Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. SEPT. 1939 HEIMSKRINCLA 5. SíÐA blómlegu Mouse River bygð ís- lendinga og enginu sem náði eins langt og augað eygði og sem var alt stráð með hey- stökkum þegar haustaði, en ein- hverju verður að offra til þess að alt landið verði ekki með tím- anum eyðimörk. Þennan dag var áfangi okkar félaga stuttur. Við skruppum til Souris, og heilsaði eg þar upp á nokkra gamla vini serfi þar er enn að finna. Ætluðum við að heilsa upp á Óla Freeman, banka- stjóra, sem nú er eini fslend- ingurinn í þeim bæ, en hann var ekki heima. Héldum við því til Bottineau og vorum þar hjá Bensons bræðrunum og öðrum vinum til næsta morguns. Þá lögðum við fyrst á stað upp að Lake Metigoshi sem er í hæðunum norður frá Bottineau, en stönsuðum þar ekki því við höfðum lítinn tíma enda er vatn- ið orðið að hrygðar mynd hjá því sem áður var. Austur það- an fórum við til Friðargarðsins (Peace Garden) sem eins og kunnugt er, er á landamærum Canada og Bandaríkjanna. Er hann smám saman að verða að blómlegum skemtigarði og verð- ur þá ánægjulegt þangað að koma. Rétt á landamerkjalín- unni meðfram þjóðveginum er varða hlaðin og á henni brons skjöldur sem þetta er á ritað: GUÐI í DÝRÐ SINNI Helga þjóðir tvær þennan reit. Og lofa því hátíðlega að b-era aldrei vopn hver á aðra svo lengi sem þessi jörð er af mönnum bygð. Tvö önnur friðar minnismerki eru á þessari jörð að finna og bæði í Vesturheimi. Annað er hliðið milli Blaine, Wash., og Vaneouver, B. C., hitt er risa- vaxið Krists líkneski í Andes fjöllunum milli Chile og Argen- tina. Áttu þær þjóðir lengi í ófriði en sömdu að lokum ævar- andi frið og til minningar um hann reistu líkneskið sem sagt er að sé hið mesta listaverk. — Væri Evrópu þjóðunum skamm- ar nær að gera eitthvað þessu líkt í staðinn fyrir að liggja í eilífum ófriði. Næst skruppum við heim að heilsuhælinu San Haven, en stóðum þar ekkert við því tími var stuttur, en yfirlæknirinn, sem eg ætlaði að heilsa upp á, því eg hafði kynst honum lítil- lega á leið til San Francisco í fyrra, fanst ekki. Hefir miklu verið bætt við þá stofnun síðan eg var þar síðast svo hún virð- ist nú nægilega stór fyrir ríkið. Jafnvel full stór því einhverjum bygginganna kvað nú vera lok- að. Er yfirlæknirinn ágætur uppskurðalæknir og beitir þeirri lækningar aðferð víst óspart, því einhver (mig minnir það vera Dr. Brandenburg, dýra- læknir ríkisins), hafði það á orði að hann kæmi sjúklingun- um fljótlega annað hvort heim aftur eða í gröfina. En hvort sem það er orsökin eða ekki sýna síðustu skýrslur að dauðsföllum úr berklasýki hefir heldur fjölg- að síðustu árin sem sýnir að lengra verður ekki komist með- an sama lækninga-amlóðaskapn- um er fylgt sem nú alment við- gengst. Betur má ef duga skal, og ættu læknar ríkisins ekki þurfa lengi að leita, því nú eru full 23 ára síðan þeim var í fyrsta sinni bent á betri aðferð, og mundi hún nú vera viðtekin fyrir löngu ef ekki væri fyrir afbrýði og aðrar verri hvatir sem í vegi hafa staðið. Frá San Haven, eða réttara sagt Dunseith, sem þar er ör- skamt