Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1945 ítrtúmskrinxilci i ' (StofnuB lSSt) Kemur út ó hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 ---- ---------- " .................... ........... WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1945 Misklíðarefnin Hver voru misklíðarefnin, sem fulltrúar þjóðanna á Lundúna- fundinum gátu ekki axlað og fela' varð sérfræðingum til athug- unar? Þau voru að vísu mörg. En eitt lá þó að baki þeim öllum; það var hvernig endurreisn heimsins gæti verið háttað, hvort hún skildi gerð með sameiginlegu eftirliti eða öryggi allra þjóða, eða með Bandaþjóðunum skiftum í tvo flokka (blocs). Spurningarnar um hver landamæri sigruðu ríkjanna í Evrópu yrðu og hvað við nýlendur þeirra skuli gera, áttu rætur að rekja til nefndrar skift- ingar. Það var ekki gott að ráða fram úr þeim fyr en stórveldin höfðu komið sér saman um hver yrði framtíðar-stjórnmálastefna heimsins. Á hún að verða vestrænt lýðræði, með ótakmörkuðu einstaklingsfrelsi og annmörkum auðvalds auðvitað einnig, eða á hún að vera kommúnista-lýðræði, með valdinu komandi ofan úr stjórnarsölunum og takmörkun einstaklingsfrelsisins? Það er oft af vitrum mönnum sagt, er um einhver mikilvæg atriði er að ræða, að pólitík megi ekki koma þeim nærri. Er það nokkuð annað en bölvun sú, sem af henni leiðir, sem orsök er þess, að upp á skerið bar á Lundúnarfundinum? ★ Hverju sem menn svara til, skal hér minst á smærri málin, sem vegna aðal-málsins að vorri skoðun, var ekki hægt að afgreiða á fundinum. Friðarsamningurinn um Italíu byrjaði á því, að ákveða landa- mærin. Varð ekki mikill árekstur um þau, nema hvað Bandaríkja- menn vildu að borgin Trieste tilheyrði Italíu að nokkru, en væri að öðru leyti alþjóðleg, veitti öllum Bandaþjóðunum hafnleyfi. Rússar vildu að Júgóslavía hlyti borgina. Þetta var fyrsti ágrein- ingurinn, en var þó stilt í hóf. Sagan versnaði við annað ágreiningsefnið, en það var um ný- lendur Itala og hvort stjórn þeirra og Japans ætti að vera í höndum Bandaþjóðanna, eða einstakra þjóða. Lögðu Bandríkin til, að ný- lendum ítalíu, Libyu og Eritrea, yrði að 10 árym veitt sjálfstjórn, en Bandaþjóðirnar hefðu eftirlitið fram að þeim tíma. En fundin- um til undrunar voru Rússar á móti þessu. Þeir óskuðu sjálfir að hafa yfirráð sumra þessara nýlenda og á Miðjarðarhafinu. Það skapaði þriðja misklíðarefnið: Eiga tillögur San Francisoo- fundarins um að Bandaþjóðirnar hafi fyrst um sinn yfirráð menningarsnauðra þjóða, engan rétt á sér? Eða eiga einstakar þjóðir að brytja upp milli sín smærri þjóðir, til þess að veita stærri þjóðum hernaðarlega betri afstöðu? Þetta mál um yfirráð nýlenda, verður ekki jafnað fyr en aðalstefn- an er lögð eða samþykt er eitthvað ákveðið viðvíkjandi framtíðar stjórnarfari heimsins. En þessi árekstur Rússa og Bandaríkja- manna um yfirráð sérstakra þjóða, í stað Bandaþjóðanna í heild, yfir nýlendum, vakti óviðbúið upp fjórða ágreiningsefnið; en það var um framtíð Japans. Áður en ítölsku