Heimskringla - 23.08.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.08.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. ÁGÚST 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA kennara og Baldvin Björnssyni gullsmið. Er skraut stafanna í nokkru sambandi við efni sagn- anna. f upphafsstaf Vatnsdælu má t. d. líta sverðið Ættartanga og stallahring Vatnsdælagoð- ans; í upphafsstaf Hallfreðar- sögu er akkeri og nakið sverð, og bendir akkerið á æfintýr Hallfreðar og Akkerisfrakka, en sverðið er Konungsnautur, sem Hallfreður átti að ber slíðra- laust. í upphafsstaf Kormáks sögu er kvenskraut. — Tvær landslagsmyndir eru í bókinni, báðar teiknaðar af Tryggva Magnússyni. Er önnur gerð eftir ljósmynd Vigfúss Sigur- geirssonar, en hin eftir mál- verki Magnúss Jónssonar pró- fessors, og eru báðar af Vatns- dal. — Enn eru þar myndir af ýmsum forngripum, sem fundist hafa og eru flestir hér í Þjóð- minjasafninu. Ennfremur eru teikningar af stýri og stýrisút- búnaði í skipi, eins og hann var í fornöld, og er það bygt á slík- um útbúnaði á Kokstad og Ose- bergs-skipunum. Má af þessu, sem hér hefir verið nefnt, sjá það að vandað hefir verið til útgáfunnar. —Mbl. 15. júlí. * * * ísl. matur í New York Stærsta sölubúð New York borgar “Macy’s” sem einnig hef- ir gríðarmikla og glæsilega veit- ingasali heiðraði íslendingadag heimssýningarinnar með því að hafa íslenzka rétti á metseðl- inum. Meðal réttanna voru: ís- lenzkir gaffalbitar, ansjósur, hrogn, síld, heilagfiski, skyr og pönnukökur. Segir á matseðl- inum að réttirnir séu valdir og framreiddir að undirlagi ís- lenzku sýningarnefndarinnar. —fsl. 21. júlí. * * * Fornleifarannsóknir Um þessar mundir fara fram merkilegar fornleifarannsóknir í Þjórsárdal. Á að grafa þar upp 20 bæjarústir til þess m. a. að ganga úr skugga um, hvenær bæirnir hafa farið í eyði, en um það er engin vissa. Matthías Þórðarson fornminjavörður mun stjórna uppgreftrinum, en með honum eru fornminjafræðingar frá Danmörku, Sviþjóð og Finn- landi. Danski fornfræðingurinn er Aage Doussell, er tók þátt í rannsóknum í hinum fornu ís- lendingabygðum á Grænlandi fyrir nokkru síðan.—ísl. 28. júlí * * * Fornleifafundur í Þjórsárdal Vísindamennirnir, sem vinna að fornleifagreftrinum í Þjórs- árdal hafa þegar fundið járn- brot í Skálatóftum, og er talið að járnið sé úr hnífum. Þá hafa og verið grafnir upp tveir taflmenn úr steini, sem taldir eru vera frá söguöldinni. Fornfræðingarnir gera sér miklar vonir um góðan árangur af fornleifagreftrinum. AIls vinna nú 20 verkamenn að fornleifagreftrinum, auk vís- indamannanna. . Gröftur er hafinn í þremur rústum, í Skálatóftum (þar sem fyrnefndir forngripir fundust), í tóftum undir Stórólfshlíð, og í Snjálaugartóftum, milli Ás- ólfsstaða og Haga.—Mbl. 18. júlí * * * Reykjavík er að verða kjötlaus Reykjavík er að verða kjöt- laus, þau 32 tonn, sem til voru um síðustu mánaðamót, eru að verða búin, enda eru étin um 100 tonn af kjöti á mánuði. Slátrun sauðfjár mun hefjast hér í bænum miklu fyrr í ár en í fyrra. í fyrra hófst slátrun í ágústmánuði, en nú hefst hún um 20. þ. m. En það er á álíka tíma og í hitt eð fyrra. Verð á kjöti verður ekki hærra í ár, á hverjum tíma, en í fyrra. —Alþbl. 