Heimskringla - 14.06.1939, Síða 1

Heimskringla - 14.06.1939, Síða 1
Phone 96 361 OyV ^ Country Club 1 BEER “famous for flavor” LIII. ÁRGANGUR HELZTU FRÉTTIR _____________________ Vertíðinni lokið Sambandsþinginu var slitið 3. 'júní; þingmennirnir eru nú að vertíð lokinni að koma heim með aflann og geta nú rétt úr sér eftir róðrana. Frá störfum þingsins hefir flestum verið sagt, nema því er gerðist síðustu dagana. Skal hér því aðeins á það minst. Frumvarp Dunnings um stofn- un veðlánsbanka var samþykt í mesta flýti, en var þó mjög lim- Iest áður og breytt frá því sem það var upphaflega. Stjórnin varð í mörgum greinum að láta undan ofurvaldi lánfélaganna sem $580,000,000 eiga í veðlán- um um alt land. Ákvæðið um niðurfærslu lánskulda í bæjum, var felt úr frumvarpinu. Og vextir á lánum til annara en bænda, verða ekki bundin við' 5% ákvæðið heldur, sem farið var fram á í frumvarpinu í fyrstu. Veðlánsbankinn sjálfur getur að vísu veitt lán fyrir 514%, en aðrir bankar geta sett. vexti eftir því sem þeim sýnist. 5% vaxta-ákvæðið er því úr sög- unni; stjórnin ræður, með öðrum orðum, ekki hverjir vextir verða. Þessar tvær breytingar á frumvarpinu, varða miklu og draga mjög úr kostum frum- varpsins. Að því leyti, sem 5% ákvæðið stendur enn óhaggað á Iánum til bænda frá þessari stofnun, má frumvarpinu það til gildis telja en hvað margir bændur geta tekið peningalán með þeim vöxtum og borgað þá og nokkuð í láninu árlega, með hveiti á því verði, sem það er? Annað sem í lok þingsins var samþykt, var að gefa iðnaðar- höldum 10% afslátt af tekju- skatti þeirra, ef þeir gerðu eitt- hvað við stofnanir sínar eða stækkuðu þær. Þessu ákvæði um skattlækkun iðnaðarburgeis- anna, var harðlega mótmælt, nema eitthvað væri á sama tíma gert til að létta byrði alþýðunn- ar, eins og með lækkun sölu- skatts og tolla. En við það var ekki komandi. Þeir sem k.röftuglegast mót- mæltu lækkun tekjuskattarins á iðnaðarhöldunum, voru Angus Maclnnis, C.C.F.-sinni frá Van- couver og G. E. Wood, liberal þ.m. frá Ontario. Bentu þeir á, að iðnaðarhöldarnir mundu með þessu bæta vélum við sig og af því leiddi aukið atvinnuleysi. En Dunning og stjórnin var á ann- ari skoðun. Tveir þingmenn frá Vancouv- er, Grant MacNiel, C.C.F.-sinni og Howard Green, íhaldsmaður, hreyfðu því að gert væri eitt- hvað til að bæta hag hermanna úr síðasta stríði, sem allslausir væru. Töldu þeir skömm, að þessir menn væru nú á hrakn- ingi og héldu lífi í sér með því að vinna fyrir fæði aðeins hjá bændum eða líknarfél. hins opinbera; mennirnir, sem áður var af stjórninni talað um sem sannar hetjur! Töldu þeir þá hafa tapað tækifærum að halda sinni atvinnu með því að fara í herinn og væru þessvegna öðrum verðari ásjár. Stjórnin sló skolleyrum við þessu og kvaðst ekkert fyrir þessa menn geta gert. Meðan nefnd þingmanna ,sat á fundi og var að íhuga Bren- byssu-málið, var þingi slitið. — Álit þeirrar nefndar bíður því næsta þings, enda betra að gera ekki meira veður úr því en orðið er undir kosningar. Nefnd eða ráð skipaði þó stjórnin til þess að hafa