Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG. 9. ÁGÚST 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA MESTA SKÁLD VESTUR- HEIMS Hér birtist ræða sú, er próf. Sigurður Nordal flutti á Vest- mannadeginum á Þingvöllum 2. júlí síðastliðinn. Það er stundum að orðtæki haft, að alt sé mest í Ameríku, og fleipra menn margt, sem fjær er sanni. Þetta tröllaukna land, sem teygir sig nærri heim- skautanna á milli, geymir að heita má allskonar undur,i dá- semdir og auðæfi jarðneskrar náttúru. Og mennirnir, sem álf- una byggja, eru framgjarnir og fullir metnaðar, og þó einkan- lega Bandaríkjamenn, sem hafa gerst svo fyrirferðarmiklir, að þeir eru nú að leggja undir sig heitið Ameríkumenn. Þeir eru þjóð heimsmetanna, sem vilja í hvívetna halda til jafns við frændur sína austan hafs og þó helst vera þeim snjallari. Fyrir augum felstra ferðamanna, sem vestur koma, verða fyrst af öllu skýjakljúfarnir í New York, þessar gossúlur . úr stáli og steini, sem óhemju auðmagn og tækni hefir þeytt upp úr granít- grunni Manhattaneyjunnar sem táknum þessarar hamslausu framgirni og samkepni. Og hvar sem leiðir liggja um landið, getur að líta stórmerki alls þess, sem fjármagn má orka. En hinn almáttugi dalur er ekki eina goð þeirra Vesturheims- manna. Mentir og vísindi eru sótt þar með almennara kappi en annars staðar eru dæmi til og ekkert til þess sparað, að sem mest sé að hinni æðri menningu búið. Ameríkumenn eru í aðra röndina hinir mestu hugsjóna- menn og draumsæir, unna skáldskap og listum og má í einu orði segja, að þeir þjóni engu síður guði en mammoni. Er það furða, þó að leið slíkrar þjóðar. í landi ótakmarkaðra kosta, liggi til vegs og frama á flestum svið- um? Þorsteinn Erlingsson sagði á sínum tíma um Vestmenn: "stigu á land 1492, vöktu mann- kynið til frelsis 1785, öndvegis- þjóð heims 1893". Til þess mikla lands, meðal þessarar miklu þjóðar, kom árið 1873 tæplega tvítugur sveinn, einn af þeim fátækustu frá smæstu og snauðustu þjóð Norðurálfunnar, alinn upp á þremur fjallakotum, sem jafn- vel í bessu hrjóstuga landi hafa síðan ekki þótt byggileg. Hann hafði aldrei komið í skólastofu, en snapað sér mentun sína í kotunum og fengið ofurlitla til- sögn í ensku hjá sveitapresti part úr vetri. Fór samt með fáeinar bækur vestur í koforti, en þær urðu ónýtar í flutningi fám árum síðar. Æfi hans í hinu nýja landi varð heldur eng- in sigurför né æfintýri, leið hans lá ekki til stórborga, mentasetra, auðs né metorða. Hann varð aldrei annað en fá- tækur landnemi, sem ruddi lönd í afskektum óbygðum, vann fyr- ir daglegu brauði sínu og sinna, plægði, sáði og sló, hirti kýr og svín, meðan kraftar entust, og komst ekki til annara valda en að vera þvælt út í ýmiskonar annir hreppsmálanna. Þessa sögu þarf ekki að rekja. Flestir þekkja hana í aðaldráttum. Það er saga Stephans G. Stephans- sonar. Hann hefir sagt hana sjálfur í þessu erindi: í útlöndum vann eg ei fremd eða föng né fjárhlut, er vænn sé til þrifa. Eitt kvæði eg kvað þar, einn söng eg þar söng eitt síðkveld, — er þó á að lifa. En það varð langur ómaga- hálsinn á skáldinu, sem fékk ekki annan tíma til lestrar og ritstarfa en mola þá, sem féllu af borðum verkalúins matvinn- ungs. Fyrsta kver Stephans, 32 bls., kom út, þegar hann var rúmlega fertugur, fyrstu þrjú bindin af kvæðasafni hans, Andvökum, þegar hann var hátt! á sextugsaldri. Um viðurkenningu þá, sem Stephan hefir hlotið meðal landa sinna, og rúm það, sem hann skipar í íslenzkum bókmentum, er óþarft að fjölyrða. Skáld- skapur hans ruddi sér braut, fremur hægt og ekki mótstöðu- laust. En orðstír hans