Heimskringla - 07.06.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.06.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKR1NGLA WINNIPEG, 7. JÚNí 1939 Iticimskrhtiila § (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: the viking press ltd. »53 00 »SS Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 66 537 Ver8 blaðslns er $3.00 éirgangurinn borgist ^ fyrirfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. __________ §§ 011 ylðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: Kcnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 531 SunilllBillUllllllUlimiUitllllllilillliltlllllUUlflllllilllUUIIIIiUllllllillllHllllllUIHHlUlHlUllillllnTuUHIllUllUllllllllUIUUIIIlUBa WINNIPEG, 7. JÚNÍ 1939 V A K A Heimskringlu bárust þrjú hefti af þessu nýja riti s. 1. viku. Það á að koma út fjór- um sinnum á ári og er hleypt af stokkun- um af vökumanna hreyfingunni, er Jonas Jónsson alþm. mintist öðru hvoru á, þegar hann var hér vestra. Þetta rit er ekki hið sama og út kom með þessu nafni fyrir nokkrum árum. Vökumannahreyfingin er samtök æskulýðs íslands um að efla þjóð- lega menningu í landinu. Sú Fjölnis- mannatrú kann nú að þykja orðin gamal- dags, að íslendingar geti verið menn með mönnum og búið að sínu, þegar skemmri tíma tekur orðið að fljúga umhverfis jörðina, en áður þurfti til að komast á Amt ráðsfund á íslandi. En vitnisburður sög- unnar er nú samt sem áður sá, að ísland eigi nægar auðsuppsprettur til þess að þjóðinni geti liðið vel, ef hún skilur hlut- verk sitt, og náð fullkomnum mennigar- þroska. íslendingurinn, borinn saman við annara þjóða menn, sannar þetta. Og hvert það land sem á vel gefna borgara, er auðugt, hvað sem auðmagni þess líður. Heimurinn er það sem mennirnir gera úr honum og ekkert annað, hvar sem þeir eru og hvert sem flogið er. Mestu mann-úr- hrök veraldarinnar, eiga heima í auðug- ustu löndum heimsins. Það verður ekki farið út í það hér að lýsa stefnu þessara yngri Fjölnismanna, vöku- manna. Þar sem þeir eiga nú orðið rit, er öllum auðvelt að kynnast henni. En sé það satt sem skáldið sagði, í vísuorðunum: Sú þjóð sem veit sitt hlutverk á helgast afl um heim---- og í því virðist stefna vökumanna fólgin, éf í fám_ orðum skal lýsa henni, þá er óhætt að ganga að því gefnu, að samtök þeirra eru ekki til einskis hafin um að sameina öfl yngri sem eldri í landinu um að hrinda því áleiðis, sem þjóðinni er fyrir beztu. Vaka hóf göngu sína á s. 1. hausti. Komu tvö hefti út á árinu 1938. Þriðja heftið er Hkr. barst, er fyrsta heftið sem út er komið á þessu ári af fjórum alls. Rit- stjórinn er Valdimar Jóhannsson, bráðvel gefinn og ritfær maður. í síðasta heftinu af þessum þremur, sem vestur um haf hafa borist, er grein með fyrirsögninni “Tveir menn”, eftir ristjórann. Tekur hann þar til bæna tvo landa, þá Knút Arn- grímsson og Halldór Kiljan Laxness; hinn fyrri fyrir starf hans að útbreiðslu naz- isma á íslandi, en hinn síðari fyrir kom- múnista-áróður í síðustu bók hans, Gerska æfintýrinu. “Báðir höfundarnir,” segir hann, “láta líta svo út, sem þeir telji