eftirlit með hervopna- smíði hér eftir. Fiskiráð var ennfremur skip- að til þess að greiða fyrir með rekstur og sölu þessa iðnaðar. “Bretar vinna Bandaríkin aftur” Með þessari fyrirsögn birtist grein í einu stórblaði New York- borgar “The World-Telegram”, s. 1. fimtudag, er sagði frá komu konungshjónanna brezku til Bandaríkjanna. Viðtökurnar syðra hafa af bæði þessu og öðru að dæma verið svipaðar og í Canada. Við landamærin tók Mr. Hull ríkisritari og frú hans á móti konungshjónunum og fylgdu þeim til Washington, D. C., á fund Roosevelts forseta og frúar hans. Var konungshjón- unum þá sýnd borgin og að kvöldi haldin móttöku veizla í Hvítahúsinu. Þar flutti for- setinn og konungur ræður þær sem birtar eru á öðrum stað í blaðinu. Til New York var komið og sagði svo í útvarpsfrétt, að kon- ungi hafi orðið starsýnt á styttu Leifs hepna við íslenzka sýning- ar skálann. Við komu konungshjónanna til Washington, er sagt að verið hafj um 600,000 manns. Til Canada komu konungs- hjónin aftur s. 1. mánudags- morgun. Heimsækja þau nú Auisturfylikin, sem þau komu ekki við að heimsækja fyr. Frá Canada verður haldið 15. júní, en áður en festar verða leystar, útvarpa konungshjónin kveðjum til Canada. Þjóðeign járnbrauta í Svíþjóð Á ríkisþinginu í Svíþjóð var nýlega samþykt í báðum deild- um stjórnarfrumvarp um að gera járnbrautir landsins að þjóðeign. í frumvarpinu felst, að stjórnin nái í sínar hendur öllum járnbrautum landsins á næstu fimm árum, sem nú eru eign einstaklinga. Allar járn- brautir landsins eru um 16,900 km. að lengd (10,500 mílur). Af þeim eru um 8,800 kílómetrar (5,500 mílur) eign eiinstakra manna, sem á næstu árum verða því sameinaðar ríkisjárnbraut- unum. Sambandsstjórnin gefur smjör f þessari viku verður byrjað í Toronto að úthluta smjöri ó- keypis til fátækra. Hefir Sam- bandsstjórnin keypt um 6 miljón pund smjörs til þessa, en um útbýtinguna sér Rauðakross fé- lagið í Canada. Menn sem tak- markaða vinnu hafa eða eru vinnulausir, fá eitt pund af þessu smjöri á móti hverju pundi er þeir kaupa. Borgin Toronto fær um 232,000 pund af smjör- inu, en afganginn aðrar borgir í Canada. 50 börn hnept í varðhald Leynilögregla nazista í Tékkó- slóvakíu, henpti nýlega um 50 skólabörn í varðhald. Börnin var verið að flytja til Zlin og var farið um sum þýzku héruðin í Moravia. Börnin úthrópuðu Þýzkaland og voru öll handtekin á lestinni. PELISSIER’S Country Club Beer A Phone 9ö 361 WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. JÚNÍ 1939 NÚMER 37. Ræður George VI konungs og Roosevelts forseta í Washington Hér á eftir fara ræður þær er George VI. Bretakonungur og Frankin D. Roosevelt forseti, fluttu í móttöku-veizlu kon- ungshjónanna 8. júní í Hvítahúsinu í Washington. RÆÐA ROOSEVELTS FORSETA Yðar hátignir: í lífi þjóða sem einstaklinga, koma fyrir atvik, sem gnæfa yfir alla aðra viðburði sögunnar og ógleym- anleg verða. Eitt þessara minnisstæðu atvika er núf að gerast í söjfu Bandaríkjaþjóðarinnar, þar sem hún á í fyrsta sinn kost á að bjóða velkominn til landsins Konung og Drotningu