Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1939 itnúmsknniUa 3 (StofnuO 1S86) Kemwr út & hverjum mtíSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og S55 Sargent Avenue. Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðslna er $3.00 árgangurinn borglst g ryrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 3U vlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ___________________= -------------------------------------------- g "Heimskringla” ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 §niniimmnuiiiiiniiiiiiHiuiiiiumiimiimiiiuiiimiimiiiiiimiiiiimiiiHiiiiiiimnii;iiiiiiiiimiiiimiiiiiuiJitumiiiiiiiiuiiiiiuiiig WINNIPEG, 27. SEPT. 1939 LANGT STRÍÐ KOSTN- AÐARSAMT Jafnvel áður en Þjóðverjar lögðu af stað í stríðið, skipaði stjórn þeirra svo fyrir að mæla skyldi matinn ofan í þjóð- ina. Vekur það þá spurningu í hugum flestra, hvort Þýzkaland megi við löngu stríði á móti hinum auðugu lýðræðislönd- um. Stríð eru nú orðin flóknari en þau áður voru og yfirgripsmeiri í öllum skilningi. Kostnaðurinn við nútíðar-stríð, er orðinn svo mikill, að ekkert land getur framleitt nægilega mikið til þess að halda þeim uppi af fullum krafti viðstöðulaust. Þegar stríðið braust út 1914, hafði Þýzkaland framleitt 1,000 tonn af hern- aðarvöru á mánuði. Árið 1917 framleiddi það tíu sinnum meira — en reyndist samt ekki nóg og sem varð ríkinu að lokum að falli. En jafnvel 10,000 tonn á mánuði virðist ekki mikið þegar þess er gætt, að í einni ekki ýkjalangri árás Frakka við Malmaison var fuðrað upp 80,000 tonnum af skotvöru, sprengjum og kúlum. Vegalengdin var 6 mílur, sem skotið var. Síðan 1918 hefir hemaður einnig stór- kostlega breyst. Ný vopn hafa verið gerð, mörgum sinnum stærri en áður, en einnig miklu fóðurfrekari. Árið 1914, hafði hver deild (regiment) 10 vélabyssur. Nú er deildin útbúin með 120. Hún hefir einnig byssur til að skjóta með tanka, loftför, og svo sprengjubyssur og hundrað aðra hluti. í stríðinu 1914 kastaði Þýzkaland aðeins 300 tonnum af sprengjum yfir London. Ein ferð 100 sprengjuflugbáta nú getur gert betur en þetta. Þýzkir hernaðar sérfæðingar hafa rann- sakað þetta mjög nákvæmlega eins og vænta má. Þeir reikna út hvað af skot- efni sé eytt í orustu á 600 mílna löngum orustu velli. útkoman var Göring mar- skálki vissulega ekkert fagnaðarefni, er fjögra ára áætlun Þjóðverja rekur og sjá á fyrir að búrið ekki tæmist heima fyrir. Þeir komust að raun um það, að sókn í orustum_ kostaði helmingi meira af skót- efni, en vörn. Af jámi eða járnefni, sem er eitt af því nauðsynlegasta í stríði, þurfti Þýzkaland á 600 mílna löngum orustuvelli um 36,- 000,000 tonn árlega í varnarbardaga, en í árásarstríði um 85,000,000 tonn. Jára unnið heima í Þýzkalandi og á ítalíu til samans nemur nú ekki á einu ári yfir 15,000 tonnum. Til þess að vinna upp fyrir þetta, hefir Þýzkaland orðið að kaupa um 20,000,000 tonn af þessari vöru árlega á friðartímum frá öðrum þjóðum aðallega Frökkum og Svíum. Skömmu eftir að stríðið sem nú stendur yfir hófst, hætti bæði Frakkland að selja þeim skotfæraefni og Svíþjóð og önnur lönd, er yfir sjóinn þurftu að senda hana einnig. Balkan ríkin höfðu löngu áður hægt á sér með að selja Þýzkalandi, vegna fjárhagsvandræða landsins. Rússland einnig. Það getur nú hafa breytt skoðun sinni, en ætli það að kosta stríðið fyrir Þjóðverja, verður ekki sagt að það horfi í það sem lítið er, til þess að reyna að koll- varpa lýðræðinu í heiminum. En til þessa er nú ekki komið. Þess- vegna er það ekki ljóst ennþá, hvernig Þýzkaland