Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA Brögð í tafli “Eruð þér Mr. Ducaine, herra minn?” spurði hann og lyfti hendinni upp að húfunni. “Já,” svaraði eg. “Eg er hérna með miða handa yður frá hertoganum, herra minn, og átti eg að færa honum svar yðar um hæl.” Hann rétti mér bréfið, sem eg reif upp. Það voru aðeins fáein orð rituð með stórri og óreglulegri rithönd. Hertoginn af Rowchester biður um að heilsa Hertoginn af Rowcehster biður um að heilsa Mr. Ducaine og láta hann vita að hann óskar eftir að hann heimsæki sig, sé honum það þségilegt, klukkan fjögur seinnipartinn í dag, heim í kastalann Rowchester. Eg braut saman bréfið og sneri mér að þjóninum. “Viljið þér segja hans hágöfgi að eg muni koma á þeim tíma sem hann tiltekur. Þjónn kvaddi og fór. Miss Moyat, sem staðið hafði álengdar, kom nú til mín. “Hefir hertoginn gert boð eftir yður? spurði hún með auðsæilegri forvitni. “Já, hann hefir boðið mer samkomuhúsið í þorpinu og ætlar víst að ræða um það við mig persónulega.” , . Hún sagði ekkert unz við komum að husi hennar. Hún rétti mér ekki hendina en stoð fast hjá mér og talaði óeðlilega lágt. “Þér óskið þá eftir að eg mmmst ekki a þennan mann sem spurðist vegar heim til yðar?” “Mér virðist það al&erlega óþarft,” svaraði eg “því að alt sem af því leiddi væri að eg yrði spúrður spurningum, sem eg væri ekki fær um að svara.” , , „ “Gott og vel, verið þer nu sælir. Hrollur fór um mig þegar eg fylgdist með vagninum niður strætið að löðreglustoðmni. Framkoma hennar hafði breyst einkenmlega hinn síðari hlutann af samtali okkar. i huga hennar bjuggu einhverjar hugsanir, sem hun veigraði sér við að segja með orðum. Helt hun að eg væri valdur að þessu slysi, sem þarna hafði komið fyrir, og varpað skugga yfir hið tilbreytingarlausa og vandræðalega lif mitt. V. Kap.—Góðsemi Hertogans. Klukkan fjögur seinni hluta þessa dags var mér fylgt inn í herbergi hertogans af Row- chester. Eg hafði aldrei séð hann fyrri, en útlit hans vakti strax athygli mína. Hann var smár vexti, gráhærður og hvasseygður og nauð- rakaður. Hann tók á móti mér í herbergi, sem var mjög bert og húsgagna snautt. Hann kallaði það vinnustofu sína. Þegar eg kom mn sat hann við skrifborð þakiðt skjölum. Hann stóð strax á fætur þegar eg kom inn. “Þér eruð Mr. Ducaine,” sagði hann og rétti mér hendina. “Mér þykir mjög vænt um að sjá yður.” Hann bauð mér svo sæti. “Eg vona,” sagði hann, “að þér séuð búinn að ná yður eftir lasleikann í gærkveldi. Dóttir mín var að segja mér frá því.” ‘Alveg jafn góður, þakka yður fyrir, aði eg. “Lady Angela og Ray ofursti voru mér mjög alúðleg.” ^ , Hann kinkaði kolli og leit svo á skjölin a borðinu og tók til máls. “Eg hefi verið að líta yfir ýmislegt við- víkjandi bújörðinni hérna, Mr. Ducaine, og hefi hitt á atriði sem snertir yður.” “Sennlega hina fyrirhuguðu leigu á Grange húsinu,” svaraði eg. “Já, rétt er það. Þér virðist hafa samið um að leigja húsið til þriggja ára og hættuð svo við að taka það.” “Það var tæplega mér að kenna,” svaraði eg. “Eg útskýrði ástæðurnar fyrir Mr. Hul- shaw, umboðsmanni yðar. Mér voru heitnir tveir nemendur ef eg tæki þolanlega íbúð í þessu nágrenni, en þegar eg hafði komið- öllu í kring, lézt faðir þeirra snögglega og fjárhalds- maður þeirra gerði aðrar ráðstafanir.” “Já, það er alveg rétt,” svaraði hertoginn. “En ástæðan