Heimskringla - 12.07.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.07.1939, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚLÍ 1939 TÁKNMÁL KIRKJUNNAR Fyrirlestur eftir Séra Jakob Jónsson I. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að í kaþólskum kirkjum er meira af skrauti og viðhöfn en í mótmælendakirkjum. Nær það bæði til kirkjunnar sjálfrar og guðsþjónustunnar. Þó er mikill munur á því, hvaða deildir mótmælendakirkjunnar eiga hér í hlut. Enska þjóðkirkjan hefir t. d. reynst einna fastheldnust við forna siðu og er í mörgu lítill munur á henni og kaþólsku kirkjunni. Aðrar enskar kirkju- deildir hafa gerst miklu róttæk- ari í þessum ef num, og hin mikla canadiska kirkjudeild — The United Church of Canada — hefir eindregið fylgt stefnu Presbyteriana. Kirkjurnar eru í rauninni ekkert annað en fyr- irlestrasalir og söngsalir. Lút- erska kirkjan á Norðurlöndum hefir ekki haldið eins miklu og anglikanska kirkjan, en þó meiru heldur en presbyterianar. Þar eru ólturu í kirkjum, altaristöfí- ur, ljósastikur, messuskrúði o. s. frv. Hér vestan hafs hefir lút- erska kirkjan meðal fslandinga skifst nokkuð í tvö horn. Sum staðar eru kirkjurnar að mestu í hinum eldra stíl, svo sem að Mountain og Selkirk, en þær finnast mér vera einna íslenzk- astar kirkjur, sem eg hefi komið inn í. Annars staðar, svo sem í Kandahar, hefir hinni stefn- unni verið fylgt. En í öllum lúterskum kirkjum hér hefir messuskrúðanum verið varpað fyrir borð, en háskóla-hempan tekin upp, að enskum sið, og þó ekki alstaðar. Meðal sambands- safnaðanna hefir presbyterian- sku stefnunni verið fylgt út í æsar, bæði að því er snertir kirkjuna og prestinn. Það yrði of langt mál að rekja sögu þessarar þróunar, en eng- inn vafi er á því, að sú saga mundi leiða margt merkilegt fram á sjónarsviðið. Sumstaðar munu breytingarnar hafa verið innleiddar meira af kappi en forsjá, og ekki hefir það ávalt verið gert af mikilli hlífð við tilfinningar listrænna manna. — Bandaríkjamaður einn, Ralph Adams Cram, skrifaði árið 1937 grein í eitt af útbreiddustu tíma- ritum Bandaríkjanna (Atlantic Monthly), þar sem hann ræðir um afstöðu kirkjunnar til feg- urðarinnar. Honum finst sið- bótin hafa valdið all-harkara- legri breytingu. í Evrópu, segir hann "þurfti ekki annað að gera en að brjóta upp ölturin, skrínin, grafhvelfingarnar, — mölva lit- uðu gluggana, hvítþvo málaða veggina, skemma myndastytt- urnar, rífa niður skipið á einum stað, kór eða þverskip á öðrum. í hinni tómu og afhelguðu hús- greind var svo hafin ný tegund af guðsþjónustu, sneidd feg- urð í sérhverri mynd, — verkið var fullkomnað." (Atl. Monthly. okt. 1937). f Bandaríkjunum segir Mr. Cram, að ekki hafi verið nein gömul kaþólsk list, sem þyrfti að eyðileggja, en aftur á móti hafi verið nauðsynlegt að byggja einhverskonar samkomuhús, þar sem ekkert tækifæri var gefið til þess að koma listaverkum að, nema helst með því að hafa hús- ið sjálft sem fegurst. En menn urðu að gera sig ánægða með það allra nauðsynlegasta. — "Skelin," eins og hann kemst að orði, gat svarað sér vel, verið látlaus að formi, og samvizku- samlega bygð, en að innan var hún eins