Heimskringla - 16.08.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.08.1939, Blaðsíða 1
Beer at its best— KIEWEL'S CWhiXtSeaS, Phone 96 361 itigte. Phone ^s^^^P/^X 9 wW) 6 3 6 X LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. ÁGÚST 1939 NÚMER 46. HELZTU FRETTIR ÁVARP FORSETA Iðavöllum, 5. ág. 1939. "Ofan á alt annað" Hveitibirgðir í Canada voru 31. júlí 1939 um 95 miljón mæl- ar. Um sama leyti s. 1. ár, voru þær aðeins 23Vá miljón. Af höfrum byggi og rúgi er nú enn- fremur fyllilega helmingi meira fyrirliggjandi en á árinu 193S. Með þessa árs uppskeru, sem enn er talið að nema muni 400 miljón mælum, verður hér ekki hallærislegt á þessu hausti. í fylkjunum hverju um sig, er hveitiuppskeran talin þessi: í Manitoba 45 miljón mælar Sask- atchewan 205 miljón og Alberta 150. í Saskatchewan er nú góð uppskera sumstaðar þar sem alt brann og skrælnaði af þurki s. 1. ár. Canada hefir þarna að minsta kosti fjögra ára forða, ef satt er að rúmir 100 miljón mælar sé ársneyzlan. Þannig er árgæzk- an til lands og sjávar í Canada. En vel á minst auðinn úr djúp- unum; ætli að það geti nú ekki orðið líkt með uppskeruna og veiðina á Winnipeg*vatni, að af henni leiði því meiri kreppu sem hún er meiri. Kornkaupmenn- irnir hafa enn ekki látið til sín heyra, en það hefir að minsta kosti einn fiskikaupmaður gert og sýnt fram á vandræðin sem af hinum mikla afla leiði; ætli ekki syngi við svipaðan tón seinna út af kornbirgðunum? Já — það er mæða, að ofan á alt annað skyldi nú þessi gnótt í öll- um greinum bætast til þess að leiða enn meira hungur og hall- æri yfir þessa þjóð! En, jæja! Við getum huggað okkur við eitt: Það er að við verðum komin undir græna torfu, þegar komandi kynslóðir leggja dóm sinn á hallærið hér 1939. Löndum að heiman haldið samsæti Gestunum, sem hér voru staddir s. 1. viku frá íslandi, þeim Vilhjálmi Þór og Árna G. Eylands og fjölskyldum þeirra, var haldið samsæti á Royal Alexandra hótelinu s. 1. mið- vikudag. Til samsætisins var efnt af Þjóðræknisfélaginu og skipaði Ásm. P. Jóhannsson for- sæti (í fjarveru forseta dr. R. Péturssonar og vara-forseta dr. R. Beck). Um 100 manns sóttu veizluna og var hófið hið skemti- legasta. Ræður fluttu auk for- seta, dr. B. J. Brandson, er mælti fyrir minni Vilhjálms Þór, séra V. J. Eylands, fyrir minni Árna G. Eylands, séra Jakob Jónsson fyrir minni frú Þórs og frú Eylands. Ennfremur flutti Friðrik Sveinsson Eyfirð- ingaminni fyrir hönd klúbbsins Helga magra. Lýsti hann starfi Kaupfélags Eyfirðinga og þátt- töku núverandi forseta Vil- hjálms Þórs í því. Þá fluttu heiðursgestirnir sína ræðuna hvor. Þakkaði Vilhj. Þór Vest- ur-fslendingum ekki einungis stuðning þeirra viðvíkjandi Leifsstyttunni, heldur einnig fyrir að hafa átt að nokkru hug- myndina að sýningunni og hina ómetanlegu samvinnu og góðu ráð sýningarnefndarmannanna hér vestra. Kvað hann fulla miljón manna hafa sótt sýning- una og vonaði að sýningin reyndist þarflegt kynningar- starf. Hr. Árni Eylands mintist á framfarir í búnaði á íslandi. Þegar hann var að nema bú- fræði, hefði lítil verkleg kensla með búnaðaráhöldum verið kend, en nú kvað hann starf búnaðar eða jarðræktar rekið með nútíðar áhöldum að helm- ingi í landinu eða á öðru hvoru heimili. Hér var hann í þeim erindum að kynna sér búnaðar- aðferðir og óskaði að fslandi