Heimskringla


Heimskringla - 13.09.1939, Qupperneq 1

Heimskringla - 13.09.1939, Qupperneq 1
Beer at its best— KIEWCL'S CWiúUSeaSr BEER Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. SEPT. 1939 NÚMER 50. HELZTU FRÉTTIR Canada lýsir yfir stríði Síðast liðinn laugardag lýstj King-stjórnin því yfir á sam- bandsþinginu, að Canada væri í stríði við Þýzkaland. Yfirlýsinguna gerði W. L. Mackenzie King forsætisráð- herra Canada, eftir að hásætis- ræðan og um leið tillögur stjórn- arinanr um að lýsa yfir stríði, hafði verið samþykt af þinginu. Með yfirlýsingu þessari hefir Canada stigið það spor, sem hún hefir aldrei áður stigið, að lýsa yfir stríði á hendur annari þjóð. f stríðinu 1914 birti Canada blátt áfyram stríðsyfirlýsingu Breta. Bendir blaðið Free Press á, að þetta geti í framtíðinni haft nokkra þýðingu fyrir sjálfstæði Canada, að skera þannig sjálft úr þessu mikla máli. Og að Roosevelt forseti hafi heldur ekki talið Westminster lögin öllu ráðandi um það, beri það með sér, að hann hafi ekki talið Can- ada með stríðsþjóðunum í hlut- leysis-yfirlýsingu sinni nýlega. Canada er því af sjálfdáðum í stríði. Það næsta, sem spurt verður um, er herskyldan. Og hún hefir auðvitað til mála komið. En á móti henni mælti Ernest Lapointe, dómsmálaráð- herra svo sterklega, að hún mun ekki fyrst um sinn koma til greina. Hann benti á, að af henni mundi leiða þá sundrungu í Canada, sem óbætanlegur gæti orðið. Og yrði henni þröngvað á, sagðist hann og þeir, sem í stjórnarráðinu væru úr Quebec- fylki, segja undir eins stöðum sínum lausum. Hann taldi víst, að Quebec mundi af frjálsum vilja taka sinn þátt í þessu stríði án herskyldu, en alls ekki, yrði hún löggilt. Á þinginu sem kom saman s. 1. fimtudag voru stríðsmálin rædd frá öllum hliðum. Að fjór- um þingmönnum undanskildum, voru allir á þeirri skoðun, “að Canada væri í stríði þegar Bret- land væri það,” og þátttaka þess væri þessvegna óumflýjanleg í þessu stríði, eins og fram á væri farið í stjórnarboðskapnum. — Þeir er þátttökunni mótmæltu og vildu að Canada yrði hlut- laust, voru þrír þingmenn frá Quebec og Mr. J. S. Woodsworth frá Winnipeg. Gerðu tveir þing- mennirnir frá Quebec Lignore Lacombe (lib frá Two Moun- tains) og Wilfred Lacroix (lib. frá Quebec Montmorency) breytingartillögu við stjórnar- boðskapinn er svo hljóðaði, að þeir sæu mjög eftir því, að stjórnin hefði ekki séð sér fært, að mæla með því við land- stjóra, að Canada gæti ekki tek- ið þátt í þessu stríði eða lýsti sig hlutlaust. Þeir stóðu einir uppi með þessa tillögu af öllum þingmönnum er til atkvæða- greiðslu kom, þó Maxime Ray- mond (lib. frá Beauharnois La- prairie) hefði áður 'mótmælt þátttöku í stríðinu. (Mr. Raymond hafði í þing- byrjun lagt fyrir þingið bænar- skrá “með þúsundum nafna”, er fór fram á, að Canada lýsti sig hlutlaust í stríðinu.) En þegar atkvæði var greitt um hásætisræðuna, stóð Mr. Woodsworth einn uppi í mót- mælaskyni. Mr. Manion, leiðtogi íhalds- flokksins kvaðst fylgjandi stjórninni í því, að Canada væri í stríði og yrði að taka þátt í því. Eigi að síður gæti verið að hann greindi á við sjtórnina um í hverju sú þátttaka ætti að vera fólgin. En í öllu því er þessu landi væri fyrir beztu og brezka ríkinu, á þessum neyðar- tímum, kvaðst hann af einlæg- um huga heita stjórninni fylgi sínu. Foringi Social Credit þing- manna, John Blackmore, hét og stjórninni