það er því eftirtektarvert, að ungur íslenzkur listamaður skyldi hljóta þennan heiður, enda hafa flest dönsk blöð flutt grein- ar, myndir og viðtöl við lista- manninn. Jón Engilberts er ann- ar í röðinni sem listaháskólaráð- ið veitir þessa viðurkenningu, en hana fær einn listamaður ár hvert. í tilefni af veitingu van Gogh styrksins hefir hið “Kon- unglega hollenzka flugfélag” boðið Jóni Engilberts ókeypis ferðir milli Hollands og Dan- merkur, og mun Jón fara til Hollands nú um mánaðamótin til að kynnast hinni hollenzku list, en eins og kunnugt er, eiga Hollendingar einhver beztu mál- verkasöfn í heimi.—Alþbl. 2. maí * * * Sjómannaljóð, kvæði Jóns Mag- nússonar, sem fékk 2. vreðlaun í samkepni sjómannadagsins Sjómenn fslands, hetjur hafsins halda vörð um land og þjóð. Djörfum sonum fjalls og fjarðar flytur Ægir töfraljóð. Gnýr og hljómar hafsins átt. Hugi unga aldan þunga dregur út á djúpið blátt. Glampar sjór í sólareldi. Siglir knörr á yztu’mið. Daga, nætur stolt að starfi stendur valið kappalið. Streymir þrek í þreytta hönd. Ljómar háa, hvíta bláa íslands kæra stormaströnd. Heim að landi hugur flýgur, heim í kæra vina sveit. Göfugt starf um arð og yndi öllum gefur fyrirheit. Stendur vörð hin vaska drótt. Ruggar alda kjölnum kalda. Dregur mökk úr djúpi skjótt. Brýtur sjó á breiðum herðum. Beitir knörrinn undir strönd. Himinglæfur háar rísa. Hvar er íslands móðurhönd? Rýkur gráu drifi Dröfn. i Gnoð úr voða brims og boða fylgdu, Drottinn, heim í höfn. —Alþb!. 2. maí. * sH * Kommúnistar standa einir með vantrauststillögunni á hendur núverandi ríkisstjórn. Á Alþingi í gær var vantraust- ið á hendur ríkisstjórninni, sem kommúnistar báru fram, tekið til umræðu, og hafði Einar OI- geirsson orð fyrir flokkb sínum. Fór hann mörgum orðum um það að ríkisstjórnin bygði til- veru sína ekki á lýðræðisgrund- velli, með því að sá grundvöllur hefði aðeins getað legið fyrir að kosningum framförnum. Þjóðin hefði ekki verið spurð álits og ríkisstjórnin sæti í trássi við vilja hennar. Deildi hann eink- um fast á sósíalistana fyrir af- stöðu þeirra og þátttöku í ríkis- stjórninni og las upp gamla fróð- leiksmola úr Alþýðublaðinu, til þess að sanna mál sitt og ákúrur. Héðinn Valdemarsson beindi þeim fyrirspurnum til forsætis- ráðherra, hvort lögreglustjóra- og skattstjórastaðan yrðu ekki bráðlega veittar, og hvað stjórn- in og flokkar hennar hygðust að gera í sjálfstæðismálinu. Forsætisráðherra svaraði með stuttri ræðu og lýsti yfir því, að skattstjórinn, Halldór Sigfússon, hefði þegar fengið veitingu fyr- ir stöðunni, en lögreglustjóraem- bættinu væri óráðstafað ennþá. Þá vék forsætisráðherrann lítið eitt að sjálfstæðismálunum, en mun þar hafa slegið úr og í. Félagsmálaráðherrann, Stefán Jóh. Stefánsson, svaraði nokkuð ásökunum kommúnista og rakti að nokkru heimsins hverfulleik, t. d. afstöðu Héðins Valdimars- sonar til Alþýðuflokksins fyr og nú. Þegar gengið var til atkvæða greiddu allir þingmenn atkvæði gegn vantraustinu að kommún- istum undanteknum. Skírskot- uðu hinir átta sjálfstæðismenn, sem í minni hluta urðu í flokkn- um þegar stjórnarsamvinnan jg gengislækkunarmálið var á döf- inni, til yfirlýsingar þeirrar, er Gísli Sveinsson gaf fyrir þeirra hönd í þinginu, er stjórnar- myndun var þar lýst, og greiddu atkvæði gegn vantraustinu. — Bændaflokksmenn skirskotuðu hinsvegar til greinargerðar Þor- steins Briems við sama tækifæri og veittu stjórninni stuðning sinn. Hefir ríkisstjórnin þannig traustara þingfylgi að baki en nokkur önnur íslenzk ríkisstjórn hefir haft til þessa eins og sakir standa.—Vísir, 26. apríl. * * * Sigfús Einarsson tónskáld látinn Sigfús prófessor Einarsson tónskáld varð bráðkvaddur í gær 62 ára að aldri. Var hann staddur í búðinni Havana og hné þar niður. Var náð í súkrabíl og ekið með hann á Landsspítalann, en er þangað kom var hann örendur. Sigfús var fæddur að Eyrar- bakka árið 1877. Úr latínuskól- anum útskrifaðist hann 1898 og sigldi þá til Kaupmannahafnar. Fékk hann nokkurn styrk til hljómlistarnáms og hvarf hann að því námi af miklum áhuga. Er hann var erlendis raddsetti hann íslenzk þjóðlög. Árið 1906 kom hann hingað heim til íslands. Margskonar störf hefir hann int af hendi í þágu tónmentanna. Lög hans eru alþekt, en auk þess hefir hann kent hljómlist, verið söngstjóri og organleikari við dómkirkjuna.