geti aflað sér nægilegs járns til þess að geta háð langt stríð, jafnvel varnarstríð. Og í árásarstríði entist það miklu skemur. Þegar til annara málma kemur, sem nauðsyn er á í stríði, þó í smærra stíl þurfi með en járn, svo sem blý og sínk, þá fræða þýzkir vísindamenn okkur um það, að af þessum málmum sé ekki nóg í heim- inum til þess að halda uppi stríði í svo stórum stíl, sem hinir nýju Ludendorfar Þýzkalands mundu ákjósa. Og í höndum Þjóðverja er hlutfallslega lítið þessara málma. En þó er högull Þjóðverja á olíu, ef til vill eitt hið alvarlegasta fyrir þá í löngu stríði. f stríði komast þeir ekki af með minna en 150,000,000 tunnur af óhreins- aðri olíu (crude oil) á ári. Af þessari vöru framleiða Þjóðverjar ekki nema einn þriðja af áminstri tunnatölu. Og þó Hitler taki nú Rúmaníu til þess að ná í olíu það- an, nemur framleiðslan öll þar á ári ekki nema helming þess, er hann skortir til þess að ná í 150 miljón tunnur. Og til þess að fullkomna myndina, er matvæla framleiðsla Þýzkalands heldur ekkert glæsileg. Það hefir að jafnaði nægilegt af grófu korni (cereals) og kartöflum, jafnvel þó neyzla sé vanalega meiri á stríðsárum, en í annan tíma. En það er annað sem skortir. Af kjöti, mjólk og eggjum er ekki framleitt heima fyrir nema 75% af þörfinni og af feitmeti að- eins 50%. HLUTLEYSIÐ Á YFIRBORÐINU? Eru hlutleysislög Bandaríkjanna í Ev- rópustríði ekkert nema á yfirborðinu? Hvort sem það hefir verið ásetningur Roosevelt forseta eða ekki, mátti lesa það út úr ræðu hans s. 1. fimtudag í Washing- ton þinginu, að núverandi hlutleysiélög Bandaríkjanna væru yfirskyn eitt og hættulegri friðinum í Bandaríkjunum, en þó aldrei hefðu verið til. Af skýringu hans að dæma, geta Banda- ríkin nú selt stríðsþjóðunum vöruefni til hernaðar og vopn, ef ekki er við smíði þeirra lokið í Bandaríkjunum. Hálf eða nærri alsmíðuð vopn má selja. Og með hlutleysislögunum, ber ríkið ábyrgð, en ekki vopnasmiðirnir, á afleiðingunum. f stað þessa sagði Roosevelt, að alþjóða- lög ættu að ráða í þessu efni; þau leystu ríkið undan ábyrgðinni eða því sem af viðskiftunum hlytist, og væru þess vegna trygging fyrir friði, sem hlutleysislögin væru ekki. Það komst einu sinni til tals, að breyta lögunum þannig, að selja engar hernaðar- vörur nema fyrir peninga út í hönd. í því er mikil trygging fólgin fyrir Bandaríkin, en þó aðallega fjárhagsleg. En að slík sala geti ekki flækt þjóðina í stríð, er sízt fyrir að taka, nema ef það leiddi af slík- um lögum, að ekkert yrði keypt. Bretar og Frakkar hafa að vísu gull til að greiða fyrir vöruna, en hverju væru Bandaríkin bættari með því, sem nú þegar hafa svo mikið gull, að öðrum þjóðum eru viðskifti erfið við þau vegna gengismunarins á peningum, sem með því skapast. Hvað þingið gerir við málið, er ekki ljóst, þegar þetta er skrifað. En það eitt er víst, að Bandaríkin geta ekki bæði selt stríðsvörur og verið hlutlaus í stríðinu, því hagur þjóðarinnar, sem af þeim kaup- ir, kemur þá brátt til greina. Bandaríkjn geta auðvitað talið sig hlutlaus, eins og svo margar aðrar þjóðir, en geta mikil við- skifti jafnvel meðal hlutlausra þjóða átt sér stað, án þess að stríðsþjóðirnar skifti það? Ef um nokkur slík viðskifti verður að ræða, eru þau aðeins möguleg fyrir brezka flotann. Án hans væru þau ó- hugsanleg. Og það er að minsta kosti smágreiði, sem hlutlausum þjóðum er með því gerður, sem að einhverju leyti er við- urkenningarverður. Það virðist mikið auðveldara sagt en gert að vera hlutlaus. Stríð nútímans eru orðin of víðtæk til þess, að ekki