fylgi sínu, en mælti að frá hans sjónarmiði ætti að herskylda auð, iðnað og mann- afla landsins. Mr. Woodsworth áleit, að Can- ada ætti engan þátt að taka í þessu stríði. Það væru Evrópu- þjóðirnar sem væru því valdandi og það væri óhönduglegri með- ferð þeirra mála að kenna af hálfu Englendinga og Frakka einnig að í stríð væri komið. Candaa ætti þar engan hlut að máli. Þetta væri afleiðing af kapitalista stefnunni. —• Hann kvaðst eiga tvo 'sonu, er hann, frá sínu sjónarmiði, en kannske ekki þeirra, sagðist heldur vilja sjá skotna hér, en að fara út í stríð að skjóta aðra. Var ekki sem beztur rómur að þessu orðalagi gerður því að kalla hvítt hvítt og svart svart, er nú um tíma úr tízku. En þetta datt brátt niður, því bæði er að Mr. Woodsworth kvað þetta per- sónulega skoðun sína og hitt, að þingmenn margir eru gamlir góðkunningjar hans, þrátt fyrir allan skoðanamun. Fyrir hönd C. C. F. flokksins mælti svo síðar M. J. Coldwell frá Rosetown nokkur orð. Kvað hann flokkinn samþykkan því, að styðja Bretland í þessu stríði, en með því aðeins að senda vopn og vörur héðan en ekki mann- afla. Og flokkurinn væri á móti herskyldu. Blaðið Free Press getur tveggja nationalista, ákafra ein- angrunarmanna í sambandi við þessar þingfréttir, sem nú hafi fylgt Kingstjórinni í málinu um þátttöku í stríðinu. Eru mennirnir Mr. J. T. Thorson og George Heon (íhaldsm. frá Ar- genteuil). Mr. Thorson sagðist ekki vera í nokkrum efa um, að það væri skylda Canada, að taka þátt í stríðinu og Mr. Heon sagði þessu svipað. Hvað Free Press er að gefa í skyn með þessu, er ekki Ijóst. En það á víst að skiljast sem svo að nú hafi þess- ir þingmenn komið á móti sjálf- um sér. Sannleikurinn virðist þó öllu heldur sá, að Canada hafi nú aðhylst stefnu þeirra, þar sem það sker nú úr því á þingi, hvort farið sé í stríð og sem er alveg það sama og þeir héldu fram. Hvað Canada svo gerir frek- ar úr því það er nú formlega komið í stríð, er óráðið eða að minsta kosti hefir ekkert verið ákveðið af þin^inu um það, þeg- ar þetta er skrifað (á mánu- dag). Það sem fyrst verður um að ræða, er fjárveitingu, er lík- lega nemur 100 miljón dölum (eða svo hefir verið minst á). Ennfremur verður það eitt af því fyrsta, að senda fluglið héð- an til Englands. Þá verða strandvarnir efldar og allur var- hugi goldin við því, að skemd- arverk séu ekki framin á járn- brautum, iðnrekstri, flugstövum og símakerfum o. s. frv. í hern- um fjölgar rtönnum einnig óð- um þó sjálfboðaleiðin sé farin. Stórkostleg skattahækkun f herkostnaðar-áætlun sam- bandsstjórnarinnar er lögð var fyrir þingið í gær, er gert ráð fyrir 156 milj. dala herkostnaði til 31. marz 1940, að meðtöldum áætluðum tekjuhalla á yfir- standandi fjárhagsári. Mest af þesum kostnaði, hugsar stjórnin sér að hafa saman með nýjum eða hækkuð- um sköttum. Á öllum viðskift- um hækkar skattur geysilega og ennfremur á munaðarvöru, svo sem á kaffi 10c pundið, á te 5 til 10c, á tóbaki 5c pundið, á sígarettum $1 af hverju 1000, vínum hér til búnum eða inn- fluttum frá $4 til $7 og $5 til $8. á gallónu. Tekjuskattur hækk- ar á öllum sem svarar 20% af vanalegum skatti. ) ViðsEkijfta- skatturinn er frá 10% til 60% af ágóða sem er yfir 5% til 25% af innstæðufé eða að jafnaði 50% af öllum ágóða sem er fram yfir meðaltal á síðast liðnum fjórum árum. Hertogahjónin af Windsor komin til Englands U p p 1 ýsinga - stjórnardeild