nýlendurnar komu til greina, höfðu Rússar ekkert á móti því, að Bandaríkin stjórnuðu Japan í samfáði við aðrar Bandaþjóðirnar og hefðu úrskurðarvald þar í ágreinings- málum, er upp kynnu að koma. En þegar farið var að ræða um nýlendur ítala, stungu Rússar alt í einu upp á því, að allar Banda- þjóðirnar stjórnuðu í Japan, að Bandaríkin hefðu þar ekki yfir- stjórn. Samt var þetta alveg gagnstætt því, sem Rússar fóru fram á við umræður Miðjarðarhafsmálanna. Bandaríkin gerðu aldrei ráð fyrir öðru en bráðabirgðarstjórn í Japan og þar sem það. mál lá ekki fyrir á London-fundinum, kváðust Bandaríkin ekki ræða það að sinni. Þá eru friðarsamningar við Búlgaríu og Rúmaníu. 1 þeim málum varð ekkert ágengt vegna þess, að Bretar og Bandaríkja- ilienn neituðu ákveðið að skrifa undir þá, fyr en þessar þjóðir hefðu komið á fót lýðfrjálsri stjórn, en þeim væri enn stjórnað af Rússum. Sögðu þeir Potsdam samninginn algerlega brotinn með þessu. En Rússar sögðu að sín stjórn þar væri lýðræðisstjórn. En alvarlegasta misklíðarefnið á fundinum varð þó þegar Rússar bönnuðu Frakklandi og Kína, að taka nokkum þátt í um- ræðunum um Austur-Evrópu-málin. Bandaríkjafulltrúarnir og Bretar sögðu óviðurkvæmilegt að útiloka þessar þjóðir, þar sem þátttak þeirra áður hefði verið samþykt. Út af þessum ágreiningi reis sjötta misklíðarefnið, sem er nær því að vera grundvallaratriði, en nokkurt annað mál fundarins, en það er útskýring á -hvað lýðræði sé. En þá fóru nú málin fyrst fyrir alvöru að flókna. Þegar Rúmaníu og Búlgaríu málin voru rædd af Bretum, Bandaríkjamönnum og Rússum, var ekki einungis að á ólíkum tungum væri talað, heldur voru hugmyndirnar sjálfar alólíkar. í augum Rússa, eru Rúmanía og Búlgaría frjálsar, þó stjórnmálaflokkamir hafi ekki enn leitt besta sína þar saman og engar kosningar verið. Sú skoðun Rússa kemur lýðræðisþjóðun- um einkennilega fyrir, en er þó ljós af kosningum þeim, sem í Rússlandi eiga að fara fram snemma á komandi ári. I þeim er aðeins einn pólitískur flokkur liðinn-og tilnefndur af stjórninni en með öðrum en þeim flokki er ómögulegt að greiða atkvæði. Frá brezku og bandarísku sjónarmiði er þetta ekki í Rúmaníu eða Búlgaríu skoðað lýðræði hvað sem það kallast í Rússlandi. Og meðan forráðamenn heimsstjórnarinnar koma sér ekki saman um þetta, er ekki líklegt, að samkomulag fáist í Balkan-málunum. í Ungverjalandi er öðru máli að gegna. Þar vottar fyrir tilraun- um, að koma á lýðræði. Að efla það eru Bretar og Bandaríkin á- kveðin og Rússar einnig. Út af þessum skoðanamun í stjórnmálunum, sprettur ósam- komulagið, sem varð til þess að gera að engu þriggja vikna starf I á London-fundinum. Og væri i nokkur furða á því, að ýmsir hugsuðu eða spyrðu sem svo: Eiga eftir að rísa upp af því tveir flokkar eða samtök (blocs) innan forráðavaldsins í heimin- um, er hvor vinnur á móti öðr- um af pólitískum ástæðum, fyrst á fundum og samkundum en síð - ar á láði, legi og í lofti? Síðasta misklíðarefnið var iðn- aður Vestur-Þýzkalands. Frakk- land