Heimskringla - 26.07.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.07.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚLí 1939 Brögð í tafli " MM—IHIIIIHBilHI II “Hann spurði eftir mér í þorpinu. Honum var vísað á kofann minn.” Ray var að fylla pípuna sína, en stað- næmdist er hann heyrði þetta. Hann horfði fast á mig. “Hvernig vitið þér þetta?” “Manneskja, sem talaði við hann niðri í þorpinu, sagði mér þetta.” “Því kom sú manneskja þá ekki fram við réttarhaldið?” “Vegna þess að eg bað hana um að gera það ekki.” “Mér virðist,” sagði hann rólega, “að þér hafið farið heimskulega að ráði yðar. Detti þessum kvenmanni í hug að segja sannleikann síðar meir, lendið þér í ljótum vandræðum.” “Hefði hún sagt sannleikann í gær þá hefðu vandræðin verið jafn ljót. En sleppum því! Eg vil fá að vita hver þessi maður var, og hvað hann vildi mér.” # Rey ofursti ypti öxlum. , “Minn ungi vinur,” sagði hann, “hafið þér komið alla leið frá Braster til að spyrja mig að þessu?” “Til að fá yður hringinn og spyrja yður að þessu.” “Hvernig vitið þér að eg á þennan hring?” “Eg ,sá hann á hendi yðar þegar þér gáfuð mér vínið.” . “Og þess vegna haldið þér að eg hafi drepið manninn?” “Það kemur mér ekkert við,” svaraði eg hásum rómi. “Eg vil ekkert um það heyra. En eg er að segja yður að andlit mannsins sækir að mér. Eg er viss um að hann kom til Rowchester til að finna mig. Og hann er dauður. Hvað sem hann ætlaði að finna mig, eða segja mér er nú dautt og grafið með hon- um. Hver var hann? Segið mér það!” Ray reykti um hríð eins og hann væri að hugsa sig um. “Fáið yður sæti, fáið yður sæti!” sagði hann önuglega, og umfram alt hrindið frá yður þessari sorgarsýn. Þessi ræfill var ekki þess virði að nokkur syrgði hann. Hann lifði eins og hundur og dó eins og svín.” “Það er þá satt?” tautaði eg. “Ef þér krefjist vitneskjunnar um þetta,” svaraði Roy rólega, “þá drap eg hann! Það eru til eiturslöngur, sem maður afmáir af jörðinni án þess að gera sér óglatt út af því, meira að segja léttir fyrir brjósti þegar því er lokið. Hann var í þeirra flokki.” “Hann vra þó maður,” svaraði eg. “Hann var ekkert betri fyrir það,” svar- aði Ray. “Eg hefi þekt glæpamenn sem voru sómamenn samanbornir við hann.” “Þér voruð að minsta kosti ekki dómari hans,” sagði eg æstur. Auk þess réðust þér á hann í myrkrinu, sem var níðingslegt.” Ray sneri við höfðinu og sá eg þá að bund- ið var um háls hans. “Þyki yður gaman að vita það,” sagði hann. “þá var eg ekki sá, sem leikinn byrjaði, og hefði ekki svo viljað til, að eg vissi um það, hefði það kannske verið mitt lík, sem þér hefðuð fundið á söndunum. Eg byrjaði einu augna- bliki of fljótt fyrir þennan vin okkar — og þessi viðskifti okkar sendu hann inn í eilífðina.” “Þetta var þá sjálfsvörn?” “Það er varla hægt að kalla það því nafni. Hann mundi hafa flúið hefði hann getað en eg ákvað að það skyldi svona fara.” “Segið mér hver hann var.” Ray hristi höfuðið. “Það er hollara fyrir yður að vita ekkert um þetta,” sagði hann eins og í þönkum. “Ray ofursti, eg krefst þess að vita hver hann var,” sagði eg og fór nú að þykna í mér. “Þetta getur orðið alvarlegt mál fyrir yður. Hvernið getið þér ætlast til að eg gerist þegj- andi meðsekur í glæp yðar? Eg krefst þess að fá að vita hver þessi maður var!” Nú leið löng stund, eg