Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINCLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1939 j IIE lllllill!iQI!E8Hl!i!lill^^ k Brögð í tafli En eg hafði nú náð jafnvæginu. Eg vatt mig lausan af manninum, sem hélt á mér háls- takinu, og í sömu svifum skein skært ljós í augu mér rétt fyrir framan mig, var það frá svo- litlu ramagnsvasaljóskeri. Eg sveiflaði stafn- um í áttina til þess og fann að eg misti ekki, því að eitthvað mjúkt varð fyrir högginu, hlaut það að hafa verið höfuð einhvers af andstæð- ingum mínum. Eg heyrði stunu og í sama bili réðist hinn maðurinn á mig. Eg býst ekki við að aðferð mín næstu augnablikin hafi sprottið af hugleysi, því að nú var eg orðinn reiður og hvergi hræddur. Eg fleygði lurknum beint í andstæðing minn og tók svo til fótanna. Eg hafði unnið veðhlaup við Oxford háskólann og var vel æfður. Eg kunni að hlaupa hratt og vissi að eg var hólpinn eftir fyrstu skrefin, þ^í að fótatakið á eftir mér hætti brátt. Eg var móður en skjalakassann hafði eg undir hend- inni. Eg gekk hratt og stansaði aldrei fyr en eg komst á veginn. Þá litaðist eg til baka og hlustaði. Eg gat hvorki séð né heyrt neitt, en eg sá ljós skína í einum hæðsta glugganum í Grange. XXI. Kap.—Lady Angela er mér samþykk. Þetta var eina stundin, sem eg hafði látið eftir mér til hvíldar og hressingar, allan morg- uninn, þótt skínandi sólskinið og kjassandi vestangolan freistuðu mín mjög. Og nú hafði eg verið svo óheppinn, að ganga beint fram á þá manneskju, sem eg sízt vildi hitta af öllum Hún stóð út á klettabrúninni, með hendurnar fyrir aftan bakið og horfði út á hafið. Eg stansaði þegar eg sá hana og bjóst til að leggja á flótta, en mér varð þess ekki auðið, því að þur kvistur brotnaði undir fæti mínum, og hún sneri sér við og sá mig. Hún kom strax í áttina til mín, og hvernig sem á því stóð, sá eg að henni þótti vænt um komu mína, því hún brosti við mér næstum glaðlega. “Sólskinið hefir þá lokkað yður út, herra einbúi,” sagði hún. Er ekki gaman að vorið er að koma?” “Yndislegt,” svaraði eg. Hún horfði á mig forvitnislega og mælti: “En hvað þér eruð fölur. Þér leggið of hart að yður við vinnuna, Mr. Ducaine.” “Eg kom frá London í nótt. Þar hitti eg Ray ofursta og borðaði með honum miðdegis- verð,” svaraði eg. Hún kinkaði kolli, en spurði einskis, en sagði: “Eg hugsa að þeir komi hingað innan fárra daga allir saman. Faðir minn tilkynti mér það.” Eg stundi við. “Eg hefi verið mjög óheppinn, Lady An- gela,” sagði eg. “Faðir yðar er ósamþykkur mér, og hefði það ekki verið vegna Ray ofursta, hugsa eg að þeir hefðu rekið mig í gær.” “Var það vegna prinsins frá Malors?” spurði hún í lágum hljóðum. “Að sumu leyti. Eg neyddist til að segja þeim alt eins og var,” svaraði eg. Hún hikaði svolitla stund, síðan leit hún á mig og mælti: “Það var rétt af yður að segja þeim alt eins og var, Mr. Ducaine. Eg hefi verið óánægð með sjálfa mig alt af síðan hérna um kveldið, að eg virtist vera á móti yður í þessu máli. Það eru brögð í tafli einhverstað- ar, sem eg fæ ekki skilið. Og stundum kvelst eg af ótta, hræðilegum ótta. En þér vitið að minsta kosti hvað gera skal og látið engan snúa yður frá stefnu yðar. Faðir minn er lialdinn ýmislegum kenjum, sem geta leitt hann í al- varleg vandræði. Treystið Ray ofursta — engum öðrum. Þér eruð í hættulegri stöðu, en það er samt ágæt