fór fram á, að Rúr-héruðin væru brytjuð utan af Þýzka- landi og fengin einhverri eftir- litsstjórn af hálfu Bandaþjóð- anna í hendur. Rússar voru á móti því, að Þýzkaland væri frekar limað sundur en komið er, sem nú er ekki stærra en Eng- land og voru Bretar með því. En á síðustu klukkustund fund- arins hafði Stalin það á orði við bandaríska fregnrita í Rússlandi, “að þess gerðist í raun réttri mikil þörf, að taka Rúrhéraðið af Þýzkalandi.” Þetta bar nú með sér, að Rúss- ar, eigi síður en Bandaríkja- menn, höfðu komið hálf illa undirbúnir til fundarins og voru oft efins í hvað gera skyldi. Um- mæli Rússa í máli Japans, geta hafa verið fljóthugsuð, og að þeir eigi eftir að athuga það bet- ur og breyta skoðun sinni, er ekki ólíklegt. Á þetta hefir hér verið bent til þess að sýna hvað mikið starf sérfræðingar fimm-menninga veraldarvaldsins eiga fyrir hönd- um og eiga úr að leysa, áður en hinir stóru fimm koma næst saman. FRÉTTAPISTILL 6-10,1945 Alþingi var kvatt saman 1. okt. og var það hið fyrsta reglulega Alþingi eftir að lýðveldið var stofnað. Þrír nýir þingmenn hafa tekið sæti á þingi, Katrín Thór- oddsen læknir, Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupmaður og Björn Kristjánsson kaupfélags- stjóri, sem varð sjálfkjörinn í kjördæmi Gísla Guðmundssonar, en hann sagði af sér þingmensku vegna langvarandi veikinda. — Forseti sameinaðs þings var kos- inn Jón Pálmason á Akri, í stað Gísla Sveinssonar. Þegar eftir þingsetninguna voru þingmenn kvaddir á lokaðan fund, en al- menningi er ókunnugt hvað þar gerðist. En ýmsum getum hefir verið að því leitt, hvað þar kunni að hafa gerst og hvert tilefnið hafi verið, m. a. utanríkismál s. s. afstaðan til Bandaríkjanna. En þetta kemur í ljós á sínum tíma • Jón Þorleifsson listmálari opn- aði málverkasýningu í dag. Á henni eru 45 olíumálverk og 15 vatnslitamyndir. — Allmargar myndir eru þegar seldar. • Samþykt hefir verið að leggja nýja vatnsæð frá Gvendarbrunn- um til Reykjavíkur og á hún að flytja 290 lítra á sekúndu, skv. áætlun Sigurðar Thoroddsen verkfr. Verkinu á að vera lokið fyrir haustið 1946. • Þingkosningar fara fram í Noregi 8. október. Þrátt fyrir að ekki tókst að sameina Verka- mannaflokkinn og Kommúnista- flokkinn hafa þeir sumsstaðar haldið sameiginlega kosninga- fundi. Alþjóðasamband verkalýðsins hefir nú verið stofnað í París. Forseti þess hefir verið kosinn Sir Walter Citrine og aðalritari Louis Saillant. Framkvæmda- nefnd sambandsins hvetur lýð- ræðisþjóðirnar til að slíta stjóm- málasambandi við Spán og Ar- gentínu. B. G. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Verður Tivoliskemtistaður stofnaður í Reykjavík? Fyrir síðasta bæjarráðsfundi lágu tvær umsóknir um úti- skemtisvæði, þar sem skemtanir yrðu hafðar með líku fyrirkomu- lagi og í hinum fræga skemti- stað “Tivoli” í Kaupmannahöfn. Er önnur umsóknin frá þeim Al- freð Andréssyni leikara, Ásberg Sigurðssyni lögfræðing, Bjarna Guðmundssyni blaðafulltrúa, Lárusi Ingólfssyni leikara, Pétri Péturssyni útvarpsþul, Steingr. Jóhannessyni veitingaþjóni og Vol Gíslasyni leikara. Hin um- sóknin er frá Sigurgeir Sigur- jónssyni hæstaréttarlögmanni. Umsóknum þessum vísaði bæjarráð til skipulagsmanna bæjarins og skipulagsnefndar til umsagnar. í gær sneri Alþýðublaðið sér til beggja þessara aðila, og spurði þá um hugmyndir þeirra í sam- abndi við hinn fyrirhugaða skemtistað. