Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. AGÚST 1939 Immskriiuvla (StofnuB 188«; Kemur út A hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS IíTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg TalsimiB 86 537 VerS blaSsins er «3.00 árgangurinii borgiat tyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD.___________ g öll vlSskiíta bréf biaSinu aSlútandl sendist: Mcnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjórí STEPAN EINARSSON Utanáskrift til rítstfórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” ls published and prlnted by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 ........ WINNIPEG, 9. ÁGÚST 1939 MINNI LANDNEMANNA Ræða Friðriks Sveinssonar (Ræðu þessa átti að fltyja á íslendinga deginum á Gimli 7. ágúst, en var aðeins skamt komið er byrjaði að rigna svo hætta varð við það.—Ritstj. Hkr. Eg hefi hugsað mér að segja ágrip af ferðasögu fyrsta vesturfara hópsins sém fór frá Akureyri 4. ág. 1873. Með þeirri ferð byrjaði eiginlega útflutningur frá íslandi til Vesturálfu svo um munaði, og svo um landriíámsbrölt þeirra fyrstu árin. Sagan byrjar á fslandi. Síðustu árin sem eg dvaldi á íslandi, fram að 1873, vai* eg á Espihóli í Eyjafirði hjá fóstra mín- um og frænda Ól. Ól. frá Fjöllum í Keldu- hverfi í N.-Þingeyjars. Eg man að eg heyrði mikið talað um Brazilíu á þeim árum, og Ólafur fóstri minn var svo ákveð- inn í að flyíja þangað að hann lærði portúgölsku, sem er landsmál þar — en svo breyttist þetta við það að bréf bárust heim frá nokkrum mönnum sem fóru til Bandaríkjanna og Canada 1870 og 1872. Sumir þeirra settust að í borginni Mil- waukee í Wisconsin. Þessi ameríku-bréf vöktu löngun margra að komast vestur í þennan sælureit sem bréfritararnir lof- uðu svo mjög. — Fóstri minn varð svo hrifin af fréttunum að hann gerðist nú forgöngumaður vesturfara til Bandaríkj- anna og Canada ásamt mági sínum Páli Magnússyni á Kjarna í Eyjafirði. Skip var pantað frá Skotlandi um sumarið 1873 í gegnum Walker hrossakaupimann er koma skyldi til Akureyrar í miðjum júlí og taka vestarfarana þar. — í júlí söfn- uðust vesturfararnir saman á Akureyri. Hátt á annað hundrað manns og biðu skipsins sem varð talsvert á eftir áætlun. Vesturfararnir voru úr Húnavatnssýslu, Þingeyjarsýslum, nokkrir úr Skagafirði, en flestir voru Eyfirðingar. Hversvegna var þetta fólk að flýja íandið? Það var að flýja óblíðu náttúrunnar *— hafís — og þar af leiðandi harðindi, siglingarbann og hungursneyð. Faðir minn hefir skráð í dagbókum sín- um, átakanlega lýsingu af hörmungum og hallæri af völdum hafísa og harðinda á Eyjafirði 1869 og sum undanfarin ár voru sízt betri — og mun sú lýsing hafa átt við fleiri héruð landsins. —Fleira amaði að — íhaldssöm og óbilgjöm stjórn — okurverzlun í höndum erlendra kaup- manna. — Þessir vesturfarar voru orðn- ir vonlausir um framtíðina og bætta af- komu á fósturjörðinni — sem þeir þó þrátt fyrir alt elskuðu og yfirgáfu með sárum söknuði. — Þeir voru að leita að betri landskostum, mildari veðráttu — stærra og auðugra lífi, betri tækifærum og afkomu fyrir börn og vandafólk. Bandaríkin í Norður-Ameríku, þetta glæsilega lýðvedli — “Frelsisins fimbul- storð” — alsnægtalandið, var drauma- land sumra. Canada var fyrirheitna land ið annara. Á Akureyri var beðið eftir skipinu með óþreyju, — Nokkrir fundir voru haldnir og kom fram nokkuð einróma áhugi fyrir því að halda hópinn þegar vestur kæmi, en ekki kom mönnum saman um hvar bera skyldi niður. Nokkrir höfðu fast- ráðið að fara til Milwaukee í Wisconsin og vildu ekki breyta því, en flestum kom saman um að fara til Ontario-fylkis í Canada, sem sóttist þá eftir innflytjend- um