Heimskringla


Heimskringla - 20.09.1939, Qupperneq 1

Heimskringla - 20.09.1939, Qupperneq 1
Beer at its best— KIEWEL’S CWHÚe Seat' BEER Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR HELZTU FRÉTTIR Eitt lýðríki Evrópu enn úr sögunni Pólland, sem búið var að koma svo vörn fyrir sig í vikulokin síðustu, að ætlað var að það mundi geta varist Hitlerfram á vetur, gafst alt í einu upp s. 1. mánudag. En ástæðan fyrir því var eðlileg, þó óvænt væri. Pól- verjar, sem við her Hitlers áttu að etja að vestan, urðu nú að fara einnig að verja sig að aust- an. Stalin, sem hrúgað hafði her á vestur-landamæri Rúss- lands, sunnan frá Rúmaníu og norður að Eystrasaltslöndum, gaf s. 1. sunnudag skipun um að hefja innrás í Pólland. Varð fyr- irstaðan sem vita mátti lítil af hálfu Pólverja enda tóku Rússar hverja borgina af annari og voru á mánudagskvöld komnir alla leið til Brest-Litovsk, inni í miðju Póllandi. Komu þeir þar til móts við fóstbræður sína, Þjóðverja. Er þetta sama borg- in og Þjóðverjar og Rússar sömdu með sér frið í stríðinu mikla. Þegar svona var komið, flúði pólska stjórnin suður til Rúman- íu. Var straumur þangað af Pólverjum s. I. mánudag. Fyrst- ir komu þangað Ignace Moscicki, forseti Póllands og Joseph Beck, utanríkisráðherra og á eftir þeim hópur starfsmanna stjórn- arinnar, einir 56 talsins. Út úr því komu hermenn þangað hóp- um saman, flestir með vopn sín, stórskotabyssur og flugvélar. Var það alt tekið af þeim við landamærin af varðliði Rúmaníu til geymslu. Áður en þetta skeði, hafði mikið af ríkisskjölum og gull- forða Póllands verið sent til Rú- maníu. Pólland er því orðið löndum þessum að bráð enn einu sinni. Það hefir að vísu ekki lýst enn yfir ósigri sínum, en við því er búist á hverri stundu er þetta er skrifað (á mánudagskvöld). Og Varsjá er ennþá ótekin og verst frækilega, þó umsetin sé her Þjóðverja. En sú vörn er gagnslítil úr þessu. Hvað verður svo um Pólland? Rússar og Þjóðverjar skifta því eflaust að mestu á milli sín. Það hefir verið minst á, að skeð geti, að eitthvað af mið og suðurhluta þess verði gert að nokkurs kon- ar peðríki. En það mun þó enn óákveðið. Þjóðverjar taka norð- ur og vestur hlutann, en Rússar austur hlutann, sem er mikið land, eða ef svipað er og hlutinn, sem af Rússlandi var tekinn, um 47,000 fermílur, með 71/2 miljón íbúa, Ukraníumanna og Rússa. En blaðið Pravda í Moskva, taldi daginn áður en herinn hóf innrásina, að alls myndu um 11 miljónir Ukraníumanna og Rússa vera í Póllandi, sem heima ættu hjá þjóðbræðrum sínum í Sovét-ríkinu. Pólland var tæpar 150,000 fermílur að stærð (svipað og hinn byggilegi hluti Manitoba- fylkis) og íbúarnir rúmar 33 miljónir. Nú verður það síðan 1772 í fimta sinni brytjað sund- ur, nema því aðeins, að alt fari öðru vísi en Hitler ætlar sér að yfirstandandi stríði loknu. Hvað fyrir Rússanum vakir með því að fara nú af stað með herinn, eru miklar spár og bolla- legingar um. Molotoff utanrík- isráðhera Rússa gerði nokkra grein fyrir þessu. Hann kvað fyrir Rúsusm vaka það eitt, að bjarga þjóðbræðrum sínum í Póllandi, Hvíta-Rússum og Uk- raníu-mönnum. Þeir væru mjög illa staddir fyrir fíflskap leið- toganna pólversku, er hörmung- ar, hungur og dauða hefðu leitt yfir þjóðina. Þessi herferð væri gerð til þess að bjarga þeim. Rússastjórn hefir