Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. JÚLf 1939 HEIMSKRINCLA 3. SÍÐA kosti hans og verða honum lík- ari að tign og þrótti. Vér sjá- um líka aðra menn mörgum öld- um síðar neyta brauðs og víns, ávaxta jarðarinnar, og samein- ast þannig um að meðtaka bless- un frjósemdarguðsins. f fyrstu kenslubók í kristnum fræðum, sem vér vitum að til sé, er brauðið skoðað sem tákn þess, hvernig kornið utan af ökrunum sameinist í eitt, og þannig sam- einist kristnir menn í Drottni sínum. ótal myndir, ótal breyt- ingar og margar ólíkar skýring- ar eru tengdar kvöldmáltíðinni. — í austurlöndum var hvaða máltíð sem var ávalt skoðuð sem tákn bróðurbanda og náinna tengda. í kristinni kirkju hefir kvöld- máltíðin oft verið deiluatriði, bæði kaþólskum og protestant- iskum sið. Og t. d. innan lút- ersku kirkjunnar á íslandi var lengi haldið í innsetningarorð, sem boðuðu mjög óaðgengilega skýringu úreltrar trúfræði. Á íslandi hafa þau innsetningar- orð verið lögð niður fyrir all- mörgum árum, en önnur, að vísu ennþá eldri, tekin upp í staðinn. Þau eru ótrúfræðileg, benda á táknmál athafnarinnar. Það er sagt um Bólu-Hjálmar, hinn stórbrotna mann, að hann vildi leita sættta og samúðar við menn, áður en hann gengi til guðs borðs. — Eg hygg, að með- al manna með nútíma hugsunar- hætti sé það einmitt samúðar- tilfinningin, sem kvöldmáltíðin vekur, þar sem hún er um hönd höfð með virðingu. — Vér höfð- um þann sið í guðfræðideild há- skólans í Reykjavík að koma saman í dómkirkjunni á skír- dagskvöld og neyta sakramentis ásamt prófessorunum. Eg full- yrði, að hinar gömlu, kaþólsku og gamalguðfræðilegu kenning- ar áttu engin ítök í okkur. Við vorum víst allir undantekning- arlaust nýguðfræðingar. En það var heldur ekki guðfræðin, sem snart okkur þessi kvöld. Það var samfélagið okkar á milli, samfélagið við aðra menn, sem'eitt sinn voru samankomnir í lítilli loftstofu suður í Jerúsal- em, — og samfélagið við hann, sem eitt sinn sagði: Gerið þetta í mína minningu. — óraleið var á rríilli okkar og frumstæðra villimannanna. En tákn athafn- anarinnar túlkuðu okkar þrá eftir því að eignast mannkosti ofurmennisins, hetjusöng han3, göfgi og tign. Hér skal staðar numið. Mér er það ljóst, að helgar venjur eru vandasamar í meðferð. — Táknmálin geta orðið innantóm meiningarleysa, eins og þau hafa svo oft orðið á fyrri tíð. Við- höfn kirkjunnar hefir líka oft verið misskilin á þann veg, að hún væri til þess gerð að vekja heillandi stemningar og ekkert annað. Þá hefir það og við- gengist, að tákninu sjálfu yrðu eignuð þau sáluhjálparáhrif, er þau áttu að túlka. Til dæmis þar sem því er trúað, að skírðir menn einir fari til himnaríkis, en óskírðir, jafnvel ungabörnin, til helvítis. Loks hefir kristinn heimur stundum lent út á þær villigötur að leggja svo ein- strengislega áherzlu á eina skýr- inu táknmálsins, að hinn insti kjarni þess gleymdist. Eitt á- takanlegasta dæmi þeirrar teg- undar, er það, þegar Marteinn Luther neitaði útréttri bróður- hönd Jóhánns Zuniglis sökum þess að þeir gátu ekki komið sér saman um eðli altarissakra- mentisins. Má