Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1945 Gullbrúðkaup í Mozart, Sask. í>að hefir dregist svolítið leng- ur en gert var ráð fyrir, að minn- ast hins veglega og fjölmenna gullbrúðkaups er börn og vanda- menn, vinir og bygðarmenn í Mozart, Sask., héldu þeim heið- urs og háöldruðu hjónum, Hósí- asi Hósíassyni og konu hans, Stefaníu, 7. sept. s. 1. í samkomu- húsi Mozart-búa. Var þar fjölmenni mikið sam- ankomið, sem skemtu sér með ræðuhöldum, söng, borðhaldi og kaffidrykkju langt fram á nótt. — Var hinum öldruðu gulibrúð- hjónum færður fjöldi minning argjafa frá vinum, vandamönn- um fjær og nær, og ennfremur frá Kvenfélagi Mozart-bygðar. Eru minningargjafir þessar all- ar taldar upp í Wynyard Ad- vanoe 19. sept. s. 1., en sá listi er oflangur hér upp að telja. Einn- ig barst heiðursgestunum all- mörg heillaskeyti þetta kveld víðsvegar frá, svo sem Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Bri- tish Columbia og víðar, sem öll sýndu hversu þessi merkishjón eiga víðfeðman vinahóp í bygð- um íslendinga vestan hafs, enda hafa þau aldrei legið á liði sínu, hvar sem þau hafa búið, um hjálpsemi, gestrisni og höfðings- skap. Má með sanni segja um Hósías eins og Davíð skáld Stef-i ánsson segir á einum stað um! annan bónda, að hann var “allra bænda prýði”, og þó var konan GERANIUMS 18 FYRIR 1 5C Allir sem blómarækt 1 láta sig nokkuð snerta ættu að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna birgðum að velja af öllum litum, hárauðum, lograuð- um, dökkrauðum, crimson, maroon, vermilion, scarlet, salmon, cerise, orange-red, salmon pink, bright pink, peach, blush-rose, white blotched, varigated, margined. Þær vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan- skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt og vex auðVeldlega inni. Verðgildi $1.25 —öll fyrir 60c póstfrítt. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Strax og hún er tilbúin 74 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario engu síður. Nú hefir þessi bændaöldungur verið blindur um nokkur ár, samt er hann á- nægður með hlutskifti sitt og möglar lítt þó dimt sé í kringum hann, því enn brennur hinn innri eldur frelsis og framfara, og á- huginn æ hinn sami, því minn-1 ið er gott og eftirtekt næm. Hann nýtur nú augna sinnar ástkæru eiginkonu, er staðið hefir svo stöðug við hlið hans öll þessi ár, og sem sum voru erfið, sem les fyrir hann nýjustu fréttir og við- burði eftir föngum. Hósías og Stefanía voru gefin saman í heilagt hjónaband, og heilagt hefir það þeim verið, 21. september 1895 ,af séra Þor- steini Þórarinssyní presti á Höskuldsstöðum í Breiðdal i Suður-Múlasýslu. Fluttu þau til Canada 1903 og settust þá að í Argyle-tbygð í Manitoba, en árið 1905 fluttu þau á land sitt í Vatnabygðunum í Saskatchew- an, og þar búa þau enn, þó sonur þeirra hafi staðið þar fyrir búi síðustu árin. Börn þeirra Hóseasar og Stef- aníu eru: Björgvin og Mrs. E. Johnson, sem dvelja í heimahús- um, Mrs. G. R. Grímson í Win- inpeg, Snorri, Jósep og Mrs. Mc- Innes, sem öll eru í Mozart. Hóseas og Stefanía Hóseasson TIL HÓSEASAR OG STEFANÍU Það hefir verið venja undan- farin ár að minnast bindindis- dagsins 1. febrúar, í skólum landsins með bindindisræðum og fleiru. Eitt sinn voru