köld og drungaleg og guðsþjónusturnar, sem í henni voru haldnar." Meginatriðin í þessari lýs- ingu eru rétt; og hið sama mun eiga við um siðbótatímabilið á öllum löndum. Meðan mannkyn- ið skilur ekki betur en það gerir samhengið í trúarlegri þróun, verður því jafnan á að fleygja skilmálalaust fyrir bjöfg því sem í stundaræsingu sýnist ekki hafa lengur gildi. Eg hugsa stundum um það, hvort ekki muni hafa verið eitthvert varanlegt lista- verk meðal goðamyndanna, sem Þorgeir lögsögumaður lét fleygja í Goðafoss. Verið gat jafnvel, að eitthvert þeirra hefði eins vel sómt sér í kirkjunni og hof- inuv engu síður en kirkjuhurðin gamla á Valþjófsstað, er sumir álíta að sé upprunalega frá hof- inu. Og þegar Gissur biskup Einarsson lét brenna krossa og myndir úr kirkjum, að lútersk- um sið, er hætt við því, að eitt- hvað hafi farið forgörðum, sem hefði mátt standa í kirkjum landsins enn þann dag í dag. En ástæður eru til alls. Eng- AFMÆLISVISUR TIL FRÚ HELGU STEPHANSSON Á áttræðis afmæli hennar 3. júlí 1939 "Ástavísur til Helgu' "Þegar daggperlan titrar svo tindrandi skœr, Og um toppinn á rósunum gljár, 'Þé. minnist eg glóeyga, grátfangna mær A þín guðblíðu skilnaðar tár. Þegar leiði mltt grænkar og gleymdur eg er- Þar í gröfin'ni draumlaust eg sef— í>itt nafn skal þá lifa til lofsældar þér I þeim ljóðum sem kveðið eg hef." Stephan G. Stephansson Mín ósk og bæn er óframkvæmd í verki! Og árin þín: Bera gleggri gæfu og dygða merki En geta mín! Því lán þitt var, að líða unna klæða! Og Hfa þraut: Þú hefir kunnað kuldasár að græða Á klaka-braut. Þvj sigurvonum veittir þú að málum í vilja hans: Sem vakti ljóða-líf í skygnum sálum, Að leiðsögn manns. Þú studdir skáld við starf, að friðar biðja! Og stuðla brag. Og verk þín reynast ósérpiægin iðja, í allra hag. Og áttatíu ár á lífstarfsvegi Er æf i löng! Og þó að haustið halli sumardegi Er hlýtt á söng! Því æfistarf þitt auðnutillag greiddi í afrek hans: Er besta Ijóð — af Bragahörpu leiddi Um bygðir lan's! Jakob J. Norman. inn skyldi halda, að þessir niður- rifsmenn hafi sjálfir litið svo á, að þetta væri gert af löngun til að eyðileggja . Þvert á móti. Þeir sviftu skrautinu og fegurð- inni burtu blátt áfram af því að þeim fanst einmitt það miða að eyðileggingu annars, sem var æðra og varanlegra. í fyrsta lagi var ástæðan sú, að í kaþólskri tíð voru mynd- irnar svo óskaplega misbrúkað- ar, að ekki var nokkuru lag líkt. Þeir, sem voru kunnugir á Rúss- landi meðan grísk-kaþólska kirkjan hafði þar skilyrðislaus völd og áhrif, munu fara nærri um, hvað við var að etja á miðöldunum. — Upphaflega áttu dýrlingamyndirnar að minna á göfuga guðsvinl, sem væru mönnum til árnaðar í öðr- um heimi. En á miðöldunum voru það myndirnar sjálfar, sem hlutu tilbeiðslunnar.