ekki síður en Bandaríkin. Á hverjum degi var skimað eftir skip- inu. Eg fór oft með öðrum börnum upp á hjallann fyrir ofan bæinn að horfa út fjörðinn eftir skipinu, og loksins, eg held 3. ágúst — sáum við svarta þústu út í fjarðarmynni og kolareyk upp úr. Við þutum niður í bæinn með þennan fagnaðarboðskap. Skipið kom von bráð- ar inn á höfnina og lagðist þar. — Var þetta skuggalegur breiður kuggur og fanst sumum hann helst líkjast þrælaskip- um, sem blámenn voru fluttir á frá Afríku. Skipið hét “Queen” en ekki þótti löndum það drotningarlegt. Sú varð reyndin á að það flutti á þriðja hundrað þræla frá fslandi, þ. e. a. s. ís- lenzka hesta, sem sumum var ætlað að þræla í brezkum kolanámum. Páli Magnússyni frá Kjarna leist svo illa á fleytuna að hann hætti við förina og svo gerðu fleiri, um 20 manns, sem fóru þó flestir seinna um sumarið með öðrum skipum, en meginið af hópnum eða um 165 manns fóru með “Queen”. Hvort þetta fólk var úrval eða úrkast læt eg ósagt, en ef það var úrkast þá má ísland vera stolt af heimaþjóðinni. Af Eyfirðingum man eg eftir þessum: Jakob Eyfjörð frá Kristnesi, Baldvin L. Baldvinssyni frá Akureyri, Ól. Ól. frá Espihóli, Eiríkur Hjálmar Bergmann frá Laugalandi, Jón Þórðarson frá Skeri, Magnús Stefánssyni frá Kjarna, Kristni Ólafssyni. Af Þingeyingum voru þessir: Friðjón Friðriksson frá Harðbak og Árm bróðir hans, Baldvin Helgason frá Gröf í Vatnsnesi, Þorlákur Jónsson frá Stóru Tjörnum, Páll Jóhannsson frá Víkinga- vatni. Af Húnvetningum voru þessir: Sigurður J. Jóhannesson frá Manaskál, Jakob Líndal frá Miðhópi, Ásgeir V. Bald- vinsson frá Gröf á Vatnsnesi. Skagfirð- ingar voru fáir og ekki tekið sérstaklega eftir þeim. Það átti þó fyrir einum þeirra að liggja hér í Vesturálfu að vera talinn ekki aðeins mesta skáld í Canada, heldur jafnvel mesta skáld í Bretaveldi. Guðmundur Stefánsson frá Víðimýrarseli var í hópn- um með son sinn Stephan, sem síðar varð kunnur undir nafninu Stephan G. Steph- ansson. — Einnig var í förinni hið list- fenga Ijóðskáld, Kristinn Stefánsson frá Egilsá í Skagafirði. Skipið “Queen” lagði á stað 4. ágúst 1873. Strax og komið var út úr fjarðar- mynni, hreptum við stinnings mótvind og þungan sjó. Skipið veltist og hjó og hestarnir niðri í lestinni bröltu og hrökluð- ust til með miklum hávaða. Segldúks- hólkar voru festir upp á þilfari með opið móti vindinum og leiddir niður í lestina til loftræstingar — samt drápust 7 hestar á leiðinni og var varpað í sjóinn. Skipið var afar óvistlegt og ódauninn af hestun- um lítt þolandi, enda varð flest alt fólkið sjóveikt og var það alla leið til Skotlands. Vindstaðan breyttist og voru þá dregin upp segl. Jók það til muna hraða skips- ins. Við sáum til Færeyja á þriðja sól- arhring og eftir 4 daga ferð komum við inn á höfnina við Lerwick á Hjaltlandi, bærinn snotur til að sjá í sólskini og veð- urblíðunni, höfnin prýðileg, nærri landlukt eins og pollurinn á Akureyri. Margt var þar af bátum og skemtisnekkjum á sigl- ingu. Nokkuð af hestunum var sett á land í Lerwick, svo var haldið á stað til Aber- deen. Þangað komum við 12. ág. og voru allir hestarnir settir í land þar. Á leið- inni til Aberdeen var veður gott og sungu vesturfararnir þeir sem hressastir voru nokkra ætijarðarsöngva og náttúríega “Eldgamla ísafold”. Það þótti. Bretunum á skipinu furðulegt að íslendingar hefðu sama lag við þjóðsöng sinn og Bretar við ('1God Save the Queen” og voru þeir áfjáðir að fá íslendinga til að syngja “Eldgamla ísafold” aftur og aftur. 