Heimskringla - 12.07.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.07.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚLÍ 1939 Brögð í tafli "Eg get fullvissað yður um það að ásetn- inginn vantar alveg, enda er eg alls óhræddur um að eg svelti. Eg býst við 'að fá einhverja nemendur hér í grendinni og dálítil ritstörf. Núna sem stendur er eg í dálitlum fjárhags vandræðum og ætlaði mér að. vinna mér inn dálítið með fyrirlestrinum." "Sem eg virðist hafa svift yður tækifærinu til að gera,,r sagði hann og brosti þurlega. "Eg bjóst nú aldreí við meira en andvirði tveggja eða þriggja máltíða," svaraði eg. "Allur skaðinn er fólginn í því að sjálfsvirðing mín fær þarna hnekkir að því leyti, að eg verð nú að þiggja að gjöf fæðu sem eg hefði getað unnið" mér inn." Hann horfði á mig með daufu háðsbrosi. "Þér talið eins og unglingur," sagði hann. "Ef þér hefðuð flækst um allan heim eins og eg hefi gert, hefðuð þér lært stærri lexíu úr stærri bók. Þegar einhver hittir meðbróður sinn úti á víðavangi, hver talar þá um góðverk. Þeir skifta með sér nestinu og hver um sig heldur svo leiðar sinnar. Jafnvel villumenn- irnir gera þetta." Eg þagði. Hver var eg að hafa á móti Ray, sem hrósað var á hvert reipi af allri þjóðinni — hermaður, ferðalangur og stjórnmálamaður! Árum saman hafði hann dvalið á þeim stöðum, sem líf hans var í sífeldri hættu. Margir töluðu vel um hann, en aðrir níddu hann. Margir litu á hann sem hetju, en öðrum var hann eitur í beinum, en hann var maður, sem enginn þrátt- aði við. Þarna í litla kofanum mínum var hann eins og risi, tvo þumlunga yfir sex fet á hæð og útitekinn mjög af suðrænni sól. Hann hafði eitthvað það við sig, sem gerði aðra menn dvergvaxna í návist hans. Orð hans sér- góð og valdsmannsleg voru öflug og fengu enn- þá frekari áhrif af svipnum og ægigeislum þeim sem skinu úr augum hans. "Jæja, sagði hann, "eg býst við að eg hafi sagt nóg og þér hafið grafið og gleymt þessu leiðinlega orði." "Þér hafði dauðrotað það," sagði eg, "en eg get varla lofað yður svona skyndilegri jarðar- för. En hvað sem mér finst um þetta þá skal eg geyma það með sjálfum mér." "Það væri betra," sagði hann stuttur í spuna. "Þér hafið nú," sagði eg, "spurt mig margs. Eg leyfi mér nú að spyrja yður einnar spurningar. Þér nefnduð föður minn." Tillitið, sem hann sendi mér var næstum því alveg hræðilegt. "Já, eg mintist á hann," svaraði hann. "En eg skal segja yður eitt, ungi maður. Ef eg héldi að þér væruð honum líkur á minsta hátt, ef eg héldi að einn dropi af hinu dökka blóði hans væri í yður, þá tæki eg á yður hálstaki og fleygði yður í næsta skurðinn hérna." Eg stóð á fætur allur titrandi. "Ef skoðun yðar á föður mínum er þessi, herra minn," sagði eg, "þá væri víst bezt að slíta þessari ræðu okkar nú." "Setjist þér niður drengur minn," svaraði hanrt, þurlega. "Eg er ekkert hræddur um yður. Náttúran gerir okkur slíkan skell að senda hans jafningja tvisvar í hinn sama hnérunn." fíann stóð upp og horfði út um gluggan. Storminn hafði lítið lægt. "Þett aer hræðilegt óveður," sagði eg, "en eg get ekki boðið yður að vera nema þér viljið sofa í rúminu mínu, en eg get flutt ábreiðurnar og koddana að eldinum ^ef þér viljið það." Það var í hið eina skifti sem eg sá hann eins og hika við. Hann starði gegn um blæju- lausan gluggann minn út yfir mýramar. Eg hefi oft hugsað um það hvaða hugsanir flugu í gegnum heila hans þessi augnablik. "Eg þakka yður fyrir," sagði hann; "það er ekkert