frá, var nú haldið í austur og ekki numið staðar fyr en komið var til Mountain. Þar skildum við félagar með vin- áttu. Fór eg til kvöldverðar til Stefáns Indriðasonar og þaðan um kvöldið til frændf^lks míns nálægt Akra, og næsta dag heim, glaður og ánægður fyrir að hafa enn einu sini séð nokkuð af Norður Dakota, verksviði minna yngri og óþorskaðri ára, sem eg á svo margt gott upp að unna. Einnig af því að sjá mína fornu sveitunga verða sem áður, íslendingum til sóma, og sýna sama sjálfsfórnar andann fyrir þekkingu, list og fegurð sem auðkent hefir íslendinga í N. D. frá upphafi.* Sagði Ragnar H. Ragnar mér síðar að í lokaveizlu hátíðarinnar hafi ríkisstjórinn John Moses, sem er Norðmaður og mikill vinur íslendinga, sér- staklega minst karlakórsins, og lýst ánsagju sinni yfir fram- komu hans. Öll fór hátíðin ágætlega fram. Ekki einu sinni var fyrirtaks- veður á hverjum degi, heldur hefi eg bókstaflega aldrei séð aðra eins stjarnamergð og feg- urð sem bæði kvöldin þann 19. og 20. ágúst. Sjálfir himnarnir litu með velþóknun niður á fyrsta dag hátíðarinnar, þegar þakk- lætis guðsþjónustur voru haldn- ar um alt ríkið og þeirra manna sérstaklega minst er fyrstir urðu til að flytja erindi Krists meðal íbúa þess. —Endir— ÍSLENZKUSKÓLI ÞJÓÐ- RÆKNISFÉLAGSINS “Eg elska þig málið undur fríða og undrandi krýp að lindum þínum.’” Þannig talar Einar Benedikts- son, og þannig hugsa margir ís- lendingar, einnig margir þeirra »sem flutt hafa frá ströndum fs- lands og fengið sér heimili í Vesturheimi. Vegna þess að tungumál þetta er tengt hjarta- taugum vorum, langar oss til að afkomendur vorir hafi tækifæri til að eignast þetta hnoss. Vér viljum rétta vestur-íslenzkri æsku þann kyndil sem vér sjálf- ir höfum borið og oss hefir þótt svo bjartur og fagur. Ein slík viðleitni er laugar- dagsskólinn. Mörg árin hin síð- ari hefir Þjóðræknisfélagið ann- ast um hann. Allir hafa mátt koma þangað, börn og fullorðnir, íslenzkir og enskir til að njóta þess sem skólinn hefjr haft að bjóða, endurgjaldslaust. Ætl- ast hefir verið til að sérhver nemandi keypti blaðið Baldurs- brá, en áskriftargjaldið hefir aldrei verið meira en 50 cents og áreiðanlega hefir það ávalt verið þess vert að meira hefði verið fyrir það borgað; en kenslan hefir verið algerlega frí. Nú er þessi skóli enn á ný að hefja starf. Kennarar hafa verið fengnir. Hann verður enn sem fyr haldinn í Jóns Bjarnasonar skóla. Margir nemendanna hafa haft yndi af þessum skóla. Vér vonum að þeir sem nota hann í vetur hafi engu síður ánægju en áður af veru sinni þar Aðal atriðið er fyrir foreldrana að sjá * Þegar ísl. nýlendan í Da- kota var fimm ára gömul átti hún tvo pilta, Níels Steingrím Thorlákson og Friðrik J. Berg- man, við nám í Noregi. Þegar fyrsti vísirinn til háskólans í Grand Forks var opnaður 1885, voru þar tvær íslenzkar stúlkur frá Mountain, sem báðar eru enn lifandi: Lina Eyford (Mrs. B. T. Björnson) í Oregon og Hall- fríður Snowfield (Mrs. E. Thor- valdson) í Californía. Þegar ný- lendan var tólf ára átti hún 16 pilta og stúlkur sem höfðu tekið kennarapróf. Fyrstu