Heimskringla - 18.09.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.09.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. SEPT. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA VIRKUR DAGUR 1 RÍKI HITLERS Eftirfarandi grein er bréf frá þýzkum verkamanni, sem komið var út úr Þýzkalandi á laun, og birt í blaði — sem alþjóðasam- band flutningaverkamanna, — I.T.F., gefur út vikulega um á- standið í þeim löndum, sem nú eru undir járnhæl þýzka nazis- mans. Jafnvel þótt einungis lítill hluti af þeim loforðum, sem þýzka verkalýðnum eru gefin, væri haldin, væri starfið sann- kölluð gleði. Því meir, sem er talað og skrifað um fögur fyrir- heit verkalýðnum til handa, því minna er fyrir hann gert. Og ef einhver verkstjórinn reynir ein- hverntíma að ná miklum afköst- um, mishepnast það allajafna vegna þess, að hann verður að fara með verkamennina eins og dauðar vélar. Við verkamenn- irnir erum í raun og veru dauðir hlutir, sálarlaus númer, sem hægt er að raða niður eftir geðþótta. Þetta verðum við allir varir við, og það er nóg til þess, að flestir okkar leggja árar í bát. Nazist- arnir hafa gert okkur að hræsn- urum, og munurinn á okkur er einungis sá, að einn getur hræsn- að meira en annar. Við verðum allir hræsnarar Það byrjar strax á leiðinni til vinnunnar. Það situr einhver ná- ungi í sporvagninum eða lestinni og þruglar um leiðarann í ein- hverju nazistablaðinu í gær. — Menn eru auðvitað á annari skoð- un en hann, en enginn þorir að segja neitt, nema samþykkja, því að maðurinn er kannske nazista- spæjari. Enginn veit, hvers kon- ar náungi það er, sem situr við hlið manns. Þegar komið er inn í verk- smiðjuna, verður maður að at- huga, hverjir eru þar fyrir, áður en maður Jieilsar. Það verður að bera tilhlýðilega virðingu fyrir eftirlitsmanni nazistanna. Sá, sem gerist brotlegur í því efni, er álitinn óvinveittur hreyfingunni og þar með stimplaður föður- landssvikari. Og föðurlandssvikarar lenda í fangabúðum. Eimpípurnar blása og hópur- inn hleypur af stað. Áður fyrr töluðu nazistarnir um starfs- deyfði En nú hefir starfið verið gætt “þýzkum áhuga”, og hrað- inn hefir aukist að mun. f viðgerðaverkstæðinu hafa menn líka sínar áhyggjur. Á hverju á að byrja, og hvar á að taka efnið? Menn hafa varlega orð á áhyggjum sínum. Þeir þykjast óánægðir yfir því, að þessi eða hin aðferðin hafi ekki dugað. Við því er ekkert að segja. Það telst ekki til föður- landssvika að láta áhyggjur sín- ar í ljós yfir því, að verkið gangi ekki sem æskilegast. En ef þess- ir menn segðu það, sem þeim býr í brjósti, myndu þeir óska verk- smiðjunni til fjandans. En það má ekki segja þvílíkt og annað eins. Áður fyrr gátu menn snúið sér til framkvæmdastjórans með vandkvæði sín viðvíkjandi starf- inu. Nú orðið þora verkamenn- irnir ekki að koma nálægt hon- um. Það gæti endað illa, og að minsta kosti bætir það ekki úr skák. Síðan vinnuveitandinn varð yfirmaður alls starfsfólks- ins hefir hann fengið ótakmark- að vald yfir því. Fulltrúaráð hans eru trúir þrælar hans og eru þakklátir fyrir hin léttu störf, sem þeir hafa verið keytir fyrir. Þeir hirða laun hæfustu vérka- manna, án þess að hafa nokkra hæfileika sjálfir. Þeir eru hrædd- ir um að þeim verði sagt upp, og það e'r því gersamlega þýðingar- laust að leita verndar þeirra. Njósnararnir Starfsfélagarnir geta ekki hjálpað hver öðrum. Og enginn þorir að tala í trúnaði við annan, því að enginn veit, hvar svikar- inn leynist, sem getur komið öll- um í fangabúðir, ef