Heimskringla - 07.05.1941, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.05.1941, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. MAl 1941 7. SIÐA HEIMSKRINGLA ISLENZKT HEILSUFAR Framh. frá 3. bls. geng. Hestar fældust og urðu slys að. Þá eru sjóslys, slys við smíðar og hafnarvinnu. — Líka á skemtiferðum. Drukkn- ir menn verða fyrir byltum eða slasast í áflogum. Við eitt sjóslysið sprakk slagæð í heil- anum og blæddi inn að heilan- um. Héraðslæknirinn (í Vest- mannaeyjum) meitlaði upp hauskúpuna, batt fyrir æðina og bjargaði lífi sjómannsins. Sami héraðslæknir getur þess, að hann sprauti slasaða menn með serum gegn ginklofaveiki (stífkrampa), ef mold eða slík óhreinindi lenda í sárum. Eins og kunnugt er, var þessi hroða- lega veiki áður fyrr landlæg í Vestmannaeyjum, og munu sýklarnir sífelt leynast þar í ræktaðri jörð. I 34 héruðum eru talin fram 238 beinbrot og liðhlaup. Flest eru rifbrot og úlnliðsbrot (fract.radii); þá fótleggs- og viðbeinsbrot. Hryggbrot voru í 4 skifti, en vafalaust koma þau þó oftar fyrir, án þess að vitað sé. Liðhlaup voru lang- oftast í axlarlið, eða 18 sinn- um, en þar næst í olnbogalið. í Hofsóshéraði fór maður úr augnakörlunum, enjækninum tókst að koma mjaðmarliðnum í samt lag. Sjúkrahús og heil- brigðisstofnanir Rúmafjöldi sjúkrahúsa telst 1167, og koma 9.9 rúm á hverja þúsund íbúa. Á heilsuhælum eru rúmin 284. Ársskýrslan ber með sér, að spítalarnir eru mjög misjafnlega útbúnir. Lít- ið verður úr spítalahaldi þar sem ekki er ráðin lærð hjúkr- unarkona. Héraðslæknirinn í Norðfjarðarhéraði getur þess, að bærinn treystist á engan hátt til að reka sjúkrahúsið sjálfur, en hefir selt hjúkrunar- konunni það á leigu með öllu tilheyrandi. 1 sjúkraskýli Rauða Krossins í Sandgerði er rekið baðhús fyrir sjómenn og skólabörn, og er það til mikils þrifnaðar og menningarauka. Heilsuverndarstöðvar eru stofnaðar í Reykjavík, Akur- eyri, Seyðisfirði og í Vest- mannaeyjum. 1 Reykjavík rek- ur félagið “Líkn” stöðina og fara þar fram berklavarnir og ungbarnavernd. Alls komu 3579 sjúklingar í fyrsta sinni til berklaskoðunar. Með virka berkla voru 158, en smitandi 38. Auk þess fjöldi hópskoð- ana, aðallega á skólabörnum og kennurum. Stórkostlegu starfi var afkastað undir for- ystu berklayfirlæknisins, og framkvæmdar margar röntgen skoðanir, loftbrjóstagerðir, berklaprófanir o. fl. Hjúkrunar- kona Ungbarnaverndarinnar fór í rúmlega 3 þús. vitjanir. Mæðrum var hjálpað um fatn- að, vöggur, lýsi og fleira. Sjúkrasamlög voru á 10 stöð- um með 30,544 meðlimum, þ. e. 29.6% allra landsmanna. Rannsóknarstofa Háskólans. Samkvæmt stuttu yfirliti próf. N. P. Dungals hefir mjög verið rannsökuð berklaveiki, m. a. gerðar 1025 hrákalitanir. — Sýklarannsókn vegna lekanda í 805 skifti, en 590 sinnum vegna syfilis. Holdrannsóknir vegna meinsemda voru 666, en ýmsar húsdýrarannsóknir 1061. Samtals voru gerðar 5026 rannsóknir. Það er mikið starf og vandasamt. Krufningar voru 116, og er gerð nánari grein fyrir þeim í ársskýrslu Landspítalans. Matvælaeftirliti ríkisins er stjórnað af dr. Júlíusi Sigur- jónssyni. Mesti fjöldi sýnis- horna af matvælum og krydd- vörum var tekinn til skoðunar. Dæmi: “Saft” reyndist í eitt skifti vera litað sykurvatn. Kakaó vantaði næga fitu. 1 kryddi var of mikil aska. — Haframjöl rakt og súrt, en sandur í rúgmjöli. Mjólkur- ostur reyndist tvisvar neðan við tilskilið fitumagn, en smjörlíki í eitt skifti of vatns- borið. Húsakynni