Heimskringla - 26.07.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.07.1939, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚLÍ 1939 Ágrip af fundargerð hins seytjánda ársþings hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku. Seytjánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku var sett í kirkju/Sambandssafnaðar í Winnipeg, fimtudaginn 29. júní 1939 af forseta félagsins, séra Guðmundi Árnasyni. Hófst sú athöfn með því að sálmurinn nr. 619 í ís- lenzku sálmabókinni var sunginn, og séra Eyjólfur J. Melan flutti bæn. Þá flutti forsetinn ársskýrslu sína, sem hér fylgir: ÁVARP FORSETANS Kæru kirkjuþingsfulltrúar og gestir: Þetta er hið seytánda árs- þing, sem þessi félagsskapur vor heldur, og það fjórða, sem haldið er í kirkju þessa safnaðar, síðan félagið var stofnað. Að undanförnu íhöfum .vér haft þann sig, að halda þing vor til skiftis hjá sem flestum af söfnuðum þeim, sem heyra fé- lagniu til. Eg vona að hægt verði að halda þeim sið áfram, þó að í þetta sinn hafi skipast svo til, að vér höfum þurft að koma til Winnipeg-safnaðar ávi fyr en til stóð. Þýðing þessara ársþinga vorra liggur ekki hvað minst í því, að oss gefist tæki- færi til þess að heimsækja hverjir aðra og kynnast. Vér búum í mikilli dreifingu og hitt- umst eðlilega sjaldan. En hin persónulega viðkynning er afar mikilsverð fyrir oss, ekki síður en annan félagsskap, til þess að skapa samúð og meðvitund um einingu innan flokksins. Þetta er því nauðsynlegra sem að frjálslyndu fólki er ef til vill hættara við því en öðrum, að skoða öll félagsbönd sem nokk- urs konar ófrelsi og óþarfa bind- ingu. Vér, sem komum sem gestir yðar, meðlimir Sambandssafn- aðar í Winnipeg, vitum, að, ýmsra orsaka vegna, er þessi tími ekki sem hentugastur fyrir yður til að taka á móti gestum. Það getur verið álitamál, hvort að þessi tími, um mánaðamótin júní og júlí, sé ekki óhentugur hvar sem er fyrir mannfundi eins og kirkjuþing, og hvort að ekki mundi heppilegra að halda þingin nokkuð fyr að vorinu, En þar kemur auðvitað margt til greina, og ekki sízt það að finna daga, sem séu hentugir fyrir þá, sem eru bundnir við störf sín alla virka daga, og eiga mjög óhægt með að komast burt, nema að þeir geti notað almenna frídaga til þess. Þess vegna hefir stjórnarnefnd fé- lagsins virst, að síðustu dagarnir í júní og fyrstu dagarnir af júlí ( væru yfir höfuð heppilegastir til j þinghalds, en eg er viss um að sú stjórnarnefnd, sem kosin verður á þessu þingi, muni fús- lega taka til greina allar bend- ingar um þetta, hvaðan sem þær koma. Þegar litið er yfir árið, sem liðið er, síðan vér komum saman síðast á kirkjuþingi, þá væntan- lega sýnist mörgum sem að lítið hafi gerst innan félagsskaparins, sem í frásögur sé færandi. Það er að vísu satt, að eitt árið er öðru líkt, og að starfið gengur sinn vanagang,, án mikilla til- breytinga. En þetta á ekki að- eins við vorn félagsskap og starf hans, heldur allan félags- skap, af hvaða tagi sem hann er. Alveg eins og að í lífi einstakl- ingsins hver dagurinn hlýtur að verða öðrum líkur og hin dag- legu störf þau sömu, svo verður í hverjum félagsskap, hvort sem hann er smár eða stór, hvert árið öðru líkt, með stöku undan- tekningum. Þetta er óhjá- kvæmliegt, þó að oss ef til vill stundum finnist það bera vott um deyfð og áhugaleysi. En rólegt, áframhaldandi