staða, sem síðar meir getur veitt yður lífsstöðu og sjálfstæði. Ef sá tími skyldi koma, jafnvel----” Hún þagnaði skyndilega, og sá eg að hún var æst mjög og hugðist eg vita ástæðuna. “Lady Angela,” mælti eg hægt, “vitið þér hvar bróðir yðar var í nótt sem leið?” „Hann borðaði heima, en svo hugsa eg að hann hafi farið út síðar meir.” Eg kinkaði kolli. “Og ef hann kom heim þá hugsa eg að það hafi verið eftir klukkan þrjú.” Hún kom fast að mér, þótt engin hætta væri á því, að nokkur heyrði til okkar og sagði: “Hvernig vitið þér þetta?” “Er þetta ekki rétt?” spurði eg. “Hann kom ekki heim, og hann er ekki kominn heim ennþá.” Eg hafði altaf haldið að Blenavon hefði verið annar maðurinn, sem réðist á mig en nú var eg viss um það. “Þegar hann kemur heim,” svaraði eg hörkulega, “þá getur verið að hann verði ekki heill á húfi.” “Mr. Ducaine, þér verðið að skýra þetta nánar,” sagði hún. Eg sá enga ástæðu fyrir því, hversvegna eg ætti ekki að gera það. Eg sagði henni frá æfintýri mínu þá um nóttina. Hún hlustaði á mig óttaslegin. “Og þér meiddust ekkert,” sagði hún áköf. “Nei, eg var svo heppinn að sleppa ó- menddur.” “En segið mér hvað þér ætlið að gera,” sagði hún. “Hvað get eg svo sem gert,” svaraði eg. “Það var myrkur og eg þekti engan þeirra. Eg ætla að skrifa Ray ofursta, það er alt og sumt.” “Þessi andstygðar kerling,” tautaði hún. “Eg skal segja yður nokkuð, Mr. Ducaine. Ef Blenavon er við þetta riðinn þá er það áreiðan- lega henni að kenna.” “Það er rétt sennilegt,” svaraði eg. “Eg hefi heyrt um hana einkennilegar sögur. Hún er háskaleg kona.” Við þögðum bæði um hríð. Alt [ einu sneri Lady Angela sér að mér og sagði: “Eg er þreytt á öllum þessum vandræðum og ráðgátum. Við skulum gleyma þeim öllum svolitla stund þennan dýrðlega morgun. Getið þér ekki svikist svolítið um, og gengið með mér niður á sandana?” “Það hugsa eg,” svaraði eg, “ef þér viljið bíða meðan eg geri Grooton aðvart.” “Eg ætla að klöngrast niður klettana á meðan. Það er ekki örðugt.” Eg hitti hana stundarkorni síðar, og við lögðum leið okkar út á tangann. Máfarnir sigldu yfir höfði okkar, en lygn sjórinn lædd- ist upp að gulum sandinum; lengst inni yfir mýrunum sungu lævirkjarnir, en langt í f jarska sáust mennirnir við vinnu sína á bóndabýlun- um, og voru þeir eins og agnarsmáir deplar vegna fjarlægðarinnar. Við gengum saman og þögðum og var eg að gefa henni gætur. Hún gekk hnarreist mjög, og gekk með hinum þýða yndisþokka æskunnar og aflsins, en samt var raunablær yfir svip hennar. “Þessir dagar ættu að vera yndislegustu stundir lífs yðar,” mælti eg við hana. “Þegar á alt er litið, þá er það tæplega rétt að skemma þá vegna áhyggju yfir gerðum annars fólks.” “Annars fólks?” tautaði hún. “Eins og þér vi-tið, þá er eigingirnin af- sakanleg hjá æskunni, og ástfangnu fólki,” svaraði eg. “Blenavon getur varla talist til “annars fólks” í mínum huga,” svaraði hún. “Hann er eini bróðirinn, sem eg á.” “En Ray ofursti verður maðurinn yðar, og það er miklu þýðingarmeira,” svaraði eg. Hún leit á mig blóðrjóð í framan. “Þér vitið ekki hvað þér eruð að tala um, Mr. Ducaine,” sagði hún þyrkingslega. Ray ofursti og eg elskum ekki hvort annað. Þér hafið engan rétt til að halda slíku fram.” “Ef þið elskist ekki,” svaraði eg, “þá hafið þið engan rétt til að giftast.” Hún virtist dálítið undrandi á þessari framhleypni