Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 1
Phone 96 361 OV^* <« Country Club ^ BEER "famous for flavor" inobt. PELISSIERS Country Club Beer Phone 96 361 Llll. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. SEPT. 1939 NÚMER 52. HELZTU FRETTIR Á vesturvígstöðvunum Það sem um stríðið á vestur- vígstöðvunum verður markverð- ast sagt þessa viku, er að Frakk- ar hafa náð hæðum og betri að- stöðu þar af leiðandi á öllu 100 mílna orustusvæðinu, frá Mo- selle til Rínarárbakka suður hjá Svisslandi. En þetta gerist nú ekki sjálf- krafa. Á einum stað í grend við Zweibruecken, sem er um það miðja vega á 100 mílna orustu svæðinu, sló í mikinn bardaga um helgina. Þjóðverjar gerðu þar árás, þóttu Frakkar þrýsta nokkuð mikið á þar, en Þjóð- verjar eiga þar vopn í seli. En þó "bæði lofther og landherinn sæktu fram, stóðu Frakkar þétt- ir fyrir. Mannfall varð mikið af Þjóðverjum og einnig nokkuð af Frökkum. Og flugskip fórust af báðum. En Þjóðverjar urðu undan að láta og stökkva frá hundruðum í val föllnum inn í virki sín. Frakkarnir virðast þunghent- ari enn sem komið er, þar sem herirnir hafa leitt hesta saman. Við Aachen, stað sein er fyrir norðan hervirki Frakka og við austurlandamæri Belgíu, hatfa Þjóðverjar verið að draga sam- an her. Það var þar, sem þeir réðust inn í Belgíu 1914. Þetta vekur spurninguna, hvort Hitler hugsi sér að troða hana aftur undir fótum. Brezk flugskip flugu allvítt yfir norður- og vestur-héruð Þýzkalands s. 1. mánudag með bréfmiða er á var skráð, að það væri eins auðvelt fyrir brezk flugskip að kasta af sér sprengj- um, sem þessum miðum, ef þjóð- in kysi að halda áfram stríði, sem hún hlyti að tapa. Hitler hefir gefið út tilkynn- ingu eða hótun um að 2000 sprengjuflugskip skuli sækja brezkar hafnir bráðum heim. Hótun þessi er sögð til þess ætl- uð, að hræða Breta og Frakka til að semja nú frið að sléttu. Hitler lítur {orðið alvarlegum j augum á stríðið. Hann þykist ennfremur hafa áhöld í stríði, sem enginn viti af og hann grípi til, ef Bretar og Frakkar haldi áfram stríði á Þýzkaland. Bret- um og Frökkum bregður hvergi við þetta og segjast berjast þar til Hitler sé úr sögunni. Á austurvígstöðvunum Þó Pólland megi heita sigrað, er Varsjá enn ófallin og verst. Hver flugárásin er hafin eftir aðra, en borgin gefst samt ekki upp. Hús brenna til og frá um borgina, sprengjur sundra spít- ölum fullum af sjúklingum, lík- fylgdum á leið til grafar, en í- búarnir gefast ekki upp og Þjóð- verjar fá ekki tekið borgina. Þetta er óskiljanleg vörn og hve Iengi hún varir, er öllum ráð- gáta. Hrópum Nazista til íbú- anna um að gefast upp, er eng- inn gaumur gefinn. Rússar hafa nú hlotið fullan helming af flatarmáli Póllands. Um það er samkomlag fengið. Eru þeir nú farnir að skifta landinu milli fátækra bænda, en hengja auðmennina sem eiga það. Herferð Hitlers austur, er nú stöðvuð. Og það sem honum mun þykja lakara, suður einnig. Rússland, Balkanríkin og ftalía virðast alt í einu vera orðin eitt um verndun sjálfstæðis og hlut- leysis Balkanríkjanna, að minsta HAUST kosti fyrir Hitler. Að þau veröi kommúnistaríki síðar, er ekki neit fengist um, þó ómögulegt sé ekkert um að Rússinn eigi 'þar eftir að verða áhrifameiri. Rússar eru sagðir óánægðir við Eistland út