4. júlí. Ágrip af fundargerð hins seytjánda ársþings hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku. Framh. Fimti fundur var settur um kl. fimm. Fyrsti liður fjár- málanefndarálitsins, sem vísað hafði verið aftur til nefndarinn- ar, lagður fram aftur. P. S. Pálsson lagði til og Ág. Eyjólfs- son studdi, að liðurinn væri samþyktur, tillagan var sam- þykt og að því loknu var nefnd- arálitið í heild sinni samþykt. Næst var tekið fyrir til um- ræðu útgáfa sálmakvers til notkunar í sunnudagaskólum, sem lagt hafði verið yfir frá umræðunum um fræðslumáJía- nefndarálitið. Urðu nokkrar umræður um þetta mál, og tóku Iþátt í þeim séra P. M. Pétursson, séra Jakob Jónsson, séra E. J. Melan og Einar Benjamínsson. Sveinn Thorvaldson gerði tillögu um að samþykkja liðinn eins og hann væri. Tillagan var studd af séra Jak. Jónssyni. Breyt- ingartillaga frá P. S. Pálssyni, að bætt yrði við orðunum: “sjái kirkjufélagið sér fært að gera það.” Breytingartillagan studd af ólafi Péturssyni og samþykt. Nefndarálitið alt samþykt með áorðinni breytingu. Skýrsla nefndarinar í ungmennafélagsmálinu Séra P. M. Pétursson las eft- irfylgjandi nefndarálit: Nefndin, sem sett var í ung- mennafélagsmálinu leggur fram eftirfylgjandi tillögur: 1. Að ungmennafélög séu stofnúð í öllum þeim söfnuðum, sem mögulega geta stofnað þau, til eflingar og stuðnings trúar- stefnu vorrar. 2. Að tilraun sé gerð til þess að halda árlegt ungmenna- félagsþing, á þeim stað og tíma, sem ungmennafélögin koma sér saman um. 3. Að maður sé kosinn í stjórnarnefnd kirkjufélagsins, sem hafi umsjón með ung- mennafélagsskapnum. Og að hann hafi ástæður til að ferðast til þeirra safnaða, sem sjá sér fært að stofna ungmennafélög, til að leiðbeina við stofnun og viðhald þeirra. Ferðakostnað • ur, ef nokkur er, við ferðalög þessa manns greiðist úr út- breiðslusjóði. 4. Að stjórnarnefnd kirkju- félagsins hlutist til um að ung- mennafélögin sendi erindreka á þing þess og taki þátt í mál- efnum þess og starfi í sambandi við það. Undirritað, P. M. Pétursson Ólafía Melan M. Pétursson Isabel McGowan I. Stefánsson Tillaga E. Benjamínssonar og Á. Thórðarsonar, að nefndarálit þetta sé tekið fyrir lið fyrir lið. Samþykt. Nefndarálitið síðan lesið lið fyrir lið og hver liður þess samþyktur, og að því loknu nefndarálitið í heild sinni. Næst var tekin fyrir á ný fjórði liður útbreiðslumálanefnd- arálitsins. Tillaga E. Benja- mínssonar og E. J. Melans, að liðurinn sé samþyktur. Sam- þykt. Kosning embættismanna. Næst fór fram kosning em- bættismanna fyrir komandi ár, og hlutu 'þessir kosningu, allir endurkosnir: Forseti: Séra Guðm. Árnason Vara-forseti: Sveinn Thorvald- son Ritari: Dr. Sveinn E. Björnsson Aðst. ritari: Séra Philip M. Pétursson Féhirðir: Páll S. Pálsson Vara-féh.: Capt. Jósep B. Skaptason M inni Landnemanna Flutt á Gimli 7. ágúst Sá langsýni landnemans andi •sér lyftir á ómælis-flug, yfir hafdjúpin leitar að landi, því landnemann brestur ei hug. Hann finnur og nemur öll framtíðarlönd, í fjarlægum álfum, við úthafsins strönd, inn frjálsborni framsóknar andi. Þó landnema lífinu grandi hin langvinnu fárveðrin hörð, um eilífa lífstíð að landi er leitað, á himni og jörð. Með upprisu sólar fer sigur í hönd, og sigurljóð flytja öll menningarlönd. Guðs andi er landnemans andi. V. J. Guttormsson FEDERAL GRAIN LIMITED “Federal” hvernig agentar leiðbeina yður þér getið fengið sem mest fyrir hveiti yðar með verðinu sem á það er sett af stjórninni. Umsjónarm. sdsk.: Mrs. Ólafía Melan Skjalav.: Guðm. Eyford. Field Secretary: Dr. Rögnv. Pétursson. Nokkrar umræður urðu um kosningu fulltrúa fyrir ung- mennafélög í nefndina. Að lok- um gerði ólafur Pétursson til- lögu um, að nefndinni sé veitt heimild til að skipa mann í þetta embætti í samráði við ung- mennafélagafundinn, sem hald- inn