og þrifnaður Hérsaðslæknum flestum kemur saman um, að nýbygðu steinhúsin í sveitunum reynist mjög misjafnlega. Frágangur oft slæmur, enda stundum flutt í húsin ófullgerð. Mjög kvartað um, að nýju húsin séu köld og saggasöm vegna ó- nógrar upphitunar og mis- jafnlega vandaðra bygginga. — 1 flestum læknishéruðum vantar tilfinnanlega salerni við heimilin; í sveitum ganga menn þá örna sinna í fjósin. í sjávarþorpi á Vestfjörðum hafa 50 fjölskyldur ekki salerni eða aðgang að því, segir héraðs- læknirinn. Hvað á þessi ósómi að haldast lengi? Vafalaust eru mörg mjólkursöluheimili salernislaus. Þrifnaður misjafn. Sumstað- ar talinn i góðu lagi. En ann- arstaðar mjög ábótavant utan stafs og innan. “Lúsin heldur velli enn þá”, segir einn hér- aðslæknirinn. Fatnaður og matargerð Að mörgu leyti eru ýmsar framfarir í þessum efnum. Ný- metisneysla mun yfirleitt fara vaxandi, þar á meðal garð- ávaxta og grænmetis. Líka meira sint berjavinslu en áður. Víðast hvar lögð áhersla á að hafa næga nýmjólk og mjólk- urafurðir. Þó hafa einstaka héraðslæknar aðra sögu að segja. í Eyrarbakkahéraði er það t. d. þannig, að “bændur og fólk þeirra mun neyta mjög lítils smjörs. Smjörlíki er aðalviðbitið, engu síður í sveit- um en við sjó.” Þetta er vara- samt ástand, en alþekt frá út- löndum, þar sem bændur losa sig við alla nýmjólk, pening- anna vegna. — 1 Reykdælahér- aði er þess og getið að bæti- efnarýr kaupstaðavara komi í stað heimaframleiddra mat- væla. Víða er látið vel yfir fatnaði almennigs, en annarsstaðar miður, einkum hve fótabúnaði sé áfátt. Ólafsvíkurlæknirinn segir fatnað þar vanhirtan og fátæklegan, og börnin kulda- lega klædd. Öxarfjarðarlækn- irinn kvartar um, að innlendur skófatnaður sé “í ósvífnu verði”, og hinn útlendi í skjóli hans dýr. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala Merkilegustu upplýsingar í þessum kafla eru frá héraðs- lækninum á Eyrarbakka um ástandið í fjósum bænda, sem senda mjólk í Mjólkurbú Flóa- manna. — Héraðslæknirinn kemst svo að orði: “Dýralækn- “irinn tjáir mér, að þrifnaður “í fjósum sé víða af mjög “skornum skamti og óvönduð “umgengni, enda sé meðferð “mjólkurinnar eftir því. Van- “hús vantar á fjölda bæja, og “eru fjósin þá ætíð notuð i “þeirra stað. Dýralæknirinn “kveðst hafa bent stjórn Mjólk- “urbús Flóamanna á þetta og “beint því til hennar að beita “sér fýrir umbótum”. Þetta er ófögur lýsing á bændamenningunni austan- fjalls — fjósin eru um leið kamrar sveitafólksins! — Það er skemtileg tilhugsun fyrir þá, sem hafa þá ánægju að kaupa mjólkurafurðir úr þeirri átt. Nýlega hefir gengið faraldur af illkynjaðri blóðkreppusótt í Reykjavík og víðar. Er full- komin ástæða til að ætla, að þessi veiki geti átt upptökin i óþrifalegri meðferð mjólkur- innar. Bersýnilega er mikið verkefni framundan fyrir heil- brigðisstjórnina, að kenna sveitafólkinu að nota salerni. Grímneslæknirinn getur þess og, að flestir bændur láti alla mjólk af heimilunum, en noti eingöngu smjörlíki sem viðbit. Mjólkurmálunum er ber- sýnilega svo komið, að kaup- staðabúar neyta miklu meiri mjólkur en sveitafólkið, enda geta héraðslæknar um, að tals- vert kúahald sé í sumum smá- kaupstöðum. Á Sauðárkróki eru 150 kýr. Kaupstaðabúar hafa löngum leitast við að koma börnum sínum í sveit. En það er eftir litlu að sækj- ast í sveitinni, ef nýmjólk er ekki á boðstólum, og yfirleitt lítið um nýmeti. Áfengisnautn, kaffi og tóbak Víðast er kvartað undan því, að