Heimskringla - 13.09.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.09.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 13. SEPT. 1939 Brögð í tafli " ‘Hllllli lillllllllllllllHilllllllillftlfflBllllllHIUIillllllllllllllllliílilllllliíliillilBlilillliilllliliillllM^ i11"8' “Hafið þér ekki sagt öllum nefndarmönn- unum frá þessu?” “Nei,” svaraði hann. Við þögðum báðir um hríð. Eg var dálítið forviða á þessu, en hertoginn virtist hinn ró- legasti. “Nei, þeim hefir ekki verið sagt frá þessu, engum hefir verið sagt frá því. Þetta mál var í minni umsjá og eg fór með það samkvæmt því,” sagði hann. Og þar sem eg gat tæplega haft nokkuð við þetta að athuga, þá þagði eg, en hertoginn bætti við: “Við höfum áður rætt þetta atriði, og það er óbifanleg sannfæring mín að þér farið villur vegar. Enginn gat opnað skápinn nema eg, Ray og þér. Eg held mér sé óhætt að fullryða, að hvorugur okkar opnaði hann.” “En engu að síður var hann opnaður,” svar- aði eg, “því að eftirrit þessara skjala er nú í París.” “Já, svo er það,” svaraði hertoginn, “en þér verðið að muna eftir því, að hver einn í þessari nefnd var nógu kunnugur efni þeirra til að senda meginatriði þeirra til París, án þess að opna skápinn til að kynna sér skjölin. Ef þér opinberið þetta fyrir nefndinni, þá leiðir það til þess, að grunurinn um þessi landráð færist frá sökudólginum í ranga átt og yfir á heimili mitt. Eg held að jafnvel þótt þér hefðuð rétt fyrir yður, jafnvel þótt átt hefði verið við skjölin, þá hafi það verið gert til að slá ryki í augu yðar. Skiljið þér hvað eg á við með þessu?” “Já, eg skil það, yðar náð,” svaraði eg. “Ef þér getið sannfært Chelsford lávarð um þetta, mundi hann sennilega snúa grun sín- um í ranga átt, þessvegna hefi eg geymt skýrslu yðar hjá sjálfum mér. Þessvegna ráðlegg eg yður nú, að segja ekkert um þessa ímynduðu hróflun á skjölunum. Það er mitt ráð. Siljið þér það ?” “Já, yðar náð, svaraði eg. “Hvað prijisinn af Malors snertir,” hélt hertoginn áfram, “þá er það örugg sannfæring mín, að þér hafið misskilið hann. Malors er ekki stjórnmálamaður. Hann getur ekkert grætt og engu tapað í þessum atriðum. Hann er afkomandi einnar hinnar göfugustu og elstu ættar í Evrópu, ættar sem um margar kynslóð- ir hefir verið í tengdum og vinfengi við mína ætt. Eg neita því algerlega að trúa því, að hann hafi lagt sig niður við að gerast venjuleg- ur njósnari, og það undir mínu þaki. Þvílík ákæra gegn honum er blettur á gestrisni minni. Ennfremur mundi þetta slíta hina fornu vin- áttu okkar. Mér er það því mikið áhugamál að þér lítið sömu augum og eg á viðskifti ykk- ar.” “Þér biðjið mig um mjög erfitt atriði, yðar náð,” svaraði eg. Hann horfði á mig með hinum kuldalegu bláu augum sínum. “Þetta er vissulega ekki neitt örðugt, Du- caine. Eg er að biðja yður að líta á málið eins og eg sé það, og hlíta dómgreind minni. Eg er ráðherra. Eg hefi æfilangt æfingu í því að skilja menn og þá vegi, sem þeir velja. Dómgreind mín segir mér að þér farið villur vegar, og mikil vandræði geta af því staðið ef prinsinn frá Malors yrði þess var, að hann sé tortrygður á meðal vor.” “Fyrirgefið mér, yðar náð, en hví segið þér ekki nefndinni og Chelsford lávarði alt þetta, þegar þeir hafa heyrt sögu mína?” “Af því að eg hefi ekkert traust til dóm- greindar þeirra. Þeir eru hver á sinn hátt á- gætis menn, en þeir tilheyra þessari nýju kyn- slóð, sem lítur aðeins á yfirborðið og skapar sínar skoðanir eftir því, sem þeim finst aug- ljósast. Það