Heimskringla - 14.06.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.06.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 14. JÚNÍ 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA kona, Það koma fram andi: — Eruð þár stjórnandinn? spurði einhver. — Nei, svaraði andinn, eg er andi þjónustustúlkunnar hennar, og átti að segja ykkur, að því miður væri hún upptekin í kvöld. * * * Lögregluþjónninn tekur skýr- slu af stúlku, sem keyrt hafði verið á. — Tókuð þér eftir númerinu á bílnum? — Nei, svaraði stúlkan, eg hafði ekki tíma til þess, — en það var stúlka, sem keyrði bíl- inn, hún var í brúnni kápu með kraga úr blárefaskinni, stóra perlufesti um hálsinn, hafði hanska úr vaskaskinni, hárið var litað, sömuleiðis augnahár- in, augnabrýrnar rakaðar burtu og máluð í staðinn mjó svört strik, hatturinn var rauðbrúnn með fasanfjöðrum. * * * Árni Eyjafjarðarskáld var fá- tækur fjölskyldumaður. Eitt sinn fór hann út í Grímsey, og var gefin þar fiskivætt, og nokk- ur ýsubönd. Á heimleiðinni kom óveður, svo þeir urðu að kasta farminum fyrir borð. Var fyrst kastað út fiskavætt Árna og svo ýsuböndunum. Þá kvað Árni: Lifi eg enn með láni stóru, liggur það í ættinni. Ýsurnar hans Árna fóru eftir fiskavættinni. * * * Kahterine Aldridge er líklega sú stúlka, sem oftast hefir verið brúður, en þó aldrei gifst. Að standa í brúðarklæðum með við- kvæmt augnaráð, er hennar at- vinna. Hún stendur sem tízku- fyrirmynd fyrir stóra verzlun, sem aðeins verzlar með brúðar- kjóla, og myndir af henni birtast í öllum dagblöðum og tízkublöð- um. Margir ungir menn sem hafa séð myndir af henni í dagblöðun- um hafa biðlað til hennar, en “Hin fullkomna brúður” eins og hún er kölluð, hefir enn ekki rekist á hina stóru ást. Katherine fékk atvinnu sína aðeins af tilviljun. Hún fór ril fyrirtækisins til að leita að at- vinnu fyrir systur sína, en það var hún, sem fékk atvinnuna, en ekki systirin. Hún er talin vera ein hin feg- ursta kona Ameríku, og það hefir ekki svo lítið að segja. Áður var hún hraðritari með 30 dollara á viku. * * * Halidór hét bóndi í Steinum undir Eyjafjöllum, merkur mað- ur, greindur vel, tölugur og há- vaðamaður í meira lagi. — Einu sinni átti hann ásamt fleirum, er- indi út að Hlíðarenda til Vigfús- ar sýslumanns Þórarinssonar. — Vigfús kom út að fagna gestum og segir við Halldór um leið og hann heilsar honum: “Mikil rödd er yður gefin; strax sem þér komuð út fyrir Múlann, heyrði eg glöggt hvert orð, sem þér sögðuð.” Halldór svarar: “Guði sé loft fyrir heyrnina yðar og málið mitt.”—Alþbl. SJÖTllT OG FJÖGRA ÁRA JÁTNING Eg er að verða allur lúinn Á yfirborði mínu rúinn, Sálarforðinn sýnist flúinn Sigli eg því á lægri knör. Þaðan sé eg farnar ferðir Feikna ljótar illar gerðir Axaskafta undra mergðir Alt það tekur burt mitt fjör. Erl. Johnson Tvær gamlar vísur eftir sama höf. Oft vill bera upp á sker Ekki það mig langi Því er eins og einatt hér Á mér fjandinn hangi. Það eg lengi þreyti við Þraut á engi mínu Binda þvengi bundnum sið Bætir gengi þínu. ÞYRNIRUNNURINN BRENNANDI Eftir Þorkel Jóhannesson Fáar þjóðir, sem þó eiga sér nokkra sögu og taldar eru