Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 1
Phone 96 361 & pfcv^' &* Country Club EEIE "famous for flavor" iltglft. PELISSIERS Countpy Club k Beer Phone 96 361 LIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. ÁGÚST 1939 NÚMER 45. HELZTU FRETTIR Skemtilegur Islendingadagur Þjóðminningardagurinn, sem haldinn var á Iðavelli við Hnausa s. 1. laugardag, var hinn ánægjulegasti í alla staði. í fyrsta 'lagi var dagurinn bjartur og sólríkur. í Winnipeg var hitinn að vísu um 90 stig (á Fahr.), en hátíðargestum háði það ekki. Þeir sátu í þrúðgum lundi sígrænna himin hárra trjáa og í skugga sólar, en austan af Winnipeg-vatni lagði svalan blæ þangað, svo menn vissu ekki af hitanum. Winni- peg gestir dagsins trúðu ekki að hitinn hefði verið eins mikill og þeim var sag\, er heim kom. Ákjósanlegri stað var ekki hægt að hugsa sér og fyrir þjóð- minningardagshátíð, er hann öllum stöðum betur valinn. — Skemtiskráin hófst með ávarpi forseta, dr. Sveins E. Björns- sonar, prýðilegri ræðu að máli og hugsun, er hinn ákjósanleg- asta svip setti á hátíðina. Henni fylgdi söngur Karlakórsins und- ir stjórn Ragnars H. Ragnar og hver ræðan og ávarpið af öðru, alt sniðið eftir því, sem við tæki- færið átti, íslenzkt, fagurt og svipmikið í anda — og í sjón einnig, eins og hið tignarlega málverk frá fslandi í baksýn við ræðupall Fjallkonunnar og Miss Cariada, svo að maður naut jafn- framt ræðunum og söngnum ís- lenzks útsýnis. Fjallkonan var frú Andrea Johnson frá Árborg er las ávarp það, er birt er á öðrum stað í þessu blaði, en Miss Canada var ungfrú Valgerður S. Sigurðs- son; las hún og prýðisvel hið fallega ávarp, sem einnig er birt í þessu blaði. Gestir frá íslandi voru á hátíðinni hr. Árni G. Éylands og frú hans. Flutti hr. Eylands ræðu og vék í henni að erindi sínu vestur, sem er að athuga hvað í búnaði hér væri framkvæmanlegt á fslandi. Væri gaman fyrir bændur hér og búfræðinga að ræða um þessa hluti við hr. Eylands. — Hann flutti og kveðjur frá ís- landi. Var að ræðu hans gerður góður rómur. Aðrar ræður, svo sem Minni íslands og Minni Canada, fluttu séra Jakob Jóns- son og Heimir Þorgrímsson. — Mun Hkr. birta þær ræður við hentugleika. En minnni fyrir íslandi og Canada í ljóðum fluttu bræðurnir Páll S. og Kristján Pálssynir, sem báðir eru kunnir sem skáld og hugs- uðir. Sín til hvorrar hliðav við Fjallkonúna sátu tvær meyjar. ungfrú Sigrún Johnson frá Ái-- borg og ungfrú Valdína Ingj- aldson frá Winnipeg, en við hlið Miss Canada: ungfrú Dorothy Thompson frá Riverton og ung- frú Eleanor Johnson frá River- ton. Þá ávörpuðu þeir Joseph Thorson, K.C., og Jón J. Sam- son, forseti íslendingadagsins á Gimli, gesti dagsins. Á milli ræðanna söng Karla- kórinn frá eitt til þrjú lög í hvert sinn og var að söngnum gerður góður rómur. Karlakór- inn má eiga það, að það er mik- 111 munur en áður oft á almenn- um skemtunum sem þessum, að eiga von á söng frá æfðum söng- mönnum, og með því öryggi, að unun er ávalt vís að söngnum. Margháttaðar íþróttir fóru farm á íslendingadeginum og verðlauna-dans, en fróttir af úr- slitum og