að ganga þetta og það býst við mér í Rowchester. Þér hafið blýant og blað. Skrifið niður það sem eg segi yður: Mostyn Ray ofursti, nr. 17 Sussex Square. Eg hugsa að þér verðið leiður á þessu innan skamms og þá skuluð þér finna mig að máli, og mun eg þá leitast við að vísa yður veg------" "Út úr ógöngunum," tók eg fram í fyrir honum brosandi. Hann hneigði sig til samþykkis og tók bíllampann. Mér til mestu undrunar tók hann ekki í hendina á mér í kveðjuskyni, en fór steinþegjandi út úr kofanum. Inn í drauma mína þessa nótt fanst mér blandast undarlegt hljóð, sem kæmi frá mýr- unum — margdregið skelfingar óp sem endaði í ekkastunu. Eg var þreyttur, snleri mér á hliðina og sofnaði. III. Kapítuli—ópið í náttmyrkrinu "Þér hafið haft gesti í gærkveldi, herra minn?" sagði Mrs. Halling forvitnislega. "Fáeinir kunningjar," svaraði eg og skenkti mér kaffið í bollann. Mrs. Hallings var fullorðin ekkja, sem vann fyrir mig tvær stundir á hverjum degi við að hreinsa til og búa til morgun matinn minn. "Kunningjar! Miskunnsamir samverjar væri réttara að nefna þá," sagði Mrs. Hallings, "ef þeir hafa skilið eftir alt þetta sem hér er af mat. Hér er heill kjúklingur að eg nú ekki tali um tunguna og brauðið, sem eg fann hérna í morgun. Hér er líka vín, dýrt vín, gullhetta á flöskunum. Kampavín hugsa. eg." "Viljið þér taka til í herberginu Mrs. Hallings, eg er að fara út núna." Mrs. Hallings fór upp litla stigann, en eg lauk morgunverð- inum, tók húfu mína og fór út í flýti. Hér um bil tvö hunjdruð skrefum hinu megin við kofann minn beygði vegurinn frá þorpinu inn í landuf og frá mýrunum og strönd- inni, þessi beygja var svo skörp að hvítir staurar voru reknir niður á hana utanverða til þess að varna því að menn færu ekki út af henni í myrkrinu. Ofan á þessum staurum var slá og lagðist eg með handleggina ofan á hana og dáðist að hinum einkennilegu litum, sem sólskiníð dró á særoknar mýrarnar og fenin. Gat þar að líta dökkbrúna, purpura og dauf ljósrauða fláka. En það voru ekki þessi litbrigði sem gerðu mig lémagna og náfölan, og komu hjarta mínu til að berjast í brjóstinu óeðlilega hratt. Hálft niðri í skurðinum og hálft á þurru landi var lík af manni, minna en tóif skref frá mer. Höfuð hans og herðar voru undir vatninu, en líkaminn handleggir og fæt- ur úti í mýrinni. Eg gat ekki sagt um það hve lengi eg stóð og starði á þetta. Að síðustu klifraði eg yfir girðinguna, stökk yfir smærri lækinn og gekk að líkinu. En jafnvel þótt eg stæði fast hjá því, þorði eg ekki að snerta á því til að sjá andlit þess. Eg sá að maðurinn var meðai maður vexti, og allvel búinn og þar sem sand- urínn hafði fokið yfir ökla hans og fætur sá eg að líkið hafði verið þarna nokkurn tíma. Það voru blóðblettir á flibbanum hans og hægri hendin var krept. Eg sagði sjálfum mér að eg væri heigull og beit á jaxlinn. Eg varð að ná honum upp úr læknum og þekja hann með yfir- höfninni minni, á meðan eg næði í einhverja hjálp. En þegar eg laut niður að honum, ætlaði alveg að líða yfir mig og fingur mínir voru máttlausir af skelfingu. Sú tilfinning sótti að mér með ómótstæðilegu afli, að eg ætti ekki að snerta hann. Þetta var alveg ómögulegt. Það var eitthvað meira í þessu sambandi, en dauði þessa dauða manns. Eitthvað tengdi okkur saman, dauða manninn og mig — lifandi mann- inn. — Eg hörfaði frá honum og hljóp upp á vegirin. Eitthvað tvö hundruð skrefum lengra nið- ur veginn var annar kofi við eitt af hliðunum að Rowchester