með mennigarþjóðum, eru jafn ör- snauðar að sýnilegum minning- um um störf kynslóðanna á um- liðnum öldum og vér íslendingar. Svo lítil ytri merki ber landið þjóðarinnar, sem þar hefir lifað og starfað, að gegnir mikilli furðu — við fyrstu yfirsýn a. m. k. í meira en þúsund ár hafa starfsamir menn ræktað jöpðina, bygt bæi og guðshús, sótt þroska og seiglu í stöðuga, árvakra bar- áttu við óblíða náttúru landsins, við áföll og höpp. Þessi barátta kynslóðanna, sem háð hefir ver- ið á hverju bygðu bóli, fram til heiða og út til andnesja, um mörg hundruð ára, fær manni í senn undrunar og ógnar. Svo tíðindasnauð, svo afdirfðalaus, og þó svo hörð og langvinn: Alt til dauðans. Helztu sýnileg merki hins liðna eru hrundar rústir, gleymd og vallgróin leiði. Sums staðar er ekkert annað til minja um lífið — og dauðann. En miklu víðar heldur barátta lífsins enn áfram, engu vægari en áður. Hún er jafnvel enn kappsamlegar sótt nú, en yfir- leitt háð með meira trausti og trú á framtíðina. Það er ein- kennilegt til þess að hugsa, að síðastliðin 20—30 ár skilja á- reiðanlega eftir miklu meiri ytri minjar í starfslífi þjóðar vorrar um komandi tíma en næstu þús- und ár þar á undan hafa leift. Myndi nú loks vera að renna upp sú öld, er lánast að varðveita nokkurn sýnilegan árangur af starfi kynslóðanna, þótt graf- irnar gleymist, er verði börnun- um styrkur til nýrra dáða, nýrra afreka, tengdi hið liðna hinu komanda? Við vitum það ekki, en við vonum að svo verði. For- feður okkar bjuggu skuldlaust að kalla. Reyndar níddu þeir löngum landið, en náttúrugæði þess voru líka eini höfuðstóllinn, sem þjóðin átti, eini bankinn, og þar var auðvitað líka lánað eftir föngum. En um það er nú ekki að sakast. Og þyki okkur arf- urinn í minna lagi, er sú bót í máli, að við þurfum ekki að ótt- ast neina bakreikninga, neinar kvaðir eða veðbönd. Hann er reyndar miklu meiri en auðvelt sé að gera sér grein fyrir. Skáldið Knut Hamsun ketnst svo að orði í sögu sinni um óð- alið — Börn og Tiden: “Altaf verður mikið eftir á stórri jörð, höfuðbóli, jafnvel þótt ófriður, geysi og gangi yfir”. Og þarna fer svo, að arfurinn, grafinn og týndur á ófriðarárum, kemur í leitirnar þegar mest ríður á, þegar alt sýnist þrotið — og bjargar öllu við. Því til er meiri háski fyrir gamalt óðal en hern- aður. Byltingar og umrót tím- ans, mót fornrar og nýrrar ald- ar, eru háskalegri, og illa tekst að brúa þar á milli, halda þræð- inum óslitnum, uppistöðunni, þótt nýir þættir tvinnist þar inn í. Þessi háski, þessi mikli vandi er okkur á höndum, kynslóð af- fararíkasta tímabils í sögu þessa lands. En þegar til alls kemur, stendur jafnvel byltingamaður- inn, tímamótamaðurinn, föstum fótum í fortíð síns lands og sinn- ar þjóðar hvort sem hann gerir sér það sjálfum ljóst eða ekki. Ætternið, uppeldið, tungan — á- hrif landsnis og samfélagsins, á sér djúpar rætur í fortíð þjóð- arinnar, hefir mótað insta eðli hans. í því er arfleifðin fólgin — þetta er arfurinn. Fornt spakmæli segir: Þektu sjálfan sig. En til þess að þekkja sjálfan sig þarf maður fyrst og fremst að þekkja land sitt, þjóð sína og þjóðmenningu að