Heimskringla - 18.10.1944, Page 2

Heimskringla - 18.10.1944, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. OKT. 1944 BÓKAGERÐ OG ÞÝÐING HENNAR FYRIR IS- LENZKU ÞJÓÐINA Við Islendingar höfum oft stært okkur af því, að næstum hver einasti maður á landinu, sem kominn er til fullorðins ára, sé læs og jafnvel skrifandi. Það er líka nokkuð til að stæra sig af, þar sem þetta eru þær náms- greinar, sem taldar eru undir- staða allrar mentunar og lær- dóms. Með því móti getum við notfært okkur þekkingu og vit- neskju liðinna kynslóða og jafn- framt lagt okkar skerf til við- halds og eflingar þeirri þekk- ingu og afhent sem arf til niðj- anna. Ritlistin og síðar bókagerðin eru mikilsverðar uppgötvanir. Við höfum heldur ekki verið eft- irbátar annara á þeim sviðum, enda þótt aðstaða okkar hafi til skamms tíma verið mjög erfið. Þegar í byrjun var tekin rétt stefna í bókaritun hjá okkur, þar sem bækurnar voru ritaðar á landsmálinu en ekki á alþjóða- máli mentamanna þess tíma og síðar. Það gerði það að verkum, að þær bækur, sem ritaðar voru, voru lesnar af öllum þorra manna. En bókagerð var þá seinvirk þegar skrifa þurfti hverja bók fyrir sig, þ. e. a. s. hvert eintak og stóð slikt verk Jarð»rberja Plöntur Ljúffengt, swtt og lystugt Suðurlanda ávöxt- ur sem bæði er ávaxtaríkur og fagur til hýbýla skrauts. — Þakin blómum og ávöxt- um samtímis. Blómin snjóhvít og angandi. Á- vöxturinn á stærð volhnotu, rauður að lit og lúffeng- ur, borðist hrár eða i jelly. Vex upp af fræi, og byrjar snemma að blómstra. (Pk. 25<t) (3 pk. 50<í) póstfrítt. PHJ__Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945 þegar hún er tilbúin stundum svo árum skifti. Slíkar bækur voru dýrar. En menn lögðu mikið á sig til þess að eign- ast afrit af'þeim eða fá að lesa þær og munu margar þeirra beinlínis hafa verið “lesnar upp til agna.” Innlend bókagerð og mikil lestrarhneigð almennings gerði það að verkum, að málið hefir varðveitzt frá því á söguöld og til okkar tíma, þrátt fyrir erlend- ar “árásir” eða áhrif sem um skeið virtust mundu verða tungu okkar örlagarík. Með tilstyrk góðra manna tókst að bjarga málinu óspjölluðu framhjá þeim blindskerjum, sem urðu á veg- inum. Stafsetningin Málið okkar, íslenzkan, er all- erfitt og virðist nokkrum erfið- leikum bundið að kenna mörg- um að rita það rétt. Mál, sem hefir jafn miklar og óreglulegar beygingar, er vandasamara í daglegri notkun og krefst meiri nákvæmni, bæði í töluðu máli og rituðu, heldur en mál, sem hafa litlar beygingar. Það er margt að varast og margs að gæta í notkun málsins, svo sem réttar endingar, rétt föll, rétt tala, rétt kyn. Þessir erfiðleikar verða mörgum ofurefli að því er virð- ist. Þó hygg eg að þar um ráði meira hugsunarleysi og kæring- arleysi í meðferð málsins, held- ur en getuleysi í því að fara rétt með málið. Sumir kennarar kvarta undan því að kenna börn- um og unglingum að nota “z”, sem lögboðin er í okkar staf- setningu, þeirri, er nú gildir. En eg held að sumir hafi horn í síðu þessa stafs og þá bresti því vilja til að leggja sig fram við að kenna undirstöðuatriðin í regl- um þeim, er gilda um notkun hans. Eg þekki roskna menn, sem undir eins gátu skift um rit- hátt og nota “z” alveg rétt. Það munu líka margir sammála mer um það, að notkun þessa stafs sé ekki svo býsna erfið. Eg segi dominion seed house Georgetown, Ontario * •Vjt* VILJIÐ ÞIÐ HJÁLPA