yrði á þinginu. Tillaga þessi var studd og samþykt. Yfirskoðunarmenn reikninga jfyrir komandi ár voru kosnir þeir B. E. Johnson og Ingi Stefánsson. Að því loknu var samþykt að fresta fundi til kl. 10 árdegis á sunnudag. Sjötti fundur var settur kl. 10 f. h. sunnudaginn annan júlí. Fundargerningur annars og þriðja fundar voru lesnir og samþyktir. Séra E. J. Melan, formaður nefndarinnar, sem sett var til að fjalla um ný mál, sem lögð yrðu fyrir þingið., lagði til, að kveðju- og heillaóskaskeyti yrði sent hinum nýkjörna biskupi þjóðkirkjunnar á íslandi, séra Sigurgeiri Sigurðssyni, enn- fremur Dr. Rögnvaldi Péturs- syni, sem ekki gat mætt á þing- inu, sökum ve|kinda, og í iþriðja lagi Dr. Frederick May Eliot, forseta The American Unitarian Association í Boston. Tillaga þessi var studd og sam- þykt með lófaklappi. Forseti tilkynti, að Dr. Eliot væri vænt- anlegur hingað í sumar á leið- inni frá þingi, sem A. U. A. héldi í San Francsico í ágústmánuði. Forseti og ritara var falið að semja og senda þessi skeyti. Séra E. J. Melan vakti máls á því, að æskilegt væri, að rætt væri um möguleika til þess að vekja áhuga meðal yngra fólks á safnaðarmálum og málefnum kirkjufélagsins yfirleitt. Tals- verðar umræður urðu um þetta mál, og tóku þátt í þeim: Sveinn Thorvaldson, Miss Rósa Vídal, P. M. Pétursson, Mrs. S. E. Björnsson, B. E. Johnson, Ágúst Eyjólfsson og Mrs. E. J. Melan. Safnaðarstofnun Jónas Stefánsson frá Kaldbak sagði frá því að nýr söfnuður hefði verið stofnaður í Mikley með 23 meðlimum, og að söfn- uður þessi æskti eftir að gerast meðlimur kirkjufélagsins. Sagði hann, að söfnuður þess hefði í hyggju að koma upp kirkju- byggingu eins fljótt og auðið væri og að framtíðarhorfur hans væru mjög góðar. Fregn þess- ari var fagnað af öllum viðstödd- um með lófaklappi. Forseti mint- ist með nokkrum orðum á safn- aðarmyndun þessa og lýsti því yfir að kirkjufélagið mundi gera alt, sem í þess valdi stæði til að styðja hann og hjálpa honum. Ennfremur gat hann annars ^afnaðajr, sem stofnaður var fyrir nokkru í íslenzku bygðinni við Vogar og Hayland pósthús, og sem væri algerlega í sam- ræmi við stefnu og tilgang fé- lagsins, þótt hann hefði ekki gengið í það. Með því auglýst hafði verið. að sunnudagaskóla guðsþjón- usta færi fram í samkomusal kirkjunnar kl. 11, var fundi frestað meðan á henni stæði. Flutti séra P. M. Pétursson þá stutta guðsþjónustu fyrir börn í samkomusalnum og voru allir fulltrúar og þinggestir viðstadd- ir. Að því loknu var aftur tekið til þingstarfa. Skýrsla sumarheimilinsins. Þá las Mrs. Dr. S. E. Björns- son skýrslu um starf sumarheim- ilisins fyrir börn að Hnausum og skýrði ítarlega frá starfi for- stöðunefndar þess. Séra Jakob Jónsson lagði til, að þingþeimur vottaði Mrs. Björnsson og for- stöðunefndinni þakklæti fyrir vel unnið starf með því að standa á fætur. Tillagan var studd og samþykt í einu hljóði. Þar næst fór fram kosning for- stöðunefndar fyrir komandi ár. Lagði J. B. Skaptason til, að Dr. Lárusi Sigurðssyni væri bætt við í nefndina. Tillagan var studd af Miss H. Kristjánsson og samþykt. f nefndinni eru nú þessir: Ólafur Pétursson, séra E. J. Melan, Sveinn Thorvaldson, Mrs. B. E. Johnson, séra P. M. Pétursson og Dr. Lárus Sig- urðsson. P. S. Pálsson gerði tillögu um að tveggja manna nefnd sé skipuð til að yfirfara grund- vallarlög kirkjufélagsins með það fyrir augum, að leggja fram á næsta þingi tillögur um breyt- ingar á þeim, ef þurfa þykir. Tillagan var studd af Sveini Thorvaldsyni og samþykt. Séra