stjórnarform húsbænda sinna (Hitlers og Stalins) ákjósanlegt fyrir íslendinga; að skoðun Haldórs sé kommúnisminn það sem koma skal fyrir lýðræðis þjóðirnar, en að dómi Knúts hefir nazisminn í “frjálsri samkepni” sannað yfirburði sína yfir lýðræðið.” En máli sínu til sönnunar um að öfga- stefnur þessar eigi ekkert erindi til ís- iands, rekur ritstjórinn sögu þessara tveggja ríkja aftur í tímann og sýnir fram á að ófrelsið, sem þessar þjóðir hafi svo lengi átt við að búa, hafi gert það ómögulegt, loks þegar þær áttu kost á að búa við lýðræði, að meta það og því hafi upp af því vaxið einræði, sem ekki eigi sinn líka í heiminum. Undir yfirráð slíkra erlendra ríkja, sem þessara eigi svo ísland að ganga, að dómi þessara manna, og leggja fengið frelsi og sjálfstæði, sem þjóðin hefir barist fyrir í fleiri aldir í sölurnar fyrir það. En að örlög íslands verði þau, þurfi þó ekki að kvíða, því starf þessara manna beri engan árangur og þjóðin sé akveðin í því, að byggja á fengnu frelsi og sjálfstæði framtíð sína, eins og vit og reynsla bendi á að farsælast sé, en sæki ekki ráð til einræðisherranna um hvað gera skuli. Sjálfstæðisvitund íslenzkrar þjóðar hafi af engum verið eins misskilin og Knúti og Halldóri. Á margar skemtilegar og fróðlegar greinar, sögur og kvæði, bæði þýtt og frumsamið, mætti benda í heftum þessum. Ritið er mjög fjölbreytt og frjótt að góðu lesmáli. Það er eitt af skemtilegri ritum að blaða í. í ritið skrifa margir af ritfærustu mönnum þjóðarinnar, t. d. Jónas Jónsson, Ásgeirs Ásgeirsson, Jón Eyþórsson, séra Magnús Jónsson, Pálmi Hannesson, svo aðeins alkunnustu höfundar séu nefndir. Þá er vert að minnast á hvernig Vöku- mönnum snýr hugur til Vestur-íslendinga. f einu heftinu er birt kvæði eftir Jón Mag- nússon, er hann orti til landa er heim fóru 1930; er það birt á öðrum stað í þessu blaði. Ennfremur hafa Vökumenn á stefnuskrá sinni, að útvega íslenzku viku- blöðunum vestra kaupendur á íslandi og skrifa nokkur orð með áskorun sinni tii íslendinga um það. í þriðja lagi er grein um nauðsyn áuð bréfaskriftir eigi sér stað milli íslenzkrar æsku austan hafs og vestan og veita Vökumenn allar leiðbeiningar að því lútandi austan hafs. Hér vestra mun Þjóðræknisfélagið greiða því máli veg. Vökumenn taka því virkan þátt í “sam- bandsmálum” íslendinga hér og heima; virðist því vænlegt fyrir þá, er þau mál eru kær, að gerast kaupendur að ritinu “Vaka”. Það er um 80—100 bls. að stærð hvert fyefti í nokkru minn^a broti en Eim- reiðin, prýðilegt að frágangi og flytur fjölda mynda. Árgangurinn, eða 4 slík hefti, kostar heima 5 krónur (líklega auk burðargjalds vestur). Verð það á eins vönduðu og skrautlegu riti, er svo lágt að undrun sætir. Utanáskrift ritsins er: — Tímaritið Vaka, Reykjavík. Til frekari kynningar á ritinu og Vöku- mannahreyfingunni eru birtar tvær grein- ar úr því á öðrum stað í þessu blaði. “KREPPUNM I HEIMINUM UM AÐ KENNA” Núverandi stjórn í Ottawa kannast nú loksins við það, að fátækt og basl eigi sér stað í Canada, þrátt fyrir yfirfljótanlegan auð og vörubirgðir. Hún kannast við, að