Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. SEPT. 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA KLETTAFJÖLL OG KYRRAHAF Eftir Sig. Júl. Jóhannesson Framh. Eg var nýlega að lesa Lög- berg; þar rakst eg á fallegar vísur eftir séra KoLbein Sœ- mundsson. Síðari vísan er þann- ig: flutt hingað vestur, en bygt þetta myndarlega steinhús skömmu áður. Kona nokkur átti heima hjá Lárusi, sem Guðrún hét Þóroddardóttir; hún þjónaði sjómönnunum, eins og það var kallað. Ásmundur Björnsson frá Svarfhóli, sem var einn af sjómönnunum, orti þessa vísu um hana: “Alt er tárhreint allsstaðar, “Heillar landið huga minn v helgri fegurð vafið: gott er að ala aldur sinn út við Kyrrahafið.” Þetta mun vera rétt og sönn hugsun íslendinga yfirleitt á Ströndinni; tel eg víst að hver einasti landi læri þetta mjúka erindi, 'þar sem svo vel og blátt áfram er sagt frá. Eg mætti séra Kolbeini í Seattle, er hann einkar vinsæll og viðfeldinn maður. Eg held að hann þjóni enskum söfnuði. Á hátíðinni í Seattle kom til mín kona og heilsaði mér kunn- uglega. Eg kannaðist ekkert við hana: “Þú manst víst ekki eftir henni litlu Laugu á Ásláks- stöðum?” sagði hún. Þá rifjað- ist það upp fyrir mér hver hún var: Þegar eg var sjómaður á Vatnsleysuströndinni fyrir meira en fjörutíu árum, var eg á vegum Lárusar hómópata Páls- sonar. Við sjómennirnir héld- um til í .steinhúsi, sem kallað var Freysteinshúsið. Faðir þeirra Frazers systkina hafði engin lús á gestum, því hún Gunna Þóroddar þjónar okkur flestum.” Þessi kona átti unga dóttur laglega og skemtilega, sem altaf var kölluð litla Lauga, og það var hún sem eg mætti þarna í Seattle eftir öll þessi ár. Hún er nú stór og gerfileg kona, en þegar eg fór að tala við hana heyrði eg það eða fann að það virkilega var hún litla Lauga. Héðan frá Winnipeg flutti ný- lega kona vestur að hafi; hún heitir Guðbjörg Gíslason, var ekkja og á son í Winnipeg, sem Þorsteinn heitir. Þegar hún hafði verið um tíma þar vestra giftist hún manni, sem Kárason heitir; þau eiga laglegt heimili í Seattle. Við þektum Guð- björgu vel þegar hún var hér, mættum henni á hátíðinni og bauð hún okkur heim til sín. Okkur þótti vænt um að sjá hversu vel henni líður, því hún átti hér sJundum við erfið kjör að búa. Sérstaklega hafði það þó lamað krafta hennar, bæði INNKQLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth................................J. B. Halldórsson Antler, Sask...........................K. J. Abrahamson Árnes..............:..................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Beckville...............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge...........................H. A. Hinriksson Cypress River.............................Páll Anderson Dafoe.....................................S. S. Anderson Ebor Station, Man.....................K. J. Abrahamson Elfros................................J. H. Goodmundson Eriksdale...............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask......................:Rósm. Árnason Foam Lake...............................H. G. Sigurðsson Gimli.....................................K. Kjernested Geysir..................................Tím. Böðvarsson Glenboro....................................G. J. Oleson Hayland.................................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Húsavík.................................John Kernested Innisfail.............................Ófeigur Sigurðsson Kandahar.................................S. S. Anderson Keewatin..........«.....................Sigm. Björnsson Langruth...................................B. Eyjólfsson Leslie................................................Th. Guðmundsson Lundar.........................Sig. Jónsson, D. J. Lindal Markerville.......................... ófeigur Sigurðsson Mozart....................................S. S. Anderson Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor Otto.......................