af því, að þar faldi sig pólskur neðansjávar- bátur, er Rússland væntir ó- skunda af á Austursjónum. En hlutleysi Eistlands segja Rúss- ar út af þessu í engri hættu. Ribbentrop kvað vera á leið til Moskva á fund Stalins, að ræða við hann um þessi mál öll. Aðrir segja erindið, að freista að gera samning við hann um þátttöku í stríðinu á móti Frökkum og Bretum. úr því er þó ekki ætlað að mikið verði, en þetta vekur samt beig Suður- og Vestur-Evrópu þjóðanna. Forsætisráðherra Rúmaníu myrtur af Nazistum Armand Calinescu, forsætis- ráðherra Rúmaníu, var myrtur s. 1. fimtudag af nazistum (Pro- Nazi Iron Guard) í Búkarest, höfuðborg landsins. Hann var skotinn í bíl sínum á leiðinni af stjórnarskrifstof- unni heim til sín. Það gerðist með þeim hætti, að stjórnarformaðurinn var um- kringdur bílum á aðalgötu borg- arinnar og nam staðar. Gengu þrír menn þá að bíl hans og skutu 5 skotum, (aðrir segja 11) á Calinescu, er dó samstund- is. Stjórnin varð þessa skjótt á- skynja, kallaði herlið á vettvang og tók 8 menn fasta er við morð- ið voru riðnir. Hafa þeir allir verið dæmdir til dauða og voru skotnir á sama staðnum og stjórnarformaður, að almenn- ingi ásjáandi. Þeir voru úr nazi-flokki landsins (Nazi Iron Guard) þeim er stjórnarformað- urinn bældi niður fyrir rúmu ári. Höfðu þeir ekki látið mikið á sér bera síðan fyr en nú, að þeir fréttu að lið Hitlers væri komið suður að landamærum Rúmaníu, eftir að hafa sigrað Pólland. Það er grunur, að Hitler eða þýkir nazistar hafi verið við þetta riðnir eða ekki latt þess- a!ra óeirða. Þeir vilja nú hremma Rúmaníu sem fyrst. En afleiðingarnar af þessu morði, voru meiri en þetta. í stjórnar-fangaverum út um Rú- maníu, var sægur manna, úr Nazi járnverðinum. Voru þeir skotnir niður svo hundruðum skiftir. Alls segja sumar frétt- ir, að alt að tvö þúsund manns hafi verið líflátið. Það eitt er víst, að fyrir stjórninni vakir að uppræta nazista samtökin í Rú- maníu. Sá sem við stjórnarformensku tekur í Rúmaníu, heitir George Argesanu, fyrrum hermálaráð- herra. Cárol konungur virðist á- kveðnari en nokku sinni fyr, að verja land sitt fyrir Hitler. Það hefir verið talið víst, að þess yrði ekki lengi að bíða, að á það reyndi. En eitt er víst og það er að Stalin kærir sig ekki um að Hitler komist að Svarta haf- inu. Það er ennfremur á orði, að Búlgaría og Yugoslavía, sem bygð eru Slövum, beri ávalt hlýj- an hug til Rússa og Rússinn sé viðkvæmur fyrir því, ef gengið verði á rétt þessara ríkja. Getur nú verið, að Hitler hugsi sig tvisvar um vegna þessa, áður en hann beitir þessar þjóðir of- beldi. Nú laufin af liminu falla Létt eins og blærinn, sem nóttin hljóð. Þau léku um lautir og hjalla Á lífsmorgni ungum, svo kát og góð. Eg sá þau á sumarsins örmum Á sólgeislans vængjum þau stigu dans. Og lífsþráin lék þeim á hvörmum Léttfleyg og hvik eins og hugur manns. Og lífið í dag er svo dapurt Með dáin öll'stráin og blómaskraut. Frostið þau nísti svo napurt Og nóttin þau lagði í jarðarskaut. En augu mín lokuð sjá landið í litskrúði sumarsins enn sem fyr. í moldinni upprisuandinn Er eilífðin sjálf bak við læstar dyr. S. E. Björnsson ótti og kvíði ríkjandi í Þýzkalandi bolshevisma. í þessu héraði er nokkur olía, sem Hitler tapar auk þess að vera sviftur tæki- f