Heimskringla - 10.10.1945, Side 4

Heimskringla - 10.10.1945, Side 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. OKTÓBER 1945 llcíittsltringk (StofnuO 1816) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON i Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON | ------— ----------——--------------------------------- "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 10. OKTÓBER 1945 Eins og sakir standa Hvaða stjórn, sem sýnt hefði eins góða fjárhags afkomu og stjórn Manitoba-fylkis gerir í þessum kosningum, hefði fyr á árum verið fyrirfram vís sigur. Samvinnustjórnin, sem fyrir fáum árum var hér stofnuð af öllum flokkum, hefir gert f járhagslega svo mikið betur, en nokkur flokksstíórn áður,. að eins dæmi er í sögu fylkisins. Síðan 1940 hefir fylkissjórnin, eða Garson-stjórnin, sem hún er nú oftast nefnd, eftir formanni hennar, lækkað skuld fylkisins um 17 miUón dali, auk stofnunar varasjóðs, er nemur fjórum miljón dölum. Um 13 miljón dalir hafa verið áætlaðir til starfa að stríðinu loknu, svo að öllu töldu má segja hag fylkisins hafa batnað um 35 miljón dali. Skuld þessa fylkis var fyrir 4 eða 5 árum ein hin hæsta á hvern mann í vestur fylkjunum, en er nú hin lægsta. Að véfengja þetta er ekki til neins. Þó sá flokkurinn (C. C. F.) sem samvinnunni hefir nú slitið og sækir á móti stjórnarflokkin- um, haldi fram að þessi afkoma sé ekki samvinnustjórninni að þakka, heldur Hitler, hefir það lítið að segja. Og sú gagnrýni stj órnarandstæðinga, að fé þessu hefði átt að verja til velferðar almenningi á einn eða annan hátt á stríðsárunum, en hrúga því ekki upp á þennan hátt, hefir við lítið að styðjast vegna þess, að það er einmitt nú að stríðinu loku, sem meiri þörf er fyrir að nota þetta fé en áður. Og það er vegna þess, að nú er hægt að færast hina miklu menningarnauðsyn í fang, að raflýsa sveitir fylkisins — sem þegar er byríað á, svo aðeins ein af starfsáætlunum Garson stjórnarihnar sé nefnd. Aðstaða þessa fylkis er góð. Það gerir þeirri stjórn auðveld- ara, sem með völd fer eftir kosningar, af hvaða flokksbergi sem hún er brotin. Það skal heldur ekki sagt, að C. C. F. flokkurinn eða hver annar flokkur sem væri gæti ekki hagað svo seglum, að fylkisbúar nytu góðs af því. En hitt er nokkurn veginn víst, að það er eigi síður vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Stjórninni sem hina góðu afstöðu skapaði, gæti verið eins sýnt um að nota hana fylkisbúum til góðs og jafnvel fremur, en nokkurri anhari stjórn, ekki sízt þar sem hún hefir starfsáætlun fyrir fram um það gerða. ~ * Þetta er ef til vill megniatriðið, sem kjósendur verða að vega í huga sínum í þessum kosningum. Ef fylkisbúar eru ekki sjálfir færir um það, geta forsætisráð- herra Saskatchewan-fylkis og fjórir ráðherrar hans, sem hingað hafa verið pantaðir, leiðbeint okkur. Þeir þurfa ekki að vera neitt sparir á það, þar sem við, en ekki þeir, berum ábyrgðina. Það munu ýmsir neita því, að það sé óvenjulega góður hagur þessa fylkis, sem þungamiðja þessara kosninga sé. En hafa menn tekið eftir því, að það var einmitt þegar á honum fór að bera, sem einn flokkanna í samvinnustjórninni, sagði sig úr lögum við hana. Að hér sé margt að, dettur engum í hug að neita. En að guðs- ríki verði skapað hér með kosningu nokkurs sérstaks flokks, er jafn fjarri, að gera sér í hugarlund. Það verður sitt hvað að hér, hvort sem samvinnustjórnin, eða C. C. F. flokkurinn er kosinn. Verksvið fylkisstjórna er ekki stórt. Og það er oft hlægilegt að sjá og heyra, hvað þær og stjórnmálaflokkarnir og jafnvel kjós- endur taka verksvið þeirra alvarlega í kosningum. Þær eru aðal- lega veganefnd og nú síðai