Heimskringla - 10.10.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.10.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. OKTÓBER 1945 Þegar við vorum allir komnir upp á múr- inn spurði eg leiðsögumanninn í hvaða átt við skyldum halda. Hann benti út á þökin og héld- um við svo í halarófu eftir þeim og með mestu gætni. Þegar við vorum komnir upp á þriðja hús- ið, komum við að lítilli götu. Þar sem við sá- um engan þar hoppuðum við niður af húsinu. Leiðsögumaðurinn sagði að nú yrðum við að hlaupa eftir götunum og snúa svo til vinstri. Það gerðum við og komum brátt í breiðari götu, ea eftir henni höfðum við farið til mosk- unnar. Þegar við höfðum áttað okkur stefndum við niður að höfninni, eða að þeim hluta bæjar- ins, sem eg kannaðist við. Við töfðum ekkert en hlupum eins og fætur toguðu. En þótt hið umliðna æfintýri vort væri all merkilegt, þá áttum við samt annað í vændum, sem var ennþá merkilegra. Er við vorum komnir inn í göturnar, sem voru lýstar með gasljósum, og fundum að við vorum óhultir, kvöddum við mennina, sem höfðu valdið okkur öllum þessum óþægindum, og eftir að við höfðum orðið ásáttir við leið- sögumanninn um hver laun hann skyldi fá, sendum við hann leiðar sirjnar og héldum svo áfram tveir saman. Fimm mínútum síðar stönsuðum við fyrir framan dyr, sem ljós streymdi út um, og sá eg að þetta var spilahúsið “Casino”. Þar inni var margt fólk,7>g þar sem við höfðum ennþá næg- an tíma, og félagi minn sagðist ekkert þreyttur, fanst mér þetta tækifæri til að sýna honum nýja hlið á lífi Austurlanda borganna. Og nú greip eg tækifærið til að segja frá einkennilegu atviki. Þegar við gengum inn í bygginguna, þá var það eitthvað — eg veit ekki hvað — sem knúði mig til að líta til baka, og mér til mestu undrunar sá eg, eða fanst að eg sæi, Dr. Nikola standa úti á götunni og stara á mig. Eg bað samferðamann minn að bíða augnablik þar, sem hann var, flýtti mér síðan út og hljóp þangað sem eg hafði séð hann. En eg var of seinn. Ef það var Nikola, þá var hann horfinn alveg eins fljótt og eg hafði séð hann. Eg leitaði hér og þar, alstaðar, við húsdyrnar og niður götuna, en árangurslaust; eg sá hann hvergi. Eg hætti því leitinni og Jiélt aftur til “Casino” Beckenham hafði beðið eftir mér og við héldum inn í húsið. Herbergin voru full af fólki, sem stóð þar • í kring um öll borðin, en við ætluðum ekki að spila. Okkur þótti meira gaman af að horfa á þá, sem spiluðu. Og víst er um það, að svipur- inn á mörgum andlitunum þar, var þess virði að horfa á hann. Stundum lýsti hann tak- markalausri von, svipur sumra aftur á móti lýsti ósegjanlegri örvænting. En allra svipur lýsti hinni mestu fíkn eftir gróðanum. Áhrifin á unga manninn við hlið mína voru mjög eftir- tektaverð. Hann leit af einu andlitinu og á annað eins og hann væri að athuga margskonar óvenjuleg dýr og sérkenni þeirra. Eg athugaði hann nákvæmlega og sá, að svipur hans breytt- ist alt í einu. Er eg leit í sömu átt og hann, sá eg ungan mann, sem lagði peninga sína niður á sérstakt spil. Eg gat ekki séð andlit hans, en er hann færði sig til, sá eg að það var ungi halti maður- inn, sem hafði sagt okkur raunasöguna um fá- tækt fjölskyldu sinnar, og Beckenham hafði fyrir tveim stundum síðan gefið svona mikið fé. Hann lagði síðasta skildinginn sinn á spilið, tapaði og bjóst að fara burtu. Til þess að gera það, hlaut hann að fara fram hjá þeim stað, sem við stóðum á. Er hann leit á velgerða- mann sinn, læddist hann niður tröppurnar með svip, sem næstum lýsti blygðun og fór í burtu. “Komdu, við skulum fara héðan,” sagði félagi minn með óþolinmæði. Eg held eg yrði brjálaður ef eg þyrfti að vera hér lengur.” Við gengum síðan út á