13. ágúst komum við til Granton. Þar fórum við öll í land og kvöddum þessa skuggalegu drotningu og hrósuðum happi að losna við hana. í Granton stigum við á okkar fyrstu járnbrautarlest sem flutti okkur með geisihraða, að okkur fanst, til hinnar . frægu og fögru Edinborgar. — Útsýni á leiðinni undur fagurt. Nokkra klukkutíma var tafið í borginni og gafst okkur tækifæri að litast um — allir voru hrifnir af fegurð borgarinnar, Prinsessugötu, Kastalanum, blómareitun- um og hinum tignarlega minnisvarða Wal- ter Scotts. Suma langaði að setjast þarna að — okkur fanst við vera komin í nýja dýrðarveröld, en nú var ekki til setu boðið, við vorum drifin á eimlest til Glasgow. Nýlunda var það fyrir okkur að það var farið í gegnum ein 4 jarðgöng á leiðinni og þótti sumum nóg um að þjóta gegnum holt og hæðir í kolsvarta myrkri. Glasgow, þessi stóriðnaðarborg, var með alt öðrum svip en Edinborg — ó- hemjumikil umferð — ógurlegt skrölt og hávaði. Mörgum landa varð starsýnt á hina risavöxnu Clydesdale hesta í borg- inni. Eftir stutta dvöl á útflytjenda gisti- húsinu, var farið um borð á Allen-línu gufuskipinu “Manitoban”, svo var haldið til Liverpool og þar bættust við fjöldi vesturfara af ýmsum þjóðum — Mani- toban var þokkalegt skip og fór sæmilega vel um fólkið á leiðinni, en allmargir urðu sjóveikir þegar veður versnaði. Einn dag eða svo sást ekkert fyrir þoku og nokkru síðar varð vart ísjaka á stangli en ekki urðu þeir til trafala. — Fyrsta land sem sást mun hafa verið Belle Isle (fagurey) og svo Nýfundnaland. Siglt var upp St. Lawrence flóann og komið til Quebec 25. ág. Páll Thorláksson frá Stóru Tjörnum mætti hópnum í Quebec. Var Páll leið- sögumaður þeirra er höfðu ákveðið sig til Milwaukee. Skiftist nú hópurinn, 112 afréðu að fara til Ontario en hinir, um 43, fóru með Páli til Milwaukeé og lentu í járnbrautarslysi á leiðinni, því fyrsta sem íslendingar lentu í hér í álfu. Enginn meiddist al- varlega og allir fengu skaðabætur hjá járnbrautarfélaginu. Ontario fólkið, sem eg fylgdist með, lagði svo á stað með eimlest frá Quebec og komum til Montreal næsta morgun. Þar var staldrað við og svo haldið áfram til Kingston. Þar höfðum við nokkra við- dvöl. Var svo farið á stað að kveldinu áleiðis til Toronto — seint um kveldið, meðan lestin var á fullri ferð, kom nokkuð óvænt fyrir. Kona Kristins Ólafssonar, eyfirðings, tók léttasótt og ól sveinbarn. Var lestin þá komin nálægt bænum Coburg í Ontario og stansaði þar. Var fjölskylda Kristins skilin eftir þar í bænum og þótti sumum viðsjárvert að skilja þetta mál- lausa fólk, (hvað ensku snerti) eftir hjá ajókunnu fólki, en alt fór vel. Innlenda fólkið reyndist fjölskyldunni drengilega og hjúkraði móður og barni. Eg held að þessi sveinn hafi síðar meir orðið þing- maður í Norður Dakota. Innflytjendurnir komu til Toronto 27. ág. Þar var staðið við í 2 daga og svo farið, sumpart : hestavögnum, til Grav- enhurst í Muskoka. Þar var iánflytjenda- hús sem fólkið hafðist við í um nóttina. Síðan var farið yfir Muskoka vatnið til Rosseau þar sem gert var ráð fyrir að setjast að. Þar umhverfis var stórvaxinn skógur og heldur grýtt og hrikalegt land. Ekki leist fóstra mínum á landið eða atvinnuhorfur í Rosseau og hélt hann áfram, ásamt Friðjóni Friðrikssyni og fl. til stærri borgar, Parry Sound. Þar voru sögunarmillur og timbur iðnaður, og þar fengu landarnir vinnu, en vinnan var erfið og kaupið lágt, svo loksins var á- kvarðað af þessum litla hóp að hverfa til Milwaukee. Fórum við vatnaleiðina. Nokkuð var staðið við í Collingwood og höfðu sumir nokkra atvinnu þar um tíma en leist ekki á að setjast þar að. Var svo haldið áfram og til Milwaukee komum við snemma í nóvember 1873. Þar var okkur fagnað af Þorláki Jónssyni frá Stóru Tjörnum og löndum þar í þess- ari fögru borg dvöldum við í 2 ár en altaf