ýmsir hielztu góðtemplaraleiðtogar á Akureyri fengnir til að flytja ræður um bindindismál í Menta- skólanum þar. Hinn fyrsti þeirra steig í stólinn og flutti þrumandi bindindisræðu. Lýsti hann mjög átakanlega niðurlæg- ingu drykkjumanna og hinni aumu líðan þeirra, þegar veru- lega væri svifið á þá. Einn náms- piltanna góndi á bindindismann- inn og sagði síðan við sessunaut sinn með meðaumkunarhreim í röddinni: “Alveg er það auðheyrt, að þessi aumingja maður hefir aldrei farið á kendirí.” * * * Kanínuungi tvöfaldar þyngd sína á 7 dögum, en það tekur barn 180 daga að tvöfalda þyngd sína. John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Dmboðsmaöur fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta * BOFFAVP^ _________-gggjtEALLV SECORE- V Eg hefi heyrt að heiðra eigi hann Hósa, þar hefði eg feginn viljað vera með, en það er ekki því láni að hrósa, og þessvegna eg sendi fáein stef. Yfir fjöllin hugir okkar hvarfla heim til ykkar þessa skemtistund. Það má ei vera minna finst mér varla, en með, í anda, sækjum ykkar fund. Þakkir fyrir liðið, ljúf er minning, er lítum við til baka farna braut, gróði var hún okkur öll sú kynning, en ekki neitt til ama, eða þraut. Svo enda eg þessar ófullkomnu bögur, með óskir alls hins bezta í ykkar skaut, að lifi kvöldin yndisleg og fögur þið eignist mörg og ykkur flýji þraut. Sigurður Arngrímsson -Bellingham, Wash. ÞJÓÐRÆKNISHUGVEKJA Kveðið fyrir gullbrúðhjónaminni þeirra Hóseasar og Stefaníu Hóseasson fyrir hönd barna og barna-barna þeirra af Jakob J. Norman. ÁSTANDIÐ Loftið er af þýðleik þrungið þennan gæfu dag. Gaman væri að geta sungið gull í brúðar, lag---- fyrir afa og ömmu sína Islendinga mót. Gleðja pabba mömmu mína magna hal og snót. Gleðja pabba mömmu mína magna frónskan hal og snót. Heyrið faðir minn og móðir------- mín og sjáið hitt. Ættar kvistir ykkar rjóðir erfðu málið sitt----- v Sem þið kenduð okkur ungum ástar vöggu-gjöf! Við í þeirra sálir sungum sömu ástar vöggugjöf. Það er holt að heyra unga hrópa feðra-mál; það er eins og íslenzk tunga eigi vora sál. Þegar börnin beita henni 0 bezt eg hana skil------ Þjóðrækninnar þar eg kenni þráðan vonar yl. Þjóðrækninnar þar eg kenni þráðan gleði vonar yl. Þegar börnin yrkja afa------ og ömmu sinni ljóð, þá er engum orpin vafa ættarmót og þjóð.------ Hvar sem tungur gamla góða geymir braga mál, skapar hún við lindir ljóða lífgjöf vorri sál. Skapar hún við lindir ljóða, lífgjöf vorri frónsku sál. Kvæðið flutti á samkomunni Evelyn Grímson, sem er dóttur-dóttir Hóseasar og Stefaníu. Enn fýsir marga Vestur-ís- lendinga að vita um hag og mál- efni ættlandsins. Ýmislegt í straumhvörfum hinna íslenzku atvinnu og stjórnmála kemur okkur torkennilega fyrir sjónir. Tvent er það einkum, sem okk- ur veitist nokkuð erfiðlega að átta okkur á: hvernig sam- steypustjórnin geti borið sig þar sem hinir ólíkustu flokkar, svo sem kommúnistar og íhalds- menn eiga sæti; og verðbólgan sem svo mörgum vex nú mjög í augum. Eg vil, af skiljanlegum ástæð- um, vera sem fáorðastur um fyrra atriðið enda skortir mig náin kynni af íslenzkum stjórn- málum, þó held eg að flestir telji núverandi stjórn heppilegri en hið óþingræna ráðaneyti, sem áður fór með völd, enda var af- staða þess erfið þar sem það hafði