götuna, og brátt héídum við í áttina þangað, sem eg hugði að “Saratoga” lægi. Ungur náungi, eitthvað átján ára gamall, spurði okkur á bjagaðri ensku hvert hann gæti fylgt okkur, en þar sem eg var viss um að rata, neitaði eg ákveðið því tilboði. Við gengum í kvart tíma án þess að ná höfninni. Þetta fanst mér undarlegt. Þetta var skrítinn bæjarhluti, sem við vorum nú í. Húsin urðu óvandaðri að útliti og göturnar þrengri. Að síðustu neyddist eg til að játa, að eg vissi ekki hvar við vorum. “Hvað eigum við nú að gera,” sagði lá- varðurinn og leit á úrið sitt. “Klukkuna vant- ar 20 mínútur í ellefu, og eg lofaði Mr. Baxter, að eg skyldi vera kominn um borð kl. 11.” “En hvað eg gat verið heimskur að fá eng- an til að vísa okkur leið.” Varla hafði eg slept orðinu fyr en sami ná- unginn kom í ljós á ný við húshom eitt, og kom nú í áttina til okkar. Eg var alt of glaður yfir að sjá hann til að taka eftir hinu illgjarnlega sigurhrósi í svip hans, er eg sagði honum nafnið á skipinu, sem við ætluðum að finna. Hann virtist skilja þetta prýðisvel, og síðan gengum við eftir fyrirsögn hans og fylgd, í andstæða átt og við höfðum áður farið. Við hlutum að hafa gengið í einar tíu mín- útur án þess að segja orð. Göturnar voru enn- þá mjóar og illa útlítandi, en eg hugsaði að þetta væri til að stytta okkur leið, og sagði því ekki neitt. Við snerum úr þröngri hliðargötu inn i aðra, sem var breiðari. Þarna sást ekki neinn á ferð, ekkert nema fáeinir hundar, sem lágu og sváfu á strætinu. Þarna virtust engin götuljós, og þótt tunglið væri næstum fult, var samt hálf gatan í niðamyrkri. Leiðsögumaður okkar gekk á undan og við 6—7 skref á eftir honum. Eg man að eg sá grískt nafn þar á auglýsingu einni, og að eg hafði heyrt sama nafnið á Þórs- dags eyjunni, þá snerti eitthvað, sem líktist þræði, nef mitt og smaug svo undir hökuna, áður en eg gat fært upp hendina, tók taugin að stríkka um háls minn. í hinni sömu andrá heyrði eg félaga minn reka upp hátt vein, og svo man eg ekkert framar. 8. Kap. — Fangelsisvist okkar og tilraunir að losna úr henni. Hversu lengi eg var meðvitundarlaus eftir að eg heyrði Beckenham æpa upp, og fann taug- ina stríkka um háls minn eins og áður var getið, veit eg alls ekkert um; en eg veit, að þegar eg kom til sjálfs míns á ný, var eg í kolniða myrkri. Snúran var ekki framar um háls minn, en eitt- hvað var samt í kring um hann, sem var all óþægilegt. Þegar eg þreifaði fyrir mér með hendinni, fann eg mér til mestu undrunar, að um háls minn var jámhringur, læstur með lás og úr hringnum lágu sverir hlekkir í hring, festan í múrinn, sem var á bak við mig. Þessi óþægilega uppgötvun hvatti mig til að reyna að komast eftir hvar eg væri, og hvað annað eins og þetta gæti þýtt. Að eg var í her- bergi var eg viss um, því með því að fálma eins langt og eg gat, tókst mér að finna tvo veggi, sem mynduðu horn, en auðvitað gat eg ekki sagt hvar í bænum herbergi þetta væri. Eitt var samt víst. Veggurinn var úr múrsteinum, og voru þeir ekki þaktir með neinu. Vegna þess að þarna sást ekki minsta ljós- glæta, stakk eg hendinni í vasann, þar sem eg var vanur að hafa eldspýturnar mínar, og þegar eg fann að þeir höfðu þó ekki tekið þér frá mér, kveikti eg á einni þeirra og litaðist um. Það sem eg sá við þessa litlu týru var fremur dauf- legt ásýndar. Herbergið þar, sem eg var fangi í var fremur lítið. Það var bara tíu feta langt og átta fet á breidd, og hefði eg getað staðið upp- réttur, mundi eg næstum hafa getað náð til loftsins með hendinni. í horninu lengst til vinstri var hurð, en við hægra vegginn, en of langt í burtu til þess að eg gæti náð, var lítill gluggi, sem var næstum því byrgt fyrir með