Þýzkalandi ríkir ótti og, færinu f Rúmaníu. kvíði meðal alþýðu. Sigur Hitl ers í Póllandi, hefir orðið dýr. Tala fallinna þýzkra hermanna er 15,000 og særðra 45,000. Milli 400 og 600 flugskip hafa verið skotin niður. Þetta hefir alt haft lamandi áhrif á þjóðina. Ennfremur hafa ekki matar- skortur, háir skattar, langur vinnutími, lág vinnulaun og allskonar stríðskvaðir og bönn og ófrelsi, verið þjóðinni neitt fagnaðarefni. Ósönnum fréttum og blekk- ingum hefir verið dreift út með svo frábærri lægni, að miljónir manna í Þýzkalandi ætla að stríðinu sé lokið. Þegar þjóðin verður bráðum þess fróðari að stríð er hafið á Vestur-víking Rússa hefir það ekki einungis í för með sér, að þeir bæta þarna nýju landi við sig, er að stærð verður um 95,000 fermílur, með 15 miljón íbúum, heldur er vegur Hitlers með þessu fyrir fult og alt lok- aður austur á bóginn. Draumur Hitlers um að sölsa undir sig hveitiakra Ukraníu og olíulindir Rúmaníu, eru því að engu orðnir. Alt sem hann fær eru kolin í Slesíu og hið-nýja iðnaðarhérað í Póllandi í grend við Sandomierz. Og ofan á alt þetta kemst Rússland nú í nábýli við Ung- vei-jaland, Slóvakíu og sjálft Þýzkaland, sem að sjálfsögðu vesturvígstöðvunum, sem síð.' hefir mikil áhrif á pólitík þess- ara landa, sem Hitler hefir a- asta stríð verður skoðað sem barnaleikur hjá, þá er hætt við, að óhugur grípi hana. Það er eftirtektavert, hve lít-. ill undirbúningiir virðist þessa stundina í þá átt í Þýzkalandi, að vernda bæi fyrir loft-árásum. Annað sem þýzka þjóðin veit ekki hvað hún á að halda um, er það sem fyrir hefir komið í Pól- landi: að Rússinn er kominn að túngarðinum í Varsjá. Landa- mæri þau sem Rússar og Þjóð- verjar hafa komið sér saman um, eru að vísu til bráðabirgða gerð. En alt um það er þar ekki eftir neinu frekara að vonast. Hugmynd bæði Rússa og Þjóð- verja virðist vera sú, að mynda peðríki úr Póllandi, með höfuð- borginni Varsjá. Taki Rússar eins og vænta má að þeir geri land Ukraníumanna og Hvítu- Rússa, verður ekki fengur Þýzkalands mikill. Hvort sem af þessu verður nú eða ekki, er hitt auðsætt, að þó að Bretar og Frakkar vinni, kostar 'það þá stríð við Rússa, að ná öllu Póllandi til baka. Rúss- land mun halda hvað sem það kostar í Austur-Pólland. En svo er það ekki nema sá hluti lands- ins, sem verður í höndum Rússa, er Þjóðabandalagið ætlaði þeim. Aðal-ástæða Rússa fyrir inn- rásinni í Pólland virðist hafa verið sú, að vernda Rúmaníu, að komast nógu langt vestur til þess. Rússa og Tyrki fýsir ekki að fá Hitler austur á Svartahaf. Hervaldið þýzka þóttist hafa svo mikla vissu fyrir því, að þýzki herinn kæmist austur að landamærum Rúmaníu, að það lét allar járnbrautir í Póllandi fyrir austan Lwow í Galicíu ó- uppsprengdar. Nú hefir Rúss- land tekið Galicíu og er farið að kenna bændunum þar þýðingu reiðanlega ekki dreymt fyrir. 