minni, sem von var. Þér eruð dálítið gamalsdags,” svaraði hún. “Hið gamla lifir stundum lengst. Og það er eins satt nú eins og það var satt forðum, að hjónaband án ástar er böl og syndsamlegt. Eg held að ef þér elskið ekki Ray ofursta, þá hafið þér engan rétt til að giftast honum.” Hún leit á mig. Vangar hennar voru rjóðir af göngunni og vindurinn hafði ýft hárið henn- ar á mjög yndislegan hátt. “Mr. Ducaine,” sagði hún, “álítið þér að P«p.y ofursti sé vinur yðar?” “Hann hefir verið mér mjög góður,” svar- aði eg. “Það er eitthvert samband á milli ykkar. Hvað er það?” “Það er ekki mitt leyndarmál,” svaraði eg. “Það. er þá leyndarmál,” hvíslaði hún. “Þetta vissi eg altaf. Vegna þess viljið þér ekki að eg giftist honum.” “Þér eruð mjög ungar,” svaraði eg. “Of ungar til að giftast nokkrum, nema af sannri ást. Síðar meir kynni sú ástæða að koma.” “Það hugsa eg ekki,” svaraði hún eins og í draumi. “Mér hefir aldrei fundist, að eg mundi elska neinn. Eins og þér vitið, þá eru sumir þannig gerðir að þeim er það ekki auðvelt.” “Og sumir þannig gerðir að þeim er það alt of auðvelt.” Hún horfði á mig forvitnislega, en hana grunaði samt ekkert við hvað eg átti. . “Mig langar til að spyrja yður að einu,” sagði hún eftir stundarþögn, “Er það nokkur önnur ástæða en þessi, sem þér hafið gegn gift- ingu okkar Ray ofursta?” “Ef hún væri til, þá hefi eg eigi neinn rétt til að segja yður hana. Það er hans leyndar- mál, en ekki mitt,” svaraði eg hægt. “Þér eruð mjög leyndardómsfullur,” sagði hún. “Ef eg er það, þá munið eftir því, að þér leggið fyrir mig mjög einkennilega spurningu.” “Ray ofursti er of heiðarlegur maður til að dylja mig nokkurs þess, sem eg hefði rétt til að vita,” sagði hún eins og hugsandi. Eg breytti umtalsefninu. Þegar á alt var litið var eg flón að hætta mér út í slíkar um- ræður. Við töluðum um önnur og þýðingar- minni efni, og reyndi eg af öllum mætti að varpa frá mér óhugð þeirri, sem sótt hafði á mig allan morguninn. En smám saman held eg að við höfum bæði gleymt áhyggjunum. Við gengum heim eftir sandhæðunum og náð- um þannig klettunum. Við gengum síðasta krókinn, og kofinn minn kom í ljós. Mér til mestu undrunar sá eg að maður stóð þar úti, og virtist vera að bíða eftir mér. Hann sneri sér í áttina til okk- ar. Hann var náfölur. Hann hafði sáraum- búðir um höfuðið og hendina í fatla. Það var Mostyn Ray ofursti. XXII. Kap.—Miss Moyat lætur til sín heyra. Ray var eins og hann var vanur að reykja í hinni feikna stóru pípu sinni, og tók hann har.a og lét niður með mestu nákvæmni er Lady Angela koni. Að sjá hann þarna og svona særtfan, gerði mig alveg orðlausan. Eg bara stóð og glápti á hann, en Lady Angela hrópaði upp af undrun, og gekk svo til hans og heilsaði honum. “Hvað þá Mostyn minn góður. Hvaðan kemur þú og hvað hefir fyrir þig komið?” hrópaði hún. “Eg kom frá London með blaða lestinni,” sagði hann. “Og höfuð þitt og handleggur?” “Eg lenti í bílslysi í gærkveldi,” svaraði hann hörkulega. Við þögðum öll svolitla stund Hvað mig snerti var eg mállaus af undrun. En Lady Angela virtist verða óróleg undir hinu rann- sakandi augnaráði ofurstans, sem sagði rólega: “Kveðjurnar sem eg fæ virðast ekki vera frá- munalega hjartanlegar.” Lady Angela hló, en hláturinn var eitthvað óeðlilegur. “Þú getur búist við að fólk verði hissa, Mostyn, þegar þú kemur svona öllum á óvænt. Auðvitað