áfengisnautn sé til leið- inda á samkomum, en áð öðru leyti sé drykkjuskapur lítill. Neftóbaksnautnin þykir víst svo sjálfsagður sóðaskapur, að hennar er ekki getið sérstak- lega. En héraðslæknirinn í Berufjarðarhéraði getur þess, að flestir unglingar byrji að reykja opinberlega þegar þeir eru fermdir. í öðru læknis- héraðinu í Árnessýslu er talið algengt, að stúlkur eyði helm- ingi kaups síns í sígarettur, og vel það. Meóferð ungbarna íslenzkum mæðrum má telja til mikils sóma, að þær fara yfirleitt vel með ungbörnin. Læknunum ber alveg saman um það. Á brjóst voru lögð 88%. En þess er reyndar ekki getið, hve lengi þau voru á brjósti. Áður fyr voru fæst börn lögð á brjóst, en fengu pela — misjafnlega vel úr garði gerðan — enda var ung- barnadauðinn fyrrum afskap- lega mikill. Skólaeftirlit og barnauppeldi Margskonar fróðleik er að finna í skýrslum héraðslækn- anna um heilsu skólabarna og útbúnað skólahúsanna. 1 Ólafsfj.héraði er þess getið, að um annatímann á sumrin gangi yngri börnin oft “sjálf- ala og eftirlitslaus fram á næt- ur”. 1 öxarfjarðarhéraði: “ .. . margir foreldrar, sem ekki láta sér detta í hug uppeldi, þ. e. a. s. neitt um áhrif gerða sinna og annara á börnin”. 1 Vest- mannaeyjum: “Barnauppeldi agalítið á mörgum stöðum. — Börnin læra enga mannasiði og orðbragð þeirra ljótt inn- byrðis.” Samkomuhús og kirkjur Vönduð samkomuhús voru reist í Dala- og Þingeyrarhér- uðum. Um samkomuhúsið í Ólafsfjarðarhéraði: “í það var sett salerni, samt ekki nema eitt að sinni, ennfremur sæmi- legar mottur við báðar inn- göngudyr. Var þetta gert fyrir tilstilli heilbrigðisnefndar, en þó ekki mótspyrnulaust, þótt undarlegt megi virðast.” í Öxarfjarðarhéraði virðist bág- borið viðhald á kirkjum og þær því varasamar fyrir heils- una. A. m. k. tekur héraðs- læknirinn svo til orða: “Af guðs mildi eru kirkjur lítið not- aðar.” , t Störf heilbrigðisnefnda Árangurinn misjafn. 1 Svarf- dælahéraði þykir lækninum gott að eiga aðgang að nefnd- inni um lagfæringar, “þegar úr hófi keyrir óþrifnaðurinn og óreiðan”. — Héraðslæknirinn á Akureyri hefir gengið rögg- samlega fram í lagfæringu vatnsbóla. 1 Glerárþorpi voru 17 brunnar svo úr garði gerðir, að hætta var talin stafa af. Á einum stað var hlandfor og mykjuhaugur rétt við brunn- inn. Krufningar eftir kröfu lögreglunnar Á Rannsóknarstofu Háskól- ans voru framkvæmdar skoð- unaraðgerðir í 19 skifti á mönnum, sem fundust örendir eða fórust voveiflega. Aftast í heilbrigðisskýrslun- um eru ítarlegar töflur um allskonar sjúkdóma í læknis- héruðunum; ennfremur um f æ ð i n g a r, bólusetningar, sjúkrahús o. fl. Heilbrigðisskýrslunum lýk- ur með vel saminni yfirlits- grein á ensku um heilsufar og heilbrigðismál á íslandi eftir landlækni Vilm. Jónsson. Þetta mun í upphafi hafa verið sam- ið til notkunar á íslandsdeild- inni á heimssýningunni í New York. En yfirlit þetta er prýðilega saman tekið handa öllum, sem vilja í fljótu bragði átta sig á heilbrigði þjóðarinn- ar og heilbrigðisstofnunum. Aftan við Heilbrigðisskýrsl- urnar er svo á fimm blaðsíðum yfirlit á ensku um heilsufarið 1938. A Hér hafa verið tínd til nokk- ur helstu atriðin úr þessum heilbrigðisskýrslum frá árinu 1938. Landlæknir hefir ber- sýnilega lagt mikla vinnu í að gera þær sem best úr garði. Skýrslurnar eru mjög mikils- verðar. Reikningsdæmið er gert upp, og sýndur með þeim árangurinn af starfi lækna, hjúkrunarkvenna, Ijósmæðra og annara, er starfa í þágu :n ekki eins FURÐULEGT BRANVIN VERÐ Borgið enga premíu fyrir efnisgæði. Hin bragðgóðu og efnisríku Branvin, rauð eða hvít vín, eru yðar á samaverði og vanaleg vín. Jordan Wine Co., Ltd.