hefir farið sívaxandi, og það þarf enga spádómsgáfu til þess að segja fyrir, að hann muni jafnan verða talinn til stórskálda vorra meðan íslenzk tunga er töluð. En svo mátti heita, að meðan Stephan lifði vissi enginn Ame- ríkumaður, fyrir utan landa hans, um skáldskap hans. Og það var ekki von. Hann orti alt á íslenzku, kvæði hans þykja sumum full-torskilin, þó að þeir kunni málið vel, hvað þá út- lendingum með basl-þekkingu á tungunni. Fá þeirra voru þýdd á ensku um hans daga, og von- lítið er, að þau verði nokkurn tíma svo þýdd, að verði nema svipur hjá sjón frumkvæðanna. En samt er nú farið að gefa þeim gaum af Ameríkumönnum, sem íslenzku skilja. Prófessor Watson Kirkconnell í Winnipeg hefir kveðið upp úr með þá skoðun sína, að Stephan sé höf- uðskáld Canadamanna. Og alveg nýlega hefir dr. F. Stan- ton Cawley, prófessor við elsta og frægasta háskóla Bandaríkj- anna, Harvard, ritað tvær grein- ar, í Tímarit Þjóðræknisfélags- ins og í Scandinavian Studies, þar sem hann heldur því fram, að Stephan sé mesta skáld (þ. e. a. s. Ijóðskáld), sem uppi hafi verið í Vesturheirti, "meiri en Poe, Whitman og jafnvel Emer- son". Nú skuluð þið ekki halda, að eg líti á þennan dóm prófessors Cawley sem fullan úrskurð í þessu máli, þó að mér vær'i það ljúft, bæði af því að eg dáist að Stephani og Cawley er einn af allrabestu vinum mínum. Eg þekki ekki né viðurkenni neinn kvarða, er mælt geti stærð skálda, svo að ekki megi um það deila. Og jafnvel þær deil- ur er erfit að heyja með rökum. Smekkur og tilfinning dómar- ans verður altaf að ráða miklu. Hinu vil eg halda fram, að dóm- ur prófessors Cawley sé ekki neitt skjall út í bláinn. Mað- urinn er bæði fjölfróður og smekkvís, hófsamur og skrum- laus. Hann er alinn upp við beztu ameríska mentun og á- gætlega að sér í íslenzku. Hann bendir sjálfur á það, að sér- fræðingarnir í amerískum bók- mentum í Harvard muni ekki trúa sér, en við því sé það að segja, að hann geti lesið þeirra höfunda, en þeir ekki Stephan. Þegar maður af þessu tagi segir um Stephan, að hann sé eina skáldið, er uppi hafi verið í Ameríku, sem talinn verði til fremstu skálda heimsins, má ekki minna vera en íslendingar reki upp stór augu. Því að ger- um nú ráð fyrir, að dr. Caw- iey skjátlist svolítið, eða jafnvel í meira lagi, t. d. að Stephan væri ekki nema einn af sex eða jafnvel einn af átján, sem um mætti deila. Hvílíkt undur væri það samt ekki, þegar alls er gætt: fæðar hinna íslenzku inn- flytjenda, uppeldis og lífskjara Stephans, fjölmennis álfunnar, mentunarkosta og bókmenta- framleiðslu. Eftir skynsamleg- um líkindareikningi mætti það þykja gott, ef íslendingar vestra hefðu eignast eitt skáld. sem væri meðal amerískra skálda eitthvað á borð við Símon Dalaskáld meðal íslenzkra (og nefni eg ekki Símon honum til neinnar háðungar, því að eg þekki fjölda af lakari skáldum, lifandi og dauðum, sem gefið hafa út kvæðabækur, en náð of lítilli frægð til þess að verða talin til fulltrúa sinnar tegund- ar). Eg hefi aðeins nefnt þetta sem undrunarefni, því að undr- unin er upphaf allrar visku, og þið verðið sjálf að rekja þær leiðir margvíslegra hugsana og ályktana, sem frá því liggja. Aðeins eitt atriði skal eg drepa á að lokum. Vitanlega hefir Stephan G. Stephansson verið HEIMIR TIL ÍSLANDS Söngblað gefið út af Sam-|Þú fósturjörð með fanna hvíta bandi íslenzkra karlakóra., tinda — Ritstj. Baldur Andrés-|Þú færðir oss þitt heita ástar bál, son, cand. theol. Verð $1. jÞú fölskvalausan fornan kærleik útsölumaður Magnús Peter- son. myndar Þar friður ríkir, ást og vina mál. Það hefir dregist of lengi að |Þu fósturjörð með fornu rúna geta um þetta eina íslenzka í kvæðin, fæddur með afburðahæfileikum.