Heimskringla - 23.08.1939, Síða 1

Heimskringla - 23.08.1939, Síða 1
Beer at its best— KIEWEL’S GWhiXCSeat' Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 23. ÁGÚST 1939 NÚMER 47. HELZTU FRÉTTIR Mrs. Margrét J. Markússon Nóvember 1857 — Apríl 1939 Gjöf til Þjóðræknisfélagsins Eftirfarandi bréf hefir dr. Rögnvaldi Péturssyni, forseta Þjóðræknisfélagsins borist; — skýrir það sig sjálft: Núpi, Dýrafirði, 20. júlí 1939. Fyrir hönd Ungmennasam- bands íslands (U. M. F. í.) leyfi eg mér að senda yður mynd af Jópi forseta Sigurðssyni sem gjöf til Þjóðræknisfélagsins. Bið eg félagið að ráðstafa gjöf þess- ari svo sem bezt þykir við eiga. Ungmennafélögin áttu á sín- um tíma frumkvæði að heimboði Stephans G. Stephanssonar og síðar Jakobínu Johnson. Enn vilja þau efla sameiginlegan arf allra íslendinga. Myndin er tákn hans. Henni eru tengdar fagrar minningar og háar hug- sjónir. Með virðingu, Eiríkur J. Eiríksson, forseti U. M. F. í. Gamanið gránar Bretum og Frökkum, sem nú hafa herforingja sína í Rúss- landi að reyna að semja við her- málaráð Rússa um vörn gegn yfirgangi Hitlers. Um afleiðingarnar af þessu er margt sagt í blöðunum um þess- ar mundir. En auðvitað er það alt saman af líkum dæmt, því til stríðs er ekki ennþá komið. Breta slóu fréttir þessar illa og Mr. Chamberlain, sem við sil- ungsveiði var í Skotlandi er hon- um bárust þær, brást við og fór heim. Hefir hann kallað til skyndi-þings (Extraordinary session eins og blöðin segja), á morgun (fimtudag) til þess að íhuga málin eins og þeim er nú komið. Bilbug er engan á þeim að finna í því að veita Póllandi eftir sem áður fylgi eða vernd, ráðist Hitler nú í að taka Dan- zig. Hitt er þó augljóst, að fram er komið eitthvað, sem þeir bjuggust ekki við. Frakk- ar eru með öllu æðrulausir og telja brezk blöð gera ofmikið úr því, sem skeð sé. Þó húmi leið á hausti og hretin nísti jörð, minn hugur berst til baka í bjartan Skagafjörð. Þar ung við tengdum trygðir með táp og fjör á leið og lífsins trú, sem lýsti um langt og fagurt skeið. En nú er sólin sígin, þitt sæti autt og hljótt, en ljósrík minning lifir og lýsir kalda nótt. Þú varst mín von og gleði með vorsins yl og traust, eg þakka það og geymi unz þrýtur tímans haust. Þín börn sín hjörtu beygja í bæn við hljóða gröf, og þakka ástúð alla við æfidagsins töf. Þú gafst þeim yl þíns anda, þann auð, sem gildir mest, því eilíf móðurástin er engum böndum fest. Þú. vanst af fúsum vilja hvert verk um gefið skeið, með hjartað glatt og göfugt að greiða snauðum leið. Þín löngun var að lyfta og létta hverja þraut. Þess minnast margir vinir, sem mættu þér á braut. Þó húmið sveipi salinn með sætið hljótt og kalt, við beygjum hug og hjörtu til hans sem gefur alt. Þú lýstir vel og lengi með lið, sem aldrei brást. Því helgast hljóðu leiði vor heilög þökk og ást. Fyrir hönd eiginmanns og barna hinnar látnu. M. Markússon. Fréttir frá Evrópu í byrjun þessarar viku eru ægilegri með útliti til stríðs en þær hafa ef til vill nokkry sinni áður verið. Er það aðallega tvent sem því veldur. í fyrsta lagi hafa Þjóðverjar dregið saman her á landamærum Slóvakíu og Pól- lands. Landamærin eru um 200 mílur að lengd, og tala þýzkra hermanna þar er nú talin 250,000. Það getur nú verið að þetta sé blekking af hálfu Hitlers og til þess