—Trúrænir helgidómar voru orðnir að eins- konar töframeðölum, og notkun þeirra f jarlæg hinu andlega gildi, sem þeim í fyrsta lagi hafði ver- ið ætlað. Það fór því líkt fyrir frömuðum siðbótarinnar og Páli postula nokkrum öldum áður, þegar hann kom til Aþenu. Það munu ekki hafa verið lítið af listaverkum, sem hinn gríski andi hafði skapað til prýði á helgistöðum sjálfrar höfuðborg- arinnar. En Páll frá Tarsus, þó mentaður og mikill maður sé, lítur öðruvísi á hlutina. Postula- sagan segir: "En meðan Páll beið í Abenu, fyltist andinn í brjósti honum sárri gremju, er hann sá að borgin var full af skurðgoðum." (Post. 17, 16). í öðru lagi voru kirkjurnar rúnar skrauti sínu, af því að það þótti tildur, sem að vísu væri fallegt, en leiddi hugan um of að því ytra. Það var lögð á- hersla á það, að hið andlega eitt hefði gildi og guðsdýrkunin gæti því farið fram hvar sem væri og hvernig sem umhorfs l væri, án alls ytri útbúnaðar. Og reynslan sýndí að kraftur heilags anda gat sollið í hjörtum manna I í kumbal'da/legum hjöjlum og skrautlausum útihúsum engu síður en í viðhafnarmiklum dóm- This advertisment is not inserted oy the Government Liquor Control Commission. The ' Commission is not responsible forstatements made as to quality of products advertised. kirkjum, Og stundum fremur. En það fór hér sem oftar, að vandi er að sigla milli skers og báru. Og nú er svo komið, að á síðari áratugum eru þær raddir aftur að verða háværari, sem krefjast meiri fegurðar inn í kirkjurnar, í útliti og athfanir, engu síður en í söng og hljóð- færaslátt. En það má segja hinni lútersku kirkju til hróss, að hún Iagði meiri stund á það en aðr- ar kirkjur að skapa alþýðlegan. þróttmikinn kirkjusöng, á grundvelli móðurmáls og alþýð- legra söngvaerfða hverrar þjóð- ar. Af því kemur sá munur, sem er á kirkjulegum söng á Norðurlöndum og í hinum enska heimi. Meðal þeirra, sem hafa ritað um sambandið mílli lista og guðsdýrkunar, er t. d. prof. Wil- frliam James, sá er ritaði hina frægu bók um margbreytni trú- arreynslunnar. Er hann jafnan talinn eitt af stóru Ijósunum á himni heimspekinnar og sálfræð- innar. Prof. James heldur því fram, að af því að kaþólska kirkjan á vissan hátt fullnægir fegurðartilfinningu fólksins bet- ur en aðrar kirkjur, muni mót- mælendakirkja ekki geta gert sér von um, að margir komi yfir til hennar frá kaþólskunni, jafnvel þó að trúrænn skilningur mótmælendakirkjunnar risti dýpra (Varieties of Relig. Exp. 38. impression 1935, bls. 461.) Einn af prófessorunum við háskólann í Winnipeg, sem er að minsta kosti vel þektur í Norð- ur-Ameríku, dr. Henry W. Wright, hefir líka talað um gildi fegurðarinnar í guðsdýrkun manna. Það er í bók hans, "The Religious Response" (1929). — Hann segir meðal annar: "Þegar eitthvað er viðurkent fagurt, þá munu hinir margbreyttu og skyldu eiginleikar hvort sem þeir koma við formi eða lit, ljósi og skuggum, eða tónum og hrýnj- andi, styðja og efla hver ann- an, svo að þeir falla í æ dýpra og fullkomnara samræmi hver við annan. Þetta samræmi er svo náið og svo áhrifamikið, að þíið aðskilur hlutinn frá hinu ytra umhverfi og sýnir hann í öðru Ijósi. Því er það, að eg verð frá mér numinn af að sjá opið hafið þenjast út, fyrir utan kollóttan tangann, og yfðar öld- urnar blika og glampa af litum himinsins við sólarlag: Þá verð- ur sjón mín ekki aðeins hafin yfir það, sem kringum mig er, heldur verð eg mintur á hina stöðugu þætti mannlegs lífs, hið sí-breytilega útlit þess, ógnandi baráttu, dökkva undirstrauma, dularfullan sjónhring". (bls. 