Heimskringla - 02.08.1939, Blaðsíða 8

Heimskringla - 02.08.1939, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. ÁGÚST 1939 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messa í Árborg Séra Philip M. Pétursson messar í Sambandskirkjunni í Árborg n. k. sunnudag, 6. þ. m. kl. 2 e. h. Guðsþjónustan fer fram á ensku. Fjölmennið! * * * Árni G. Eylands og frú komu til Winnipeg um síðustu helgi. Þau eru hjá Árna Eggertssyni fasteignasala til heimlis meðan þau ^fvelja í bænum. Hr. Ey- lands kom sunnan frá New York. Að heiman lögðu hjónin af stað 29. júní, komu við í Noregi og víðar. N. k. föstudag halda þau norður að Riverton og verða á íslendingadeginum á Iðavelli. — Flytur hr. Eylands þar að sjálf- sögðu kveðjur frá ísl. Að heiman sagði hann alt gott að frétta, vorið hefði veríð gott, gras- spretta óvanalega mikil, og slátt- ur löngu byrjaður er hann fór. Hr. Eylands er starfsmaður Samvinnufélaganna heima og mun í erindum hér vestra fyrir þau. En hann sagðist ekki hafa getað látið sér tækifærið úr greipum ganga um leið að sjá Vestur-íslendinga. Bjóða þeir hann og konu hans velkomin og fullvissa hann um að þeim er koma þeirra, sem annara góðra gesta frá íslandi, einkar kær- komin. * * * Séra Guðm. Árnason frá Lund- ar, Man., var staddur í bænum í gær. * * * óli ó. Magnússon frá Wyn- yard, Sask., er ný farin heim eftir mánaðardvöl í bænum; hann var hér að leita sér lækn- inga. Árni Helgason raffræðingur frá Chicago kom til Winnipeg í gær ;Jiann var á leið til Wynyard og sýnir þar myndir frá íslandi á íslendingadeginum. Hann kemur til Winnipeg n. k. föstu- dag og verður gestur hjá dr. Rögnvaldi Péturssyni. * * 41 Jámbrautarlestimar á fslendingadeginum 7. ágúst 1 lest kl. 9 a.m.: Special til Gimli 2 lest kl. 10 a.m.: Special til Beach og Gimli. 3 lest kl. 1.45 p.m.: Special til Beaeh og Gimli. 4 lest kl. 5.20 p.m.: Special til Beach og Gimli. 5 lest kl. 6.55 p.m.: Special til Beach og Gimli. Til baka: Síðasta lest kl. 12 á miðnætti frá Parkside. Far- gjald $1.25 báðar leiðir. * * * Miss Helen Halldórsson, dótt- ir Dr. M. B. Halldórson, lagði af stað s. 1. fimtudag suður til New York á heimssýninguna. í för- ina með henni slóst í Minneapolis Miss Bergþóra Einiarsson fráí Upharrt, N. D. , * * * Sambands kvenfélagið á Gimli hefir ákveðið að selja veitingar i skemtigarðinum 7. ágúst. Þar verða meðal annars heit máltíð, rúgbrauð og rúllupylsa og annar íslenzkur matur. Launið fyrir- höfnina og lítið inn í tjaldið. * * * Nokkrar ritgerðir og kvæði, sem blaðinu bárust og ætlast mun hafa verið til að birtust í þessu blaði, verða rúmsins vegna að bíða næsta blaðs. Eru hlut- aðeigendur beðnir afsökunar. * * * Mrs. Björg Tighe kom frá Saskatoon í fyrri viku og dvelur í borginni um tíma ásamt syni sínum og tengdadóttur frá Ger- olstane, Ont. Mr. og Mrs. Einar Eiríksson, Cavalier, N. Dak., og Mr. og Mrs. Árni Jóhannsson, Hallson, komu í bíl til Winnipeg s. 1. miðviku- dag, að heimsækja kunningja og vini. Þau héldu heimleiðis dag- inn