fornu og nýju. Þess vegna hafa þjóð- irnar jafnan tekið að leggja rækt við sögu sína og fornar minjar ættlands síns, er þeim óx menn- ing og þroski. Þess vegna er það að með menningarþjóðun- um er fátt talið dýrmætara en menningararfur liðinna kyn- slóða. Þegar um slíkt er rætt við okkur fslendinga verða viss- ar fornbókmentir ef til vill efst- ar á baugi. Kanske lika minn- ing ýmsra ágætra manna, er þjóðin hefir alið, því hverri kyn- Jslóð er það lífsnauðsyn að eiga sér afbragðsmenn, er hún geti mælt hæð sína, atgerfi sitt við. Því eins og fjöllin eru mæld þar sem þau rísa hæst, svo er þjóðin, kynslóðin mæld og metin eftir hinum beztu mönnum. í þeim rætast draumar kynslóðanna og þaðan eflist orkan að þreki og trú á lífið og eigin mátt sinn. f þeim þekkir hún sjálfa sig og þjóð sína eins og hún á að verða> vill verða og verður ef vel tekst til. En til sannrar þekkingar á sjálfri sér, eins og hún er, snýr hún sér að fortíð þjóðar sinnar, sögunni, og að landinu, sem cl hana. Þjóð vor hefir frá upphafi verið bændaþjóð, þótt nú sé þetta tekið nokkuð að breytast. Til mjög skamms tíma var næst- um því hver einasti íslenzkur maður fæddur og uppalinn við einhverskonar búskap, við sjó frammi eða upp til dala og heiða. Lifði fyrst og fremst á því, sem landið sjálft miðlaði og hafið. Þekti til hlítar dutlungavald náttúrufarsins. Kunni að not- færa sér þúsund ára gamla reynslu kynslóðanna í því að sveigja þetta vald, fara í kring um það eftir föngum, eða þola harðræði þess, ef ekki varð und- an þokað. Sigrast á því — eða deyja. Þetta land — þessi jörð, þessi vík eða fjörður var í sann- leika annar þáttur af mönnun- um, sem hér bjuggu. Svo ram- lega getur náttúran, lifandi og dauð, orðið samgróin manninum^ sem á alt sitt undir regni og sól, undir þreki sínu og þolgæði við að vinna og þola, fullviss þess, að alt veltur á því einu, hvað hann getur gert sér úr því, sem hann fær knúið þessa jörð, þess- ar svipulu bárur til að miðla — að ógleymdri reynslunni af því, hvað þolið við að svelta getur á stundum verið nauðsynlegt skil- yrði til langlífis. En hér verður heldur ekki gleymt höppunum, sigrunum, örlætisgjöfum rík- lundrar náttúru hins harðbýla lands, sem með töfrum skamm- vinnrar blíðu lætur þrautirnar þoka undan og á ávalt nóg í von- um til að mæta næstu harðind- um, svo handvís sem þau eru. Ný byltinga og breytingaöld hefir nú slitið allmikinn hluta hinnar nýju kynslóðar úr þess- um tenglsum. Hernaður nýs tíma, nýrrar aldar gengur yfir landið og þjóðina. Þar sem byggja verður af nýjum stofni er mikil þörf hinnar fólgnu arf- leifðar. Hennar er nú reyndar alstaðar þörf. Þjóðmenning vor er í hættu stödd. Tunga vor sætir meiri og viðsjárverðari á- hrifum utan frá en nokkru sinni fyrr, áhrifum sem gætu spiit henni til óbóta, ef vér erum ekki sjálfir vel á verði, en þau geta líka styrkt hana og auðgað, ef vel er á haldið. Líkt er að segja um bókmentir okkar. Við höfum um hríð verið helsti bráðfegin nýungum nýungarinnar vegna. Ekki nógu athugulir um okkar eigið, ekki nógu minnugir, ekki nógu fróðir, ekki nógu tryggir við þjóðlega menningu okkar sjálfra. Ytri merki