nærri geta, hvort það, sem kom fyrir annað eins mikilmenni og Martein Lúther, getur ekki hent hina smærri spá- menn. En þrátt fyrir alt þetta eig- um vér ekki að lítilsvirða tákn- málið sjálft. Þó að tungumál vort sé misbrúkað, dettur eng- um í hug að mæla með því að allir þagni og segi ekki orð æfina út. En vér ættum að leitast við að fegra mál vort og haga orða- vali svo sem bezt gegnir fyrir þá kynslóð, er vér tölum við. Eg hygg, að ef sálfræðilegar rann- sóknir yrðu gerðar á því, hvaða tákn hefðu gildi fyrir kristna menn á vorum dögum, kæmu þar fram merkilegar niðurstöð- ur. En auk slíkra athugana geta prestar og söfnuðir nokkuð þreifað sig áfram eftir smekk og tilfinningu. Sérstaklega hvílir sú skylda á frjálslyndri kirkju að ganga á undan um slíkar aðgerðir. f hinum íhaldsömu kirkjudeildum ríkir lítið frjálsræði til að breyta til. Niðurstaða mín er því all.r ekki sú, að vér skulum taka upp alt hið gamla táknmál, án tillits til þess, hvort það gildir fyrir oss, — heldur að vér notum hið trúarlega frjálsræði til þess að byggja upp, eins og það hefir oft verið notað til að rífa niður. Skáldið Jakob Thorarensen segir í smákvæði um dómkirkj- una í Niðarósi: Kirkjan mikla messar sjálf. Táknmarkið ætti að vera það, að hver einasta kirkja, ytra útlit hennar og at- hafnir, hafi sinn boðskap að flytja, án tillits til ræðu prests- ins. — Hvort sem kirkjan er stór eða lítil, þarf hún að geta messað sjálf. HERMANN OG RÓSA Smásaga eftir Sig. Sölvason í apríl árið 1880 komu margir innflytjendur til Winnipeg. Á meðal þeirra voru tveir bræður á þrítugs aldri, með konur sínar, sem voru systur. Þeir bræður hétu Thómas og John Hill, mestu myndar menn og konur þeirra voru fyrirtaks góðar og myndar- legar. Bræður þessir áttu stór bú og verzlun, sem þeir seldu með góðum hagnaði áður en þeir komu hingað vestur heiman af írlandi, og voru því vel efnaðir. Þegar hingað kom fóru þeir strax á landskrifstofuna að spyrja sig fyrir um góð lönd i Manitoba. Þeim var þar vel tekið og sýnd kort yfir óupptekin heimilisréttarlönd, sem voru mörg í þá daga. Agentinn sýnir þeim lönd á kortinu sem hann ráðleggur þeim að skrifa sig fyrir, því þau séu bæði kornyrkju og gripalönd. Stór lækur sem aldrei þornar skiftir löndunum. Þið getið bygt húsin ykkar sitt hvoru megin á lækjabökkunum. Járnbraut mun- uð þið sjá fara þar í gegn innan fárra ára. Þegar hún er komin þá verða lönd ykka^ í háu verði. Þeim bræðrum kemur saman um að skrifa sig fyrir þessum heimilisréttarlöndum, með þeim skilmálum að þeir geti skift þeim, ef þeim líki þau ekki fyrir önnur lönd. Það er sjálfsagt segir agentinn, við skulum gera ykkur ánægða. f næstu þrjá daga hafa bræð- urqir mikið að gera, að kaupa til búsins hesta, kýr og alt sem þeir þurftu með. Svo leggja þeir á stað með konur sínar til fyrirheitna lands- ins. Eftir tvo daga komast þeir þangað. Þegar þau koma að læknum þá halda þau að þetta sé hin jarðneska paradís. Þeir setja upp tjald á lækjarbakkan- um og í því verða þau öll að búa þangað til þeir eru búnir að byggja yfir sig. Þeir bræður voru vel lagtækir og kappsamir