kastalanum. Þangað hljóp eg. Dyrnar voru lokaðar og eg barði ákaft á hurð- ina með kreftum hnefanum. Konan sem opnaði dyrnar starði á mig undrandi. Eg býst við að eg hafi verið undarlegur í útliti. "Þér eruð Mr. Ducaine, eða er ekki svo?" sagði hún. "En hamingjan góða, herra minn, hvað gengur á fyrir yður?" "Eg fann dauðan mann þarna niðri í mýr- unum?" stamaði eg. "Guð sé oss næstur. Hvar þá, herra minn ?" spurði hún. Eg benti með fingrunum. Hún stóð við hlið mína á þröskuldi kofans og skygði hönd fyrir augu til að sjá betur á móti sólunni. "Jæja, eg hefi aldrei fundið neinn," sagði hún. "En eg sagði við hann Jón í gærkveldi, að eg vorkendi sjómönnunum. Honum hefir skolað upp með flóðinu, hugsa eg, og eg veit að þeir verða komnir fleiri í land fyrir kvöldið. Já, þetta haf er grimmúðugt. Það má nú segja." "Hvar er maðurinn yðar?" spurði eg. "Hann er að kljúfa við í skóginum," svar- aði hún. "Það væri best að senda eitthvert barnið eftir honum. Hann hefir vagn. Viljið þér ekki koma inn, herra minn?" Eg neitaði því og hún sendi barnið en færði mér stól. "Það er bezt fyrir yður að fá yður sæti, herra. Það er auðséð að yður líður illa. Þér hafið kannske rekist á það að óvörum?" Mér þótti vænt um sætið, en svaraði henni út í hött. Hún fór aftur inn í húsið og tók til vinnu sinnar. Eg sat grafkyr og þrástarði á litla svarta blettinn til vinstri við girðinguna. Það var ens og eg hefði orðið fyrir gerningum. Heili minn var dofinn af skelfingu, en eldur Hfsins virtist útkulnaður í æðum mínum. Því þrátt fyrir heitt sólskinið sótti á mig slíkur hrollur að tennurnar nötruðu í munni mér. Inni í húsinu söng konan við vinnu sína. Töfrarnir jukust. Óskiljanlegt og við- bjóðslegt seiðmagn dró mig á fætur og laðaði mig, þótt eg streittist á mót niður á mjóa og beina veginn. Engin sála sást þar á ferli. Eg nálgaðist blettinn. Ennþá einu sinni reyndi eg til að hreyfa líkið en var það ómögulegt. Það litla hugrekki, sem eg átti var nú með öllu horfið. Hugur minn fyltist viðbjóði og hryll- ingi og var eg þarna eins og hver annar aum- ingi. Eg Htaðist um eins og í æði og kom þá auga á hlut sem hægri fótur minn hafði stígið niður í sandinn. Eg tók þetta upp; það var innsiglishringur og slitinn mjög af elli og notkun. f hringinn var greyptur lítill kol- svartur steinn. f steininn var grafin fugls- mynd og undir henni stóð letrað einkunnar- orðið — "Vinco!" Hönd mín laukst skyndilega utan um hringinn og eg litaðist um. Enginn sást. Eg smeygði hringnum í vasa minn og gekk yfir að grindinni, hallaðist upp að henni, tók pípu upp úr vasa mínum og byrjaði að reykja. Þótt undarlegt megi virðast þá hafði eg fengið á ný hugrekki mitt, og var nú fær um 'að hugsa rólega og skynsamlega um þennan fund minn. Konan við hliðið hafði talið það sjálfsagt, að lík þetta hefði rekið á land utan af hafinu. Mundi það vera rétt? Það var hrönn eftir söndunum, þar sem flóðbylgjan hafði endað. Þessi hrönn var hlykkjótt mjög og var úr þara og spýtnarusli og allskonar vogreki úr sjónum. Díkið sem þessi maður lá í var -eitthvað f jörutíu skrefum ofar í mýrinni en hrónnin. En hver gat sagt um það hve langt brimgarðurinn hefði náð í þvílíku veðri og var nóttina áður. Rétt hjá dauða manninum var hrönn mikil af timburrusli, svo auðvelt Var að gera sér grein fyrir sárunum á líkinu^ Eg heyrði að einhver kom og leit við. Það var Miss Moyat, klædd stuttum kjól með lurk í hendinni og fjöður í húfunni sinni. "Góðan daginn," sagði hún mjög