skrifað öllum þeim þjóðum, er hún á nokkur skifti við, eða er bundin samn* ingum og tjáð þeim, að með þessu skoðaði hún hlutleysi sitt ekki rofið. Og Eystrasalts- löndin sem á hafi verið minst, að Rússland mundi senn áseilast væru ekki fremur í hætt.u, en hver önnur hlutlaus þjóð. En hvort eftir þessu er nú að fara og spurningin um það, hvort að hlutleysissamningar Rússa og Þjóðverja gangi ekki lengra en uppi hafi verið látið, er nú mörgum ferskari í huga eftir innrásina í Pólland en áður. Og af útvarpsfrétt að dæma á mánudagskvöld, eru Bretar ekki sem ánægðastir með ástæðurnar, sem Molotoff gefur fyrir innrásinni í tilkynningu sinni. Og í brezkum blöðum er ínnrásinni líkt við að ganga með hnífinn að baki mönnum. Landinn heimsmeistari í tafli Frétt frá Buenos Aires í Suð- ur-Ameríku tilkynnir, að íslend- ingar hafi hlotið flesta vinninga í alheims-taflkepni, er þar hefir staðið yfir undainfarna daga. Hljóta þeir með því Argentínu- bikarinn og heiðurinn að vera heimsmeistarar í manntafli. — Sumar stærri þjóðirnar, svo sem Bretar og Þjóðverjar tóku ekki þátt í þessari samkepni í ár, en við marga mestu taflmenn í heimi var þarna að keppa eigi að síður. Sigur landans er eins mikill fyrir því. Dúntekja á Baffinsland Suðurströndina á Baffinsland og mikið af eyjum þar nyrðra, hefir Hudsons Bay félagið leigt til þess að reyna að auka þar eggvarp og æðardúnstekju. — Maðurinn sem umsjón á þessu starfi hefir með höndum fyrir félagið, er Jón J. Bíldfell úr Winnipeg. Eskimóum, sem um 1500 búa á þessum slóðum getur orðið það mikil búbjörg, ef vel hepnast með þessa nýju iðn- grein. Á vestur-vígstöðvunum Á vesturvígstöðvunum hefir gengið í sama þófinu og fyr s. 1. viku. Frakkar hafa sótt hægt og sígandi á, en stórar orustur hafa engar verið háðar. Það 1 virðist meira hafa verið gefið sig að því, að hreinsa upp smærri víghreiðrin, eitt hér, annað þar. Alls er talið að franski herinn sé nú búinn að leggja svo niður fyrir sér starfið, að koma megi að ótakmörkuðum her, enda hafa þeir kallað ný- lendulið sitt nú á vígvöll. Víð- ast á vesturvígstöðvunum, er sagt að Frakkar séu komnir 10 mílur inn á Þýzkaland, á milli varnarvirkjanna miklu auðvit- að. Að til stórorustu dragi senn, eða eftir að Hitler hefir komið nægilegu liði á vesturvígstöðv- arnar, er talið víst. En þangað er hann nú að flykkja því, þar sem Pólland er fallið og þess þarf þar ekki lengur með. Á WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 20. SEPT. 1939 NÚMER 51. austurvígstöðvunum er ætlað að hann hafi haft um 70 stórdeildir (divisions) eða sem næst eina miljón manna. Engin furða var þó Pólverjar stæðust ekki slikt áhlaup. Þegar sóknin á vesturvíg- stöðvunum hefst, er búist við henni skarpri. Hitler trúir á að vinna í skorpunni. Honum er ógeðfelt að hugsa til langs stríðs. Canada hervæðist í ákafa Síðan þingi var slitið, er sagt að stjórnin í Ottawa hafi verið önnum kafin við að skipuleggja herútbúnaðinn. Fréttin af að Rússar séu ef til vill komnir í stríðið með Hitler, hefir alstaðar hert á herútbún- aði. í gærkvöldi var í fréttunum allmiklu plássi varið til þess að ræða um að Ottawa-stjórnin hefði í hyggju að senda sem fyrst eina herdeild, um 20,000 manns, til Evrópu. Annað sem fyrir stjórninni vakir, er að efla skipastól Can- ada. Það er álitið, að fátt