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Red Deer.........................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík...................................Árni Pálsson Riverton...........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk...........................................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man...........................K. J. Abrahamson Steep Rock..................................Fred Snædal Stony Hill.................................Björn Hördal Tantallon.........................................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víöir...................................Aug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................Finnbogi Hj álmarsson Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard...............................,„..S. S. Anderson í BANDARIKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Crystal.............................................Th. Thorfinnsson Edinburg............................................Th. Thorfinnsson Garðar..............................................Th. Thorfinnsson Grafton................................„.Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarason Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.................................... S. Goodman Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain............................... Th. Thorfinnsson National Ci'ty, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St- Point Roberts....................................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarsson Upham....................................Bi. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipeg, Manitoba andlega og líkamlega, þegar hún varð að horfa á eftir drengnum sínum í stríðið 1916. Hún lifði samt þá ánægjustund að heimta hann aftur heilan heilsu að mestu leyti. Einni konu mættum við þarna, sem eg man, ekki eftir að eg hafi kynst fyr, en eg þekti fólk- ið hennai® á íslandi. Hún er ekkja og hefir með frábærum dugnaði komið börnum sínUm til manns. Þessi kona heitir Helga og er systir Styrkárs Vésteins Helgasonar ættfræðings. Hún spurði um ýmsa og ýmislegt hér eystra, gat eg svarað sumu en sumu ekki. Einn daginn vorum við í heim- boði hjá Jóhanni Straumfjörð og konu hans. Hann er sonur Jóns Straumfjörð frá Lundar, sem þá var að flytja vestur að hafi og hefir nú sezt að í Van- couver. Kona Jóhanns heitir María og er alsystir Einars Páls Jónssona.sr ritstjóra 'Lögblergs. Eru þau myndarhjón og hafa á sér almenningsorð fyrir góðvild og mannkosti. Þau eiga ágætt heimili og vel gefin börn. Var okkur fagnað þar með hinni mestu vinsemd ásamt öllum þeim, sem voru í íslendinga- dagsnefndinni. Allar sýslur íslands eiga ítök á tSröndinni, en eg held að þar séu þó fleiri úr Borgarfirðinum en frá nokkru öðru héraði. Einn atkvæðamannanna þaðan er Kol- beinn Þclrðarson prentsmiðju- eigandi. Hann er sonur Sigur- geirs og Önnu sem fluttu hingað vestur frá Laxfossi í Stafholts- tungum og bjuggu lengi í Ar- gyle-bygðinni. Kona Kolbeins er Anna systir Ingi Johnson for- stöðukonu Betel og þeirra systra, hefir hann rekið prentiðn á eig- in reikning um langt skeið í Se- attle. Við vorum í heimboði hjá þeim hjónum og var þar ágæt- lega tekið; þau eiga prýðilegt heimili; börnin eru uppkomin og vel að manni; einn sonur þeirra hjóna er læknir og kom- um við heim til hans; hann er kvæntur hérlendri konu og eiga þau eitt barn. Læknirinn gegn- ir opinberri stöðu fyrir stjórn- ina í Washington-ríki. Kolbeinn hafði hvað eftir annað beðið mig að koma vestur á íslendingadag í Seattle þegar hann var skrifari nefndarinnar. Eg bjóst við að hann mundi nota tækifærið og hella yfir mig fullum mæli reiði sinnar fyrir það að eg hafði lof- að honum að koma vestur en svik ið það loforð. En hann hefir sjálfsagt lært það að maður á að launa