kepni í þeim, eru ekki en við hendina. Við ræðustólana voru hljóm- nemar, er fluttu ájieyrendum hvert orð sem talað var, hvort sem nær eða fjær voru ræðu- pallinum. Eftir skemtiskrána undu menn sér að því að heilsa upp á kunningjana og spjalla saman. Forstöðunefnd íslendingadags- ins á Iðavelli á þakkir skilið allra gesta dagsins fyrir hina alíslenzku skemtun, er þeir nutu á Iðavelli þennan dag. Skeyti frá forsætisráðherra fslands Eftirfarandi skeyti las Grettir Jóhannsson konsúll á fslend- ingadeginum á Gimli 7. ág. Það var sent Þjóðræknisfélaginu auðsjáanlega í tilefni af 50 ára afmæli fslendingadagsins: Reykjavík, .1 ág. 1939 Icelandic National League, 45 Home St., Winnipeg. Vegna íslenzku þjóðarinnar sendi eg íslendingum í Vestur- heimi hugheilar þakkir fyrir hálfrar aldar þjóðræknisstarf- semi og trygð við gömlu ætt- jörðnia. Óska að þessi tímamót megi marka upphaf að enn nán- ara samstarfi allra fslendinga báðu megin hafsins. •Hermann Jónasson, forsætisráðherra ÁVARP FJALLKONUNNAR á Iðavelli, 5. águst 1939 BISKUPSVIGSLA Á tSLANDI Sigurgeir Sigurðsson hiskup fslands Ástkæru börnin mín: Það er mér stórkostleg ánægja að bera ykkur börnum mínum vestan hafs beztu kveðjuóskir að heiman. Fyrir rétt mánuði síðan héldum við okkar fyrsta Vestmannadag á Þingvöllum með hér um bil fjórum þúsund- um manna til að minnast ykkar og með því skapa traustari vin- áttu milli þjóðarbrotanna beggja. Var mér það unun að sjá viðhafnarstúkuna skreytta canadiska, ameríska og íslenzka fánunum og að hafa Miss Ame- ríku og Miss Canada sitt hvoru megin er eg steig í stólinn til að ávarpa mannfjöldann. Þessi síðari ár hafa fært ykk- ur nær mér. Þegar þið létuð frá landi, til þess að sigla yfir hafið og leita gæfunnar í öðrum heimi, fanst mér þið vera mér algerlega horfin. Eg sá ekki þá að þið mynduð ryðja ykkur til rúms með mestu menningarþjóð- um heimsins; að synir mínir og dætur í Vesturheimi ættu eftír að fylla hinar þýðingarmestu stöður, að starf ykkar og atorka mundi skrá nöfn ykkar í sögu landsins. Hafa heimsóknir frá ykur átt drjúgan þátt í því að færa ykkur nær og vildi eg óska að þær gætu aukist. Stúdentaskiftin við háskólann heima og Colum- bia mun gefa mér tækifæri að kynnast yngri kynslóðinni og er mér það mjög kært. Sérstaklega vil eg minnast á útvarpið héðan, heim til okkar 1. des. á 20 ára afmæli fullveldis íslands; hefir það stuðlað stór- lega að því að styrkja bræðra- böndin og breyta hugsunarhætt- inum heima. Því næst vil eg minnast heimssýninguna í New York og Sunnudaginn 25. júní síðast- liðinn fór fram biskupsvígsla í Reykjavík. Um hana hefir þeg- ar verið getið hér í blaðinu. Blöð að heiman geta þess, ið athöfnin hafi verið bæði fögur og tilkomumikil. Fleiri prestar voru þar samankomnir en nokk- urntíma fyr, eða um 80 að tölu. Komu þeir saman í Alþingis'hús- inu, og gengu þaðan í skrúð- göngu til Dómkirkjunnar, allir skrýddir hempum. f kirkjunni hófst athöfnin með söng, bæna- lestri og ávarpi frá Ftfiðriki prófasti Hallgrímssyni, sem las upp æfisögu hins nýja biskups. Vígslan sjálf var framkvæmd af fyrverandi