engan þing-meirihluta á bak við sig. Að hinu leytinu var enginn flokkur nógu sterkur til að mynda stjórn upp á sitt ein- dæmi og var því ekki um annað að velja en einhverskonar sam- steypu. Mikið er fjasað, bæði hér og heima, um verðbólguna og dýr- tíðina en fæst af því skrafi virð- ist mér á staðreyndum grund- vallað. Verðbólga, og það langt- um geigvænlegri en á íslandi geysar nú í mörgum löndum svo sem Póllandi, Frakklandi, Bel- gíu, Hollandi og á Balkanskaga, — svo maður tali nú ekki um Kína þar sem hún er í algleym- ingi. í öllum löndum hefir bæði kaup og verðlag þokast upp á við, en talsvert mismunandi. Tel eg efasamt hvert nokkurt land hefir náð betri tökum á að halda henni í skefjum en Canada og jafn efasamt hvert verðlagið er ekki altof lágt hérlendis sem stendur, því þeim löndum mun veitast erfiðlega að greiða sínar ríkisskuldir, sem una við hið lága verðlag. Það er mun greiðara fyrir þann bónda að greiða skatta, sem fær 2 dollara fyrir hvern hveitimælir en þann, sem hlýtur aðeins einn “almáttug- ann”. Margir liggja íslenzkum stjórnarvöldum mjög á hálsi fyr- ir að hafa ekki haldið verðlaginu meira niður en eftir mínum skilningi var henni það naumast fært. Það er ekki til neins að tala um svona mál ef staðreynd- irnar eru ekki teknar til greina. Fyrsta staðreyndin er sú, að landið er hersetið af svo fjöl- mennum her að þessir óboðnu gestir — þótt þeir reyndar væru hinir mestu heillakarlar fyrir landið og þjóðina — verða fleiri en íbúarnir. Þessir gestir hafa skildingana í vasanum og albún- ir að bjóða landanum þá fyrir skran og skemtanir, mungát og menjagripi, íslenzkt þrjónles og íslenzk æfintýri. Var það land- verjum í hag að selja þeim alt of ódýrt? Jafnvel þótt lágt verð hefði verið sett á allar vöirur er ólíklegt að það hefði haldist en “svartahöndlunin” brátt vaxið þjóðinni yfir höfuð eins og við hefir borið hjá öðrum þjóðum. )bu GfflT 6EAT THÍS INVESTAIENT.' Trúboði var á ferð og hafði með sér slatta af guðsorðabók- um, sem hann reyndi mjög til að selja. Meðal annara kom hann til gamals manns, sem legið hafði mörg ár í rúminu og var blindur. Fór hann að ræða við hann um sáluhjálpina og sagði meðal annars: Þú hefir nú orðið góðan tíma til að lesa guðsorð og varðveita það. Gamli maðurinn sagði að guð yirði að gefa blindum sýn, ef hann ætti að geta lesið guðsorð. Þú gætir látið aðra lesa fyrir þig og rætt svo við guð þinn í einrúmi, sagði trúboðinn. Eg hef aldrei orðið var við, að hann væri svo skrafræðinn, sagði sá gamli, og lauk svo þeirra skiftum. ★ ★ ★ Magga: Hann Georg er vitlaus í mér. Erla: Þú skalt ekki taka það nærri þór. Hann var vitlaus, áð- ur en hann kyntist mér. ★ ★ ★ “Suma karlmenn þyrstir í frægð og frama, suma eftir ást og aðra í peninga, en það er eitt, sem alla þyrstir í.” “Og hvað er nú það?” “Góðan bjór.” Bismarck karlinn sagði að öll stjórnvizka væri fyrst og fremst í því falin, “að vita hvað væri framkvæmanlegt og hvað ekki”. Þar sem vöruverðið er lágt en peningar miklir verður eftir- spurnin gífurleg svo kaupendur grenslast lítt um verðtextann og seljendur ennþá síður. Satt bezt að segja voru ís- lenzkum stjórnarvöldum hömlur settar vegna ástandsins. Herinn tók marga menn í þjónustu sína og var fús til að gjalda þeim eft- ir amerískum