fjölum. Meira gat eg ekki séð, því að nú dó eldspýtan út. Eg flýtti mér að kveikja á annari. Rétt þegar þessu var lokið heyrði eg stunur og hálfgert vein úr hinu hominu. Eg lyfti eld- spýtunni upp, og nú sá eg mann í hnipri í horn- inu, þvert yfir frá hurðinni. Ekki þurfti eg lengi að horfa til að ganga úr skugga um að þetta var minn ungi vinur, Beckenham mark- greifi. Hann var auðsæilega ennþá meðvitund- arlaus; því að hann svaraði ekki, þótt eg kallaði á hann með nafni, en lá grafkyr og veinaði lágt. Eg gat aðeins litið á hann sem snöggvast, því að seinasta eldspýtan mín brann niður að fingurgómum mínum, og eg varð að slökkva hana. Þegar aftur varð dimt, kom yfir mig svimi, svo að eg hneig niður í horn mitt, og þótt eg misti ekki alveg meðvitundina, þá gat eg samt ekkert hugsað um hina undarlegu og ó- þægilegu aðstöðu okkar. Það var orðið bjart þegar eg náðijvaldi yfir hugsunum mínum. Langir geislar smugu inn milli rifanna á gluggahleranum. Mér fanst nú herbergið ennþá minna og óhreinna en það hafði sýnst við ljósið af eldspýtunum. Ungi lávarðurinn lá í horni sínu alveg eins og hann hafði legið þegar eg sá'hann síðast, og var enn meðvitundarlaus, en vegna þess, að ljósið var nú skýrara, sá eg, að það stafaði fremur af því, að hann var hlekkjaður við hornið á svipaðan hátt og eg, en af því að hann væri mjög særður. Eg dró upp úrið mitt, sem ekki hafði verið tekið frá mér, og sá að klukkuna vantaði fimm mínútur í sex. Þegar eg hafði látið það í vasann á ný, fór eg að reyna að finna út hvar við vær- um niðurkomnir. Vegna þess hver aðstæða mín var og hlekkjanna, sem héldu mér föstum, gat eg aðeins reynt að hlusta. Eg lokaði því aug- unum og hlustaði eins og eg gat. Nokkur stund leið áður en nokkuð hljóð baiwt að eyrum mér, svo heyrði eg hana gala í garði til vinstri, og hund gelta til hægri handar. Stuttu síðar heyrði eg dauft fótatak eins og einhver gengi eftir göt- unni. Þessi göngumaður eða hvað það nú var kom frá hægri hlið, og hin næma heyrn mín t fræddi mig um, að hann væri haltur og gengi við hækju. Hann kom nær og nær. En mig furðaði á því að hann gekk ekki fyrir framan gluggann, því þegar hann kom á móts við hann dó skóhljóðið út. Þetta fræddi mig um tvent. Annað var að glugginn, sem eins og eg hefi áður sagt var byrgður, sneri ekki út að neinni götu; hitt var það, að gatan lá við þann vegg, sem eg var hlekkjaður við. Þegar eg hafði ákveðið þetta opnaði Beck- enham augun. Hann rétti sig upp eins langt og hlekkirnir leyfðu, og litaðist um forviða á svip. Svo tók hann hendina um járnhringinn á hálsi sér og skildi auðsæilega hvernig ástatt var hvað það snerti, en undrun hans virtist vaxa, sem vonlegt var. Hann virtist ætla að falla í ómeg- in á ný, en opnaði samt augun, sá mig og sagði: “Mr. Hatteras,” sagði hann með rödd er helst líktist því er menn tala upp úr svefni, “hvar erum við, og hvað í ósköpunum eiga þessir hlekkií að þýða?” “Þar spyrjið þér mig um atriði, sem mér þætti sjáKum mikið varið í að vita,” svaraði eg. “Ekki geteg sagt yður hvar við erum, nema að við erum í Port Said. En ef yður langar til að vita hvernig á þessu stendur, þá hugsa eg að þetta séu verk og ráðstafanir svikara eins. En hvernig líður yður annars?” “Eg er mjög sjúkur, eg hefi hræðilegan höfuðverk. En eg get alls ekki skilið þetta. Hvað eigið þér við með því að tala um svikara?” Þetta var spurningin, sem eg óttaðist mest af öllu; því mér fanst, að þegar eg hefði útskýrt það, þá væri það eg, sem hefði mesta sökina á því, að við vorum í þessari klípu. En hversu slæmt, sem mér þótti það, þá varð eg nú samt að koma með skýringuna og það tafarlaust. “Beckenham lávarður,” sagði eg og settist upp eins vel