Heimskringla


Heimskringla - 12.07.1939, Qupperneq 3

Heimskringla - 12.07.1939, Qupperneq 3
WINNIPEG, 12. JÚLÍ 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA væri bók hinnar ólærðu. Eg man, að mörg af fermingarbörn- unum mínum höfðu gaman af að líta í þá bók. Framh. SETTU MARKI NÁÐ: Samvinna í stað samkepni Það er mjög sjaldgæft, að sjá greinar í íslenzku blöðunum um fiski-mál og síðst af öllu ritaðar af fiskmönnum sjálfum. Eg minnist að hafa séð rit- gerðir eftir fiskikaupmenn og þá síðustu af því tæi, eftir Mr. G. Jónasson, núverandi fram- kvæmdaastjóra Keystone fiski- félagsins; hann hvatti fiskimenn til samtaka og eina leiðin fyrir þá væri að mynda félagsskap sín á milli til að reyna að halda rétti sínum gagnvart hinum stærri; þar við á eg alla smærri og stærri fiskikaupmenn; því að því hefir verið haldið fram, að fiskikaupm. hafi haldið verði á fiski óþarflega lágu til fiski- manna. Þessari. hugmynd Mr. Jónassons var mjög vel tekið af fiskimönnum og eftir lítinn tíma voru fiskimannfélög stofnuð, víðsvegar fram með Winnipeg- vatni, með einni sameiginlegri stjórn, og formaður þess kosin fiskimaður. En að litlum tíma liðnum, gerðist hann formaður einnig fiskikaupmaður og stækk- aði umsetningu, sem fiskimenn í stórum stíl. Nú eftir að þessi fiskmanna félagsskapur var fyrst stofnaður virtist sem að fiskimálaráðuneytið í Manitoba tæki tillögur fiskimanna félags- ins töluvert .til greina, og jafn- vel meira en tillögur fiskikaup- manna svo hagur fiskimanna virtist eiga bjartari framtíð en áður hafði verið. Nú voru góð ráð dýr; hvað áttu fiskikaup- menn að gera til að hafa alt í hendi sinni, eins og áður hafði verið hér á Winnipeg-vatni. Jú ein leið var líklegust, það voru samtök sín á milli, svo sterk, að engin “bryti á bak aftur, hvorki fiskimenn né stjórnin. Þeir skiftu með sér fiskimönnum þannig, að enginn sem skuldaði gat skift um verustað, nema sá sem flutt var til, borgaði yfir til þess sem flutt var frá, þá skuld sem á flytjanda hvíldi. En þeir fáu sem á eigin fótum stóðu fjárhagslega, máttu fiska hvar sem þeim bezt líkaði, og kalla eg það mikil hlunnindi í lýðfrjálsu landi. Ein aðal-ver- tíð á Winnipeg-vatni er hvítfiska veiði; hún er mjög kostbær, en sú hefir verið bót í máli, að verð hefir verið gott á hvítfiski und- anfarin ár, en fiski upphæð tak- mörkuð af stjórninni, 1(4 (hálf önnur) miljón pund til 2 miljón pund á ári; sú á seinni árum var frá 3—4 miljónir fyrir 5—6 árum, en öllum hefir verið frjálst, að kaupa leyfi til þeirrar veiði undanfarin ár; en báta- fjöldi er orðin svo mikill, að ó- mögulegt var að hafa kaup, að ekki sé nefnt að græða á þvi fiskiríi, jafnvel með þessu háa verði, Eina vonin var að verða hæðstur, þá gat skeð maður hefði kaup fyrir þá sem hepn- astir voru, en þá voru hinir lægri þeim mun meira í skuld, því pundatalan, sem fiskuð var, hrökk ekki fyrir kostnaði. En bíðum nú við. Hverjir bygðu flesta bátana, sem orsökuðu þennan bátafjölda á vatninu? Það voru fiskikaupmenn en ekki fiskimenn, sem bygðu þá flesta, og annaðhvort gerðu þá út sjálf- ir, eða leigðu fiskimönnum þá yfir vertíðina, náttúrlega með því eina móti, að þeir fiskuðu fyrir bátaeiganda. Allar hvít- fisks verstöðvar í kring um vatnið eru eign fiskikaupmanna, hver fiskikaupmaður hafði