Heimskringla - 07.06.1939, Side 5

Heimskringla - 07.06.1939, Side 5
WINNIPEG, 7. JÚNí 1939 HEIMSKR1NGLA 5. SÍÐA irbúningi að samkomum landa vestan hafs. Treysti eg þeim manna best til að gera daginn að almennum gleðidegi án mikils tilkostnaðar. Eg vil að endingu taka það fram, að eg er ekki upphafsmað- ur að þessari hugmynd. Jónas Jónsson, Valtýr Stefánsson og fleiri hafa hreyft henni á fund- um Vestur-ísendinga, og hafav allir tekið henni vel. En nú þarf að hefjast handa um fram- kvæmdir. Með það fyrir augum hefi eg hreyft málinu. Stgr. Arason —Mbl. * STEFNA VÖKUMANNA Eftir Guðmund Gíslason ■pÉLAGSSAMTöK Vökumanna urðu til í skólum landsins og þar hefir starfssvið þeirra verið. Starfssaga þeirra er ekki löng, því að Vökumannahreyfingin er ung og að ýmsu leyti í mótun enn. Landssamband stofnuðu Vökumenn á Þingvöllum vorið 1937. Þeir hafa eignast fagurt og táknrænt félagsmerki, félags- fána, Hvítbláinn og félagssöng. Að þeirra tilhlutan hefir og VAKA, hið nýja tímarit um þjóðfélags- og menningarmál göngu sína. Útgáfu VÖKU er tvímælalaust merkilegasti áfanginn, sem enn hefir verið náð í starfsemi Vöku- manna. Starfssvið þeirra hefir, eingöngu verið í allmörgum skól- í um landsins, eins og áður getur.! en eigi að síður hefir það verið | ætlaun Vökumanna að vekja eft- j irtekt alþjóðar, og þá einkum j unga fólksins, á þeim málum, sem þeir telja þjóðinni nauðsyn- legt að fylkja sér um. Það hlut- i verk er VÖKU ætlað. VAKA nýtur að sjálfsögðu stuðnings allra Vökumanna, en | auk þess hefir f jöldi manna, sem j stendur utan við hin eiginlegu Vökumannasamtök, en er hlynt- j ur stefnu þeirra, heitið VÖKU stuðningi og brautargengi með j því að skrifa fyrir hana, vinna að útbreiðslu hennar o. s. frv. Þessa má líka sjá stað nú þegar. Áður en VAKA hóf göngu sína, hafði hún fengið fleiri áskrif- endur en nokkurt annað íslenzkt tímarit hefir fengið í byrjun, og því má óhætt treysta, að út- breiðsla VÖKU eigi enn eftir að vaxa að miklum mun. Inngangsorð greinar þessarar skulu ekki höfð fleiri, heldur vikið að því, sem er höfuðtil- gangur hennar, en það er að gera í örstuttu máli grein fyrir höf- uðstefnu Vökumanna. Vökumenn líta svo á, að út- lendar öfgastefnur og hatrömm flokkabarátta innan' Jands sé stórhættulegt átumein í íslenzku þjóðlífi. Þeir hafa því ásett sér að vinna af fremsta megni gegn því, að hinar erlendu öfga- stefnur í stjórnmálum nái fót- festu á íslandi. Þessar stefnur vilja fótum troða þingræði og helgustu réttindi almennings, frelsi einstaklinganna. Jafn- framt munu þær kollvarpa ís- lenzkri menningu og glata ný- fengnu sjálfstæði þjóðarinnar. Hinsvegar vilja Vökumenn vinna að því, að allir þeir, er í alvöru og einlægni unna þingræðinu, í hvaða þingræðisflokki, sem þeir annars eru, snúi bökum saman til varnar og sóknar. En það verður ekki gert með því, að þingræðisflokkarnir berist sí og æ á banaspjótum, heldur með því, að þeir vinni saman. Hin skefjalausa flokka- og stétta- barátta, sem oft er ekki annað en barátta um völd eða metorð til handa einstökum mönnum, er eins og eitraður heimilisófriður, sem fyr en varir sundrar hefm- ilinu, leggur það í rústir. Vöku- menn vilja sameiginleg átök allra þingræðissinnaðra manna í landinu fyrir batnandi hag og betra lífi, í sterkri og náinni samvinnu við hin þingræðisríkin á Norðurlöndum. Vökumenn líta svo á, að þetta sé hornsteinninn undir því, að þjóðin geti verið fær um að taka öll sín mál í sínar eigin hendur nú á næstunni og undirstaða að fullkomnu frelsi þjóðarinnar nú og um alla framtíði Vökumenn telja einnig, að hinar hóflausu kröfur stétta og einstaklinga, ásamt flótta frá framleiðslu og erfiðum störfum, sé þjóðarvoði. Þeir vilja sýna dugnað og ósér- hlífni við framleiðslu og vinnu- brögð og á þann hátt byggja upp framtíð sína, án þess að gera ósanngjarnar kröfur til ann- ara. Þeir vilja sýna sparsemi í hvívetna