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá fyrnefndum að- ilum, er hugmynd þeirra sú, að koma upp með tímanum hentug- um skemti- og hvíldargarði, þar sem fólk á öllum aldri geti leit- að sér hvíldar og hressingar við vægum inngangseyri. Þeir félagar hafa um langan tíma unnið að undirbúningi þessa máls og kynt sér starf- rækslu svipaðra garða erlendis eftir beztu föngum með öflun upplýsinga, fyrirkomulagsteikn- inga og hugmynda um skemti- atriði. Hafa þeir myndað þennan félagsskap í því skyni að geta hver um sig unnið sem mest að framkvæmdum, án þess að verða um of upp á aðra komnir um að- stoð, enda hafa þeir allir nokkra reynslu, hver á 'sínu sviði. Þeir hafa einnig gert gangskör að því að tryggja sér aðstoð færra sér- fræðinga og afla þeirra áhalda, sem inn þarf að flytja, en þeim telst þó til, að meginhluti verks- ins verði af íslenzkum höndum unninn, enda verður að miða all- ar framkvæmdir fyrst og fremst við íslenzka staðhdætti. Eins og áður er sagt sneri blað- ið sér einnig til Sigurgeirs Sig- urjónssonar, og spurði hann um fyrirætlanir hans, en hann er nýkominn heim frá Englandi, þar sem hann hefir kynt sér rekstur slíkra skemtistaða, og gert samninga um útvegun nauð- synlegra tækja og útbúnaðar í þessu skyni. Dvaldi hann meðal annars um tíma í Blackpool, sem er talinn einn fullkomnasti skemtistaður í Englandi, og einn- ig heimsótti hann fleiri sílka staði og átti viðtal við forstöðu- menn þeirra. Hefir hann nú gert samning um kaup á nýjum fullkomnum tækjum svo sem hringekjum, rafmagnsbílum og fleiri hlutum til slíkrar stofnunar og fengið út- flutningsleyfi fyrir þeim. Telur hann þau mjög fljótsett upp hér, þegar búið er að ganga frá skipu- lagsuppdrætti að skemtisvæðinu. Yfirleitt kvaðst Sigurgeir hugsa sér stað þennan þannig, að hann væri jafnt fyrir börn og fullorðna, og kappkosta að hafa sem mesta fjölbreytni í rekstri hans. Fyrirtæki það sem Sigurgeir samdi við um smíði tækjanna, hefir boðið honum, að senda sér- fróðan mann hingað með þeim til að setja þau upp og leiðbeina um starfrækslu þeirra, og telur hann að unt verði að taka skemti- staðinn í notkun á næsta vori, ef bærinn afgreiðir málið af sinni hálfu og úthlutar lóð fyrir svæð- ið á næstunni. Hugmyndin um útiskemtistað í Reykjavík mun áreiðanlega vera vinsæl meðal bæjarbúa. — Komist hún í framkvæmd, er bætt úr brýnni þörf, því að við höfum til þessa að miklu leyti farið varhluta af skemtunum þeim, sem hér er gert ráð fyrir. Sannleikurinn er sá, eins og allir vita, að hér er ekki um auð-; ugan garð að gresja, hvað skemt- ^ analíf og dægradvöl snertir. Við höfum kvikmyndahúsin, ein- j staka kaffihús til þess að gera okkur daga mun, svo og leikhús. En hitt hefir lengi vantað, skemtistað, með öllu því, sem honum tilheyrir, þar sem full- orðið fólk, unglingar og börn geta eytt tómstundum sínum, með skemtilegra hætti en tíðkast | hefir til þessa hér í bænum. —Alþbl. 