atvinnuleysið sé alvarlegasta málið, sem þjóðin horfist í augu við, að það sé orsök líkamlegra og andlegra þjáninga þegnanna og leiði æskuna út á glapstigu. En til þess að bæta úr þessu, reynir stjórnin ekkert. Og hún finnur sér það til afsök- unar fyrir aðgerðaleysi sínu, að orsökin sé “kreppa um allan heim”. Þessvegna sé í raun og veru ekkert hægt að gera annað en að ganga um göturnar sér til dægra- styttingar og bíða þar til að rofi eitthvað til, og vinna fari af stað og hagur þjóð- anna út um heim batni. Hvaða öfl skyldu það vera utan Canada, sem aftra því, að hinn hungraði sé saddur á þeim vörubirgðum sem fyrirliggjandi eru hér og enginn markaður er fyrir úti í heimi. Vér ge.tum ekki séð, að ástandið í heiminum aftri mönnum hér frá að koma upp kofum sem búandi er í, úr efni, sem nægðir eru til af í landinu. Vér sjá- um heldur ekki hvað í veginum er með að láta menn vinna það, sem vinna þarf í landinu og hafa bæði efnið og áhöld og allan útbúnað hér til þess. í stuttu máli, vér sjáum enga ástæðu fyrir því að heims- kreppan, eða öflum utan þessa lands, sé hið minsta um það að kenna, að menn færa sér ekki í nyt náttúru auðæfi þessa lands, mannafla, hestöfl eða vélaorku, til þess að bæta brauð þegna Canada svo að þeir eigi að minsta kosti ekki við sult og seyru að búa. Svör stjórnarinnar við þessu vita allir hver eru. Hún mun skjótt spyrja: En hvað er um utanríkisverzlunina ? Erum við ekki J>jóð sem höfum neitt til útflutn- ings? Jú, við erum þjóð, sem mikið hefir til útflutnings, en við kaupum einnig mikið af öðrum þjóðum. Og hvað mikið við get- um selt öðrum þjóðum fer eftir því hvað mikið við getum keypt af þeim. En hvað mikið við getum keypt, veltur algerlega á því, hve kaupgeta almennings er mikil. Eins og á stendur í Canada, er óhætt að segja, að hagur þess hvíli að 95% á því, hvað það reynir sjálft að gera, eða hver stefna þess er í innanlandsmálum. Það er því full ástæða til, að kveða niður þá hugmynd, sem svo'mikið er hampað, að hér þurfi alt að vera í hundunum, eins lengi og hagur annara þjóða ekki batnar. Canada þjóðin stendur allra þjóða bezt að vígi með að bæta hag sinn, ef vel er á haldið af stjórnum landsins, aðallega landsstjórninni í Ottawa. Hún og flokkur hennar mun bera á móti þessu sem stend- ur, en bíðið við og vitið hvert að hún hefir ekki annað að segja í kosningunum sem fara í hönd. Það mun ekki standa á því þá, að hún viðurkenni að hún geti bætt hag landsins. Og hún segir það satt! Hitt er annað mál, hvort auðvaldinu hennar þyki tími til þess kominn. Tíu eða ellefu kreppuár, eru ekki löng í augum þess. Það reiknar árin eins og renturnar og lánin, í mannsöldrum. EYÐIÐ, EYÐIÐ, SEGIR DUNNING ífjármálaræðu sinni á sambandsþing- inu, hvatti Dunning fjármálaráðherra bæði iðnaðarhölda og neytendur, almenn- ing, til að eyða meiru en gert væri. Hann bauð iðnaðarhöldunum jafnvel nokkuð til þess og talaði um 10% lækkun' á tekju- skatti þeirra, af allri fjárhæðinni, sem þeir eyddu, ef þeir yrðu við þessu. Al- menningi hafði hann þó engin hlunnindi að bjóða; hann borgar brúsann