við vinnu, og kon- ur þeirra gáfu þeim lítið eftir, enda voru allar byggingar upp komnar snemma í septemb- er, og þá fluttu þau í húsin. Áður en fjögur ár voru liðin var járnbraut komin í gegnum nýlenduna, og rann hún með- fram löndum þeirra bræðra. Stór járnbrautarstöð var komin upp og mörg hús í smíðum, og mörg lönd upptekin. Einn dag eiga þeir Hills-bræður og konur þeirra tal saman. John segir þeim að hann sé að hugsa um að setja upp verzlun í þessu nýja þorpi. sér líki betur verzlun en land- búnaður. Thomas segist skuli kaupa af honum hans land og borga það út í hönd, ef hann vanti að selja það. John segir að það sé það sem hann vanti og þakkar hann bróðir sínum fyrir, svo gefur Thomas honum ávísun á banka í Winnipeg fyrir allri upphæðinni. iLitlu seinna fær John smiði frá Winnipeg og byrjar strax á að byggja búðina. Þegar hún er fullkláruð, eru allslags vörur komnar til hans, og hann byrjar að verzla og af því þeir Hill-bræð ur voru elztu og helztu menn- irnir í þorpinu, kalla þeir til al- menns fundar. Þegar fundurinn byrjar, var Thomas Hill kosin fundarstjóri. Hann stendur upp og þakkar fólki fyrír heiðurinn og segir, við þurfum að hafa skrifara á þessum fundi, og vil eg biðja einhvern að stinga upp á honum. Kona John Hill stendur upp og segist stinga upp á séra James McArthur. Það er stutt og samþykt. Thomas Hill stendur upp og segir: Það eru tvær orsakir til þess, að við erum hér saman komin; sú fyrri er að fá hingað pósthús, hin önnur, hvað á bær- inn að heita. Þó það sé aðeins þorp í byrjun, þá verður hér *bær áður en mörg ár líða. Kona Thomas Hill stinur upp á að bærinn verði kallaður Para- dís. Séra McArthur stendur upp áður en uppástungan er studd og segir. Eg þakka frú Hill innilega fyrir uppástunguna, það var henni líkt, að velja fallegt nafn. Ef allar konur væru líkar þeim Hills systrum þá væri gaman að lifa, þær gera öllum gott og vilja öllum vel. Þeir Hills bræður mega þakka konum sínum það hvað öllum þykir vænt um þá sjálfa. Hvað uppástungu Frú Hill snertir, þá finst mér ekki rétt að kalla þorpið Paradís. En eg vonast eftir að við öll komustum þangað á endanum. Það er uppástunga mín segir prestur að við köllum þorpið og pósthúsið Hill í höf- uðið á þeim Hills bræðrum, þeir voru þeir fyrstu sem hingað komu. Uppástungan var studd og samþykt í einu hljóði, og öll- um kom saman um það, að hafa pósthúsið í Hills búðinni. Frá þeim tíma að bærinn var kallaður Hill, eru liðin 20 ár. Á þeim árum óx bærinn mikið og öll lönd upptekin. 700 manns var í bænum, tvær stórar verzl- anir, vönduð kirkja, sem rúmaði alla bæjarbúa, og allir tilheyrðu henni, og samkomulag upp á það allra besta. Þar var ungur prestur nýgift- ur, hann var sonur gamla prests- ins, sér'a McArthur, sem þar áður var en nýlega dáinn jg kominn í þá réttu Paradís. Þessi ungi prestur var góður ræðu- maður og hvers manns hugljúfi. í bænum var góður læknir isem hélt lífinu í fólkinu á meðan það vildi lifa. Þar var hótel, banki, rakari, bílaverkstæði, o. m. fl. John Hill gerði mikla verzlun og sonur hans . 