Heimskringla - 17.10.1945, Page 3

Heimskringla - 17.10.1945, Page 3
WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA taka sig. Bændur kappkosta nú meir en nokkru sinni fyr að rækta land sitt og gera það vél- tækt enda mun framtíð hins frónska bónda á því byggjast framvegis. Að þessu er nú undið eins og sjá má af því að heyskap- arfengur og jarðræktar fram- leiðslan minkar ekki heldur fer yfirleitt vaxandi. Þótt hendurn- ar séu færri til vinnunnar eru vélarnar fleiri. Hvert það muni borga sig fyrir smábændur að kaupa og starfrækja dýrar vélar má samt teljast vafasamt. Þá er til önnur aðferð með því að stofna samyrkju og samveru hverfi í öllum betri héruðum landsins en gera afdali og útnes- in að afréttum. Jæja sumir munu fallast á þetta, en hvað um framtíðina? Hún virðist uggvæn í ýmsra augum og telja margir engin ráð fyrir hendi önnur en kaupgjalds og verðlags hrun. En mönnum stendur stuggur af verkföllum og vinnuóeirðum þeim er slíkt myndi hafa í för með sér. Virðist enda þeim er fastast mæla með þessu úrræði vera þetta ljóst því þeir gera ráð fyrir einhverskon- ar vinnuþvingun og vilja koma upp öflugri ríkislögreglu. Tala þeir nokkuð digurbarkalega um hnefann á borðinu, sem á að skjóta landanum skelk í bringu eins og ógnar hnefi Ófeigs gerði Guðmundi hinum ríka geig forð- um. Jú, við Islendingar erum nokkuð óbilgjarnir stundum en aldrei þó meir en þegar við erum beittir einhverskonar ofbeldi svo tvísýnt virðist um heppilega lausn málsins með þessu atferli. Stjórnin heima hefir líka tekið aðra stefnu og skynsamlegri, að mér virðist. Stjórnin gerir ráð fyrir að gera Islendinga samkepnisfæra, ekki með lágengis firamleiðslu, held- ur með því að búa þjóðinni svo vel í hendur að sökum afkasta og vinnu vöndunar megni Is- lendingar að launa hana betur en flestar aðrar þjóðir en láta samt alt borga sig. Það má segja að landinn hafi kastað kotungs- skapnum og hugsi nú djarft og karlmannlega til framtíðar sinn- ar. Mór er nú næst að halda að hér sé ekki einungis hetjulega hugsað heldur að raunverulega sé þetta eina færa leiðin til að forðast verðhrun sem ílt er að stöðva og vinnu óeirðir sem draga ótal illár fylgjur á eftir sér. Hvernig ætla nú íslendingar að koma þessu í kring? Fyrst er að geta þess, að Is- lendingar munu nú eiga um 600,- 000,000 kr. innstæðu í útlendum gjaldeyrir á útlendum bönkum. Helmingur þessa fjár hefir verið fastsettur, skilyrðisbundið samt. ^essum þrjú hundruð miljónum króna má aðeins verja til að kaupa þau tæki sem auka og f>æta framleiðsluna til lands og sjávar. Hvað ætla svo Islendingar að kaupa? Stjórnin, fyrir hönd ís- lenzkira kaupenda, hefir nú þeg- ar gert samning við fimm brezk- ar skipasmiðjur um að byggja 30 nýmóðins togara. Þetta verða stærri og miklu fullkomnari skip en hinir eldri togarar. Stærð þeirra verður frá 140 til 170 fet a lengdina. Útbúnir til veiða verður heildar verð þessara skipa um 60,000,000 kr. Ekki verður heldur hér staðar numið °g gera landsmenn og stjórnin rað fyrir að byggja ennþá fleiri togara af sömu tegund síðar. Sv° er í ráði að kaupa um 90 ^ótorbáta, annað hvert alveg ^ýja eða sama sem