eins og hann er vanur. Mr. Dunning getur verið viss um það, að almenningur væri til einskis fúsari, en að fara að ráðum hans. Og iðnaðarhöld- arnir einnig, ef nokkuð biðist í aðra hönd. En það er nú svona með almenning, að hann hefir ekki verið að draga við sig í mat eða setið við að sauma bót við bót á leppana, sem hann klæðist, til þess að svala skemtana-löngun sinni með því. Mr. Dunn- ing hefir ekki munað eftir því er hann flutti ræðu sína af þingpallinum. Fjögur hundruð þúsund atvinnulausra yngri og — eldri, þó líknar hafi ekki leitað til hins opinbera, hafa ekki mikið handa á milii að eyða, né miljónin eða því sem næst, sem á atvinnuleysisstyrk er. Heldur hefir ekki 98% daglaunamannanna, með $700 árstekj- ur mikið tækifæri til að eyða fé á tvær hendur til að bæta með tímana; og svipað mun mega segja um þrjár miljónir bænda, er að jafnaði hafa um $500 tekjur á ári; þeir gera vel geti þeir keypt nauðsynjar sínar, að ekki sé nefnt það alt sem þá girnir að kaupa. Eigi að síður eru nokkrir þeir í Canada, er nauðsynjar sínar geta keypt og meira. í skýrslum sem birtar voru 1934, voru 23,600 menn, sem ekki er fyllilega einn af hundraði af þjóðinni, sem til samans höfðu tekjur er námu $940,000,000 eða að jafnaði $39,860 á hverja fjölskyldu. Og hvað um það? Ekkert nema þetta, að þessir fáu menn gætu einir borgað allan útgjalda- reikning Mr. Dunnings eða Kingstjórn- arinnar, er nam 550 miljón dollurum og haft samt eftir $16,000 fyrir hverja fjöl- skyldu að moða úr . Og þá væri ekki eyrir fyrir hina af okkur að greiða í sambands- stjónarsköttum. En setjum nú svo, að Mr. Dunning gerði annað. Ef hann byði atvinnurekendum einhver hlunnindi fyrir að veita hverjum atvinnuleysingja stöðuga vinnu, segjum með $40 vikukaupi (sem er helmingur þess, er sérfræðingar telja mögulegt miðað við vöruverð árið 1929). Þá þyrfti Dunning ekki að mæða sig á hrópum um að eyða meiru. Menn vanhagar nú um margt: föt, húsakynni, betra á borð fyrir sig að leggja, húsmuni og hundruð fleiri nauðsynlega hluti; óþarfinn væri eftir sem áður draum- ur. Til þess að framleiða þessa muni alla, yrði að setja hverja vél í iðnaði landsins af stað. Verksmiðjur ynnu fullan vinnu- tíma. Kaupmenn þyrftu fleiri þjóna. Og hagur þjóðarinnar batna. En Mr. Dunning dettur auðvitað ekki í hug að gera neitt í þessa átt. Hann mundi bera því við, að verð vöru hækkaði og þá kæmi alt í sama stað niður. En þó væri það eitt af því auðveldasta af öllu því sem Mr. Dunning hefir reynt og braskað, að sjá við verðhækkuninni. En hann mundi aldrei reyna það, af því að það er framkvæman- legt. Það er aðeins það, sem fyrirfram er sjáanlegt, að ekki er til nokkurs skapaðs hlutar, sem honum eða stjórn hans dettur í hug að reyna til að bæta með hag almenn- ings eða landsins. Alt.sem stjórnin gerir, verður að hafa það fangamark á sér. Vitið þér að menn fitna mest af fjör- efnasnauðri fæðu, svo sem brauði, graut, feiti, sykri, hrísgrjónum, makkarónum o. s. frv. f þessar fæðutegundir vantar ýms nytsamleg bæti-efni. Menn borða sig þessvegna seint sadda af þeim og neyta því meiri matar en góðu hófi gegnir. Af slíku verða menn feitir. Nýmjólk, egg, fiskur, smjör, rjómi, feitur ostur, ávextir og grænmeti eru hins vegar bætiefna auð- ugar fæðutegundir, sem menn verða fljótt saddir af. Það er hollara ..