söngflokk- ar voru stofnaðir 1886, annar á Hallson, hinn á Mountain. Fyrsta hljómsveit sem fslendingar eign- uðust á íslandi eða Vesturheimi var stofnuð á Mountain 1892. — f Dakota voru þeir Vilhjálmur Stefánsson, Guðmundur Gríms- son dómari, og fleiri íslendingar þektir um þvera og endilanga Ameríku aldir upp, og seint munu öll þau gæðakurl komin til grafar sem þar áttu uppruna sinn. um að börnin komi. Fullorðnir eru einnig velkomnir þangað ef þeir vilja. Það er enn stór hóp- ur ungra íslendinga í Winnipeg sem hefir yndi af að læra ís- lenzka tungu. Nærri alt er kómið undir for- eldrunum. Af þeim mælumst vér til, að þeir sendi börn sín í skólann, sjái um að þau komi stöðugt og komi þangað á rétt- um tíma. Með áherslu má segja það, að það gerir ekkert minsta gagn að senda börn í skólann einu sinni eða tvisvar, eða með höpp- um og glöppum. Það ætti að vera ákveðinn tilgangur allra sem hlut eiga að máli að láta börnin koma alla þá 25 laugar- daga sem búist er við að skólinn standi á þessum vetri. Hér með auglýsist þá að skól- inn hefur starf sitt annan laug- ardag, 30. sept. kl. 10 f. h. — Byrjunartíma er dálítið breytt frá því sem verið hefir. Hann hefst hvern laugardag kl. 10 f. h. í staðinn fyrir 9.30, en hann stendur hálfan annan klukku- tíma eins og áður. Munið, að allir eru velkomnir. Fyllið skólann. íslendingar í Winnipeg, sýnið alvöru í þessu máli. Mælst er til að engin börn yngri en 7 ára séu send í skól- ann. Rúnólfur Marteinsson BRÉF Herra ritstj.: K. N.’s minnisvarðanefndin, sem áður hefir verið getið í ísl. blöðunum, hefir beðið mig að bæta við nokkrum orðum til frekari skýringar. Þá er fyrst að minnast þes,s: að nefndin hefir ákveðið að fresta bygging minnisvarðans til næsta vorS sökum þess að bændur hér eru flest allir að taka lán út á hveiti sitt sjá stjórninni, og þau lán verða ekki gengin í gegn fyr en seint í næsta mánuði, að öllum líkind- um. — í millibili er lítið fyrir- liggjandi hjá bændum sem hægt sé að moða úr; en þaðan er helzt styrks að vænta. — En það er ósk nefndarinnar að sem flestir sendi inn tillög sín í haust og fyrri part vetrarins, eða jafnvel sem fyrst; svo að hægt verði að ákveða um hvað mikinn kostnað má leggja í verkið. W. G. Hill- man, Mountain, N. D., féhirðir nefndarinnar, veitir móttöku peningunum, og verður það aug- lýst jafnóðum. Geirmundur 01- geirsson, Edinburg, (Rural) tek- ur við steinunum. En gott væri að nokkur cents fylgdu hverj- um steini, svo ekki þurfi að taka af sjóðnum til að bæta við burð- argjald, eins og átt hefir sér stað. Það hefir verið gerð fyrir- spurn um hvort ekki mætti senda peninga án steina. Jú, í hamingja bænum; alt sem þið viljið. — Það er hægt að snúa peningum í stein, en nefndin treystir sér ekki að snúa stein- um í peninga, og ekki heldur í bronzlíkan af brjóstmynd skálds- ins. Samt sem áður verða stein- arnir velkomnir. Það er samt enginn vegur til þess að nefndin taki það að sér að setja fangamörk hvers eins á þá steina sem aðsendir eru. Það ætti að vera mikið auðveld- ara fyrir hvern og einn að setja sitt fangamark