Heimskringla - 14.01.1942, Page 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. JANÚAR 1942
SUNDURLAUSIR
ÞANKAR
Eftir Rannveigu Schmidt
Er það ekki skringilegt,
að borði þrír eða fjórir Þjóð-
verjar miðdegisverð saman, þá
þarf einn þeirra altaf að fara á
laggirnar og halda ræðu . . .
að Bandaríkjamaðurinn biður
altaf afsökunar, þegar hann
hóstar eða hnerrar . . . og ef
einhverjum verður á að hnerra
þegar Bandaríkjamaður er við-
staddur, segir hann strax: “Þú
ert víst að fá kvef”. . . Að Can-
ada auglýsir í blöðunum hérna,
að allir séu velkomnir til lands-
ins . . . en ef við komum á
landamærin og biðjumst inn-
göngu, þá reka þeir okkur öfug
aftur. . . Að Norðurálfukonur
fara í hanskana sína heima fyr-
ir, Canada-konur fara í þá á
götunni, en mörgum Banda-
ríkjakonum er sama, hvort þær
hafa hanska eða ekki. . . Að
flestar konur, sem gengið hafa
á háskóla hér í landi halda, að
þær gætu skrifað skáldsögur,
“ef við bara hefðum tima til
þess að fást við það”. . . Að
þegar þú spyr mannin þinn:
“hvað viltu marga sykurmola í
kaffið” . . . og besta vinkona
þín svarar hlægjandi fyrir
mannsins hönd: “hann tekur
altaf tvo mola” . . . þá er mál
til komið, að gefa gætur að
hjónabandinu þínu. . . Að
Bandaríkjafóik safnast altaf í
gildum fyrir í eldhúsinu, þegar
fer að iíða á kvöldið . . . jafnt
á stórum heimilum sem smá-
um.
Er það ekki ótrúlegt,
hvernig litlu áhyggjurnar oft
geta pínt þig alveg eins mikið
og þær stóru . . . að hér um bil
við hverja brú í Califroníu eru
skilti, sem tilkynna, að brúin
sé ekki örugg yfirferðar. . . Að
það eru jarðir í Montana svo
hundruðum skiftir, þar sem
ekki er ræktað annað en hveiti
. . . og að á sumum þessum
jörðum hefir ekki verið upp-
skera síðustu tíu árin, þangað
til í fyrra. . . Og um hvað talar
maður við fóboltahetju”,
þegar maður ekkert kærir sig
um eða skilur í fótboltaleik.
Margt er minnistœtt...
að konur eiga 70% af öllum
auðæfum hér í landi. . . Að
Danir segja um söngmenn með
“loðnar” raddir, að þeir hafi
smjör í röddinni. . . Hvað hún
Guðrún Drewsen er hrifin, þeg-
ar hún er hrifin . . . (þið lásuð
kanske langan bálk, sem eg
skrifaði um þessa norsku merk-
iskonu fyrir nokkrum mánuð-
um síðan)... Einu sinni sá Guð-
rún franska filmu, sem hét
“Vetrargaman í Flandern” . . .
og komst hún í slíkan guðmóð
yfir filmunni að hún bauð
hverri einustu kunningjakonu
sinni í San Francisco með sér,
til þess að sjá hana . . . en
þegar við spurðum Guðrúnu,
hversvegna henni væri svona
umhugað um, að kunningjarnir
sæu þetta, svaraði hún: “film-
an er svo góð, að eg get blátt
áfram ekki verið þekt fyrir að
umgangast nokkra manneskju,
sem ekki hefir séð hana”. . .
Þegar við fyrir mörgum árum
síðan í kunningjahóp fórum í
sveppaleit í Danmörku og á
leiðinni út að áfangastaðnum
mættum góðum vini okkar að
nafni Gerhard Rafn, en hann
var einn besti fiðluleikari Dana
og spilaði í konunglegu kap-
ellunni. . . Hann spurði okkur
hvert ferðinni væri heitið og
hvað við ætluðum fyrir okkur
. . . og varaði okkur svo alvar-
lega á eitruðum sveppum . . .
en við hlógum að. . . Á dögun-
um sá eg í dönsku blaði, að
Gerhard Rafn dó nýlega af
sveppaeitrun. . . Konan, sem
barðist með hnúum og hnefum
fyrir kvenréttindum á árunum
... en gleymdi að kjósa í fyrsta
skifti, sem lögin leyfðu henni
að gera það. . . Hvað það er
geðslegt, að skifta peningum á
Davonport-gistihúsinu í Spok-
ane, Washirtgton . . . þeir fága
sem sé alla silfurpeninga, sem
þar reu látnir af hendi, svo
hægt er að spegla sig í þeim. . .