NÆSTA VETUR? Ef þú ert ekki nauðsynlegur við búskapinn þennan vetur, ættir þú að vinna önnur verk. Auka vetrarvinna við trjátekju er mjög þörf — flutning og pulp-tekju og til eldsneytis — málmnámum, kolanámum, kjötpökkun og í frystihúsum, kornflutning, járnbrautarvið- gerðir, járnverksmiðjum og önnur nauð- synjastörf eftir því hvar hver er. Gefið ykkur fram til vinnu við: The nearest Employment and Selective Service Office; or The nearest Provincial Agricul- tural Representative; or Your Local Farm Production Committee. Góðar undirtektir eru mjög áríðandi fyrir velferð Canada — gerið svo vel að svara strax. Undanþágur frá heræfingum eru í gildi meðan menn gegna nauðsynjastörfum utan heimilis. NATIONAL SELECTIVE SERVICE DEPARTMENT OF LABOUR HUMPHREY MITCHELL A. MacNAMARA Minister of Labour Director, National Eelective Service Þessi auglýsing er gefin út af the Dominion Deparment of Labour til hjálpar the Dominion-Provincial Farm Labour Programme. Admiral Sir Bertram Home Ramsay, K.C.B., M.V.O., sem var gerður að aðayfirmanni yfir sjóflota bandamanna í október 1943. þó ekki, að okkur hafi borið brýn nauðsyn til að taka upp “z”- notkun, þó að hún sé hvergi nærri ný í okkar stafsetningu. En eg vil einkum leggja áherzlu á það, hvaða nauðsyn okkur ber til að hafa eina stafsetningu i höfuðatriðum, en ekki margar útgáfur. Eg verð að játa, að það er ekki beinlínis hvatning eða örvun að eitt pappírsmesta blað- ið og víðlesnasta, skuli ekki treystast að taka upp hina lög- boðnu stafsetningu. Vera má að það sé meira fyrir viljaleysi og vanafestu, heldur eri vanmátt. En blöðin geta haft mikil áhrif á málið og því vitanlega til ills og góðs. Eg ætla þó ekki að ræða það frekar, heldur minnast á nokkrar mjög algengar málvill- ur í daglegu tali og riti. Algengar málvillur Við heyrum fólk oft segja' “Mér langar” og “mér vantar”, í stað þess að segja, “mig langar” og “mig vantar”. Þetta er af- káraleg misnotkun falla, eða ein tegund svokallaðrar “þágufalls- sýki” og er vafalaust mest að kenna hugsunarleysi í meðferð talaðs máls. Við heyrum menn oft bæði í blöðum og útvarpi og náttúrlega í viðræðum hver við aðra, tala um að þeir vilji “taka einhverju fram”, sem er margsinnis ábent vitleysa í meðferð málsins. Þeg-, ar við tölum um að eitthvað taki öðru fram eigum við við að það sé betra en annað, standi því framar. En að taka eitthvað fram þýðir að leggja áherzlu á eitthvert atriði. Oft heyrast orð eins og læknir, vísir og mælir ranglega beygð. Menn segja: læknirar í stað læknar, vísirar og mælirar í stað vísar og mælar. Orð þessi beygj- ast eins og nægir því að sýna beygingu eins þeirra, t. d. lækn- is. Það er læknir, um lækni, frá lækni til læknis, í eintölu, en læknar, um lækna, frá læknum, til lækna, í fleirtölu. Þetta geta menn lært, ef þeir reyna að greina rétt mál frá röngu. Nokkur íslenzk mannanöfn heyrast alloft rangt beygð. Má þar nefna kvenmannsnafnið Unni. Algengast er, að menn hafi það eins í öllum föllum, þ. e. a. s. eins og nf.: Unnur. En við eigum að segja um Unni (þf.), frá Unni (þgf) og til Unnar (ef). Svipað er að segja um karl- mannsnafnið Má. Það á að vera Már, Má, Má, Más. Nafnið Hjört- ur er og ranglega beygt, — á að vera Hjörtur, Hjört, Hirti, Hjart- ar. Mörg fleiri mætti telja, en eg læt þetta nægja að sinni. Erlendu mannanöfnin Smekkleysi finst mér það, begar fólk, sem vill láta kalla sig