ver- stöð útaf fyrir sig, og þá var um að gera, að hafa sem flesta báta í hverri verstöð, til að ná í sem mest af fiskiupphæðinni; svona gekk það nú síðast liðin ár, að þeir fiskikaupmenn bygðu 1 báta, hver í kapp við annan til að ná í sem mest af veiðinni. Nú sjðast liðið haus.t, þegar komið var heim úr haustvertíð, koma þær fróttir í hérlendum blöðum, að öll stóru fiskifélögin, vilji fá vötnin lokuð fyrir hvít- fiskveiði, sökum markaðsleysis, ómögulegt að selja á svona háu verði. Hvað átti nú að gera? Nú voru góð ráð dýr fyrir fiskikaup- menn, sem nú áttu flesta fiski- bátana á vötnunum og sumt af flutningabátunum líka. Að sjá það alt liggja í höfn yfir heila vertíð, var til of mikils mælst. Eitthvað varð að gera; að fara á fund stóru félaganna, var það fyrsta, og.svarið hjá þeim var: Við höfum nógan fisk í kælihús- unum í heilt ár eða afnvel meira en það, því salan er treg á þessu háa verði, en eitt getum við gert við skulum kaupa af ykkur á lægra verði, sömu upphæð og undanfarin ár. Við þeirri til- lögu var þagað þá í svipinn, en nú varð að finna einhver ráð. Það var aðeins ein leið fær, um það var ekki að villast. Það var samvinna í stað samkepni. En nú voruu tvær leiðir færar á samvinnu grundvelli, önnur að segja skilið við stóru félögin og selja sjálfir beint suður til stóru félaganna í Bandaríkjunum. Nei það er of mikil áhætta, við skul- um ekki leggja út á þá hálu braut. En hver ráð getum við þá fundið til að nota okkur þetta tilboð félaganna? Jú. samvinna, algerð samvinna. Ó, bara við gætum unnið stjórn- ina á okkar hlið, þá er leiðin opin, en umfram alt, nú verðum við að standa saman sem einn maður; hérna er pappír, hér er penni, ^og þarna situr skrifar- inn, við skulum gera uppkast strax, því ekki er að vita nema fiskimannasamtökin vakni. Með 160 báta eins og var í fyrra, er ómögulegt að gera út með lækk- uðu verði á fiskinum, en segjum ef ekki væru nema 50 bátar að veiðum, að ná í þessa 1(4 miljón, þá er hægt að koma út með góðan hlut, þótt verðið sé lægra. Já, þetta er eina leiðin, en hvernig eigum við að jafna veið- inni á milli okkar? Það er auð- velt, við miðum við bátafjöldann, sem við undanfarin ár höfum haft. Síðastliðið ár voru það 12 þúsund pund á bát að jafnaði, en nú með 50 bátum, verða um 30 þúsund á bát, svo með öðrum orðum, við höfum svo mörg þús- und fyrir hverja verstöð, eða hvern fiskikaupmann. En hvað er um þá fáu og smáu fiskimenn sem eiga net og báta sjálfir, ætli þá mundi nú ekki vanta að fara líka, fremur en sitja heima með tómar hend- ur og sjá net sín og báta verða eyðslu tímans tannar að bráð. Og það verða þeir sjálfir að sjá um. Það tilheyrir ekki okkar félagsskap, og svo hafa þeir samtök sín á milli, bara þeir verði ekki á undan inn á stórn- arskrifstofurnar. Þá er nú niðurstaðan fengin og á lappan komin, aðeins eftir að skrifa nöfn ykkar undir, fé- lagsbræður góðir; og það var gert í mesta bróðerni, að 1—3 undanskildum, sem seinna munu þó komið hafa á nafnalistan. En nú var að fá stjórnina til að breyta lögunum. Fyrst að selja ekki nema 50 leyfi, í stað 160 eins og s. 1. ár, og að selja ekki leyfi nema þeim útvöldu, nefni- lega fiskikaupmönnum, og annað að fá veiðitímanum breytt. — Undanfarin ár hefir veiði byrjað í júní, en nú ekki fyr en í júlí. Nú