50,000 komnir í herinn í Canada voru s. 1. laugardag um 50,000 manns komnir í her- inn. Og nokkru sinnum fleiri en það kváðu bíða þess að kallið komi. Frakkarnir í Quebec eru nú engir eftirbátar. f enskar hei*- deildir þar hrúgast nú svo marg- ir frönskumælandi, að nóg þyk- ir um. Umsóknir í loftherinn eru og geisimiklar. í Winnipeg einni innrituðust á nokkrum klukku- stundum s. 1. föstudag 300 manns. Og eins margir biðu til næsta dags. Um fyrirætlanir stjórnarinn- ar er það að segja, að hún er að hraða sem mest að búa tvær her- deildir út til Englnds. í hvorri deild eru um 16,000 manns. — Þessar herdeildir verða sendar í byrjun komandi árs eða fyr, ef með þarf. Hermennina er búist við að senda full-æfða, svo þeir verða mikið úr fasta-hern- um. En það sem mest kvað nú liggja á, er að senda flugmenn. Verður bráður bugur undinn að því. Hér er nú staddur maður frá Englandi í erindum stjórnar- innar. Hann er að semja við stjórnina í Ottawa um stórkaup á vopnum og vörum. Iðnaðarstofnanir landsins er verið að semja við um fram- leiðslu á einu og öðru, ekki að- eins vopnasmíði heldur einnig um að gera klæðnað og skó, o. s. frv. handa hermönnum. Um alt sem lýtur að trygg- ingu á siglingum við strendur Canada, verður hafin samvinna við Bretastjórn. Canada hefir og mikinn áhuga að efla skipastól sinn. En hven- ær slík iðja hefst, er ekki hægt að segja um. Fallinn á Póllandi Werner von Fritsch hers- höfðingi, sem eitt sinn var yfir- maður Nazi-hersins, féll s. 1. miðvikudag í stríðinu á Pólalndi. Um það kom öllum saman, að þar ætti Þýzkaland sinn bezta og ástsælasta hershöfðingja er Wsrner von Fritsch var. En hann greindi mjög á við Hitler og fordæmdi er hann tók Aust- urríki. Hann kvað stríð fyr eða síðar eiga eftir að hljótast af því við Frakka og Breta. Werner von Fritsch var þá rekinn úr hernum. Við yfir- stjórn hersins tók þá Walther von Brauchitsch og heldur hann þeirri stöðu nú. Nokkru áður en stríðið við Pólland hófst, var Werner von Firtsch beðinn að taka við herforingjastöðu þar, sem hann gerði, en er nú sagð- ur fallinn. Hvernig fall hans atvikaðist, segir ekkert um. Hitt er víst, að afstaða hans í 'þessu stríði var gagnstæð afstöðu Hitlers. Yfirmenn í stríði eru vanalega ekki þar sem á þá verður skotið. Sigmund Freud dáinn Prófessor Sigmund Freud, sálarfræðingur og höfundur vís- indagreinar þeirrar sem nefnd hefir verið sálgrenslan (psycho- analysis), dó s. 1. laugadag í London á Englandi. Hann var 83 ára. Frá Vín hraktist hann 1938, er Hitler tók Austurríki. Honum var leyft að taka með sér það helzta, sem hann þurfti með til starfs síns, af áhöldum sem hann átti, en ekkert meira. Eignir hans voru teknar og pen- ingar. Á meðal þess er hann hafði með sér, var ritverk eitt, er hann hafði í smíðum. Er það lýsing á persónum í biblíunni, er hann hefir rannsakað með sál- grenslunar-aðferð sinni. Til London kom kona hans með honum, sonur og dóttir. Unnu börn hans Ernst og Anna með honum, einkum dóttir hans. Hefir hún í huga að gefa út lýs- ingar föður síns á sálarlífi Hitl- ers, sem auðvitað eru bygðar á sálgrenslan. íslenzku kensla íslenzku kensla Þjóðræknisfé- lagsins hefst næstkomandi laug- ardag í Jóns Bjarnasonar skóla. Eru fslendingar, sem þeirrar skpðunr eru, að íslenzkan sé tunga, sem þess sé verð að nema hana, á þetta mintir. Tækifær- ið er fáheyrt: Kenslan börnun- um að kostnaðarlausu í hjarta íslenzkra heimila í Winnipeg, svo að erfiðleikarnir eru allir í því fólgnir, að börnin taki hvori; fótinn fram fyrir annan nokkru sinnum og þá er í skólann kom- ið og á bekkinn sezt með Braga og Sögu, er öld fram af öld hafa reynst uppspretta heilbrigðs andlegs lífs og gróðurs. En hvernig