þykir mér vænt um að sjá þig. Hefir þú séð Blenavon ennþá?” “Eg hefi ekki farið heim í húsið. Eg kom beint hingað.” “Og farangurinn yðar?” spurði hún. “Týndur,” sagði hann þurlega. “Eg náði rétt í lestina, en burðarsveinninn minn virðist hafa mist af henni.” “Það virðist eins og þú hafir lent í hverri hrakförinni eftir aðra,” svaraði hún. “En sleppum því. Þú hlýtur að vera svangur, eða langar þig til að tala við Mr. Ducaine?” “Næst því að fá að verða þér samferða heim að húsinu, þá er morgunverðurinn mitt mesta áhugamál.” Lady Angela kvaddi mig brosandi og Ray kinkaði kolli í áttina til mín, alt annað en hjartanlega. Horfði eg á þau hverfa mér sýn inn í trjágarðinn, en enga ástúð sá eg í lát- bragði þeirra. Ray virtist varla líta við unn- ustunni, en hún virtist niðursokkin í hugsanir sínar. Er þau voru horfin, gekk eg inn og settist með þungum hug að snæðingi og át og drakk eins og maður í draumi. Kvöldið áður hafði Ray ekki minst á, að hann ætlaði að koma til Braster. En samt var hann kominn, far- angurslaus og allur særður. Alveg eins og eg bjóst við að maðurinn yrði sem eg sló til um nóttina. Þrátt fyrir það þótt framkoma Rays við mig væri oft næsta óskiljanleg, þá hafði eg þó aldrei efast um heiðarleika hans. Traust mitt á honum var sá klettur sem eg hafði alt af bygt á, þótt margt skeði undarlegt síðan eg réðist í ritarastöðuna. Þetta var fyrsta áfellið, sem traust mitt á honum varð fyrir hnekki, og fanst mér, að eg yrði að finna sannleikann í þessu máli, hvað sem það kostaði mig. Að morgunverði loknum, lauk eg við skjölin, sem eg var svo skyldugur til að læsa inn í peninga- skápnum í bókastofunni. Eg stakk skjölunum í vasa minn, og í stað 'þess að fara heim að húsinu hélt eg til Braster stöðvarinnar. Þar var flutningsmaður einn, sem eg hafði talað við einu sinni eða tvisvar. Kallaði eg hann afsíðis og sagði við hann: “Getur þú sagt mér hvaða farþegar komu hingað á stöðina með dagblaðalestinni í morg- un?” “Það komu engir farþegar með henni, herra minn,” svaraði maðurinn hiklaust. “Eg var að búast við Ray ofursta með þeirri lest,” svaraði eg. Maðurinn horfði á mig tortryggnislega og svaraði: “Hvað er þetta? Hann kom í gær- kveldi með sömu lestinni og þér herra minn. Eg veit þetta vel, því að hann fór af lestinni rétt þegar hún var að fara af stað, og gekk inn í hús stöðvarstjórans, til að kveikja í pípunni sinni.” “Þakka yður fyrir,” svaraði eg og gaf manninum skilding. “Við höfum þá hlotið að farast á mis.” Eg gekk heim frá stöðinni. Allar skoðanir mínar voru nú á ringulreið. Ray ofursti hafði skilið við mig fyrir utan klúbbinn sinn, tuttugu mínútum áður en lestin mín fór af stað. Hann hafði ekki minst á að koma til Braster. Við höfðum ferðast á sömu lest, en hann hafði leynst mér og logið að mér og Lady Angelu þá um morguninn, og hafði einmitt þau sár, sem eg hafði sært mótstöðumann minn. Ef líkur voru nokkurs virði sem vitnisburður, þá var það Mostyn Ray, sem ráðist hafði á mig. Eg hélt beint til þorpsins. Er eg kom út úr póst- húsinu, þá hitti eg Blanche Moyat. Hún rétti mér hendina mjög hjartanlega. “Ætluðuð þér að líta inn?” spurði hún áköf. “Nei, ekki í dag,” svaraði eg. “Eg er á leiðinni til Rowchester, og er þegar orðinn of seinn.” “Komið þér inn fáein augnablik,” sagði hún lágt og í bænarrómi. “Mig langar til að tala við yður.” “Ekki um þetta