Heimskringla - 02.08.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.08.1939, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. ÁGÚST 1939 FYRSTI VESTMANNA- DAGURINN Á ÞINGVÖLLUM Hátíðahöld Vestmannadagsins á Þingvöllum s. 1. sunnudag (2. júlí) sóttu hátt á fjórða þúsund manns. Hefir meiri mannfjöldi ekki komið saman á Þingvöll- um síðan Alþingishátíðin var haldin. Þátttaka í hátíðahöldunum hefði þó vafalaust orðið miklu meiri, ef veður hefði ekki verið óhagstætt um helgina. Var það bæði kalt og hvast og hefir það áreiðanlega aftrað mörgum frá því að fara að heiman. Nokkuð bætti það úr, að sólar naut við mestan hluta dagsins. BREEZE INN GIMLI Newly opened Icelandic Cafe Ideal Meals Served Board by the week at reasonable rates Operated by E. & M. SIGURDSON Cor. First Ave. & Fourth St. (East of Park) SCðCCOSOOOGOGCeOSOeOSOSOO» Hátíðahöldirv fóru fram í Hvannagjá, sem að flestra dómi mun hafa verið bezt til þeirra fallinn. Hafði verið reist þar viðhafnarstúka, skreytt íslenzk- um, canadiskum og bandarískum fánum. í stúkuna höfðu verið fluttir forsetastóll og tveir ráð- herrastólar Alþingis. Framan við stúkuna var ræðustóll og hljóðnemi. Heyrðust því ræð- urnar vel um alla gjána. Góðan spöl aftan við viðhafnarstúkuna voru nokkur tjöld, þar sem for- stöðunefndin hafði aðsetur sitt og seldar voru veitingar. Hátíðin hófst kl. 11 f. h. og hafði þá mikill mannfjöldi safnast saman á hátíðarsvæðinu, en margir komu þó síðar, því flutningar úr bænum gengu treg- lega. Sigfús Halldórs frá Höfn- um, sem var forseti dagsins, setti hátíðina með snjallri ræðu. Bauð hann alla gesti velkomna og lýsti þeim tilgangi dagsins að skapa traustari vináttubönd milli fslendinga beggja megin hafs- ins. Þá skýrði hann frá því, að Vestur-íslendingar héldu þennan dag á Gimli fimtugasta íslend- ingadag sinn í Canada. Hefði forstöðunefnd Vestmannadags- ins sent þangað eftirfarandi Parrish & Heimbecker Limited Taka á móti korni, senda korn og flytja út. Löggilt 11. apríl 1909 Borgaður að öllu höfuðstóll. .$500,000.00 Aukastofn.............$750,000.00 • Forseti................W. P. Parrish Varafors. og fr.kv.stj.. .Norman Heimbecker Féhirðir...............W. J. Dowler Umboðsmaður—Gimli, Man... B. R. McGibbon • Aðalskrifstofa WINNIPEG MONTREAL LETHBRIDGE Útibú TORONTO PORT ARTHUR CALGARY EDMONTON VANCOUVER 50 sveitakornhlöður Endastöðvar í Calgary og Port Arthur “Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir ábyggileg viðskifti” skeyti, sem er á þessa leið í ís- lenzkri þýðingu: “Fyrsti Vestmannadagur á ís- landi sendir öllum hátíðargest- um á Gimli og öðrum íslending- um vestanhafs hjartanlegar hamingjuóskir á 50 ára afmæli íslendingadagsins í Canada.” Þegar Sigfús lauk máli sínu söng Karlakór Reykjavíkur Vestmannasönginn eftir Jón Magnússon. Hefir Björgvin Guðmundsson ' tónskáld samið mjög fallegt lag við kvæðið og ! hefir kórinn sungið það nokkrum :sinnum fyr. Þar næst flutti Sigurgeir Sig- urðsson biskup guðsþjónustu og mæltist vel. Lýsti hann yfir því, áð íslenzka kirkjan hefði mikinn áhuga fyrir samvinnu við kirkjufélög íslendinga vest- an hafs. Guðsþjónustunni lauk ' með því, að sunginn var sálmur- inn: Faðir andanna. Við guðs- þjónustuna aðstoðuðu Karlakór Reykjavíkur og Lúðrasveit I Reykjavíkur. Þegar guðsþjónutsunni var : lokið g'engu Fjal^konan, Miss Canada og Miss Ameríka til sæta sinna. Var Fjallkonan í skaut- ibúningi, en Miss Canada og miss Ameríka í hvítum silki- kyrtlum og með gullspengur um enni. í gullspöng Miss Canada var grafið mösurlauf, en það er í skjaldarmerki Canada. Gull- spöng Miss Ameríku var sett stjörnum eins og er í fána Bandaríkjanna. f beltum beggja Hér eru veruleg kjörkaup fyrir aðeins $2.00 Klæðisyfirhöfn yðar sótt, ZORIC hreinsuð, funsuð og fáguð. Minni háttar við- gerðir unnar. Geymd í loft- ræstum skáp, vátrygð fyrir eldi, mel og þjófnaði. BORGIÐ ÞEGAR YFIRHÖFN- IN ER SEND Y8UR AÐ HATJSTINU SÍMI 86 311 ZORIC HREINSUN voru litir þjóðfánanna. Báðar höfðu bláa flauelsmötla yfir herðum. — Meðan þær tóku sæti lék lúðrasveitin nýtt lag eftir Sigurð BaldVinsson póstmeist- ara við kvæði Guttorms Gutt- ormssonav Sandy Bar, en A. Klahn hljómsveitarstjóri hafði raddsett lagið fyrir hljómsveit. Þá flutti Ólafur Thors, at- vinnumálaráðherra, ávarp ríkis- stjórnarinnar og Haraldur Guð- mundsson, forseti sameinaðs Al- þingis, ávarp Alþingis. Mintust þeir báðir dugnaðar