leiði af þeim truflun í heimsvið- skiftunum, hvort sem ljúft þykir eða leitt. SANDKORN Frelsisstytta Bandaríkjanna (Statue of Liberty) stendur á fangahúss-grunni. — Undirstaða hennar er gamalt fangelsi, þar sem þeim var hengt, er brotlegir urðu við herlögin. * * * Nýja-Sjáland er ekki sem ánægðast með að vera sýnt á landabréfinu, eins og vana- lega er gert, neðst til hægri handar á hnettinum. Stjórnin hefir nýlega látið gera landabréf, sem sýna landið sem mið- stöð jarðarinnar. * * * Konu kanúka eins varð að orði, er Dar- win tilkynti fyrst kenningu sína um skyld- leika apa og manna: “Guð minn góðnr, eg treysti því að þetta sé ekki satt; en ef svo er, skulum við biðja þess að það verði ekki á allra vitorði.” M O N T A N A Hver hefir heyrt getið um Montana — er nokkuð þar að hafa? Landið er fult af rauðskinnum og “cowboys”, segja þeir. Já, jafnvel sumir Ameríkumenn vita lítið meir. íbúarnir kalla Montana “landið gulls og æfintýra”; hvorki meira né minna! Montana er í norðvestur-hluta Banda- ríkjanna og nær upp að landamærum Can- ada, þriðja ríkið í röðinni af hinum 48 ríkjum U. S. A. að stærð, en hefir aðeins 500,000 íbúa. Hér er náttúran í alveldi sínu; Klettafjöllin 'krýnd óltal jöklum, fagrir skógar, iðgrænir vellir og tún. — Glacier National Park j norðvestur-hluta ríkisins er einn af fegurstu “þjóðskógum” Bandaríkjanna. Montana er kopar- og hveitiríkið; kvikfénaður er hér mikill. Eg man í gamla daga heima á íslandi að okk- ur fanst mikið til um þegar einhver sagði okkur, að séra Björn á Dvergasteini ætti 700 kindur. Hér eiga “fjárkóngarnir” 10,000 kindur og sumir eiga álíka margar kýr. í sumar hélt Montana upp á 50 ára afmæli sitt, 'það eru 50 ár síðan ríkið gekk inn í bandalagið — bara 50 ár; ekki mikið eftir mælikvarða Norðurálfunnar! Það er ekki laust við að við séum gleymd og grafin hér í norðvestrinu. Hvernig á því stendur að svo margir Skandinavar eiga hér heima er ekki gott að segja. íslendingar örfáir, Danir fáir í þessum hluta ríkisins, en í norðaustur Montana er lítill bær, þar sem allir íbúarnir eru dansk- ir og tala dönsku sín á milli, bærinn heitir Dagmar. Svíar eru hér margir, en Norð- menn yfirgnæfandi að tölu. í Great Falls, þar sem við eigum heima, eru margir Norðmenn. Þegar eg kom á bókasafnið tala eg oft við eina af stúlkun- um sem afgreiðir þar, hún talar ágætlega norsku, þótt hún hafi aldrei til Noregs komið. Þegar eg í mesta grandleysi kem á pósthúsið með pakka til Danmerkur, hrópar afgreiðslumaðurinn á þrumandi norsku: “Gu’bevare mig vel, er du Dansk- er!” Great Falls er geðslegur, lítill bær með 30,000 íbúum. Hér eru fallegir garðar og mikið af trjám meðfram breiðum götum. Hér eru 38 kirkjur og óteljandi “klúbbar”. Great Falls þykist hafa meiri menningar- brag á sér en t. d. námubærinn Butte, sem þó er hér um bil helmingi stærri. í Butte er heimsins ríkasta koparnáma,- og er bær- inn að sögn sterkasti “union”-bær í Banda- ríkjunum. Ekki er Butte falleg, þótt um- hverfið sé stórfengilegt. Ef maður geng- ur 'þar á götunum heyrir maður ótal tungu- mál. Allsstaðar eru “bars” og spilavíti — einhver taldi þar 122 “bars” — enda segir sagan, að íbúarnir í Butte hafi ekki haft hugmynd um að aðflutingsbann á áfengi var í U. S. A. fyr en daginn sem það var afnumið! Hér í Great Falls þykir þeim gaman að hafa tyllidaga og skrautgöngur. Einn dag á ári er hér “roundup day” og klæða þá allir sig í gamaldags föt, “cowboy”-bún- inga eða prýða sig með fjöðrum eins og Indíánar, en hinir “reglulegu” Indíánar, “Blackfeet”, með svartar