veit ekki hve löng, og hvorugur okkar sagði neitt. Þá hallaði Ray sér í áttina til mín og sagði: “Eg býst nú við að tími sé kominn fyrir mig að taka til máls. Eg er ekki blóðþyrstur maður og þegar eg drep einhvern þá er það af því að nauðsyn krefur. Hvað þetta kvikindi snertir, sem þú fanst úti í mýrinni þá mundi eg drepa tylft þeirra væru þeir hérna inni í her- berginu núna. Eg mundi neyta allrar orku til að hreinsa þá burt af jörðinni. Fylgið ráðum mínum, farið heiríí til yðar og bíðið. Eitthvað kann að bera við innan sólarhrings, sem mun verða yður í hag. Farið heim og bíðið.” “Þér ætlið þá ekki að segja mér neitt?” spurði eg. “Þér farið með mig eins og eg væri barn. Eg er enginn skýjuglópur, og ef þessi maður átti skilið að deyja, þá eigið þér um það við samvizku yðar. En hann kom til Row- chester tl að finna mig og eg vil vita hvað hann vildi mér.” “Farið heim til Rowchester og bíðið,” sagði Ray. “Eg mun ekki segja yður neitt, en yður er óhætt að vera þess vís, að hafi hann átt eitthvert erindi við yður var það ilt erindi. Hann og allir fylgifiskar hans höfðu aldrei nema ilt í för með sér.” * “Hvað hét hann?” “Voru engin skjöl á honum?” “Nei, engin.” “Það er þeim mun betra,” svaraði Ray íllúðlega. “Heyrið nú, minn ungi vinur. Eg hefi eytt á yður öllum þeim tíma, sem eg má missa og mun ekkert segja frekara en það, sem eg hefi nú sagt. Hefðuð þér þekt mig betur væruð þér farinn fyrir löngu.” Eg fór leiðar minnar. Hann hafði enga von gefið mér. Þögn hans var þögn hins vold- uga manns og hafði eg engin ráð til að rjúfa hana. Eg hafði eytt peningum, sem eg mátti sízt missa í þetta ferðalag mitt til London. Ráð Rays ofursta var því vissuega heilræði. Þeim mun fyr sem eg kæmist heim, því betra var það fyrir mig. Eg fór með seinustu lestinni og eftir margar klukkustundir af hristingi og kulda og hinum venjulegu óþægindum, sem fylgja því að vera í þriðja farrými, komst eg til Rowchester stöðvarinnar. Eg lagði svo af stað, með treyjukragann uppbrotinn til að ganga hinar þrjár mílur, sem eg átti heim. Rétt í þessum svifum stansaði maður í tvíhjólaðri kerru hjá mér; það var Mr. Moyat' Hann heilsaði mér og bauð mér far með sér í vagninum. “Voruð þér í Sunbridge?” spurði hann glaðlega. “Eg kem frá London,” svaraði eg. “Þér hafið ekki verið lengi, því eg sá yður í morgun á lestinni, var ekki svo ?” “Eg hafði ekki langt erndi,” svaraði eg. “Eg var yfir í Sunbridge,” sagði hann. “Fór með hertoganum þangað. Stúlkan mín var að tala um yður í gærkveldi, Mr. Ducaine.” “Er það svo?” svaraði eg. “Henni fanst að þér munduð eiga erfitt, fyrst þér mistuð svona lærlingana yðar, eftir að hafa kostað upp á að leigja hús og alt sem því fylgir.” “Það var fremur óheppilegt,” svaraði eg hæglátlega. “Eg hefi nú verið að hugsa um það,” sagði hann eins og hálf hikandi; “hvort þér vilduð fá vinnu á skrifstofunni minni, bara til að halda yður svona við þangað til betra byðist, stúlkan mín krafðist að eg skyldi spyrja yður að þessu. En þar sem þér eruð nú háskóla- genginn herramaður, viljið þér kannske ekki sinna því, en samt getur það nú komið fyrir að hvaða verk sem er, sé betra en ekkert, eða hvað?” “Þetta er mjög vel boðið, Mr. Moyat,” svaraði eg, “og mjög góðlega gert af Miss Moyat að hugsa sér þetta. Fyrir viku síðan mundi eg ekki hafa hikað við