Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 20. SEPT. 1939 'III Brögð í tafli “Eg hefi lokið máli mínu. Haldið nú áfram að borða. Síðar meir skal eg svara hverju sem þér spyrjið mig að,” sagði Ray. Eg spurði hann aðeins tveggja spurninga, þegar bíllinn hafði verið fenginn og eg var að fara. “Er — er faðir minn á lífi nú?” spurði eg. “Eg hefi ástæðu til að ætla að hann sé dáinn,” svaraði Ray. “Hvernig víkur því við að þér þekkið þessa hluti svona vel. Voruð þér í hernum með föður mínum?” spurði eg. Eg var honum kunnugur. Einu sinni vor- um við í sömu herdeild. Vinátta mín var við móður yðar.” Þetta var skýrt svar en hann brá sér hvergi. “óbeinlínis virðist eg eiga yður mikið að þakka. Því segið þér að við getum aldrei orðið vinir?” “Þér eruð sonur föður yðar,” svaraði hann stuttur í spuna. “Eg er líka sonur móður minnar,” sagði eg. “Það er líka ástæðan fyrir því, að eg hefi gert alt sem eg gat til að koma yður áfram,” svaraði hann og lét mig fara. Eg fékk viðvörun Rays ofursta viðvíkj- andi Mrs. Smith-Lessing, eitthvað milli kl. sjö og átta, og tæpum klukkutíma síðar, sat eg á- samt henni í einum fyrsta flokks lestarvagn- inum og áttum við fyrir höndum fjögra stunda ferðalag. Hún hafði komið á járnbrautarstöð- ina fáum mínútum áður en lestin lagði af stað, því að engan sá eg á stöðvarpallinum þegar eg kom þar. En þegar eg hafði komið mér fyrir í sætinu, þá opnuðust dyrnar að klefa mínum, og sá eg tvo kvenmenn líta inn, og þekti strax að önnur þeirra var Mrs. Smith-Lessing, sem þrátt fyrir hitann í veðrinu, var klædd í dýr- indis loðkápu, og í för með henni var lestar- stjórinn sjálfur; á bak við hana stóð kona klædd óbrotnum búningi, og var auðsæilega vinnukona hennar, og skipaði frúin henni að setjast að í næsta vagni. Lestarstjórinn vísaði Mrs. Smith-Lessing inn í klefa minn, tók ofan í kveðjuskyni og fór, en lestin lagði af stað. Eg var aleinn með æfintýrakonunni, og var eg í engum efa um, að hún hefði sest þarna að með ásettu ráði. Eg lét skjala- töskuna mína á hillu fyrir ofan höfuðið á mér, opnaði dagblaðið, sem eg ætlaði mér samt ekki að lesa. Hún hagræddi Ijósinu og tók upp skáldsögu, og virtist varla líta í áttina til mín, en virtist niðursokkin í söguna. Þannig leið hálfur ldukkutími. Að þeim tíma liðnum varð eg þess var, að hún hafði hætt lestrinum, og starði á mig með hálflokuðum augum. Eg lagði dagblaðið frá mér, augu okkar mættust og hún brosti. “Fyrirgefið mér,” mælti hún, “en mig minnir að eg sæi yður niðri á ströndinni í Braster ásamt Lady Angelu Harberley.” “Það hygg eg að rétt muni vera,” svaraði eg. “Eg held að þér hafið verið í för með bróður hennar.” “Það er mjög heppilegt fyrir mig að vera samferða nágranna mínum,” sagði hún. “Eg kveið fremur fyrir þessu ferðalagi. Eg náði ekki í lestina, sem fer klukkan sex, og hefi beðið á stöðinni allan þennan tíma.” Eg skildi strax í hverju yfirburðir konu þessarar voru fólgnir. Rómur hennar var ynd- islegur, þýður og hljómfagur. Orðin liðu af vörum hennar hægt, næstum því eins og hikandi og voru borin fram með nákvæmni og útlendum hreim eins og þegar vel mentaðnr útlendingur talar. Hún rendi augunum yfir mig og far- angur minn, en á þann hátt, að það bar engan vott um forvitni né það, að hún væri að njósna um mig. “Þetta er nú varla skemtilegt ferðalag um þennan tíma nætur,” svaraði eg. “Nei, það er víst og satt,” svaraði hún. “Eg veit varla hvort þér vitið nafn mitt,” bætti hún við. “Eg heiti Mrs. Smith-Lessing