Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1939 Áttu Danir aðalþáttinn í landnámi íslands og mótun hinnar fornu þjóðfélagsskipunar þar? Á það hefir verið minst í Heimskringlu áður, að Barði Guð- mundsson hafi allnýlega flutt fyrirlestur í Kaupmannahöfn um “Þátttöku Austur-Skandinava í Landnámi íslands”. f fyrirlestr- inum er haldið fram, að Danir hafi átt aðal þáttinn í landnámi íslands, í stað Norðmanna, eins og kent hefir verið til þessa. Vakti þessi skoðun feikna athygli um öll Norðurlönd og víða deilur. Hafa þær einnig borist til íslands. Til þess að gefa les- endum “Hkr.” hugmynd eða lítið sýnishorn af skoðunum Barða Guðmundssonar, skal birt hér grein úr Alþýðublaðinu í Reykja- vík, dagsettu 26 ágúst; er greinin skrifuð eftir viðtal við Barða Guðmundsson og er á þessa leið (Hkr.): Upphaf rannsókna minna — Er langt síðan þú hófst rannsóknir þínar á landnáms- sögu íslands? “Já, það eru mörg ár síðan, en aðallega tók eg að sökkva mér niður í 'þær, þegar eg fyrir þremur árum var beðinn af stjórn Norræna félagsins hér að skrifa álitsskjal um sögukenslu- bækur Norðmanna. í bókum þessum gætti áberandi áróðurs gagnvart fslandi, það er að segja, að hinir norsku sögubóka- höfundar virðast margir hverjir telia það norskt, sem mest hefir orðið þjóð vorri til sóma, og á það er jafnan lögð hin ríkasta áhersia, að íslenzka þjóðin sé næstum af hreinræktuðum norskum uppruna. f einni af kenslubókunum var kveðið svo að orði, að hinir fornu fslendingar hafi verið norskari en Norðmennirnir sjálfir. Það, sem liggur á bak við þetta einkennilega orðalag, er sú staðreynd, að inenningar- og þjóðfélagshættir íslendinga voru mjög frábrugðnir því, sem títt var hjá Norðmönnum. Einmitt þessi se'tning kom mér til að hugsa um það, hvort sú gamla skoðun væri í raun og veru rétt, að íslendingar væru af norsku þjóðerni, og við þær athuganir, sem eg gerði þá og skrifaði um í ritinu “Nordens læraböker”, fékk eg sterkan grun um það, að danskra áhrifa og þátttöku hefði gætt mjög við landnámið. Eg leyfi mér að benda sér- staklega á þetta atriði vegna þess, að í einu af íslenzku blöð- unum hafa verið settar fram ný- lega ósvífnar dylgjur um það, að fyrirlestur minn standi í sam- bandi við komu Staunings for- sætisráðherra Dana og annara merkra danskra stjórnmála- manna til landsins nú í sum- ar(!). Jafnframt vil eg nota tækifærið til þess að lýsa því yfir, að eftirfalrandi ummæli sama blaðs, sem hljóða svo: “Hann (Barði) fullyrðir að sögu- heimildir þær, sem fslendingar hafa hingað til litið á sem ó- hreyfanlegt hellubjarg, séu markleysa og ósannindi,” eru tilhæfulaus uppspuni og þvætt- ingur.” Greint frá aðalrökum — í hverju eru rök þín fyrir hinni dönsku þátttöku í land- námi íslands aðallega fólgin? “f stuttu máli er auðvitað erfitt að gera grein fyrir svo yfirgripsmiklu máli. En eg skal þó skýra þér frá nokkrum höf- uðatriðum. ‘ Eg minntist á, að mikill mun- ur hefði verið á þjóðfélagshátt- um og menningarlífi íslendinga og Norðmanna frá fyrstu tíð, og það er staðreynd, sem allir geta verið sammála um. Og þessi munur er að mínu áliti svo stór- feldur, að út af fyrir sig eru engar líkur fyrir því, að íslend- ingarnir séu fyrst og fremst af norskum uppruna. Til dæmis óðalsrétturinn var eitt af höfuðsérkennunum í þjóðfélagsskipun Norðmanna og íslendingarnir eiga einmitt fyrst og fremst að hafa verið af ætt- um hinna óðalsbornu norsku höfðingja. En samt sem áður var óðalsréttur ekki innleiddur