Þegar hann Jón sál. Þorláksson
verkfræðingur og fyrv. ráð-
herra sagði við mig í Höfn fyrir
mörgum árum síðan, að Danir
væru yfirleitt gáfaðri en ís-
lendingar. . . Hvernig enska
leikkonan Gracie Fields syngur
“There Will Always Be An Eng-
land”. . . Vel sagt: hann Einar
Ól. Sveinsson: “sá sem les
Njálu, sér og heyrir alt sem
gerist”. .. Lýsingin á flóttanum
frá Dunkirk í bóknni hans Eric
Knights: “This Above All”. . .
Þegar eg velti því fyrir mér, að
okkur Islendingum finst málið
okkar yndislegast af öllum
tungumálum í heimi . . . og
flestum þjóðum þykir sit eigið
mál fegurst . . . þá man eg, að
Danir eru undantekningin. . .
Marga Dani hefi eg heyrt segja,
að danskan sé eitthvert ljót-
asta mál, sem til er . . . og ekki
er eg að fást við að neita því,
þótt vel sé mér til bæði málsins
og þjóðarinnar. . . En að þvi er
tungumálum viðvikur . . . hvað
börn eiga hægt með að læra
mál... t. a. m. krakkar franska
ræðismannsins, sem einu sinni
var i Reykjavík . . . og hafði
fjölskyldan átt heima í ýmsum
löndum. . . Krakkarnir töluðu
frönsku, ensku, þýzku og
dönsku . . . íslenzkuna lærðu
þau eftir aðeins nokkurra mán-
aða dvöl á íslandi. . . Eg man
líka eftir útlendri konu, sem
einu sinni settist að heima . . .
hún átti tvær litlar telpur, en
bannaði þeim að leika sér við
íslenzka krakka og hafði kenn-
ara heima fyrir, til þess að
kenna þeim, svo þær þyrftu
ekki að ganga í íslenzka skóla.
. Hún var hrædd um, að
telpuangarnir myndu gleyma
sínu eigin máli og eins fyrirleit
hún alt sem íslenzkt var. . . En
þetta forláta-mál, sem konu-
kindin var að stritast við að
vernda fyrir illum áhrifum ís-
lenzkunnar . . . var danska.
JóN J.
1865
HENRY
- 1941
“Vanda nam hann verkin
stærri og verkin minni
Fyr og síð, sem fremst hann
kunni
Fyrir Guði og samvizkunni.”
sjón. Það mun orð og að
SÖnnu að hann hjálpaði mörg-
um og voru þau hjón samvalin
í því að liðsinna þeim sem bágt
áttu og á einhvern hátt voru
olnbogabörn mannlífsins. Var
oft til þeirra leitað og létu þau
víst engan frá sér fara synjandi
bhvert sem var Islendingur,
Það var enis og reiðarslag | Indiáni eða annar útlendingur.
fregnin um andlát þessa vinar j Yeitti eg því eftirtekt að þurf-
míns á síðastliðnu sumri; var andi fólki var ætíð tekið með
mér að vísu ekki ógunnugt um (Eóðvild og kærleika þar á heim-
það að brátt mundi draga að ilinu, °S Þar fanst mér að þau!
því sem verða vildi, því að und-,vera svo vel samtaka eins og
anförnu hafði hann ekki geng-, Þau að vísu voru í öllu tilliti.
ið heill til skógar, en svona|Nutu Þau °g ástríkis nágrann-
brátt átti eg ekki von á enda- j anna og allra kunnugra og kom
lokunum, en hann var hetja Það sérlega vel í ljós við útför-
sem ekki lét bugast þó heils- ina sem var afar fjölmenn og
an bilaði, hann var í hertýgjum
t.
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MAN UFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton”
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
I
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
1
NÝ VERÖLD OPNAST
og til vígs búinn — ef svo
mætti að orði komast, — til
hinstu stundar, hann var ekki
,saknaðarandinn svo greinileg-,
ur. Aftur á móti var Jóni afar Með Iagn>ngu járnbrautarinnar
illa við allan hégóma og yfir- um Turkestan og Síberíu. Þar
drepsskap. Var hann harður i ikatst nÝ er þessi afskektu
rúmfastur nema einn eða tvo dómi gagnvart þeim mönnum!lond' sem voru 9leYmd 1 Þus-
DEEPSEAM
síðustu dagana.
Eg kyntist honum og heim-
sótti hann í fyrsta sinni í febr.