nýja, frá Sví- PJoð. Nokferir þeirra eru nú komnir til landsins og af þeim er °ngin eldri en þriggja ára. Stærð Peirra er fr^ 35 til 80 rúmlestir °g vandaðir að útbúnaði og allri gerð. Eitt skip, Fanney, hafa ^lendingair fengið smíðað í Ame- rjku. Hún er 160 rúmlestir að staerð og hin vandaðasta í alla staði svo sem hin beztu fiskiskip Bandaríkjanna af þeirri stærð og gerð. Má búast við að fleiiri verði keypt hérlendis ef hún gefst vel til veiða við Íslands strendur. Er nú sá dagur upp að renna að íslendingar eigi betri og nýrri fiskiflota en aðrar fiskiveiða þjóðir, ættu afköstin að verða eftiir því. Fáir efast um að Is- lendingar séu meðal duglegustu og aflasælustu veiðimönnum veraldarinnar enda eiga þeir skamt að sækja til góðra miða. Er nú sú stefna á baugi að selja og afleggja öll gömlu og útslitnu skipin og endurnýja flotann ger- samlega, enda reynast nú hin eldri kola og bensín-brenslu skip dýr í rekstri og að ýmsu leyti óhentug. Þetta er fyrsta sporið, en það er aðeins fyrsta sporið í aukinni og endurbættri fiskiframleiðslu. Næsta sporið á að stíga með því að reisa, hér og hvar á ströndum landsins, hraðfrystihús, niður- suðuverkstæði og ábuirðarverk- smiðjur, sem geri aflann að fyrsta flokks verzlunarvöru fyr- ir heimsmarkaðinn, svo lands- menn þurfi ekki framar að stóla á hina stopulu og óhagkvæmu saltfiskssölu til Spánar og Portu- gal. Þannig í ytri dráttum er áætl- unin um framfarir sjávarútvegs- ins heima og finst mér þar nokk- uð kenna og langtum meira en verið hefir þeirrar djarfsæknu víkingslundar, sem vill sigrast á erfiðleikunum fremur með fram- sókn en undanhaldi. Mörgum heima virðist meiri áherzla lögð en veraber á fiskiframleiðsluna. Mér finst þetta grundvallast á staðreyndum. Að vísu veit enn- þá enginn hvaða auður felst í ís- lenzkri mold, íslenzkum fossum og hverum en sá auður er ennþá torsóttari en til hafsins. Engin stéttapólitík fær þeirri staðreynd hrundið, að íslendingar búa í erfiðu landi en við auðugustu ffskimið heimsins. Til djúpsins hafa Islendingar löngum sótt björg í bú og frá djúpinu hefir sá auður komið sem gerir þjóðinni nú auðið að bæta afkomu sína og atvinnulíf. Til þess að halda þeim framförum áfram verður enn um sinn að sækja afl þeirra hluta sem gera skal til hafsins. — Þótt framfarirnar hafi verið miklar er margt ógert ennþá á Islandi. “Landið þarf fleiri og betri skóla”, segir kennara stéttin — og vitaskuld hefir hún rétt fyrir sér. “Við þurfum fleiri og full- komnari sjúkrahús,” segja lækn- ar — og hver vill efa að það sé réttmæt brafa. “Við þurfum fleiri og betri í- veruhús,” segja alþýðumennirn- ir, sem draga sig út úr kjallara holum til að taka sér búastað í “bröggunum”, hinum óvistlegu og köldu bráðabirgðar verustöð- um hermannanna. “Við þurfum fé til þess að ræsta fram mýrlendið, byggja gróðrarhús við laugarnar, verk- smiðjur til að vinna áburð úr þangi, fiskiúrgangi og enda loft- inu. Já, við þurfum fleiri og hentugri vélar og verkfæri til að vinna landið. Við þurfum fleiri og fullkomnari búnaðarskóla fyr- ir bændaefnin og vísindastofn- anir til efnarannsóknar á juirtum og jarðvegi, húsdýrum og