—Alþbl. 11. maí. DIO N N E- FIMMBURARNIR eru óvenju efnileg börn Hann segir t. d.: “Fyrstu þrír mánuðirnir í lífi barnsins hafa mesta þýðingu fyrir það. Þá verður það fyrir áhrifum, sem vara alla æfi.” A Enginn af fimmburunum á erfitt með svefn. “Ef þér byrjið aldrei á því að rugga barninu í svefn, eða ganga með það um gólf,” segir læknirinn, “byrjar það aldrei á því að gráta eftir því. “En ef þér hafið vanið yður á / að láta eftir barninu til þess að fá frið sættið yður þá við nokkr- ar óskemtilegar stundir, meðan það grætur úr sér óvanann, og hann hverfur fyrir fult og alt.” A “Ef móðirin er aðeins ákveð- in getur hún ekki einasta kent barninu að borða allan mat held- ur þykja hann góður líka,” segir dr. Dafoe ennfremur. “Ef Emilie litla vill t. d. ekki matinn sinn, fær hún ekkert annað, þangað til við næstu máltíð, og hún finnur fljótt, að hún verður svöng, ef hún borðar ekki það, sem hún á að borða.” , A Enginn af fimmburunum bef- ir nokkurntíma verið barinn. Dr. Dafoe hefir enga trú á líkam- legri refsingu. Ef Emilie, Yvonne eða einhver hinna hefir verið ó- þekk, er hún sett í “skammar- krókinn”, það er bjart herbergi, sem stendur autt til þess arna. Það er ekkert óttalegt við það. En þegar barnið er búið að vera þar dálitla stund, áttar það sig brátt og róast. Og að vörmu spori kemur það út, fúst til að vera “góða barnið” og leika sér méð hinum. A Dr. Dafoe gerir sér far um að efla sjálfstraust barnanna. Hann segir svo frá: “Marie litla var lengi veik- bygðust af fimmburunum og því var hún jafnan böðuð seinast, til þess að hún fengi betra næði. En eg tók eftir því, að henni mis- líkaði þetta, fanst hún vera út- undan og fór að fá minnimáttar- kend, þó ung væri. Þá baðaði eg hana fyrst einn daginn. Og það var einmitt það sem hún þurfti. Hún var hin hreyknasta og naut sín vel eftir það.” A Dr. Dafoe hefir líka veitt því eftirtekt að börn hafa gaman af að hjálpa til. Fimmburarnir eiga hver sinn kassa fyrir leik- föng og klæðaskáp fyrir föt. — Þeir setja ávalt leikföngin á sinn stað og keppast um sin á milli að taka til, eftir sig. A TAIONNE-fimmburarnir voru 5 ^ ára 28. maí. Þeir fæddust undir ömurlegum kringumstæð-1 um, f kofa, iþar sem hvorki var rafmagn, gas eða miðstöðvar-1 hiti. En undir handleiðslu dr. | Dafoe, sveitalæknisins, sem nú i er orðinn heimsfrægur, er^i þeir orðnir hin hraustustu, fegurstu 1 og frægustu börn. Útlit fimmburanna ber það með sér, að dr. Dafoe hefir vel tekist með uppþedi þeirra, en hann hefir svo að segja vakað yfir þeim frá fæðingu og lagt þeim ákveðnar lífsreglur, sem ekki hefir verið út af brugðið. Gætu margar mæður lært ým- islegt af því, sem hann segir og breytt eftir því við sín börn. iiiiuiwuioiuu naicX dlUlCl VCl* ið hræddir viljandi, skammaðir eða hirtir. Og þeir vita ekki hvað það er, að fullorðið fólk sleppi sér í bræði við þá. Þeir hafa ekki heyrt nefnda grýlu. Og því eru þeir glöð og ánægð börn, vel undir daglegan lífsins gang búnir.—Mbl. 10. maí. Frú A — Mikið agalega eri nýju sorgardragtirnar sætar! Frú B — Já, hugsaðu þér, ai maður skuli ekki hafa tækifær til að fá sér eina, eins og þær en fixar svona í skammdeginu. —Samtíðin. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu 11 AMAZING VALUE ---Greatest Advertising Offer Ever Made- A GUARANTEED SCIENTIFIC PUSH UP Permanent With Shampoo • W M ll^ & Finger Wave A V E Complete _ Thls Offer Is Made by the Scientlfic as an Advertising Special. Never Before Such Vaiues. Beautiful, Lasting, Permanent Waves. Phone 24 862 SCIENTIFIC BEAUTY CULTURE 612 Power Bldg., Portage Ave. & Vaughan St., Winnipeg Winnipeg’s Largest, Most Reliable, Best Equipped Beauty Salon

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.