|söngmála tímarit, í vestur ís. j Þú fluttir margt er léttir andans Eikur spretta ekki af hrísfræi, íenzku blöðunum. Það er mjög' ílus> hvernig sem að því er hlúð. En jafnvel hin mestu mannsefni geta orðið að engu, ef öll ytri frumskilyrði vaxtar skortir. — Norðmenn, sem síðustu hundrað árin hafa verið stórveldi í heims- bókmentunum, eignuðst ekkert stórskáld í 700 ár. Nærri má geta, hversu mörg snillingsefni hafa kulnað út á því tímabili í þyrrkingum andlegs sinnuleysis. Stephan á rætur sínar í íslenzkri alþýðumenningu, hinni fornu heimilismentun, þekkingu og ást sveitafólksins á bókmentum þjóðarinnar. Þessi menning er hellubjargið, sem verk hans eru reist á. Hann er glæsilegasti fulltrúi hennar fyrr og síðar, og þeir flautakollar, sem ætla sér að bera brigður á, að nokkur ís- lenzk bændamenning hafi verið til, verða heldur broslegir, þeg- ar þeir gjamma upp á slíkan drang. Stephan er af þessari ástæðu skýrasta tákn þess, hvern arf hinir fátæku íslenzku vesturfar- ar fluttu með sér til hins nýja lands, og hamingjan gefi, að hann megi sem lengst verða ís- lendingum í Vesturheimi og niðjum þeirra áminning um að slitna ekki úr tengslum við ís- land og íslenzka menningu. En hitt ætti engu síður að verða íslendingum heima fyrir um- hugsunarefni, að fullþroskað- asti ávöxtur aldagamallar ís- Ienzkrar sveitamenningar skyldi koma fram hjá þjóðarbrotinu í erfitt fyrir fólk sem búsett er|Með el«ln sonum áttu mestu hér í álfu að afla sér frétta af! fræðm íslenzkri tónlistastarfsemi, því Ver ávalt minnumst þín af önnur íslenzk blöð og tímarit eru sárfátæk af slíkum fréttum. — Þetta rit mundi vera mörgum hér kærkomið, því það bætir úr brýnni þörf. fslen^ku blöðin hafa ekki þann sið, sem ensk Þú fósturjörð með fossaniðinn skæra, Þú fjörga lætur margan hal og snót, stórblöð hér telja sjálfsagt, að|Frá instu æðum ertu oss flytja lesendum sínum rækileg- ar frásagnir af söngsamkomum og öðrum tónlistaviðburðum. — Því verða þeir er fræðast vilja um hljómlistastarfsemi heima á að fræða, Þar andans gæðin festa sína rót. Þitt bergmál heyrist allur kvíði, burt er íslandi að eignast þetta tímarit, Sem bragnar höfðu á jökla hvítu því við lestur þess má fá all- glögga hugmynd um hvað er markverðast í listastarfi heima- þjóðarinnar. "Heimir" hefir komið út í rúm fjögur ár fjórum sinnum á ári. Hefir það getið um helstu hljóm- leika, nýjar tónsmíðar, fréttir af söngfólki og hljóðfæraleikurum íslenzkum á fslandi og í Ev- rópu (ekki af Vestur-fslending- um), æfisögur nokkurra ís- lenzkra tónskálda, flytur eitt karlakórslag í hverju hefti eftir ísl. tónskáld, ennfremur greinar almenns efnis um tónlist, svo sem kórsöng, æfisögur erlendva tónsnillinga, um íslenzka tónlist o. fl. o. fl. Síðasta hefti Heimis (marz 1939), hefst með dánarfregn tónskáldsins Sigfúsar Einars- sonar. Þá er grein eftir Vil- hjálm Þ. Gíslason um tónskáld- ið Sigvalda Kaldalóns, mjög lipurlega samin. Telur hann Vesturheimi. Engum getum er1Kaldalóng að makleikum þjóð. unt að því að leiða, hvað "r | iegt tónskáld, lög hans hafa orð- Stephani hefði orðið heima, en U ^^ ^, h&m haf. tulkað merkismaður hlaut hann að íþ>jóðareðlið, verða að einhverju leyti. Samt er varlegast að halda sér að því, sem orðið er, og enginn getur neitað því, að hann nam og reyndi margt vestra, sem jók víðsýni hans og brýndi vit og skap. Þar viðaði hann í skóg- unum til hússins, sem reis upp af undirstöðunum að heiman. Og vér vildum ekki kjósa verk hans öðruvísi en þau eru. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu mörg af helstu afrekum íslendinga í listum og vísindum eru unnin erlendis eða beinn árangur utanfara. Andvökur Stephans væru út af fyrir sig áminning til heimaþjóðarinnar um að harma ekki vesturfarirn- ar, þó að nægilegs annars sé að minnast, sem við höfum notið frá bræðrum okkar vestra af sóma, liðsemd og vináttu. Ef Stephan bendir Vestmönnum heim, þá bendir hann íslending- um hérna megin hafsins út, og ekki síst til þess að færa sér það í nyt eftir föngum, að í annari heimsálfu bíða þeirra frændur og vinir með opna arma gest- risni og góðvildar. Þannig stendur nú hinn mikli einbúi, sem margir vindar gnúðu um í lifanda lífi, eins og mesta sam- einingartákn landa sinna heima og vestra. Tilvitnanir í ljós háns hafa ofist eins og gullinn þráður inn í það sem hér hefir verið sagt í dag. Og er ekki þessi fyrsti Vestmannadagur hér á þingstaðnum helga eins og uppfylling þess, sem hann einu sinni kvað: Þá hittumst heima. —Lesb. Mbl. við á Þnigvölliun Hvað eruð þér? Rithöfundur. Eg átti við á hverju lifið hann hafi hitt "gamla þjóðlega tóntegund, sem jafnframt snertir almennan mannlegan streng viðkvæmninn- ar. "Hljómlistin", kvæði eftir Grétar Fells er lofsöngur um kyngimátt tónanna. Þá er og; skemtileg frásögn um för Upp-j salastúdentakórsins til Parísar; 1867. Ritstjórinn, Baldur An-| drésson hefir ritað um Robert! Schumann og er niðurlag þeirr- ar greinar í þessu hefti, lýsirj hann vel helstu einkennum þessa i rómantíska og hugmyndaríka' snillings. "Kvöldkyrð" er lítið en ljúf.t lag fyrir karlakór eftir; Sigv. Kaldalóns við kvæði eftir! Kristján Sigurðsson. Að síð-l ustu eru skrítur og fréttir af, hljómleikum, starfsemi karla- kóranna o. þ. u. 1. "Heimir" er ekki stór að vöxtum en frágangur og prent- un hin vandaðasta. Með vax- andi kaupendafjölda mundi það stækka og verða áhrifameira. — Það er vonandi að íslendingar beggja megin hafsins hlynni aðj þessu riti, kaupi það og lesi. ís- lenzk tónlist þarf miklu meiri! uppörfunar við en henni hefirj hlotnast á liðnum árum. í dóm-, um um íslenzk þjóðlög og tón- smíðar heima ber mikið á því sem við hér köllum "inferiority complex". Það er e. t. v. eðli- legt því íslenzk músik var lengi álitin svo lítilsverð og "ófín" og mun enn eima eftir af þeim hugsunarhætti á íslandi. Með vaxandi tónment mun sá hugs- unarháttur hverfa, og þegar ís- lendingar læra að elska og skilja verðmæti íslenzku þjóðlaganna mun roða fyrir nýjum degi á sviði íslenzkrar tónlistar. R. H. Ragnar snót, Þá andinn lifir sem í fornri prýði Með afli því er bauðst um tím- ans rót. Þú fósturjörð þótt fölvar séu kinnar, Þín frægð skal lifa meðan æðar slá. Þig æ skal muna meðan æfi ei linnar, Þinn merkisbera höldar stöðugt þrá. W. G. Johnson Ofanskráð kvæði var flutt á 50 ára afmæli íslendingadagsins 7. ág. á Gimli. Höfundur þess var í fyrstu íslendingadags- nefndinni fyrir 50 árum og er auk Sigtryggs Jónassonar eini maðurinn nú á lífi af nefndar- mönmim. Mr. W. G. Johnson hafði forustu pg eftirlit með skrúðförinni, sem haldin var í sambandi við fyrsta íslendinga- daginn og hefir mörgum sinnum •síðan verið í, íslendingadags- nefnd og á þar ómælt starf að baki í þágu íslenzkra mála. Mr. Þér sem notið— TIMBUR K.AUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BtrgSlr: Henry Ave. lut Sími 95 551—96 552 Skrifstofa: Heory of Ar jyle VERÐ - GÆÐI . ANÆGJA 1883 með foreldrum sínum og er svo kunnur, á meðal landa sinna hér, að lýsa honum er óþarft öðru vísi en að skrifa sögu hans, sem í þetta sinn verður þó að bíða. Ritstj. Hkr. Johnson er frá Hjarðarfelli í Snæfellsnessýslu, kom vestur