heim- ilisiðnaði,” segja bændurnir, — og þeir hafa áreiðanlega á réttu að standa. Fé til þessara fram- kvæmda verður áreiðanlega að koma úr sjónum fyrst um sinn. I áætlunum stjómarinnar er hvorki iðnaði eða landbúnaði heldur gleymt. Sérstaklega eru gerðar djarfmannlegar uppá- stungur um rafvirkjun í sveit- um, ekki síðuir en í kaupstöðum. Innan tíu ára vona margir að H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 ^.F.L. 21 331 hvert einasta heimili á landinu njóti rafmagns til ljósa og fleira. Sama er að segja um meðhöndl- un á landbúnaðarvörum, og á sjávaraflanum. Áherzlan er nú öll lögð á að gera þær seljanleg- ar á heimsmarkaðnum. Saltkjöts salan er nú úr sögunni, en kælt og frosið kjöt aðeins selt til út- landa. Annars mun héðan af lítið eitt af kjöti og smjöri selt úr landi, því bæirnir og sjópláss- in þarfnast þess alls. H. E. Johnson Lesið Heimskringlu CANADA ER ALLIR KJÓSA SER OG SINUM LEGG SKERF ÞINN TIL FRAMFARANNA Á framtíðar Canada að geta upppfylt þær kröfur sem þú gerir til þess . . . að gefa atvinnu, nægtir og ánægju, öllum sínum borgurum? Ef svo á að verða, þá má enginn skerast úr leik að gera það þannig. Ef til vill hefir þú alía reiðu gefið þessu landi þínu son þinn til hernaðar, eða dóttir þína. Eða þú hefir máske unnið aflátslaust og án kvörtunar ... lánað sparisjóðsfé þitt til þess að sigur fengist. Ef svo er — þá hefir þú gert skyldu þína í einu eða öllum atriðunum. En kröfur og afleiðingar stríðsins enda ekki þó bardögunum linni. Yið verðum að endurreisa byggja að nýju til þess að eignast það Canada sem við æskjum. Sem löghlýðnir og trúir Canada- menn verðum við að létta undir hina þungu fjár- hagslegu byrði lands vors. Annars geta vonir okkar ekki rætst. Að minnast aðeins á eitt verkefni sem bíður vor — frá hernaði til venjulegra starfa, fyrir fólk vort. Við verðum að aðstoða hundruð þúsunda til þess að komast heim— hjálpa qllu voru fólki sem í hernaði voru, til þess að koma sér fyrir — sjá fyrir særðum og lömuðum og f jölskyldum þeirra. Þetta útheimtir stórfé, en þetta er aðeins lítill hluti þeirra útgjalda sem við verðum að annast um. Hvernig má gera þetta? Svo þessu verði framgengt verðum við, auk þess að borga skatta vora, að halda áfiram að lána Canada sparifé vort . . . alt sem við getum verið án. Við verðum að kaupa verðbréf hins níunda Sigurltns. 1 þessu tilfelli er skylda vor einnig vorir hagsmunir. Sigurláns Verðbréfin er það bezta sem hægt er leggja peninga sína í, og allar tekjulindir Canada standa þar á bak við. Þau gefa háa vöxtu tvisvar á ári, og eru fljótseld fyrir peninga, ef þörf gerist. Og munið, að níunda Sigurlánið er hið síð- asta um heils árs tímábil. Undanfarandi Sigur- lán hafa verið tekin tvisvar á ári. Gerið ráðstaf- anir að leggja jafnmikið af sparifé yðar til þessa láns, eins og þér hafið gert að undanförnu . . . það borgar fyrir tvisvar sinnum meira nú. Vegna alls þess sem þér bindið von yðar við . . . vegna sjálfra yðar og barna yðar . . . vegna Canada . . . kaupið NU Sigur Verðbréf. Ritið Nafn Yðar Undir SIGUR! 4 V KAUPIÐ Ý Victory 9-48 Bonds NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.