hjartan- lega. "Hvað eruð þér að gera hér?" "Eg held vörð yfir hinum dauðu," svaraði eg alvarlega, og benti henni á líkið í díkinu. "Mr. Ducaine!" hrópaði hún. "Hvað er þetta?" "Dauður maður," svaraði eg. Það var einkennilegt að sjá framan í hana. Þar blandaðist hræðslan saman við taumlausa forvitni, sem var afleiðing hinnar meðfæddu vöntunar hennar á siðfágun. Hún hallaði sér út yfir grindurnar. "En hvað þetta er hræðilegt!" hrópaði hún. "Eg veit ekki hvort eg á að líta á hann eða ekki. Eg hefi aldrei séð dauðan mann." "Eg mundi ráðleggja yður að fara héðan," svaraði eg. En það var henni auðsæilega f jarst skapi. Forvitnin varð öllum þeim tilfinningum, sem bærst höfðu í huga hennar yfirsterkust. "Þér eruð viss um að hann er dauður?" spurði hún. "Já, alveg viss um það?" svaraði eg. "Hefir hann þá druknað?" "Eg hugsa að honum hafi skolað á lanrl með flóðinu. Sennilega hefir eitthvert skip strandað úti fyrir." "Hamingjan góða!" hrópaði hún. "Þetta er þá sjómaður." "Eg hefí ekki litið framan í hann og ráð- legg yður að gera það ekki. Hann er særður af að rekast um fjöruna. En hann er samt ekki búinn eins og sjómaður." Hún smaug í gegnum op í girðingunni. "Eg má til að horfa á hann svolítið nánar," hrópaði hún. "Komið þér með mér, Mr. Du- caine. Eg er svo óttalega hrædd." "Farið þér þá ekki nálægt honum," svar- aði eg. "Dauður maður getur varla verið skemtileg sjón fyrir yður. Komið héðan í burtu, Miss Moyat." En hún gekk samt í áttina til hans, þangað til hún var eins og tvö skref frá honum. Þá staðnæmdist hún skyndilega og hrópaði upp: "En Mr. Ducaine. Þetta er einmitt maður- inn, sem stansaði mig fyrir utan húsið mitt í gærkveldi og spurði vegar heim til yðar." IV. Kap.—Loforð Miss Moyat Við stóðum þarna í mýrar jaðrinum og horfðum hvort á annað. Skelfingin stóð út- máluð í andliti hínu og hún gat séð það. "Þér — þér getið ekki verið vissar um þetta," mælti eg. "Þetta er kannske ekki sami maðurinn." "Þetta er sami maðurinn," svaraði hún á- kveðin. "Hann yrti á mig og spurði mig hvar þér ættuð heima. Það var hér um bil hálf tíma eftir að þér fóruð. Hann talaði eins og útlend- ingur. Kom hann aldrei til yðar?" "Nei," svaraði eg, "eg hefi aldrei á æfi minni séð hann fyr en nú." "Því eruð þér svona óttasleginn, þér eruð fölur eins og vofa?" spurði hún. Eg greip um girðingarbrúnina. Hún kom til mín. Einhverstaðar eftir veginum heyrði eg marr í þungum hjólum. Vagn kom í gegnum hliðið. John, skógarhöggsmaðurinn kom með vagna, með tveimur hestum fyrir. Hann gekk með hlið hestanna og smelti svipunni. Eg horfði framan í stúlkuna, sem hjá mér stóð. "Miss Moyat," sagði eg hásum rómi, "getið þér ekki gleymt því að þér sáuð þennan mann í gærkveldi?" "Því þá?" spurði hún ráðaleysislega. "Eg vil ekki vera neitt bendlaður við þetta á neinn hátt," svaraði eg og horfði flóttalega eftir veginum. "Sjáið þér það ekki, að ef hann finst hér með höfuðið niðri í díkinu því arna, og enginn veit neitt um hann, þá halda allir að honum hafi skolað á land í ofviðrinu í gær- kveldi. En komist það upp að hann hafi í gær- kveldi verið í þorpinu að spyrja eftir mér, verður margt sagt." "Eg sé ekki að það geri svo sem neitt til," sagði hún vandræðalega. "Hann kom aldrei til yðar, og þér þekkið hann ekkert. En auðvitað skal eg þegja yfir þessu ef þér viljið ekki að eg segi frá því------" Hún þagnaði, en eg greip um handlegg hennar. "Miss Moyat!" sagði eg. "Eg hefi mikla ástæðu til að forðast afskifti af þessu máli." "Gott