að taka þessu boði, en núna nýlega hefi eg fengið hálfgert tilboð um vinnu. Eg veit ekki ennþá Iivort nokkuð verður úr þessu, en það getur þó orðið. Vilduð þér lofa mér að bíða með að svara tilboði yðar?” “Já, alveg eins og þér viljið,” sagði hann. “Mér er engirtn hraði á höndum með þetta, en mér er orðið nokkuð örðugt að rækja bókhaldið sjálfur, síðan sjónin fór að bila. Þetta yrðu nú ekki nein há laun, sem eg borgaði, þrjátíu shillings á viku, en eg býst við að þér gætuð lifað á því, nema syo aðeins, að þér ætlið að fara að gifta yður, eða hvað?” Eg hló háðslega. “Gifta mig, Mr. Moyat!” hrópaði eg. “Eg sem er alveg á hvínandi kúpunni.” “Það er nú stundum hægt sé maðurinn áreiðanlegur, að ná í stúlku sem er loðin um lófana.” “Eg get fullvissað yður um það Mr. Moy- at,” sagði eg kuldalega, “að því um líkt er mér . mjög fjarri skapi.” Hann virtist ætla að segja eitthvað en hætti við það. Við ókum áfram þegjandi þangað til við komum að húsaþyrpingu í myrkrinu. Stóðu hús þessi stuttan spöl frá veginum. Hann kinkaði kolli í áttina til þeirra og sagði: “Þeir segja mér að Braster Grange sé nú leigt eftir alt saman. Mr. Hulshaw sagði mér það í morgun.” “Mér var nú sama um þetta, en varð feg- inn að tala um eitthvað annað, en hið fyrra um- ræðuefni hans og spurði því: “Vitið þér hver flytur í það?” “Einhver amerísk frú, held eg. Lessing að nafni. En ekki veit eg hversvegna útlend- ingar vilja setjast að í slíkum stað.” Eg leit ósjálfrátt um öxl. Braster Grange var löng röð af húsum, sem hafði staðið auð árum samap. Milli húsanna og hafsins var ekkert nema auður mýrarfláki. Þetta var einn ömurlegasti staðurinn á allri þessari strönd. Ekkert nema auðir sandar á sumrin og útkulnuð auðn á vetrum. Við ókum inn að hesthúsi hans. “Þér komið inn og fáið yður bita,” sagði Mr. Moyat. < Eg hikaði við. Eg fann það á mér að skyn- samlegra var að þiggja ekki boðið, en var bæði kaldur og hrakinn af rigningunni og tilhugs- unin um kalda og dimma kofann minn alt annað en upplífgandi; þar af leiðandi var mér fylgt inn í langa og lága borðstofu. Á veggjum voru prentaðar myndir af veiðiförum, en hús- gögnin voru úr dökkri eik, en best af öllu var eldurinn, sem logaði glatt á arninum. Mrs. Moyat heilsaði mér með hinni hæglátu kurteisi sinni. Eg held ekki að hún hafi haft neitt uppáhald á mér, en hvað sem upp á vantaði innileikann, bætti dóttir hennar það upp. “Þér hafði fengið heimsókn frá stórhöfð- ingjum á ný,” sagði Miss Moyat er við sátum hlið við hlið að kveldverðar borðinu. “Bíll frá Rowchester var fyrir framan dyrnar hjá yður þegar eg gekk þar fram hjá. “Ha, hann er góður náungi þessi hertogi,” sagði Mr. Moyat. “Gáfaður maður í ofanálag. Hann er fyrirtaks stjórnmálamaður og ágætur fjármálamaður; formaður hinnar miklu sunn- anjárnbrautar, auk þess er hann í mörgum nefndum í bænum.” “Eg fæ ekki séð hvers vegna aðalsmenn eru að Vafsast í slíkum málum,” sagði Mrs. Moyat. “Sumir segja að hertoginn hafi tapað meira en hann má við í ýmsum verzlunarfyrir- tækjum.” “Hertoginn er slyngur maður,” sagði Mr. Moyat. “Hafi hann ekki tapað fé sínu, því er þá Rowchester kastalinn leigður amerískum mil- jónamæringi? Hvérsvegna býr hann þar ekki sjálfur?” spurði Mrs. Moyat. “Jæja, jæja, móðir góð, við skulum ekki þrátta um það.” sagði Mr. Moyat og stóð upp