Heimskringla - 07.06.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.06.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 7. JÚNÍ 1939 RISADALURINN "Þú skalt ekki!" sagði hún reiðulega og vangar hennar urðu rjóðir af reiði. "Þú ert sá þrályndasti maður, sem eg hefi nokkru sinni þekt. Stundum hata eg þig næstum." "Komdu ofan eftir kl. tíu á morgun og sjáðu hvernig eg set brautamótin, og horfðu á hvernig eg losna við Rondeau og óþjóðarlýðinn hans." Hann seildist til hennar, greip hendi hennar og kysti hana. En hvað eg elska þig; kæri litli mótstöðumaðurinn minn!" -hvíslaði hann. "Ef þú elskaðir mig, þá værir þú ekki svona þrályndur við mig," sagði hún blíðlega. "Eg segi þér það enn Bryce, þú gerir mér mjög örðugt að vera vingjarnleg við þig." "Eg óska ekki eftir að þú sért vingjarnleg við mig. Þú ert að gera mig vitlausan, Shirley. Gerðu nú svo vel og farðu leiðar þinnar, hvert sem hún liggur. Eg hefi reynt að skilja þínar aðferðir, hverjar sem þær eru, en þú ert mér óskiljanleg; láttumig því fara mína leið, þótt hún sé kannske norður og niður. Gðorg er úti og sef ur þarna í bílnum. Segðu honum að keyra þig hvert sem þú vilt. Eg býst við að þú sért gangandi í dag, því eð eg sá borgarstjórann aka í bílnum þínum niður á skrifstofuna sína í morgun." Shirley reyndi að sýnast reið, en henni var ómógulegt að reiðast hreinskilni hans, ekki hafði hún heldur neitt a móti því, hvernig hann leit á hana, þótt hún vissi að hann var að hlægja að henni. "ó, jæja," sagði hún með eins miklum hefðarsvip og hún gat sett upp. Hafðu þetta eins og þú vilt. Eg hefi reynt að aðvara þig. Þakka þér fyrir bíllánið. Seth, frændi seldi borgarstjóranum bílinn minn í gærkveldi. Mrs. P. var svo hrifin af honum." "Aha! Það var þá borgarstjóra þorpar- inn, sem sagði frænda þínum frá bráðabirgðar leyfinu, og vakti þannig tortryggni hans að þegar hann heyrði lestina fara um strætið, þá grunaði hann hvað til stæði." "Líklegast. Poundstones hjónin borðuðu miðdegisverð hjá okkur í gærkveldi." "Býsna erfitt fyrir þig, er eg viss um. En þú hefir víst orðið að leika þitt hlutverk fyrir Seth frænda. Jæja, vertu sæl Shirley. Þykir leiðinlegt að reka þig þannig í burtu, en þú verður að muna eftir því að við erum ekkert nema andstæðingar ennþá — og þú mátt ekki tefja mig." "Þú ert hræðilegur Bryce." "En þú ert yndisleg. Vertu nú sæl." "Þú munt sjá eftir þessu," sagði hún. "Vertu sæll." Hún fór svo út í aðal skrifstof- una talaði við Moiru hér um bil fimm mínútur, og ók svo burt í Napier-bílnum. Bryce horfði á hana gegn um gluggann. Hún vissi að hann horfði á hana, en hún gat ekki gert að því, að snúa sér við og sjá hvert það væri svo. Er hún sá að þetta var rétt veifaði hann til hennar handleggnum og hún roðnaði af gremju. "Guð blessi hana!" tautaði hann. "Hún hefir altaf verið bjargvættur minn, þótt mig grunaði það aldrei. Hvað skyldi hún hafa á bak við eyrað." Hann sat hugsi um hríð. "Já," mælti hann, "Poundstone gamli hefir svikið okkur og Penn- ington hefir þægt honum fyrir það svo um munaði. Og ofurstinn seldi borgarstjóranum bílinn hennar frænku sinnar. Hann er tuttugu og fimm hundruð dala virði að minsta kosti. Þar sem pyngja Poundstones þolir ekki slíka blóðtöku, þó furða eg mig á, hvernig Pennington býst við að hann borgi þetta. Eg skil fyr en skellur í tönnum. Þarna eru tveir og tveir ekki fjórir, heldur sex! Eg skal byggja bál- köst undir iljum borgarstjórans. Hann tók símaáhaldið