þessa rækt- arleysis eru mörg og sum ærið háskaleg. Við eigum enga sögu, ekkert gagngert yfirlit um at- vinnu og mennigarlíf þjóðarinn- ar á liðnum öldum, enga almenna lýsingu lapdsins er svari kröfum tímans. Kannske er réttara að halda þetta tómlæti. En þessa tómlætis gjöldum við þunglega. Fátækt er ekki um að kenna, vanþekkingu ekki heldur, og þó veldur þetta hvorutveggja. Við erum að kalla nýlega byrjaðir að uppgötva fegurð landsins, i byrjaðir að skilja hana, elska hana, þrá hana. Náttúra þess er enn í harla mörgum greinum lítt ransökuð. Þar er afar mikið verk fyrir höndum. Við, sem erft höfum þetta fagra, líítt kannaða, hálfnumda land, verð- um sjálfra okkar vegna og vegna framtíðarinnar að beina öllum okkar kröftum til þess að leysa þau verkefni, sem nú voru talin. Og mörg fleiri þessu skyld. Landið, þjóðin og sagan eru eitt. Kyndill lífsins, sem örlög- in vörpuðu upp á eyðistrendur þessa lands fyrir þúsund árum, brennur enn og lýsir á hverju bygðu bóli í veru hvers einasta íslendings. Jafnvel í minning- unni, á eyðistöðvunum, þar sem kynkvísl okkar varð að þolca undan fyrir ofureflinu, tendrast hugur manns heitri, stiltri glóð samúðar, kapps og eftirsjár. — jEins og hver taug.manns endur- ómi eyðiþögnina, sem hrópar til manns, miklu máttugri en nokk- ur rödd lífsins. Heilagur er þessi staður, helgaður lífinu og dauðanum um allar aldir. Hér sérðu þyrnirunn hins stríðandi lífs. Hvar er eldurinn geymdur, sem á að tendra hann að nýju? Þessa tilfinningu, þessa reynslu, hefir enginn túlkað betur en skáldið Gunnar Gunnarsson. Eg vil ljúka þessum þætti, með lof- söng hans um eyðibýlið, ímynd ættlandsins: — Við erum staddir, margir saman á koti einu inni á grýttri heiðinni. Þar á meðal er faðir minn. Eg hefti hestana utan túns. Þetta hefir verið í meira lagi erfiður dagur. Þreyttur og yfirkominn sezt eg á sandorpna þúfu og horfi heim að bænum. Grjótgarður liggur í rústum um- hverfis túnskekilinn. Æ, hér er ekkert nema grjót, grátt grjót. Það gægist upp úr túninu, gláp- ir frá sliguðum bæjarveggjun- um. . . . Bændurnir, sem hópast heima við lágkúrulegan bæinn eru líka gráir á að líta — gráir, gráir. Og þeir eru gráir í meira en einum skilningi. Því þeir eru líka beygðir af striti, útiteknir, veðurbarðir. Álíka margir menn og hér eru nú samankomnir — álíka margir hafa bændurnir verið, sem búið hafa hér á þess- um afskekta bæ, síðan land var numið. Það getur ekki munað miku. Eg virði þessa gráu menn betur fyrir mér og sé þá, að eg þekki reyndar engan þeirra, hefi aldrei séð þá fyr. Þessir líkam- ar eru mótaðir ókunnum örlög- um, þessir andlitsdrættir ristir oddum ókunnra rauna. Hér hafa þeir átt heima, ár eftir ár, mann fram af manni, síðan landið var fundið. Búið hér og lifað af því, sem grjótið miðlaði þeim. Andi þeirra, trú og trygð gerði j grjótið frjósamt. Og ek^i að-^ eins hér, heldur á öllum grýtt-j um, gráum jröðum um landið alt hafa slíkir bændur búið, stað- j fastir synir moldarinnar. Eins og sögn segir, að haugaeldur J benni yfir fólgnu gulli, þannig' gýs nú alt í einu upp logi yfir j þessum gi’áa bæ, sem siginn er, til hálfs í jörð niður. Upp af gráu grjótinu, upp af bændum, sem bera líkingu grjótsins, stíg- ur bjartur, stiltur logi, loginn af hinum síbrennandi þyrnfrunni lífsins. Guð hefir talað. —Tíminn, 29. apríl. BLÖÐIN, MENN OG MÁLEFNI (Ort fyrir nokkru) Pólitík er kjaftakind, Kom með frétt í þáttum, Sveinbjarnar var sorgleg mynd* Sýnd með pennadráttum.