starf, þótt tilbreytingalítið sé, og þótt fátt gerist í því, sem vekur mikla eftirtekt út á við, er ekki nauðsynlega áhuga- snautt og dauft. Það er oft far- sælasta starfið, og það sem, þeg- ar til lengdar lætur, sýnir mest- an árangur. Langmest af því, sem til gagns er unnið fyrir hvaða málefni sem er, er unnið án þess að mikið beri á, alveg eins og að í voru daglega lífi eru það hin hversdagslegu skyldustörf, sem vér vinnum næstum án þess að vita af þeim, sem koma að mestu gagni og Commissicm is not responsíble for statements made as to quality of products advertised. This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The ..J hafa mesta þýðingu fyrir líf vort, þegar á alt er litið. Að vísu er auðvelt að verða of ánægður með hinn hversdags- lega gang hlutanna; og í því liggur mikil hætta. Vér getum orðið svo ánægð með hann að vér hættum jafnvel að æskja eftir nokkurri tilbreytingu eða fram- för. Hver félagsskapur, sem staðnar, af því að meðlimir hans eru of ánægðir með hann, ber á sér dauðamerki. Heil- brigður félagsskapur er eins og straumur, sem rennur áfram með jöfnum þunga. Straum- þunginn er ekki mestur á grynn- ingunum, þar sem vatnið breið- ist út og skiftist í smákvíslar, hann er mestur þar sem farveg- urinn er djúpur og beinn. Það sem stundum er kallað áhugi er ekkert nema hávaði, mælgi og ráðagerðir um störf, sem aldrei eru unnin. Þeir sem oft hafa setið á fundum og þing- um meðal vor íslendinga, hljóta stundum að hafa undrast og spurt, hvort menn í raun og veru blönduðu svo saman orðum og athöfnum að þeir héldu að orðin gætu komið í staðinn fyrir verk- in. Það er svo algengt, að menn ræði með feikna áhuga og mælsku um ýmislegt, sem eng- um dettur í hug að hreyfa hönd eða fót til að framkvæma, enda margt af því þannig að það verður ekki framkvæmt. Með þess konar áhuga erum vér litlu bættari. En vér þurfum þann áhuga, sem irennur áfram í bein- um og djúpum jarðvegi með jöfnum þunga, án hans getum vér ekki lifað sem félagsskapur, án hans getur enginn félags- skapur lifað og unnið starf, sem er nokkurs vert. Á þessu liðna ári hafa þjón- andi prestar félagsins verið allir þeir sömu og að undanförnu, og hafa þjónað hinum sömu söfn- uðum og haldið uppi guðsþjón- ustum af og til á ýmsum stöðum, þar sem engir söfnuðir eru til. Séra Philip M. Pétursson hefir gegnt sínu umfangsmikla em- bætti hér í Winnipeg, þjónað söfnuðunum tveimur, þeim ís- lenzka og þeim enska, sem báðir nota þessa kirkju. Auk þess hefir hann flutt guðsþjónustur í Piney nokkrum sinnum, eins og að undanförnu og ef til vill víð- ar. I Séra Jakob Jónsson hefir j þjónað ÍQuill Lake söfnuði í Wynyard og fleiri söfnuðum þar vestra. Þar að auki hefir hann haldið uppi guðsþjónustum á mörgum stöðum í Vatnabygðun um í Saskatchewan. Hefir séra Jakob, eins og kunnugt er, unnið með miklum áhuga og dugnaði 1 sínu víðlenda umdæmi, síðan hann hóf starf sitt þar, og náð mikilli hylli, ekki aðeins maðal þeirra, sem heyra til söfnuðum hans, heldur allra í héraðinu. sem láta sig kirkjumál nokkru skifta. Hann er hinn eini ís- lenzki prestur, sem nú hefir prestþjónustu á hendi í allri þeirri víðlendu bygð. Séra Eyjólfur Melan þjónar fjórum söfnuðum í Nýja-íslandi og þeim fimta í Mikley. Sá söfnuður er ný stofnaður. Hefir talsvert verið rætt um kirkju- byggingu þs.r, þótt enn hafi ekki orðið