Breta og nábúa þjóðar vorrar, Canada, og allra þjóða hins víðfeðma Bretaveldis. Það er í senn fágæf en fagnaðarrík stund, er við munum ávalt minnug og þakklát fyrir, því hún er um leið vottur um vináttuna, sem brezku og bandarísku þjóðirnar knýta saman órjúfanlegum böndum. Vér höfum mikla freistingu til að halda fram að enginn stærri skerfur hafi verið lagður til menningarinnar og vel- ferðar öllu mannkyni, en sá, er þessar tvær þjóðir hafa gert með framkomu sinni og fögru eftirdæmi um sambúð þjóða á milli. Það er vegna þess að hvorug þjóðin hefir nokkru sinni borið hinn minsta ótta til hinnar, að milli þeirra hafa aldrei nein vígi verið reist. Það er vegna þess að hvorug þjóðin hefir óttast árás af hinnar hálfu, sem þær hafa aldrei kepst hvor við aðra í herútbúnaði. Á eitt dæmi sem nýega kom fyrir, er bæði konungurinn og eg munum eftir skal minst. Tvær óbygðar eyjar í Kyrra- hafinu urðu alt í einu að þrætuepli milli Breta og Banda- ríkja þjóðarinnar vegna þess hve ákjósanlegur flugáfangi þær eru milli Ameríku og Ástralíu. Báðar þjóðirnar gerðu kröfú til eignaréttar á þeim. Og báðar höfðu mikið til síns máls. Að hefja langa þrætu um þetta gat orðið til þess, að vekja óvild milli þjóðanna og frestaði að minsta kosti því, að eyjarn- ar yrðu notaðar til þess, er þær voru hentastar. Til að gera út um málið, var svo lagt til, að eyjarnar skyldu notaðar af báðum þjóðunum eftir þörfum og láta liggja milli hluta um að skera úr með eignaréttinn á þeim til ársins 1989. Á þetta var sæzt, svo á næstu 50 árum þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því máli. Ef hægt væri að skera á eins auðveldan hátt úr landa- þrætumálum annara þjóða og þarna reyndist, væri stórt spor stigið í heiminum til varanlegs friðar og ánægjulegra lífs og sambúðar. Og þá gætu menn enn á ný litið vongóðir og glaðir til framtíðarinnar. Megi skilningur þjóða vorra æ glæðast meir og meir fyrir þessu 0g vináttu böndin treystast. Frúr mínar og herrar! Við drekkum skál Hans Hátignar, George konungs VI. RÆÐA GEORGE KONUNGS Heimsókn Drotningarinnar og mín hingað í dag, er nokk- uð, sem oss hefir verið ofarlega í huga í margar vikur og hafi augnabliks áhyggjur gripið oss, hefir það aðeins orðið til Þess að við höfum því meir hlakkað til þessarar stundar. Eg vil þessvegna í fyrsta lagi þakka yður fyrir yðar góða boð og fyrir yðar ennþá betri viðtökur. Hvernig þér hafið tekið á móti oss í Washington, hefir snert strengi tilfinninga vorra djúpt. Og við vitum að hver einasta mínúta sem við dveljum í Bandaríkjunum, verður oss óblandinn fögnuður. Frá Canada, sem við komum og hverfum aftur til bráðlega, færi eg yður hlýjar og einlægar kveðjur nábúa og ótraúðra vina. Frá öðrum þjóðum vorum og frá Bretlandi færum vér yður einnig hugheilustu kveðjur og góðvina árnað, Um leið og vér drekkum skál yðar, herra forseti, óskum vér yður til heilla og hamingju. Vér treystum því og trúum, að saga Bandaríkjanna beri á komandi árum eins glæsilegan vott um í'kipulagðar framfarir og velgengni í öllum greinum eins og hún hefir gert