128). — "Þetta birtist á greini- legan og sannfærandi hátt í öll- um fögrum hlutum, hvort sem háttúran framleiðir þá eða mennirnir, í öllu landslagi, fuglasöng og rós-knappi, eða málaðri eða mótaðri mynd, eða tónsmíð eða byggingu, sem vér viðurkennum eða njótum vegna fegurðar. Vegna hins djúpa samræmis milli eiginleika sinna, birta þessir hlutir hina instu einingu hinnar raunverulegu til- veru í einhverri þýðngarmikilli mynd sinni eða ástandi." (129. bls.). Annars staðar í þessu sama riti gerir Dr. Wright grein fyrir því, hvernig fegurð í guðs- dýrkun veki hjá mönnum svip- aða tilfinningu eða tali til manna á sama hátt og fegurð annars staðar. Guðsdýrkunin styrki hjá manninum tilfinninguna fyrir því, að hann sé í sambandi við Alheimsandann, — og að kærleikurinn tengi hann við guð Eg vil ekki rekja lengra skoð- anir þessara lærðu manna né annara, til staðfestingar því, að sálarfræðingarnir eigna fegurð guðsþjónustunnar mikið gildi. - Mig langar í þess stað að gera ofurlitla grein fyrir því, hvernig þessi sama skoðun mótast í mín- um eigin huga: Setjum svo, að eg komi inn í dómirkju Kaupmannahafnar. — Uppi yfir altarinu eru hin aðdá anlega líkneskja Thorvaldsens af Kristi, þar sem hann breiðir faðminn móti öllum þeim, sem erfiða og þunga eru hlaðnir, og segir: "Komið til mín". — Hvernig er þetta listaverk orðið til? Hendur listamannsins meitluðu marmarann? En hver stjórnaði þessum höndum? Það var andi hans.—Fegurð og sam- ræmi listaverksins er J»ví opin- berun þeirrar fegurðar og sam- ræmis, sem bjó í huga manns- ins, meðan hann var að móta það. Og einmitt þessar stundir, sem hann vann að því, var hug- ur hans gagntekinn af áhrifum annars anda, sem var æðri en hann sjálfur, anda Jesú Krists Það er því, þegar alt kemur til alis, andi hins milda og miskunn- sama Drottins, sem þarna kem- ur til móts við mig og býður mér að leita til sín, þegar byrði lífsins verði mér of þung. f þessu dæmi stendur sérstak- lega á, að því leyti, að hin fagra mynd prédikar ákveðinn boð- skap. Vér skulum því reyna að gera oss grein fyrir þessu á ann- an hátt. Myndin er aðeins einn liður í því, sem sézt. Þú kemur ef til vill inn í kirkju, þar sem blóm og litir og ljós draga fyrst og fremst að sér athyglina. Um- hverfið sem heild er fagurt og vekur hjá þér fögnuð, eins og allir fagrir hlutir gera. Eg held, að orðið fögnuður sé af sama stofni og orðið fagur. Gleðin cr sú tilfinning, sem vaknar í brjósti þér, við að heyra fagurt lag eða. sjá fagra sýn. Það or sú tilfinning, sem margur meðal kirkjufólksins hefir fulla þörf á —¦ og um leið sú tilfinning, sem undirbýr jarðveginn fyrir fagn- aðarerindið. Fagurt umhverfi prédikar fagnaðarerindið eins vel og nokkur ræða getur gert. Það var eit af einkennum sið- bótarfrömuðanna að leggja meiri áherslu á "orðið" en kaþólska kirkjan hafði gert. En því er miður, að um leið hefir minkað skilningur á því, að það er fleira "orð" en það, sem ,talað er með munninum og heyrt með eyr- unum. II. Á þjóðminjasafninu í Reykja- vík er all-mikið af dýrlingum, sem sloppið hafa lítið eða ekkert meiddir úr hreinsunareldi sið- bótarinnar. Sumir eru listaverk af miklum hagleik