19 ára var hans bezta hjálp. Thomas Hill og kona hans bjuggu stórbúi á löndum sínum. Þau áttu 20 ára gamla dóttur sem Rósa hét. Hún var sögð sú fríðasta og bezta stúlka í sveit- inni, vel mentuð. Hún gekk marga vetur á skóla í Winnipeg var ágætur piano spilari og hafði fagra söngrödd. Hún spilaði á orgelið í kirkjunni og var sunnu- dagaskólakennari, þegar hún var ekki sjálf á skóla í Winnipeg. Einn dag um miðjan apríl kemur Thomas Hill inn í hús sitt og var mjög þreytulegur að sjá, enda var hann búinn að vinna mörg dagsverkin. Rósa dóttir hans segir við hann: Elsku faðir minn, þú ert þreyttur, fáðu þér sæti. Já, þú segir satt, góða mín, segir faðir hennar. Eg er þreyttur; eg vildi eg hefði góðan ráðsmann þá skyldi eg hvíla mig. Eg get útvegað þér hann segír dóttir hans. Hann kann alla bændavinnu og er góður smiður og sá fallegasti maður sem eg hefi séð, hann er 6 fet á hæð, vigtar 200 pund og tveggja manna maki að burðum; spilar vel á piano og hann er sá bezti söngmaður sem eg hefi heyrt til. Hann var á sama skóla og eg í vetur. Einu sinni vildu tveir skólapiltar komast helst til of nærri mér. En þá kemur þessi fallegi og stóri maður og tekur í brjóstin á þeim sitt með hverri hendi og lyftir þeim upp af gólfinu og hristir þá til, þeir hljóða upp og biðja um vægð. f því heyrum við einhvern hlægja á bak við okkur, og það er yfir- kennarinn. Hann segir þetta var drengilega gert, og það besta sem eg hefi séð á æfi minni, þessum góðu handtökum mun eg aldrei gleyma. Faðir hennar segir, eg held að þú sért skotin í þessum manni Rósa mín, hvað heitir hann. Hún segir hann heita Her- mann Hanson, og sé íslendingur. Hjónin líta hvert til annars brosandi. Hr. Hill segir við dóttir sína: Þú hefir aldrei skrökvað að mér, þess vegna trúi eg öllu sem þú segir um þennan fslending. Þá fáu íslendinga sem eg hefi séð hefir mér litist mjög vel á, og sumum af þeim mun eg aldrei gleyma. Eg segi þér það seinna. Bréfið sem þú fékst í fyrradag var það frá honum? Eg hefi aldrei séð fallegri skrift. Já, það var frá honum, segir Rósa. Eg held að þú ættir að skrifa honum og biðja hann að koma til okkar sem fyrst. -Eg vil heldur, segir Rósa, að þú farir sjálfur til Winnipeg og sjáir hann, máske að þér lítist ekki eins vel á hann og mér. Hr. Hill spyr konu sína hvern- ig henni lítist á þetta. Mér líst svoleiðis á það, að þið ættuð bæði að fara til Win- npeg á morgun, segir frú Hill. Þá skulum við fara segir maður hennar. Þú verður að keyra bílinn Rósa, því eg er orðin of gamall til þess og svo er eg líka ókunnugur í Winnipeg. Morgunin eftir áður en þau leggja af stað, segir hr. Hill vinnumönnum sínum, Pete og Mike, hvað þeir eigi að vinna á meðan hann sé í burtu. Ferðin gekk vel til Winnipeg. Þegar þau keyra fyrir framan Eaton’s búðina á Portag Ave., sjá þau margt fólk á gangstétt- inni, þau stansa. Þá sjá þau gamla konu hálf grátandi, vera að leita að einhverju á gang- stéttinni. Rétt í því^sjá þau svo ljómandi fallegan mann, ungan, ganga til gömlu konunnar. — Hann segir við hana: Af hverju ert þú að leita móðir góð. Gamla konan segir, með tárin íaugunum: Eg týndi þeim einu tíu