árin rafyrkju og heilbrigðismálanefnd, sem sveitarstjórnir gætu alveg eins haft eftirlit með. En úr því þessar stjórnir eru til sem eining, þó sú eining fari oft mjög lútið eftir því, sem kalla mætti heillavænlegt, frá hagsmunalegu sjónar- miði skoðað og svo margt skorti til þess, að þær séu nokkur sjálf- stæð eining, er ekki um það efni nú að ræða. Það er aðeins hverja við setjum til eftirlits þessara mála, sem hér skiftir nokkru. Svo aftur sé vikið að flokkunum, skyggir það ekki á fylgi samvinnustjórnarinnar, að við lok vals þingmannaefnanna, voru strax sjö fylgismenn hennar kosnir gagnsóknarlaust. Voru þrír þeirra núverandi ráðherrar. Hvernig sem kosningunum lýkur, er það nokkuð.ljós fyrirboði um, að ástæður samvinnustjórnarinnar fyrir endurkosningu hafi talsvert vel mælst fyrir hjá almenningi. VASASÖNGBÓKIN Þetta er bók sem svo lítið fer fyrir, að hafa má hana í vestis- vasa sínum. Innihald hennar er 300 íslenzkir söngvar, sem safn- að hefir verið og sjáanlega eru gefnir út til þess fyrst og fremst að hafa með sér í ferðalög og syngja sér til dægrastyttingar. Söngvarnir eru að vísu alkunnir allir eða flestir, en þeir eru þrátt fyrir það margir, sem ekki kunna textana of vel og eiga þessvegna ver með að taka þátt í söngnum. Úr þessu bætir Vasasöngbókin og kemur það sér vel, þó ekki væri fyrir neitt annað. En auð- vitað er hvar sem er, gaman að blaða í henni og athuga, hvar manni skjátlar í textunum. Einhver sem heima hafði mik- ið ferðast, mintist á það, að Is- lendnigar væru nærri ávalt syngjandi á ferðalögum um land- ið. Hann var undrandi yfir, hvað mikið fjöldinn kynni af söngv- um. Það er ekkert ólíklegt, að þetta sé Vasasöngbókinni mikið að þakka. Bókin sem Hkr. hefir verið send er sjötta prentun hennar, svo hún virðist ganga vel út. Útgáfan er og vönduð og mörg hending, sem aflagast hefir í meðferðinni, er þar leiðrétt. T. d. mun óvíða rétt hendingin — og guma girnist mær — í þjóð- söngnum gamla, nema í þessari bók. Þjóðsöngvar Norðurlanda, I Þýzkalands, Frakklands, Eng- lands, Bandaríkjanna og Canada, eru og í bókinni. Íslendingar vestra ættu að eignast bókina. Hún fæst í bóka- verzlun Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave., og kostar $1.60. MEÐAL OKKAR SJÁLFRA Eftir Svanhvít Josie Við, Islendingar í Canada, vit- um það yfirleitt að við erum smátt og smátt að samlagast framtíðarþjóð þessa lands. Við vifúm að innflutningur fólks frá Islandi hefir verið næsta lítill síðan um aldamótin og við vit- um, að við fráfall hvers íslend- ingsr sem á fyrri árum hefir flutt til Canada, myndast auðn sem ekki er líklegt að verði fylt. Maður þarf ekki nema rétt að líta á giftingar fólks af öðru ís- lenzkum stofni til að sjá, að við erum hraðfara að samlagast öðru fólki í landinu. Hér er ekki urn það að ræða, að þetta sanni nokkuð sem ískyggilegt megi kallast. Feður okkar og mæður komu til Canada með þeim á- setningi að eiga hér heima, skildu það fyllilega, að því að- eins gátu þau vænst þess, að byggja börnum sínum hér góða framtíðar möguleika, að þau legðu Canada til það bezta sem pau áttu og færðu sér sem bezt pau gátu í nyt, þau miklu tæki- færi, sem þetta unga land hafði að bjóða. Þótt við metum mik- ils þann andlega gróða, að kunna annað tungumál, sérstaklega málið sem er lykillinn að norr- ænum bókmentum, þá stöndum við andspænis þeirri staðreynd að líkurnar benda ákveðið í þá átt, að innan fárra áratuga verði engin íslenzka töluð í Canada, nema þá kannske í fáeinum sveitum, því sennilegt er að ís- lenzkan haldist lengur við þar, en hægt er að búast við í borgum og stærri bæjum, þar sem allra þjóða fólk er samankomið. Það er ekki ófróðlegt