geti komið að betri notum en það að hafa skip. Að koma vopnum og vistum sem fyrst til Englands, er 0g stjórninni mikið áhuga- mál. Hitler heldur ræðu Hitler hélt ræðu í Danzig í gær, er var útvarpað. Sagði hann þar söguna af hreystiverk- um þýzka hersins í að kúga Pól- land. Hann ræddi allmikið um ástæðuna er knúð hefði hann til að taka til vopna gegn vilja sínum og var hún ýmist Bretum eða Pólverjum að kenna. Bret- um kvaðst hann upp aftur og aftur hafa bent á þrælmensk- una, sem Þjóðverjar í Póllandi ættu við að búa, en það hefði aldrei gefið henni gaum. Sem dæmi af grimd Pólverja benti hann á, að af Þjóðverjum hefðu verið höggnar hendur og fætur; augun stungin út. Eftir þessu var ýmislegt annað í ræðunni, þrungið óskammfeilni auk þess sem það auðvitað var helber lýgi. Með aðstoð Stalins kvaðst hann ætla að sjá svo fyrir að Pólland rísi ekki aftur upp. Stríð kvaðst hann aldrei hafa vantað. En þegar menn settu sig í veg fyrir það sem hann vildi, yrðu þeir að bera ábyrgðina sjálfir. Hví eru Bretar og Frakkar komnir út í stríð á móti Þjóð- verjum? spurði hann. Þjóð- verjum hefir aldrei dottið í hug stríð á móti þeim. Margt fleira sem Hitler hafði um þetta að segja, lýsti því, að hann horfir ekki með neinni tilhlökkun fram | á margra ára stríð. Hann sagð- ist að vísu geta enst 3 til 7 ár í stríði, ef Bretar og Frakkar kysu þann kost. En sér væri óskiljanlegt hversvegna þessi lönd æsktu þess. Öll var ræðan markleysu-hjal eins og þetta 0g skal ekki við það dvalið. Enginn hlutleysissamningur Japanir neituðu því afdráttar- laust í gær, að þeir hefðu gert nokkurn hlutleysissamning við Rússa. Fregnina í blöðum um þetta kváðu þeir “fjarri öllu viti”. Þeir neituðu ennfremur að Þjóðverjar hefðu átt nokk- urn þátt í samningsgerð í þessa ^tt. Stefna Japans gagnvart Rússlandi væri hin sama og hún Ihefði áður verið; Þjóðverjar gætu ekki breytt skoðunum Jap- ana hið minsta í því efni. Tilefnið til þessarar fréttar telja Japanir þá, að þeir hefðu dregið athygli Rússa að því hversu óviðunandi ástandið væri á alndamærum Mongólíu, og ef ekki væri reynt að hafa meiri hemil á rússneska hernum, gæti það ekki skoðast annað en á- rásarstríð. Varð þá úr að á- kveða vopnahlé og reyna með því, að venja menn af þessum herferðum. Um önnur mál en þetta vopnahlé var ekki rætt, segja Japanir. SAMANDREGNAR F R É T T I R Mr. King, forsætisráðherra gaf í skyn á þinginu s. 1. viku, að kosningar væru úr sögunni á þessu ári í Canada. * * * Tweedsmuir lávarður er ætlað að verða muni annað kjörtíma- bil landstjóri1 í Canada. For- sætisráðherra Canada mun fara fram á þetta við konung og ráðuneyti hans. Stjórnartíma- bili landstjórans lýkur í ágúst 1940. Ráðstöfun þessi kvað gerð vegna stríðsins. * * * Þingmönnum, bæði efri- 0$ neðri-deildar sambandsþingsins, verða greiddir $175 í kaup hverjum fyrir vikuna, sem þeir sátu á þingi til að íhuga hermál- in. Ferðakostnaður ér auðvitað einnig greiddur af stjórninni. Starf þingsins stóð yfir í sjö daga með sunnudeginum. Þó þann dag væri ekkert gert verð- ur hann samt talinn verkadagur og verður því kaupið $25 á dag. Þetta var aukaþing og kemur því þessi hreita ekki við vana- legum launum þingmanna. * * * Þing Bandaríkjanna hefir verið kallað saman 21. sept. Efst á dagskrá þingsins eru ef- laust