væri líklegast, að þeir skoðuðu þetta vandamál útkljáð eftir að þeir hafa heyrt sögu yðar. Eg er að minsta kosti sannfærður um, að þeir færu að leita orsakanna í þveröfuga átt við þá, sem þær finnast í.” “Yðar náð,” svaraði eg ákveðinn, “mér þykir það sannarlega ilt, að eg get ekki fylgt ráðum yðar. Mér finst það mjög nauðsynlegt, að Chelsford lávarður fái að vita um að átt var við skjölin. Hvað prinsinn snertir og hver svo sem tilgangur hans var, þá stóð eg hann að því að hnýsast í skjöl, sem snertu neðan- jarðargöngin við Portsmouth. Mér er ómögu- legt að leyna Chelsford lávarð þessum atriðum, miklu fremur sýnist mér það nauðsynlegt að hann viti þau.” Hertoginn stóð hægt á fætur. Hann sýndi engin merki um reiði. “Ef þér kjósið að fylgja yðar skoðun frem- ur en minni í þessum efnum, Mr. Ducaine,” sagði hann, “þá þarf eg ekki að ræða þetta framar. Eg hefi gert yður að trúnaðarmanní mínum í þessum efnum, og eg hefi reynt að sýna yður skynsamlegustu leiðina, sé álit yðar svo mjög gagnstætt mínu, þá megið þér ekki skoða það ranglæti af mér að ákveða, að maður með meiri dómgreind, sé fenginn, til að fram- kvæma á heppilegri hátt ritstörf nefndarinn- ar.” “Eg hlýt að þakka yðar náð, fyrir alla þá góðsemi, sem þér hafið sýnt mér,” svaraði eg vondaufur. Hann leit á mig kuldalega sem fyr og sagði: “Þér megið ekki misskilja mig. Eg er ekki að reka yður. Eg mun láta nefndinni eftir að gera það. Séu samverkamenn mínir ánægðir með yður, þá mun eg ekki leggjast gegn yður. En alt hvað mig snertir, læt eg yður sigla yðar eigin sjó.” “Það skil eg mjög vel, yðar náð. Mér finst að þér breytið mjög drengilega við mig,” svaraði eg. Hertoginn hallaði sér aftur á bak í stólnum og sagði: “Þeir eru að koma!” XXIII. Kap.—Þar sem eg segi sögu mína. Hurðinni var hrundið upp. Chelsford lá- varður og Ray ofursti komu inn. Með þeim var yfirhershöfðinginn. Þar var einnig mjög háttstandandi maður úr leynilögreglu ríkisins. Sat hann fjær hinum. Á þessari stund varð mér það ljósara, en endra nær, hversu undarleg þau örlög voru, sem komið hefðu mér, þótt ekki væri nema um stutta stund, í samstarf við svo tigna menn um svona mikilvæg atriði. Chelsford lávarður settist gagnvart her- toganum eins og venja hans var til. Hann eyddi engum tíma í málalengingar, en sagði: “Við óskum að tala við yður fáeinar mínútur, Mr. Ducaine. Það er viðvíkjandi þessum frétt- um, sem borist hafa til annara um áætlanir nefndarinnar. Eg þarf ekki að minna yður á það að þetta er mjög alvarlegt mál. “Mér er það vel ljóst, herra minn,” svar- aði eg. “Njósnir þær, sem oss er kunnugt um að ,hafi borist til París,” hélt hann áfram, “eru af hinum fyrirhuguðu herbúðum í Winchester og af neðanjarðargöngunum í Portsmouth. Mér skilst, Mr. Ducaine að uppdrættirnir hafi verið gerðir af yður, og látnir í járnskápinn í skrif- stofunni í Rowchester kvöldið þess átjánda þessa mánaðar?” “Það er alveg rétt, herra, og snemma dag- inn eftir gerði eg hertoganum það kunnugt, að einhver hefði átt við skjölin.” Allir litu nú á hertogan, sem hneigði sig til samþykkis og sagði: “Mr. Ducaine kom til mín, og sagði mér þetta sama og hann hefir sagt yður. Eg íhugaði málið og komst að þeirri niðurstæðu, að hann hefði rangt fyrir sér. Eg var viss um það þá og eg er viss um það nú.” “Segið okkur Mr. Ducaine, hvaða ástæðu þér höfðuð fyrir því, að koma með þessa á- kæru,” sagði Chelsford lávarður. Eg tók rautt band og dagblað af borð- inu, sem eg stóð við, braut blaðið saman og