Vestur-ís- lendinga í verklegum og andleg- um efnum og þess aukna orð- stírs, sem þeir hefðu aflað ís- lenzka þjóðstofninum með fram- komu sinni. Þegar þeir höfðu lokið ræðum sínum stóð Fjallkonan úr sæti sínu, gekk að ræðustólnum og flutti ávarp það, sem birt er hér á öðrum stað. Fórst henni það mjög vel og var þetta áreiðan- lega áhrifaríkasta stund hátíða- haldanna. Þegar hún hafði lokið flutningi ávarpsins lék lúðra- sveitin íslenzka þjóðsönginn. Næst töluðu Jónas Jónsson alþm. fyrir minni Bandaríkj- anna og séra Friðrik Hallgríms- son fyrir mnini Canada. Mint- ist Jónas Bandaríkjanna einkum sem lands frelsisins, en séra Friðrik rakti það, sem væri sam- eiginlegt með íslandi og Canada og gat þess«sérstaklega, að báðar þjóðirnar væru frjálslyndar og framsæknar. Eftir ræðu hvors um sig lék lúðrasveitin þjóðsöng hlutaðeigandi þjóðar. Þá talaði Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri um vestur- ferðir fslendinga og lagði út af sögunni um Björn Breiðvíkinga kappa, Guðmundur Finnboga son talaði um Vestmenn og Sig- urður Nordal um mesta Ijóð skáld Vestur-íslendinga, Steph- an G. Stephansson. Gat hann þess m. a. að ýmsir merkir fræði- menn í Vesturheimi, sem kynst hefðu skáldskap Stephans, teldu hann mesta Ijóðskáld Vestur heims. Stephan, sagði hann, væri einn glæsilegasti fulltrúi sjálfsmentunar, sem jafnan hefði verið undirstaða íslenzkrar menningar, og ljóð hans væri hin mikla samtenging milli ís- lendinga austan hafs og vestan. Hátíðahöldunum í gjánni lauk með upplestri Emilíu Borg á kvæði eftir Steingrím Arason. Síðar um dagnn flutti Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður erindi á Lögbergi um sögustaði á Þingvöllum. Um kvöldið sungu Stefán Guðmundsson og Karla- kór Reykjavíkur í Valhöll og síð- an var stiginn dans. Hátíðahöldin fóru í alla staði mjög prýðilega fram og voru forstöðnunefndinni til hins mesta róma, og þá ekki sízt for- seta hennar, Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, sem stjórnaði hátíðinni með smekkvísi og skörungsskap. Sérstaka athygli og ánægju vakti að tekin hafði verði upp sá siður frá þjóðhátíðum Vestur- íslendinga, að minnast ættlands- ins og fósturlandanna tveggja með því, að láta konur koma fram sem Fjallkonuna, Miss Ameríku og Miss Canada. Má hiklaust fullyrða, að há- tíðahöldin hafa náð þeim til- Ef þér hafið ekhi reynt Harman s eigin ísrjé a þá er nú tækifærið til þess ÞÉR HAFIÐ ALDREI NEYTT FÍNNI EFTIRMATAR NEINSSTAÐAR selt aðeins hjá Harman’s Drug Store Sargent Pharmacy Sherbrook and Portage Sími 34 561 Sargent and Toronto Sími 23 455 raoocccoooccccccoccccccccoocccoscccccccccoooocococoscf I 1 Arnaðaróskir Fimtíu ára athafnaríkt starf í lífi þjóðfélagsins, eins og hátíð yðar fslendinga nú ber með sér, er nokkuð sem vert er að meta. Við árnum íslendingum heilla með þeirra ágætu sögu í þessu landi. Við óskum að saga kornlyfta vorra í Árborg, Riverton, East Selkirk og Fort Garry í þjón- ustu yðar, verði eins velferðarík og saga yðar fyrir þjóðfélagið. SEARLE GRAIN CO., Lld. The DOMINION BANK S TOFNSE TTUR 1871 Dálítið af peninjarum á banka, kemur sér oft vel. Það er gott ráð til sparnaðar, að opna reikning hjá þessum banka og byrja í hvað smáum stíl sem er að leggja inn peninga. Vér seljum bankaávísanir og ferðamannaávísanir og ávísum peningum með símskeyti eða pósti til hvaða lands sem er, á lægsta verði sem mögulegt er. Leigið öryggiskassa hjá oss; það kostar mjög lítið. Skrifið oss eða einhverju útbúi voru eða heim- sækið. WINNIPEG ÚTBÚ Main Office—Main Street and McDermot Avenue Main St. and Redwood Ave. North-End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrook St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrook St. and SELKIRK, MANITOBA Manitoba-fylki HEIMSÆKIÐ “The Whiteshell” þar sem norðrið mætir þér vingjarnlega. KYNNIÐ YÐUR fegurð vatnanna og ánna. SYNDIÐ í svölu hreinu vatni. FISKIÐ Pickerel, norðlægan pike og vatnalax. HVÍLIÐ á hinum mjúku sendnu ströndum. Yður mun fýsa að heimsækja þessa yndislegu staði aftur og aftur í austur Manitoba, sem hafa svo margt að bjóða sportmönnum og öllum sem náttúrfegurð unna. Bæklingur með myndum og kortum fáanlegur Department of Mines and Natural Resuroces Winnipeg Hon. J. S. McDiarmid, Minister Á 50 Ára afmæli Islendingadagsins árnum vér honum einlæglega til heilla. H0TEL C0M0 GIMLI

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.