hann vill. Á hverjum vinnustað læðist njósn- ari um, og þáð skynsamlégasta er að þegja. Og ef verkamaðurinn lendir í ónáð yfirmannsins eða eftirlitsmannsins, þarf hann ekki lengi að bíða, þangað til hann verður var við afleiðingarnar. Og lítil hætta er á því, að menn hækki í tigninni, hversu mjög sem þeir vanda störf sín. Og það er ekki auðhlaupið að því að verða meistari í iðngreinunum. Aðeins þeir, sem eru sanntrúaðir nazistar, meðlimir flokksins S. A. menn eða S. S. menn geta komist á þá grænu grein. Mönn- um er raðað í launaflokkana eftir geðþótta, og það verða þeir að láta sér lynda. Falli maður í ónáð, á hann sér ekki uppreisnar von úr því. Og oft er hann þá sendur burtu á einhvern f jarlæg- an vinnustað. Þessi brottflutningur þýðir það, að maðurinn verður að skilj- ast frá fjölskyldu sinni og öllu einkalífi. Og þar verður hann að taka þátt í hinu svokallaða “fjölskyldulífi í bröggunum”. — Þetta “f jölskyldulíf” er ef til vill það andstyggilegasta, eftir að verkamennirnir eru búnir að púla allan daginn fyrir litlu kaupi. Það er þannig, að verkamennirn- ir eru neyddir til að hlusta á I undleiðinlegan útvarpsfyrirlest- ur um nazismann. Menn fá ekki að eiga . eina einustu mínútu sjálfir. Alls staðar er vakað yfir þeim, og þegar þeir eru orðnir stein uppgefnir á sál og líkama, fá þeir loks að sofa í fáeina klukkutíma. Heima sitja konan og börnin og verða að láta sér nægja þá fáu aura, sem fyrirvinnan getur sent heim. Áður fyr, meðan við vorum ennþá verkamenn en ekki vinnu- vélar, var hægt að gleyma á- hyggjum sínum á helgidags- kvöldunum. En nú eru menn svo uppgefnir á kvöldin, að þeir veita því ekki neina athygli, hvort það er helgidagskvöld eða ekki. Og menn hafa ekki lengur neinn frið til þess að lesa í bók- um. Ef maður vill smíða eitt- hvað í höndum sér í frístundum sínum og hefir efni, þá ér það hægt, en áhyggjurnar víkja aldrei um hársbreidd. Og altaf er sami sónninn í útvarpinu. Stundum hittir maður ef til vill vini sína, en þeir eru jafn á- hyggjufullir og maður sjálfur. Áhyggjur húsmóðurinnar Þá er nú komið að mataræðinu, hinum næringarlitla mat, sem húsmóðurinni hefir tekist að út- vega, af skornum skamti þó. Og getur maður þá komið með á- hyggjur sínar til húsmóðurinn- ar, sem ef til vill hefir sjálf miklu meiri áhyggjur? Hún er ráðalaus. Hún veit ekki, hvernig hún á að fara að því að metta þessa svöngu munna. Það þarf að sóla skóna drengsins, og telp- an þarf nýja skó. Húsmóðirin hefir altaf reynt að láta eiginmanninn fá góðan mat með sér á vinnustaðinn, því að hvað skyldu starfsfélagar hans annars segja? Afgangarn- ir voru borðaðir heima. En nú verður fyrirvinnan að nota mar- melaðe ofan á brauðið sitt, svo að þeir, sem heima eru, geti fengið eitthvað. Áður fyrr borðuðu menn brún- aðar kartöflur á hverju kvöldi. Nú er ekki framar til nein fita til þess að steikja kartöflurnar í, og sá, sem vill fá brúnaðar kar- töflur, fær ekkert ofan á brauð- ið sitt, og það er ekki altaf hægt að borða marmelaðe. Hvað verður um börnin? Og ekki eru minstu áhyggjurn- ar út af börnunum. Fjölskyldan, sem er svo mjög í hávegum höfð í Þriðja ríkinu, er raun^erulega ekki til lengur. Meðan börnin eru lítil gengur alt vel. En þeg- ar húsmóðirin vinnur úti, verður hún að koma börnunum fyrir á barnaheimilum nazistanna, og þar verða þau fyrir áhrifum frá barnfóstrunum. Þessu heldur enn áfram í barnaskólunum, en verst er þó Hitlersæskan og þýzku kvenfélögin. Það er ekki lengur óhætt að segja