batt um það bandinu og sagði: “Þegar eg gekk frá skjölunum í skápnum, þá batt eg um þau bandi og hnýtti því á þennan hátt með hnút, sem eg hefi sjálfur fundið upp, og hefi engan vitað annan nota. Morguninn eftir var þessi hnútur leystur og bandið kring um skjölin bundið með venjulegum hnút.” “Viljið þið leyfa mér að segja fáein orð?” mælti hertoginn. “Skápurinn var held eg með vélalæsingu, Mr. Ducaine, og hverjum var að- gangsorðið að henni kunnugt?” “Yður, herra minn, Ray ofursta og mér,” svaraði eg. Hertoginn hneigði sig og mælti: , “Ef eg man rétt þá var þetta orð aldrei nefnt, heldur ritað á blað, sem hver okkar um sig leit á og síðan var því brent.” “Það er alveg rétt, herra minn,” svaraði eg. “Haldið þér þá, Mr. Ducaine,” mælti her- toginn, “að það væri mögulegt fyrir nokkurn mann að opna skápinn án þess að vita orðið?” “Það hugsa eg ekki, herra minn, ekki nema að brjótast í hann.” “Og það voru engin merki til að átt hefði verið við hann?” “Nei, engin, herra minn.” “Og orðið var rétt, þetta orð sem okkur var öllum kunnugt?” “Já.” Hertoginn hallaði sér aftur á bak í stóln- um og horfði á Chelsford lávarð og sagði þur- lega: “Vegna ástæða, sem þér hafið heyrt frá Mr. Ducaine sjálfum, þá býst eg við að þér hallist á mitt mál.” Þeir sem viðstaddir voru höfðu lært það að- dáanlega vel að stjórna svipbrigðum sínum. Eg gat ekkert ráðið af því hvað hin kurteislega hneiging Chelsfords lávarðar átti að merkja. Hann mælti: “Eg er neyddur til að játa, herra minn, að engin önnur útskýring virðist mögu- leg. Heyrið mér nú, Mr. Ducaine. Mér skilst að þér vinnið störf yðar í “Brandinum”?” “Já, herra minn.” “Hinn eini þjónn sem þér hafið er Grooton, sem bæði eg og hertoginn eru albúnir að á- byrgjast. Mér skilst að þér skrifist aldrei á við neinn, og sama sem engir heimsæki yður. Segið mér nú hverjir hafa heimsótt yður í Brandinum síðan þér fluttuð þangað.” Eg svaraði honum strax: “Ray ofursti, Lady Angela Harberly, Blenavon lávarður, prinsinn frá Malors og ung stúlka að nafni Blanche Moyat, dóttir bónda eins í Braster, sem eg hefi einstöku sinnum heimsótt. Chelsford lávarður leit á blöð, sem hann hélt á. Þá leit hann fast á mig, hallaði sér afturábak í stólnum og spurði: “Hefir nokkur heimsótt yður í þeim tilgangi að njósna bein- línis eða óbeinlínis um starf yðar?” “Já,” svaraði eg hiklaust. Dálítið furðu óp slapp út úr hershöfðingj- anum. Chelsford lávarður leit aldrei af andliti mínu, en hertoginn sat þar með svip manns sem leiðist, en hefir ásett hér að þola leiðindin. “Hver?” spurgi Chelsford lávarður. “Prinsinn frá Malors,” svaraði eg. Nú varð augnabliks þögn. Chelsford lá- varður leit aftur á blöðin og svo á mig og mælti: “Hvaða ástæður hafið þér?” Eg sagði honum söguna nákvæmlega og út í hörgul. Þegar eg hafði lokið henni, stóð Ray ofursti upp úr sæti sínu og hvíslaði einhverju að Chelsford lávarði. Hertoginn tók fram í og mælti: “Mig langar til að bæta fáeinum orðum, sem athugasemd við söguna, sem þér hafið heyrt. Eg hefi þekt prinsinn af Malors síðan hann var drengur, faðir minn þekti hans föður, og eins og ykkur er kannske kunnugt þá hafa mágsemdir verið með okkar fjölskyld- um um langa hríð. Mig langar ekkert til að vekja tortryggni ykkar á sögunni, sem þessi ungi maður hefir sagt, eða honum, en prinsinn var gestur minn og get eg því ekki trúað slíkri ákæru gegn honum.” “Sagan eins og eg hefi sagt hana er al- gerlega sönn,” sagði eg við Chelsford lávarð. “Það var ómögulegt fyrir mig að