23. sept. ★ » ★ Séra Friðrik Hallgrímsson fær lausn Kirkjumálaráðuneytið hefir nýlega veitt séra Friðrik Hall-j grímssyni dómprófasti og presti við Dómkirkjuna í Reykjavík lausn frá embætti, samkvæmt ósk hans, frá 1. des. þessa árs að telja. Jafnframt hefir svo biskup auglýst embætti hans við Dóm- kirkjuna laust til umsóknar með umsóknarfresti til 20. okt. næst- komandi.—Tíminn, 7. sept. ★ * . ★ Þorvaldur Árnason fer utan til að kynnast nýungum í ullariðnaði Nýbyggingarráð hefir í sam- ráði við lanbúnaðarráðherra fengið herra yfirullarmatsmann Þorvald Árnason til þess að fara til Bretlands til þess að kynna sér nýungar á sviði ullariðn- aðarins, leita eftir hentugum vél- um til nýtízku ullariðnaðar bæði fyrir innlendan og erlendan markað, og athuga möguleika á námi fyrir unga menn við þenn- an iðnað. Fór Þorvaldur héðan flugleiðis föstudaginn 14. sept. til Bretlands í framangreindu skyni.—Þjóðv. 15. sept. ★ ★ ★ Inneignir bankanna erlendis 572 milj. kr. Samkv. nýútkomnum Hagtíð- indum námu inneignir bankanna erlendis í lok júlímánaðar 572 milj. 815 þús. kr. og höfðu mink- að í mánuðina um 7.7 milj. kr. Innlög í bankana námu á sama tíma 627 milj. kr. og höfðu mink- að í mánuðinum um 1.5 milj. kr. Útlán námu 268 milj. kr. og höfðu aukist í mánuðinum um 4.4 milj. kr. Seðlar í umferð í júlímánuði námu 167.5 milj. kr. og hafði seðlaveltan aukist í mánuðinum um 515 þús. kr.—Þjóðv. 15. sept. ★ ★ ★ Kristján Mikaelsson, Eyrarlandsveg 20 hér í bæ, er nýkominn heim frá Ameríku, þar sem hann hefir stundað flug- nám að undanförnu. Er hann nú ráðinn flugmaður hjá Flugfélagi Islands h.f. — Þá er og nýkom- inn heim úr Amerikuför Ólafur Benediktsson, áður bókhaldari hjá Bifreiðastöð Akureyrar. — Stundaði hann nám í verzlunar- skóla vestan hafs um eins árs skeið, en vann síðan um tíma hjá Sambandi vefnaðarvöruinnflytj- enda.—Dagur, 16. ágúst. ★ ★ ★ 42 ísl. stúlkur komnra til New York 42 íslenzkar stúlkur, sem gift- ar eru bandarískum hermönnum, komu til New York í gær. Útvarpsstöð bandaríska út- varpsins í Evrópu skýrði frá þessu í gærkvöld og bætti við, að flestar þeirra myndu vera með börn með sér og hefðu allar í hyggju að setjast að í Bandaríkj- unum.—Þjóðv. 29. ág. * ★ * Þriggja metra tunglfiskur veiddur í Vopnafjarðarflóa Skipið “Bjarnarey” veiddi í gær 1 tunglfisk á Vopnafjarðar- flóa með því að skutla hann. Tunglfiskur þessi var 3. m. á lengd og 280 kgr. að þyngd. —Þjóðv. 29. ág. ★ ★ ★ Nýja símaskráin komin út Nýja símaskráin er komin út og verður byrjað að bera hana til símanotenda bráðlega. Aldrei hefir upplag símaskrá- arinnar verið jafn mikið og nú, enda um 440 nýir símanotendur bætzt við í Reykjavík einni, fyr- ir utan aðra staði á landinu. 