það, sem manni býr í brjósti, svo að börnin heyri. Þau eru vís með að glopra því út úr sér í barnalegum fávita- skap. Menn verða að vera vel á verði um orð sín og athafnir. Menn vita, að einn góðan veð- urdag vakna börnin til skilnings á þeirri lífsvizku, sem að þeim hefir verið haldið. Menn vilja reyna að gera þau hluttakandi í því, sem þeir hafa sjálfir barist fyrir að varðveita. En ekkert má segja. Foreldrarnir verða að vera óvirkir áhorfendur að því, hvert barnið leiðist. Og áhyggjur for- eldranna um framtíð barnanna eru ef til vill þyngstu áhyggj- urnar. Á morgnana fer fyrirvinnan aftur til vinnu sinnar, án þess að hafa notið gleði heimilislífsins. f einu horni strætisvagnsins situr nazistasprauta og þiliglar um leiðarann í nazistblaðinu frá í gær.—Alþbl. 22. júlí. AN ADDRESS BY MISS AMERICA (Miss Helen Freeman, Gimli, Man., August Sth, 1940) I appreciate deeply the honor granted to me of appearing be- fore you as a representative of my country on this occasion. It is my proud privilege to bring to you greetings from many hund- reds of people of Icelandic orig- in or extraction south of the international boundary. While only a very few of them have the opportunity to attend this great celebration on this historic spot, they are all with you in spirit this day, and wish that this day may be successful in strengthening the ties og kin- ship. In furthering friendliness between individuals and in fos- tering goodwill between the na- tions concerned. Celebrations of this magnitude are obviously impossible in the United States. Our people in that country are relatively few and scattered over a wide area. We rejoice with you in your unity and strength manifested in continuous festivities of this kind for more than half a cen- tury. We are proud of your perseverence and loyalty to the worthy heritage and traditions of our forefathers. In spite of our less patriotic activity, due to reasons already stated, let me assure you, we- American-Ice- landers are also deeply conscious of our Icelandic heritage, ánd highly appreciative of the cul- ture and history of the Icelandic people. I come to you today, not only as one bringing greetings from the United States, but as an un- official messenger of interna- tional good-will. In these days the boundaries are closely guard- ed, and people are mutually su- spicious of any one coming from another country. It is a well known fact, and often stated that the two nations living on the North American continent have given the world an áctive demon- stration covering a period of more than a century of how the people of the world ought to live together. On our boundary, which is the longest in the world there are no fortresses, no guns, no soldiers, and there is little hindrance to free intercourse be- tween the nations. It is the sin- cere prayer of the people of the United States that this boundary line may always be open, and that the cordial relationships which have been fostered in the past may be preserved through the ages. Not only are the peo- ple of Icelandic extraction closely bound together in these two countries but the two coun- tries at large have in common those things that make life worth living. The love of liberty, demo- cratic institutions, common law, common language, common as- pirations. Though living under different forms of government, these things unite us and make us one nation, with a harmonious programme of progress in a world of