frá Braster Grange, og hvað heitið þér?” “Eg heiti Guy Ducaine og á heim í litlu húsi, sem kallað er Brandurinn,” svaraði eg. “Litla fallega húsið, sem maður sér neðan af söndunum. Eg hélt að yfirvörður hertog- ans ætti þar heima.” “Já, fyr meir var það bústaður hans, en það var áður en hertoginn var svo vænn, að leigja mér húsið,” svaraði eg. “Það er skínandi bústaður,” tautaði hún. Að svo mæltu greip hún upp bókina, og eftir að hafa flett blöðunum í henni um hríð tók hún að lesa. Eg fylgdi dæmi hennar, en þegar eg leit í áttina til hennar stuttu síðar, sá eg að hún hafði hætt lestrinum og starði á mig. “Bókin mín er svo leiðinleg,” sagði hún eins og til að afsaka sig, og bætti svo við: “En Mr. Ducaine eg veit efni í miklu þýðingarmeiri sögu hérna rétt hjá okkur.” “Það virðist vera talsvert leyndardóms- fult,” svaraði eg og lagði frá mér dagblaðið, en hún svaraði mér á þessa leið: “Mér finst að það sé mjög heimskulegt af mér, ^ð minnast á þetta við yður. Ef þér vitið hver eg er, þá eruð þér sjálfsagt mót- snúinn mér á öllum sviðum’ Þér munuð vega og mæla hvert orð mitt og segja við sjálfan yður: ‘Lýgi, lýgi, lýgi!’ Þér munuð ekki trúa mér, né neinu orði, sem eg segi. En ef þér þekkið mig ekki, þá er saga mín of raunaleg til þess að eg segi yður hana.” “Þá skulum við bæði hliðra okkur hjá því,” svaraði eg og seildist eftir dagblaðinu. “Lestin stansar í Ipswich innan klukkutíma og þá get eg skift um vagn.” “Ó, mér er það ómögulegt að sitja hér al- ein hjá yður, án þess að segja það, sem mér býr í brjósti. Eg veit að eg hefi þegar fengið minn dóm í huga yðar, en það gerir ekkert til. Eg er kona föður yðar, Guy, þessvegna ættuð þér að minsta kosti að sýna mér dálitla at- hygli,” sagði hún. “Eg hefi aldrei þekt föður minn,” svaraði eg, “nema að því leyti, sem hann varð orsök í hinu aumlega uppeldi minu og umkomuleysi í æskunni.” “Þér þektuð hann aldrei, og þessvegna eruð þér gjarn á að trúa hinu versta um hann. Hann var veikur fyrir, og hans var freistað mjög, og hann féll fyrir freistingunni. En hann var ekki vondur maður. Það var hann aldrei.” “Haldið þér, Mrs. Smith-Lessing að þessar umræður séu til nokkurs gagns fyrir okkur?” spurði eg og reyndi að tala ákveðið, þótt mér væri alt annað en rótt innan brjósts. “Og því þá ekki?” spurði hún næstum æðislega. “Þér hafið heyrt sögu hans sagða af óvinum hans, og þér hafið dæmt hann eftir vi^iisburði manna, sem aldrei voru vinir hans. Hann syndgaði og sá sig um hönd. Betri og verri menn en hann hafa gert það. Haldið þér að ef hann hefði verið gerspiltur, að eg elskaði hann ennþá eftir öll þessi ár?” Eg sagði ekkert. Konan hallaði sér áfram í áttina til mín. Hún virtist hafa gleymt öllum tilraunum til að sýnast aðlaðandi. Rómur henn- ar var harðari nú og óviðfeldnari, hið vel- greidda hár hennar var úr lagi, og bláu æðarnar fyrir neðan augu hennar voru ennþá skýrari. Andlit hennar virtist skyndilega flett grímunni, og var nú gamalt og þreytulegt. Hin blossandi leiftur í hinum einkennilega litu augum henn- ar, báru vott um að henni var alvara. Hún var ekki að leika nú en hvað undir þessu bjó var mér samt hulið. “Þér virðist vera hræddur að tala við mig. Hvers vegna? Eg hefi aldrei gert yður neitt ilt!” “Ef til vill ekki. En til hvers er að rifja upp þessi gömlu vandræði. Það vekur aðeins sársauka, en gerir ekkert gagn.” “Eg skal þá ekki segja meira,” svaraði hún og gerðist nú virðuleg. “Eg sá að eg hefi verið dæmd í huga