yrði eitthvert gagn að því auk þess sem hann sagðist vona, að við það skapaðist meiri samvinna milli íslenzkra bænda hér og heima. Lét hann ánægju sína í ljósi út af kynningu sinni af ungum íslenzkum bændum hér, ekki aðeins myndarskap búnað- arins, heldur einnig þess, hve hlýtt þeir hugsuðu til íslands, sem þeir hefðu aldrei séð nema í huganum og af lýsingu foreldra þeirra. Mrs. Rögnvaldur Pétursson afhenti frú Þórs og frú Ey- lands sinn blómvöndinn hvorri. Hr. Þórs áleit mannaskifti, eða að ungir menn héðan færu heim og dveldu árlangt heima og yngri menn að heiman eins lengi hér, eitt óbrigðulasta ráðið til að halda hér við íslenzku þjóðerni og óslitnu sambandi við ísland. Ragnar H. Ragnar og P. S. Bardal bæjarráðsmaður stjórn- uðu söng á milli ræðanna. óvíst um kosningar Síðast liðna viku var sumbl mikið haldið í Toronto í tilefni af því, að Rt. Hon. William Lyon Mackenzie King, forsætisráð- herra Canada, hafði þá verið leiðtogi liberalflokksins í 20 ár. Var búist við, að við það tæki- færi lýsti Mr. King því yfir hvenær kosning færi fram. En eftir hófið eru menn engu nær um þetta. Kvað forsætisráð- herra ástandið í Evrópu olla því, að hann vildi ekki neitt ákveðið um þetta segja. En á hvern hátt það kemur þeim Hitler og Mussolini við, hvenær hér eru kosningar, verður ekki séð, og því síður, sem King forðaðist að láta nokkuð uppi um hver stefna hans væri í stríðsmálum, ef til stríðs kæmi. Það er líklegra að King hafi ekki þótt fýsilegt á þessu ári að leggja skýrslu um starf sitt fyr- ir þjóðina og hann hafi hugsað sem svo: Frestur er á illu bezt- ur. Þó talsvert sé nú þegar unnið að kosninga undirbúningi af öll- um flokkum, er því alls ekki víst að kosningar verði á þessu ári. En svo getur King ávalt til- kynt þetta, þó hann gerði þaö ekki í hófi þessu; hann og fleiri hafa ef til vill ekki skoðað það til þess haldið, heldur til hins að klappa hver öðrum á herð- arnar. En hófið getur varla heitið að hafa hepnast heldur að þessu leyti, því enginn úr stjórn Hep- burns var þar viðstaddur og liberal sambandsþingmenn frá Quebec, eru ekki ánægðari en það með stjórn Kings, að þeir blátt áfram neituðu að koma þar. Háttfcirtu heiðurskonur: Fjallkona og Miss Canada! Kæru landar og heiðursgestir! Um leið og eg set þessa fs- lendingahátíð býð eg ykkur öll hjartanlega velkomin. Þetta er hinn 25. íslendingadagur í Norð- urbygð Nýja-fslands, og þó saga hans ekki verði rakin hér þá mun hans síðar verða getið í annálum bygðarinnar, sem þess er mikið gildi hefir haft í við- haldi feðraarfsins, og uppeldi hinnar nýju kynslóðar. Fyrir 25 árum síðan voru margir af þeim sem fyrstir SAMANDREGNAR F R É T T I R Stjórnin í Japan ákvað á fundi nýlega, að gera ekki hernaðar- samband við Þjóðverja eða ítali. Stefna stjórnarinnar í Evrópu- málum, var af öllum fremstu mönnum hennar talin heppileg- ust óbreytt. Japanir hafa samn- ing við þessar þjóðir um að vinna að því að uppræta kom- múnisma innbyrðis með sam- vinnu lögreglu þessara landa, en lengra fara Japanir ekki fyr en þeir sjá hverju fram vindur. * * * í þeim hluta Kína, sem Jap- anir ráða yfir, er búist við al- varlegri hungursneyð og mann- dauða á komandi vetri. Olía því bæði uppskerubrestur af þurkum og samgönguhöft vegna stríðsins. * * * Rt. Hon. Mackenzie King kvað ætla að skipa menn í 25 hálaun- aðar