mun hafa komið til orða, hvort betra mundi vera að senda breytingartillögurnar í lokuðu umslagi, beint á skrifstofur stjórnarinnar eða ná tali af fiskimálaráðunautum utan veggj a stj órnarbyggingarinnar, og mun það hafa tekist, víst einu sinni ef ekki oftar. Jafnvel hafð- ir til kvöldmáltíðar, eða að iminsta kosti til miðdegisverðar, ; meðan að í pottinn var verið að * búa, og er slíkt sízt á orði haf- andi, því marga og góða máltíð munu fiskimenn hafa þegið hjá fiskikaupmönnum fyrir lítið end- urgjald. Nú má fljótt yfir sögu fara. Tillögur fiskikaupmanna fengu svo góðan byr hjá stjórninni, að 1 þær eru nú orðnar að lögum, sem annaðhvort var, í landi frelsisms. En við þesair fáu fiskimenn sem net og báta átt- um sjálfir, sitjum nú heima og bíðum með óþreyu eftir fréttum norðan frá verstöðvunum, því um þennan tíma árs, er okkur óeðlilegt að sitja heima, í flugna- eldi og sólarhita. Eg skrifa ekki þessar línur til að ásaka nokk- urn sérstakan mann, heldur að- eins til þess að ef verða mætti til að opna augu manna fyrir því, hvað samvinna má sín, ef saman er staðið ^inhuga, og þótt auðvitað þessi samvinna stefni í öfuga átt, við það sem hefði átt að vera, að því leyti, að þeir meiri máttar, lögðu undir sig hinn minn máttar. Þá er það samt ljós vottur þess, hvað sam- vinna má sín. Eg vildi nú óska að þessi fáu orð, sem hér hafa verið sögð, yrðu til að opna augu fiskimanna til þess að svona lag- að fyrirkomulflg, eða aíðferö, yrði ekki beitt við þá aftur. Já, mjór er mikils vísir, segir gamall málsháttur.. Eg játa auðvitað eftir 17 ára reynslu sem fiskimaður á Win- nipeg vatni, að það er langt frá að vera arðsöm atvinna, en þó eru nokkrir, sem betur fer, sem hafa komist sæmilega af, og flestir flotið þessi síðustu og verstu ár, án stjórnarstyrks; auðvitað hafa sumir orðið að hætta sökum skulda, og þser skuldir hafa þá vanalega verið styrkaðar út en engin fiski- kaupmaður orðið að hætta, sök- um þeirra þúsunda sem út hafa verið strykaðar eða aldrei verða borgaðar. í fáum orðum sagt, þá er nú settu marki náð af fiskikaupmönnum og fiskifélög- um hér við Winnipeg-vatn; þeir hafa náð einkaleyfi á hvítfiska- veíði, með hjálp lýðstjórnarinn- ar, sem nú situr við völd. Auð- vitað á nú víst að gefa öllum tækifæri, næst þegar söluskilyrði batna, ef til vill strax á næsta ári, Framtíðin bi’osir við þeim minni máttar, undir eins og tím- arnir batna af sjálfu sér, því svona lagað sjá allir að er ekki mönnunum að kenna, heldur utan að komandi áhrifum, sem engum verður víst fært að skilja í náinni fit'.mtíð. , Beztu óskir til Heimskringlu, hún er altaf kærkomin gestur til mín, sérstaklega fyrir frjáls- lyndi hennar í öllum málum, hvort heldur eru andlegs eða veraldslegs efnis. Sagan sem hún nú flytur er ein með þeim beztu sem fluttar hafa verið í seinni tíð. Þá má ekki gleyma hinum mörgu og góðu greinum hennar um almenn þjóðfélags- mál. Uppeldi foreldranna, er grein sem er í tíma töluð, hún ætti að vera lesin af öllum jafnc, giftum sem ógiftum. Með kærri kveðju til Heimskringlu og kaup- enda hennar og beztu óskum um langa og gæfuríka framtíð. Einn af þeim útskúfuðu. ÁVARP TIL ALLRA ISLENDINGA Síðan útsala sterkra áfengra drykkja hófst á ný hér á landi 1935, hefir það komið æ betur og betur í ljós að þörfin