og hringdi á borgar- stjórann. "Þetta er Bryce Cardigan, sem er að tala, herra borgarstjóri," sagði hann við þenn- an æðsta fulltrúa Sequoia bæjarins. "Ó, halló Bryce," sagði Poundstone mjög vingjarnlega. "Hvernig gengur það?" "Og svona. Eg heyri að þú hefir keypt bílinn hennar frænku hans Pennington ofursta. Eg vildi að eg hefði vitað að hann var til sölu, eg hefði boðið hærra í hann en iþú. Langar þig að græða á þessum kjörkaupum?" "Ekki í morgun Bryce. Eg held eg hafi bílinn. Mrs. P. hefir lengi langað til að eiga innilokaðan bíl, og þegar ofurstinn bauð mér þennan ódýrt, þá greip eg tilboðið. Gat ekki staðið mig við að kaupa nýjan, en svo er þessi sama sem nýr." "Og þú vilt ekki græða á honum?" end- urtók Bryce. "Nei ekki mikið." "Þar hafið þér rangt fyrir þér herra borg- arstjóri. Eg er viss um að þú vilt það. Eg sting nú upp á því, að þú farir með bílinn aftur og skilir honum heim til sín og skiljir hann þar eftir. Það væri hið gróðavænlegasta, sem þú gætir gert." "Hvað, hvað — hvern skollann ert þú að gefa í skyn," stamaði borgarstjórinn. "Mig langar ekkert til að tala um það gegn um símann, en eg hugsa samt, að bending sé nægileg hinum vitra; og nú vara eg þig við því borgarstjóri, að ef þú hefir þennan.bíl í þinni eign verður hann þér til óhappa. í dag er fJQstu- dagur, og föstudagur er óhappadagur. Eg mundi, væri eg í þínum sporum, losa mig við iþennan bíl fyrir hádegi. Nú varð löng og örlaga þrungin þögn. — Loks svaraði borgarstjórinn með aumingjalegri röddu. Svo þú heldur að það væri best, Car- digan?" "Já, skilaðu honum aftur til nr. 38 á Rauð- viðargötu og enginn mun fást meira um það. Vertu sæll!" Þegar Shirley kom heim um hádegið fann hún bílinn sinn fyrir framan húsið; og stutt bréf, sem þjónninn fékk henni fræddi hana um það að Poundstone hefði eftir að hafa íhugað það, komist að raun um, að þetta væri of dýr bíll fyrir sig. Svo að honum var skilað með mörgum þakklætisorðum fyrir tækifærið, að fá að kaupa hann á svona lágu verði. Shirley brosti og hýsti bílinn. Þegar hún kom inn, sagði Thelma hemii að Bryce Cardigan hefði verið að kalla hana upp í símanum. Hún hringdi því og bað um að fá að tala við hann. "Hefir Poundstone skilað bílnum þínum?" spurði hann. "Já, en því spyrðu að því?" "Ó, mig gruníði bara að hann kynni að gera það. Eg talaði við hann í síma í morgun og stakk upp á því við hann. Einhvern veginn er hans heiðarlegheit fjarskalega næmur fyrir bendingum mínum og------" "Bryce Cardigan," sagði hún, "þú ert slægðarrefur. Það ert þú, og eg skal aldrei segja þér neitt framar." "Eg vona bara að þú hafir haft hraðritara við heyrnartækið á málritanum, þegar borgar- stjórinn heimsótti frænda þinn og þeir bræddu þessi kaup með sér. Það var mjög hugsunar- samt af þér, Shirley, og fyrir bragðið hefir þú kylfu í erminni, þegar að lokaþættinum kemur, því með því getur þú kúgað unki-dunk til að haga sér vel, og neytt hann til að samþykkja tillögur þínar til samkomulags. En hrein- skilnislega talað, vil eg ekki að þú notir þetta, Shirley. Við verðum að forðast opinbert hneyksli, umfram alt, og svo er hamingjunni fyrir að þakka, að eg þarf ekki kylfunnar þinn- ar með í hausinn á honum frænda þínum. Eg tek kylfuna hans af honum og nota hana til þess." "Eg held að það liggi vel á þér í dag í raun og veru." "Liggi vel á mér. Eg skyldi nú segja það. Væru strætin í Sequoia þakin í eggjum gæti eg gengið á þeim í allan dag án þess að brjóta eitt