biskupi, dr. Jóni Helgasyni. Fyrir altari voru ásamt honum varabiskupar Hóla og Skálholts, þeir Friðrik Rafn- ar og Bjarni Jónsson. — Bisk- upsþjónar voru tveir yngstu prestar landsins. Við vígsluna sjálfa aðstoðuðu fjórir prófast- ar. Hið ytra er vígsluathöfnin fög ur. Vejdur þar skrúði biskupa og presta, ljósadýrð kirkjunnar, söngur og tón. T. d. fer fram vixeVsöngur milli biskups og söngflokks, og er eitt lagið að minsta kosti mjög sérkennileg íslenzk tónsmtíð, margra alda gömul. En hið innra ber öllum saman um að athöfninni hafi fylgt samúð, hrifning og hlý- leiki. Ekkert embætti er tignara í augum íslenzkrar alþýðu en biskupsembættið. Kirkjan fær sínar aðfinslur á íslandi eins og annars staðar, en virðing henn- ar fer nú vaxandi með þjóðinni og framfarahugurinn verður æ sterkari meðal kirkjunnar manna. Er það góðs viti. ís- lenzka kirkjan hefir verið og Jr sú stofnun, sem stendur næst allri alþýðu manna, og snertir líf einstaklinganna meira og minna frá vöggu til grafar. Hún er hvetjandi til hverskonar menningar og fræðslu. Þess vegna finst mönnum mikið í húfi, að hinn æðsti prestur henn- ar sé maður, sem fái notið virð- ingar og álits. Enginn vafi er á því, að af hinum nýja biskupi er alls góðs vænst. Herra Sig- urgeir er glæsilegur maður að vallarsýn, söngmaður með af- brigðum ,hlýr í ræðustóli, sam- vinnuþýður á fundum og lipur- menni í viðkynningu. Fer orð af því, að á ísafirði, þar sem hann i var prestur, hafi honum verið mjög sýnt um að ná hylli yngra fólksins. I Sigurgeir biskup hefir nú þeg- ar sýnt það, að hann hefir löng- un til þess að varðveita sam- bandið milli vor Vestur-íslend- j inga og móðurkirkjunnar. Á j Vestmannadeginum á Þingvöll- um 2. júlí gat hann þess, að þjóðkirkjan hefði áhuga á sam- starfi við bæði kirkjufélögin vestan hafs. Vestur-fslendingar óska hin- um nýja biskupi allrar blessunar og óska þess af alhug, að störf hans verði til heilla hinni ísl. kirkju. Jakob Jónsson Ávarp Fjallkonunnar að Gimli, 7. ágúst 1939 þakka ykkur þann höfðingsskap, er þið sýnduð með stuðningi yðar við að koma upp líkneski Leifs Eiríkssonar til útbreiðslu þeirri staðreynd að fslendingur varð fyrstur til að finna Ame- ríku. Hefir sýningin verið ís- lendingum vestan hafs og austan til stórsóma og sýnt hvers virði samvinraan er. Þakka ykkur innilega hjálpina við þetta. Megi þessi dagur verða ykkur öllum til blessunar, og megi þið vernda sem lengst þjóðmenn- ingu ykkar og tungu sem er oss öllum svo kært. Andrea Johnson Vilhjálmur Þór kominn Síðast liðinn sunnudag kom hr. Vilhjálmur Þór kaupfélags- stjóri á Akureyri, kona hans og þrjú börn til Winnipeg. Þau komu sunnan frá New York, en þar hefir hr. Þórs haft með höndum rekstur íslandssýning- arinnar. Norður kemur hann til að kynnast Vestur-íslending- um. Hr. Þór er eyfirskur að ætt, sonur Þórarins Jónassonar frá Sigluvík og konu hans Ólafar Þorsteinsdóttur. Er hér margt Eyfirðinga, sem fýsa mun að kynnast drengnum sem sumir þeirra ef til vill muna eftir, en sem nú er stjórnandi stærsta kaupfélags íslands, Kaupfélags Eyfirðinga og sem honum á vöxt