frá borginu. “Eg verð að líta á hryssuna, en þú lítur eftir Mr. Ducaine, Blanche.” Mér til mestu skelfingu var þessi brottför hjónanna úr stofunni öll með ráði gerð, og henni hraðað af hnykluðum Miss Moyat. Við vorum nú tvö ein eftir — svo eg stóð líka á fætur. “Eg verð að fara,” sagði eg og leit á klukkuna. Hún hló bara og bauð mér að setjast hjá sér. “Mér þykir svo vænt um að pabbi kom heim með yður í kvöld,” sagði hún. “Mintist hann á nokkuð við yður?” “Viðvíkjandi hverju?” “Það gerir ekkert til,” sagði hún mjög merkileg. “Talaði hann yfir höfuð nokkuð við yður?” “Hann sagði einu sinni eða tvisvar að veðrið væri vætusamt,” svaraði eg. “Vitleysa!” sagði hún. “Þér vitið vel við hvað eg á. “Hann gerði mér mjög góðsamlegt tilboð,” sagði eg. Hún horfði áfjáð á mig. “Og svo ?” “Eg sagði honum að eg væri að búast við að fá eitthvað að gera hjá hertoganum. Auð- vitað getur það brugðist. En hvað sem því líður var þetta mjög vel boðið af Mr. Moyat.” Hún færði sig dálítið nær mér. “Þetta var mín hugmynd,” hvíslaði hún. “Þá verð eg líka að þakka yður fyrir þessa góðsemí^” svaraði eg. Hún var auðsæilega hálf óánægð. Við sátum fáein augnablik þegjandi. Þá horfði hún í kring um sig mjög flóttalega og hvíslaði ennþá lægra: “Eg hefi ekki sagt orð við nokkurn mann um þetta.” “Eg þakka yður mjög vel fyrir það,” svar- aði eg. “Eg var alveg viss um að þér munduð ekki gera það, fyrst þér lofuðuð því.” Aftur varð þögn. Hún horfði á mig aftur með þessum hálf óttablandna forvitnis svip, sem hafði læðst inn í augu hennar, þegar eg fyrst bað hana að þegja yfir þessu. “Var ekki líkskoðunin hræðileg?” sagði hún. “Faðir minn sagði að þeir hafi verið fimm tíma að ákveða sig um, að gefa úrskurð- nn. Og ennþá er Joe gamli Hassell ekki viss um að h^nn hafi rekið upp frá — frá sjónum.” “Þetta er ekki skemtilegt umræðuefni. Við skulum tala um eitthvað annað,” sagði eg. Hún dinglaði fætinum til og frá. Fótur- inn var klæddur skó sem allur var þakinn í perlum. Hún var mjög hugsandi og sagði svo: “Eg veit ekki, eg get ekki gert að því að hugsa um þetta. Eg býst við að það sé hræði- lega Ijótt að þegja yfir öðru eins og þessu. Er það ekki satt?” “Ef yður finst það,” sagði eg, “væri miklu réttara fyrir yður að segja föður yðar frá þessu.” “Nú eruð þér orðinn reiður.” “Nei,” svaraði eg, “en eg vil ekki að yður líði illa yfir þeasu.” “Það er mér sama,” sagð hún og horfði upp til mín, “ef það er betra fyrir yður.” Dyrnar opnuðust og Mr. Moyat kom inn. Balnche var auðsæilega ekkert ánægð yfir því, en mér létti mjög fyrir brjósti, stóð á fætur og kvaddi. “Blanche hefir fengið yður til að skifta um ákvörðun?” spurði hann og leit fast á mig. “Miss Moyat hefir ekki reynt til þess,” svaraði eg og kvaddi hann með handabandi. “Við vorum að tala um ýmislegt annað.” Miss Moyat smaug fram hjá honum í dyr- unum og fylgdi mér út. Við stóðum stundar- korn í opnum dyrunum. Hún benti niður strætið. “Það var þarna, sem hann yrti á mig,” sagði hún í lágum hljóðum. “Eg vildi að eg hefði aldri séð hann.” Það var regluleg skelfing í rödd hennar. Hún starði gegn um myrkrið, en eg neyddi mig til að hlægja og kveikti í vindlingi. “Þér megið ekki gera yður ímyndunar- veika,” sagð eg hughreystandi. “Menn deyja daglega eins og þér vitið, og eg býst við að þessi maður hafi verið á grafarbarminum. Góða nótt.” Hún opnaði munninn eins og hún ætlaði að svara kveðju minni en ekkert orð heyrðist. VIII. Kap.