yðar. Og þegar á alt er litið, gerir það ekkert til í raun og veru. En engum fellur það vel að láta aðra hugsa ilt um sig, eða ver en þeir eiga skilið — og konur — jæja, þær eru allar svo lítið heimskar á þeim sviðum. En samt verðið þér að svara einni spumingu mnni. Eg hefi rétt til þess. Hvar er hann?” “Hvar er hver?” spurði eg. Aftur sást blossinn í augum hennar er hún leit á mig. Varir hennar opnuðust, og eg sá hinar hvítu tennur hennar glitra á bak við þær. “Ó, þér getið ekki leikið að mér eins og barni!” hrópaði hún. “Segið mér þetta, eða ljúgið í mig, eða neitið að segja mér frá þessu. Hvaða leið ætlið þér að taka?” 1 Eg horfði á hana forvitnislega og mælti: “Það veit trúa mín, að eg hefi ekki hugmynd um hvern þér eruð að tala um.” Hún starði á mig um hríð, varir hennar opnuðust og andardrátturinn kom ótt og títt gegn um lokaðar terpiurnar. “Eg á við hann föður yðar,” svaraði hún. “Um hvem annan skildi eg vera að tala?” XX. Kap.—Tveir á móti einum. Eg leit á konuna, sem sat andspænis mér og beið eftir svari mínu með auðsæilegri eftir- væntingu. “Hvað mundi eg vita um hann?” sagði eg hægt. “Mér hefir verið sagt að hann sé dá- inn. Eg veit ekkert annað um hann.” Hún hrökk við eins og orð mín væru hnífs- stungur. “Það er lýgi!” hrópaði hún. “Hver sem sagði yður það fór með lýgi!” “Er yður alvara að halda því fram, að hann sé ekki dáinn?” spurði eg forviða. “Ætlið þér að reyna að telja mér trú um, að þér hafið ekki séð hann einhverntíma þessa isíðast liðnu mánuði?” svaraði hún ofsalega. “Hann yfirgaf mig til þess að finna yður. Það var á nýársdaginn á þessu ári.” “Eg hefi aldrei á æfi minni séð hann, svo að eg veit til,” svaraði eg. Hún hallaði sér aftur á bak í sætinu og tautaði eitthvað með sjálfri sér, en ekki heyrði eg hvað það var. Hversu leikin sem hún ann- ars var í allskonar prettum, þá var eg sann- færður um, að áhyggjur hennar yfir þessari yfirlýsingu minni, voru engin uppgerð. Hún hvorki leit á mig eða mælti við mig um hríð, en sjálfur sat eg gagntekinn af skelfingu vegna þess, sem mér hafði dottið í hug. Eg sat þarna undir ferðaábreiðunni, ískaldur og dofinn og starði á vota rúðuna og myrkrið úti fyrir eins og dáleiddur væri, en í huga mínum vaknaði hræðileg sýn. Mér fanst eg geta séð þessa sýn við og við — náfölt, íllúðlegt andlit, þrýst upp að votri rúðunni, og virtist mér andlitið glotta. í hvert skifti sem eimpípan blés og það var oft, því að við fórum gegn um fjölda neðan- jarðar ganga, þá spratt kaldur svitinn fram á enni mér, og eg hrökk við eins og glæpamaður. Þetta var vissulega neyðaróp! Eg hrökk við í sætinu og sá um leið að samferðakona mín, hafði nú náð sér aftur, og horfði rannsóknar augum á mig. “Eg er hrædd um,” sagði hún, “að þér séuð eigi mjög taugasterkur. Umræðurnar um þessi efni hafa gert yður óstyrkan.” “Eg hefi aldrei verið einn dag veikur á æfi ! minni og líður mjög vel,” svaraði eg. “Það þykir mér vænt um að heyra,” svar- aði hún blíðlega. “en eg verð að ljúka við það, sem eg var að segja yður frá. Faðir yðar var alt af að hugsa og tala um yður. Hann vissi alt um skólagöngur yðar, um próf yðar, íþróttir og kappróðra. Núna upp á síðkastið gerðist hann eirðarlaus. Hann misti sjónar af yður eftir að þér fóruð frá Oxford og gerði það hann áhyggjufullan. Eins og þér vitið voru ástæður fyrir því, að réttara var fyrir hann að fara ekki til Englands, en þrátt fyrir það, ákvað hann að hætta á það. Til þess að hitta yður að máli lagði hann sig í slíka