kauptexta, svona upp í tvö hundruð dollara á mánuði. Auðvitað varð alt kaup- gjald í landinu að faira nokkuð eftir því. Verðlagið varð að hald- ast í hendur við kaupið, annars hefðu allir kaupmenn, og allir framleiðendur farið á höfuðið. Hvað svo um kaup og verðlag á íslandi saman borið við önnur lönd. Hvorutveggja mun nokk- uð hærra en á Bretlandi, í Can- ada og skandinavisku löndunum, í sumum tilfellum enda nokkuð hærra en í Bandaríkjunum en heildar útkoman samt sambæri- leg í þeim löndum. 1 öllum, eða flestum, öðrum lönduní hefir alt verðlag farið gersamlega úr skorðum — þ. e. a. s. í auðvalds- löndunum en til þeirra verður að telja Island að mestu leyti enn sem komið er. Nú liggur næst að spyrja: Hefir Island beðið fjárhagslegan hnekkir af verðbólgunni? Aðal- lega hafa umkvartanir yfir henni komið frá bændastéttinni enda hefir þeim að sjálfsögðu gengið illa að fá vinnufólk og orðið að gjalda því gífurlega hátt kaup væri það á annað borð fáanlegt Samt hafa bændur stórum hagn- ast og stríðságóði þeirra litlu minni en annara stétta. Úr einni sveit kemur langt bréf fult af umkvörtunum um dýrtíð og vinnufólkseklu en svo þessu við- bætt: “Samt er afkoma bænda ólíkt betri en fyrir stríð. Hér í sveit var naumast um skuldlaus- ann bónda að ræða og sumir munu tæpast hafa átt fyrir skuldum, margir voru leiguliðar. Nú eru allir sjálfseignarbændur að tveimur undanskildum, sem ekik fá ábúðarjarðir sínar keýpt- ar, og eg held mér sé óhætt að íullyrða að engin bóndi í þessum hreppi skuldi. Margir munu eiga drjúga innstæðu í bönkum og sparisjóðum.” Af þessu má sjá að hagur bænda hefir breyst mjög til batnaðar. Á fleira ber að líta en f járhags afkomu augnbliksins. Eg tel það framtíðar búskap íslands eitt hið mesta happ til framibúðar, að vinnulaunin hafa farið upp. Bú- skapnum fór fyrst að fara fram heima þegar vinnufólkseklan fór að gera vart við sig fyrir útflutn- ing fólksins til Ameríku. Það neyddi bændurnar til að breyta til og slétta túnin. Alt fram til þess höfðu bændurnir rányrkt bæði landið og þjóðina, þ. e. a. s. verkfólkið enda lítil ástæða til að gefa sig að jarðrækt meðan kost- ur var á hundbillegu vinnuafli til að reita hverja sinumýri og teygja sig eftir hverri tuggu upp um öræfin. Nú mun sagan vera að endur- This series of advertisements is taken from the booklet “Baek to Civil Life”, published by and available on request to the Depart- ment of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. No. 12—RE-ESTABLISHMENT CREDIT (Continued) If a man has elected to take educational, vocational or technical training benefits or benefits under the Veterans' Land Act, and these benefits are less than the amount of the Re- establishment Credit applicable to him the difference may be made available for any of the purposes specified. If, on the other hand, the Re-establishment Credit has been used wholly or in part and later an application is made for educational, vocational or technical training benefits or benefits under the Veterans' Land Act, such benefits may be granted, but a compensating adjustment must be made in an amount equivalent to the credit already received. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD135 J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.