Islendinga og er af íslenzku bergi brotið, er að dragast með dönsk, hálfdönsk eða latnesk nöfn, sem löngu liðnir forfeður þess höfðu tekið upp og notað. Mörg þessi áhrif minna á hættu þá, sem íslenzkan var þá stödd í. Með því á eg einkum við nöfn eins og Stephensen, Hansen, Nielson, Thorlacius, Thordarsen o. fl. Það er gagnstætt íslenzkri málvenju og okkur finst það leiðinlegt að kalla menn aðeins þessu svokallaða ættarnafni. — Ekkert er við því að segja, þótt menn, sem eru svo óhepnir, að nafn þeirra eða föðurnafn byrj- ar á Þ, sem aðeins er notað í fá- um málum, breyti því í Th. með- an þeir dvelja í öðrum löndum. Það er nauðsyn. En þegar þessir menn hverfa heim aftur, er vandalaust og smekklegast að taka aftur upp íslenzka rithátt- inn. En ýmsum hefir bara láðst að gera það og tel eg það miður farið. Björn Guðmundsson frá Fagradal —Þjóðviljnn, 11. marz. Þér Fáið Ætíð Peningavirði Yðar Kaupið VOGUE SÍGARETTU TOBAK ÞORLEIFUR í HóLUM ÁTTRÆÐUR NOKKUR MINNINGAR- ORÐ Þess var nýlega getið í ís- lenzku blöðunum að Mrs. Sig- ríður Ingibjörg Jackson að El- fros í Saskatchewan hefði látist á sjúkrahúsinu í Wadena. Hún var fædd í Winnipeg 6. ágúst 1890. Foreldrar hennar voru þau Eiríkur Sumarliðason og Þorbjörg Jónsdóttir. Eiríkur var ættaður úr Borg- arfirði vestra og var búfræðing- ur frá Ólafsdal. Hann var móð- urbbróðir Arnrúnar skáldkonu frá Felli. Þorbjörg var systur- dóttir Andrésar Fjeldsteds á Hvítárvöllum og þeirra bræðra. Haustið 1911 giftist Ingibjörg Eymundi Jackson bónda að El- fros í Saskatchewan. Þau eign- uðust fjögur börn, eina dóttir: Þorbjörgu (Mrs. H. S. Hender- son) í Moose Jaw í Saskatchew- an og þrjá syni: Þorvald að El- fros, Guðjón, W.O. 1, R.C.A.F. í Gander Bay í Nýfundnalandi og Henry Kristinn, Corp. í R.C.A.F. í White Horse í Yukon. Auk barnanna lifa hana fjög- ur systkini, ein systir: Jónína, kennari í Winnipeg og þrír bræð- ur: Leifur, deildarstjóri hjá Eat- on félaginu í Winnipeg, Henry og John í Vancouver, B. C. Mrs. Jacksoji misti mann sinn í október mánuði 1923. Hún lézt á sjúkrahúsinu í Wadena, 23. sept. s. 1. af heilablóðfalli; lifði aðeins örfáa daga eftir að hún veiktist. Jarðarförin fór fram 26. sama mánaðar frá Sam- bandskirkjunni í Elfros, (United Church). Hin látna var vel gefin kona, fríð sýnum og tilkomumikil. — Hún var frábærlega glaðvær. bjartsýn og félagslynd — sann- kölluð sól á heimilinu. Öll gæði lífsins galt hún fullu verði, jafnt gleði og sorgir hamingjunni fól, og heimilið að himnaríki gerði — á himni þeim ’hún skein sem stöðug sól. Sig. Júl. Jóhannesson Námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunar- skóla í Winnipeg. Upplýsingar gefur: The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg Allir, sem nokkurn gaum hafa gefið almennum þjóðmálum síð- asta mannsaldur, kannast við Þorleif í Hólum. Hann hefir átt svo drjúgan og farsælan þátt í opinberu starfi og framþróun sveitar- og þjóðmála. það sem af er þessari öld. Þingferill hans var langur og leystur af hendi með sæmd. Heima í héraði hefir hann gegnt og gegnir enn flest um trúnaðarstörfum sveitar- og íélagsmála. Hefir hann jafnan haft þar forustu um öll fram- fara- og menningarmál. Eg kyntist Þorleifi fyrst árið 1916, er eg kom á þing. Þá hafði hann verið þingmaður í 7 ár. Eftir það störfuðum við að þing- málum til ársins 1934. Nú á átt- ræðisafmæli hans rifjast upp íyrir mér sú kynning