var landnáms hugsjónin efst í huga vest- urfaranna og á þessu tímabili fór Ólafur fóstri minn og Páll Björnsson frá Hallfreð- arstöðum í landskoðun til Alaska. Var Jón Ólafsson skáld og blaðamaður er þá var landflótta frá fósturjörðinni fyrir póli- tískar sakir og “íslendingabrag” sinn — einnig hvatamaður að þessu — ólafur og Páll dvöldu alllengiA Kadiak eyju, en leist ekki. nema í meðallagi á landkosti þar, enda fórst þetta fyrir, því þá komu aðrar tillögur til greina sem þóttu álitlegri. —‘f Milwaukee leið löndum að vísu vel, atvinna nóg og afkoma góð. Þar héldu vestur- farar sína fyrstu þjóðhátíð 1874 hér í álfu og hefi eg vikið að því áður. En það var eitt sem þeir óttuðust, að þeir myndu hverfa eins og dropi í sjóinn í þetta mikla mannlífshaf í Vesturheimi. Þeir þráðu að geta verið einhversstapar út af fyrir sig þar sem þeirra feðraarfi, tungu og þjóð- erni væri borgið. f júlí 1875 komu þeir Skafti Arason og Kirstján Jónsson frá Kinmount, Ont., til Milwaukee á leið til Manitoba til að velja nýlendusvæði fyrir íslendinga. Sig. Kristofersson er þá var í Milwaukee, slóst í förina. Seinna um sumarið kom Sig- tryggur Jónasson til Milwaukee úr landa- skoðunarferð til Manitoba. Þessi stór- huga og ötuli umboðsmaður Canada- stjórnar, flutti það mál af kappi að íslendingar í Milwaukee flyttu í þetta fyrlrhugaða ný- lendusvæði á vesturströnd Win- nipeg vatns, þar sem íslending- ar gætu verið á stóru svæði út af fyrir sig, er Canada-stjórn hefði lagt þeim til og lokað myndi verða fyrir öðrum þjóð- um. Árangurinn af komu Sig- tryggs var sá að fósturforeldrar mínir ásamt nokkrum öðrum, 13 manns, ákváðu sig til fararinn- ar. Hinir innlendu Milwaukee- búar spáðu illa fyrir þessu land- námi, sögðu vetrarríki svp mikið í Manitoba að hvítum mönnum væri þar ekki viðvært. Ekki létu landarnir það á sig fá og lögðu á stað snemma í september á- leiðis til Duluth, Minn. Þar átt- um við Milwau(kee fólkíð að sameinast hópnum sem var á leiðinni frá Kinmount, undir leiðsögn John Taylors, þessa góða og guðhrædda manns, sem hafði kynst íslendingum í Kinmount og komist svo við af fátækt þeirra og basli að hann tók sér fyrir hendur að útvega þeim nýlendusvæði í Manitoba, þar sem þeir gætu verið út af fyrir sig og útvega þeim lán hjá Canada-stjórninni til að kosta för þeirra til fyrirheitna lands- ins, og til að kaupa áhöld og bú- stofn. Þetta lán mun hafa feng- ist fyrir meðmæli hins göfuga íslandsvinar, Dufferin jarls, sem þá var landstjóri í anada, og sem véf íslendingar erum í marg- faldri þakklætisskuld við. Milwaukee fólkið beið í viku í Duluth eftir Kinmount hópnum. Duluth var þá lítið þorp með um 300 íbúum. 30 árum síðar kom eg til Duluth, þá taldi þessi fagra borg um 100,000 íbúa. Þar hafa altaf nokkrir íslend- ingar búið. Frá Duluth lagði svo þessi sameinaði hópur á stað með Norður Kyrrahafs eimlest til Glyndon, Minn. Þar sáum við fyrst hinar grösugu sléttur Rauðárdalsins, og leizt sumum vel á þessar gróðursælu sléttur og hefðu helst kosið að setjast þar að — en áfram var haldið til Fishers Landing, smá- þoiys í Minnesota. Þar var trl staðar gamall gufubátur. Eg held sá fyrsti sem gekk á Rauðá milli Fargo, N. Dak. og Fort Garry (nú Winnipeg). Þetta var stafnhýlingur, drifhjól aftan á. — Afar þröngt var á bátnum og óþægilegt. — Þessi bátur hét “International” og var þetta síðasta ferð hans, því í Winnipeg var hann rifinn um haustið. Fáeinir Mennonítar frá Rúss- landi í sínum gamaldags snið- lausu búningum urðu okkur ís- lendingunum samferða á bátn- um. Voru þeir forverðir Menn- oníta innflytjenda til Manitoba er settust að á sléttunum vestur af Emerson og kringum Gretna og farnaðist