gamla málefni, vona eg,” svaraði eg. Hún litaðist um og varð mjög leyndar- dómsfull á svipinn og sagði: “Vitið þér að ein- hver er að gera fyrirspurnir um — þennan mann?” “Það er það sem eg hefi altaf búist við, að vinir hans spyrðust fyrir um hann, og að þeir kæmu fram þegar minst vonum varði,” svaraði eg. Við vorum nú andspænis húsi þeirra Moy- ats hjónanna. Hún opnaði hurðina og benti mér að koma inn. Eg hikaði við, en fylgdi henni samt. Hún fór með mig inn í gestastof- una og lokaði hurðinni mjög vandlega. “Mr. Ducaine,” sagði hún, “mér er þetta alvara. Það er einhver hérna í þorpinu, sem er að gera fyrirspurnir um þennan mann, sem fanst dauður.” “Jæja, svaraði eg, “hvað er svo sem furðu- legt við það? Það var næstum áreiðanlegt að vinir hans mundu fyr eða síðar birtast á sjón- arsviðinu.” “Vinir hans,” svaraði hún. “En vitið þér hverjir þeir vinir hans eru?” “Ó, nei, og mér er alveg sama um það. En mér þykir eitt slæmt, Miss Moyat, og það er, að eg skyldi nokkurntíma biðja yður um að þegja um 'það, sem þér vissuð um þennan mann. Eg sá hann aldrei. Eg veit ekkert hver hann var, og veit ekkert um hann, og langar ekki til að vita neitt um hann, Miss Moyat. Mér er alveg sama um það, hvort hann var konungs- sonur eða flökkumaður.” “Jæja, hann var nú ekki neinn aumingi eftir alt saman,” sagði hún með miklum merk- issvip. “Hafið þér heyrt talað um frúna, sem hefir leigt Braster Grange? Hún er vinur Blenavons lávarðar. Hann situr þar öllum stundum.” “Eg hefi heyrt hennar getið,” svaraði eg gætilega. “Hún hefir verið að spyrjast fyrir um þennan mann ,alstaðar hvar sem hún getur og í gær stendur dálítil grein í blaðinu, og er þar heitið fimtíu punda verðlaunum, hverjum þeim, sem geta gefið fullnægjandi upplýsingar um hann.” “Haldið þér að eg hafi myrt hann?” spurði eg. Hrollur fór um hana er hún svaraði: “Nei, auðvitað ekki.” “Því þá að gera slíkt veður út af þessu? Eg óttast ekkert í þessu máli; og því skylduð þér þá óttast nokkuð?” “Eg er ekkert hrædd,” svaraði hún. “En það er eitthvað í sambandi við þetta sem eg ekki skil. Þér hafið altaf forðast mig síðan þann morgun.” “Hvaða rugl,” svaraði eg. “Það er ekki rugl. Það er sannleikur. Þér komuð stundum til að sjá föður minn — og nú komið þér aldrei nærri heimili okkar. Það er mjög — illa gert af yður,” sagði hún með ekka. “Eg hélt eftir þennan morgun, eftir að eg hafði lofað þessu, að við yrðum betri vinir eftir en áður, en þvert á móti. Síðan hafið þér forðast okkur. Og mér er sama hver veit um það, mér líður illa yfir þessu.” “Mis Moyat,” sagði eg. “Mig tekur það sárt ef eg hefi gert yður samvizkukvöl með því að segja þessi ósannindi fyrir mig. Mig langaði bara til----” “Það er ekki það eingöngu,” svaraði hún. “Þér vitið að það er ekki það.” Þér álítið að eg sé miklu skilningsbetri en eg er,” svaraði eg rólega. “Faðir yðar hefir ætíð verið mér mjög góður, og eg get fullvissað yður um, að eg hefi eigi gleymt því. En nú hefi eg verk að vinna og aðeins einn klukkutíma eftir. Mr. Moyat skilur það sjálfsagt, það er eg viss um.” Nú opnaðist hurðin skyndilega og inn kom frú Moyat, lagleg og sælleg. Hún horfði á okkur bæði með vingjarnlegu og skilningsfullu brosi, sem kom mér til að stokkroðna, því að það var ekki mér að kenna, að Blanche Moyat hékk yfir stólinn sem eg sat á.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.