einasta þeirra." "Það hlýtur að vera gaman að vera sona hamingjusamur, eftir svona marga mánuði af áhyggjum." "Já, víst er svo, Shirley. Sjáðu til. Þangað til alveg núna áðan var eg í miklum vafa um hvernig aðstaða þín væri gagnvart mér. Eg get ekki trúað því að þú hefðir gleymt þér svo mjðg að elska mig, þrátt fyrir alt, svo eg spurði þig aldrei að því, og nú þarf eg þess ekki því að eg veit það og eg ætla að koma og sjá þig strax og eg kem teinunum niður á þessum brautamótum." "Þú ert alveg hræðilegur," sagði hún fok reið og hætti að hlusta á hann án þess að kveðja hann. XXXIV Kapítuli. Stuttu eftir að Shirley fór út úr skrifstofu Bryce, heimsótti Buck Ogilvy hann. Hann var prúðbúinn að vanda, með hvítt blöm í hneplunni. Hann virtist vera í óviðjafnanlega góðu skapi. Hann stilti sér upp og sagði: "Húsbóndi góður, hvernig líst þér á nýju fötin mín?" "Mikið fífl getur þú verið. Veistu það ekki að menn með eldrautt hár ættu aldrei að ganga í ljósum fötum? Þú ert klæddur eins og svartur umferðasöngvari." "Mér líður ágætlega og mér sýnist að þú sért í sjöunda himni. Hver hefir gerið þér inntöku af slíkum Iífselixir. Þegar við skildum í gærkveldi, þá eist þú á fjörutíu faðma dýpi í afgrynni örvæntingarinnar." "Það var engin meiri né minni en Shirley Sumner! Hún kom hingað til að segja mér, að hún hefði ekki átt neinn þátt í því, sem gerðist í gærkveldi og alveg viljandi upplýsti hún mig um það, að Pennigton gamli hefði brugðið sér til San Francisco kl. eitt í nótt. Þessvegna hlæ eg. Ha—ha!" "Þrefalt húrra fyrir frænda. Hann hefir farið til að höfða mál gegn okkur. Því skyldi hann ekki hafa símritað lögmanni sínum og látið hann gera það?" "Hann hefir stíflað brautarmótin, og þar sem hann hefir borgarstjórann í vasa sínum, á- ]ítur hann að enginn snerti við þeim og hvað málaferlin snertri þá er sjálfs höndin hollust." "Alt þetta útskýrir ekki þessa gleði þína." "Jú, það gerir það víst. Eg hefi sagt þér um McTavish, föður Moiru?" Þegar Ogilvy hneigði sig því til samþykkis hélt Bryce áfram. "Gamli þorparinn var næstum því eyðilagður þegar eg rak hann. Hann fór úr Humboldt héraðinu, þar sem allir þektu hann, og labbaði sig yfir til Medocino, þar sem hann fékk vinnu. Hann hefir nú unnið þar í þrjá mánuði og mér er sagt að gamli maðurinit hafi ekki bragðað dropa af áfengi allan þennan tíma. Og það sem meira er, að hann ætli sér ekki að bragða það framar." "Hvernig veistu það?" "Vegna þess að. eg læt mig það skifta að vita um þetta. Mac var sá besti formaður, sem komið hefir í þetta land. Þessvegna skalt þú ekki ímynda þér, að eg vilji missa gamla þrjót- inn án þess að reyna alt sem hægt er. Hann hefir verið hjá okkur í þrjátíu ár, og eg rak hann-bara til að betra hann. Eg sendi einn hans gömlu kunningja til hans í vikunni sem leið, lét hann bjóða Mac út til að hressa sig, en hann vidli ekki drekka með honum. Ekki mikið. Hann sagði freistaranum að eg hefði lofað sér vinnu ef hann héldi sér við vatnið í heilt ár og að hann væri staðráðinn í því að vinna til baka starf sitt og sjálfsvirðingu sína." ' "Eg veit hvað þú ætlar að gera," sagði Ogilvy. "Þú ætlar að biðja McTavish að sitja fyrir Pennington einhverstaðar þar, sem veg- urinn liggur í gegn um dimman skóg, ræna honum og geyma hann þangað til við höfum rutt ruslinu í burtu og lagt teinana yfir braut- 'ina hans. En við munum ekkert þvílíkt gera," bætti Buck við. "Hlustaðu nú á viturlega ráð föður þíns. Þessar