á einn stein eða fá það gert. Mundu ekki íslenzku blöðin vilja vera svo góð að hlynna að framkvæmd þessa máls, bæði með því að auglýsa nöfn þátt- takenda og með því að segja “nokkur vel valin orð” þessu til stuðnings ? Fyrir hönd nefndarinnar. Virðingarfylst, Thorl. Thorfinnson, Mountain, N. Dak. SUN NIFA (Ort út af hinu illræmda Sunn- ifumáli heima, um miðja 18. öld) Mér að lokum lausn var gefin: leyst úr járnum, opinn klefinn; gefið færi greip eg skjótt. Hvað á botni dýpst þú dylur, djúpi svelgur, myrki hylur, skal eg kanna nú í nótt. útskúfað mér heimur hefur; heimtar líf mitt, náinn grefur utangarðs, sem hundsins hræ. Kirkjan þykist þjóna Kristi, en þelið kærleiks löngu misti, hann er sýndi hrjáðum æ. Hver var þá hin þunga sökin, þess er fullnæg gæfi rökin að grimm svo dryndi dómsins raust ? Sú, eg ástvin örmum vafði, eðlið sinnar nægju krafði, en það var kirkju-leyfis-laust. Bæði sek í breyskleiks-syndum, barg hann sér með ósannindum; eg hlaut bera beggja sekt. Mér var fleygt í fangaklefa, falska játning neydd að gefa, varnarlaus gegn valdsins mekt. Brann og sveið í sálu minni sekt mín þar, í fanga-inni, funaði heitast fölsunin: er eg þvæld að örvitsgrunni óvitandi lét af munni orð sem bróður meiddu minn. Þakklát má eg Wíum vera, veitti hann mér kost að gera eymdar-ferils enda hér. Þarf mér ei á þingi að drekkja; þessi skal mín dánarrekkja. f henni dável um mig fer. Grafarsöng mér gjálpin þylur; geigvænlegi, myrki hylur mig í þínum faðmi fel. Leys þú mig frá lífsins kvölum; leið þú mig að friðarsölum. Falski heimur, farðu vel. B. Þorsteinssoit BALDURSBRÁ Gert er ráð fyrir að fyrsta blaðið af sjötta árgang “Bald- ursbrár” komi út um næstu mán- aðamót. — Sama fyrirkomulag verður og síðastliðið ár. Á ár- inu koma út 25 eintök alls og verða send vikulega. Verðið er 50 cent fyrir árganginn og borg- ast fyrirfram. Ritstjórinn er sá sami og undanfarin ár, barnavinurinn Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson. Er það ómetanlegt gagn fyrir vestur-íslenzkan æskulýð að fá enn að njóta leið- sagnar hans við þetta göfuga starf. Á meðan starfskrafta hans og vilja í þessu verki nýtur við, er það ekki tjl of mikils mælst að ísendingar sjái um að “Bald- ursbrá” komi á hvert íslenzkt heimili, og sýni með því viður- kenningu á þessu starfi. Það gerist ei lengur þörf að ræða um nauðsyn á útgáfu þessa blaðs. Það er alment orðið við- urkent atriði. Spursmálið er því aðallega útbreiðsla blaðsins. Mig langar í þetta sinn fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins og starfsmanna blaðsins að þakka öllum, og þeir eru margir, sem hafa að undanförnu stutt að útbreiðslumálum, og eins og að undanförnu þá tek eg mér bessa- leyfi að birta hér nöfn þeirra sem eg vona að taki á móti á- skriftum fyrir blaðið í hinum ýmsu bygðum og bæjum, og greiði göngu þess. Sigurður Indriðason, Selkirk, Man. Jóhann K. Johnson Hecla, Man. Páll Guðmundsson, Leslie, Sask. Jón Jóhannson, Wynyard, Sask. Miss K. Fjeldsted, Lundar, Man. Jón Gíslason, Bredenbury, Sask. John Arnórson, Piney, Man. Mrs. Aldís