gerð. Aðrir eru svo ljótir, að manni blöskrar, að þeir skuli hafa verið sálu- hjálparmeðal í kirkjum. En á- stæðan er þó augljós. Þessar myndir voru ekki settar upp í kirkjunum vegna þeirra sjálfra, heldiff vegna þess, sem þær áttu að minna á. Jafnvel þó að María mey, með Jesúbarnið í kjöltu sinni, væri svo herfileg ásýndum, að það gengi guðlasti næst undir öðrum kringum- stæðum, þá var hún þó þarna til þess að minna á það,, að hinn harði og hefnigjarni Drottinn, sem svo oft var prédikaður í kirkjum miðaldanna, hefði þó einu sinni verið barn í skauti móður; og að mildin, mannúðin og kærleikurinn gæti enn verið meðalgangari guðs og manna. uk myndanna voru teikn eða tákn, sem skyldu merkja sér- stakar hugsanir, minna á sérstök sannindi. Slíkt táknmál hafði þróast um aldaraðir, alla leið frá dögum frumkristninnar, og jafnvel frá enn eldri tíð. Það yrði of langt mál að telja upp þótt ekki væri nema þriðj- ungur allra þeirra tákna og ytri merkja, sem sjá mátti, heyra eða finna í fornum kirkjum, bæði við vessu og þar fyrir utan. í síðasta hefti unitariska tíma- ritsins "Christian Register" (15. júní) er birt erindi, sem prof. Sperry frá guðfræðideildinni við Harvard flutti á ársþingi Uni- tarasambandsins í vor, (í maí). Þar segir hann meðal annars: "Um leið og þú kemur inn í kristna kirkju, sérstaklega ef um miðalda dómkirkju er að ræða, ertu sannarlega kominn inn í heim táknmálsins. Hið kristna táknmál sýnist hafa byrjað í katakombunum, og hið forna merkjamál þeirrar neðanjarðar- veraldar hefir að sumu leyti haldist til vorra tíma. Rósir og blómskrýdd engi minna á himininn. Fiskur, stafað með grísku bókstöfunum, benda til nafnsins: "Jesús Kristur Guðs Sonur Frelsari", og þar sem fiskur var önnur tegund þeirrar fæðu, sem mannfjöldinn var mettaður með, táknaði hann samband Krists og hin trúaða manns. Vínviðurinn benti til kvöldmáltíðarinnar. pálmarnir voru tákn þess, að kristindómur- inn sigrar heiminn. Akkeriö merkti hina himnesku von kristins manns. Skipið var örk kirkjunnar, sem bar menn yfir storm-sjóa lífsins. Hjörturinn, benti eins og í sálmunum, til þorsta sálarinnar eftir guði. — Dúfan, sem lækkar flugið, þýddi komu heilags anda." o. s. frv. Þannig heldur prof. Sperry á- fram. Þegar eg var prestur á Norð- firði, var ein kenslUstund með fermingarbörnunum venjulega í því fólgin, að við athuguðum kirkjuna að innáh og það tákn- mál sem þar var notað. Furðu mikið gátu börnin fundið út sjálf. Altarið var í austri, í sólaruppkomustað, og prestur- inn sneri sér fyrir altarinu í samræmi við sólarganginn. Sama hugsunin og í nýárssálmi Matt- híasar, þar seni hugsanirnar um sólina og Krist eru ofnar saman. Ljósin mintu á ljós heimsins, ljós sannleikans; skírnarlaugin á hreinleikan. Hið hvíta rykkilín, er presturinn skrýddist utan yfir svarta hempuna, meinti það, að hinn breyzki maður skyldi íklæð- ást skrúða fagurs lífernis. Og rauður, gullbryddur hökullinn með gyltum krossi var sýnileg áminning um það, að sjálfsfórn og eigingjörn þrjónusta skyldi einkenna líf hins endurfædda manns. Origenes kirkjufaðir sagði, að táknmál kirkjunnar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.