járnbrautalagningar eru mér engin nýjung, eg hefi barist yfir brauta- mótum fyr en nú, og hvert sem eg tapaði eða vann, lærði eg alt af eitthvað í hvert skifti. Heyrðir þú mig ekki segja stúlkunni og þorpar- anum frænda hennar að eg hefði annan ás í erminni?" Bryce kinkaði kolli. ) "Það voru heldur engin ósannindi, góði minn. Eg hafði ásinn og lét hann út í morgun, þess vegna hvílist hjarta mitt í þeim friði sem yfir gengur allan mannlegan skilning — einkum síðan eg fékk símskeyti, sem sagði mér að ásinn minn hefði unnið yfirslaginn." Hann seildist ofan í skúffu Bryce og náði sér í vindil. "Þetta eru ekki svo slæmir vindlar fyrir tíu sent. Þú manst að alt frá þeim tíma, sem við fórum að vinna móti Pennigton og leggja braut yfir járnbrautina hans, reyndum við að gera ráð fyrir mótstöðu hans, og halda athöfn- um okkar leyndum. En það var altaf hætta á því, að hann yrði var við þessa fögru áætlun okkar, og notaði hið eina vopn sem hann ætti og það var að tefja okkur og fá bann á móti okkur frá Héraðsdómi Bandaríkjanna. Nú er það eitt hið yndislegasta sem eg veit í sam- bandi við dómstólana að þeir eru öllum mönnum opnir, leiti þeir réttlætisins — eða ranglætis- ins grímuklætt, sem réttlæti. Ennfremur er það gömul reynsla að orustur eru unnar af þeim manni sem byrjar fyrst með flestu liðinu. Þetta var því einfalt mál. Ef Pennington náði þangað fyrst hlutum við að tapa!" "Þú átt við að þú hafir orðið fyrri til?" hrópaði Bryce. "Já, af þeirri einfóldu ástæðu að eg bjó mig undir að verða fyrri til ef eitthvað kæmi fyrir, og það gerði það í gærkveldi. En eg þurfti ekkert annað að gera en að styðja á hnapp, því eins og Omar Khayyam sagði: 'Hvað gagnar það manni, þótt hann kaupi lás fyrir hesthúsið sitt eftir að uppáhalds gæðingnum hans hefir verið stolið.' Fyrir nokkrum dögum síðan ritaði eg langt bréf til lögmanns okkar í San Francisco og lýsti hverju einasta atriði í þessu vandamáli okkar; strax og eg fékk leyfið hjá bæjarráðinu, póstaði eg vottfest eftirrit af því og sendi honum það einnig. Svo bað eg hann um, ef Pennington kæmist að athöfnum okkar, að útbúa kæru og beiðni um bann á móti Penn- ington og vera viðbúinn að koma því til dómar- ans strax og eg léti hann vita. "Jæja um sama leyti og Pennigton gamli lagði af stað í nótt, lét eg vekja lögmann okkar og talaði við hann gegn um símann; kl. níu í morgun, kom hann fyrir réttinn, og kl. níu og fimtán undirritaði dómarinn bannið, sem fyrir- bauð Pennington, að stemma stigu fyrir okkur eða hamla okkur á nokkun hátt að framkvæma verk, sem löglega hafði verið okkur veitt að framkvæma af bænum Sequoia, og hálf tíu lagði lögregluþjónn Bandaríkjanna af stað í bíl hingað til Sequoia. Hann kemur hingað á morgun, og á sunnudagsmorgun framkvæmum við verkið." "Og Pennington------" "Æ vesalings Pennington! Mon pauvre Seth!" stundi Buck á mjög skaplegan hátt. "Hann verður bara tuttugu og fjórum tímum of seinn." # "Gamli refurinn þinn!" tautaði Bryce. "Þú slæmi, slæmi maður." Buck Ogilvy þefaði ánægjulega af blóminu í jakkahorninu, en bros lék um varir hans. "Æ" hvíslaði hann, "það er fremur gaman að lifa, erþaðekki?" XXXV Kapítuli. Atburðimír gerðust nú með þægilega stuttu millibili. Á meðan starfsmennirnir á hinum stóra gufuvagni kyntu undir gufukatlinum hlóðu þeir Sexton og Jules Rondeau allskonar þungu járnrusli á flatvagna og notuðu til þess krana mikinn. Gufuvagnin sótti þá og steyptu þeir síðan öllu þessu rusli á þvera