og nota vinnu sína sj&lfum sér til menningar og mentunar, en víta harðlega alla eyðslu, óhóf og sérhlífni. Reglu- semi og prúðmannleg framkoma er eitt höfuðboðorð Vökumanna. Þeir stefna að algerðu bindindi á áfengi og tóbaki og telja það ekki mönnum samboðið xað drekka frá sér vitið og brenna upp eigur sínar. Þeir vilja taka þá menn sér til fyrirmyndar, sem með sparsemi og af sínum eigin dugnaði hafa getað skapað sér og sínum lífvænleg kjör. — Vökumenn vilja innræta félögum sínum, og æskufólkinu yfirleitt. virðingu fyrir vinnunni og skilning á þýðingu framleiðslu- starfanna. Þeir telja þjóðarnauðssyn, að beitt sé öllum skynsamlegum ráðum til þess að einbeita þjóðar orkunni að framleiðslu til lands og sjávar. En það verður ekki gert með því að skapa þeim, er hafa lífsframfæri sitt af föstum launum, æ betri kjör, samtímis því, sem hagur bóndans og sjó- mannsins fer e. t. v. versnandi. Vökumenn vænta þess, að með sameiginlegu átaki hins starfs- fúsa og einbeittara hluta æsk- unnar, ásamt skynsamlegum að- gerðum þe£s opinbera, megi tak- ast að útrýma atvinnuleysi æsk- unnar, sem nú er alvarlegur þrándur í götu þroska hennar. Þá væri um leið ráðin bót á miklu böli, ónýtjungshættinum, vilja- leysinu, letinni. Til þess telja Vökumenn róttækar ráðstafanir nauðsynlegar. Vökumenn vilja vinna gegn þeim hugsunarhætti, sem því miður er alt of útbreidd- ur, að vilja heldur þiggja at- vinnuleysis- eða sveitastyrk í kaupstað, heldur en sæta at- vinnu annars staðar, þótt ekki sé 1‘taxtakaup” í boði. Vöku- menn vilja efla sjálfsbjargar- hvöt æskunnar, en um leið fé- lagslegan þroska og samMarfs- hug. Vökumenn vilja hafa í heiðri alt, sem þjóðlegt er og íslenzkt. Þeir vilja innræta félögum sín- um ættjarðarárst og víðsýni til að vinna fyrir land sitt og þjóð, ! sem ábyrgir borgarar þjóðfé- lagsins. Vökumenn telja það veikjandi fyrir þjóðina, ef hún hættir að bera virðingu fyrir þúsund ára gamalli menningu íslendinga, sem kynslóð eftir kynslóð hefir átt þátt í að skapa. Þeir telja alt það, sem miðar í þá átt að veikja þjóðernistilfinningu og heilbrigðan metnað íslendinga, þjóðhættulega starfsemi. — Vökumenn vilja sameining allra íslendinga, hvar sem þeir eru búsettir, um að varðveita þann menningararf, sem þessi kynslóð tekur við, og byggja á honum framtíð þjóðarinnar og fram- farir. «■ • Hér að framan hefi eg drepið á þýðingarmestu atriðin í stefnu Vökumanna. Þeir leggja kapp á að stofna í skólum landsins sam- felda félagsheild, sem í samvinnu við allar lýðræðissinnaðar fé- lagsheildir í landinu geti átt þýð- ingarmikinn hlut að framgangi þeirra mála, sem að dómi Vöku- manna eru þjóðinni til heilla og farsældar. Mörg hundruð manna, karla og kvenna hafa gengið í sveitir Vökumanna. 0g ennþá fleiri hafa hylt markmið þeirra með því að heita Vöku stuðningi, ger- ast áskrifendur að henni og greiða götu hennar á ýmsan hátt. í nafni Vökumanna fs- lands býð eg alla þessa mörgu velunnara vora velkomna til samstarfs um framgang sam- eiginlegra áhugaefna.—Vaka. . . , (Guðmundur Gíslason, forseti Vökumanna fslands, er fæddur að Ölfusvatni í Grafningi árið 1900. Lauk kennara prófi 1923. Stundaði nám í Danmörku og Noregi. Kennari í Reykjavík og Laugarvatni. Skólastjóri að Reykjum í Hrútafirði síðan haustið 1937). gjarnlegur að sýna okkur hjón- unum hið ágæta og merkilega þjóðminjasafn ykkar. — Búist þér við að ferðast um landið í sumar? — Eg fer a. m. k. í heimsókn til allra þýzkra ræðismanna, sem eru hér á landi, en ræðismanns- skrifstofur eru í Vestmannaeyj- um, Siglufirði, Akureyri og Seyðisfirði. ^ — Hafið þér haft kunnleika af íslenzkum fornbókmentum ? — Eg hefi kynst alþýðuútgáf- unum þýzku af sögunum og Eddukvæðunum. Eddukvæðin eru altaf í sérlega miklum met- um í Þýzkalandi. Kaflar úr þeim eru nú kendir í skólunum þar. Ejnar Munksgaard bókaútgef- andi sýndi mér hinar miklu ljós- prentunarútgáfur af fornritum ykkar. Þær eru vissulega merki- legar.