Peterson, Víðir, Man. Rev. S. Ólafson, Árborg, Man. Mrs. T. J. Gíslason, Brown, Man. Mrs. S. O. Sveinson, Keewatin, Ont. Th. Thorfinnson, Mountain, N. D. Óli Anderson, Baldur, Man. Marino Briem, Riverton, Man. Árni Björnson, Reykjavík, Man. Páll ísfeld, Winnipeg Beach, Man. Rev. Albert Kristjánsson, Seattle, Wash. Elin Bíldfell, Foam Lake, Sask. Bjarni Marteinsson, Hnausa, Man. B. Eggertson, Vogar,*Man. Kristín Skúlason, Geysir, Man. Rev. B. Bjarnason, Gimli, Man. Ari Simonarson, RRl, Box 88, Blaine, Wash. Hoseas Hoseasson, Mozart, Sask. Mrs. Thor Johnson, Winnipegosis, Man. Mrs. J. F. Stephenson, Kandahar, Sask. Mrs. Ingi Brynjólfson, 3836 Tripp Ave., Chicago Eiríksur Stefánsson, Oak Point, Man. Mrs. Emma Johnson, Langruth, Man. Siguður Vigfússon, Oakvíew, Man. Mrs. C. O. L. Chiswell, Gimli, Man. Rev. Egill Fáfnis, Glenboro, Man. Rev. Jakob Jónsson, Wynyard, Sask. S. Laxdal, Garðar, N. D. G. Hjartarson, Steep Rock, Man. Og svo geta þeir sem vilja sent gjöld sín beint til undir- ritaðs í Winnipeg, eða til ís- lenzku vikublaðanna, sem eg veit eru bæði viljug að styrkja þetta starf. Að sjálfsögðu gera deildir Þjóðræknisfélagsins sitt ítrasta til að útbreiða blaðið. Einnig væri það göfugt starf fyrir ís- lenzk kvenfélög að leggja hönd á plóginn í þessu starfi meðal æskulýðsins. Þrír fyrstu ár- gangar blaðsins innheftir 1 eina bók fást keyptir og sendast póst- frítt hvert sem er á $1.50. Allar peningasendingar sendist til ráðmanns blaðsins: B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg | Wr sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Btrg-Str: Henry Ave. Eut Sími 95 551—95 562 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bókaala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. Styttri leið til Takmarksins MENN hafa ávalt leitað styðstu leiðarinnar að einhverju marki, sem fyrir þeim hefir vakað að ná. Járnbrautir, bílar og flugskip, hafa stytt leiðimar. Símar, talþræðir, útvarp og sjónvarp, eru svo stór stökkþróun, í þessa átt, að undrum sætir. X Vestur-Canada eru litlir skólar, langt frá menningar- miðstöðvum og mentastofnanir í stórbæjum. — Til beggja, bjóðum vér “póstpöntunarleið- ina”, sem hina skjótustu til að ná í áhöld og hvað eina sem vanhagað er um. Með pósti, í bílum, með jámbrautum eða flugskipum, er svo auðvelt og skjótt fyrir skólanefndir og kennara og nemendur, að ná í þarfimar. öllum pöntunum er undir eins sint og afgreiddar og tryggingin fyrir að vörumar séu eins góðar og æskt er, er sú, “að peningunum er skilað aftur, séu þær það ekki”. Þess- vegna skoða allir sem menta- málum stjóma, hvergi betra eða vissara að kaupa, en eftir Eaton’s vöruskrá. Hún er bezti leiðarvísirinn. ST. EATON OL™ WINNIPEG CANADA KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU When the unexpected hap- pens and a machine breaks down the TELEPHONE will bring the repairs at once. For a few cents a day you can be ready to meet any emer- gency and save valuable time during the rush season. Safeguard Your Time by Having a Telephone I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.