1911, eftir það heimsótti eg
hann reglulega, og við hjónin
(því kona mín er bróðurdóttir
hans) sérstaklega á síðari ár-
um er bílvegir urðu greiðfær-
ari. Altaf var eins að heim-
sækja hann, sami höfðings-
skapurinn, sama þýða viðmót-
ið, sama bókmenta andrúms-
loftið, hann var að náttúrufari
greindur og bókhneigður og
víðlesin, og mat hann umfram
alt þær íslenzkar bókmentir
sem örðugastar voru viðfangs
og torskildastar, og hafði hann
sérstaka nautn af því að glíma
við hin erfiðustu spursmál.
Skilningur hans var góður og
snjall, þó ekki ætíð óskeikull
fremur en hjá öðrum menskum
mönnum.
Eftir því sem mér er best
kunnugt var skírnarnafn hans
Jón Hreggviður (hann tók sér
Henry’s nafnið í hérlendu
mannfélagi).. Hann er fæddur
á Hólum í Hjaltadal í Skaga-
fjarðarsýlu um 1865. Foreldr-
ar hans voru hjónin Jón Tóm-
asson er fæddur var á Ein-
hamri í Hörgárdal og Guðrún
Jóhannesdóttir Árnasonar frá
Æsustöðum í Eyjafirði, þau
voru valin hjón og í miklu áliti.
Á unga aldri fluttust þau að
Hólum í Hjaltadal og þar fædd-
ist Jón, voru foreldrar hans
ýmist á Hólum eða eignajörð
sinni Bjarnarstöðum í
beinsdal. Var Jón Tómasson
mikið við opinber mál riðinn
og lengi hreppstjóri og hrepps-
nefndar oddviti en það fólk
framar öllu öðru var mann-
kosta fólk og vel gefið.
Jón Henry mun hafa flutt
vestur um 1887 eða máske litið
eitt seinna. Var hann framan
af árum í Winnipeg, 1894 kynt-
ist hann Ingveldi Jónsdóttur
Þorsteinssonar og konu hans
Solveigar Bjarnadóttur frá
Hraundal í Hraunhreppi i
Mýrasýslu og giftust þau
skömmu síðar.
Eftir nokkurra ára dvöl í
Winnipeg fluttu þau til Austur
Selkirk og voru þar í 3 ár.
Keypti Jón þá land um 3 mílur
norðaustur frá þorpinu Peters-
field og bygði það upp og þar
bjó hann til dauðadags.
Kona hans er hin mesta
myndar kona, er hún systir
þeirra B. J. Lifman fyrrum odd-
vita í Bifröst sveit. og Th. Stone
er starfar fyrir T. Eaton félag-
fð í Winnipeg og þeirra syst-
kina, er faðir hennar löngu dá-
inn en móðir hennar er enn á
lífi í hárri elli, ern vel og ber
árin eins og hetja. Er það hið
mesta myndarfólk sem kunn-
ugt er.
Jón var maður sem ekki lét
mikið á sér bera í lífinu. Hann
var ekki hégómagjarn, en starf-
aði i kyrþey og þeim mun bet-
ur og trúlegar sem hann lét
minna á því bera sem hann var
að starfa, hann var hagsýnn
og kom ár sinni vel fyrir borð
með dugnaði og frábærri út-
sem honum fanst eiga þann á- jundir ára, fengu samgöngur við
galla í nokkuð veurlegum stíl.
1930 ferðuðust þau hjónin til
Islands, var það lengi þráð
stund fyrir þau og verðskulduð.
Þau unnu íslandi og öllu því
besta sem íslenzk menning á
til af hug og hjarta. Þau þráðu
að sjá landið og þjóðina einu
sinni, og þau nutu ferðarinnar
vel, og betur máske fyrir það
að þau munu hafa átt stóran
þátt í því að fleiri gátu farið
þá ferð en sem án þeirra hjálp-
ar hefðu orðið að sitja heima.
En vel fóru þau dult með það,
eins og svo margt annað gotti
sem þau hafa gert í lífinu.
Þau hjón eignuðust tvo sonu:
1. Jón, hann druknaði í Rauð-
ánni, er bíll sá er hann var í
með 5 öðrum mönnum rann út
af bryggjunni i Selkirk 29. april
1938. Var hann fæddur í Win-
npeg 1895. Jón var besti
drengur og allra hugljúfi. 2.