og vel," svaraði hún og lækkaði röddina. "Eg skal gera það sem þér biðjið mig um." Það var fáránleg meining í hornauganu, sém hún gaf mér, sem mundi hafa vakið tor- tryggni mína, en eins og á stóð þá hafði óttinn slíkt hald á mér, að eg var næstum blindur. Eg gleymdi jafnvel að sleppa handleggnum á henni og svona stóðum við þegar Jón kom með vagninn. Hann snerti hattinn sinn kurteis- lega og sagði: "Ennþá eitt starf handa líkhús- inu, eftir því sem konan segir mér, herra minn." "Það er lík af dauðum manni hérna Jón," svaraði eg. "Eg býst við að flóðið hafi skolað honum á land. Það er ekki mjög óvenjulegt tilfelli hér, eða hvað?" "Nei, hamingjan góða," svaraði maðurinn og steig yfir grindina. "Ef þér viljið rétta mér hjálparhönd, herra minn, þá fer eg með hann niður á lögreglustöðina." Eg beit saman tönnunum og nálgaðist líkið. Jón Hefford sýndi það á öllu að hann var ekkert taugaveiklaður. Hann lyfti líkinu upp og lagði það á sandinn. "Hann hefir fengið Ijóta höggið á höfuðið," sagði Jón og horfði á líkjð með sinni einfeldnis- legu forvitm'. "Reglulegur heldri maður. — Viljið þér nú rétta mér hjálpar hönd til að sveifla honum upp í vagninn?" Svo eg neyddist til að snerta hann eftir alt saman. Engu að síður forðaðist eg að líta á andlitið með ljóta sárinu, sem var þvers yfir það. En samt sá eg á svipstundu hvernig maður þessi var í útliti. Hann var grannleitur með hátt enni og augu, sem lágu djúpt inni í höfðinu; og var mjótt á milli þeirra. Yfir- skeggið var þunt og hæruskotið. Hver sem staða hans var þá var hann ekki verkamaður, því að hendur hans voru mjúkar og neglurnar vel hirtar. Við lögðum hann á vagninn og breiddum ofan á hann tvo poka. Jón smelti svo svipunni og gekk við hliðina á hestum sín- um en við gengum á eftir. Er við komum að kofanum mínum spurði hún mig: "Vitið þér hver hann er, og hvað hann vildi yður?" "Um það hefi eg enga hugmynd," svaraði eg. "Eg er viss um að eg sá hann aldrei fyrri á æfi minni." "Sáuð þér hann í gærkveldi ?" spurði hún. "Það get eg varla sagt," svaraði eg. "Eg rétt sá honum bregða fyrir á mjög einkenni- legan hátt og það var alt og sumt." "Við hvað eigið þér með þessu?" "Eg sá hann horfa inn í gegn um glugg- ann, en hann kom aldrei inn. Lady Angela og Ray ofursti voru inni hjá mér." "Inni hjá yður?" "Já. Ofurstinn leit inn til að afsaka það að hafa spilt fyrir aðsókninni að fyrirlestrinum mínum." "OgLady Angela?" "Já." "Hún kom líka inn?" Þessi takmarkalausa forvitni stúlkunnar reitti mig til reiði. "Það stóð nú svo á að mér var hálf ilt þegar Ray ofursti kom. Þau voru bæði mjög alúðleg við mig." "Og þessi maður horfði inn og fór svo burtu?" "Eg býst við því," svaraði eg, "eg sá hann ekki framar." Hún sneri sér við og horfði á mig og var mikið niðri fyrir. "Eg get ekki séð hvernig hann gat dáið af því að detta eða hvernig hann fór að álpast út í mýrarnar rétt þarna. Síkið er ekki nægi- lega djúpt til að drukna í því nema hann hafi lagst niður í það til að drekkja sér. Hann var alveg ófullur þegar hann talaði við mig. Mr. Ducaine, hvernig dó hann? Hvað varð honum að bana?" Eg hristi höfuðið. "Gæti eg svarað þessum spurningum yðar, þá liði mér miklu betur," svaraði eg. "En það get eg ekki, og veit ekkert meira um þetta en þér." Við þögðum bæði um hríð, en eg sá að nýr svipur var kominn á andlit hennar. Mér létti fyrir brjósti þegar þjónn frá Rowchester náði okkur og sitansaði mig. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.