og viðgang sinn seinni árin mjög að þakka. Kona hr. Þórs er Rannveig Jónsdóttir Finnboga- sonar. Var faðir hennar hér vestra um skeið og var Rann- veig dóttir hans þá með honum; hún er því að heimsækja hér gamla átthaga; Jón er bróðir Guttorms Finnbogasonar í þess- um bæ og á heimili hans dvelja Þórs-hjónin meðan hér er staðið við. Á morgun heldur Þórs- fjölskyldan vestur til Eston, Sask., til að heimsækja Óskar Finnbogason bróður frú Rann- veigar Þórs. Skeyti frá Thor og Ágústu Thors Eftirfarandi skeyti las Grettir Jóhannsson konsúll á íslend- ingadeginum á Gimli 7. ág.: New York, 1. ág. 1939 Icelandic Consulate, 910 Palmerston Ave., Wpg. Áður heim förum biðjum þig flytja íslenzku blöðunum og fs- landsdegi, Gimli, innilegar þakk- ir og allar beztu óskir. Hitt- umst heil. Ágústa og Thor Thors Skeyti frá Seattle Seattle, Wash., 7. ág. Jón J. Samson, Chairman Icelandic Celebration Committee, Gimli, Man. Congratulations and best wishes on your fiftieth Icelandic celebration. J. H. Straumfjörð, Chairman Seattle Celebra- tion Committee Eg heilsa' ykkur börn mín. Eg ann ykkur æ! Sjálf eilífðin fær ekkl slitið vor hjörtu,— og ást ykkar var ekki varpað á glæ, því vorið og sólin og næturnar björtu er' verndari lífsins gegn vetri og snæ og vonleysi, kvíða og myrkrunum svörtu. Þó margt sé að vísu, sem bilaði og brást, og bylurinn norðlægi kalt hafi andað, þá vitið það börn mín, hin íslenzka ást er auður, sem mölur og ryð fá ei grandað. Og merki þess glöggar og glöggar hér sjást, að guð hafi til þess í upphafi vandað. Eg kveð ykkur börnin mín blessuð í dag og bið þess, að alfaðir veg ykkar greiði og láti' ykkur snúast hvert lífs-starf í hag og ljós ykkar manndáða skína í heiði, svo þið verðið landi' ykkar dag eftir dag hin dýrðlega blómkróna' á alþjóða meiði. PáU S. Pálsson Skeyti frá íslandi Reykjavík 1. júlí The President, Celebration Committee, Gimli, Man. The first Vestmannadagur in Iceland, sends all guests gath- ered at Gimli and all Ic^elanders across the sea sincere greetings and good wishes on the fiftieth eatniversary of- the I(efelandic< celebration day in Canada. Sigfús Halldórs frá Höfnum President Islendingadagurinn á Gimli Á Gimli safnaðist saman múg- ur og margmenni — um 3000 eða meira, síðast liðinn mánu- dag (7. ág.) á þjóðhátíðardegi Winnipeg-manna, er um leið mintist 50 ára afmælis íslend- ingadagsins. Var veður bjart og sólarhiti að morgni og fram yfir miðjan dag. Á góðri og langri skemtiskrá var byrjað laust eftir kl. 2, en um kl. 41/2 e. h. skall á dynjandi rigning er hélzt uppihaldslaust að heitd mátti í 3 til 4 klukkustundir. Miklu af dagskránni var lokið, er rigna tók, en þó var óflutt landnemaminnið, sem Friðrik Sveinsson listmálari ætlaði að flytja, og sem var önnur aðal ræða hátíðarinnar. Ræðumaður var aðeins byrjaður, er rigning- in skall á og flúði þá hver sem betur gat inn í danssalinn og veitinga-tjöldin eða hömuðu sig undir greinastærstu trjánum. En þar varð sér ekki til lengdar þurrum haldið og veitingatjöld- in tóku einnig að leka og vatn að fljóta um borðin. Af dag- skránni þeirri