að at- huga hvernig viðhorfið er nú. Manntalsskýrslur Canada frá 1941 fræða mann um það hvern- ig þá standa sakir og maður leiðist eðlilega til að bera það saman við eldri manntalsskýrsl- ur. Til ársins 1901 sýna .skýrsl- urnar alls ekki hve hér eru marg- ir íslendingar fæddir á íslandi. Þeir eru þá taldir með Svíum. Fyrsta manntalið sem sýnir hve margir Islendingar, fæddir á ís- landi, eru í Canada, er frá 1901, og teljast þeir þá að vera 6,057 Á næstu tíu árum hafði þeim fjölgað upp í 7,109, sem er hæsta talan síðan um aldamótin. Á hverjum áratúg síðan 1911 hefir Islendingum í Canada, sem fæddir eru á íslandi, fækkað mjög mikið og stöðugt, meir og meir sem árin líða, og árið 1941 eru þeir aðeins 4,425 sem telja sig fædda á íslandi. Þar sem fjöldi innflytjendanna eru nú komnir á elliár, má gera ráð fyr- ir að fækkunin verði enn meir hraðfara á næstu árum. Án þess því, að svo ólíklega kunni að ske, að innflutningur hefjist aftur frá Islandi, er full ástæða til að ætla að árið 1961 sýni manntals- skýrslurnar í Canada, fáa eða enga fædda á íslandi. Því er það ólíklegt að Islend- ingar fari aftur að flytja hópum saman til Canada? Þeir örðug- leikar, sem þess voru valdandi að svo margir landar fluttust til Canada, eru nú að miklu leyti horfnir á íslandi. Satt er það að vísu, að stríðið hefir örðið þess valdandi að ísland hefir komist í nánara samband við umheim- inn heldur en áður var og kann það að valda nokkrum fólks- flutningum. En stríðið hefir líka mjög aukið velgengni ís- lands, sem ætti að hjálpa til að halda fólkinu kyrru í heima- landinu. Þjóðin er svo smá að vafalaust er að því unnið að halda fólkinu kyrru heima. Síð- ustu áratugina hefir mjög fátt fólk frá Islandi flutst til Canada. Á árunum 1932 til 1940 komu aðeins 36, sem svarar fjórum á ári. Rétt helmingi fleiri af ís- lenzku bergi brotnir, fluttust til Canada á þessu sama tímabili, eða 72, og kom það fólk aðallega frá Bandaríkjunum. Þótt fólk í Canada, sem fætt er á íslandi, sé smátt og smátt að hverfa úr sögunni, þá er öðru máli að gegna með fólk af ís- lenzkum uppruna sem hér á heima. Til ársins 1921 eru þeir ekki taldir sérstaklega, heldur með öðrum Norðurlandaþjóðum. En 1921 eru þeir taldir 15,876 og hefir fjölgað stórlega á hverj- um áratug síðan, voru 19,382, 1931 og tíu árum síðar (1941) 21,050. I manntalsskýrslum þessa lands fer hið upprunalega þjóðerni eftir faðerninu, séu for- eldrarnir íslenzk, eða faðirinn aðeins, teljast börnin af íslenzk- um uppruna. Fjölda margar ís- lenzkar stúlkur hafa giftst mönn- um af öðru þjóðerni en þeirra eigin, en þeirra börn teljast ekki með íslendingum í manntals- skýrslu Canada, móðernið er þar ekki tekið til greina, og getur konan því ekkert gert í þá átt að auka tölu íslendinga hér í í VALI I MANITOBA KOSNINGUNUM (Tafla er sýnir nöfn þingmanna-efna, kjördæmi, flokkaskiftingu og tölu hvers sérstaks flokks. Stjarna við nafn merkir fyrv. þingmaður, stafirnir: L—Liberal, C—-Conservative, SC—Social Credit, CCF—Cooperative Commonwealth Federation, LP—Labor Progressive, Ind—óháður, Soc—sósíalisti). KJÖRDÆMI- Arthur ____ Assiniboia — Beautiful Plains ---- Birtle_______________ Brandon ------------- Carillon ____________ Cypress______________ Dauphin _____________ Deloraine____________ Dufferin ____________ Emerson _____________ Ethelbert ___________ Fairford ____________ Fisher_______________ Gilbert Plains------- Gimli________________ Gladstone____________ SAMVINNUMENN C.C.F. *J. R. Pitt (L) .