fléttur, sitja upp að húsveggjunum og horfa á, fátæklega búnir, skítugir og sljóir. Maður sér þá aldrei brosa, jafnvel ekki þegar einhver hefir gefið þeim “eldvatn”. Mikið var hér um að vera þegar það fréttist í sumar, að norsku krónprinshjón- in ætluðu að heimsækja Montana. Sena tor einn í Montana þinginu, Mr. Reynold C. Dahl, maður af norskum ættum, gekst fyrir því að bjóða þeim til Montana þegar þau voru á ferð í Bandaríkjunum. Það eru svo margir norðmenn í ríkinu, að hér um bil í hverju smáþorpi er félagið “Sons of Norway.” Eg kann vel við það hjá Norðmönnum hér, að þeir kenna börnunum sínum að tala norsku og að elska það sem norskt er. Um daginn talaði eg við norskan kunn- ingja minn hér, Olsen gamla. Hann er risavaxinn, gamall, norskur bóndi, “en staut kar”, eins og stigi hann beint út úr æfintýrum Asbjörnsens. Þetta var áður en krónprinshjónin komu hingað og Olsen gamli var staðráðinn í að heilsa upp á “han kronprinsen vor”. Olsen gamli hefir aldrei séð Noreg, en honum þykir gaman að tala norsku. Norðmennirnir hér vita lítið um konunga eða konunglegar per- sónur, ekki nema það sem gömul amma eða afi hefir sagt þeim í æsku, en ef norskur krónprins og krónprinsessa láta svo lítið að heimsækja Montana, þá verð- ur maður, “den Onde ta’ mej”, segir Olsen gamli, að taka vel á móti þeim. Þannig líta þeir á það og þessvegna streymdu Norðmennirnir að hvaðanæfa í sumar, 3. júní, margir óku alla nóttina, mörg hundruð míluf, til þess að standa á járnbraut- arstöðinni í Great Falls kl. 7 um morguninn og heilsa upp á norska krónprinsinn og krón- prinsessuna. Great Falls var ekki eini bær- inn í Montana sem tók á móti þessum virðulegu gestum; Bil- lings hafði tekið þeim með kost- um og kynjum. 1,600 Norð- menn og aðrir Skandinavar sátu mikla miðdegisveizlu, sem þeim var haldin í Helena, höfuðstað ríkisins. Þar voru þeim gefnar prýðilegar gjafir, “cowboy”- búningar úr hvítu skinni, út- saumaðir með Montana safírum og tilheyrandi reiðtýgi. Great Falls er norskasti bær- inn í Montana; helmingurinn af bæjarstjórninni eru Norðmenn. Eins og Björnstjerne Björn- son sagði: “Det flager i Byen og paa Havnen—” (hér er bara engin höfn), bærinn var skraut- búinn og járnbrautarstöðin skreytt flöggum. Þúsundir manna tóku undir og sungu: “Ja vi elsker dette landet” þegar Ólafur krónprins og Martha króprinsessa stigu út úr járn- brautarlestinni. Hinn myndar- legi borgarstjóri bæjarins Mr. Julius Wuerthner, bauð þau vel- komin með snjallri ræðu og sama gerðu forstjórar móttöku- nefndarinnar, sumir á ensku, aðrir á norsku. Gömul kona stóð við hliðina á mér og tárin runnu niður eftir hrukkóttum kinnunum á henni þegar krón- prinsinn frá “gamla landinu” þakkaði móttökurnar með fal- legri ræðu á norsku. Feður héldu börnum sínum á loft, svo þau gætu séð dýrðina sem allra bezt og krakkarnir horfðu stór- um augum og kannske segja þeir sínum barnabörnum ein- hverntíma frá þessari stund, þegar krónprins og krón- prinsessa Noregs lögðu krók á leið sína, til þess að heilsa upp á landsmenn í Montana, — og þá er líklega norskan og önnur norðurlandamál gleymd í þess- ari álfu, en stundin verður minnisstæð. Já, einnig mér verður stundin minnisstæð. Ekki vegna þess að konunglegar persónur komu fram á sjónarsviðið á þessum hala veraldar, heldur vegna þess, að þetta var í fyrsta skifti í öll þau 14 ár sem eg hefi verið í “henni Ameríku”, að eg hefi séð þúsundir manna í einum hóp vera stolta af að vera af norrænu bergi brotnir. Rannveig Schmidt SAMANDREGNAR F R É T T I R Bretar tóku skip s. 