hættu og yfirgaf mig á nýársdaginn, og hefi eg ekkert af honum heyrt síðan. Þessvegna hefi eg komið til Englands.” “En eg vit ekki sjá föður minn og komi hann á minn fund mun eg segja honum það,” svaraði eg. “Hann langar til að segja yður sögu sína sjálfur.” Hún varpaði öndinni mæðulega og bætti við: “Þér eruð mjög ungur, þér vitið ekki hvað freistingarnar eru. Þér vitið ekki hve illa var með hann farið, þér hafið ef til vill heyrt sögu hans sagða af óvinum hans. Hann er að verða gamall maður, Guy. Eg hugsa að ef þér sæuð hann nú, munduð þér kenna í brjósti um hann.” “Meðamukvun mín yrði aldrei nógu mikil til þess að bjóða honum inn til mín — ef svo færi að hann heimsækti mig. Hann hefir látið mig einan öll þessi ár. Eini greiðinn, sem eg bæði hann um að gera mér væri sá, að halda því áfram,” svaraði eg. “Þér viljið fremur trúa sögusögn ókunn- ugra,” svarað hún. “Enginn maður í víðri veröld gæti verið mér ókunnugri en einmitt hann,” sagði eg. Hún stundi við og mælti: “Og þér viljið jafnvel ekki leyfa mér að vera vinur yðar. Þér eruð ungur kannske metorðagjarn. Eg gæti kannske hjálpað yður á margan hátt.” “Kannske á sama hátt og þér hjálpuðuð föður mínum,” svaraði eg gremjulega. “Þakka yður fyrir samt. Eg þarfnast engra vina —- ekki þvílíkra vina.” “Er þetta fallega sagt?” hrópaði hún. “Faðir yðar var í hárri trúnáðarstöðu. Því er öðruvísi farið með yður. Þér hafið enga stöðu, en þurfið að hafa einhverja. England hefir svo lítið að bjóða sínum ungu sonum, en til eru önnur lönd—” Hér tók eg hranalega fram í fyrir henni og mælti: “Þakka yður fyrir, en eg hefi atvinnu og metnaður minn beinist að- eins í þá átt, að hafa heiðarlega stöðu.” “Svo þér hafið atvinnu?” spurði hún og lézt vera forviða.- “Já, eg er einn af riturum hertogans,” svaraði eg. “Er hertoginn þá stjórnmálamaður fyrst hann þarf svona marga ritara?” spurði hún. “Nei, alls ekki, en hans hágöfgi er formað- ur dýraverndunar félags eða fyrir barnaheim- ilisnefnd, eða hvað þér viljið nú kalla það, og við höfum miklar bréfaskriftir,” svaraði eg þurlega. Hún greip upp bókina og mælti: “Eg er hálf hrædd um, að eg skilji yður rétt. Þér hafið mjög mikið af nærgætnisleysi æskunnar, og mér væri víst óhætt að bæta við, og trúgirni hennar líka. Eg er að furða mig á því, hver það er, sem þér trúið svona dóm- greindarlaust. Ef eg á einhverja óvini þá hefi eg eigi unnið til þess að eiga þá. En þegar á alt er litið þá gerir þetta hvorki til né frá.” Við töluðum ekkert saman fyr en við kom- um að járnbrautarstöðinni. Þá tók hún að taka saman pjönkur sínar. “Hvernig ætlið þér að komast heim?” spurði hún. “Klukkan er orðin tvö og það er rigning.” “Eg ætla að ganga,” svaraði eg. “Það nær ekki nokkurri átt,” svaraði hún. “Eg hefi hér lokaðan bíl, og krefst þess að fá að keyra yður heim. Þetta er ekki nema sjálf- sögð greiðvikni. Þar að auki hafið þér þennan stóra kassa meðferðis.” Eg hnejiti að mér yfirhöfnina og svaraði henni: “Mrs. Smith-Lessing. Yður langar kannske til þess að neyða mig til þess að vera ókurteis við yður. Þér hafið borið mér það á brýn að eg væri hluttekningarlaus, það er yðar sök, þér gáfuð mér ekkert tækifæri til að sleppa hjá því að vera það. Nú neyðið þér mig meira að segja til þess, að segja yður, að eg vil ekkert af yður þiggja, og hvorki vil, né get þegið gestrisni yðar.” Hún hnepti að sér kápuna með skjálfandi höndum og sneri andlitinu þannig, að eg gat ekki séð framan í hana. “Gott og vel,” mælti hún í