á íslandi. Þó voru allsherjarlög íslands fyrst sett, er ýms höfuð- ból hér voru búin að ganga í sömu ætt í alt að því hálfa öld. En samkvæmt fornlögum Nor- egs var hægt að öðlast óðalsrétt á skemri tíma en þessum. í Danmörku þektist ekki óðals- réttur frekar en á íslandi. Á íslandi nutu allir frjáls- Vín Vísdómur eftir BRIGHT Það er eitthvað sem góð vín hafa við sig. Tvefaldaðu máltíðar gleð- ina í kvöld. Hafið HERMIT PORT eða HERMIT SHERRY á borðum. Með því að bragða það, skiljið þér hvernig á því stendur að svo marg- ir taka Bright’s vínin fram yfir önnur. Sris ht's W I N E S HERMIT PORT C O N C O R D HERMIT SHERRY C A T A W B A Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. This advertisment is *ot inserted by the Qovemment Liquor Control Commistion. The bornir menn sama réttar. í Nor- egi horfði þetta mál alt öðru vísi við, og yrði of langt mál hér að greina frá hinni norsku tilhögun. f Danmörku voru all- ir frjálsbornir menn jafnir fyrir lögunum. Samkvæmt elztu stjórnskip- unarlögum vorum voru þjóðfé- lagsvöldin fyrst og fremst lögð I í hendur goðastéttarinnar, en ' eins og kunnugt er voru goð- I arnfr í senn andlegir leiðtogar fólksins sem hofprestar og vers- legir höfðingjar. Það má full- yrða, að slík þjóðfélagsstétt ( hefir ekki verið til í Noregi. f \ Danmörku voru goðar um það bil sem ísland bygðist, það sanna gamlar rúnaristur. Mikilvægustu rökin í En mikilvægustu atriðin eru ! þó ótalin. Fornfræðingarnir hafa sann- að með rannsóknum sínum á leg- stöðum frá víkingaöldinni, að líkbrensla hefir verið mjög al- geng í Noregi á þeim tíma, sem ísland bygðist, og að sá útfarar- siður hefir aldrei tíðkast á ís- (landi. En aftur á móti er það jafnvíst, að danska þjóðin var hætt við líkbrenslu löngu áður ! en fsland var numið. Hvernig er nú hægt að koma því heim og saman, ef íslenzka þjóðin er af norskum uppruna, að landnáms- J mennirnir á siglingunni yfir i hafið hafi kastað fyrir borð hin- um rótgrónustu og hjartfólgn- ! ustu trúarhugmyndum og trú- ! arsiðum sínum ? Það geta allir heilvita menn séð, að svona hef- ir það ekki verið. fslenzku land- námsmennirnir halda fast við siði feðra sinna og fornminja- fræðingarnir hafa sannað, að á J víkingaöldinni tíðkuðust bálfar- : ir um öll Norðurlönd, nema á dönsku eyjunum og á fslandi. Að lokum vil eg svo bæta því við, að frá fyrstu tímum kölluðu fslendingarnir sjálfir mál sitt danska tungu, en ekki norrænu. Halda menn, að norskir menn, I sem voru komnir beint frá föð- urlandi sínu, Noregi, hefðu fund- ið upp á því að kenna mál sitt við Dani?” Danir komu frá Noregi — En hvernig má það nú vera, að danskir menn komi frá Noregi til íslands? íslendinga- |bók Ara og Landnáma sýna þó, !að ísland sé aðallega bygt frá Noregi ? “Þessari spurningu er auð- svarað. Við vitum það með ó- yggjandi vissu, að Danir voru búnir að leggja undir sig mik- inn hluta af Suður-Noregi árið 813. Frásögn um þetta finst í áreiðanlegri samtímisheimild. Á næstu áratugum færðust Danir stöðugt í aukana með landvinn- inga sína. Þegar ísland fanst, var svo komið, að þeir höfðu lagt undir sig næstum alt Eng- land og setzt að hér og hvar á 'ströndum meginlands Vesltur- Evrópu. Á þessum tíma var Noregur skiftur í 20—30 smá- ríki, og það er alveg sjálfgefið, að þessi norsku smáríki hafi ekki getað haft neitt verulegt mótstöðuafl eða varnartæki gegn ásókn hins volduga danska herveldis. Og þar sem við vit- um, að hinir dönsku víkinga- skarar þessara