eftir. * * * Dr. Sig. Júl. Jóhannesson er kominn heim af spítalanum og líður bærilega. Hann er þegar tekin til starfa á skrifstofu sinni, en gerir ekki ráð fyrir að fara út fyr en í næstu viku að vitja sjúklinga. * * * Árni Jónsson frá Langruth, Man., kom til bæjarins um s. 1. helgi. Hann fór í gær norður til Árborgar og verður í Nýja- íslandi fram yfir íslendingadags- hátíðirnar. Árni er nú 77 ára, en er þrátt fyrir aldurinn hress og kátur. Hann er frá Bygðarholti í Lóni, sonur Jóns hreppstjóra Jónssonar. * * * Marteinn Jónasson póstmeist- ari frá Árborg, Man., kom snöggva ferð til bæjarins í gær. * * * Ritstj. Hkr.: Viljið þér gera svo vel að leyfa blaði yðar að flytja kveðju mína og þakklæti til þeirra mörgu sem svo góðfúslega greiddu mér.at- kvæði sitt í “Fjallkonu sam- kepninni”. Eg vona að geta persónulega þakkað öllum þeim vinum sem veittu mér svo mikla hjálp með að selja miðana, en hinum fjöldanum sem keyptu þá get eg ekki vonast eftir að geta þakkað nema á þennan hátt. Það er mér sönn ánægja að vita að hvert einasta atkvæði var veitt af hlýjum hug og vona eg að bregðast ekki því trausti sem mér var sýnt með þeirri velvild. Vinsamlegast, ' Sigurborg Davidson Mrs. Anna Austman frá Syl- van, Man., kom til bæjarins í gær. Hún kom snöggva ferð. Hún sagði slæmar fréttir úr Víð- irbygð; kvpð þar akra í allri suður bygðinni hafa gereyðilagst af hagli 6. og 8. júlí. Hjá bænd- um sem höfðu frá 200 til 300 ekrur af korni, yrði ekki þreskt strá á þessu Jiausti. Nýjan skóla kvað hún vera að byggja í Víðirbygð af nýjustu gerð og fullkomnari, en þar hefði áður sézt. íslenzkan félagsskap kvað hún í blóma í Víðirbygð. * * * Sigurður Stefánsson í Fram- nesbygð í Nýja-íslandi kom- til bæjarins í byrjun þessarar viku. Hann kom til að vera við útför stjúpmóður sinnar, Gróu Stef- ánssson. Úr sinni bygð sagði hann alt bærilegt að frétta, en í næstu bygð fyrir norðan, Víðir- bygðinni, hefðu orðið stór- skemdir á uppskeru af hagli. Grassprettu sagði hann ekki mikla, þó oft hefði verra verið; ollu því vorkuldar. ÓDÝR ELDIVIÐUR FYRIR SUMARIÐ Þurt Slabs og’ Edglngs $4.00 corðið, $2.50 hálft cord Skjót, hrein uppkveikja 5 kassar $1.00 Kassaafsaganir $1.50 hálft cord, $2.50 corðið THORKELSSON’S LTD. License 3 Sími 21 811 ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Rögny. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. SARGENT TAXI SIMI 34 555 or 341557 7241Yi Sargent Ave. PETERSON BROS. ICE and WOOD DEALERS Box 46 GIMLI, Manitoba CRESCENT VÖRUR EINGÖNGU SELDAR E. & M. SIGURDSON Cafe and Confectionery nokkur skref fyrir sunnan Gimli Park Isrjómi, Nýmjólk og Rjómi ER SEM KUNNUGT ER FRÆGT The Crescent Creamery Gompany Limited WINNIPEG SÍMI 37 101 THORKELSSON LIMITED Manufacturers o£ Wooden Cases and Wood Wool Insulation 13*5-1339 Spruce Street Phone 21811-21812 SOFFANIAS THORKELSSON, PRESIDENT & MANAGER ÓSKUM VIÐSKIFTA YÐAR 0G LEITUMST VIÐ AÐ GERA ALLA ANÆGÐA Factory Site 7 Acres—31,663 Sq. Ft. Floor Space

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.