** Skilningslitlum skulu send Skeytin þau í Lögbergi, Viti bofna við er kend Vakningin í Kringlunni. Örvandi. * f Lögbergi ** Hjálmars í Heimskringlu. FEDERAL GRAIN LIMITED Hefir stöðugt stutt kröfu Brackens nefnd- arinnar um betri markað fyrir afurðir bóndans og um að sjá fyrir því að þeir séu ekki sviftir sanngjörnu verði á þeim Æ F I M I N N I N G Sigmundur Gunnarsson land- námsmaður að Grund í Geysis- bygð og um langan tíma bóndi þar, andaðist að heimili sínu 3. maí s. 1. Foreldrar hans voru Gunnar Gíslasan á Syðra-Álandi í Þistilfirði og Sigríður Eiríks- dóttir frá Ormalóni. Árið 1875 kvæntist Sigmund- ur Jónínu Guðrúnu Jónsdóttir frá Undirvegg í Reykjahverfi. Þau bjuggu um hríð í æskuhér- aði sínu, en fluttu síðar til Seyð- isfjarðar. Þau fluttu til Vest- urheims 1891, dvöldu fyrst að Hnausa, síðar að Brautarhóli, en settust þá á landnám sitt og bjuggu þar um 44 ár. Konu sína misti Sigmundur 27. nóv. 1934. Börn þeirra eru hér talin: 1. Sigrún, fyrri kona Jóns Nordals, nú löngu dáin. 2. Friðrik Gísli, kaupmaður á Hnausum, kvænt- ur ólöfu Sigurbjörgu Daníels- dóttir. 3. Felix Sigurbjörn, bóndi á Grund. 4. Rannveig, gift Andrési Finnbogasyni. 5. Gunnar, d. 1928. 6. Sigurrós, Mrs. Moore, Moose Jaw, Sask. Gunnar faðir Sigmundar flutt- ist einnig hingað til lands og bjó um hríð í Winnipeg, einnig í Mikley. Meðal sysjtkina Sig- mundar voru: Gísli, er ungur fór til Svíþjóðar, og kvæntist þar, og gekk í prestþjónustu, fluttist síðar til þessa lands, og er nú dáinn fyrir nokkrum ár- um háaldraður. Þórunn Schram, Iátin á Gimli fyrir mörgum ár- um; Kristín frá Birkivöllum í Árnesbygð, einnig látin. Mrs. Margrét Anderson systir hans er á lífi, búsett í Selkirk, Man. Á heimilinu á Grund ólust upp tvær stúlkur, dætrabörn þeirra Sigmundar og Jónínu, þær Mrs. Sigríður Page og Mrs. Pearl Sig- rún Vold, gengu hin öldruðu hjón og börn þeirra þeim í góðra foreldra stað. Það var létt yfir Sigmundi heitnum og ljúft við hann að tala. Hann var maður vel greindur og glöggur á mörg sam- tíðarmál. Yndi hans og unaður voru þó jafnan íslenzk efni, ljóð og sögur, var hann og að sögn vel hagorður, sem Gunnar faðir hans. Grundarheimilið hefir jafnan verið góðleiks og gest- risnu heimili. Við hlið Sigmund- ar heitins stóð jafnan hin ágæt- asta kona, er allra mein vildi græða og úr hverri þörf bæta. Gleði og lipurð í framkomu, sam- fara hjálpfýsi í hvívetna hefir og verið höfuð einkenni systkin- anna frá Grund. Sigmundur náði háum aldri, varð 89 ára fullra og naut sín vel fram á síð- ustu ár. Hann naut góðrar um- önnunar, Mrs. Vold fósturdóttur sinnar, og mikla trygð sýndu börn hans og barnabörn við heimilið á Grund. Felix sonur hans hefir aldrei að heiman far- ið og var jafnan stoð foreldra sinna, ásamt Gunnari syni þeirra er lézt ungur maður sem