til þessa. Og vér biðjum þess og vonum að þjóðir vorar megi í framtíð vinna saman að því er til vel- ferðar 0g friðar heyrir. Bauð konungurinn Roosevelt? Eftir ferð konungshjónanna brezku til Bandaríkjanna og sem þau tala bæði um sem eina hina ógleymanlegustu heimsókn, telja mörg blöð víst, að Roosevelt for- seta og frú hans hafi verið boðið til Englands á komandi hausti. Með vissu verður auðvitað ekki um þetta sagt, en ólíklegt er það ekki. Það getur verið litið svo á, að meðan Roosevelt er við völd, sé ýmislegt á móti ferð þeirri. Samt eru mörg dæmi þess að forsetar Bandaríkjanna hafi heimsótt önnur þjóðríki. Wilson, Theodore Roosevelt, Taft, Harding, Coolidge og nú- verandi forseti sjálfur hafa út úr landi brugðið sér meðan þeir voru forsetar. Hitt er þó algeng- ara, að þeir fresti slíkum ferða- lögum þar til embættistíð þeirra er lokið. FRÉTTA-MOLAR Forsetafrú F. D. Roosevelt skrifaði mjög nákvæma og greinilega frásögn af ferð kon- ungshjónanna til Bandaríkj- anna, sem birtist í blaðinu Win- nipeg Tribune og eflaust urmul blaða í Bandaríkjunum. Frá- sögn hennar birtist á hverjum degi í fjóra daga og skýrir svo að segja frá hverri hreyfingu konungshj ónanna. * * * Bæjarráðið i Winnipeg hafði það mál til íhugunar á síðasta fundi sínum, hvort ekki væri fýsilegt fyrir bæinn að koma upp stofnun til að hreinsa (re- fine) og selja gasolíu og olíu til áburðar á eigin spýtur. * * * Á morgun (fimtudag) syngja skólabörn í mörgum borgum Canada “God Save the King”, sem næst þeirri stund, er kon- ungshjónin kveðja Canada. í Winnipeg er talið að 30,000 börn taki þátt í söngnum. Mikið af deginum eftir hádegi hlýtur að fara í þetta, því ekki getur nema einn bær látið syngja í einu. Konungshjónin fara að kvöldinu, 15. júní, frá Halifax til Newfoundland og Englands. * * * Tekjuhalli fylkisstjórnarinnar í Saskatchewan nam á fjárhags- árinu sem lauk 30. apríl $643,- 485. Tekjurnar á árirni námu $20,941,715. * * * S. 1. laugardag var opnaður nýr þjóðvegur (The Pas High- way) í Manitoba. Hann er frá Mafeking og norður að The Pas. Var mikil hátíð haldin norður þar við þetta tækifæri og voru John Bracken forsætisráðherra og T. A. Crerar námuráðherra sambandsstjórnar og þ.m. fyrir Churchill þar að fagna fram- förunum með kjósendum sínum. * * * Á mánudaginn skýrði lögregla Winnipeg-bæjar frá að 9 bílum hafi verið stolið yfir síðustu helgi. Þeir voru allir fundnir á mánudag og furðu litlu stolið úr þeim. * * * Hitler hefir verið gerður að heiðursborgara í Danzig. Með Danzig tilheyrandi Póllandi, verður Beck utanríkismálaritari Póllands um leið verndari Hitl- ers, sem annara útlendra borg- ara í Danzig. Ákvæði þessu er ennfremur sú skylda samfara fyrir Pólland, að sjá um útför allra heiðursborgara í Danzig. SKEMTISKRÁ Islendingadagsins 17. júní 1939 á íslenzku sýningunni í New York Útvarpsstöðvar—11.830 mega- cycles, short wave, W2XE. Pos- sibly Canadian Broadcasting Network. Time 2.15 p.m. to 3.30 p.m. Eastern Daylight Time. 12.15 p.m. to 1.30 p.m. Winnipeg Time. Ræðumenn: Thór Thórs, for- maður íslenzka