og eg gat og spenti höndunum um hnén, “þetta er mjög ílt ástand, sem eg er kom- inn í. Eg hefi eiginlega aldrei fengið orð fyrir að vera heigull, en eg verð að játa, að eg er mjög beygður og aumur, er eg sé yður liggja þarna á gólfinu með járnviðju um hálsinn festa með hlekkjum í múrinn, einkum þegar eg veit að það er að nokkru leyti heimsku minni að kenna að þetta er svo.” “Æ, talið þér ekki svona, Mr. Hatteras!” svaraði ungi maðurinn innilega. “Hvað það er, eða hver það er, sem á sök að þessu, þá er eg viss um að það eruð ekki þér.” “Það stafar af því, að þér vitið ekki hvernig í öllu liggur, lávarður minn. Bíðið þangað til þér heyrið málavöxtu með að sýkna mig.” “Ekki ætla eg að skella skuldinni á yður, hvað svo sem þér segið mér. En látið mig nú heyra sögu yðar.” Svo hóf eg söguna, og sagði honum alt, sem mig hafði hent síðan eg kom til London. Eg sagði honum frá samfundum okkar Dr. Nikola, um hina skyndilegu burtför Wetherells til Ástralíu, um grun minn á Baxter; eg lýsti fyrir honum er eg las símskeytið, sem Baxter hafði sent, og sagði honum frá hinu einkennilega háttalagi hans á eftir, og því næst er eg hitti Dr. Nikola í “Græna sjómanninum”. Síðast lýsti eg ferð minni til Plymouth og hvað þar kom fyrir mig. “Af þessu getið þér séð,” sagði eg að síð- ustu, “hversvegna eg kenni mér sjálfum svo mjög um þetta.” “Afsakið,” sagði hann, “en eg get alls ekki séð þetta frá því sjónarmiði.” “Þá er eg hræddur um að eg megi til að lýsa þessu nánar. Fyrst og fremst verður yður að skilja, að ekki er nokkur vafi á að Baxter var valinn af Dr. Nikola til að verða kennari yðar, og í ákveðnu augnamiði. Nú hvað haldið þér að þetta augnamið hafi verið? Þér vitið það ekki? Jú, til að fá föður yðar til að láta yður ferðast. Við skulum athuga þá hlið málsins undir eins. Sú fyrirætlan yðar að fá að ferð- ast var komin á góðan rekspöl þegar'fundum okkar bar saman, og af því að eg er reginflón, þá rýk eg til og styrki þá af öllum mætti í þess- ari smánarlegu ráðagerð þeirra. Faðir yðar veitir loksins samþykki sitt, og því er komið svo fyrir, að þér skuluð fara tafarlaust til Ástralíu. Síðan finna þessir þorparar það út, að eg ætla að ferðast með sama skipinu. Þetta á ekki við fyrirætlun Nikola, og hann ákveður að hindra að eg ferðist með yður. Fyrir hepni og hendingu getur hann ekki afstýrt því, og eg næ skipinu í Neapel. En bíðið við! Nú skil eg eitt ennþá!” “Hvað er það?” “Það er þetta. Mér gat aldrei fundist sjó- veiki yðar eðlileg á milli Neapel og þessarar bannsettrar holu. En nú skil eg hvernig á henni stóð. Mér skjátlast ekki þegar eg segi, að yður hafi verið gefin inn einhver ólyfjan, og það væri Baxter, sem gerði það.” “En hversvegna?” “Já, um það vitum við ekkert ennþá. En þér megið vera alveg viss um, að það var eitt atriðið í hinu glæpsamlega samsæri þeirra. Eg er eins viss um það og við sitjum hérna. Og ennþá eitt. Munið þér að eg hljóp út úr “Cas- ina” í gærkveldi? Eg gerði það af því að eg sá Nikola standa úti á götunni og athuga okkur.” “Eruð þér viss um það? Hvernig gat hann hafa komist hingað? Og hvaða ástæðu ætti hann að hafa til að sitja fyrir okkur?” “En getið þér ekki séð það? Það var auð- vitað til að sjá sjálfur hvernig fyrirætlanir hans mundu hepnast.” “Það færir okkur að fyrstu spurningunni: Hverjar eru fyrirætlanir hans?” “Þeirri spurningu á eg örðugra með að svara. En ef þér viljið heyra skoðun mína, sagða hreinskilnislega, þá er það fyrirætlan hans, að hafa yður hér í haldi og neyða föður yðar til að borga sér lausnargjald.” Hvorugur okkar sagði neitt um stund. Alt útlitið fyrir okkur var svo skuggalegt, og mark- greifinn var alt of veikur til að geta háð langar