villast neitt á þessu. Eg er hræddur um að mér hafi eigi gengið mjög vel að vera skrifari ykkar. Ray ofursti gaf mér til kynna, að tilgangur ykkar með því að kjósa óþektan mann væri sá, að reyna að komast fyrir að njósnir bærust út. Þær berast enn, og eg get ekki við því gert. Eg er því albúinn að gefa upp stöðu mína hven- ær sem er.” Chelsford kinkaði kolli í áttina til dyranna og sagði: “Viljið þér gera svo vel og bíða í næsta herbergi fáar mínútur, Mr. Ducaine. Við munum ræða málið okkar á milli.” Eg fór strax og dvaldi í biðstofunni, sem var autt herbergi, gólfdúkslaust með fáeinum landabréfum á veggjunum. Mínúturnar liðu hægt og seint. Mér þótti ilt til þess að hugsa, að eg yrði rekinn frá starfinu. Eg gerðist mjög gramur gegn þeirri tilhugsun, en þorði varla að vænta þess að vera látinn halda áfram. Að síðustu opnuðust dyrnar og eg heyrði að þeir kvöddust út í göngunum og Chelsford lávarður kom inn til mín einn. Hann gekk að arninum sneri bakinu að eldinum og horfði á mig hugsandi. “Jæja, Mr. Ducaine,” sagði hann, “við höf- um rætt mál yðar til þrautar og komist að þeirri niðurstöðu að óþarft væri að láta yður fara úr stöðu yðar.” Eg var alveg orðiaus. Þetta voru dásam- legar fréttir fyrir mig. “En hertoginn—” stamaði eg. “Hertoginn er mjög tryggur vinum sínum, Mr. Ducaine,” sagði hann. “En hann er líka maður mjög réttlætur. Þér og hann hafið litið á sömu atriðin sitt frá hvorri-hlið, en hann hefir aldrei látið sér það um munn fara, að yðar álit sé eigi sprottið af heiðarlegri sann- færingu. Hann álítur að þér séuð dálítið tauga- veiklaður af þessari miklu ábyrgð, sem á yður hvílir, og sé því hætt við að láta ímyndunaraflið hlaupa með yður í gönur. Hann vill ekki heyra neitt móti prinsinum frá Malors.” “En saga mín er heilagur sannleikur,” sagði eg. “Mér liggur við að trúa henni sjálfur, Mr. Ducaine. Það er sterk konungssinna hreyfing í Frakklandi, og það er vel mögulegt, að prins- inn af Malors langi til að koma sér í mjúkinn hjá franska hernum. Persónulega held eg að prinsinn horfði ekki í það að brjóta gestrisnis- skylduna við kærasta vin sinn, gæti hann gert föðurlandi sínu gagn með því. Að minsta kosti er þetta mín skoðun og samkvæmt henni ætla eg að breyta; öll hætta sem af honum kann að stafa hverfur nú, því að hann verður undir eftirliti leynilögreglumanna allan þann tíma sem hann dvelur hér í landi. Eg stundi af náægju. “Eg á þá að fara heim til Braster?” spurði eg. “Já í kvöld ef mögulegt er,” svaraði Chels- ford lávarður. “Haldið áfram að búa þar eins og hingað til, og ef þér hafið frekari ástæðu til að gruna prinsinn frá Malors eða einhvern annan, þá látið mig eða Ray vita. Hertoginn er auðvitað mjög fær maður og heiðarlegur maður, en hann er hlutdrægur vinum sínum. Sumir okkar hafa orðið að læra að þekkja lífið og mennina í harðari skóla. Eg er viss um að þér skiljið hvað eg á við, Mr. Ducaine.” “Já, fullkomlega, herra minn,” svaraði eg. “Er það ekkert frekara, sem þér vilduð spyrja um?” “Mig langaði til að koma með eina uppá- stungu viðvíkjandi því, hvernig fara skyldi með ritstörf mín þegar þeim er lokið í hvert sinnið,” sagði eg. “Látið mig heyra það, Mr. Ducaine. Mér er ánægja að hlusta á það.” “Eg-----” Það var barið á hurðina. Chelsford lá- varður hélt upp fingrinum og sagði: “Sendið mér þetta skriflega á morgun. Komið inn!” Ray kom inn. XIX. Kap.