Fallandi Vígi Það eru ekki ýkja mörg ár síðan, að Vestur-Canada var opnað með þvi að leggja fleiri og fleiri jármbrautir um hin óbygðu héruð. Tryggingarleys- ið sem var samfara ferðalög- um um slétturnar, ósléttar brautir, eða eftir ám, fljótum og vötnum, hvarf með járnbraut- unum. Nær oss í tfmanum er það, að bíllinn kemur til sögu og er síendurbættur frá "hesta- lausa vagninum" til gerðarinn- ar rennilegu og fögru, sem er á 1939 bílunum, með öllum þeim krafti, ferðhraða og þægindum. Og svo kemur flugið til sög- unnar, sem markar áfanga í menningu—sem var möguleiki, sem aðeins vitrustu menn dreymdi um fyrir skömmu. Nú eru flugleiðir um alt land hafn- ar. Tröllaukin flugför leggja leiðir sinar um óbygð lönd norðursins. Með þessum aukna flutnings- hraða, með bílum og loftför- um, hefir greiðst fyrir pöntun- ar-sendingum, svo að nú eru þær komnar eins fljótt þangað sem þeim er ætlað og hugur manns. Hverri pöntun er gef- inn gaumur undir eins og send á augabragði og hún hefir þar að auki þessa tryggingu að baki hjá EATON: "Vörur full- nægjandi eða peningarnir send- ir tU baka." Þegar úr miklu er að velja, verð er lágt, af- greiðsla skjót, er skemtilegt að kaupa með pósti. E ATO N S þér', KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU RESERVE YOUR DESK Our Day School enrollment is limited to 500 students and, therefore, early reservations are suggested. As in former years The Success College will be selected by those who appreciate thorough instruction and definite employment service. We admlt only Grade XI, Grade XII, and Universlty Grade Students to our Day Classes. Our ininimum educational admittance standard for Day School is Grade XI. (Supplements allowed.) EXPERT INSTRIJCTOKS We employ 20 experienced, expert instructors, most of whom are University Graduates. INDEPENDENT GRADUATION EXAMINATIONS The Business Educators' Association of Canada, Head Office, London, Ontario, sets and marks the Graduation Examinations of approximately 40 of the outstanding private Commercial Colleges in Canada, including The Success Business College of Winnipeg. The B. E. A. system of independent examinations is a distinct advantage in tnat it insures uniformity of standards, thorough instruction, thorough examinations and freedom from prejudice on the part of officials and teachers of the College. CIVEL SERVICE EXAMINATION RESULTS The opportunities for employment in Civil Service seems to be favorable to "Success" Graduates. Out of a total of 192 passes for Winnipeg, on a Dominion Government Civil Service EJxam- ination, 106 were "Success-trained" and 86 came from other schools, including 7 other Business Colleges in Manitoba. Every Civil Service Examination held during the past decade showed a majority of passes for "Success trained" candidates. MODERN OFFICE MACHINES At "The Success" you will find modern office machinery, in- cluding Comptometer, Burroughs Calculator, EUiott Fisher and Burroughs Bookkeeping, Dictaphone, Gestetner, Telephone Switch- board. Our 165 new Noiseless Standard and Master Typewriters provide the finest equipment in the City of Winnipeg. THERE IS EMPLOYMENT FOR SUCCESS GRADUATES More than 1,000 yearly placements of Success applicants is the unexcelled recqíd of our Employment Department. It pays to be able to say, "I am a 'Success' Graduate". New Students may enroll at any time. Write for our thirty-six page book of information "Business Opportunities." Phone 25 843 SUCCESS Business College Portage Ave., at Edmontonl St., Winnipeg on

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.