—Jordan. Canada Búa einnig til Challenger Port og Sherry jordan's BRANVIN bÍg g^st WINE V A L U E This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commlssion is not responsible for statements made as to quality of products advertised. x* ' . X • ■W' , <*>■■■ •-.•:• .... ... i ÞEGAR BRETAR NÁÐU BENGHAZI Þegar ítalir flúðu úr borginni reyndu þeir að eyðileggja vopn og byggingar eins og tími vanst til. Mynd þessi var tekin eftir að borgin var fallin. Sjást á henni rústir flug- skála og flugvéla hreyfla og ýmislegt fleira. heilbrigðismálanna. Árangur- inn af þeirri vinnu kemur fram, þegar bornar eru saman ársskýrslur frá fyrri árum. Þess hefir orðið vart í seinni tíð, að svartsýnir menn, sem láta sér ant um ýmisleg heil- briðisatriði, tilkynna þjóðinni í útvárpi og blöðum, að heilsu íslendinga fari sífelt hnign- andi. Krabbameinið leiki laus- um hala; meltingarkvillar fær- ist i vöxt, en hnignunar- og “hrörnungarsjúkdómar” séu að fara með íbúa þessa lands. Víst er það vel gert, að vara við hættum. En þessar stað- hæfingar eiga sér engan stað. Að vísu er ýmsu ábótavant í þrifnaði, heilsuháttum og mat-1 aræði; og gott væri ef æðsta stjórn þessa lands væri betur heima í næringarfræði nútím- ans en raun ber vitni. En þrátt fyrir alt, hefir heilsufar þjóð- arinnar tæplega verið betra í annan tíma. Heilbrigðisskýrsl- ur landlæknis sýna þetta svart á hvitu. En þær eru jafnframt uppörvun til freícari átaka á ýmsum sviðum heilsuverndar- innar. Einkum mætti ætlast til ,af stjórnarvöldunum, að þau settu skynsamlegri tolllöggjöf, sem örvaði menn til kaupa á hollum aðfluttum matvælum, en keyptu minna af mat, sem síður er heppilegur fyrir heils- una. G. Cl. —Heilbrigt líf. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístofusími: 23 674 Stundar sárstaklega lungnasjúk- dóma. Br að finni & skrifatofu kl. 10—12 t. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 lil Thorvaldson & Eggertson Lögfræðlngax 300 Nanton Bldg. Talalml 87 024 Omct Pboot Res. Phon* 87 208 72 400 Dr. L. A. Sigurdson 100 MBDIOAL ART8 BUILDING Omci Houbs: 12-1 4 PJ*. - 6 P.M. Sm> BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úu meðöl 1 viðlðgum Vlðtalstímar kl. 2—4 «. h. 7—8 að kveldlnu Simi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Johannesnon 806 BBOADWAT Talaiml 30 877 > Vlðtalstlml kl. 3—6 e. h. A. S. BARDAL selur llkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður s& bestl. _ Ennfremur selur hann allskonar mlnniavarða og legstelna. 843 SHERBROOKB ST. Phone: 36 607 WINNIPEQ J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Aqents Simi: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Daily Plants ln Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets Sc Funeral Designs Icelandlc spoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Axmast aliskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 654 BANNING ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTisrr 506 Sonierset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngn Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma Dr. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lítur eftir öllum sjúkling- um mínum og reikningum í fjar- veru minni. THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.