gerð, að flýta því, að Þýzka- land nái í Danzig, en Hitler og blöð hans hafa krafist skjótra úrslita þess máls undanfairið. Og aðferðin er sú sama og þegar hann tók Tékkóslpvakíu. En hættan er, að á það verði nú reynt, hvort þetta er blekking eða alvara. Pólverjar virðast á- kveðnir að gefa ekki eftir með góðu. Og þeir hafa. loforð um aðstoð frá Dretum og Frökkum, hvernig svo sem hún er nú mögu- leg, en var ókleif álitin er Tékkóslóvakía átti í hlut. Ætli Hitler sér Pólland, sem ekki er efi á að hann gerir og reyndar fleiri þjóðlönd í suðaustur hluta Evróþu, verður hann því að sækja þau með stríði. Að þessu leyti er stríðshættan nú meiri en nokkru sinni‘ fyr, standi Hitler við áform sitt. Og það mun hann í lengstu lög gera. Annað sem ekki spáir góðu, er það að ekkert gengur fyrir Bret- um og Frökkum með samtökin við Rússa. Á mánudaginn fluttu blöð Rússlands þá frétt, að viðskiftasamningar hefðu verið gerðir af Rússum við Þjóð- verja og létu blöðin í Ijós ánægju sína út af því. Þýzk blöð fóru og góðum orðum um þetta, enda þótt fram á meira væri farið, en fékst í svip. Fjárhæð við- skiftanna er 200,000,000 mörk ($80,000,000), en þau vona að þau aukist um helming af sjálfu sér. Rússar selja Þjóðverjum hráefni: málma, við, olíu o. þ. h., en Þjóðverjar þeim iðnaðarvöru. En svo kom frétt í gær.um að Þjóðverjar og Rúsáar væru að gera með sér hlutleysissamning í hernaði og að Ribbentrop væri í þeim erindum í Moskva. Það er nú dálítið verra en viðskifta- samningurinn og gerir eiginlega út um það, að Rússar gangi í hernaðarsamband við Breta og Frakka. Þetta alt saman eru vonbrigði Með þessu er í raun og veru ekkert sagt um Rússa annað en að þeir hugsi sér að vera hlut- lausir í hvað sem skerst og eins lengi og ekki er á þá sjálfa ráð- 'ist. Póljverjum, sem drumsa virtist ávalt vera um að þiggja aðstoð þeirra, mega nú sjálfum sér um kenna, taki Hitler Dan- 1 zig og Pomorse og með því um- ráð viðskifta þeirra í sínar hend- ur og svo síðar land þeirra, og geri þjóðina að þrælum sínum, iþví það er engin hætta á, að Þjóðverjar skoði Pólverja sem sína jafningja. Að hinu leytinu er framkoma Rússa ekki annað en það sem við mátti búast gagnvart Bretum og Frökkum, eftir viðskiftin meðan það var sambandsland þeirra. Japönum er sagt að ekki falli sem bezt þessi hlutleysis samn- ingur mlli Rússa og Þjóðverja. Það eitt er víst að stefnur ríkjanna hafa talsvert skýrst við þetta. Danzig er í sjálfu sér það, að hann sé úr gildi, ef í stríð er farið við nokkra þjóð. Sé nú þetta ákvæði í samningn- um við Þjóðverja, gæti af því leitt, að Þjóðverjum væri óhægt um að fara í stríð og að það yrði til þess að efla frið meira en nokkuð annað. En fréttarit- ari London Times í Berlín, bend- ir á að jafnvel þetta ákvæði komi ekki til greina, að því er Danzig snertir, því hún verði tekin án stríðs. Þjóðverjar líti yfirleitt nú svo á, að hún verði ekki varin, að Bretar og Frakk- ar geti þar ekki komið til hjálp- ar og að Pólverjar muni ekki sjá sér til neins að hella út blóði, svo og svo margra til einskis, því þó að þeir gerðu það, kæmi það í sama stað niður. Borgin væri þeim jafnt töpuð fyrir því. Þjóð- verjar hafa meira að segja á orði, að þeir geti tekið Pólland á 24 klukkustundum í stríði og löngu áður en Bretar eða Frakk- ekkert 1 keppikefli