mjúkum rómi. “Eg mun ekki troða yður framar um tær.” Er við komum á stöðina, náði eg í hinn sifjaða burðarsvein til að annast um farangur hennar og fór leiðar minnar. Ábreiðuna mína skildi eg eftir hjá stöðvarstjóranum, og lagði svo af stað með skjalakassann í hendinni. Gekk eg eftir hinum beina vegi, sem lá til Braster. Eg var þreyttur, en hrestist við þá breyt- ingu að komast úr loftlausum járnbrautarklef- anum og frá því föruneyti, sem eg hafði haft þar, út í hreint næturloftið. Vegurinn lá beint ( I niður að sjónum, sem boðaði mér tilveru sína með fjarlægum brimgný, en golan, sem blés um vanga mína var þvöl af raka og sjávarseltu. Klukkan var farin að ganga þrjú eftir mið- nætti, og mundi hafa verið kolsvarta myrkur hefði tunglið eigi verið, sem við og við gægðist fram úr skýjarofi og brá daufri glæðu á landið. Eg gekk þannig án þess að standsa, eina mílu eða meira, en þá hægði eg gönguna og stað- næmdist svo alveg. Hér um bil fimtán skref fram undan mér, var Braster Grange. Stóð það spölkorn frá veginum. Garðurinn kringum húsið var girtur grönnum og vesaldarlegum trjám, sem greru nægilega þétt til að vera blæja, er skýldi húsinu fyrir augum þeirra, er um veginn fóru. Heim að húsinu voru trjágöng frá veginum og máttx faraeftir þeim inn á heiðanar á bak við, og stytti það leiðina heim til mín. Ef eg fór þá leið, sparaði eg mér hálfrar mílu göngu. Hefði öðru vísi staðið á, mundi eg ekki hafa hikað mér augnablik að fara þessa leið. Eg þekti hana gerla, og þótt gatan væri óslétt, voru engar tor- færur á henni sem teljandi voru. En þegar eg kom að vegamótunum, staðnæmdist eg samt. Er eg stóð þarna fann eg að eg hafði hjartslátt og yfir mig kom einkennilegur óstyrkur og andþrengsli. Eg stóð og hlustaði. Þetta var einmanalegur staður og stundin var það líka. Eg var viss um, að framundan mér var leynd hætta. En svo var fyrir að þakka, að þetta kjarkleysi varaði eigi nema fáein augnablik. Eg kveikti á eldspýtu og kveikti í vindli, einum af þeim, sem Ray hafði troðið upp á mig. Því næst læddist eg út að vegbrúninni, og þreifaði eftir trjónum í girðingunni. Eg hruflaði hend- urnar á mér illilega, en þrátt fyrir það, tókst mér eftir stutta leit að finna mér all haldgott prik, sem eg skar af einu trénu. Með það í hægri hendinni og skjalakassann undir vinstra handleggnum, hélt eg svo leiðar minnar. Eg fór mjög gætilega, og er eg fór fram- hjá dyrum hússins eftir trjágöngunum, fór eg alt af eftir miðri götunni. Eftir að hafa farið framhjá hliðinu, átti eg ekki eftir nema eitt- hvað tuttugu skref til að komast út á opna heiðina. Þar sem eg var staddur, var kolníða myrkur. Á aðra hönd þessarar þröngu traðar var limgirðing eitthvað tíu eða tólf fet á hæð, en á hina voru hlöður og fjós. Eg tók þétt um stafinn minn og læddist áfram. Mér þótti sem eg væri úr allri hættu, gæti eg komist út úr öndvegi þessu. Von bráðar heyrði eg það, sem eg hafði altaf verið að hlusta eftir. Eg heyrði dauft skrjáf í runnunum, sem uxu upp með veggnuxn á vinstri hönd mér. Eg þaut áfram, en hrasaði um einhvern ósýnilegan farartálma, sem strengd(ur var þvert yfir traðirnar, og varð eg að neyta allrar orku að falla ekki flatur, en tókst þó að ná jafnvæginu. f sömu andrá stukku tveir menn út úr runnunum, þar sem þeir höfðu falist. Eg fann að vot dula snerti vanga minn, og handleggur vafðist um háls mér, en hinn andstyggilegi þefur af klóróform barst að vitum mínum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.