stöður n. k. fimtudag. — Stöðurnar eru meðal annara þessar: Þrigja manna nefnd í stjórn fangahúsa; formann toll- ráðsins; fylkisstjóra fyrir Que- bec og Prince Edward Island; aðstoðar fiskimálaráðherra; yfir prentara; þingbókavörð; ritara d leyndarráðið; sendiherra í Jap- an; átta manna ráð til að líta eftir kvikmyndasýningum; fjár- málaráðherra, ef beiðni Dunn- ings um lausn vegna veikinda verður veitt og ríkisritara. Auk þessa eru 9 auð sæti í senatinu; nokkur óskipuð dómarasæti o. fl., o. fl. Laun senatoranna eru $4,000, en hinna allra mikið hærri. Stjórnin á Bretlandi tilkynti s. 1. föstudag, að Kínverjarnir fjórir sem þeir skutu skjólshúsi yfir í Tientsin, og sem umsátrið leiddi af, hefðu verið seldir Jap- ónum í hendur. Japanir báru þann glæp á menn þessa, að þeir hefðu drepið japanskan hershöfðingja. * * * Prófessor Caii Burckhardt, sem er umboðsmaður Danzig fyrir hönd þjóðbandalagsins, hefir lagt til að Þjóðverjum væn' veitt Danzig. Hann hefir verið á fundum með Hitler og stjórn- inni á Bretlandi og Póllandi og er sagt að aðilar hafi ekki tekið f jarri að koma saman og tala um hugmyndina. Blöð Þýzklands hótuðu s. 1. viku, að ef ekki yrði bráðlega gert út um þetta mál, skyldu lýræðisþjóðirnar læra að bera virðingu fyrir Þjóðverjum og ítölum. * * * í grend við Reno í Nevada- ríkinu, varð ægilegt járnbraut- arslys s. 1. mánudag, af manna- völdum. Um 24 manns dóu, en 114 meiddust. Lest með 17 vögnum var að fara vestur, en þegar minst varði, ultu vagnarn- ir um allir nema fjórir. Þegar að var gáð, höfðu naglar er tein- unum héldu, verið dregnir út, svo þeir máttu heita lausir. — Nokkrir menn hafa verið hand- teknir og grunaðir um þennan glæp. Lestin var kölluð City of San Francisco og ein af fínustu ferðatækjum. fluttu hingað enn í fararbroddi, og nú minnumst vér þeirra sem horfnir eru, með þakklæti fyrir alt þeirra mikla starf. Og um leið og vér minnumst þeirra í huganum, viljum vér einnig minnast þeirra í verki, með því að leitast við að halda öllu því við sem vér vitum að þeim var mikilsvirði. Eitt af því er ís- lendingadagurinn. Er oss ljúft að geta þess, að á síðari árum hefir hann færst í aukana, fyrir meiri áhuga og betri vegi og ferðatæki, ásamt batnandi hag fólksins. Verður lítillega Vikið að því síðar í þessu ávarpi. í dag er oss um fram alt ljúft að minnast þess að bræður vorir og systur heima á íslandi hófust handa og héldu í sumar í fyrsta sinn hátíðlegan Vestmannadag, í minningu um þann fjórða hluta 'þjóðarinnar sem vestur flutti fyrir og eftir síðustu aldamót, og niðja þeirra sem nú byggja Vesturheim. Var hátíðin haldin 2. júlí á Þingvöllum, "þar sem dýrð nátt- úrunnar er mest, íslenzk tunga bergmálar fegurst, og sagan hef- ir rist dýpstar rúnir. í höfuð- borg hins andlega íslenzka ríkis, þess er vér byggjum allir, er af íslenzku bergi eru brotnir jafnt austan hafs og vesta,n." (Ó. Þórs). Skýrði forseti dagsins, Sigfús Halldórs frá Höfnum frá því, að tilgangur hátíðarinnar væri sá, að skapa traustari vin- áttubönd milli fslendinga beggja megin hafsins. Hafði ham- ingjuóskaskeyti verið sent vest- ur í sambandi við 50 ára afmæl- ið á Gimli, og er það stílað til allra íslendinga vestra. Þá flutti biskup landsins Sigurgeir Sig- urðsson guðsþjónustu, og lýsti því yfir að íslenzka kirkjan hefði mikinn áhuga fyrir