P. M. Pétursson gerði tillögu þess efnis, að í stað að- ferðar þeirrar sem nú er notuð við útnefningu og kosningu embættismanna í félaginu, sé kosin útnefningarnefnd fyrir næsta þing, sem leggi til, hverjir skuli verða í kjöri, án þess þó að það hindri almennar útnefning- ar. Tillagan var studd af Mrs. J. B. Skaptason. Talsverðar um- ræður urðu um tillögu þessa, og tóku þátt í þeim séra Jakob Jónsson, B. E. Johnson, Sveinn Thofrvaldson, Ingi Stefánsison, sem allir voru einróma með til- lögunni. Var þá gengið til at- kvæða um tillöguna og var hún samþykt. Þá var gerð tillaga um að fresta fundi til kl. 8 að kvöldi og var hún samþykt. Kl. 2 var almenn guðsþjón- usta í kirkjunni, og flutti séra E. J. Melan prédikun við það tækifæri. Sjöundi fundur var settur kl. 8 á sunnudagskvöld. Flutt.i séra Jakob Jónsson þá fyrir- lestur þann, sem auglýst hafði verið að hann flytti fimtudags- kvöldið 29. júní, en sem ekki varð fluttur þá, sökum fjarveru hans. Nefndi hann fyrirlestur- inn “Táknmál kirkjunnar.” Að fyrirlestrinum loknum var fyrir- lesaranum þakkað fyrir hann með því að menn stóðu á fætur. Þá þakkaði forsetinn þeim hr. og frú Thor Thors, sem stödd voru á þinginu, fyrir vinsemd þá, sem þau hefðu sýnt þinginu með því að koma þar, og bað þau að flytja vinsamlegar kveðjur félagsins til íslands og einkum til fyrverandi samverkamanna vorra, sem nú dveldu á íslandi og sem þau kynnu að hitta. Var tekið undir þessi tilmæli með lófaklappi. Næst skýrðu þau séra P. M. Pétursson og Mrs. ólafía Melan frá ferðalagi sínji til Lake Gen- eva í Wisconsin og frá fundum þeim, er þau höfðu setið á þar. Luku þau miklu lofsorði á gagn það og skemtun, sem þau hefðu haft af þessari ferð og hvöttu eindregið til þess, að fulltrúar yrðu sendir framvegis á fundi þessa, ef mögulegt væri. Var þeim báðum þakkað fyrir erindi þeirra. Þá bað forseti Mr. Jónas Stef- ánsson frá Kaldbak að ávarpa þingið með nokkrum orðum. — Flutti Jónas þá vel ort og frum- legt kvæði eftir sjálfan sig og mælti nokkur orð. B. E. Johnson gerði tillögu um að fundargerningum, sem ekki yrði afgreiddir á þinginu, væri vísað til framkvæmdar- nefndarinnar til samþyktar. — Tillagan var studd af J. O. Björnsson og samþykt. í milliþinganefnd til þess að hafa með höndum útgáfu sálma- kvers setti forsetinn þessa: séra P. M. Pðturason, séra E. J. Melan, séra Jakob Jónsson og Mrs. Ólafíu Melan. Séra P. M. Pétursson gerði tillögu um að Gunnari Erlends- syni organleikara væri þakkað fyrir starf sitt í sambandi við þingið. Tillagan var studd og samþykt með því að menn risu á fætur. Þá tók til máls Ágúst Eyjólfs- son, sem þakkaði forsetanum fyrir góða fundarstjórn, organ- istanum fyrir verk hans og kvenfélagi Winnipeg-safnaðar fyrir rausnarlegar veitingar og viðtökur. Var þá sunginn sálmurinn nr. 634 í íslenzku sálmabókinni. — Forsetinn blessaði yfir þing- heim og sagði þinginuslitið. Eftir þingslit komu fulltrúar og gestir saman í samkomusal kirkjunnar til kaffidrykkju, sem kvenfélag safnaðarins hafði undirbúið. Fóru þar fram ræðuhöld, sem margir tóku þátt í, og lauk þeim mannfagnaði laust fyrir miðnætti. ÁVARP MISS AMERIKU á Gimli 7. ágúst 1939 Mr. Chairman, Maid of the Mountain, Miss Canada, Honored guests and friends: In response to a valued invita- tion to participate in this cele- bration as Miss America I ap- pear before you as an unofficial representative of my nation—of Young America. I appreciate this opportunity very keenly. The American nation is young. It has scarcely more than