þessum guðhræddu og friðelsikandi mönnum þar vel. Eitt af því sem skeði á leið- inn var það að Gimli bær var skírður áður en hann fæddist og stóð Ólafur fóstri minn að þessari athöfn að gefa þessu tilvonandi þorpi nafn. Mun hann hafa stungið upp á nafn- inu meira í spaugi en alvöru en það festist við. Um miðjan október var komið til Winnipeg. Þegar við nálg- uðumst bæinn var ærið eyðilegt um að litast. Engisprettur höfðu um sumarið étið allan jarðargróður niður í mold og var hvergi að sjá stingandi strá á Rauðárbökkum eða vestur á sléttunum. Eiginlega má segja að engi- spretturnar réðu mestu um það hvar fslendingar settust að fyrst. Nýlendusvæðið var valið niður við vatnið vegna þess að þangað íöfðu þær ekki náð. Svo var auðvitað þetta mikla og veiði- sæla vatn sem setur svip á þessa nýlendu, mikils virði í sjálfu sér. i Winnipeg-mönnum var mikil forvitni á að sjá íslendinga hóp- inn, sem þeir höfðu frétt að væri á leiðinni til bæjarins, og sjá hvernig skepnan liti út. — Flestir þóttust þó vita svo mikið að hér væri um hreinræktaða Eskimóa að ræða. Svo þegar þeir loksins sáu landana varð einum þeirra að orði: “Þetta eru engir fslendingar, þetta eru hvítir menn!” Þá var nú undið að því að hraða ferðinni niður á nýlendu- svæðið — matvörur og nauð- synlegustu landnema og veiði- áhöld voru keypt fyrir stjórnar- lánið. Sex flatbátar voru keyptir til að flytja fólkið og farangur til fyrirheitna landsins. Þeir sem smíðuðu þessi einkennilegu fley, hafa, að eg hygg, haft örkina hans Nóa til fyrirmyndar. — Þessir flatbátar voru um 25 fet á lengd, 14 fet á breidd og 4 fet á dýpt. 6 feta stoðir eftir miðju og mænirás á þeim og síðan ávalt þak úr borðum sem voru beygð yfir mænirásinn og negld niður í hliðarnar. Náði þetta þak yfir nokkurn hluta dallanna. Stýrisárar voru skorðaðar aftan og framan á þessar fleyt- ur, til að halda þeim út í straumnum og frá árbökkunum — íllu var spáð um ferð okkar af .fólki í Winnipeg, og þótti sumum óðs manns æði að leggja út á vatn í þessum manndráps bollum. — Mun John Taylor hafa haft miklar áhyggjur út af ferðinni — og lagði hann til að eins margir og sæu sér það fært eða fengju atvinnu yrðu eftir í Winnipeg. Var farið að ráðum hans og varð nokkur hluti hóps- ins eftir í Winnipeg. Fyrst lagði á stað John Tay- lor og bróðir hans Vilhjálmur, sem slóst í för með bróður sín- um og íslendingunum frá On- tario, og fjölskyldur þeirra, ásamt vinnumanni John Tay- lors, Everett Parsonage að nafni, vanur vatna- og skóga- maður frá Ontario, og stýrði hann þeirra knerri. Fóru svo hver af öðrum, ferð- in niður strengina í Rauðá var glæfraleg. Við hentumst í fleygi- ferð framhjá stórgrýti er stóð upp úr ánni — 2 dallarnir fest- ust á grynningum en það tókst að losa þá enda voru vanir sjó- garpar og röskir drengir innan- borðs. 3 sólarhringa vorum við að berast með straumnum niður í Rauðárósa. Þar var til taks eini gufubáturinn sem þá gekk á vatninu, skrúlfubáturinji “Col- ville”, eign Hudson’s flóa fé- lagsins, og var hann fenginn til að teyma flatbátana norður í víkina þar sem Gimli stendur nú. Var svo flátbátunum hnýtt aftan í gufubátinn og lagt á stað um morgunin 21. okt., en um leið og farið er á stað varð skrúfa gufubátsins nokkuð nær- göngul fremsta dallinum svo hún sprengdi inn borð á fram- hliðinni, svo vatnið fossaði þarna inn. Konur og börn á þessum flatbát ráku upp hljóð af skelfingu. Stukku þeir þá til Gísli Jóhannsson og Samson Bjarnason, Húnvetningar, og spyrntu borðunum í samt lag og stöðvuðu lekann með hveiti- sekkjum og litu svo eftir að dallarnir rækjust ekki aftur á skrúfuna. Framh. Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.