brezku stjórnarinnar tilkynti í gærkvöldi, að Hertoginn og Her- togafrúin af Windsor væru kom- in til Englands. klst. vinnudag. Sé unnið meira en 8 klst., er borgað 10% fyrir fyrstu klukkustundina, 25% hærra fyrir aðra og 50% fyrir þriðju. Mun ætlunin að ráða fleira verkafólk héðan til Þýzkalands. —Vísir, 15. ág. Hlýtur $650 námskeið Wilhelmina Jónsson, íslenzk stúlka á Gimli, hlaut nýlega tveggja ára námsskeið á Mani- toba-háskóla fyrir ágæta frammistöðu í námi með bréf- legri kenslu, er í þessu fylki hefir farið fram tvö síðast liðin ár. Kensla þessi er í því fólgin að komast að hæfileikum ung- menna, er erfitt eiga vegna éfnaleysis, að standa straum af kostnaði háskólanáms og greiða götu þeirra. Hefir margt ung- mennið haft gott af þessu. Fylk- inu er skift í 9 slík “skólahéruð” og á einn nemandi úr hverju kost á framhaldsnámi á háskól- anum. Frá Gimli vann þessi íslenzka stúlka námsskeiðið, en hún stundaði þar miðskólanám. Wilhelmina er dóttir Mrs. Þóru Jónssonar á Gimli og Gísla heit- ins Jónssonar frá Laufhóli. Hún hefir getið sér góðan orðstír áður við nám. Njósnir Er það í fyrsta sinni sem Her- toginn kemur þangað síðan hann afsalaði sér konungdómi í des- ember-mánuði 1936. í kveðjuræðu sinni þá, sagði Edward konungur, að ef að hann gæti einhverntíma orðið landi sínu eða þjóð til aðstoðar, skyldi ekki standa á sér. Nú er sagt að hann muni ráð- inn í þjónustu í hernum. En í hverju sú þjónusta er fólgin, vita menn ekki. Hertoginn er svo hátt settur bæði í land- og sjóhernum, að hann gæti þar orðið herforingi. En slíka stöðu er ekki búist við að honum verði boðin. Með komu hans til Englands spyrja nú margir hvort Her- togafrúin muni fá titilinn Her Royal Highness, sem Hertoginn hefir ávalt þráð að hún fengi* svo hún yrði ekki talin sér ótign- ari. Blaðið “Times” í London vék óbeinlínis að því, að þetta ætti svo að vera. Telja margir samt sem áður alveg óvíst að af því verði. Um móttökur við komuna er ekki getið. Á Bastille-deginum (Þjóðhá- tíðardegi Frakka) 14. júlí s. 1., tók einn af frönsku leynilög- reglumönnunum, s|em á .vakt voru, eftir því, að útlendingur nokkur, sem honum hafði verið skipað að hafa gætur á, fór að horfa á armbandsúrið sitt hvað eftir annað, hlusta eins og til þess að vita hvort það gengi, og hreyfa handlegginn upp og nið- ur o. s. frv. Leynilögreglumað- urinn fór með útlendinginn á stöðina, og kom þar í ljós, að armbandsúrið var haglega gerð kvikmyndatökuvél, — en það var þegar nýjustu hemaðar- flugvélar Breta og Frakka flugu yfir París, sem maðurinn fór að “líta á úrið”. — Síðar sannaðist, að í hlutlausu landi í Norður- Evrópu er verksmiðja, sem býr til svona kvikmyndatöku-úr. Undir eins og Canada lýsti yfir stríði á hendur Þjóðverjum, var því bætt á skrána með þeim þjóðum, er hernaðarvörur verða ekki seldar, samkvæmt hlutleys- islögum Bandaríkjanna. Nýr fjármálaráðherra Col. J. L. Ralston hefir verið skipaður fjármálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar í stað Dun- nings er fyrir skömmu sagði af sér vegna vanheilsu. Mr. Ral- ston er góður lögfræðingur eins og bezt sýndi sig í því hvernig hann varði stjórnina í Bren- byssumálinu. íslenzkt verkafólk til Þýzkalands Meðal farþega á Goðafossi eru 10 verkamenn, sem fara til Þýzkalands og fá vinnu í nið- ursuðuverðsmiðju í Cuxhafen. Sá er útvegað hefir menn þessa er Friðrik Matthíasson frá