Jóhann (Joe), hann er giftur
hérlendri konu og hefir bygt
sér hús þar á landareigninni,
vinsæll og vel metinn. Tvö
fósturbörn hafa þau alið upp:
Jón Einarson, sem er giftur hér-
lendri konu og býr þar á næsta
landi (kona hans og kona Joe
Henry eru systur) og Lilja, sem
er heima hjá fósturmóður sinni
og ber þeirra nafn.
Jón andaðist 4. ágúst 1941 og
jarðarförin fór fram þann 6. frá
heimilinu. Hinn hugljúfi prest-
___ur, séra Sigurður Ólafsson, sem í
Kol- flestum eða öllum fremur getur staðurinn,
miðstoð
umheiminn. A þesum gleymdu
slóðum hefir vagga mannkyns-
ins máske staðið.
unni a ny.
anna, sem
stórborgir
sett sig inn í mannlegar til-
finningar, mannlega hugsun og
reynslu við svona tækifæri,
stjórnaði útfararathöfninni og
flutti líkræðu. Þar mælti einn-
ig nokkur orð öldungurinn frá
Selkirk, hr. Sveinn Skagfeld,
sem auðheyrt var að komu
beint frá hjartans grunni. Fög-
ur blóm frá vinum og ættmenn-
um prýddu kistuna. Jarðsett-
ur var hann í svokölluðum
Wakefield grafreit tilheyrandi
Anglican kirkjunni, og aðstoð-
aði prestur þeirrar kirkju við
gröfina. Friður hins hæsta
fylgi honum um ómælisgeim
eilífðarinnar. G. J. Oleson
Stubbur: Eg var
núna að fá símskeyti
hún systir mín hafði
barn. En það stendur
einmitt
um, að
eignast
ekkert
um, hvort það sé strákur eða
stelpa.
Kubbur: Hvaða skrambans
vandræði. Svo að þú getur þá
ekki séð, hvort þú ert orðinn
móðurbróðir eða móðursystir.
* • •
— Hvernig stendur á, að það
verða miklu fleiri bifreiðaslys
en járnbrautarslys?
— Það kemur til af því,
sérðu, að það er svo sjaldan,
sem eimreiðarstjóranum dettur
í hug að kyssa kyndarann.
• * *
— Hvað skulda eg yður,
læknir, fyrir að hafa læknað i
mér heyrnarleysið?
— Fimtíu krónur?
— Ha? Sextíu krónur?
— Nei. Sjötíu krónur.
TTvernig lítur heimurinn út
eftir 100 ár? Verður Evrópa
þá miðbik menningar og við-
skifta eins og nú eða hefir nýrri
menning annara heimsálfa tek-
ið við? Það hefir verið venjan
að menningin færðist vestur á
bóginn, en þeir, sem veitt hafa
athygli framtíðarmöguleikun-
um hinna æfagömlu landa í
Mið-Asíu, halda því fram, að
iþar muni rísa upp með tíman-
um ríki, sem taki forustuna í
veröldinni. Hafa þeir það m. a.
til síns máls að þarna hafa
fundist ríkustu kola- og málm-
námur veraldar og að þar eru
ágæt skilyrði til bómullarrækt-
ar og silkiframleiðslu,
Þúsundir ára áður en núver-
andi tímatal hófst lifðu menn-
ingarþjóðir þarna og síðar
lögðu þeir Timur Lenk og
Alexander mikli þessi lönd und-
ir sig. En síðan hefir alger kyr-
staða ríkt þar. Gömlu lesta-
leiðirnar, sem fyr á öldum
gerðu Mið-Asíu að verzlunar-
miðstöð, lögðust niður. Veitu-
skurðirnir fyltust af sandi og
landið blés upp.—
En flugvélin og bifreiðin hafa
fært þessi lönd nær menning-
Og vegna hráefn-
fundist hafa, hafa
risið upp. Sami
sem forðum var
lestaferðanna og
krossgata úlfaldaleiðanna,
verður nú miðstöð flugleið-
anna.
Ameríka er ekki lengur nýr
heimur. í framtíðinni munu
Evrópumenn horfa í austur.
Um leið og Síbería tekur við af
Ameríku sem kornforðabúr
heimsins verður Mið-Asía iðn-
aðarmiðstöð veraldarinnar. —
Asía hin gamla verður fram-tíð-
arlandið.
Hver hefir til þessa kannast
við Usbekistan? Landflæmi í
Mið-Asíu, ófrjóar eyðimerkur
og steppur með deyjandi þjóð.
Ásamt Tadshikistan er landið
sá hluti af Vestur-Turkestan,
sem aðeins fjórir vísindaleið-
angrar hafa heimsótt — þang-
að til fyrir skemstu — þar á
meðal Sven Hedin. Land, sem
hefir verið gleymt í þúsundir
ára, þó að það sé landfræðilega
miðbik veraldarinnar.