fyrir því að eg minnist á þetta er sú, að mér fellur ekki aðferð umboðsmanns míns í þessu mál, mér skilst að hann hafi neytt yður til að gjalda sér ársleigu af húsinu.” “Hann hafði rétt til að gera það, yðar náð,’ svaraði eg. “Hann hefir nú kannske haft rétt til þess, en mér finst að hann hafi beitt of miklu gjör- ræði. Ekki einungis það, heldur var þetta óþarft, því að hann hefir þegar fundið annan leigjanda að húsinu. Eg hefi því gefið honum skipun um að senda yður ávísun fyrir þessari upphæð, að frádregnum þeim kostnaði, sem leiguskilmálarnir höfðu í för með sér.” Svo stóð nú á fyrir mér í þetta skifti að öll fjáreign mín var eitthvað innan við þrjá svar- shillings. Fimtíu punda gjöf, sem í raun og veru var engin gjöf heldur réttilega endur- goldið fé, var því kærkomin sending. “Þetta ermjög fallega gert af yðar náð”, svaraði eg. “Þessir peningar eru mér ómetan- legir eins og ástendur fyrir mér nú.’ Hertoginn hneigði sig til samþykkis. Mér þykir leiðinlegt að Hulshaw skyldi gera þetta,” svaraði hann. “En nú er það annað atriði, Mr. Ducaine, sem mig langar til að ræða við yður, eg á við hinn fyrirhugaða fyrirlestur yðar í gærkveld.” “Eg bið yður að minnast ekki á það, yðar náð,” flýtti eg mér að svara. “Það var í raun og veru mjög þýðingarlítið atriði.-” “Þetta er einkennilegur afkimi veraldar- innar og hugsun fólksins hérna er í raun og veru eins og hugsun smábarna. Það þarf að uppfræða það. Eg hefi heyrt einn eða tvo leiguliða mína gera fáeinar athugasemdir um stríðið, og féllu mér þær alls ekki. Vegna þessa notaði eg tækifærið þegar Ray ofursti var hér staddur, og gott tækifæri gafst, að fá hann til að upplýsa fólkið í þessum efnum. Það var því ekki fyr en um seinan, ekki fyr en eg kom í samkomuhúsið, að eg frétti um fyrirlestur yðar. Eg leyfi mér nú að bjóða yður samkomuhúsið fyrir ekki neítt, hvenær sem yður hugsast að hafa fyrirlestur. Fólk mitt og eg sjálfur munum skoða það sem ánægju að hlusta á yður.” Eg var alveg í sjöunda himni yfir þessu öllu saman og gat aðeins stamað fram nokkur þakklætis orð. Hertoginn talaði því næst um almenn málefni, en vék svo talinu fimlega að mér og mínum sökum. Áður en eg vissi af því var eg lentur inn í ströngustu yfirheyrslu um sjálfan mig. Að síðustu var þessari yfirheyrslu lokið. Fyrir mig var lögð spurning, og hafði eg svarað henni hreinskilnislega, mundi það svar hafa birt alla fátækt mína. Eg stóð upp. “Þér verðið að afsaka mig, yðar náð,” sagði eg. “Eg er að eyða of miklu af tíma yðar. Það er ómögulegt að hinar smávægilegu ástæð- ur mínar séu yður nokkurt áhugaefni.” Hann gaf mér bendingu um að setjast niður, en tók samt ekki til máls á ný. “Setjist þér niður, Mr. Ducaine,” sagði hann. “Eg lái yður það ekki að yður falli mið- ur, að aðrir hnýsist í einkasakir yðar af tómri forvitni, en yður er óhætt að treysta mér til þpss, að eg spyr af öðrum ástæðum um þetta. Ef til vill get eg útskýrt þetta með því að leggja fyrir yður öðruvísi spurningu. Eruð þér færir um að taka að yður stöðu, sem er mjög á- byrgðarf ull ?” “Mér er það mesta nauðsyn að fá atvinnu hvar sem hún er. Mætti eg spyrja hverskonar starf það er, sem þér hafið í huga?” Hann hristi höfuðið hægt. “Það get eg ekki sagt yður nú í dag,” svar- aði hann. “Þetta er málefni, sem eg verð að ráðgast um við aðra.” Mér datt alt í einu eitt í hug. “Má eg spyrja