samræður. Hann studdi höfuðið með höndun- um, svo leit hann upp. “Vesalings föður minn,” sagði hann, “en hvað hann hlýtur að vera sorgmæddur!” “Og það sem mér svíður sárast,” sagði eg, ' “er — hvað hann hlýtur að sjá eftir að hafa hlýtt ráði mínu. En hvað það var heimskulegt af mér að segja honum ekki frá grun mínum!” “Þér megið ekki ásaka yður fyrir það. Eg er viss um að faðir minn álítur yður alveg eins saklausan um þetta og eg álít yður saklausan. En nú skulum við íhuga ástæður okkar. Hvar haldið þér að við séum? Og í öðru lagi, eru nokkur ráð til að sleppa héðan?” “Fyrri spurningunni get eg svarað með því, að segja að eg veit það ekki. Síðari með því, að eg veit það ekki ennþá. Eg hefi samt komist að því að gatan liggur ekki fyrir framan gluggann, heldur við vegginn þar, sem eg er. En því miður er okkur lítið gagn að þessu, þar sem hvorugur okkar getur flutt sig þaðan, sem hann er.” “Er þá engin leið í burtu?” “Nei, engin aþ svo miklu leyti, sem eg get séð. Getið þér séð nokkra þaðan sem þér eruð?” Nei, alls enga, nema ef vera skyldi dymar, en hvað stendur þarna út úr veggnum hjá fót- um yðar?” Eg laut áfram eins langt og eg gat til að sjá betur. “Það lítur út fyrir að vera pípa.” Og það var áreiðanlega pípuendi, en hvert þessi pípa, sem var nokkuð víð, lá, og hvers- vegna að hún endaði þarna, vissi hvorugur okkar. “Haldið þér að þessi pípa liggi út á götuna? spurði Beckenham. Ef svo er gætiim við kanske gegn um hana komið okkur í samband við um- heiminn og náð í hjálp.” “Það væri ágætis hugmynd ef eg gæti náð í enda hennar, en þar sem hlekkirnir leyfa það ekki, þá mætti hún alveg eins vel vera hundrað mílur í burtu. Eg get rétt snert hana með fingrunum.” “Haldið þér, að ef þér hefðuð spýtu, að þér gætuð rent blaði, sem við hefðum skrifað á, út um ihana?” “Það gæti vel verið. En þá kemur annað til sögunnar. Eg hefi enga slíka spýtu.” “Hér er fremur sterkt hálmstrá. Reynið það.” Hann fleygði til mín strái, sem var eitthvað átta þumlunga langt. Þegar eg hafði náð því, stakk eg því með miklum erfiðismunum inn í pípuna. En þetta varð ekki nema til að valda nýjum vonbrigðum. “Þetta er ekki til neins,” sagði eg rauna- lega og fleygði frá mér stráinu. “Pípan fer ekki beina leið út, heldur beygist hún í rétt- horn, og það varnar okkur að senda nokkuð í gegn um hana.” “Þá verðum við að finna eitthvert annað ráð. Látið ekki hugfallast.” “Þey! Einhver er að koma.” Það var rétt. Þungt fótatak heyrðist. Það hætti fyrir utan fangaklefa okkar, og lykli var stungið í skrána. í sömu svipan opnaðist hurð- in og hár maður kom inn. Sólgeisli, sem smaug í gegn um hlerann féll á hann, og leiddi það í ljós að hann var mjög bólugrafinn og snjó- hvítur fyrir hærum. Hvar hafði eg nú séð eða heyrt um þennan mann, og lýsinguna á örun- um og hvíta hárinu? Já, nú mundi eg eftir því. Hann stóð um stund í dyrunum og litaðist um, síðan gekk hann inn á mitt gólfið. “Góðan daginn, herrar mínir,” sagði hann með lítillæti, sem var fremur háð en kurteislegt, “eg vona að þið hafið ekkert út á herbergi ykk- ar að setja, sem við höfum vegna fátæktar okk- ar neyðst til að veita ykkur.” “Mr. Pendergast,” svaraði eg, því eg var ákveðinn í að reyna hvernig honum yrði við að heyra nafnið, sem unnusta mín hafði nefnt hann með í bréfinu. “Hvað á þetta að þýða? Því erum við fangar hér. Eg krefst þess að mér sé slept strax. Þér verðið að standa konsúlnum okkar reikningskap fyrir þetta.” Stundarkorn stóð hann og gapti orðlaus af undrun yfir því, að eg vissi um nafn hans. En bráðlega náði hann sér og hallaði sér svo upp að veggnum, og athugaði okkur nákvæmlega áður en hann svaraði.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.