nota nú íslending- ar hér þetta tækifæri til að kynnast heilbrigðustu bókment- unum sem heimurinn á og tung- unni, sem auk þess að vera ein hin fegursta í heimi, er móður- mál þeirra? Verði ekki hver bekkur fullsetinn í skólanum í vetur, er það sorgleg sönnun þess, að íslendingar meta tung- una fögru einskis og íslenzka skóla er þá engin og nöldrið um það er þá út í hött, að þjóðrækn- issamtökin hér reyni ekkert til að viðhalda íslenzku. Þarna er tækifærið veitt af Þj'óðræknis- félaginu. Meira getur það ekki gert en boðið það. Það getur ekki farið með múl í hendinni inn á hvert heimili og lagt við nem- urnar og teymt þá til námsins. Foreldrarnir og börnin verða að sinna þessu sjálf. Hér er orðin svo mikil þörf fyrir að snúa sér með alvöru að þessu máli, að það má nú ekki undir höfuð leggjast fyrir syndsamlega van- rækslu. Syndsamlega segjum vér og skrifum, því það er ekki einungis skömm að því fyrir hvern mann af íslenzku, bergi brotinn, að geta ekki bjargað sér í móðurmáli sínu, heldur er með því andlegu verðmæti glatað, sem óbætanlegt er. Og það er að drýgja synd, svo framalega sem nokkuð getur heitið það. Hér er margt vel mentað, ungt íslenzkt fólk, sem ekki kann ís- lenzku, en sem þetta tækifæri ætti að grípa tveim höndum. Verði skólinn ekki vel sóttur á komandi vetri, er honum senn lokið. Til hvers er að halda honum við, ef þörfin á starfi hans er ekki skilin, ef sjáandi sjá ekki? KRISTJÁN GOODMAN DÁINN Laugardaginn, 23. sept. lézt Kristján Guðmundsson Good- man að heimili sínu, 576 Agnes St. í Winnipeg. Hann hafði undan farin nokkur ár kent heilsubrests, er bannaði honum fótavist og leiddi að lokum tíl bana. Kristján var 84 ára, fæddur í Garðarhverfi á Álftanesi, en kom vestur um haf 1886, ásamt eftirlifandi konu sinni, Jónu Goodman. Settust þau að í Winnipeg og hafa ávalt búið þar síðan. Iðn Kristjáns var að gera við hús og mála. Kristján og Jóna giftust 6. nóvember 1880 og höfðu því búið í hjónabandi í nærri 59 ár. Að hjónabandið hafi verið samúð- arríkt kemur öllum kunnugum saman um, og geta þeir er jafn- vel aðeins síðari árin hafa verið áhorfendur að fórnfærslu og umönnun Mrs. Goodman í sjúk- dómsstríði mannsins, skilið það vel. Vér ætlum í 'því efni verði ekki á neitt fegurra bent. Níu börn eignuðust þau hjón; lifa nú sjö af þeim og eru nöfn þeirra þessi: Mrs. Valgerður Magnússon, í heimahúsum; Mrs. Nína McLeod, Selkirk; Harald- ur, í Cleveland; Jóhann, í Chi- cago; Kristján, í Winnipeg; Jón Valtýr, í Winnipeg og Mrs. Lilja Bergman, í Winnipeg. Eina systir á hinn látni á lífi: Mrs. Alex Nelson í Dufferin, Man. f íslenzku félagslífi hér hefir hinn látni tekið drjúgan þátt og hjónin bæði. Þau voru t. d. ein þeirra, er stúkuna Heklu stofn- uðu fyrir 52 árum og er Mrs. Goodman nú hinn eini af stofn- endunum, sem er á lífi svo oss sc kunnugt, og hefir frá byrjun tilheyrt stúkunni og ávalt tekið drjúgan þátt í stúkustarfi, jafnframt manni sínum, þar til heilsan brast hann, fyrir nokkr- um árum. Þau hafa og tilheyrt Fyrsta lúterska söfnuði og eiga þar mikið og ógleymt starf að baki. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lút. kirkju í gær. Séra menningu. Þörfin fyrir þennan Valdemar J. Eylands jarðsöng.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.