1 gær fékk Alþýðublaðið eftir- farandi upplýsingar hjá Ólafi Kvaran ritsímastjóra, en hann hefir verið ritstjóri þessarar nýju símaskrár. í Reykjavík eru nú 5500 síma- númer í notkun. Gert er ráð fyr- ir að unt verði að fjölga um 500 notendum snemma á næsta ári og 1000 notendum að auki síðar á árinu. 1 Reykjavík einni eru skráðir . um 440 nýir símanotendur í þess- ari símaskrá, en viðbætir við skrána verður gefinn út fyrir næstu áramót. í símaskránni er skrá um 450 landsímastöðvar með um 3400 símanotendur, þar af á annað þúsund notendur á sveitabæjum. Þá hafa um 440 íslenzk skip tal- stöðvar.—Alþbl. 24. sept. ★ ★ ★ Fáum við smjör frá Danmörku? Heyrst hefir, að ríkisstjórnin hafi gert ráðstafanir til þess að rannsakaðir verði mörguleikar á því að fá keypt smjör frá Dan- mörku. Danir framleiða geysi- lega mikið af smjöri, en vel má vera að þehrhafi þegar ráðstaf- að mest allri framleiðslu sinni. 1 Danmörk er smjör ákaflega ódýrt á okkar mælikvarða. Þar kostar það í búðum kr. 5.50 (ísl. kr.), hvað svo sem hægt væri að láta það kosta mikið hingað komið.—Alþbl. 23. sept. ★ ★ * Dani flytur erindi um Island í útvarp í Bandaríkjunum Hinn 23. ágúst flutti hr. C. H. W. Hasselriis, forstjóri dönsku upplýsingastarfseminnar í New York útvarpserindi um ísland í Bandaríkjunum. Erindið var mjög vinsamlegt og rétt með staðreyndir farið. Það er liður í eirindaflokknum “Scandinavian Highlights”, sem Hasselriis flyt- ur tvisvar í viku í útvarp var vestra.—Alþbl. 24. sept. ★ ★ * Smjörkíló í dagslaun Nú er búið að hækka mjölkina í 1.82 lítrann, 1.90 á flöskum. Mjólkurreikningurinn er orðinn ískyggilega hár á barnmörgum heimilum. Smjörkílóið kostar 26 krónur í heildsölu. Það er æfintýralegt verð. Hámarkslaun verksmiðju- kvenna eru kr. 795.50 á mánuði. Séu reiknaðir 25 vinnudagar í mán. verða það kr. 31.82 á dag. Það lætur því nærri að verk- smiðjukonan sé heilan dag að vinna fyrir 1 kg. af smjöri. —Þjóðv. 19. sept. ★ ★ ★ 102 stúdentar innritaðir í háskólann í vetur Samtals 102 stúdentar hafa látið innrita sig í háskólann í vetur. Vekur það athygli, að enginn hefir látið innrita sig í guðfræðideildina, og er það í fyrsta skifti í sögu háskólans. Stúdentarnir skiftast þannig í deildirnar: 29 í læknadeild, 20 í lögfræðideild, 26 í heimspeki- deild, 24 í verkfræðideild og 3 í viðskiftadeild. Þessar tölur geta átt eftir að breytast, því ein- hverjir af þeim stúdentum, sem nám stunda við háskólann í vet- ur, munu eiga eftir að ljúka prófi. Samtals 108 stúdentar voru innritaðir í háskólann í fyrra- vetur.—Þjóðv. 20. sept. ★ ★ * Dönsk guðsþjónusta í Dómkirkj- unni á afmæli Danakonungs 1 tilefni af 75 ára afmæli Dana- konungs 26. sept., verður dönsk guðsþjónusta í Dómkirkjunni þann dag, og hefst hún kl. 11 f.h. George L. Höst, sendiherra Dana hér, og frú hans taka á móti gestum á afmælisdegi kon- ungs, í sendiherrabústaðnum, milli kl. 3 og 5. Danir og vinilr Danmerkur eru velkomnir.—Þjóðv. 20. sept.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.