strife and stress. The tribulations of a war-torn world make us all the more con- scious of our unity and common destiny. Our past history is closely interwoven, our future is inseparable. The great republic which I represent and the Brit- ish Commonwealth of Nations, including this great Dominion, ace called to be the guardians of the glorious heritage of freedom. Conceived in the bosom of the Maid of the Mountains more than a 1,000 years ago, and cher- ished by the noblest of every race down through the ages, we accept that challenge, conscious of our united strength. United in spirit we cánnot fail in any noble endeavor. ÍSLENDINGAR í HERNUM Hvað margir íslendingar eru í herinn komnir, mun ekki auðvelt að segja með vissú. En að þeir séu talsvert margir, er óhætt að fullyrða. Heimskringla sneri sér til Jóns Sigurðssonar félagsins, sem hún 'vissi að velferð landa vorra í stríði lætur sig mikið skifta, og spurði hvort nokkrar upplýsingar væru við hendina um tölu íslenzkra hermanna. — Þetta var fyrir nokkru síðan. Nú hefir félagið látið Hkr. í té nafnaskrána, er það hefir aflað sér og birtist hún hér með. Enn- fremur biður félagið skyld- menni, vini eða kunningja þeirra fslendinga sem í herinn kunna að hafa gengið og því er ekki kunnugt um, að greina sér frá því. Heimskringla vill hvetja menn til þess að verða við þess- ari bón J. S. félagsins, svo að engir landanna sem í hernum eru, fari á mis við þá aðstoð, sem hægt er undir forustu Jóns Sig- urðssonar félagsins að veita þeim af þjóðbræðrum þeirra, sem heima eru, en sem til þeirra hugsa og fúsir vildu stuðla að því, að hagur þeirra væri sem beztur. Þetta væri ákjósanlegt, að allir hefðu í huga, og þeir sem um einhverja vita í hernum og ekki eru á eftirfarandi nafna- skrá, gerðu vel í að láta Jóns Sigurðssonar félagið vita um það. Við sum nöfnin skortir regimental númer, og væri einn- ig gott að fá upplýsingar um þau frá þeim, sem um það kynnu að vita. Allar þessar upplýsingar æskir félagið að sendar séu til Mrs. B. V. ísfeld, 668 Alverstone St., Winnipeg, sem er War Work Convenor J. S. félagsins. Hér með birtist skrá yfir nöfn þeirra fslendinga, sem þegar er kunnugt um, að komnir séu í her- inn; A2, Capt. E. Arnason, lst Corps Field Park Coy., R.C.E. —L.-Corpl. C. M. Anderson, Base Postal Depot, Can. —W.G.B.2, Lieut. N. Bardal, Winnipeg Grenadiers. H15128, J. Geo. Bessason, Ílth Medium Battery, R.C.A., C.A.S. F. K84316, Pte. Joel Bjornson, P.P.C.L.I., lst Division. H25034, F. S. Cameron, lst Corps Field Coy., R.C.E. H25116, G. Cameron, R.C.E. Harry Coll, 13th Field Battery, C.A.S.F. R56921, N. V. MacCallian, R.C.A.S. Corps. —Wm. Christie, Lord Strath- cona Horse. —George Cooney, Cameron Highlanders. H6616, D. G. A. Davidson, B. Coy., Winnipeg Grenadiers. 45373A, Paul Finnbogason.A.C. 2 (110A. C.) Squadron, R.C.A.F. H6244, R. Fowler, C. Coy., Winnipeg Grenadiers. —Ernest Freer, P.P.C.L.I. —Pilot Officer Stanley Good- man, Officers Mess, 3 F.T.S., South Guerney, Gloucestershire. H16080, Herman Guttormson, P.P.C.L.I., lst Division. —Bob Gislason, P.P.C.L.I. (Depot). —Capt. J. K. Hjalmarson, 3rd Infantry Brigade, lst Division. H16027, Chester Helgason, P.P.C.L.I., lst Division. R51391, E. L. Hanneson, A.C- 2 (110A.C.), Squadron, C.A.S.F. R51394, Owen Hanson, A.C.2, D Flight, 110 Squadron, R.C.A.F. H2270, James Forsythe, R.C. A.S. Corps. H2271, John Forsythe, R.C. A.S. Corps. —Pilot Officer Steve Johnson, No. 2 Officers Mess, R.C.A.F. H116440, Gisli Jonsson, C. 36, P.P.C.L.I., Anti-Tank. L1345, Arni Johanneson, D. Coy., S.L.I. (M.G.), C.A.S.F. R56638, Guy Jackson, 112 Squadron, R. C. A. F. H26214, J. Johanneson, Fort Garry Horse. H6019, Sgt. H.