—Mbl. 6. maí. GULLAFMÆLISBÖRN ISLENDINGADAGSINS 940 Ingersoll St., Winnipeg, eða til undirritaðs að “Heims- kringlu”, 853 Sargent Ave. Davíð Björnsson I)R. WALTER A. MAIER Radio’s Best-Known Speaker í HEIMSÓKN hjá þýzka alræðismanninum Werner Gerlach professor LUTHERAN HOUR RALLY SUNDAY, JUNE 11, 3 p.m. at WESTMINSTER UNITED CHURCH (Maryland and Weptminster) Speaker: DR. WALTER A. MAIER Well-known speaker on “The Lutheran Hour” TOPIC: “The Church in This Crisis” THE PUBLIC CORDIALLY INVITED D. Gerlach prófessðr, hinn nýi alræðismaður Þjóðverja hér, ér kom með Drotningunni í fyrri viku, er maður óvenjulega alúð- legur í framgöngu, hár og mynd- arlegur að vallarsýn. Það eru nú liðin ein 6 ár síðan við höfum haft hér aðalræðis- mann, segir hann. Freiherr von Ungelter var fyrirrennari minn í því embætti. Við skifti Þjóð- verja og íslendinga fara vaxandi á síðustu árum. Þessvegna hefir verið ákveðið að auka hér ræð- ismannsstörfin. — Er þetta í fyrsta sinn, sem þér komið til íslands ? — Nei, eg kom hingað snöggv- ast síðastliðið sumar ásamt fjöl- skyldu minni með skemtiferða- skipinu “General von Steuben”. kom við hér og á Akureyri. Við fengum nokkur kynni af landinu, fórum austur fyrir fjall og frá Akureyri að Goðafossi. — Búi$t þér við að dvelja lengi hér á landi? — í öllu falli í nokkur ár. Síð- an eg kom, hefi eg haft talsvert mikið að starfa; við að kynnast mönnum og málefnum. Eg hefi að sjálfsögðu hitt ríkisstjórnina að máli. Þar fékk eg hinar vin- gjarnlegustu viðtökur, sem og hvarvetna þar sem eg hefi kom- ið, síðan eg kom hingað til lands- ins. Er mér það mikið ánægju- efni að finna hve margir hafa áhuga fyrir því, að auka vináttu og velvild milli Þjóðverja og ís- lendinga. Eg hefi heimsótt Níels Dungal prófessor. Hann er starfsbróðir minn á sviði vísindanna, þar eð sérgrein mín er líffærafræði er að sjúkdómum lýtur. Það kom í ljós, að við eigum marga sam- eiginlega kunningja á meðal þýzkra vísindamanna. Hann hefir verið svo oft í Þýzkalandi. Alexander Jóhannessyni kyntist eg í Norræna félaginu í Þýzka- landi, er hann var á síðustu fyr- irlestraferð sinni. Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður hefir verið svo vin- Sem að undanförnu, útbýtir íslendingadags nefndin, gullaf- mælisborðum til þeirra, sem dvalið hafa hér í landi fimtíu ár og meir. Er æskilegt að sem flestir menn og konur, er fæðst hafa á gamla landinu, sendi inn nöfn sín, svo skýrsla þeirra verði skráð í Gullafmælisbókina, ti! þess að nöfn þeirra, dvalarstaðir, ættfærsla og önnur gögn er gefin verða, geymist en gleymist ekki þó kynslóðir komi og fari. En þess vil eg umfram alt biðja þá, sem gefa inn nöfn sín, að rita þau á íslenzku, eins og þið gerðuð áður en þið fluttuð til þessa lands. Segja hvers dætur og synir þið eruð, en bæta við milli sviga því nafni, sem þið berið nú. Eg er knúður til að taka þetta sérstaklega fram, sökum þess að s. 1. ár fékk eg bréf frá bæði konum og körlum sem mér var ómögulegt að átta mig á hverrar þjóðar nöfn þeirra væru, en ísl. voru þau ekki. Eg varð því að bæta á mig auka störfum með því að skrifa þessu fólki aftur til þess að fá upplýs- ingar um hvort það hefði verið skýrt þessum skrípanöfnum heima á íslandi. Annað er það einnig, sem mig langar til að biðja fólk að at- huga, og það er að rita greinilega heimilsfang sitt á bréf sín til mín. Árið sem leið fékk eg mörg bréf endursend, sökum þess að utanáskriftin, sem mér var rituð var svo ónákvæm. Hér á eftir fara spurningar þær, sem óskað er eftir að svar- að sé af þeim, sem verða gull- afmælisbörn. Allir, sem áður hafa fengið gullafmælis-barna-borða, eiga frían aðgang að skemtunum ís- lendingadagsins. “The Lutheran Hour” has be- come the outstanding religious radio broadcast on . the North American continent, and its speaker, Dr. Walter