tíma reyndu hvarvetna að tryggja sér yfir- ráðin yfir siglinga og verzlunar- leiðum, þá getur hver maður séð, hvort þeir muni hafa for- smáð yfirráðin á hinni mikil- vægu siglingaleið norður með vesturströnd Noregs til hinna auðugu skreiðar og skinnamark- aða Norður-Noregs. Það er fyrst þegar Noregur á þjóðleg- um grundvelli sameinast í eitt ríki í tíð Haralds hárfagra, að yfirráðum Dananna í Noregi er lokið, og einmitt á þessum tíma er það, sem ísland byggist. Nú skiljum við, hvernig því víkur við, að íslendingarnir tóku ekki upp norskan óðalsrétt, grófu sína framliðnu að dönskum sið og kölluðu mál sitt danska tungu.” — Já, en er það þá ekki merkilegt, að engar minningar skyldu lifa um það hér, að Dan- ir hafi átt allverulegan þátt í landnáminu? “Nei, það er sannarlega ekk- ;ert merkilegt við |það-. Við verðum að gæta þess, að Danir eru farnir að leggja undir sig Noreg alt að því þremur manns- öldrum áður en útflutningurinn til fslands hefst fyrir alvöru. Við verðum því að gera ráð fyrir því, að allmargar af þeim dönsku ættum, sem fluttu út til fslands frá Noregi, hafi verið búnar að hafa þar bólsetu í tvo til þrjá ættliði. Þessir menn hafa kannske ekki sjálfir talið sig danska, þótt þeir vitanlega fylgdu trúlega erfðavenjum feðra sinna, svo sem fyrr var frá greint. Enn fremur vil eg taka það fram, að hinir fornu íslenzku sagnritarar hafa enga sanna hugmynd um hin sögulegu við- horf níundu aldarinnar. Sjálfur Ari fróði rekur ætt sína ramm- skaivt þegar þangað kemur, og Snorri Sturluson lætur víkinga- konunginn Þorgeir í írlandi, sem andaðist 846, vera son Haralds háfagra, sem talinn er fæddur 849!” — Hyggur þú þá, að ísland sé í upphafi að mestu leyti bygt af Dönum ? * “Það vil eg ekki segja, meðal innflytjendanna hafa áreiðan- lega verið margir Svíar, Keltar og einnig eitthvað af Norð- mönnum. Sérstaklega verður að gera ráð fyrir því, að hinar dönsku og sænsku ættir, sem flutfu hingað frá Noregi, hafi margar verið tengdar Norð- mönnum. Og undir öllum kring- umstæðum er það fjarri lagi að kalla ísland að fornu “norska nýlendu”, svo sem gert hefir verið.”—Alþbl, 26. ág. RÆÐ A MR. J. T. THORSONS (Ein af mörgum ræðum höldn- um í saimbandí við þátttöku Canada í yfirstandandi stríði á Sambandsþinginu.) “Mér blandast eigi hugur um að það sé skylda mín að taka þátt í þessum umræðum, vegna vissra skoðana er eg hefi haft og látið í Ijósi við ýms tækifæri bæði hér á þinginu og á opin- berum ræðupöllum, svo að eng- inn misskilningur geti átt sér stað um hver skoðun mín er á þessu mikla úrlausnarefni. Hvað mikilvægi persónulegra skoðana minna snertir, tel eg eigi skifta svo miklu máli, en eg hefi þá skoðun og trú, að með ræðu minni sé eg talsmaður all fjölmenns flokks Canada- manna. í huga mínum getur það eigi orkað tvímælis, hver skylda Canada sé að taka þátt í þessu stríði, og styðja hin miklu lýðræðisríki, Stór-Bretland og Frakkland á þann hátt, er gæti orðið þeim mestur styrkur, og eftir hennar fremsta megni. — Allir Canadamenn verða að horf- ast í augu við staðreyndirnar með hugrekki og ákveðnum á- setningi. Sú skoðun hefir verið ærið víðtæk í Canada, að vér ættum eigi að taka þátt í neinu utanríkjastríði og að vér ættum bindregið að stýra þjá þeim utanríkjamálum, sem gætu bein- línis eða óbeinlínis bendlað oss við ófrið. Þeir, sem hafa haft þessa skoðun hafa borið áhuga- mál Canada fyrir brjósti. í huga þeirra hafa aðrar skoðanir verið andstæðar velferðarmálum Can- ada. Og