________ Guy Craven_____ *David A. Best (C)_______ Ernest R. Draffin *Dr. J. S. Pools (C)_____ A. J. M. Poole- *F. C. Bell (L)__________ George B. Reid L. H. McDorman (L)—--- AÐRIR Tropper W. C. Ross (LP) Peter McDuffe ___________ *Dr. D. L. Johnson (Ind CCF)_ *Edmond Prefontaine (L) R. C. Parsons (C)________ J. A. Hamilton *Hon. Robert Hawkins (L) ___ M. W. Cryderman J. O. Argue (C)------------------------------ *Earl T. Collins (Ind)-----------------------; *J. R. Solomon (L)-------- *N. A. Sryherczuk (L)__ *Hon. Stuart S. Garson (L)__ G. W. Leonard ----- *N. V. Hachynsky (L) _______.- L. W. Michalchuk _ *Dr. S. W. Fox (SC)_________ W. G. Doak_________ _ Peter Olchowecki___________ Norman C. McLean (Ind)_____ __ M. Sawchuk__________________ Lance-Cpl John Dubno (LP) John Kapusta (LP)_ Glenwood Hamiota Iberville __ Dr. S. O. Thompson (L)___ *Hon. William Morton (L)_____________________ Gilbert H. Grant____________________________ James W. Breakey (L)______ Leslie V. Robson _ ★Hon. N. L. Turnbull (SC)___ C. S. Dawley John McDowell (C) .___:___ Harold Kendall ... W. D. Lawrence (L)-------------------------- S. S. Johnson___________1__ M. J. Sago (LP)___ Kildonan-St. Andrews--------- *Hon. J. O. McLenghen (C) William Grundy G. M. Anderson (L) ________ Glen McMillan .... *A. W. Harrison (C)____________________________ ---------------*Hon. D. L. Campbell (L)------------------------ --------------- *M. R. Sutherland (L)_______ Sgt. W. Gilbey (LP)._. Killarney _ Lakeside Lansdowne W. E. Hargreaves La Verandrye Manitou _____ Minnedosa ___ *Hon. Saveur Marcoux (L) Alfred Lagimodiere (Ind. L) *Hugh B. Morrison (C) ___ Paul Prince (SC) Morden-Rhineland Morris __________ Mountain_________ Norfolk__________ Portage la Prairie _ Roblin___________ Rockwood Rupert’s Land Russell _______ St. Boniface St. Clements St. George Ste. Rose__ *D,r. E. Rutledge (C) ........ Ralph J. Frith _ *W. C. Miller (C)_____________ Edward Friesen J. R. Walkof (L)__________...._________________ *Hon. J. C. Dryden (L)........ Ivan A. Langtry *Hon. Ivan Schultz (L)________ D. L. McBrien *John P. Lawrie (C)___________ «L Harry Wood ... ★Charles E. Greenlay (C)_____ Mrs. Horace Mann Flt. Lt. R. Robertson (Ind. L) *Dr. M. T. Lewis (Ind. L)___ W. J. Campbell (C)_________ *D. R. Hamilton (Ind. L)____ Dr. W. H. G. Gibbs (Ind L)..._. Oddur Olafson (L)__________ *W. W. W. Wilson (L)________ Walter Tod (L)_____________ Earl Moffat (LP) Sqn. Ldr. Leslie Thompson M. R. Burritt (LP) M. J. Tokar__ E. A. Hansford Springfield Swan River ____ The Pas ________ Turtle Mountain Virden _________ J. Heesaker _______ George E. Olive ___ L. A. Regnier (Ind. L)----------------------- *N. J. Stryck (L)___________ Wilbert Doneleyko Chris Halldorson (L) _____ Eric Stefanson ... J. A. Howardson (Ind. L)_ *D. M. McCarthy (L)________ Dr. Murdoch MacKay (L)_.__ M. J. Hoban (Ind)______ ★George P. Renouf (C)__ Robert F. Milton (L)____ *Hon. E. F. Willis (C)___ *R. H. Mooney (L)__________ *Hon. J. S. McDiarmid (L)__ Jules Pynoo (LP)__________ Angus McDonald (Ind)______ Andrew Bileski (LP) ______ O. P. Johnson (LP)________ J. Ilchena (LP). R. M. Niven *B. R. Richards (Ind CCF) Winnipeg _______ (10 members) *M. A. Gray_____ Donovon Swailes Cecil L. Niohol . *S. J. Farmer____ *C. Rhodes Smith (L)_________ Lloyd Stinson ___ *Paul Bardal (L) . ______ William Scraba (L)_______ Mrs. Harry Walsh (L)____ Mark Long (C)____________ Dr. M. S. Lougheed (C)___ *G. S. Thorvaldson (C)____ R. G. Sully (C)__________ J. F. Davidson (Ind L) __ ★William Kardash (LP)_______ Joseph Zuken (LP)__________ *L. St. G. Stubbs (Ind)_____ Flt. Sgt. T. H. Taylor (SC)_ Andrew N. Robertson _________ James Milne (Soc)_ George Stapleton ________________________________

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.