að er vikið. Útförin fór fram þann 5. maí frá heimilinu að Grund og Geys- iskirkju, að viðstöddu mörgu fólki. Minningin um Sigmund Gunnarsson er björt og hlý, minning um skyldurækinn mann ljúfan og glaðan samferðamann og góðan föður. “Þú að dauða þjáðist nóg Þreytti faðir, sof í ró.” S. ólafsson GAMAN OG ALVARA Er hægt að nota vatn sem eldsneyti? Eftir Ernest Nibbs, R.N. Það var í júlí 1915, þ*egar eg var aðal-umboðsmaður í Banda- ríkjunum og Canada fyrir her- flotadeild Englendinga, að eg fékk með símskeyti skipun um að fara til McKeesport og rann- saka nýtt eldsneyti er maður nokkur þar, John Andruss að nafni, kvaðst hafa uppgötvað, og nota mætti í stað gasolíu. Eg kom til McKeesport kl. 11 að morgni og skilaði taxi-stjór- inn mér að lítt-hirtu, tvílyftu timburhúsi, sem mér var hleypt inn í eftir að eg hafði skýrt frá erindi mínu. Þar tók á móti mér maður, er nefndist Dr. R. Chambers, sem var í félagi við John Andruss, eins og fram- kvæmdarstjóri. Er hann hafði kynt mig félaga sínum sagði hann mér að inni í stofunni væru þrír fjármálamenn frá New York og spurðý hvort eg vildi koma inn þangað með sér, en segja ekkert um ferðir mínar fyr en búið væri að sýna þeim og gera verklega tilraun með um- rætt efni og þeir væru farnir. Mér þótti ekkert að þessum ráða- gerðum, og var svo gerður kunn- ugur herrunum frá New York, er mér virtust þó ekki líta út sem mjög verulegir “fjármálamenn” eftir viðræðum þeirra og fram- komu að dæma. Við fórum svo allir inn í ný- legan Packard-bíl og ókum eitt- hvað út á land, eftir hálftíma keyrslu var numið staðar í akri þar sem stóð á árbakka, hlöðu eða hús, sem í voru tvö herbergi. í öðru þeirra stóð vanalegur hús- hitunar-gufuketill, og lágu úr honum pípur gegnum skilrúmið milli herbergjanna; þar tók við slanga, er hringuð var ofan í stórt tin-ker fult af köldu vatni, en opinn endi slöngunnar lá á barmi einnar gallónu gler- krukku. Eg veitti svo athygli öllu sem þarna var gert, og sá ketilinn fyltan af vatni gegn um handar- rúrtit op, en ketillinn var tómur þegar við skoðuðum hann fyrst. Hreinu áarvatninu var ausið í ketilinn með fötu og Andruss helti svo úr 8-únzu glasi ein- hverju fljótandi efni saman við vatnið í katlinum. Svo var lokið látið á opið og eldur kveiktur undir. Eftir liðugan klukku- tíma fór hreint og litlaust fljót- andi efni að leka í dropatali úr slöngu-endanum niður í gler- krukkuna. Meðan á þessu stóð var Dr. Chambers að skýra New York herrunum frá því, að hin nauð- synlégu kemisku efni til þessa verks mætti fá keypt í hvaða lyfjabúð sem væri í Bandaríkj- unum — að þau mætti fram- leiða mjög ódýrt og í stórum stíl i hvaða landi sem væri. Hann sagðist hafa nokkuð af þessu efni í vasa sínum, tók upp litla öskju og úr henni hvítleitan mola. Sagði hann að efni þetta hefði í sér fólginn ægilegari kraft og bað okkur að fara ögn frá áður en hann kastaði broti af molanum í opið vatnskerið. Efnið hagaði sér eins og fosfór eða kali í vatninu og þeyttist um yfirborð þess með hvæsi og rjúk- andi usla svo að fjármálamenn- irnir hrukku lengra frá og hróp- Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.