—Dásamlegt tilboð Á litla borðinu mínu var bréfið, sem eg hafði búist við. Eg opnaði það með skjálfandi höndum. Rithöndin var föst og fíngerð og V vissi eg strax hvaðan bréfið var og frá hverjum. Rowchester, þriðjudag Kæri Mr. Ducaine— Faðir minn biður mig að láta yður vita að hann og Chelsford lávarður ætli að heimsækja yður milli klukkan tíu og ellefu í fyrra málið. Með beztu óskum, yðar einlæg, Angela Harberley Bréfið féll úr hendi minni ofan á borðið. Chelsford lávarður var ráðherra í ráðuneytinu. Hvað skyldi hann varða um stöðuna, sem her- toginn ætlaði að bjóða mér? Eg las þessi fáu orð aftur og aftur. Eg settist í stólinn minn og reyndi að lesa, en árangurslaust. Hertoginn kom á tilteknum tíma allur nýr af nálinni og uppstrokinn, með blóm í hnepsl- unni, og rjóða vangana eftir ískaldan austan vindinn. f för með honum var Chelsford lá- varður, sem mér var auðþektur vegna hinna mörgu mynda, sem eg hafði séð af honum í blöðum og tímaritum. Hann var dökkur á brún og brá. Hár maður og holdgrannur. Hann talaði sjaldan, en eg fann alla tíð til hinnar miskunarlausu rannsóknar í augnatilliti hans. Hertoginn virtist aftur á móti hafa slept sumu af hinu stolta látbragði sínu. Hann talaði bæði lengur og hreinskilnislegar en eg hafði áður heyrt. “Þér sjáið, Mr. Ducaine að eg er ekki maður, sem lofa mér upp í ermina mína,” sagði hann. “Hér er eg nú kominn til að bjóða yður stöðuna, ef þér teljið yður færan um að taka að yður þýðingarmikið vandastarf, og auk þess talsvert hættulegt, er mér óhætt að trúa yður fyrir. Þér hafið, ungi vinur minn heyrt um nefndina sem fjallar um landvarnamálið.” “Eg hefi lesið um það,” svaraði eg. “Gott er það! Þessi nefnd var skipuð og samþykt af hermálaráðuneytinu, vegna hinna afskaplegu mistaka sem komu í ljós nýlega í þessum efnum. Forsætisráðherranum datt það í hug, að ef sóknargögn vor í ófriði væru svona ófullkominn þá gæti verið að varnarráðin væru það líka. Nefnd var því sett, sem starfaði alveg óháð öllum þeim völdum, sem þegar Ýoru starfandi. f þeirri nefnd voru aðallega her- menn og flotaforingjar. Yfirmaður nefndar- innar er Chelsford lávarður, Ray ofursti og eg erum í þessari nefnd ásamt öðrum. Fyrir- skipun okkar er sú að hafa vakandi augu fyrir varnargögnum ^landsins, í stuttu máli að hafa ábyrgð á landinu og alríkinu brezka. Við eigum að þekkja hverja höfn á suður og austur strönd landsins, og einnig hvert fet af járnbraut sem flutt verði eftir frá London til suðurhafnanna. Einnig öll leynivíg og kastala fyrir sunnan London, þar sem hægt er að verjast með litlum liðsafla. Einnig um flutning hersveita frá ein- um stað í annan, einnig höfum við flotann og samband hans til athugunar. Þetta eru aðeins fáein þeirra málefna, sem við höfum með höndum, en þau er nægilega mörg til að sýna hvað um er að vera, og þýðing þassarar nefnd- ar hlýtur að verða yður ljós; einnig nauðsyn þess að leyna fyrir óviðkomandi, öllum hennar athöfnum og gerðum.” Eg var alveg hrifinn af hinni miklu þýð- ingu þessa fyrirtækis. Samt sem áður svaraði eg honum rólega og eins fljótt og áherslu mikið og mér var unt, en hertoginn hélt áfram máli sínu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.