fyrir Þjóð- ar S*tu komið þeim til aðstoð- jverja. En til þess að koma því í!ar. Og eins og nú er komið, er áformi fram, sem fyrir Hitler vakir, að færa út landamærin, er það fyrsta sporið að taka hana og Pólland. Þýzkaland hefir ávalt dreymt um það, að ekki fjarri að ætla, að Hitler fái enn bæði Danzig og Pólland án stríðs. Fregnin um samning þennan skaut Suður-Evrópuríkj unum, færa út kvíarnar, en Bretland jRúmaníu, Búlgaríu, Ungverja- hefir þar verið þrándur í götu; landi og Júgóslavíu mjög skelk Iþað hefir stefnt að því, að halda jsínu. Þetta eru stefnurnar sem nú eru að rekast á og hafa lengi gert. Þýzkaland hugsar sér sjáanlega að berjast móti Bret- um, móti stefnu þeirra. Það í bringu. Það hefir einnig gert það smá- ríkjunum í Vestur- og Norður- Evrópu. Hefir utanríkismála- ráðherra Belgíu kvatt stjórnirn- ar í Luxemburg, Svíþjóð, Dan- álítur stefnu sína óframkvæm- mörku, Noregi og Finnlandi, til anlega, eins lengi og Bretinn heldur sínu. Að Þýzkaland hafi endanlega nokkuð annað í huga, er missýning ein. Það getur fundið sig knúið til að efla sig fyrst með því að taka smáriki Evrópu en spá vor er, að það sé til þess aðeins, að fá betri að- stöðu til að ná takmarkinu sjálfu, að brjóta eða beygja balc> brezka heimsveldisins. Að benda þeim með vísifingri að herja í austurveg, er ekki til neins. — Augu þeirra hvíla á nýlendum Breta út um allan heim og þeir að senda utanríkisráðherra sína á fund í Brussel í dag til að senda stórþjóðunum beiðni um að fara ekki í stríð. í blöðum bæði í þessu landi og á Englandi, er svo litið á, sem lýðræðislöndin hafi beðið mik- inn ósigur við þetta. Af blöðum Bandaríkjanna er svo að sjá sem þar sé nú þjóð- inni algert hlutleysi efst í huga, enda mun því ekki hafa verið fjarri áður, af útreið framvarps Roosevelts að dæma, er fór fram vita sem er, að þar er mótstað- a rým^un a vopnasölu til Ev- an minni en í Austur-Evrópu að rópu, en var felt í Senatinu. Molotoff hinn nýi utanríkis- málaráðherra Rússa sagði ný- smáríkjunum unnum. Hlutleysissamningurinn hefir ekki en verið birtur svo um af- lega að Rússlandi væri friður- leiðingar hans er fullsnemt að!inn fyrir mestu og væri fúst til dæma. Rússland hefir hlut- leysissamninga við nokkur smá- ríki; í þeim öllum er ákvæðið samvinnu við þau ríki er að friði ynnu. En hvernig stendur þá á samvinnu þess við Þýzka- land eða Hitler, sem fáir munu líta á sem friðarpostula ? Og kommúnistar gætu ef til vill öðrum fremur samþykt það, því Hitler komst til valda fyrir það þve æstur hann var á móti kommúnistum. “Ef við ættum Úral-héruðin, syntum við í flot- inu” (þ. e. auði), sagði Hitler. Og Rússland hafði þann ýmu- gust á þessu, að það tók af lífi aðstoðarhermálaráðgjafa sinn. Mikhail Nikolaevitch og 7 aðra, fyrir að vera að vinna að því með þýzka hernum, að koma vestur fylkjum Rússlands und- ir Þýzkaland. En þrátt fyrir þetta, hefir það verið eitt af áhugaefnum Þýzka- lands að eiga Rússland að vini. Bismarck gamli kvað það mestu nauðsyn. Og eftir stríðið var með samningum reynt að bæta samkomulagið 1922 og aftur 1926. Og þriðja sporið var stig- ið af Hitler 1933, með fimm ára samningi. Samningar þessir juku viðskifti og vináttu þess- ara þjóða. Eftir 1935 skarst í odda milli nazista og kommún- ist og köstuðu þeir mörgu ó- notalegu orði