hver benti yður á mig?” spurði eg. “Það var Ray ofursti, sem benti á ýmisleg atriði viðvíkjandi yður, sem gerðu yður hæfan til þessa starfs,” svaraði hertoginn. “Eg mun ráðgast við hann og fáeina aðra og segja þeim hvað við höfum komið okkur saman um, en eg býst ekki við að þér hafið neitt á móti því að eg geri ýmsar nauðsynlegar fyrirspurnir viðvíkj- andi yður.” “Nei, það er yður velkomið,” svaraði eg. Hertoginn reis úr sæti sínu, en eg tók húfu mína. “Ef ofurstinn er heima og það væri ekki óþægilegt fyrir hann, þætti mér vænt um að sjá hann sem snöggvast,” sagði eg. “Ray ofursti fór í morgun öllum að óvörum með fyrstu morgunlestinni,” svaraði hertoginn og leit hvast á mig. Eg lét á engu bera, en hjarta mitt drap stall við þessar fréttir. “Ef þér þurfið nauðsynlega að finna hann get eg gefið yður heimilisfang hans,” sagði hertoginn. “Nei, þetta var ekkert nauðsynlegt, þakka yður fyrir samt,” svaraði eg. Nú varð þögn svolitla stund. Mér fanst hertoginn horfa á mig mjög rannsakandi. — “Ray var lengi hjá yður í gærkveldi?” spurði hann. “Rey ofursti var mjög alúðlegur,” svaraði eg. “En vel á minst,” mælti hertoginn, “eg heyri sagt að einhver ókunnugur maður hafi farist hér í óveðrinu í gærkveldi. Þér funduð líkið, var ekki svo?” “Já,” svaraði eg. Hertoginn kinkaði kolli. “Eg heyri sagt að hann sé ekki héðan úr nágrenninu,” sagði hann. “Maðurinn var öllum ókunnugur,” svaraði eg. Hertoginn stóð og hnyklaði brýrnar. Hann virtist ætla að spyrja mig einhvers, en hætti WINNIPEG, 19. JúLí 1939 við það. Hann kinkaði kolli á ný og hringdi á þjóninn. Mér var leyft að fara. VI. Kap.—Lady Angela gefur mér ráðleggingu Er eg kom út úr húsinu var Lady Angela að tala við jarðyrkjumanninn. Er hún heyrði mig koma, sneri hún sér við og kom strax í áttina til mín. “Eg vona að yður líði betur, Mr. Ducaine,” sagði hún. “Þakka yður fyrir Lady Angela, mér er alveg batnað,” svaraði eg. Hún horfði á mig rannsakandi. “Mér er óhætt að fullyrða að þér lituð alt öðruvísi út en í gærkveldi. Þér hrædduð okk- ur,” sagði hún. “Eg skammast mín fyrir að hafa gert ykkur þessa fyrirhöfn,” svaraði eg. “Þér verðið að gæta betur heilsunnar fram- vegis,” sagði hún alvarlega. “En vel á minst, ef þér eruð að fara heim skal eg sýna yður styttri leið.” “Það er mjög vel gert af yður, Lady Angela,” svaraði eg. “Við gengum saman gegn um trjágarðinn og komum að gróðrarstöð einni, en hinumegin við hana voru hamrarnir niður í sjóinn. Mér til hinnar mestu undrunar fundum við þar einkennilegt steinhús, algerlega hulið í skógin- um. Eg hafði oft og tíðum gengið eftir fjör- unni, en aldrei séð húsið. “Þetta er nógu skrítið hússtæði, eða hvað?” sagði Lady Angela. Afi minn lét byggja það handa gömlum uppgjafa starfsmanni, en eg held að það hafi staðið autt um hríð.” “Það er dásamlega vel falið,” sagði eg. “Mér hefir aldrei dottið í hug að hér væri hús.” Við stóðum á klettabrúninni og hún benti niður. “Þarna er svolítill stígur niður í f jöruna,” sagði hún. “Það sparar yður að fara helmingi lengri leið ef yður er sama þótt þér klifrið svolítið. Þér verðið samt að fara gætilega fyrst í stað, því að margir steinarnir eru lausir.” Eg sikildi að samfylgdinni væri lokið, kvaddi hana því með þökkum og sneri leiðar minnar, en brátt kallaði hún á mig. “Mr. Ducaine,” sagði hún, “bauð faðir minn yður nokkra vinnu þegar þér töluðuð