emerged from the melting pot, where people from many lands, and of many types have been in the process of blending into a united nation, with defin- ite national characteristics, from the elements thus thrown to- gether. As a skilled chemist watches over the reactions of the chemicals in his crucible, so, great leaders have exercised their skill in an attempt to bring order out of the chaos of the melting pot. The young nation that I proudly represent is the result — a young nation, strong in body and soul, ener- getic, ambitious and full of hope. Your nation, Miss Canada, has a similar origin. It’s national traits are largely drawn froin the same sources ancj have been developed through a similar process of fusion. Consequent- ly there is a bond of kinship a strong bond of mutual trust, between your people and mine, that binds them together in the pursuit of their ideals — their destiny. And you Maid of the Moun- tains, the symbol of what we are celebrating today, to you, greetings and gratitude for the contributions the people you re- present, have made to the char- acter of Young America. Many of them both men and women, came to cast their lot with the new nation, while it was still in the making. They brought with them the ideals of the Ice- landic nation, — it’s traditonal love of freedom, whether in thought, speech or action, it’s respect for law and order, it’s sense of justice. They brought an idealism plainly expressed in their admiration of the sagacity of Njáll, the prowess and hardi- hood of Gunnar, the strength and endurance of Grettir, the loyalty of Berþóra. They fur- ther brought the culture of the Sagas and Eddas, and a rare in- stinct for the appreciation and creation of poetry. They brought their dauntless courage and boundless resourcefullness, de- developed by the struggle for ex- istence in a barren country and an inclement climate. They brought a love of beauty, di- rectly the product of the seren- ity and grandeur of Iceland’s scenic splendors. All these and many other items have been contributed by the Icelandic people to the character of the American nation. Truly an imposing array of values! Thig gathering has assembled to pay tribute to the Icelandic nation, and what it stands for. For fifty years, such assemblies have gathered annually, for the same purpose. Is it not logical to conclude that it is partly due to their influence that a wave of admiration for the spirit of Iceland is manifesting itself throughout the Icelandic settle- ments on both sides of the In- ternational Boundary Line? — Should this enthusiasm prove to be an incentive for the pres- ent generation to emulate the best traditions of Iceland’s past, much has been accomplished. In closing, I take great plea- sure in again extendjing the heartieáít greetings from the people I represent, to this hon- ored assembly, to the Canadian nation, that has consistently been kind to it’s citizens of Ice- landic descent, and last but not least to the Land of the Moun- tain Maid, the land that still is cherished by American citizens of Icelandic origin. May I be permitted to add a personal word of appreciation to the organization in charge of this event, for the friendly re- ception I have been accorded, and for the honor bestowed on me by being invited to appear as Mi&s America. My reaction to all this has been,to make me prouder than ever of my Ice- landic origin. Guðrún Anna fsfeld

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.