ilt með góðu, eða þaó sýndu að minsta kosti viðtök- urnar þegar til kom. Fjórum gömlum bindindis- berserkjum mætti eg vestur frá, auk þeirra, sem eg hefi áður tal- ið; það voru þau: Jónatan Stein- berg, Ólafur Bjarnason, Jónína Johnson (Lambourne) og Fanny Johnson (Jacobs). Voru þetta alt fornir kunningjar, sem skemtilegt var að mæta. Alt þetta fólk vildi fræðast um bind- indisbaráttuna í Winnipeg. Flest mintist það þess hversu skemti- legt það hefði verið að sjá Gunn- laug Jóhannson þegar hann var á ferðinni vestur frá árið áður. Alt er þetta fólk ennþá trútt bindindismálinu, þótt það hafi ekki tækifæri til þess að bind- ast sérstökum félagsböndum í þá átt, sökum fjarlægðar og strjálbygðar. Sveinn Björnsson bróðir Dr. ólafs Björnssonar bauð mér heim til sín, hafði eg lofað honum að reyna að koma eins og fleirum; en tíminn var floginn áður en eg kæmi því í fram- kvæmd; þótti mér sérlega mikið fyrir því. Sveinn er svo skemti- legur maður og fróður að bæði er gagn og gaman að tala við hanp. Einn daginn vorum við í heim- boði hjá þeim Ragnheiði Good- man og Tovey Jacobson. Ragn heiður er dóttir Einars Zöega í sem Goodman heitir og líður | vél. Tovey er dóttur-dóttir Ein- i ars Zöega og Egils kaupmanns Jacobssonar í Reykjavík, nýlega ! komin að heiman; vinnur hún1 við myndasmíði en Guðrún dótt- j ir Ragnheiðar stundar fasteigna- sölu og sýnir þar mikinn dugn- [ að; er hún eina íslenzka konan sem eg veit til að þá atvinnu stundi. Á hátíðinni í Seattle mættum við konu séra K. K. Ólaf&sonar og bróður hennar prófessor Björnssyni frá Chicago; hann er mikils metinn fræðimaður, prúð- ur í framkomu og látlaus. Mrs. Ólafsson bauð okkur heim til sín, en okkur entist ekki tími til þess. Einn af nefndarmönnum há- tíðarinnar fanst mér sem eg þekti vel, þótt eg hefði aldrei mætt honum áður; eg hafði skrifast á við hann, því hann var skrifari. nefndarinnar; hann heitir Lincoln Jóhannson, ungur jnaður og efnilegur, hámentað- ur og hefir víða ferðast. Er hann bróðursonur Ólafs Jó- hannsonar ,sem um eitt skeið var verzlunarmaður og kaupsýslu- maður að Elfros í Saskatchew- an. Dóttir Mrs. Thomson, konunn- ar, sem við dvöldum hjá, heitir Dorothy, sérlega vel kefin kona og einkar fríS sýnum; hún var flugkona í þjónustu Bandaríkja- stjónarinnar áður en hún giftist og þótti sérlega fær í þeirri list. Hún er nú gift manni, sem heitir Otto V. Mittélstadt og er lík- skoðunarmaður í umdæmi sínu. Menn eru kosnir í þá stöðu í Bandaríkjunum. Hann flutti stutta tölu á hátíðinni og mælt- ist vel. Hann átti auglýsingu í skemtiskránni, sem þannig end- aði: “Mér er mentaður í félags- legum viðskiftum við íslend- inga.” Ein Winnipeg konan, sem við mættum vestur frá, var ekkja Péturs Pálmasonar; hún flutti vestur að hafi fyrir mörgum ár- um og er nú gift aftur manni er Davidson heitir, bróður Gunn- laugs Davidsonar að Baldur. — Hún var kát og virtist líða vel. Emily dóttir hennar, sem lengi var kennari, hefir lært mannfé- lagsfræði og skipar ábyrgðar- mikla stöðu hjá Washington- stjórninni; hún á heima í Bell- ingham. Emily er framúrskar- andi dugleg kona. Eg átti von á að hitta einn fornkunningja minna á Strönd- - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er a5 flnni 6 skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 153 Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 Orvic* Phons Rks. Phons 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDIOAL ART8 BUIUDINQ Ovncs Houss: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. 4ITO BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALUENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur útl meðöl I vlðlögum Viðtalstfmar kl. 2—4 «. h. 7—8 ati kveldinu Slmi 80 867 665 Victor 8t. Dr. S. J. Johannesjon 806 BROADWAY Talaiml 80 877 VlOt&lstlmi kl. 8—6 e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annast nm útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 30 607 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watchea Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone84 054 Fresh Cut Flowers Daily Plants ln Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Fvrniture Uoving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. Y. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 883 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusimi 80 887 Heimasími 48 551 inni, en það fyrirfórst; það var Þorsteinn skáld M. Borgfjörð; man eg glögt eftir því hversu fjörug og skemtileg kvæði hann oft orti í gamla daga; það var á duggarabandsárum “Hagyrð- ingafélagsins”. Nú var Þor- steinn lasinn og gat ekki komið á hátíðina, en hann sendi ljóm- andi fallegt kvæði. Fólk kom víða að á þessar há- tíðir bæði í Blaine og Seattle. Meðal þeirra, sem á báða staðina kom voru þau Lúðvík Laxdal og kona hans, ásamt systir hennar, ekkju Árna Friðrikssonar. Þau Laxdals hjónin eiga heima í Portland, Oregon. Lúðvík átti I fyrrum heima í Winnipeg, síðar| var hann alllengi að Leslie í Saskatchewan sem bóndi og svo timburkaupmaður að Kandahar. Eru þau hjón frábærlega vel látin, og vinamörg hvar sem þau fara. Ekkja Árna Friðrikssonar er orðin aldurhnigin, en glöð og kát og hraust að sjá. Veit eg að mörgum hér eystra þykir vænt um að frétta að henni líði vel, því margir muna Árna Friðriks- son með hlýjum huga fyrir vin- samleg og óhlutdræg viðskifti í gamla daga. Á heimilinu hjá Mrs. Thom- son er ung stúlka og efnileg, sem Hallgrímsson heitir; er hún hálf- systir Ben. Hallgrímssonar, sem eg hefi áður minst; var móðir hennar dóttir Hinriks Eiríksson- ar að Point Roberts og konu hans. Þar á heimilinu er einnig og ólík öðru fólki; hún heitir Anna, altaf kölluð litla Anna. Hún kom frá íslandi á fyrstu árum vesturflutninganna; var lítið meðal landa sinna en vann lengstum á hóteli. Þegar hún hætti að geta unnið endurtókst gamla sagan, sem oft á sér stað, að henni var ofaukið þar, sem hún hafði eytt kröftum sínum. Mrs. Thomson hefir því tekið hana á heimili sitt og fer með hana eins og hún væri móðir hennar; enda lifir nú gamla kon- an eins og blóm í eggi og er hin kátasta. Það er einkennilegt að þetta háaldraða barn kallar Mrs. Thomson “mömmu”; en það gera allir á heimilinu. Það lá við að við værum farin til þess líka. Kötturinn, sem er gulur og ljót- ur, mundi gera það sama ef hann mætti mala — og hann er svo skynsamur að honum er einskis varnað nema málsins. Framh. HITT OG ÞETTA Reykjavík; er hún gift manni, gömul kona íslenzk einkennileg Prófessor Keller var mjög viðutan oft og tíðum. Einu sinni var hann á heimleið úr veislu seint um kvöld, en hafði þá alveg gleymt hvar hann átti heima. Hann sneri sér að manni sem hann mætti á götunni og spurði hæversklega: — Getið þér ekki gert svo vel og sagt mér hvar prófessor Kell- er á heima? — Hvað er þteta? prófessor Keller! Þér eruð — Það veit eg vel, sagði pró- fessorinn þá önugur. Eg spurði ekki um það hvað eg heiti, held- ur hvar eg á heima. * * * Mark Twain var einu sinni kyntur frægum píanóleikara. — Hvað segið þér um píanó- ið? spurði píanóleikarinn. — Alt gott. Það hefir einu sinni bjargað lífi mínu. — Hvernig skeði það? — í vatnavöxtum. Húsið okk- ar fór í kaf og pabbi sigldi burtu á kommóðunni. — En þér? — Eg sigldi í kjölfar hans á píanóinu. * * * Kennarinn: Nú Óli, hvað-get- ur þú sagt mér um Abraham ? Óli: Hann var óákveðinn 1 pólitíkinni. Kennarinn: Hvernig dettur þér það í hug, drengur? Óli: Hann sagði við Lot: Far- ir þú til hægri, fer eg til vinstri, og farir þú til vinstri, fer eg til hægri. * * * Schussnigg fyrverandi ríkis- kanslari í Austurríki, er altaf fangi Gestapo lögreglunnar í Hótel Metropol í Vín, en sonur hans er starfandi meðlimur “Hitlers-æskunnar”. * * * Liljencron sagði við mann, sem var að gorta af ætterni sínu: — Þér minnið mig á kartöflu. — Hvernig? — Það besta við yður er neð- anjarðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.