við hann í dag?” “Hann gerði mér ekkert sérstakt tilboð, en samt spurði hann mig margra spurninga, sem hann hefir sjálfsagt haft einhverja á- stæðu til að spyrja, og hann gaf mér það í skyn, að ef aðrir samþyktu það væri hann fær um að veita mér einhverja stöðu.” “Rey ofursti var að segja mér hve óhepp- inn þér hefðuð verið með nemendurna yðar. Haldið þér ekki að þér gætuð fengið einhverja lærlinga hér í þeirra stað ?” “Eg hefi reynt það,” svaraði eg, “en sem stendur sé eg ekki hvað eg hefði við þá að gera, því að eg gæti hvergi kent þeim. Eg varð að sleppa húsinu, sem eg hafði leigt, og hér í grendinni er ekkert hús, sem eg hefði ráð á að leigja.” Hið dásamlega öryggi sem ætíð hvíldi yfir henni hafði nú yfirgefið hana. Hún varð hálf vandræðaleg. “Ef þér gætuð með einhverju móti fundið lærisveinana,” sagði hún hikandi, “þá mundi eg biðja yður að gera mér greiða. óðalsbýlið hinu megin við þorpið er mín eign, og mig langar svo mikið til að einhver búi þar. Eg mundi leigja yður það með öllum húsgögnum fyrir tíu pund á ári. Það eru hjón þar, sem líta eftir því og þau gætu séð um yður.” “Þetta er mjög fallega boðið,” sagði eg, “en eg er hræddur um að eg gæti ekki níðst þannig á góðsemi yðar.” “Því þá ekki?” “Eg hefi engan rétt til hennar frá yður aé föður yðar,” svaraði eg. Eg mundi vera þakk- látur að fá vinnu, en þetta er góðgerðasemi við mig.” Þetta er nú næsta venjuleg afsökun, Mr Ducaine,” sagði hún dálítið háðslega. “Eg hefði haldið að þér væruð víðsýnni en þetta. Hún horfði framan í mig og bætti við: “En ef eg gæti nú sýnt yður fram á að þér gerðuð mér greiða með þessu og gerðuð mig yður þakkláta fyrir að taka boðinu.” “Þá, yrði eg að svara yður því, að það þarf talsverðan tíma til að ná í nemendur. Enn- fremur að ástæður mínar eru þannig nú, að mér er bráð nauðsynlegt að fá vinnu strax.” Hún varp öndinni mæðilega. “Faðir minn mun bjóða yður stöðu,” sagði hún hægt. Þér eruð í raun og veru hinn miskunn- sami samverji, Lady Angela,” sagði eg. “Eg vona bara að það verði eins og þér segið.” Þér eruð nokkuð fljótfærinn í ályktunum yðar, sagði hún kuldalega. “Hvernig vitið þér að þér séuð hæfur fyrir þessa stöðu, sem yður verður boðin?” “Ef faðir yðar býður mér stöðuna,” svar- aði eg hughraustur, “þá verður hann að eiga það á hættu.” “Hann mun bjóða yður hana,” mælti hún, “og þér munuð taka hana. Mér þykir það slæmt.” “Slæmt!” hrópaði eg. “Mjög svo,” svaraði hún. “Gæti eg fundið yður þessa nemendur þá gerði eg það. Ef eg gæti komið yður til að gleyma þessu stolti, sem karlmennirnir halda að sé einn hlutinn af þeirra sönnu eiginleikum, þá gerði það mér mikla gleði. Eg-----” “Bíðið þér nú við,” sagði eg. “Þér verðið að útskýra þetta fyrir mér Lady Angela.” Hún hristi höfuðið. “Það get eg ekki,” sagði hún dauflega, “það get eg aldrei gert.” Eg var nú alveg ráðalaus. Hún horfði út á hafið og sneri sér frá mér. Eg skildi ekkert í þessari aðstöðu hennar gagnvart mér. Eg get ekki einu sinni skilið hvert hún var mér vinveitt eða óvinveitt. Langaði hana til að einhver ann- ar fengi þessa stöðu? Ef svo væri, þá hafði hún nægilega mikil áhrif til að fá föður sinn á sitt mál. Hún hafði talað nógu góðlátlega við mig. Hin hægláta framkoma hennar, sem sýndist þeim sem lítið þektu hana að væri stolt, hafði horfið svo litla stund. Hún hafði komið nður úr skýjunum og talað við mig