Keflavík, en bróðir hans vinnur í verksmiðju þeirri, sem íslendingarnir fá vinnu við. Er það hin mikla verkafólksekla í Þýzkalandi, sem veldur þessum ráðningum þangað. Fólkið verður að gera vinnu- samninga til 8. mán, minst og fá karlmenn 80 pf. á klst., en kvenmenn 40 pf., miðað við 8 Eitt af fyrstu verkum Mr. Chamberlains, forsætisráðherra Breta, er stríðið skall á, var að taka nokkra nýja menn í ráðu- neytið. Á meðal þeirra eru Win- ston Churchill, sem gerður var að yfirflotamálaráðherra (Lord of Admiraltý), sem hann var í síðasta stríði og Anthony Eden, sem gerður hefir verið að ný- lenduráðherra. Mannslát í Kristnesbygð Hinn 2. júlí s. 1. andaðist að heimili sínu í Kristnes, Sask., Kristján Jóhann Kristjánsson bóndi. Hann lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Kona hans er Anna Louisa Haagen. Höfðu þau búið í Kristnesi alla sína búskapartíð, eða síðan 1911. —Kristján heitinn var jarðsung- inn af séra Jakob Jónssyni, að viðstöddu miklu fjölmenni, 4. júlí, og er grafinn í grafreit Kristnesbygðar. Kristján va.r merkur maður og vinsæll af samferðamönnum. Mun hans verða nánar minst síðar í blöð- unum. STRÍÐS-ANNÁLL Fréttir af stríðinu síðast liðna viku, hafa að miklu leyti snúist um sigra Þjóðverja í Póllandi. Um helgina varð þó einhver breyting á þessu og að því að ætla má vegna þess, að Frakk- ar voru nú komnir með lið sitt á vesturvígstöðvarnar og sóttu all harðan á Þjóðverja, svo að þeir urðu að senda eitthvað af liði sínu austan að til þess að veita þar viðnám. Má ætla að það hafi dregið nokkuð úr sókn þeirra á Pólverja, enda eru nú fréttirnar í byrjun þessarar viku þær, að Pólverjar standi þétt- ara fyrir þeim en áður. Á vesturvígstöðvunum horfir svo við, að þar eru varnarvirki Þjóðverja og Frakka með 25 til 40 mílna millibili alla leið frá Sviss og norður að Belgíu eða hver veit hvert. Það er öðrum en hernum leyndardómur. Stryk- leikur þessara varnarvirkja er talin sá, að hvorugu megi mikið grand gera, eða yfir komast nema sá aðilinn, er sækir á, hafi þrisvar til fjórum sinnum meira lið. Varnarvirkin eru eig- inlega steinsteyptar hallir niðri í jörðinni, en ekkert á yfirborð- inu, nema ef vera skyldi stein- þústur, sem skotið er út um. Að verjast er því mikið hægara með þessum útbúnaði en að sækja á. Þeir sem kunnugir eru halda þó fram, að varnarstöðvar Þjóð- verja, Siegfried-virkin, séu ekki nema einn þriðji að styrleika við Maginot-virki Frakka. En þau munu samt lengi duga. f þessum virkjum eða skotgröfum nútímans, eru alls konar her- bergi og hallir; í Maginot virkj- um Frakka, eru hvert gólfið niður af öðru, jafnvel þrjú eða fjögur gólf, og þar eru spítalar, borðstofur, svefnherbergi, búr og eldhús, skrifstofur, vista- og vopnabúr. Og þar eru lyftur. Og svo eru náttúrlega neðan- jarðargöng um virkið frá einum enda til annars og út úr þeim bygt eftir þörfum. Að vinna þetta með sprengjum, er lítt hugsanlegt. En úr þessum tröllavirkjum horfast nú Frakk- ar og Þjóðverjar í augu og bíða hins vonlitla tækifæris, að sækja hvor annan heim. Þannig er sá hernaður. Frakkar hafa nú verið að sækja fram með hægð samt hina síðustu daga, einkum þó við norður eða suður enda þessara virkja. Þeir hafa og sótt eins langt fram og 8 til 12 mílur á milli hervirkjanna, inn á þetta eyðiland, sem á stríðsmáli er nefnt “No Man’s Land”. Hafa þeir getað grafið sig þar niður og eru svo mikið nærri