“Þak veraldarinnar” kalla
menn suðurhlutann, Pamir, en
þar byrja Himalayafjöll. Us-
bekistan og Tadshikistan nú til
suðurs að Indlandi, til vesturs
að Afganistan og Persíu og til
austur að Kína. Usbekar, sem
eru mórauðir á hörund, og hin-
ir blökku Tadshikar, eru skyld-
ir Indverjum og Persum. Tunga
Usbeska líkist tyrknesku. Kir-
gísarnir eru hinsvegar líkir
Kínverjum, þeir eru mongólsk
riddaraþjóð, sem á sínum tima
hefir verið hrakin upp til fjalla.
— Tvær stórár, Syr-Darja og
Amu-Darja falla um Usbeki-
stan. Koma þær frá jöklum í
PANTIÐ GARÐSÆÐIÐ SNEMMA
ALVARLEGUR SKORTUR ER A
ÝMSUM TEGUNDUM
GERANIUMS
1 8 FYRIR 1 5C
Allir sem blómarækt
láta sig nokkuð snerta
ættu að fá ótsæðis-
pakka af Geraniums
hjá oss. Vér höfum úr
feikna birgðum að
velja af öllum litum,
__ hárauðum, lograuð-
um, dökkrauðum, crimson, maroon,
vermilion, scarlet, salmon, cerise,
orange-red, salmon pink, bright
pink, peach, blush-rose, white
blotched, varigated, margined. Þær
vaxa auðveldlega og blómgast á 90
dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2
fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú.
SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan-
skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu
útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt og
vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25
—oll fyrir 60c póstfrítt. Pantið beint
eftir þessari auglýsingu.
FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1942
Betri en nokkru sinni fyr
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
Mið-Asíu og falla út í Aral-
vatn.
Á þessum slóðum telja ýmsir,
að vagga mannkynsins hafi
staðið, og að þaðan hafi bygst
bæði Indland og Evrópa. Og
blómleg menning hefir verið í
þessu landi fyrir þúsundum ára.
Það var spurt um það fyrir
fimtán árum, hvort Usbeski-
tan ætti nýja blómaöld í vænd-
um og nú er enginn í efa um
svarið. Hin dularfullu lönd
Mið-Asíu munu á næstu manns-
öldrum verða iðnaðarmiðstöð
heimsins. Eins og Sibería er
einskonar endurnýjun Ame-
ríku, verður Mið-Asía ný Ev-
rópa. Þegar Usbeskistan hafði
rekið emirinn af höndum sér og
gerst ráðstjórnarriki árið 1924
hófust þar framfarir í atvinnu-
háttum og menningu, sem eng-
an hafði dreymt um. Og þegar
Turkesib — Turkestan-Síberíu-
járnbrautin — var opnuð 1930
var Usbeskistan orðið land,
sem hafði þýðingu fyrir alla
veröldina.
Járnbrautin nýja er 1440
kílómetra löng og tengir sam-
an Tasjkent, sem er höfuðborg
Mið-Asíu, og Novosibirsk, sem
oft er kölluð Chicago Síberíu
og er nýtísku borg með skýja-
kljúfum og risavöxnum verk-
smiðjum. En þarna var að-
eins óásjálegt þorp fyrir tutt-
ugu árum.
Það var vöntun Rússlands á
vefnaðarvöru og bómull, sem
knúði fram lagningu Turksib-
brautarinnar. Usbeskistan er
eitt af þeim fáu löndum innan
ráðstjórnarríkjasambandsins,
sem framleiðir bómull. Að vísu
er þar frost og snjór á vetrum,
svo að pálmar, bananar og ann-
ar hitabeltisgróður þrífst þarna
ekki, þó að landið liggi sunnar-
lega. En á sumrum er hitinn
40—50 stig í skugganum mán-
uðum saman, svo að bómullinn
þroskast vel. Sovétríkin, sem
fyrir 15 árum voru háð bómull-
ariðnaði Breta, fá nú næga
bómull til eigin þarfa frá Us-
beskistan.
Vatnsskorturinn er aðalgall-
inn á landinu.' I fimm mánuði
kemur ekki dropi úr lofti. Loft-
ið fyllist af smágerðu dufti,
sem læsist gegnum alt. Árnar
og lækirnir eru svo dýrmæt, að
styrjaldir hafa staðið um þær
milli ættflokka þúsundir af ár-
um. Síðan í fornöld hafa verið
y