sýningarráðsins. Fiorello H. LaGuardia borgar- stjóri í New York. Grover A. Whalen, forseti sýningarinnar. Gerald P. Nye, senator fyrir Norður Dakota. Dr. Vihjálmur Stefánsson, fulltrúi Þjóðræknis- félagsins. íslenzk musik. GRÍMSEY Eyja liggur í Ægi Undir heimsskautsins baug. Þar um sumarnótt syndir Sól í hafdjúpsins laug. Varpar gullbjarma gliti. gljáir lognsléttur sær. Leiðir purpuraliti Lengra en kveldgeislinn nær. Og sem bogi í baksýn Birtast snjóþakin fjöll, Er í fjarlægðar fölva Falla í bládjúpið öll. Hefst þá röðull úr hafi Hljóminn vorraddir fá. ómar bergmál úr bjargi; Brothljóð öldunum frá. Kyrð er rofin og rabbar Rembin æður við strönd. Kría leikur í lofti, Leggst gegn strauminum önd. Hlægja langvíur löngum. Liggur álka á sæng. Vakna teistur og tirðlar Teigja ljóskvikan væng. Borgarhöfði þar brýtur Brim með útréttri mund. Eyjafótur og Flesjar Faðma víkur og sund. Svo er Sveinsstaðarani, Sem í klappirnar hjó Kröftug víkinga kvæði, Karlmanns átök við sjó. í skjóli hamranna háu Hefst mót sólarlagsátt Gróður grösugra hlíða, Er grær í brekkunum hátt. Þangað sauðfé á sumri Sækir næring og frið; Einnig elskendur tíðum Una hamrana við. En mót austri sézt rísa Yfir stormbylgju köst, Sextugt bjargið, er brýtur Brimsins eilífu röst. Er um stuðlabergsstalla * Steypist fóðöldu-hríð Bjargið brosir í kampinn: Býður hafinu stríð. Þar í íshafsins álum Aldabarátta er háð. En úr sögunni sjálfri Sumt er glatað og máð. Uvorki upphaf né endi Andi mannanna kýs Er um sólstöður sumars Sól af öldunum rís! S. E. Björnsson Á mánudaginn þann 5. þ. m. voru þau Miss Stefanía Aðal- björg Björnson og Mr. Carl H. Denbow gefin saman í hjóna- band í Minneapolis, Minn. Brúð- urin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Gunnars B. Björnson og fór brúðkaupið fram á' heimili þeirra. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður að Athens O. Thór Thórs alþingismaður frá Reykjavík á íslandi kemur fyrir þessi mánaðarmót til Winnipeg og flytur erindi á vegum Þjóð- ræknisfélagsins á eftirfarandi stöðum: f Winnipeg, mánudaginn 3. júlí. Gimli, þriðjudaginn 4. júlí. Argyle, fimtud. 6. júlí. Mountain, N. D., sunnud. 9. júlí Nánar auglýst í næstu blöð- um. Hr. Thór Thórs er sonur Thór Jensen kaupmanns og einn af mestu menta- 0g atkvæðamönn- um íslenzku þjóðarinnar. Hann er lögfræðingur og hefir með höndum auk þingmensku ýms mikilsverð störf. Hann er for- maður íslandssýningarinnar í New York, og er nú þar stadd- ur; kom þangað nýlega, en Vil- hjálmur Thór er þar fram- kvæmdarstjóri. Frá New York komur hr. Thórs hingað. * * * Guðm. dómari Grímsson frá Rugby, N. D., kom til bæjarins í gær. Hann kom til að sjá dr. Rögnvald Pétursson og aðra kunningja í bænum. * * * Frézt hefir að Gunnari B. Björnssyni muni verða boðið til íslands í sumar af stjórninni heima. * * * Halldór Gíslason frá Winni- pegosis, Man., kom til bæjarins í gær. Hann dvelur í bænum fram að. vikulokum og fer þá norður til Winnipegosis aftur en flytur 1. júlí til Leslie, Sask.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.