samvinnu við kirkjufélög íslendinga vest- an hafs. Hefi eg drepið á þessi atriði til að sýna hversu hér var vel af stað farið heima á ættjörðinni. Augsýnilegt er að á bak við þetta hátíðarhald var öll þjóðin sem einn maður, með þeim al- vöruþunga sem þjóð vor á í svo ríkum mæli. Nöfn þeirra manna sem ræður fluttu yfirleitt alt sem fram fór þenna mikla há- tíðisdag, er næg trygging fyrir því, að ekkert var látið ógert svo að þessi hátíð mætti verða þjóðinni til hins mesta sóma. í dag þakkar íslendingadagur- inn á Iðavöllum af heilum hug, öllum þeim sameiginlega er stofnuðu til Vestmannadagsins og tóku þátt í honum á einn eða annan hátt. Vér þökkum fyrst og fremst formanni nefndarinnar, vorum gama og góða vini, Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, fyrir skeytið og alla hans trygð í vorn garð fyr og síðar. Vér minnumst Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu með þakklæti fyrir komuna hingað í fyrra, og fyrir það hversu vel hann hefir talað máli voru heima, með þeim árangri að nýr og réttari skiln- ingur er nú kominn fram í vor- um sameiginlegu áhugamálum. Vér þökkum af heilum hug Fjallkonunni á Þingvöllum, for- sætisráðherrafrú Vigdísi Stein- grímsdóttur, hið yndislega á- varp er hún flutti og fúslega lofum henni því að, "varðveita veganestið, móðurmálið og menningararfinn", eins lengi og öss verður unt. Vér minnumst í dag allra þeirra ágætu sona er ættjörðin hefir sent hingað á umliðnum árum til þess að treysta sifja- EFNILEG NÁMSMEY Dr. Nina Paulson Dýrmætasta framleiðsla sér- hvers bygðarlags er fólkið sjálft, unglingar þeir er verða ætt- landi sínu til sóma, kjörlandi sínu til gagns ættingjum sínum til gleði og þroskast til mikils frama. f aldinlundunum, milli hinna snjókrýndu Cascade fjalla og hins blikandi Kyrrahafs hafa slíkir unglingar alist, þótt afrek þeirra séu minna rómuð en framganga kynsystkinanna aust- an fjalla. Ekki verða þeir allir taldir hér, en nefna skal þó fá- eina. Suður á Californíu ströndum er bær sá er Karmel by the Sea nefnist og mun engin hýsa fleiri rithöfunda, lista- og vísinda- menn, eftir stærð sinni, í allri Ameríku. Yfirkennari Miðskól- ans þar er Otti Bardarson. Hann er sonur Sigurðar Bardar- sonar er flestir Vestur-fslending- ar þekkja. Þá má einnig geta Stonesons bræðranna, í San Francisco, er standa framarlega mjög meðal byggingarmeistara þessarar stórborgar en eru okkur hér í Blaine engu síður minnisstæðir fyrir dæmafáa ræktarsemi við ættfólk sitt. í borginni Santa Cruz í Cali- forníu rekur ungfrú Guðrún Sigurðsson tanngerðar verk- stæði með miklum dugnaði og nýtur mikils álits fyrir iðn sína. Þá ber ekki að gleyma Einari Símonarsyni, hinum unga og afar vinsæla lögmanni er rekur starf sitt bæði í Lynden og Blaine. Ráðhollari og hjálpfús- ari mann getur ekki en þennan efnilega lögfræðing er sýnir berlega að mikið gagn má vinna með lögvitinu. Að þessu sinni flytur blaðið mynd af ungri og efnilegri Blaine stúlku er lauk prófi, við einn frægasta háskóla vestur- landsins, með miklum heiðri, á þessu vori. Hún heitir fullu nafni Stef- anía Guðrún Björg Paulson en þekkist meðal enskumælandi, undir nafninu Nina Paulson þótt heima sé hún kölluð Nýja, vana- lega. Dr. "Nina" fæddist að heim- ili foreldra sinna skamt frá Blaine þ. 2. september árið 1909. Hún er dóttir Ólafs Jóhannes- sonar Paulson og konu hans Sig- ríðar. Ólafur er fæddur að bæn- um Strönd í Loðmundarfirði, N.