hvorir til annara. jEn margir málsmetandi menn í jÞýzkalandi og sumir herforingj- ar þess, unnu sífelt í kyrþey að samvinnu landanna. Og þeirri samvinnu er nú náð í reyndinni. Þó þetta sé gagnstætt því, sem margur mundi ætla, af póli- tíska hávaðaum að dæma, sem undanfarin ár hefir kveðið við, er honum, eins og ö$rum póli- tískum hávaða, ekki meira að treysta en þetta. Hagnaður beggja landanna af viðskiftun- um, hefir verið ofmikill til þess, að þau nokkru sinni mistu sjón- ar á honum, eða beztu menn þjóðanna að minsta kosti. — Nazistar og kommúriistar geta skrafað og skammast óbóta- skömmum, en þeir geta unnið saman eins fyrir því, eins og þetta síðasta strik þeirra ber með sér — friðarhandsal Hitl- ers og Stalins. Bernhard prins, sem kvæntur er Júlíönu Hollandsprinsessu, átti 28 ára afmæli á dögunum. Tengdamóðir hans, Vilhelmína Hollandsdrotning gaf honum í afmælisgjöf málverk af uppá- halds hesti hans, sem hún sjálf hafði málað. SAMANDREGNAR F R É T T I R Böm náttúrunnar, Indíánarn- ir, spá að snemma vetri. Sann- anir fyrir því segja þeir marg- ar, eins og t. d. að vatnsrottan hafi tveim vikum fyr en vana- lega byrjað að gera vetrarbú- stað sinn, að hrafnar séu farnir að halda þing, að endur séu! fleygar tveim vikum fyr en vant sé, að haustber séu þroskuð, sem vanalegu séu ekki fullvaxiri fyr en í september mánaðarbyrj un. Hvítir menn véfengja nú sumt af þsesu og segja t. d. andir enn yfirleitt ófleygar, en Indíánar treysta sínum spám betur en þeirra. Þegar langt fram í tím- ann er spáð, eins og fyrir vetri, hafa Indíánar^ reynst flestum sannspárri. * * * Fregnriti Lundúnar blaðsins Times í Moskva, skrifar nýlega, að í aðal málgagni rússnesku stjórnarinnar, Pravda, hafi ver- ið að britast greinar undanfarið með fyrirsögninni “Réttlátt og óréttlátt stríð” (Just and Un- just Wars). Lítur fregnritinn á greinarnar sem viðvörun til þjóðarinnar um að við hinu versta megi búast. Ennfrem- ur er haldið fram í greinunum að ekkert strið sé róttlátara eða löglegra, en stríð kommún- isma gegn fasisma. Segir fregn- ritinn að þetta beri í sínum aug- um vott um það, að Rússar séu viljugir til að gera samning við Frakka og Breta, svo böslulega sem það virðist ganga. * * * Regnið s. 1. miðvikudag olli nokkrum skaða í Winnipeg, en hve miklum, hefir ekki enn verið hægt að komast að, svo sýnt verði með tölum. Rigningin, sem ekkert skorti á að vera ský- fall, stóð mest yfir frá kl. 1.30 til kl. 4 e. h. Var regnið 1.39 þuml. á ekki fuljum þremur klukkustundum, eða nærri eins mikið og á sólarhring nokkru sinni s. 1. 8 eða 10 ár. En svo rigndi bæði um nóttina og eftii’ kl. 5, svo á sólarhringnum nam regnið 3.23 þuml., sem er fullum einum þriðja meira en þegar sem mest hefir ringt um tug ára. Vatn flæddi um hvern ein- asta kjallara í Winnipeg, nema ef vera kynni í útjöðrum bæjar- ins vegna þess að lokræsin fylt- ust, báru ekki undan og þar komu skemdirnar til greina einkum í búðarkjöllurum, er vörur voru geymdar í. Þar sem eitthvað var geymt niður við gólf í kjöllurum í heimahúsum, má ætla að einnig hafi orðið nokkrir skaðar. En vatnið seig þó brátt eftir að hætti að rigna og var víðast horfið innan tveggja klukkustunda. Við hagl var um tíma, vart, en ekki er sagt frá neinum skemdum á uppskeru af því. Regnið náði yfir