centum, sem eg átti í eigu minni. Það er ekki til neins fyrir þig að leita að þeim; þau hafa oltið þangað sem þú finnur þau ekki, segir ungi maðurinn. Hann fer með hendina ofan í vasa sinn, og réttir gömlu konunni fimm dala seðil og segir: Hafðu þetta fyrir tíu centin, kona góð, nú sérð þú að alt það sem fram við okkur kemur verður okkur til góðs. — Hefðir þú ekki týnt þessum tíu centum, þá hefðir þú ekki fengið fimm dalina. Gamla konan segir: Gólður Guð blessi þig, fallegi maður, frá þessari stund mun alt snúast þér til góðs. En viltu segja mér hvað þú heitir? Það vil eg síður segja þér, en eg get sagt þér að eg er íslend- ingur. Hr. Hill og Rósa sáu þetta alt og heyrðu, með tárin í augunum. Segir hr. Hill: Þetta er sá fall- egasti og hjartabezti maður sem eg hefi séð. í þessu ætlar ungi maðurinn að ganga fram hjá •mmur ENGIN BETRI BÚIN TIL IVINDLINGA PAPPÍR þeim, þá segir Rósa: Herman, þekkir þú mig ekki. Herman lít- ur á þau og segir: ó, Rósa, komdu blessuð og sæl. Þau heilsa hvert öðru mjög vinalega. Þetta er faðir minn, Mr. Han- son, segir Rósa. Herman tekur nokkuð þétt í hendina á hr. Hill. svo Karl segir: Já, satt sagði dóttir mín, sterktur ert þú. — Erindi okkar til Winnipeg var að finna þig, og vita hvert þú hr. West, bankastjóri, en mitt nafn er Herman Hanson. Eg er íslendingur og tilvonandi tengda- sonur þeirra hr. og frú Hill. Jæja fyrst svo er, segir hr. West þá óska eg ykkur öllum til lukku og mér líka með þá næstu. Þetta fór betur en áhorfðist í fyrstu. Nú skulum við öll koma inn í húsið, segir hr. Hill. Þau ganga öll inn og fá sér sæti. Mér líst mjög vel á þennan vildir ekki koma heim með okk-; bæ> eg er viss um að mér muni ur og vera ráðsmaður hjá okkur. I Jíða her vel> segir Herman. Hvernig ætti það öðruvísi að Eg er Við höfum stórt bú. orðinn gamall og lúinn. Það vil eg gera, segir Herman, ef þú vilt gefa mér dóttur þína vera, þar þú færð þá fallegustu og beztu konu sem til er í Mani- . . , „ . toba og þó lengra væri leitað fynr konu. Eg mun reynast egir hr> West þér góður tengdasonur Það er alt undir dóttir minni komið, eg hefi sagt henni að hún mætti ajálf velja ser mann. — Það hafa margir beðið hennar, Hafið þið Gootemplara stúku hér?, spyr Herman. Nei, segir Mr. West, okkur sumum hér þykir of góður sop- en hún hefir neitað þeim öllum. lnn ^ Þes§. að stofna hana. Bankastjórinn í Hill hefir oft Sá, sem drekkur vín, segir beðið hennar. Hann er þrálátur j Herman, hefir ekki gott tæki- sá náungi. ; f*ri að fá góða konu. Áður en Þú veist það faðir minn að eg ^an^t um líður, ætla eg að stofna get ekki átt þann mann sem ^ei stúku, og eg vona hr. West, drekkur vín. Herman drekkur |^ú hjálpir mér til þess. Við ekki vín, og hann er sá eini sem, ættum að fara í hvert hús hér í eg vil gefa hönd mína og hjarta. Er þér nokkuð að vnabúnaði, getur þú komið með okkur í dag. Eg veit að kona mín verð- ur ekki á móti þessum ráðahag, segir hr. Hill. Hvað sjálfan mig snertir er eg vel ánægður með þig fyrir tengdason. Þá er best þið komið heim með mér, því föt mín, bækur og smíðatól tek eg með mér. Það er bezt að