ð borða lítið af kjarnfæðu en verða feitur af bætiefnasnauðu létt- meti. KYEÐJA TIL VESTUR-ÍSLENDINGA Eftir Jón Magnússon Við höldum ennþá hópinn, þótt hafið skifti löndum. Og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum. Við hverja vöggu vakir sem vorblær frónskur óður. Og systkin öll við erum, sem elskum sömu móður. Þið hurfuð út á hafið, en hrygðin drúpti á ströndum. Á hálfrar aldar æfi bar ykkur margt að höndum. Þið áttuð oft í stríði, en unnuð lönd og heiður. í björtum Vesturvegi nú vex hinn frónski meiður. Á meðal miljónanna þið merki íslands réistuð. Með sæmd og heilum sigri þið sérhvern vanda leystuð. Þið reistuð bygð og rudduð til ræktar gamla skóga. — En áttuð land í austri með elfur, fjöll og snjóa. Og æskutrygð og ástir þið ortuð h§im í ljóði, þó komu fleiri kveðjur, seiji kveðnar voru í hljóði. Þig sjáum oft á aftni sem eld í vestri kvikna. Við hlustum yfir hafið, og hugir okkar vikna. Að heiman heim þið siglduð og hlutuð óskaleiði. Nú ljómar fyrir landi hinn logagylti reiði. Og farmurinn er fegri en fyr í Austurvegi. Svo innilegar óskir á íslands heiðursdegi. Og ef þið hafið efast um íslands móðurhendur, þá lítið yfir landið. Nú ljóma fjöll og strendur. Þið sjáið eilíft sumar við sjónum ykkar blasa. Hver sveit er enn í æsku með angan lyngs og grasa. Að heiman heim þið siglið. Og hjartans þakkir okkar. Það logar ennþá eldur, Sem út á djúpið lokkar. Þið berið kæra kveðju frá koti, stekk og heiðum þeim íslands börnum öllum, sem eru á Vesturleiðum. Þetta kvæði var ort árið 1930. Nú hefir Björgvin Guðmundsson tónskáld gert við það einkar geð- þekt lag, sem væntanlega verður birt í næsta hefti Vöku. Síðan munu Vökumenn gefa lag og ljóð út sérprentað. — Ýmsir hafa fundið til þess, að skortur væri á söng sem þessum. Nú er úr því bætt. Eftirleiðis mun þessi söngur verða sunginn alstaðar þar, sem Vestur-íslendinga er minst. Þeir munu einnig syngja hartn, er þeir minnast heima- landsins og móðurþjóðarinnar. —Vaka. VESTMANNADAGUR F^rh. frá 1. bls. hálfrar aldar skeið vestur í Win- nipeg. Með því að helga Vestmönn- um einn dag á ári, gætum við að nokkru bætt fyrir vanrækslu- syndir okkar í þeirra garð og verknaðarsyndir, því að stund- um hefir jafnvel andað kalt til landanna í vestrinu. Er hörmu- legt til þess að vita. En sem bet- ur fer mun nú slíkt að hverfa, og hefir hin mikla kynning þjóðarbrotanna árið 1930 átt góðan þátt í að eyða hleypidóm- um gegn Vestur-íslendingum. En þeir voru miklir alt frá upp- hafi vesturferða. Hötuðu þá margir Ameríku vegna þess, að hún hafði seytt til sín ástvini þeirra Vestur yfir hafið. Sann- orður maður einn hefir sagt mér að þegar hann var að kveðja og lata í haf vestur fyrir nálægt 40 árum, þá hafi sóknarpresturinn hans sagt: “Heldur vildi eg nú vera að kasta á þig rekunum, en að kveðja þig á förum til Vestur- heims.” Á