A,- Maier, has taken the foremost place among radio speakers. Dr. Maier will be in Winnipeg in person on Sunday, June 11, at which time he will speak at the Lutheran Hour Rally to be held in Westminster United Church, at 3 o’clock in the afternoon. v “The Lutheran Hour” has been broadcast every Sunday aft ernoon, October to April, for the last seven years over a large network of long- and short-wave stations. The speaker has al- ways received a tremendous number of letters from his listeners. Last saeson more than 125,000 wrote to him, a weekly average of more than 5000. In one week alone he re- ceived 9200 letters. The num- ber of people who listen to his Sunday broadcasts is estimated by radio engineers to be five million. The character of the letters which Dr. Maier receives is re- markable. Not a few have been rescued from suicide by his mes- sages. High public officials, clergymen of every denomina- tion, university professors, di- stinguished industrialists, the Þér sem notið— TIMBUR ' KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birg-Oir: Henry Ave. EmI Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA unemployed and sick and di- stressed, college students, pri- soners and life-long convicts— all find in him a counselor and friend. At the Lutheran Hour Rally to be held in Westminster United Church on June 11 Dr. Maier will speak on the topis “The Church in This Crisis”. The Icelandic Choir, under the di- rection of S. Sigurdson, will render the anthems, while Her- bert J. Sadler will be at the or- gan. Rev. R. E. Meinzen, mini- ster of Reedeemer Lutheran Church in Winnipeg, will read the lessons. FJÆR OG NÆR Þessi börn og ungmenni voru sett í embætti laugardaginn 29. apríl 1939 í stúkunni Gimli nr. 7 I.O.G.T.: FÆT—Thorey Thompson ÆT—Guðrún Thomsen VT—June Einarson Dr.—Delores Jóhannesson AD—Elín Árnason K—Jónína Bjarnason R—Grace Magnússon AR—Lillian Einarson FR—Alvin Indriðson G—Marjorie Magnússon V—Douglas Stevens UV—Thomas Thompson. * * S|! Samkoma verður haldin í lút. kirkjunni á Gimil laugardaginn 10. júní, kl. 8.30 e. h. — íslenzk upplestrar samkepni fer þar fram. Séra Valdimar Eylands flytur og ræðu. Margt fleira á skemtiskrá. * * * Sunnudaginn 11. júní kl. 7 verður íslenzkri guðsþjónustu útvarpað frá Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg yfir stöðina CKY. Eldri söngflokkur safnaðarins aðstoðar við þessa athöfn. Fult nafn. Fædd, hvenær og hvar. Árið ............... Hvar síðast á íslandi... Kom til þessa lands árið. Til hvaða staðar........ Settist fyrst að........ Árið ................... Fluttist síðar til... Árið ................ Og síðar til ........i. Árið ................ ÞÉR GETIÐ ÁVALT FENGIÐ PENINGANA TIL BAKA! Þegar þér geymið peninga yðar á banka, þá eru þeir tryggir—og þér getið hvenær sem þér óskið þess, gengið að þeim þar. Opnið spari- sjóðsreikning hjá næsta útibúi og leggið reglu- lega fyrir peninga. the ROYAL BANK OF CANADA =Eignir yfir $800,000,000- Atviuna .... Gift....... Ekkju-..................... Nafn eiginmanns eða eiginkonu ógift. Aðrar upplýsingar. Skrifið skýrt og gefið greini- legar upplýsingar. Sendið svo skýrslu ykkar til undirritaðs að ÞINGB0Ð Seytjánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi verður sett í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ næstkomandi, kl. 8 síðdegis og stendur yfir til sunnudagskvölds 2. júlí Söfnuðir, sem eru í kirkjufélaginu, eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja fimtíu safnað- arfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar fyrir hönd sunnu- dagaskóla og ungmennafélaga. Samband íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga heldur þing sitt föstudaginn 30. júní. Starfsskrá þingsins verður auglýst síðar. Guðm. Árnason, forseti Sveinn Björnsson, ritari

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.