og vinátta. j sem mér er svo hugstæð og á- j nægjuleg. Skapgerð hans, prúð - j rnenska og drenglyndi aflaði hounm traust og vinsælda allra samþingsmanna hans, og óhætt ; er að fullyrða, að allir báru til hans hlýjan hug. Hann var ekki bardagamaður, en málflutningur hans var sanngjarn og réttlátur Iíann tók fult tillit til annara, en kvikaði þó ekki frá því, sem hann í taldi rétt vera. Tókst honum j með lægni og prúðmensku að koma málum fram. Þorleifur j var einn af stofnendum Fram- sóknarflokksins á vetrarþinginu i 1916, og hefir alla tíð síðan verið j öflugur stuðningsmaður hans og um all-langt skeið formaður þingflokksins. — Reyndi þá oft á lægni hans og lipurð í vanda- sömum málum. En hann leysti það ætíð með festu og jafnframt þeirri hógværð, sem ætíð hefir einkent hann við öll störf. Þorleifur sóttist aldrei eftir vegtyllum. Sýslubúar hans og sveitungar hafa beðið hann að hafa á hendi forustu mála sinna. Honum treystu þeir bezt, enda hefir hann ekki brugðist því trausti. Var trúnaður Austur- Skaffellinga við Þorleif svo traustur, að engum tjáði að etja við hann kappi við alþingiskosn- ingar. Og víst myndi hann hafa átt þess kost að vera þingmaður þeirra fram á þennan dag. En hann kaus að láta af þingmensku eftir nær aldarfjórðungs óslitin feril. Stóð hugur hans til þess að setjast um kyrt að heimili sínu í hinni fríðu og friðsælu Hornafjarðarsveit. 1 dag, á áttræðisafmælinu, leita margir góðvinahugir heim til Þorleifs í Hólum. Honum hefir orðið gott til vina um æf- ina, og sólskin góðvildar sam- ferðamannanna vermir á þessum tímamótum hinn aldna sæmdar- rnann. Við þennan merkjastein í lífi þínu, Þorleifur, leitar hugur minn til þín. Eg hefði viljað eiga þess kost að taka í hönd þína og þakka þér alla trúmensk- una og góðvildina í minn garð. En fjöllin og fjarlægðin varna mér þess. Eg sendi þér því úr fjarlægðinni hugheilar árnaðar- kveðjur með þeirri ósk, að þú megir enn um langt skeið njóta verndar þeirrar hamingjudísar sem þér hefir ætíð fylgt. Heill þér, góður drengur! 21. ágúst 1944. Einar Árnason Þorleifur Jónsson fyrv. alþm. hefir átt eitt og sama heimili alla sína löngu æfi. Það er Hólar í Hornafirði. Þar er hann fæddur 21. ágúst 1864. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi þar og hreppstjóri (d. 1878) og kona hans, Þórunn (dáin 1905) Þor- leifsdóttir. — Þorleifur stundaði nám í Möðruvallaskóla veturinn 1881—82 og var síðan ráðsmað- ur við bú móður sinnar, þar til hann hóf sjálfur búskap 1890 á Hólum. Hreppstjóri hefir hann verið frá hinu sama ári og þar til nú. í viðlögum hefir hann gegnt sýslumannsstörfum í A.-Skafta- fellssýslu og verið alllengi í sýslunefnd og hreppsnefnd. Þá hefir hann verið í stjórn Búnað- arfél. Nesjahrepps og formaður í stjórn Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga frá 1919. Alþm. A,- Skaftfellinga var hann frá 1908 til 1934. Kona Þorleifs var Sigurborg Sigurðardóttir, bónda í Kross- bæjargerði. Hún andaðist 1935. Dagur flytur hinum aldna heiðursmanni alúðarþakkir fyrir öll hans mörgu og þjóðnýtu störf og árnar honum allra heilla. —Dagur, 24. ág. Þjófurinn (við konu sína): — Það er ljótt að sjá uppeldið á drengnum. Hann kann ekki einu sinni að opna sardínudós án þess að skilja eftir fingraför. Heimskringla á Islandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins, og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.