þú keyrir bíl- inn, segir Rósa. Herman sest í hennar sæti. Henn keyrir heim að greiðasöluhúsinu sem hann hélt til á; hann tekur alt sitt dót og setur það í bílinn, svo biður hann um miðdagsverð handa þeim öllum. Eftir það leggja þau á stað heimleiðis og Herman keyrir bílinn; enda var hann fyrirtaks bílstjóri. Þegar þau koma heim til sín, sjá þau að frú Hill stendur úti, að taka á móti þeim. Framh. á 7. bls. HITT OG ÞETTA Maður, sem nokkuð var kom- inn til ára sinna sagði um dans unga fólksins: — Þetta nýmóðins hopp er fyrir það fyrsta enginn dans, og þegar maður er loks búinn að læra að dansa, þá er sá dans ekki í tísku lengur! * * * Einu sinni er Rudolph Austur- ríkiskeisari var á ferðalagi úti í sveit gaf hann sig á tal við bónda og spurði hann hver mun- urinn væri á stríði og friði. — Bóndinn svaraði: Á friðartímum fylgja synirnir feðrum sínum til grafar, en á ófriðartímum fylgja feðurnir sonum sínum til grafar. í London er búið að stofna Þegar hr. Hill og klúbb fyrir ófríða menn, en illa Rósa eru búin að heilsa henni, þá jgengur að fá menn í félagsskap- segir hann við konu sína: Þetta inn. Félagsstjórnin auglýsir er Herman Hanson, tilvonandi tengdasonur okkar. Hún heilsar honum mjög inni- lega með kossi, svo faðmar hún Rósu að sér og leggur sína bless- un yfir þau bæði." í því sjá þau hvar bankastjór- inn kemur. Hann er meðal maður á vöxt, laglegur, nokkuð feitur, auðséð á hnoum að honum hefir þótt góður sopinn. Hr. Joe West (svo hét hann) heilsar þeim öll- um, hann gengur til Rósu og ætlar að heilsa henni með kossi. Hún víkur sér til Hermans og segir: Segðu honum sannleik- ann. Herman gengur til hr. West og segir: Eg er til með að kyssa þig ef þig vantar endilega að kyssa einhvern. Eg sé að ungfrú Hill vantar ekki þína kossa. Hver ert þú, spyr West og ætlar að slá Herman, en Herman er fljótari, og tekur nokkuð fast með vinstri hendinni í brjóstið á West og segir: Hefir þú nokk- urn tíma abst upp við þennan og sýnir honum hægri hnefann. Vægð, segir West, við skulum vera vinir, hérna er höndin. Það líkar mér betur segir Herman og réttir honum hend- ina. Eg þykist vita að þú sért stöðugt eftir meðlimum og skor- ar á ófríða menn að ganga í fé- lagið. í auglýsingunum er því haldið fram að venjulega séu ófríðir menn gáfaðir. * * * Nýjasta “heimsmetið”, sem sett hefir verið í Bandaríkjunum á Louis Kranz frá Monticello. Hann hefir á síðustu 10 árum verið handtekinn 109 sinnum grunaður um afbrot. En ekki í eitt einasta skifti hefir lögregl- unni tekist að sanna á hann það, sem hann var grunaður um að hafa framið. * * * Kvikmyndafélögin í Holly- wood senda á næstunni á mark- aðinn mesta sæg af æfisögu- kvikmyndum merkra manna. í væudum eru t. d. kvikmyndir um líf Edisons, Nobel, Lawrence ofursta, Lincoln forseta, Nie- möller o. m. fl. * * * Jazzkóngurinn Duke Ellington tók upp á því, er hann var á ferðalagi , Svíþjóð í vor, að selja eiginhandarundirskrift sína á 50 aura eintakið. Peningarnir sem komu inn fyrir þetta gengu til atvinnulausra sænskra hljómlist- armanna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.