fyrir drykkjumannahæli væri svo brýn og aðkallandi, að öllu leng- ur yrði ekki daufheyrst við þeirri mannúðarskyldu að koma slíku hæli á stofn. Þegar við lítillega athugun, sem gerð var um það leyti á málinu, kom það í ljós, að í næstum því öllum kaupstöðum landsins, og þó einkum í Reykja- vík, væru all margir menn, sem lögreglustjórar álitu að nauð- synlega þyrftu hælisvistar með. Síðan hefir þetta aukist og margfaldast, eins og öllum nú er ljóst. Enda er það mála sannast, að naumast er nokkur krafa, sem hefir fengið jafn einróma undirtektir manna, eins og krafan um drykkjumanna- hælið. Hafa m. a. margir lækn- ar tekið undir hana, og geð- veikralæknirinn dr. Helgi Tóm- asson rökstutt hana opinberlega. Þegar frú Guðrún sál. Lárus- dóttir flutti frumvarp sitt um drykkjumannahæli, undirrituðu fjöldi mætra manna hér í Reykjavík — og þar á meðal margir læknar — áskorun til al- þSngis um að setja !ög um drykkj umannahæli. Þetta alt bendir til, að allir séu á einu máli um nauðsyn á framkvæmd- um. — Nú er enn á ný tilbúið •frumvarp til laga í þessu máli, sem væntanlega verður lagt fyr- ir alþingi, íþegar það kemur saman á ný — og vonandi nær samþykki. En hér þarf meira til en lög. Hér þarf samstilt átak og vilja alþjóðar. Allir þurfa að sýna það í verki, að þeir hafi vilja til að leýsa af hendi mannúðar- skyldu og sýna bágstöddum meðbræðrum kærleiksþel.—Eitt mikilsvert mennigarmál hefir verið leyst þannig með samstiltu átaki mannúðar og mannkær- leika. Það var þegar Ríkisspítal- inn var reistur. Nú þarf eitt slíkt átak til. Alþjóð er nú orðin kunn hin höfðinglega gjöf Jóns Pálssonar fyrv. bankagjaldkera, er hann hefir afhent ríkisstjórninni 20,- 000 kr. til stofnunar drykkju- mannahælis. Sá sjóður þarf að aukast til muna, til þess að hælið geti orðið það, sem það þarf að vera. Þess vegna skal nú skorað á alla íslendinga að fylgja hinu fagra foi’dæmi Jóns pálssonar, sýna aðþrengdum olnbogabörn- um þjóðfélagsins drenglyndi og mannúð, leggja sinn skerf til — stóran eða lítinn eftir getu — og bjarga málinu í höfn. Við erum að vísu fáir og fátæk- ir, íslendingar. En við getum mikið, ef kærleikurinn og mann- úðin fá að ráða. öll blöðin hér í bænum hafa góðfúslega lofað að taka móti samskotum í þessu skyni. Og hérmeð er heitið á allar Góð- templarastúkur landsins, öll ung- mennafélög og kvenfélög að gera slíkt hið sama og beita sér fyrir málinu. Alir verða að hjálpast að með að vinna gott verk. Friðrik Ásmundsson Brekkan ráðunautur ríkisins í áfengis- málum. —Alþbl. DANAHATUR 405 Medical Arts Bldg., Great Falls, Mont., 3. júlí 1939 Hr. ritstj. Stefán Einarsson, Winnipeg, Man. Kæri herra ritstjóri: Mér datt í hug orðið “dana- hatur”, sem við oft heyrðum í ungdæmi mínu í Reykjavík. í dag komu tvö blöð inn úr dyrun- um hjá mér, annað þeirra var “Heimskringla”. í henni var hálfur annar dálkur um fslands- daginn á New York sýningunni. Hitt blaðið varð danska viku- blaðið “Bien” í San Francisco og í “Bien” var framúrskarandi vingjarnlega skrifuð grein —- tveir dálkar fremstir á fyrstu síðu — um sama atburð. “Bien” hefir árum saman sýnt íslandi og íslendingum staka velvild, fylgst með í íslandsmál- um, birt greinar um ísland og greinar eftir íslendinga, verið s-vo að segja íslandi haukur í horni. Ritstjóri “Bien” er herra Christian Redsted Pederson og er hann sannur íslandsvinur og vel þess verður að landar í þess- ari álfu viti deili á honum. Þetta orð, sem eg mintist á, “danahatur”, finst varla í orða- forða ungra manna heima á ís- landi nú á tímum en eg hefi grun um, að enn leynist sú hugs- un meðal fullorðinna fslendinga hér í álfu — sérstaklega þeirra er fóru að heiman ungir — að Danir séu óvinir íslendinga og þessvegna datt mér í hug að senda yður, herra ritstjóri, þessa grein um íslandsdaginn í “Bien”. Einnig langar mig til að taka það fram, að eg hefi veitt því eftirtekt árum saman, bæði í Danmörku isjálfri og eins meðal danskra manna hér í landi — eg þekki best San Francisco-um- hverfið — að Danir be^ra hlýjan hug til íslands og hafa aðdáun á íslendingum; — og eg segi þetta ekki vegna þess að eg er gift dönskum manni og þar af leiðandi danskur þegn! Eg hefi í mörg ár leitast við að útbreiða þekkingu á íslandi meðal Ameríkumanna. Þetta hefi eg gert með ótal fyrirlestr- um víðsvegar um land. Eins og við öll vitum sem fædd erum og uppalin á íslandi, ástin á landinu eykst með ári hverju sem maður er í “útlegðinni”. Við hugsum heim og förum máske endur og eins með vísuna hennar Vatns- enda-Rósu í hljóði: Þótt að kali heitur hver .... aldrei skal eg gleyma þér. Með vinsemd og virðingu, Rannveig Schmidt FRÉTTIR ÚR HORNAFIRÐI Aukakosning á fram að fara í Austur-Skaftafellsýslu 25. júní. Kjósa á þingmann í stað Þorbergs Þorleifssonar í Hólum, sem nýlega er látinn. Framsóknarflokkurinn býður fram Pál Þorsteinsson kennara á Hnappavöllum í Öræfum; kommúnistar Arnór Sigurjóns- son, er áður sótti á móti Þor- bei'gi, en fékk aðeins fá atkvæði; Jón fvarsson, er þektur er mjög | vel fyrir dugnað sinn í viðskifta- málum Skaftfelliuga; hann er óháður. Sjálfstæðisflokkurinp og Alþýðuflokkurinn hafa því engan í boði. Á móti Þorbergi heitnum sótti í síðustu kosning- um Brynleifur Tobíasson, sem þá var frambjóðandi bænda- flokksins og studdur af sjálf- 1 stæðisflokknum. Hann hlaut 248 atkvæði, en Þorbergur 337. j Hafi Jón ívarson fylgi bænda- flokksins, getur því ' kosning þessi orðið æði jöfn, þó stjórn- arflokkarnir að líkindum styðjr Pál. I Ari Hálfdánarson á Fagur- hólsmýri í öræfum andíjðist 26. apríl. Hann var 88 ára að aldri og hafði búið á Fagurhólsmýri síðan 1883. Kona hans, Guðrún Sigurðardóttir hreppstjóra Ingi- mundarsonar á Kvískerjum, dó 1934. Þau áttu 8 börn, nú öll / fullorðin og hin mannvænleg- ustu. Verður við hentugleika birt grein um Ara heitin, sem Páll Þorsteinsson á Hnappavöll- um hefir skrifað og birt í Tím- anum. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU HEIMSÆKIÐ “The Whitesheir’-þar sem Norðrið kemur til móts við yður. KYNNIÐ YÐUR fegurð vatna og fljóta. SYNDIÐ FISKIÐ HVÍLIST í svölu og tæru vatni. Pickerel, norðlægan Pike og vatnasilung. á mjúkum sandbökkum. Yður mun langa aftur og aftur til þessara óviðjafnan- legu útiskemtunarstöðva í Austur Manitoba, sem hefir svo margt til yndis að bjóða af náttúrufegurð þeim, er iðka íþróttir og taka sér sumarhvíld frá daglegum önnum. Fullkominn bæklingur nteð myndunt og korti fæst nú þegar. DEPARTMENT OF MINES AND NATURAL RESOURGES WINNIPEG Hon. J. S. McDiarmid, Minister

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.