-Johnson, Win- nipeg Grenadiers. H6312, C. T. Jonsson, Winni- peg Grenadiers. H6313, T. Jonsson, Winnipeg Grenadiers. H16440, G. J. Johnson, P.P.C.L.I. H12099, J. E. Johnston, 13th Field Battery. H15199, H. Johnson, llth Med- ium Battery. —K. A. Johanneson, 13th Field Battery. —Capt. J. C. Julius, R.C.C.S. 519192, Laurence T. J. Jensen, A.C.2, R.C.A.F. 7291, G. K. Kristjanson, R.C.A.F. Þér wm notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birjjötr: Henry Ave. laat Sími 95 551—95 562 Skrifstofa: Henry og Arjfyie VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA “í hvaða stjórnmálaflokki er maðurinn yðar.” “Það er eftir því á hvaða flokksfundi hann er”. “En þegar hann er heima?” “Heima hefir hann ekkert að segja.” * * Móðirin: Þarftu að teygja þig yfir alt borðið til að ná þér í matinn, Jón? Hefir þú ekki tungu í munninum? Jón: Jú, mamma, en handlegg- irnir eru lengri en tungan. * * * frar hafa orð á sér fyrir drykkjuskap. Haft er eftir fra einum er honum var sagt að brennivín væri failið í verði: “Æ, þetta er í fyrsta skifti, sem eg gleðst yfir falli vinar míns.” Baldursbrá Nú fást keyptir 3 árgangar af barnablaðinu Baldursbrá fyrir $1.00, sent póstfrítt. Það eru til 6 árgangar og eru 3 þeir fyrri innheftir. Ætti fólk að nota þetta tækifæri á meðan upplagið endist. Pantanir sendist til: B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg 0LD NIAGARA PORT OG SHERRY P12120, Herman V. Melsted, 13th Field Battery. H6551, Harald Magnuson, Winnipeg Grenadiers. H6206, M. J. Olason, Winni- peg Grenadiers, B. Coy. H25161, Sapper J. M. Olson, lst Field Regiment, 54, R.C.H.A. —Capt. E. W. Oddleifson, 9 Waterloo Place, Pall Mall, Lon- don. Eng. —Squad.-Leader F. H. Petur- son, Headquarters, No. 2, R.C. A.F. Hreinleiki 6070, Hannibal Paulson, Fort Garry Horse. H26215, B. R. Paulson, Fort Garry Horse. P2, Lieut, F. B. Paulson, Royal Winnipeg Rifles. H19531, Ed. Peturson, Cameron Highlanders. H40858, G. C. Stone, C. Coy., Winnipeg Rifles. H3113, Dan. Sindal, Can. Den- tal Corps. 12132, Ed. Steinson, 13th Field Battery. ( H1950, S. H. Simundson, Cam- eron Highlanders. H26463, Tpr. A. J. Stringer, Fort Garry Horse.. H40525, Harold Sigurdson, 90th Rifles, Little Black Devils. —Pilot-Officer Barney Sig- urdson, No. 2 Officers Mess, L1698, Victor E. Steinson, D. Coy., S.L.I., C.A.S.F. H24149, Gnr. Armand St. Ger- maine, lst Field Regiment 54, R.C.H.A. F.A., B.L. Sigurdson, R.A.F. Station. M6798, St. Thompson, Winni- peg Grenadiers. ( H6778, T. Thomason, Winni- peg Grenadiers. H25195, E. F. Thompson, lst Corps Field Coy., R.C.E. 12133, F. A. Thorgrimson, 13th Field Battery. Walter Thompson, P.P.C.L.I. H6221, W. J. Marteinson, Win- nipeg Grenadiers. 13101, Spr. J. Wanford, 12th Army Field Coy., R.C.E. Gert úr beztu Niagara Grapes og valið af meist- urum í víntilbúningi. Keimur Bragðið verður ágætt af að hafa verið geymt lengi í eikartunnum. Styrkur hér um bil 28% vínandi. CANADIAN WINERIES Limited Heod Office: TORONTO Branches: Niogora Folls, St. Catharinet, Lachine, Oue Thls advertisement ls not lnserted by Govemment Llquor Control Oommlsslon. The Commlsslon is not responsible tar statements made as to quallty of pro- ducts advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.