af framkvæmdum. — Séra Eyjólfur og kona hans hafa, eins og kunnugt er, haft mikið aukastarf í sambandi við sum- arheimili barna á Hnausum, og hafa þau rækt það með frábær- um áhuga, eins og reyndar allir aðrir, sem að þeirri stofnun hafa unnið. Mitt starf hefir verið meo svipuðum hætti og á undanförn- um nokkrum árum. Eg hefi þjónað söfnuðunum á Lundar og Oak Point og söfnuði, sem stofn- aður var fyrir ári síðan í ís- lenzku bygðinni við Vogar og Hayland. Sá söfnuður er ekki í kirkjufélagi voru, en er í fullu samræmi við stefnu þess. Auk þess hefi eg flutt guðsþjónustur á árinu á eftirfylgjandi stöðum: Steep Rock, Langruth, Reykja- vík, P.O., Piney og Keewatin. Staðir þeir ,sem eg hefi heim- sótt í embættiserindum, eru mjög dreifðir, og er sumarið sá eini tími sem tiltök er að nota til þess. í marz í vetur fórum við fjór- ir: Dr. Rögnvaldur Pétursson, séra Philip M. Pétursson, séra Jakob Jónsson og eg til St. Paul í Minnesota og sátum þar fund með prestum únítara safnaðanna í Minnesota. Var för okkar kost- uð af The American Unitarian Association, sem bauð okkur að taka þátt í fundarhöldum þess- um, og var hún í alla staði hin ánægjulegasta. Nú nýlega fóru þau séra Phillp, Mrs. Ólafía Melan og Miss E. Tainsh til Lake Geneva í Wisconsin og sátu þar þing sunnudagaskólakennara, leikmanna og fulltrúa kvenfé- laga. Fór Mrs. Melan sem fulltrúi sunnudagask. og Miss Tainsh sem kvenféL.fulltrúi. Munu þau skýra nánar frá ferð sinni seinna hér á þinginu. Sem að undanförnu hefir fé- lag vort og söfnuðir þess notið styrks frá The American Uni- tarian Association, sem hefir sýnt félagsskap vorum hina stökustu velvild frá byrjun. — Vegna veikinda dr. Rögnvaldar Péturssonar gat ekki orðið af því að félag vort sendi fulltrúa á ársþing A. U. A. í maí s. 1. Hafði hann fyrirhugað ferð þangað austur um það leyti, en varð að hverfa frá þeirri fyrir- ætlan. Tel eg heppilegt og sjálfsagt að félag vort ætti ein- hvern fulltrúa á hverju ársþingi A. U. A., þó að það óhjákvæmi- hafi nokkurn kostnað í för'með sér. Það er oss öllum samverka- mönnum drs. Rögnvaldar og öll- um hans mörgu vinum bæði fjær og nær, hið mesta hrygð- arefni, að heilsa hans hefir nú um nokkra mánuði verið svo tæp, að hann hefir ekki getað sint sínum venjulegu störfum. Þó hefir hann getað verið á flestum stjórnarnefndarfundum félagsins, og hefir nefndin getað notið hans góðu og hollu ráða í ýmsum málum, sem hún hefir þurft að ráða fram úr. Vil eg í nafni félagsins nú votta honum þakklæti þess og innilega samúð vor allra honum sjálfum og fjöl- skyldu hans til handa, og láta í Ijós einlæga ósk vora um að hann fái skjótan bata. Veit eg að hér muni síðar koma fram á þinginu almenn yfirlýsing í þessa sömu átt. Stjórnarnefnd félagsins hefir haldið allmarga fundi á árinu, eftir því sem þörf hefir krafið. Hafa þeir allir verið haldnir hér í Winnipeg, og hafa allir nefndar- menn gert sér far um að sækja þá, eftir því sem ástæður þeirra hafa leyft. Auk nefndarinnar sjálfrar hefir séra Eyjólfur Melan setið á þeim flestum og séra Jakob Jónsson á einum eða tveimur, sem haldnir hafa verið, þegar hann hefir verið staddur í borginni. Kann eg öllum með- nefndarmnönum mínum og þeim séra Eyjólfi og séra Jakob beztu þakkir fyrir góða samvinnu op góð ráð til fyrirgreiðslu þeirra mála, sem afgreiða hefir þurft á fundunum. Eg