Siegfried virki Þjóðverja. Var sagt í gær, að Þjóðverjar hefðu gert þar á- hlaup og mannfall hafi orðið af báðum aðilum, en fult svo mikið af Frökkum, eins og vænta mátti, sem lengra voru komnir inn á No Man’s Land. En Þjóð- verja hröktu þeir af sér og héldu velli þarna á auðninni. Það er sagt, að von sé á árás frá Frökk- um innan tveggja vikna á Sieg- fried virkin. Er herinn sjáan- lega að reyna að komast sem næst þeim og þegar eins nærri er komið og hentugt þykir, má búast við að loftför Breta komi til sögunnar og reynt verði á hversu sterk Siegfried-virkin séu. En svo skal nú snúið sér að einstökum viðburðum og tína upp eitthvað af því, sem dag- lega hefir gerst s. 1. viku. Fréttir 6. sept.—Um klukkan 6.30 að morni þessa dags, urðu Bretar varir við 6 þýzk loftför við austurströnd Englands, er stefndu til London. Snerust brezk skotflugskip á móti þeim og hröktu burtu. Eitt flugfar Þjóðverja er ætlað, að skotið hafi verið niður. Þetta var fyrsta flugásáin, sem reynd var á London. Var London-búum gert aðvart með lúðrablæstri (sí- renum). Þutu þeir upp úr rúm- unum á öruggustu staði 1 hús- unum. Um kl. 9 að morgni var tilkynt, að engin hætta væri á ferðum. Bretakonungur og drotning hafa gasgrímur með sér hvert sem þau fara. Gasgrímur eru nú eins algengar og regnhlífar í hinni rigningarsömu borg, London. Frá Belem í Brazilíu barst frétt um að Bretar hefðu sökt úti á miðju Atlanzhafi skipi fyr- ir Þjóðverjum. Það var á leið frá Brazilíu til Hamborgar, 2 867 tonn að stærð, 295 feta langt; hafði vörur meðferðis en enga farþega, utan skipshöfn- ina. Um afdrif hennar segir fréttin ekkert. Við strendur Suður-Ameríku hafa Bretar sökt tveimur öðrum vöruskip- um: Olinda og Carl Fritzen. Frakkar koma á vígvöll og hefja smáskærur á norður og suður takmörkum Maginotvirkj- anna. Fóru þeir þar 3 eða 4 mílur áfram inn á land Þjóð- verja, en íbúar höfðu þaðan burtu flutt og um orustur var ekki miklar að ræða. Mustarð-gassprengjur hefir sannast að Þjóðverjar hafi not- að í Póllandi. Þeir byrjuðu að nota þ'ær 1917 í síðasta stríði og voru sagðar baneitraðasta vopnið, sem notað var. Fréttir 7. sept.—Brezki land- herinn fer til Frakklands og á vígvöll. Þjóðverjar flykkja her á vesturvígstöðvarnar. Neville Chamberlain forsætis- ráðherra Breta segir frá því á þinginu, að flugbátunum, sem aerskip Þjóðverja eyðilögðu í Kiel-skurðinum, hafi canadiskir menn stjórnað. Þjóðverjar sökkva skipi fyrir Bretum um 20 milur vestur af Lisbon í Portugal. Skipið hét. Manaar, 7-242 tonn að stærð. Á ?ví voru 88 manns; hafa að lík- indum 41 farist. öðru skipi var um sama leyti sökt fyrir Bretum: The Royal Sceptre; það var vöruskip. Frá Póllandi eru verstu frétt- irnar þennan dag. Nazistsar hafa tekið alt Norður-Pólland, milli Þýzkalands og Pússlands; hafa handtekið þar um 10,000 Pólverja að því er þeir segja og eru aðeins 20 mílur fyrir norð- an Varsjá. Krakau segjast þeir einnig hafa tekið suður í landi og sækja jafnframt að sunnan norður til höfuðstaðar Póllands. En landið vestur af Varsjá er óunnið alt út að landamærum Þjóðverja. Og það er sem það sé nú biti, sem skoltur naz- ista mun læsa tönnunum að. — Fyrir norðan Varsjá er þarna á eða fljót, er Bug River er nefnd og getur hún á því svæði orðið vörn Pólverja nokk- ur styrkur. í suðvestur Póllandi hugsa Pólverjar sér víst að veita Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.