er prentuð var, voru eftir óflutt, auk áminstrar ræðu, kvæði fyrir minni land- nema, ort af V. J. Guttorms- syni. Af skrúðgöngu til land- nema minnisvarðans varð held- ur ekkert, og þá áttu horna- flokkurinn og karlakórinn einn- ig ósungið nokkuð. En ávörp öll: forseta, fjallkonu og gesta, voru flutt og mörg lög sungin áður en óveðrið datt á; alls var lokið við um 17 númer á skemtiskránni, svo menn fóru síður en svo alls gamans á mis. Dagurinn var hinn skemtileg- asti, sem undanfarin ár, þar til rigna fór. Á hátíðinni ávörpuðu tveir fulltrúar frá íslandi samkomu gesti: Vihljálmur Þór og Árni G. Eylands. Er ávalt skemtun og nýlunda að hlýða á ræðu- menn að heiman, og reyndist það svo í þetta skifti. Flutti hr. Eylands í lok ræðu sinnar langt mál í ljóðum, skynsamlega ort og kom mörgum til að segja eins og þar stendur: "Og hann er skáld, mannskrattinn!" í þetta sinni söng Fjallkonan ávarp sitt er ort hafði Páll S. 'Pálsson. Og Miss Ameríka og Miss Canada fluttu ávörp sín mjög áheyrilega og án þess að líta á blöð sín. Er það mjög til fyrirmyndar. Að ræðum forseta og séra Valdimars Eylands var góður rómur gerður. Og svo má um öll þau gesta ávörp er þarna voru flutt einnig segja. Skemti- skráin var í hei}d sinni góð. Af nýjum gestum á íslend- ingadegi má nefna þarna Mrs. Salverson og Guðm. dómara Grímsson, er bæði ávörpuðu samkomugesti. En gamanið fór af þegar fór að rigna. Frá klukkan 4i/2 og þar til fyrsta lest fór til Win- nipeg kl. 7.20 var langur tími að bíða og þurfa að standa í dans- skálanum. En' það versta var þó að geta ekki komist á járn- brautastöðina án þess að verða holdvotur. Það varð hlutskifti flestra er með lestinni voru og það var f jöldi manns. En slíkt verður oft á sæ. f iþetta skifti endurtók sig 50 ára saga fslendingadagsins, því svo er frá skýrt í Heimskringlu af fyrsta íslendingadeginum, að hætta hefði orðið við íþróttir og fleira þann dag vegna rigningar og fresta um viku tíma. Heimskringla mun síðar gera grein fyrir íþróttum dagsins; hefir formaður íþróttanna lofað henni því. Ennfremur eru á- vörp og kvæði fyrirliggjandi, er bíða verða næsta blaðs. ÁVARP MISS CANADA á Iðavelli, 5. ágúst 1939 Once again, I, who am Can- ada, salute you. Canada, reach- ing from the sea of the sunrise on the east to the sea of the sunset on the west; land of great lakes and deep rivers; land of a sea of mountain ranges; land of an ocean of forest, land of broad valleys and fertile plains; land of a thou- sand tall chimneys and countless deep mines; land of a myriad of races and tongues; land of peace and good will; Canada, the home of a free people. Once more I thank you for your tribute of loyalty, of love and affection. Again I acknowledge to you the cultural and spiritual heritage brought to my shores by your Fathers. You came to my bosom more than sixty, more than fifty, more than fortyj yeatrs ago. You came not with wealth; you brought only yourselves. But with yourselves you brought the self-reliance of the Viking spirit; you brought a passion to Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.