mintist lítið eitt á sumar- heimilið fyrir börn á Hnausurn. En þar sem að nákvæm skýrsla yfir starfrækslu þess verður lögð fram á fundi kvenfélaga-sam- bandsins, er ekki ástæða fyrir mig að fara mörgum orðum um það. Aðeins vil eg hér tjá Mrs. dr. S. E. Björnsson og þeim öðrum konum, sem hafa unnið svo vel að starfrækslu heimilis- ins, mii'lar þakkir félags vors fyrir þeirra ágæta starf og góða áhuga í þarfir þess. Oss er það öllum vel kunnugt að þær og stjórnarnefnd heimilisins og margir aðrir hafa lagt á sig mikið erfiði bæði við fjársöfnun og vinnu við heimilið. Það starf alt er orðið æði umfangsmikið og krefst mikillar umhyggju. Þetta stutta yfirlit yfir starf félagsins á árinu er næsta ófull- komið og tekur ekki neitt fram um starf safnaðanna, kvenfé- laganna, sunnudagaskólanna og ungmennafélaga. En skýrslur sem lesnar verða hér á þinginu, miinu skýra frá því starfi betur en unt er að gera í þessu yfir- liti. Að síðustu vil eg leyfa mér að gefa örfáar bendingar viðvíkj- andi starfi þingsins, sem eg vona að háttvirtir fulltúar taki góð- fúslega til greina. Það er þá fyrst, að eg vil biðja alla Hlutaðeigendur að sækja alla fundi þingsins og fyrir- lestra; að greiða fyrir málum þeim, sem hér verða rædd, sem bezt þeir geta, því að tíminn, sem settur er, mun varla verða of langur; að láta nefndarstörf ganga fljótt og skila nefndar- skýrslum eins fljótt og auðið er, til þess að tími eyðist ekki til ónýtis; og að sýna þeim, sem taka á móti oss hér alla nær- gætni með stundvísi, sem að léttir verk þeirra að miklum mun. Látum svo áhuga vorn fyrir málefni voru og félagsskap birt- ast í starfi, sem stefnir að settu marki, eins og hinn kyrri og djúpi straumur, sem rennur með þunga um beinan farveg; vinn- um með þeim kyrláta en sterka áhuga, sem birtist í vel unnu verki ekki síður en í orðum. Að svo mæltu lýsi eg því yfir að þetta seytjánda ársþing hins sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi er sett og bið yður að taka til starfa. Þá tók til máls forseti sam- bandsafnaðarins í Winnipeg, Mr. Bergþór E. Johnson, sem bauð kirkjuþings fulltrúa og gesti velkomna með nokkrum vel völd- um orðum. Forsetinn gat þess að sökum forfalla séra Jakobs Jónssonar, sem ekki gæti komið á þingið fyr en á laugardagsmorgun, vegna jarðarfarar, yrði óhjá- kvæmilega nokkur breyting á störfum þingsins, þar sem fyr- irlestur hans hefði verið aug- lýstur þetta kvöld; kvaðst hann reiðubúinn að flytja sinn fyrir- lestur, sem síðar hefði átt að koma, ef það væri vilji við- staddra; en bað um að fyrst væri ráðstafað kosningu dag- skrárnefndar og kjörbréfanefnd- ar. Var þá gerð tillaga um að forsetinn skipi í þessar nefndir, þrjá menn í hverja, og var sú tillaga samþykt. Skipaði þá forsetinn þessa menn í nefndir þessar.— í kjörbréfanefnd: Svein Thor- valdson, Ólaf Pétursson, Einar Benjamínsson. f dagskrárnefnd: Séra Philip M. Pétursson, Árna Thórðarson, J. Ó. Björnsson. Næst flutti forsetinn erindi. sem hann nefndi “Ofsóknír”. FjalLaði það um ofsóknir að fornu og nýju, einkum um trú- arbragðalegar ofsóknir. Að því loknu gerði Sveinn Thorvaldson tillögu um, að forsetanum væri þakkað fyrir erindið með lófa- klappi. Tóku menn undir tillög- una á viðeigandi hátt og var hún samþykt í einu hljóði. Þá auglýsti forsetinn, að kvenfélag Sambandssafnaðar hefði undirbúið kaffiveitingar í