götuna þar sem brautarmótin áttu að vera. Lögreglan horfði á með mikilli eftirtekt en lét sig það engu skifta, þótt alfaravegur væri þannig stífl- aður. Sexton til mikillar leiðinda og leynds ótta, komu þeir Bryce og Buck Ogilvy þangað, báðir í bezta skapi, og voru ósparir á ráð hvernig haga skyldi þessari girðingu. Bryce til mestu undrunar vritist Jules Rondeau hafa gaman að þessu góðlátlega stríði, sem forstjórinn varð fyrir. Stundum horfði hann án nokkurrar heiftar á Bryce og fyr en varði deplaði hann til hans augunum, eins og hann vildi segja: "En \' hvað Sexton er vitlaus að vera að setja sig upp á móti þér." "Jæja, Rondeau," sagði Bryce glaðlega við formanninn, "eg sá að þér er alveg batnað eftir lúsninguna, sem eg gaf þér fyrir skömmu. Eg vona að þér sé ekkert illa við mig fyrir það. Mig langar ekkert til að þurfa að hafa fyrir því aftur. Þú ert illur viðureignar." "Skollinn hafi það, það svarar ekki kostn- aði að vera að þykkja þetta við þig M'sieur," svaraði Rondeau. "Við börðumst ágætlega, en", hann ypti öxlum "mig langar ekkert í meira." "Skollinn hafi það, það borgar sig ekki að stela trjávið frá öðru fólki," sagði Bryce og hermdi eftir Rondeau. "Mig skyldi ekkert f undra, þótt eg hefði tekið virði trésins út úr skrokknum á þér." "Það hugsa eg M'sier," Hann kom til Bryce og lækkaði röddina. "Eg var frá verkum í heilan mánuð. Við skulum ekki berjast neitt meira, M'sieur. Eg skammast mín fyrir ræfil- inn hann Svarta Minorca. Hann þarf alt af að hafa hníf eða barefli og nú hefir hann riffil. Cochon! Þegar eg berst, þá berst eg með því, sem le bon Dieu hefir gefið mér." "Þú virðist að hafa einhverjar reglur til að breyta eftir 'þegar að er gáð," sagði Bryce hlægjandi. "Það er ekki laust við að mér fallir þú betur fyrir það. Þú ert heiðursmaður á þinn hátt, þótt þú sért óskaplegur þorpari." "Þig langar þá kannske til að fá mig fyrir formánn, M'sieur?" spurði Rondeau vonglaður. "Hvað er þetta? Er Pennington orðinn þreyttur á þér?" Áflogaseggurinn úr skógunum roðnaði þótt dökkur væri á skjannann. "Mademoiselle Sum- nair sagði mér, að hún yrði mjög bráðlega hús- bóndi Laguna Grande, og vildi þá engin áflog hafa, og þegar Mademoiselle er komin í söðul- inn-, segir Jules Rondeau þeim að vera sæhim. Mér fellur þetta land. Eg er sorgmæddur, M'sieur að skilja við þessi stóru tré." Hann þagnaði og horfði fremur raunalega á Bryce. "Eg er ág|etur formaður fyrir einhvern," sagði hann. "Eg býst við að Miss Sumner falli ekki við þig, Rondeau." "Eg býst ekki við því, eg veit það." Hann stundi og allur stóri skrokkurinn hans virtist ganga saman. "Eg er kominn út úr húsi hjá öllum," tautaði hann gremjulega. "Allir hata Jules Rondeau. Ofurstinn hatar mig vegna þess, að eg drap ekki M'sieur Cardigan; Made- moiselle hata/r mig, vegna þess eg reyndi það, og M'sieur Sexton hatar mig vegna þess eg sagði honum að hann væri vitlaus að berjast móti M'sieur Cardigan." Hann stundi á ný. "Þessi miklu tré. Við höfum erigin í Quebec. f þessum skógum, M'sieur, finn eg hérna til," hann barði á brjóst- ið. "Þegar eg feldi stóra tréð þitt var eg við- þolslaus." "Þessj fjandans mannapi er stórskáld," sagði Buck Oglivy. "Eg mundi hugsa mig tvisvar um áður en eg léti hann fara úr bygð- inni." "Hann talar eins og hver vill heyra," sagði Bryce. "Eg fyrirgef þér Rondeau og þegar eg þarf formanns eins og þið, þá skal eg láta þig vita."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.