hlutleysislögin. * * * Dandurand, stjórnarleiðtoginn í efri-málstofu Canada, tilkynti s. 1. miðvikudag, að stjórnin hefði ákveðið, að taka ekki menn í herinn, sem fyrir fleiri en tveimur börnum ættu að sjá. — Barnamenn eru kostnaðarsam- ari en ógiftir. * * * Kaup hermanna er, eftir því er blaðið Free Press hermir $1.30 á dag. Ef þeir eru giftir, fær konan þeirra $35 mánaðar- lega og $12 með hverju barni, sem ekki mega þó vera fleiri en tvö. Búi hermaðurinn heima hjá sér, eru honum greidd 85c á dag aukreitis fyrir það. * * * Því var hreyft í efrimálstofu Canada-þingsins s. 1. miðviku- dag, að sjálfboðum í herinn væri að fækka. Það yrði því nauð- synlegt, að setja af stað starf- semi, til að safna mönnum í her- inn, eða eins 0g einn þingmanna komst að orði um það: “að selja ungum mönnum þjónustu í hernum.” * * * Erich Wendels, ræðismaður Þjóðverja í Canada, hefir lagt niður starf sitt. Hann hélt til Bandaríkjanna og verður þar ef til vill fundin konsúlsstaða. * * * Tíminn sem skjóta má villi- hænsni í Manitoba, er frá 4—14 október; veiði hvers eins má ekki meiri vera en 49 fuglar all- an tímann. * * * Rt. Hon. R. B. Bennett hefir tekið að sér umsjón á sta^fi Rauðakross félagsins í Canada meðan á stríðinu stendur. Fé- lagið hefir nú þegar sent $10,- 000 til að bæta úr neyð þeirra Canadamanna, er á skipinu Athenia voru og hjálpar þurfa með. Mr. Bennett er stjórn- andi félagsins, bæði á Bretlandi og í Evrópu. Aðalstarf þess hefst ekki fyr en hermenn frá Canada verða sendir á vígvöll. * * * Þýzk blöð hafa ekkert um það að segja, að Canada sagðí Þýzkalandi stríð á hendur. — En þau henda gaman að hlutleysi Roosevelt forseta, er hóti að senda her Banda- ríkjanna til að verja Canada, ef landið sem það hefir sagt stríð á hendur taki á móti því. Þýzka- land dreymdi nú aldrei um að herja á t. d. Bermuda, Jam- aica 0. s. frv., en þó svo færi, að þessi lönd féllu á einhvern yfir- skiljanlegamhátt í hendur Þjóð- verja, mundi Þýzkaland að sjálf- sögðu undir eins afhenda Banda- ríkjunum þau aftur. * * * Ríkisráðið í Ottawa, er sagt að lengi hafi setið á rökstólum í gær og verið að íhuga, hvort Canada ætti ekki að segja Rúss- um stríð á hendur. * * * Tveir af föngunum í Stoney Mountain, voru s. 1. laugardag komnir nærri því, að hengja einn fangavörðinn. Fangarnir voru kolapiltar frá Kingston, hafa ekki verið þarna mjög lengi og ætluðu að reyna að strjúka. En það mistókst. — Fangavörðurinn, Herbert Wat- son, fanst liggjandi í blóði sínu, hafði verið barinn niður, eftir að tilraun að hengja hann fórst fyrir. Fangavörðurinn var flutt- ur á almenna sjúkrahúsið í Win- nipeg og þykir vafasamt að hann lifi. * * * Þýzkur kafbátur sökti brezku herskipi, hinu fyrsta í þessu stríði, s. 1. mánudag. Herskip- ið var til þess notað að flytja flugskip á milli. Á því voru 1260 manns; hefir þegar frézt að 681 hafi verið bjargað, en til 579 hefir ekki spurst. Hvar skipið var getur ekki. En tundurbátur í grend við það sökti kafbátn- um. Þetta er 39 skipið sem sökt hefir verið fyrir Bretum. Það hét “Courageous”. * * * “Rex”, ítalskt línuskip, neit- aði í gær að flytja 3 Þjóðverja, sem með því ætluðu að sigla. Er ætlað að ítalir hafi valið þennan kost til þess að komast hjá að skipið yrði rannsakað og ferð þess tafin. * * * Tala rússneskra hermanna á vesturlandamærum