eins og hver önnur stúlka við hvern annan mann. Og nú hafði hún lokið við þessa samræðu á þann hátt að gera mig gersamlega ruglaðan. “Lady Angela,” tók eg til máls. “Mér finst að þér verðið að gefa mér einhverja frek- ari skýringu á þessu. Ef þér getið fullvissað mig um það, að það sé á nokkurn hátt gegn yðar vilja, ef þér gefið mér minstu ögn af ástæðu fyrir því, hversvegna eg ætti að neita 1|' því, sem mér hefir aldrei verið boðið, þá skal eg gera það, þótt eg svelti fyrir það.” Hún neyddi svolítið bros fram á varir sínar og horfði vingjarnlega á mig. “Eg hefi sagt miklu meira, en eg ætlaði að segja, Mr. Ducaine. Eg hugsa að mér hefði verið miklu betra að láta flest af því ósagt. Þér verðið að fara yðar eigin leið. Mig langaði bara til að forða yður frá vonbrigðum.” “Vonbrigðum? Þér hugsið þá eftir alt saman að------” “Nei, eg á ekki við það,” tók hún fram í fyrir mér. “Eg er viss um að yður verður boðin þessi staða, og eg er viss um að þér hikið ekki við að taka hana. En þrátt fyrir það hygg eg að þér verðið fyrir miklum vonbrigðum. Eg I skal segja yður þetta. Þrír ungir menn hafa nú þegar fylt þessa stöðu, eg þekti þá alla mjög vel, og þeim hefir öllum verið vikið úr henni.” “Þetta er mjög leyndardómsfult, Lady Angela,” sagði eg efablandinn. “Það er nauðsynlegt að svo sé,” mælti hún. Eg er kannske svartsýn í þessum efnum, en einn þessara manna var bróðir bestu vinkonu minnar, og þeir óttast að hann sé orðinn brjál- aður. Það eru einkennileg og leiðinleg vand- ræði í sambandi við þessa stöðu, Mr. Ducaine, og eg hélt að það væri ekki nema sanngjarnt að vara yður við þeim.” “Það var mjög vingjarnlega gert af yður,” svaraði eg. “Eg vildi bara að þetta væri mér ljósara alt saman.” Hún brosti dálítið raunalega. “En eg ætla samt að síðustu að gefa yður heilræði,” mælti hún. “Þér munuð kynnast mörgu fólki, sem yður mun virðast hafið yfir allan grun, svo tignu að það virtist ómögulegt að efast um heiðarléik þess. En engu að síður skuluð þér gera því öllu jafnhátt undir höfði. Treystið engum þeirra. Algerlega hreint eng- um, Mr. Ducaine. Það er yðar eina tækifæri, og farið nú leiðar yðar.” VII.—Hringur Rays ofursta Hringurinn lá á borðinu á milli okkar. Ray ofursti hafði ekki tekið hann upp ennþá. Hann hlustaði á hana stamandi framsögn mína, með þungbúinni þögn. Þegar eg hafði lokið máli mínu, brosti hann við mér eins og barni, sem verið er að hughreysta, svo að það haldi áfram. (;“Svo þú hefir þá bjargað mér úr gálgan- um,” sagði hann um leið og hann dró hringinn á fingur sér. “Hvað er svo næst á dagskrá. Launin fyrir greiðann, eða hvað?” “Yður virðist þetta kannske atriði til að spauga að,” svaraði eg fokvondur. “En mér þykir fyrir því að glaðlyndi mitt er ekki á borð við yðar. Þér eruð mikill ferðamaður, og hafið verið í mörgum lífsháskanum, en þetta er mér óvenjulegt. Andlit mannsins sækir að mér. Eg get hvorki sofið né hvílst fyrir umhugsun- inni um það. Það stendur mér fyrir hugskots- sjónum eins og eg sá það dautt og eins og eg sá það lifandi, þrýst upp að glugganum — þarna um kveldið. Hver var þessi maður? Hvað vildi hann mér?” “Hvernig vitið þér að hann vildi yður nokkuð?” spurði Ray. “Hann horfði inn um gluggann minn." “Hann gat hafa séð mig fara inn.” Þá sagði eg honum það sem eg hafði ætlað að leyna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.