þau hafa verið þeim fyrir öllu öðru. Eg hefi verið merkisberi þess- ara skoðana, og hefi eigi hikað við að láta þær í ljósi með þeim hugsanakrafti er eg átti yfir að ráða, hvenær sem mig bar brýna þörf til þess, bæði innan þings og utan. Eg taldi þetta sem Canadamaður að vera hina fremstu einstklings hollustu- skyldu mína við Canada. Af öllu hjarta æski eg þess, að auðið væri að stefna hinni cana- disku þjóð hjá því að lenda í þessu stríði, því að eg veit hvað stríð er, eg hefi persónulega reynslu hvað stríð er, og eg óttast afleiðingarnar, en eg er sannfærður um, að eins og sakir standa, þá er eigi auðið fyrir Canada að vera hlutlaus í þessu stríði. f huga mínum, höfum vér komið að þeim tímamótum, þar sem jafnvel hinir ákveðn- ustu talsmenn einangrunar- stefnu fyrir Canada, hljóta að láta af óskum sínum að sjá Canada hlutlausa í þessu stríði, því að svo mikilvæg úrlausn er í veði, að Canada getur eigi verið hlutlaus. Hinir einlægustu kon- ungssinnar og hinir ákveðnustu þjóðernissinnar í Canada hljóta að standa saman í þessari löngu og hræðilegu styrjöld, sem nú er fyrir dyrum. Það hefir eigi verið auðvelt fyrir mig að kom- ast að þessari ályktun, vegna af- stöðu þeirrar er eg hafði tekið, að Canada hlyti að verjast af fremsta megni að lenda í stríði. En eg hefi tekið ákvörðun, núna, eftir að hafa gerhugsað málefn- ið. Skyldan stjórnar ábyrgð manna með járnhendi og þeir sem bera ábyrgðina, geta eigi brugðust skyldukvöðinni. Mér er þá skylt að útskýra þá ákvörð- un sem eg hefi tekið hér á þing- inu, með eins ákveðnu hugrekki og eg hefi áður haldið fram skoðunum mínum. Á síðasta þingi bar eg fram frumvarp, er fjallaði um afstöðu Canada á stríðstímum. Það frumvarp hefir verið misskilið af nokkrum hluta manna. Það gæti þó eigi orkað neins misskilnings hjá þeim, er hefðu lesið ræðu, þá er eg hélt, er eg bar það fram. Það frumvarp ákvað Canada réttindi til að skera úr því sjálf, hverja af- stöðu hún tæki gagnvart friði og stríði. Eg sýndi fram á, að það væri eigi aðeins réttur, heldur og einnig skylda hinnar cana- disku þjóðar að ákveða fyrir sig sjálfa slíka ákvörðun hvenær sem þörf krefði, og að vér gæt- um eigi lagt slíkt ákvæðisvald hinna canadisku stjórnarvalda undir úrskurð stjórnarvalda, er væru eigi vor eigin og bæru eigi ábyrgð gagnvart oss eða vér gagnvart þeim. Getur nokkur sannur Canadamaður, er trúir á sjálfsstjórn, eða að Canada- þjóðin sé frjáls þjóð, neitað til- verurétti slíkra réttinda, eða brugðist þeirri skyldu? Eg ber nú aðeins fram sömu skoðun, er eg hélt fram við það tækifæri, og eg gleðst yfir því að Canada- stjórnin á þessum reynslutímum þjóðarinnar hefir aðhylst og framfylgt frumatriðum frum- varps þess, er eg hafði þann heiður að leggja fyrir þingið. Það má minna á það, að í flutningsræðu minni til stuðn- ings frumvarpinu, gerði eg skýra skilgreiningu á milli réttinda til hlutleysis og hlutleysisstefn- unnar. Eg tók skýrt fram að Canada hlyti að ákveða stefnu sína í hverju um sig eins og þörf- in fyrir slíka ákvörðun krefði. Eg ber nægilega mikið traust til Canada að bregðast eigi þeirri skyldu er hún skoðar að sér beri að framkvæma. í þeirri sömu ræðu leitaðist eg við að framsetja nokkur mikil- væg frumatriði. Eg hélt fram þeirri skoðun, að á herðum stjórnarformanns hvers lands hvíldi sú mikla ábyrgð að stefna þjóð sinni fram hjá eyðingar- öflum og afleiðingum stríða svo fremi að auðið væri að halda þeirri stefnu, og viðhald friðar væri hin helga