þeim árum láu leiðir manna frá íslandi aðallega til Kaup- mannahafnar og Canada. Var litið mjög upp til hinna fyr- nefndu en niður á hina. Þótti sæmd að sigla til Hafnar. Þóttu hinir sigldu menn “forframað- ir”. f blaðafréttum var þá oft sagt að með skipinu hefði herra Jensen eða Hansen siglt til Hafn- ar en Pétur og Páll farið til Ameríku. Þeir sem þaðan komu voru ekki sigldir. Er nú þessi hugsunarháijtur löngu horfinn, enda er svo mikið orðið um ferðalög íslendinga út um lönd, að sá maður gæti kallast lítil- sigldur, sem ekki hefir siglt ann- að en til Hafnar. Með hinni miklu kynningu hefir kalinn til Vesturheims horfið. Er það gleðiefni, að svo er. Enda miklumst við, sem von er, af því frægðarorði, sem oft fer af Vestmönnum. Er nú Stephan G. að verða viðurkendur sem mesta skáld Canada af þeim. sem dómbærir þykja, og ekki eru af íslenzku bergi brotnir, t. d. prófessor Watson Kirkconnell, sem hefir þýtt mörg íslenzk ljóð á enska tungu. Frægasti landkönnuður Vest- urálfu er og af íslenzku bergi brotinn, svo að nefnd séu aðeins tvö nöfn. Prófessor Árni Pálsson hefir sagt í útvarpserindi, sem hann hélt eftir ferð sína um fslend- ingabygðir vestra, að hann teldi landnám fslendinga í Vesturálfu einhvern merkasta viðburð í ís- landssögu. Mun það rétt vera. f landi hinnar mestu samkepni hefir landinn verið lagður á móti allra þjóða mönnum og hefir sigrað ótrúlega oft, En við verðum að sýna það í verki, að við kunnum að meta það sem vel er gert af Vestmönn- um. Flestir þeir, sem farið hafa héðan vestur, hafa eina sögu að segja um það, að í bygðum Vest- manna hafi þeir mætt þvílíkri alúð hlýju og gestrisni, að slíkt hafi þeir ekki þekt fyr né síðar. Á 'sama hátt verðum við að fagna Iþeim, sem að vestan koma. Eg tel það vel ráðið, að aðal- hátíðahöld Vestmannad^gsins fari fram á Þingvöllum. Það er illa farið, að hinn forni hjarta- staður landsins hefir verið van- ræktur á síðari árum. Ferða- mannastraumur hefir ekki vaxið þar eins mikið og til sumra ann- ara staða. Þar ættu að fara fram almenn hátíðahöld árlega, og tel eg Vestmannadaginn vel til þess fallinn. Þá er að athuga hvenær þessi minningarhátíð Vestmanna ætti að fara fram.. Vorið virðist sjálfsagt. Mörgum íslendingi, sem fjarvistum dvelur, mun verða hugsað til íslands í vor- skrúðanum með björtu næturn- ar. Og margur mun sakna þeirra meira en alls annars. Á tjaldinu í stóra samkornusalnum í Winni- peg, þar sem Vestmenn halda samkomur sínar, eru letruð þessi orð úr ljóði eftir Klettafjalla- skáldið: “Nóttlaus voraldar ver- öld, þar sem víðsýnið skín.” 1. júlí virðist sjálfkjörinn dag- ur. Þá er kominn sumarsvipur á náttúruna, þegar sæmilega ár- ar og sumstaðar nokkurt hlé milli vor- og sumaranna. Enda er þetta þjóðhátíðardagur Can- ada, og lögboðinn helgidagur um alt landið og nefnist “Dominion Day”. En um Iþetta og önnur formsatriði skiftir litlu. Ætti nú sem fyrst að hefjast handa um undirbúning undir Vestmannadaginn. Svo vel vill til, að við eigum hér í bænum konur, sem unnið hafa að und-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.