samkomusal kirkjunnar fyrir fulltrúa og gesti og ennfremur, að þing kvenfélagasambandsins yrði haldið í kirkjunni allan næsta dag, föstudag þann 30. Var þá samþykt að fresta fundi til kl. 8 síðdegis á föstudaginn. Annar fundur var settur kl. 8 á föstudagskvöldið, 30. júní. Fundargerð fyrsta fundar var lesin og samþykt. Samkvæmt skýrslu kjörbréfa- nefndar sóttu þessir prestar, embættismenn félagsins, full- trúar frá söfnuðum, kvenfélög- um, ungmennafélögum og sunnu- dagaskólum þingið: Prestar: séra Guðm. Árnason, séra Philip M. Pétursson, séra Eyjólfur J. Melan, séra Jakob Jónsson. Aðrir embættismenn félags- ins: Sveinn Thorvaldson, Páll S. Pálsson, Mrs. ólafía Melan, Guð- mundur Eyford, Jósep B. Skaptason. Fulltrúar Sambandssafnaðar í Winnipeg: Bergþór E. Johnson, Dr. M. B. Halldórson, Ólafur Pétursson, Ingi Stefánsson, Mis3 Elin hall. Varafulltrúar: Friðrik Sveins- son, Stefán Einarsson, Davíð Björnsson, Miss Sigurrós Vídal, Miss Hlaðgerður Kristjánsson, Jón Ásgeirssön. Fulltrúi sunnudagaskóla Sam- bandssafnaðar í Winnipeg: Miss Margrét Pétursson. Fulltrúar ungmennfél. Sam- bandssafnaðar í Winnipeg: Jón- as Thorsteinsson, Miss Helga Reykdal, Miss Olive Sigmunds- son, Páll Árgeirsson. Fulltrúar kvenfélags Sam- bandssafnaðar í Winnipeg: Mrs. Jakob Kristjánsson, Mrs. Thor- steinn Borgfjörð, Mrs. Svein- björn Gíslason, Mrs. Björgvin Stefánsson. Fulltrúi Quill Lake safnaðar í Wynyard: J. Ó. Björnsson. Fulltrúi sunnudagaskóla Quill Lake safnaðar: Mrs. Helen Grímsson. Fulltrúar Sambandssafnaðar á Lundar: Ágúst Eyjólfsson, Mrs. Ágúst Eyjólfsson, Mrs. Guðbjörg Sigurðsson (vara- fulltrúi). Fulltrúi kvenfél. Sambands- safnaðar á Lundar: Mrs. Björg Björnsson. Fulltrúi Sambandssafnaðar í Piney: Mrs. Solveig María Law- son. Fulltrúar Sambandssafnaðar í Árborg: Einar Benjamínsson, Jóhann Sæmundsson. Fulltrúar kvenfélags Sam- bandssafnaðar í Árborg: Mrs. Marja Björnsson, Mrs. John Nor- dal, Mrs. G. 0. Einarsson, Mrs. Emma von Renesse. Fulltrúi Sambandssafnaðar í Árnesi: Miss Sigurrós Johnson. Fulltrúar Sambandssafnaðar í Riverton: Jón Sigvaldason, Mrs. Anna Árnason, Sveinn Thorvald- son. Fulltrúi sunnudagaskóla Sam- bandssafnaðar í Riverton: Mrs. A. G. McGowan. Fulltrúar kvenfélags Sam- bandssafnaðar í Riverton: Mrs. ólafía Melan, Mrs. Ásta Gíslason, Mrs. Kristín Thorvaldson. Fulltrúi Sambandssafnaðar á Gimli: Árni Thórðarson. Fulltrúi Sambandssafnaðar á Oak Point: Thorlákur Nelson. Fulltrúi kvenfélags Sambands- safnaðar á Oak Point: Mrs. Guð- rún Mathews. Fulltrúi Sambandssafnaðar í Mikley: Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Fulltrúi kvenfélags Sambands- safnaðar í Mikley: Mrs. Thuríð- ur Sigurgeirsson. Fulltrúar frá Langruth kven- félagi: Mrs. S. Finnbogason, Mrs. G. Johnson. Skýrsla dagskrárnefndar var lesin af séra Philip M. Péturs- syni og samþykt. Forseti bað um skýrslur frá söfnuðum. Séra E. J. Melan lagði til og J. ó. Björnsson studdi, að safnaðarskýrslur séu látnar bíða til morguns. Sam- þykL Fjármálanefnd. Lagt til af J. Ó. Björnssyni og stutt af séra E. J. Melan, að fjármálanefnd sé skipuð, og að sömu venju og að undanförnu sé fylgt í því, nefnilega, að einn fulltrúi frá hverjum söfnuði sé skipaður í hana. Tillagan samþykt. Tillaga Sveins Thorvaldsonar og Árna Thórðarsonar, að fimrn

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.