Rússlands, var sögð um helgina 2,000,000. Helmingur þeirra er nú í Pól- landi. * * * Blöð í Þýzkalandi voru hávær um það í gær, að áformi Hitlers væri nú lokið með því að Póllandi væri náð. Út af hverju, spyrja þau, heyir nú Bretland og Frakkland stríð á móti Þýzka- landi? Það er ljóst, að þau ætla að reyna til að fá stríðinu sem fyrst lokið að unt er. En Bretar og Frakkar spyrja hví Þýzka- land hafi ekki æskt friðar áður en það tók Pólland eins og nú? Um frið af þeirra hálfu sé nú ekki að ræða fyr en Hitler sé búinn að vera og Pólland sé end- urreist. * * * Er Joseph Goebbels dauður? Það þykir skrítilegt 1 Þýzka- landi, að til hans hefir ekkert heyrst og á nafn hans hefir ekki verið minst í þýzkum blöðum síðan stríðið hófst. Sé hann lif- andi, er ótrúlega hljótt um hann fyrir annan eins áróðursmann og hann var fyrir stjórnina. Það hefir eitthvað fyrir hann komið. Og hvað það er, geta þeir gizkað á, sem Ijóst var, að hann var ó- vinur Rússa Varð hann að víkja úr stjórninni og setjast á óæðri bekk, vegna fóstbræðra- lags þeirra Stalins og Hitlers? Það veit enginn, en það er nú talið það sennilegasta. * * * óskar prins hinn yngri af Prússlandi fórst í stríðinu ný- lega á Póllandi. Hann var hers- höfðingi í liði Prússa. Faðir hans er Óskar prins, sonur Vil- hjálms gamla Þýzkalandskeis-. ara. * * * Þjóðverjar hafa ákveðið að smíða ekki önnur skip en kaf- báta fyrst um sinn. Kváðu þeir ergilegir út af því hvílíkum fjölda skipa og kafbáta Bretar hafi þegar af þeim tekið. Og þessa nýju kafbáta á að senda til höfuðs brezka flotanum. * * * Bretar játa að þeir hafi tapað allmiklu af skipum nú þegar, en þess ber að gæta, að vöru- skip þeirra voru út um öll höf heimsins, er stríðið skall á. Þeim hefir að dómi Þjóðverja tekist ótrúlega skjótt að kvía kafbáta þeirra inni. * * * Bremen, eitt stærsta fólks- flutningaskip Þjóðverja, er lagði fyrir 3 eða 4 vikum af stað frá New York 0g týndist, fullyrti einn í stjórn nazista um helgina að væri í höndum Breta. Spyrjið Churchill hvar það sé, sagði hann. Skipið kostaði 22 miljón- ir dala. FJÆR OG NÆR Mr. Gísli Jónsson, prent- smiðjustjóri, lagði af stað um helgina í skemtiferð austur til Toronto. Hann verður á aðra viku að heiman. í Toronto býr dóttir hans, Mrs. Hugh Robson, og mun ferðin aðallega hafa verið til að heimsækja hana. * * * S. 1. miðvikudag lagði Baldur Hannes Kristjánsson á stað til Virginia Polytechnic Institute, Blacksburg, Virginia, U. S. A., til eins árs fullnaðarnáms í land- búnaðarhagfræði (Masters de- gree in Agricultural Economics) við þá stofnun. Baldur útskrif- aðist frá búnaðarháskóla Mani- toba-fylkis á síðasta vori með ágætis einkunn. Hann er sonur Hannesar kaupm. Kristjánsson- ar og konu hans Elínar Magnús- dóttur á Gimli. Baldur er tutt- ugu og eins árs að aldri, prýði- legum gáfum gæddur skarpur til náms og djúphugsandi sem fleiri ættmenn hans. * * * Young Icelanders News A general meeting of the Young Icelanders will be held on Sunday, October 1, 1939, at 8.30 o’clock p.m., at the home of Mr. and Mrs. H. J. Líndal, 912 Jessie Ave. Members and those wishing to join the society, are asked to attend as the ac- tivities for the coming season will be discussed. An interesting programme has been arranged.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.