1. mánu- dag sem yfir tvö tonn af kaffi hafði meðferðis, er sent var og skrifað á til: “Hans Excellency Herr Hitler, forseta hins mikla lýðveldis, Þýzkalands.” Kaffið var því til Hitlers persónulega. Fer það nú í staðinn til Bret- lands. í Þýzkalandi kvað kaffi orðin sjaldséð vara meðal al- mennings. Það var sent frá Aden í suðvestur Arabíu. * * * Neðansjávarbátar Hitlers hafa sökt 4 skipum óháðra landa s. I. viku, 2 fyrir Svíum og 2 fyrir Finnum. Segja Þjóðverj- ar þau hafa verið með viðarfarm til Bretlands, en það er þó ekki víst talið. Hafa Svíar reiðst út af þessu og kvartað við Þjóð- verja undan því. Svíar selja Þjóðverjum um 6 miljón tonn af járni rálega og þykjast eiga betra skilið og hóta að hætta viðskiftum við þá. Hefir Gör- ing reiðst yfirmanni sjóhers tjóðverja fyrir þennan kafbáta- hernað, er svo mikið viðskifta- tap hafi í för með sér. * * * Níu pólskir flugbátar komu til Skotlands í gær. Þeim gekk Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgQlr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA illa ferðin að því leyti, að við hver landamæri var skotið á þá og þeir eltir. Segjast þeir vilja ganga í flugherinn á vestur- vígstöðvunum. * * * Kommúnista-flokkurinn hefir verið bannaður með lögum í Frakklandi. * * * Sambandsstjórnin Mtur 'á kosningarnar í Quebec sem stríð á hendur sér og til þess að vekja sundrungu í landinu. * * * Neville Chamberlain forsætis- ráðherra Breta, sagði í þinginu í gær, að sjóflotinn hefði á þrem vikum síðan stríðið hófst tekið 256,000 tonn af vörum, sem fara hefðu átt til Þýzkalands. Var 62,000 tonn af því olía. 65,000 tonn járnblendingur og 27,000 tonn manganese blend- ingur. Þetta væri nærri 25% meira en Þjóðverjar hefðu eyði- lagt fyrir Bretum með kafbáta hernaðinum. Kafbátar Þjóðverja gerðu sex sinnum meiri skaða fyrstu viku stríðsins, en þeir gerðu þá síð- ustu. * * * Hitler segir Norðurlandaþjóð- irnar ættu að vera með Þýzka- landi í stríðinu vegna þess, að það sé verndari smáþjóðanna! * * * S. 1. laugardag fóru fram al- menn samskot til styrktar bág- stöddum í Póllandi. Inn komu $8,011.50. * * * Fylkiskosningar fara fram í Quebec 25. okt. Union Nation- ale-stjórnin, hefir verið lítið meira en 3 ár við völd af 5, sem er kjörtímabilið. Stjórnin seg- ir ástæðuna fyrir þessari kosn- ingu þá, að nú séu svo mörg mikilsverð mál á prjónunum, að sjálfsagt sé í lýðfrjálsu landi, að leita álits kjósenda um þau. Á það er jafnframt minst í stjórnarblöðum í Quebec, að fylkið þurfi að vera á verði um réttindi sín. Með skerðingu valds fylkjanna, sé einnig landsins í hættu. Afl flokkanna í Quebec er þetta: — Stjórnarflokkurinn (Union Nationale) hefir 71 þing- menn; liberalar 11; Nationalist- ar 5; óháðir Union Nationale 3. * * * Nefnd úr efrimálstofu Banda- ríkjaþingsins, sem skipuð var til 1 að íhuga hið nýja stjórnarfrum- varp um að nema hlutleysislög- in úr gildi, hefir beðið um frest til fimtudags á að leggja fram álit sitt. í SL AN DS-FRÉTTIR Snjór á fjöllum í Siglufirði í gærkveldi hvesti á norðvest- an og í morgun var rigning og sjógangur úti fyrir, en til fjalla snjóaði. Veiðiveður er ekki fyr- ir Norðurlandi síðan seinni part- inn í gær. Skipin hafa verið að koma inn, flest með slatta að- efns, og fóru 1000 mál í bræðslu, en hitt í salt.—Vísir, 25. ág. * * * Elsti maður landsins látinn Jón Guðmundsson að Huldu- hóli í Húsavík andaðist í dag. Hann var fæddur 2. júlí 1838 og því rúmlega 101 árs er hann lézt, og elsti maður hér um slóð- ir.—Mbl. 25. ág. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.