skylda hans nema um gagnstæða og aðra mikil- vægari úrlausn væri að ræða. í huga mínum er nú slíkur úr- skurður til úrlausnar fyrir oss, og vér sem Canada-menn verð- um að ráða honum til lykta. Eg er sannfærður um, að vér gerum það með hugrökkum hjörtum. Hvert er þá það úrlausnarefni fyrir hendi, sem er mikilvægara en friðurinn sjálfur? Eg æski ekki eftir að móðga neinn með því sem eg hefi að segja, en úrlsunarefnið fyrir oss er eigi afstaða Danzig borgar né sjálfstæði Póllands. Ef úrlausnarefnið fyrir oss á þessu þingi væri aðeins sjálf- stjórnar sérréttindi Danzig eða Póllands, myndi það eigi olla mér neinna óþæginda né hindra afstöðu mína að greiða atkvæði mitt á móti þátttöku Canada í stríði er risið hefði um þau atriði. Á þessari stundu gerist engin þörf að útskýra ástæðurn- ar fyrir því að eg tek slíkt fram. Nei, herra forseti, krafan um af- stöðu Danzigborgah og sjálf- stæði Póllands er eigi sú úrlausn er snertir Canada. Úrlausnin fyrir hendi er miklu meiri og mikilvægari en það, því að frelsi og einstaklings réttindi um víða veröld eru í hættu. Og miklu fremur, tvö af hinum miklu lýð- ræðisríkum heimsins, Stóra- Bretland og Frakkland, bæði verðir frelsis, einstaklingsrétt- inda, og mannlegs persónufrels- is, eru nú í stríði upp á líf og dauða við volduga þjóð, sem er svo ógæfusöm að ha|fa fyrir leiðtoga þá menn, sem láta sig engu varða hin helgu frumrétt- indi mannsins. Tilveruréttur Breta og Frakka sem frjálsra þjóða, er í veði. Gagnvart slíku stríði upp á líf og dauða, getum vér Canada- menn eigi verið hlutlausir og sagt að það komi oss eigi við. Á síðastliðnu þingi, lét eg í ljósi að eg myndi ekki mæla með stríði, sem snerist um þjóðernis- baráttu eða verzlunarhagnað, eða með þátttöku í stríði til að hnekkja útbreiðslu einræðisríkj- anna. Eg gat þess ennfremur, að það varðaði Canada miklu, ef frelsi og réttindi Stóra-Bret- lands væri í veði, og eg lét þá skoðun uppi að ef tilveruréttur Bretlands væri í hættu staddur, myndi Canada eigi hika við að veita allan þann styrk er kostur væri á. Eftir minni skoðun, þá er tilveruréttur Bretlands í hættu í hinu mikla stríði, sem skollið er á. Slíkt snertir Can- ada og alla Canadamenn, og hún hlýtur að koma Bretlandi til hjálpar. Þó að eg sé sannfærð- ur um, að Bretland og Frakk- land muni um síðir sigra óvini sína, get eg eigi hugsað mér, að nein þjóð, sem ann frelsi og mannréttindum geti átt það á hættu að sjá þessar tvær stór- þjóðir bíða ósigur. Áreiðanlega getur Canada ekki átt slíkt á hættu, eins sterk- um vináttubóndum og hún er tengd Bretlandi, og auk þess land sem ber hinn helga ein- staklingsrétt manna fyrir brjósti. Eg er einnig sannfærður um að hin volduga nágrannaþjóð vor, sunnan líunnar, Bandaríki Norður-Ameríku munu verða á vora hlið í stríðinu áður langt um líður. Hugsum oss að ef mikil ógæfa vofði yfir Bretlandi og Frakklandi þá myndu Banda- ríkin fara í stríðið. Þetta stríð, herra þingforseti, verður eigi skammvint stríð. — Það er skoðun margr.a að það verði eigi unnið með herliði á orustuvellinum, þó á fjölda þess sé þörf, né með lofthernaðar- árásum, með öllum þeim við- bjóði, sem honum fylgir, heldur sigri þær þjóðir, sem lengst geti framleitt nægilegar fæðutegund- ir og hertæki. Sé slík skoðun rétt, verður stríðið mjög lang- vint stríð. — Það mun verða stríð þrautseigju og þolgæðis, og sú hjálp, sem Canada getur veitt, þótt þjóð hennar sé fá-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.