—Mrs. Smith-Lessing Við Ray urðum samferða út úr bygging- unni. Er við snerum inn í Pall Mall leit hann á úrið sitt og sagði: “Þér náið ekki í lestina, sem fer kl. sex. Eg býst við að þér vitið að nú er engin ferð fyr en tuttugu mínútur eftir níu. Viljið þér koma til klúbbsins míns og borða með mér miðdegisverð ?” Þetta var fremur skipun en heimboð. Rétt sem snöggvast lá mér við að neita, en valds- mannssvipur mannsins réði brátt meira. Hann þagði alla leiðina 'að klúbbnum, og gengdi ekki fáeinum athugasemdum, sem eg gerði, en þegar við vorum komnir inn í bygginguna, virtist hann muna eftir því, að eg var gestur hans, og framkoma hans varð góðleg, þótt hún væri það af tregðu nokkurri. Hann bað um ágætis mið- dagsverð og valdi vínið með hinni mestu ná- kvæmni. Hann hallaði sér fram yfir borðið og vakti athygli mína með fyrstu athugasemd sinni. “Ducaine,” sagði hann. “Hvaða ættingja eigið þér sem þér hafið nokkur afskifti af ?” “Enga,” svaraði eg. “Sir Michael Trogoldy var móðurbróðir yðar.” “Það hugsa eg,” svaraði eg. “Eg hefi aldrei neitt við hann átt, né hann við mig.” “Skrifuðuð þér honum ekki þegar Heath- cote fór á höfuðið og þér urðuð að hætta á há- skólanum ?” “Vissulega ekki. Mig langaði ekkert til að gerast betlari,” svaraði eg. “Hve mikið vitið þér um sögu ættar yðar og ættingja?” spurði hann. “Eg veit að faðir minn var rekinn úr hern- um fyrir afbrot og fyrirfór sér. Eg veit líka að ættingjar móður minnar komu skammarlega illa fram við hana, og hún dó í Paris næstum því í örbirgð. Þessvegna var það varla líklegt, að eg mundi leita hjálpar til þeirra.” Ray kinkaði kolli. “Þetta hugsaði eg,” sagði hann harð- neskjulega. “Eg verð að segja yður fáein atriði af föður yðar.” Eg sagði ekkert. í rauninni var eg alveg mállaus af undrun. Hann dreypti á víninu sínu og hélt áfram: “Forlögin hafa verið yður fremur óblíð. Eg er yður næstum því ókunnugur og ástæður eru til þess, að við gætum kannske aldrei orðið vinir. En samt fellur það í mitt hlutskifti að fylla út í eiðurnar í þekkingu yðar á fjölskyldu yðar og sögu hennar. Faðir yðar var næst hæstur að völdum í Gibraltar. Hann seldi upp- drátt af einu víginu þar til frönsku stjónar- innar, og var rekinn úr hernum.” Eg kiptist við eins og rekinn hefði verið í mig hnífur, en Ray hélt áfram og viknaði ekkert við. “Hann framdi ekki sjálfmorð eins og yður hefir verið sagt. Hann bjó í París og sökk aumkunarlega dýpra og dýpra í niðurlæging- una. Móðir yðar dó af sorg. Hann bjó auð- vitað með annari konu, sem hafði takmarka laust vald yfir föður yðar. Það var hún, sem kom honum til að fremja þetta níðings- verk. Þessi kona er nú í Braster.” Alt hringsnerist í höfðinu á mér. Eg gat engu svarað, en hann hélt áfram rólega: Hamingjan má vita hvað hún heitir réttu nafni. Nú sem stendur kallar hún sig Mrs. Smith-Lessing. Hún er frönsk-amerísk að ættþ. Pólitísk æfintýrakona af verstu tegund, sem lifir á tómum svikum. Hún er nógu ljót til að vera frilla fjandans sjálfs, og hún er sjálfsagt fjörutíu og fimm ára gömul, en hún þarf ekki nema að rétta upp einn fingurinn, til þess að karlmennirnir helli yfir hana gjöfum, fórni lífi sínu og heiðri, eignum og gulli, samvizku og skyldu fyrir hana. Nú sem stendur finst mér það mjög sennilegt, að þér séuð útvalinn til að verða næsta bráðin hennar. Þessi kona er annaðhvort, eða langar til að vera riðin við svikin, sem við erum að berjast við. Fyr eða síðar mun^iún nálgast yður í þessum erindum. Þér hafið fengið viðvörunina.” “Já,” svaraði eg dauflega. “Eg hefi fengið viðvörunina.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.