Suður-Manitoba, nokkuð norður fyrir Winnipeg og suður hluta Saskatchewan-fylkis. * * * Eldingu sló niður í kornhlöðu hjá bónda í Morden-bygðinni í rigningunni s. 1. viku og brendi hlöðuna til kaldra kola. í hlöð- unni voru 2000 mælar af hveiti og 1,0000 mælar af byggi, er brann. Eldingin drap ennfrem- ur 2 hesta fyrir bóndanum. Sá er fyrir þessu óhappi varð, heit- ir Frank F. Zacharias. * * * Til Montreal kom s. 1. föstu- dag John J. Hearne, er skipaður hefir verið sendiherra frá Eire í Canada. Hann er fyrsti sendi- herra hér frá Eire. írland sagði ; hann að með tímanum hlyti að jsameinast, það gæti ekki haldið áfram að vera bútað sundur, vegna þess að hagur beggja landshlutanna væri einn og hinn sami. Forsætisráðherra Eamon de Valera sagði hann að koma mundi til Bandaríkjanna á þessu hausti og heimsækja Canada um leið. * * * Þýzka stjórnin hefir farið þess á leit við frönsku stjórn- ina, að þýzkir hermenn, sem féllu á franskri grund í heims- styrjöldinni og voru jarðaðir á Frakklandi, megi verða grafnir upp og fluttir til Þýzkalands. Franska stjórnin hefir fallist á þetta og hefir byrjun þessa starfs verið hafin með því, að 72 grafir hafa verið opnaðar í einum grafreit í viðurvist þýzkra fulltrúa og líkin verið flutt burtu. * * * Bærinn Kristianssand í Noregi óskar ekki að fá fleiri ferða- menn til bæjarins að minsta kosti ekki fyrst um sinn. Svo mikill ferðámanna straumur hefir verið þangað í sumar, að ekki hefir verið hægt að útvega öllum aðkomumönnum húsa- skjól. Hefir í sumum tilfellum meira að segja orðið að hýsa ferðamenn í fangelsi bæjarins. Eggert Briem frá Viðey látinn Eggert Briem frá Viðey varð bráðkvaddur í gærmorgun. Hann var staddur austur í Kaldaðar- nesi. Hjartabilun varð honum að bana. Hafði hann kent þes3 sjúkleika undanfarin ár. Eggert var sérlundaður gáfu- maður, með vísindamanns hæfi- leika. Vinsæll maður og góð- gjarn.—Mbl. 30. júlí. FJÆR OG NÆR Forseti Unitara félagsins Dr. Frederick May Eliot verð- ur hér á ferð fyrstu dagana í september mánuði. Hann mess- ar við sameiginlega guðsþjón- ustu beggja safnaðanna í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg sunnudaginn 3. sept. kl. 11 f. h. og leggur síðan af stað héðan til íslenzku bygðanna í’ Manitoba og í Saskatchewan. Tekið verð- ur á móti honum með kveldverð laugardagskveldið 2. sept. Hann kemur hér við á leið sinni aftur frá Unitarian General Confer- ence, sem haldið verður dagana 24—27 ágúst í San Francisco. * * * Til bæjarins kom í byrjun vik- unnar sem leið Mr. E. M. Thor- steinsson frá Sacramento, Cal. Hann er bóndi þar syðra og hef- ir verið mörg ár, en heiman af fslandi kom hann 1878 og settist að í Lincoln County í Dakota. Þá 4 daga sem hann stóð við í Winnipeg brá hann sér norður til Gimli til að sjá elzta land- námið, en þangað hafði hann ekki fyr komið. Hann á frænd- fólk í Argyle-bygðinni og fór til Glenboro s. 1. föstudag. Vest- ur á strönd heldur hann eftir viku dvöl í Glenboro og heldur úr því heimleiðis. * ’ * * Miss Guðrún A. Jóhannsson kom til baka á þriðjudags morg- uninn frá New York, en þar dvaldi hún við nám í 6 vikur. Nú verður hún hér í 2 vikur hjá föður sínum (Gunnl. Jóhanns- son) og fer síðan vestur til Saskatoon og heldur þar áfram sínu starfi.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.