Alþýðublaðið - 09.03.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.03.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐlÐ 3 6nmmisilar og hzlar beztir og iiýrastir hjá QyannbergsbrsSrnm. hugsjónir þcirra eru sagðar ófram* kvæmanlegar, jafnvel áður en aokkur ábyggiieg reynrla er feng- in fyrir því, að svo sé. Afturhalds- möanunum hættir stundum við að miða alt við sjálfa sig, en höfuð synd þeirra er það, að þeir vilja ekki reyna að ala sjalfa sig eða aðra upp i samræmi við kenning- ar framsóknarmannanna. Það er svo sem auðvitað, og þarf engan speklng til að sjá það, að ef haid- ið er áfram að telja mönnnm trú um, t. d,, að eigingirnin sé svo rótfastur eðlisþáttur sálariífsins, að ómögulegt sé að uppræta hann, og ef unga kynslóðin er alin upp við auðvaldsdekur og gullkálfa, sem dansað er kringum, þá verð- ur framsóknin á þessu sviði æði hægfara. Það er hægt að gera það ómögulegt, sem í sjálfu sér er mögulegt. Og með afskiftaleysi og kæruleysi er hægt að táima góð um hlutum, en verra er þó hitt að vinna beinlínis á móti þeiml (Frh.) G. Ó Fells. t Smáfregnir irá Rðsslandi. Ettir Rosta fréttastofu í Stokbhólml. Bolsivfkar eru að byggja nýja höfn við Tscheskajavíkina við Norður íshaf, þar sem Indigafljót rennur tii sjávar, í héraði sem áður var sama og óbygt Sagt er að vfk þessa ieggi varla nokkru sinni. Á fundi, sem verkstjórar i Moskva héraði héldu í nóvember- mánuði, kom i ljós að verksmiðjur í þessum landshluta afkasta nú aimect jafnmiklu og fyrir stríð og sumar meiru. í borginni Ustie i Tamboff- fyiki hefir sovjetstjórnin sett á stofn verksmiðju til þess að þurka ávexti. Aætlað er að verksmiðja þessi geti þurkað 25 þús. púd (um 400 smál.; eitt púd er 16,38 kg)- Kolaframleiðsla Rússlands næsta ár er áætluð 113/4 miljón smál. Oi dap 09 Yep. Shíðafélag ReykjaTÍkur stofn- ar tii skiðaferðar um bænadagana (23.—26. þ. m ), ef veður og færð ieyfír. Aiiir þeir, utan félags sem innan, er vildu fá að vera með, verða að gefa sig sem fyrst fram við formann félagsins, hr. L. H. Míilier kaupmann, Austurstræti 17, sem gefur ailar nánari upplýsingar. YerfllaunaTitleysa. Einhver kvæntur kaupmaður skrifar undir nafninu „bóndi* grein með fyrir- sögninni „Andinn lífgar* í Morg. unblaðið í gær, um frjálsa verzlun og kaupfélög. Lfkir höfundur kaupfélögum við selstöðuverzlan- irnar gömlu, og telur þau naum- ast geta staðist frjálsa samkeppni, Eins og allir vita eru vel rekin kaupfélög, bæði hér á landi og annarsstaðar, eitthvert bezta vopn verkamanna í bardaganum við auðvaldið. T. d. fengu verka- menn á Akureyri, um nýár 1920 10 þúsund króna beinan arð af verzlun sinni, sem þeir þá voru búnir að reka í sjö mánuði. Hvað mikið „hagnaðist* verka- iýðurinn á selstöðvarverzlununum gömlu og hvað mikið „græðir" hann á hinni „frjáisu* verziun einstaklinga hér { bænum? Skyldi sá „gróði" vera sýnilegur, jafnvel I beztu smásjá. Annars Iftu^ helst út fyrir að Morgunblaðið sé að birta sam- keppnisritgerðir, um hvað hægt sé að skrifa vitlaúsast um verzlun landsins, og má varla á milli sjá, hverjuna ber fyrstu verðiaun fyrir vitleysur, Sveini af Akranesi eða „bónda* þessum. ö. Hvafl sagði Yísir í samari í gær stendur í greln í Vísi; „Vísir sagði það lyrir í sumar, að svo mundi fara, þrátt fyrir alia útreikninga fjármálamannanna að íjárkreppan mundi harðna aft- ur upp úr áramótunum". Var það þetta sem Vísir sagði í sumar? Önei, það var nú eitt- hvað annað sem hann sagðil Hann sagði í einni varnargrein- inni, er hann birti fyrir tslands- banka, að bankamir tnundu eiga annað eins inni utn tiýár, erlend■ is, eitts og ýeir skulduðu þá. Það hefír lfka ræzt, eða hitt þó heldur! 20°/o lækkon. í grein í Vísi í gær, er sagt að verðlækkun sú er orðin sé á nauðsynjum nemi 20°/o. Þetta er sú mesta fjarstæða, því verðlækkun er ennþá sama og engin, á Hfsnauðsynjum, þó kol og sykur hafí faiiið. Enginn vafi er á hvers vegna Vísir segir þessa íjarstæðu: til þess að styðja atvinnurekendur f hinni óhæfu kröfu þeirra um að kaup verka- manna lækki. Þetta er eitt gott dæmi upp á hve velviljaður Vísir og ritstjóri hans er alþýðunni. Kaapfélag Reykvíkinga héit aðalfund 5. þ. m í K. F. U. M. Úr stjórninni voru dregnir þeir: Kjartan Ólafsson steinsm, Helgi Heigason Ukkistusm., Kristján V. Guðm.son bæjarfulltrúi. Kosntr voru: Kjartan Ólafsson (endurkos- jnn) með 114 atkv., Jón Jónsson frá Flatey með 50 atkv, Helgi Helgason (eadurkosinn) með 73 atkv. Varamaður var kosinn Sig- urður Jónasson stud. jur. Endur- skoðandi Þ. Narfason, hinn end- urskoðandinn verður útnefndur af S. I. S. Við tækifæri. Brosir vonablóma skjól bak við nótt og skugga ætíð, þegar sváshýr sól signir freðinn glugga. Lengst þó Norðrið leiki grátt ííf f hverju sport, stefndu sál f suðurátt sólu mót og vori. J. S. Húnfj'órð. Stofa handa einhieypum til ieigu á Baldursgötu 29.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.