-Múlasýslu og voru foreldrar hans Jóhannes Pálsson og Katrín Jónsdóttir, búandi hjón að Strönd. Katrín var systir Sveins á Kirkjubóli í Nroðfirði, en hann var móðurfaðir Sveins alþingismanns í Firði, við Mjóa- fjörð. Sigríður, móðir Dr. Ninu er dóttir Stefáns Vilhjálmsson* ar og fædd í Borgarfirði eystra. Hún ólst upp hjá Snjólfi Sveins- syni, en móðir Snjóifs var Gunn- hildur dóttir Jóns hins sterka frá Höfn í Borgarfirði. Móðir Sigríðar var Sigrún Sigurðar- dóttir beykis frá Eskifirði og náskyld Sigurði skáldi Breið- fjörð. Sigríður giftist fyrst Snjólfi Sigurðssyni ættuðum úr Mýra- sýslu. Börn þeirra Snjólfs og Sigríð- ar eru: 1. Sigurður Breiðfjörð, vinnur við herskipastöðina í Bremerton, Wash. 2. Guðrún í Santa Cruz, Cal., (áður getið hér að framan). 3. Stefán, vinnur að bifreiða viðgerðum í Portland, Öre. 4. Einar John, aðstoðarmaður sytsur sinnar við tannagerðina í Santa Cruz, Cal. Snjólfur lézt í Blaine fyrir mörgum árum. Með Ólafi, seinni manni sín- um, hefir Sigríður eignast tvær stúlkur. Er Dr. Nina hin eldri en hin heitir Ólöf Sigríður og stundar nám við verzlunar-skóla í Bellingham, Wash. öll eru þau systkinin mann- vænleg og gömlu hjónunum hin mesta stoð. "Nina" lauk prófi við Mið- skólann í Blaine átján ára að aldri og vann þar næst um tíma við gerfitannagerðina, með Guð- rúnu systur sinni í Santa Cruz. Tuttugu og fjögra ára gömul innritaðist hún í tannlækninga deild ríkisháskóians í Oregon- ríki og lauk þar prófi með á- gætis einkun 7. júní þ. á. Var hún önnur í röðinni af 52 er luku þar prófi, nú í sumar. — Henni hefir þegar boðist kenn- arastaða við þennan skóla og tekur hún við því embætti með haustinu. Má búast við hinni glæsileg- ustu framtíð fyrir þessa vel gefnu og tápmiklu, íslenzku stúlku er borið hefir merki síns kynstofns með sóma á vettvangi hinnar æðri mentunar á Vest- urvegum. H. E. Johnson vorum þjóðræknismálum og styrkja trú vora á vorum góða mennigararfi. •» Vér minnumst hins unga og efnilega fulltrúa íslands herra Þór Þórs er ásamt frú Þórs heimsótti oss í sumar og flutti hið ágæta erindi, sem allir luku lofsorði á að verðleikum. En um fram alt ber oss hér að minnast Þjóðræknisfélags vors og sérstaklega forseta þess dr. Rögnvaldar Péturssonar, sem manna mest hefir, bæði fyrst og síðast unnið að aukinni samúð og samvinnu fslendinga beggja megin hafsins. Er það sameiginleg ósk vor og trú að sú byrjun sem nú er hafin á samvinnu við heimaþjóð vora sé aðeins vísir til þess sem verða böndin, sýna oss ný viðhorf, á á: meiri skilnings, meira trausts. meira sambands og samvinnu í allri ókominni tíð. Vil eg þá að lokum snúa máli mínu að þessum stað og stund. Eins og eg gat um í byrjun, þá er það ekki af neinum hé- gómaskap eða ofmetnaði af hálfu Norðurbygðarinnar að fs- lendingadagur er haldinn árlega hér þrátt fyrir Winnipeg fslend- indadaginn á Gimli; ástæðan fyr- ir því er alt önnur og veigameiri. En út í það að skýra hana verð- ur þó ekki farið hér. Aðeins vil eg benda á í því sambandi um- mæli þau er birtust í síðasta tölublaði Heimskringlu sem eru á þesas leið: "Þjóðlegt starfs íslendinga í Norðurbygðum Nýja-fslands er skráð í sögu bygðarinnar. Það Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.